Lögberg - 09.12.1920, Síða 6

Lögberg - 09.12.1920, Síða 6
ftti. IS LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9- DESEMBER 1920. Smásögur Eftir ShaLspeare. / IV. Svo l%ðu þeir upp í leiðangttriim, þjóninn vin- fasti 02 hinn ástríki húsbóndi hans. För þeirra Orlando og Adaans v-ar í raun og veru út í bláinn^ því vegir allir voru þeim ókunnir; að lokum náðu þeir samt tii Ardenskógarins, en ráku sig þá und- ireins ó sömu vandræðin, vistaskort og vatns, er sorfið háfði sv.o mjög að Ganymede og Aiienu. > Ilröktust þeir úr einum stað í annan, úrvinda af hungri og þreytu. ' Tók Adam þá til máls: “Herra minn, kraft- ar mínir eru á förum, hungrið sverfur að og innan skaanms hlýt eg að deyja! ’ ’ Varp íiann sér því næst til jarðar, kvaddi hús- bóndann ástfólgna, oghugði að láta fyrirberast þar hann nú var kominn. Orlando komst við er hann lei't á sinn dygga þjón, tók hann í fang sér, flutti í hlé við tré eitt mikið og fagurt og mælti: ‘ ‘ Adam gamli og góði vinur! Iívíl þig nú hér um hríð og minstu ekki framar á dauða!” Kvaddi Orlando svo félaga sinn og hvarf eitthvað út í buskann að leita fæðuen hvort sem það var af hendingu eða einhverri hulinni ráðstöfun, þó varð honurn reik- að í þann part sikógarins, er hertoginn útlægi hafði bækistöð sína í. Hertoginn var rétt um það leyti nð setjast að diögurði ásamt vinum siínum er gest- inn bar að garði Hinn konunglegi hertogi sat í grasinu, með ekkert annað skýli yfir höfði, en s-kuggsæla laufhvelfing stótrjánna. Hungrið haít5i aukið á óræði Orlandos, dró hann sverð sitt ú sliðrum, þess albúinn að taka vistirnar með valdi, ef eigi yrði annars kostur. “Hættið”. sagði hgnn, “vistir yðar verð eg að fá handa sjóifum mér!” Hertoginn spurði hvort frekja hans stjórnaðist af neyð, eða hvort hann blátt áfram fyrirliti góða siði. Orlando kvaðst því nær vera hungurmorða, og er liertoginn fékk að vita hið sanna, bauð hann gest sinn velkominn til máltíðar. Viknaði Orlando við hlýyrði hertogans, sliðr- aði sverð sitt og sótroðnaði í framan af bíygðun fyrir það, á Iive ruddalegan hátt hann krafðist vistanna. “Eg bið yður auðmjúklega fyrirKefn- ingar” sagði hann. ‘‘Eg hélt að í skógi þessum væri eigi um annað en villimensku og ruddaskap að ræða og þess vegna tók es á mig gerfi ófyrir- ieitins stigamanns. . Hvaða menn sem þér ann- ars eruð, af hverjum orsökum að hlutskifti yðar hefi orðið þessi eyðimörk, þar sem yfir yður hvíl- ir skuggi dapurra örlaga, þá grátbæni eg yður, ef þér hafið eiphvern tíma þekt betri og bjartari daga, heyrt kirkjnklukkur hringja til helgra tíða, setið að góðum vinaveizlum og jafnvel endur og sinn- um strokið meðaumkvunartár af hvörmum yðar, vorkent öðrum og notið vorkunar annara, að sýna mér umkomulausum mannúð!” Hertoginn svaraði: “Rétt mælir þú, að vér séum rnenn,, er litið höfum betri og bjartari daga; vér höfum heima átt í skrautlegum borg- um, þar sem hvellar kirkjuklukkur hafa hringt til helgra tíða. Yér höfum einnig setið veizlur góðra manna og strokið af augum vorum tárperl- ur, sem upptök sín hafa átt í heilagri meðaumkv- un. Þess vegna skaltu velkominn vera, setjast til borðs með okkur og njóta heill þess er þú þarfn- ast.” Orlando mælti: “Það bíður eftir mér fátækur gamall maður, sem dregist hefir með mér mörg þung skref um eyðimörkina, sökum óslökkvandi vináttu við mig, sá er nú hniginn mjög að aldri og skal hvorki þurt né vott inn fyrir varir mínar konpa, fyr en ’honum er borgið. ” / “Far þú ungi maður og flyt þann hingað,” svaraði hertoginn; “munum vér fresta máltíðinni þangað til þið komið aftur.” — Orlando þaut af stað hoppandi eins og hind, er leitar að afkvæmi sínu til að gefa því fæðu, og fcom innan skamms tínaa með Adam gamla í fanginu. Tók hertoginn þá svo til móls: “Ungi maður, legg þú nittur byrði þína, skuluð þið báðir hjartanlega velkomú- ir!” Eftir að gamli maðurinn hafði notið nær- ingar og verið uppörfaður á ýmsar lundir, tók hann brátt að hressast og náði sínu fulla fjöri. Hertoginn frétti nú Orlando hverra manna" hann væri og eftir að hafa fengið vitneskju um ætterni hans — að hann var sonur gamals góð- vinar, Sir Rowland de Bois, tók hann honum tveim höndum og bað þá félaga dvelja á vist með sér í skóginum eins lengi og þeim líkaði. Orlando kom til Ardenskóæarins, að eins fá- um dögum snðar en Ganymede og Aliena höfðu ' komið þangað og keypt íbúðarhús hirðingjans, eins og fyr var getið. — Framh. -------o--------- John Greenleaf Whittier. ------0------ 1 síðasta Sólskini mintumst vér ofurlítið á skáldið Longfellow. 1 þetta sinn viljum vér minn ast á annan mann, á annað skáld John Greenleaf Whittier. Hann var fæddur sama ór, og í sama ríki og Longfellow, nálægt Haverhill í Massaehusetts 17. des. 1807. Hann var sonur fátækra kvekara hjóna sem þar bjuggu, og voru kjör þeirra Longfellows og Whitters því mjög ólík í uppvextinum. Whittier varð að vinna baki brotnu á landi föður síns á hverjum degi, frá því að hann kunni nokkru að orka, því bæði var það, að faðir hans var-þess ekki megnugur að setja hann til menta, og svo hafði hann heldur engann smekk fyrir það, hélt eins og margir gömlu mennirnir, að bóka- vitið yrði ekki látið í askana. Snemma fór að bera á tilhneging hjá Whittier til þess að yrkja, en þorði ekki að láta sjá neitt eftir sig, því faðir hans áleit þeixp tíma illa varið, sem hann eyddi til þess að setja saman þenna slráldskap sinn. Sama var að segja um bókalestur þó Whittier hefði allmikla tilhnegingu til lesturs, þá kölluðu skvldu verkin liann, og svo átti hann ekki völ á bókum til lesturs. Ein af þeim fáu sem hann náði í og las, voru ljóð Roberts Burns, þau las hann aft- ur og aftur. Ef til vill hefir það verið sökum þess, að hinn hreini og djarfi andi Roberts, hefir fundið bergmál í sál Wliittiers, eða þá að skyld- leiki Kfstöðu þeirra hefir dregið hann að þessum fátæ.ka Skota, sem varð að vinna baki brotnu, og að sjálfsögðu hefir orðið að fara á mis við ýmis- legt, sem liann þráði í-lífinu, eins og Whittier. Einu sinni þegar Whittier var 19 ára gamall, var hann að garðhleðslu með föður sínum, sjá þeir þá mann koma gangandi eftir veginum, Það var pósfurinn. Hann bar brátt að þar sem feðgarnir voru við vinnu sína, og færði þeim á meðal aunars vikublað sem gefið var út þar í nágrenninu. Whitt- ier tók við blaðinu og fór að lesa, og rak sig á kvæði sem hann hafði sjálfur ort, í blaðinu. Whittier vissi ebkert hvemig á þessu stóð, hann vissi að hann hafði ort kvæðið, en hann hafði falið það eins og öll önnur kvæði sem hann hafði ort. En svoleiðis stóð á þessu að systir ’Whittier sem var eldri en liann, hafði fundið kvæðið, og sent það til blaðsins að Whittier forspurðum. Þetta var fyrsta kvæðið sem fyrir almennings sjónir hafði komið eftir Whittier. Eins og að minst er á að framan, þá naut YJiittier lítillar mentunar, hann gekk á skóla í tólf mánuði að eins, og til þess að geta það, lærði hann skósmíði og vann svo að því í hjáverkum sínurn til þess að geta stundað eins árs nám við Haverhill skólann. • Kvæðið sem systir Whittier sendi til prentun- ar vakti eftirtekt á honum, og það var skömmu eftir að það kom út, að honum bauðst atvinna við^ blaðamensku, og tók hann því tækifæri með báðum höndum. Blaðamannsstarfið lét honum vel, og varð hann brátt ritstjóri að American Manufacturer síðan varð hann ritstjóri * að New Englands Weekly Rewiev, og eftir að halda þeirri stöðu í nokkur ár, hvarf hann aftur til æskustöðva sinna, og gjörðist ritstjóri að Haverliill Gazette. Eitt mál var það sem Whittier lét sig skifta meir en önnur, og það var afnám þjpelahaldsins. I blöðum þeim sem hann hélt út, var hann einlægur- talsmaður þrælanna, og í ljóðum sínum sem um það leyti voru orðin alkunn, söng hann um svívirð- ing þá og synd er þjóðin fremdi með því að halda slíku áfram og hefir hann verið nefndur: “Lár- vittar skáld þrælafrelsisins” sem er ekki óviðeig- andi, því kvæði hans gjörðu mikið til þess að opna augu Bandaríkja þjóðarinnar fyrir þeirri van- virðu. Öll eru ljóð Whittiers þýð og hrein óg þegar maður les þau, leggur frá þeim ýndisþokka inn í huga lesarans, sem kemur honum til þess að segja: “svona getur eíiginn ort, nema hann hafi verið góður maður,” og eins og ljóð hans eru svo var líf hans alt. Hreint eins og berglindin, og hlýtt eins og vorsólin. Um verk Whittiers er ekki tilgangur minn að skrifa, þau eigið þið að lesa, en meðal þeirra bezt þektu er “Maud Muller” og “Barbara Tritchie.” En það er með John Greenlea/f Whittier eins og alla góða menn, að veraldleg umhugsunar eða yrkisefni þeirra ná ekki dýpstum rótum í sálar- lífi þeirra né dýpstu nótunum á hörpu þeirra. Það er þegar til andlegu málanna kemur sem flug þeirra er hæst, og fegurð sálarinnar er mest, og svo var það með Whittier, að mildin í hugsun efni og orði er fegurst í kvæðinu, eða réttara saKt sálminum, sem hann nefnir: “Lífshvöt mín”. John Greenleaf Whittier, lifði til þess að sjá aðal áhugamál sitt ná fram að ganga — þrælahald- ið afnumið. Hann lézt að Hampton Falls 7. sept. 1892. --------o-------- Seminole Indíánarnir. Mör? ykkar hafið lesið söguna um Pocahon- tas, og hvernig að hún frelsaði John Smith. Sönn saga er til um ^ina Seminole mær, sem " frelsaði mann einn sem McKimrnon hét á sama hátt. Sagan sem er þáttur úr sögu Seminole flokks- ins, og er með öllu ábyggileg er á þessa leið: Hillis Harjio, sem á Seminole máli meinar “Meðölin sem ekki eiga við,” var nafnkunnur höfðingji sem uppi var á síðustu öld. Hann var þektur undir nafninu spámaðurinn Francis, og var einn aif þeim Indíána höfðingjum sem barðist á móti hvítum mönnum í Seminola stríðinu. Aður en það stríð átti sér stað töldu einhverj- ir útlendingar lionum trú um að í samningunum sem Bretar gex-ðu árið 1812 við Bandaríkin, væri tekið fram, að land það sem Seminole flokkurinn hefði átt, skyldi verða skilað aftur ti'l hans. í þeirri vissu, að þetta væri satt, tókst Hillis ferð á hendur til Englands í þeirri von að Englend- ingar mundu styðja hann til þoss að fá landsvæði það aftur er fólk hans hafði átt. ■» Sú tilraun varð árangurslaus, og Hillis bom til baka með þyngri hug till Bandaríkja þjóðarinn- ar, heldur en hann hafði nokkru sinni áður borið tfl hcnnar, og juku viðtökurnar sem hann mætti á Bretlandi sem voru framúrskarandi vingjamleg- ar og veglegar, eins og þjóðhöfðingja sæmdi á þá gremju. Arið 1817 gjörðu hvítir menn í Bandaríkjun-' um áhlaup á Seminole Indíánana, hvað eftir ann- að. I einu af slíkum áhlaupum handsömuðu Indí- ánarnir mann úr hópí hvítu mannanna, sem Mc- Kimmon hét fóru með liann til Mekasuky, þar sem Hillis Harjo óttji heima, og þar sem hann var æðstur valdsmaður. Hillis Harjo lét kalla shman herrétt, til að rannsaka mál Kimmons, og komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að binda skyldi McKimmon við tré, bera að honum viðarköst og brenna hann. Hillis Harjo, átti eina dóttir sem Milly hét, hún var forkunarfögur, og að eins 16 ára að aldri þegar þessi saga gerðist, og vissi að það var 'hefndarhugur sem réð hjá föður hennar í því að taka líf þessa manns. Hún veitti öllu sem firam fór nákvæma eftir- tekt, hún sá flokksmenn sína binda McKimmon við tréð, hún sá þá þlaða viðarköstinn alt í kringum ,tréð, og fólk sitt safnast saman og taka að dansa ,um kring viðarböstinn, eins og þess var siður, þegar eitthvað þessu líkt var á ferðinni og það virtist gjöra það með óvanalegri ánægju í þetta sinn, því hefndarkugur þess fyrir ranglæti sem því fanst það kafa orðið fyrir frá hendi hvítra manna, jók á hina grimmu nautn sem virtist liggja í blóði, þessa eirlitaða fólks. Milly var sér þess meðvitandi, að þetta var hið mesta ógæfuspor, fyrir föður sinn og fólk hans, svo hún fór til föður síns, og bað hann innilega að ,hætta við þetta ljóta áform sitt, og láta McKimm- on lausan. En bæn hennar fékk enga áheyrn, svipurinn á andliti föður hennar var iafnharður og áform hans jafn ákveðið eftir sem áður. Þegar Milly sá að hún fékk engu til leiðar komið við föður sinn, stóð hún upp því hún hafði flutt bæn sína krjúpandi frammi fyrir föður sínum, gekk frá honum os þangað sem maðurinn bundni var, hljóp yfir viðarköstinn og staðnæmdist við yhlið hans og bauð þeim sem hann ofsóttu byrginn. Þeir beiddu Milly að fara í burtu og lofa þess- ari grimmu aftöku að fara fram, en þess var eng- inn kostur, hún hreifði sig ekki úr stað, heldur stóð við hlið McKimmons, með sama eiflbeitta svipnum og sama óhagganlega áforminu og hafði lýst sér ,í svip föður hennar, þegar hún var að biðja hann flð gefa McKimmon líf. Þeir áttu því úr vöndu að ráða, því ekki dirfð- ust þeir að leggja á hana hendur sökum afar gam- allar siðvenju eða réttar sem Seminole flokkurinn hafði borið virðingu fyrir og haft í heiðri einn mannsaldurinn eftir annan — þeirrar að hver og •einn af þeim flobki hefðu réfct til að krefjast þes§, að menn væru ekki sakfeldir, unz þeir væru sann- aðir að sök. McKimmon var því leystur og honum haldið i varðhaldi, unz aðhann var seldur í hendur Spán- verja sem fangi eftir nokkra mánuði, og gáfu þeir honum frelsi. . Svo liðu nokkur ár, — Hellis Harjo var dáinn og Milly ásamt öðru flokbsifólki sínu hafði verið tekin til fanga af her Bandaríkjastjórnarinnar. Þogar McKimmon sem var ungur maður þegar æfintýrið sem að framan er sagt frá gerðist og en osiftur, fretti um lat Hillis og hvernig komið var fyrir Milly fór á fund hennar og bað hana að gift- ast sér. En til þess var hún alveg ófáanleg sök- um þess að hún þóttist viss um að hann gjörði sér það boð til þess að bjarga sér út úr kröggum þeim sem hún var í, og sem þakklætis vott fyrir það sem ,hún hafði fyrir hann gjört. Það var ekki fyr en að hún sannfærðist um að það væri hennar sjálfrar vegna og að hann unni henni, að hún gaf honum hönd sína og hjarta. Síðar giftust þau og fluttu til Oklahoma þeg- ar flokki hennar var úthlutað landsvæði þar. Þau áttu mörg börn og samfarir þeirra voni hinar ánaígjulegustu. --------o--------- ✓ ! Gripið í annara prjóna. “List er það Mka og vinna,” að ljóða í garginu hinna af hendi það hlutvek að inna, hljómana dýrstu að finna. “List er það líka og vinna,” r lífssorpi gimsteina að finna, sorgir með sólskini þynna, og sitja ekki á ljósraufum hinna. “List er það líka og vinna,” að láta svolítið minna, úr ógöngum útleið að finna, en ætla’ ekki í kjölfarið hinna. “List er það líka og vinna,” Ijósið að tæta og spinnna, á gullsnældu gleðinnar tvinna , gæfuþráð meðbræðra sinna. \ “List er það líka og vinna,” í lífinu mörgu að sinna, sjálfum sér friðland að finna og færa út blómreiti hinna. “List er það líka og vinna,” á líknstaf þá ráðning að finna: að beygðu og brákuðu lilynna, en bulla um kærleikann minna. “List er það Hka og vinna,” þá litlu er orðið að sinna, á óhroða æfinnar grjmna, ilmstrá og lífgrös þar finna. ------o------ Móðirin, sem aftraði syni sínum. Eftir Moody. Eg man eftir móðir einni, sem hafði heyrt að ,sonur hennar hafði fengið kristileg áhrif á sam- komum vorum. En þessari móður þótti þetta engar góðarfréttir. Hún lét á sér skilja, að son- ur sinn væri fullgóður maður, og það væri þarf- leysa að tala við hann um afturhvarf. Eg talaði margt við þessa móður til að rejma að sannfæra hana um 'hið gagnstæða — aíLsonur hennar hefði fulla þörf á því og engum ætti að vera það kærara en henni sjálfri. En húh lét sér ekki segjast — Eg gerði þá alt, livað eg mátti, til að hafa áhrif á -son hennar, og fá hann til að gera al- vöru af að gefast frelsara sínum, og á hinn bóginn lét móðir hans ekki sitt eftirliggja, að aftra hon- uhi, svo við eins og toguðumst á um hann, og auð- vitað varð hún sterkari. Auðvitað, segi eg. Því þegar svo á stendur, m.un sjaldgæft að svo fari eigi. — En svo e& ekki orðlengi þetta, skal eg láta þess getið, að þá er eg nokkru síðar, vitjaði fangelsisins í sama bæ, þá sá eg að sonur hennar var þar kominn. “Hvemig stendur á því,” spurði eg, “að þér eruð hér?” “Veit móðir yðar hvar þér eruð?” “Nei”, sagði hann, “og þér megið heldur ekki ' segja heiini það. Eg er kominn hingað undir fölsku nafni og er dæmdur til 4. ára betrunar- hússvinnu. En eg bið yður fyrir alla muni, að láta ekki móður míaa vita neitt um þetta. Hún heldur að eg sé hermaður.” Eg kom oft til þessarar móður, og bar þá oft í tal um son hennar. En eg þagði um samastað hans, því hafði eg lofað syni hennar. 1 fjögur ár frétti hún ekkert til hans, og hélt að hann hefði fallið í stríðinu eða liefði dáið á sjúkahúsi í suðurfylkjunum og harmaði hann sáran. — Og þessi sonur gat orðið móður sinni til mik- illar blessunar, ef hún hefði viljað hjálpa oss til að hann næði fundi frelsarans. En því miður eiga ótal mæður samgierkt í þessu. Ó, hvílík blessún fyrir börain að eiga guðelskandi heimili, og hvílík vanblessun fyrir þau, að eiga það ekki. Garðyrkjumaðurinn sendi dreng með tvær fullþroskaðar perur til jarðeigendans, til að láta hann smakka á hinum nýja ávexti. Þegar dreng- urinn bom til jarðeigendans, þá gaf hann drengn- um aðra peruna, en át hina sjálfur. Drengurinn tók að afhýða sína mjög vandlega. Jarðeig- andinn benti honum á að perur þyrfti aldrei að afhýða. Jú, drengurinn sagðist vita það. en hann hefði mist aðra á leiðinni ofan í fjóshauginn, en vissi ekki almennilega hvor það hefði verið. i --------o--------

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.