Lögberg - 09.12.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.12.1920, Blaðsíða 4
SlA 4 LOGBlJtG, FIMTUDAGIN N 9. DESEMBER 1920. ^bgbciQ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,.Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimarr >'-6327 o& N-6328 Jón J. BíldfeU, Editor Utanáskrift til blaðsins: TKE COLUIKBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Nlan. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnlpeg, Manitoba. Stephan G. og “Vígslóði.,, i. Út af grein vorri um “Vígslóða”, sem út kom í Lögbergi 21. október síðastliðinn, ritar skáldið Stephan G. Stephansson átta dálka langt mál í Heimskringlu, sem út kom 24. nóv. 1920. Er grein sú all-einkennileg, eins og maðurinn sjálfur, en einkennilegust fyrir það, hve lítið þar er gjört til þess að réttlæta það, sem skáldið ber á borð fyrir þjóð sína í “Vígslóða”, en hve mikil alúð er þar lögð við að draga hugi manna frá aðal- efninu og villa þeim sjónar á sannleikanum. Er slíkt meir en furðulegt af manni, sem talar eins digurmannlega um hetjuskap sinn og hreysti eins og Stephan G. gjörir, bæði i Heimskringlu- grein sinni og í “Vígslóða, að hann skuli ekki vera nógu mikill maður til að kannast við sjálfan sig— standa við það sem hann hefir sagt. í inngangi greinarinnar, fyrsta kapítula, furðar hann sig mjög á, hve seinn ritstjóri Lög- bergs hafi verið til reiði, því sumt af þessu dóti, sem “Vígslóði hefir að géyma, hafi komið út í Lögbergi á árunum 1915 og 1916. Á þeim tíma vorum vér ekkert viðriðinn rit- stjórn Lögbergs, bárum þar af leiðandi enga á- byrgð á því sem í blaðinu var, og gátum heldur ekki verið að ergja oss út af því, þó smáhlöss sæjust þar við og við. pað var í ritstjórnartíð Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar að áminstur kveðskap- ur birtist í Lögbergi, sem og var eðlilegt, því “sækjast sér um líkir.” En þegar alt þetta endemi var rekið upp að vitum manns í einu, þá var ómögulegt að komast hjá að veita því eftir- tekt. II. “ögranir.” pá erum vér komnir að f jórða kapitula í grein Stephans, því um útúrdúra hans hirðum vér ekki. Skáldið byrjar þennan kafla méð því, að ve- fengja orð vor út af ummælum vorum um kvæðið “ögranir”, að kenning sú, sem þar er flutt, sé ný —sú kenning, að meira hugrekki hafi þurft eða þurfi til þess að sitja heima og hjá, heldur en leggja lífið í sölurnar á vígvellinum. En ekki tekst hopum að sanna þetta, sem ekki er heldur að búast við, sökum þess að kenningin er ekki að eins ný, heldur er hún Mka ósönn. Lífið er öllum heilbrigðum mönnum Ijúfara en dauðinn. All-löngu máli eyðir Stephan til þess að tala um skilning Lgbergs á “Tíðindamaðurinn” og var það alveg óþarfi, því Lögberg tók það kvæði að- eins upp án þess að segja eitt einasta orð um það. En skáldimi hefir víst fundist það þurfa yfirbótar við. pó er þetta erjndi ljósara en flest annað í þessum bæklingi. Oss finst það svo ljóst, að það verði naumast misskilið. Látum oss hafa það yfir aftur: Hoppandi dauðinn um heimsbygð og sæ Hrópar nú inn í sérhvern bæ. Liðsinninn héðan er lemstrað hræ, Loginn burtu í stríðið — Hæ! III. “Vopnahlé.” Um kvæðið “Vopnahlé” ritar skáldið feiki- lega langt mál, út af því sem vér sögðum um það.- pegar Lögberg nefnir vopnahlé, er öll skynsemi þess á enda,” segir Stephan G. Svona Iagaðir sleggjudómar eru heldur lítils virði, nema því að eins að sýnt sé fram á, að þeir hafi við eitthvað að styðjast, og skulum vér því athuga þau rök, sem þessi dómur er bygður á. Vopnahlé er, eins og þeir vita sem “Vígslóða” hafa lesið, samtal á milli tveggja manna út af stríðinu. Vér sögðum í grein vorri um “Vígslóða”, að annar þeirra væri aldsaður pjóðverji, og höfð- um vér oes þar til stuðnings þessi orð skáldsins sjálfs í kvæðinu, þar sem þessir tveir menn talast við og annar kemst svo að orði: “Munar bara, að einvaldurinn ykkar upptökunum sagður er að valda." Skyldi nokkur maður annar en Stephan G. efast lengur um það, hvaða einvaldur það var, sem fyrstur dró sverð úr slíðrum 1914. Annars er það ekki aðal atriðið, hverra þjóða menn það eru, sem þarna tala saman. Aðal-atrið- íð er og verður hvað þeir sögðu. Vér bentum á það í grein vorri, að þessum mönnum báðum kæmi saman um að fordæma allar hvatir mann í sam- bandi við stríðið, landslög, málefni, menn og stofn- anir. Alt var þetta, í þeirra augum svikatól, svikarar og svívirðing, nema einn, sem vildi tala máli sannleikans og drengskaparins, og afleiðing- arnar urðu þær, að hann “reikar einn og sér um grafar bakkann.” Skáldið reynir ekki að mótmæla þessu í aðal- atriðunum. Ekki samt af viljaleysi, heldur af getuleysi. pað eru að eins tvö atriði í þessu sambandi, sem hann tekur til meðferðar, og segir að vér höfum farið rangt með. Fyrra atriðið er, að hann hafi ekki verið einn, þessi ærlegi maður’ heldur hafi þeir verið þrír, og líklega fleiri, en hann er að eins viss um þrjá: Jean Jaurés, Ferdin- and Liebknecht og Keir Hardie. Vér höfum enga tilhneigingu til þess að ætla neinum af þessum mönnum ódrengilegar hvatir, né heldur afvegaleiða neitt sem skáldið segir í þessu sambandi. En vér höfum ekki komið auga á neitt, sem gefur honum rétt til þess að fordæma hvatir allra miljónanna, sem við stríðið voru riðn- ar. Vér getum ekki betur séð, en það sé sleggju- dómur—fleipur, sem hvorki hafi við rök né sann- leika að styðjast. Hitt atriðið er kristin trú eða kristindómur- inn, og tekur Stephan það ekki til meðferðar til þess að sanna að það sé ranghermi hjá oss, að hann fái dóm sinn eins og annað mannfélags fyr- irkomulag vort í “Vopnahlé”, heldur til þess að koma að illindum við kristindómsmál Vestur- íslendinga og sérstaka menn, sem þeim tilheyra, eins og hans er vani. En slíkt er engin bót fyrir hann í þessu máli. IV. “Sláturtíðin”. petta sláturtíðar-erindi er eitt af því ljótasta og ósvífnasta, sem “Vígslóði” flytur, og reynir skáldið ekki til að réttlæta það, sem ekki er heldur von, því það verður ekki réttlætt og naumast fyrirgefið. Sláturverk skilur Lögberg, eins og þau gerð- ust á íslandi,” segir Stephan. Já, mun ekki svip- uð mynd og þar var þekt, hafa vakað fyrir honum sjálfum, þegar hann orti þetta hatursfulla erindi sitt, eða hvar annarsstaðar sátu menn við blóð- trogin og hrærðu í blóðinu ? Ef til vill er hvergi hjá siðuðum þjóðum ljótari mynd af sláturtíð heldur en hjá hinni íslenzku þjóð. Og þangað varð Stephan að leita, til þess að fá mynd, sem afstöðu Englands lýsti í þessu máli, eða svo virðist skáldið hafa litið á. En hví eru það endilega að eins Englendingar, sem sitja við blóðtrogið? Hví ekki pjóðverjar? peir börðust þó til þess að auka veldi sitt, en Eng- lendingar ekki. Er skáldinu svona meinilla við Englendinga sökum þess, að þeir áttu mestan þáttinn í því að pjóðverjar náðu ekki að leggja undir sig lönd og þjóðir, eins og hið upphaflega áform þeirra var? Að dómi skáldsins eru Englendingar þeir einu J sem blóðþyrstir eru. peir eru skessurnar, sem í líking fegurðarinnar hafa tælt konungana, og sem undir yfirskini drengskaparins sölsa alt upp í sig úr “manna og hrossakjötstunnunum!” V. “Kainsmerkið.” Ekkert atriði í því, sem vér sögðum út af Vígslóða”, hefir Stephan gert eins mikla tilraun til að verja, eins og það sém hann lætur Fjall- konuna segja í sambandi við þetta Kainsmerki, en ekkert hefir honum tekist ver. Með Iöngu máli skýrir hann þar hvað hann eigi við með þessu Kainsmerki, sem sé, að þeir menn, sem hafa vélað knérunn Fjallkonunnar, eða ættmenn hennar, og sem fyrir þau vélráð hafa fallið 1 stríðinu, hafi sett Kainsmerkið á þá. Vér erum undur hræddir urh, að þessi skýr- ing á Kainsmerkinu fullnægi engum manni. Flestir vita hvað Kains-merki meinar—að það meinar bróðurmorðingi. peir vita líka, að það var ekki Abel, heldur Kain, sem bar það merki,— óláns og ógæfumerk- ið, sem fylgdi honum alla æfi. Ef um Kainsmerki er að ræða í þessu sam- bandi, og það getur hver maður gengið úr skugga um, sem les “Vígslóða”, þá verða þessir menn að hafa unnið til þess með sínum eigin verknaði, því góður maður og réttvís getur aldrei borið Kainsmerki, hvorki lífs né liðinn. Ef að maður ber saman tvær seinustu lín- urnar í fyrsta erindinu af þessu Fjallkonu- kvæði, er svo hljóða: “Með skarð í hverjum skildi, Með bróðurblóð á hjör” við Kainsmerkið á þeim föllnu, þá virðist oss að hugsun skáldsins verði svo skýr, að þýðingar- laust sé fyrir hann að segja: “Pað sem eg hefi skrifað, það hefi eg ekki skrifað.” VI. Minni menn.” All-löngu máli eyðir Stephan G. til þess að sýna, að þeir séu minni menn, líkamlega og and- iegu, sem í stríðið fóru, en þeir voru áður, og ber hann fram vitnisburð eins manns, er hann hefir talað við, sem sagði: “I’m less of a man now than I was before I went to the war”, og telur enn fremur upp margs konar þrautir, er stríðinu voru samferða, sem gjöri það að verk- um, að heimkoma þeirra eða “heimtumar séu ekki hugraunalausar.” Og út af því lætur hann Fjall- konuna segja í lok ávarpsins til heimkominna hermanna: “En að fá þá minni menn, sem heimtast aftur heim, Er hugarraun mér þyngst.” Sjálfsagt er heilmikið af sannleika í því sem Stephan G. segir um tjón það sem stríðið hefir ollað einstaklingum og þjóðum, og að sjálfsögðu hefir meiri og minni sársauki fylgt heimkomu margra þeirra, sem aftur komu heim. En það er ekki það, sem vér áttpm við, þeg- ar vér í grein vorri sögðum að skáldið léti Fjall- konuna segja: “Eg hefði heldur viljað vita af þeim í einni blóðstorkinni kös austur á Frakk- landi, heldur en að sjá þá koma aftur heim”, og íer hann því hér fram hjá aðal efninu, eins og annars staðar. Vér bentum á þetta til að sýna, hve fráleit sú staðhæfing skáldsins væri, að hugarrraunin mesta væri að taka á móti þeim, sem heim komu — jafnvel þó þeir væru minni menn heldur en þeir voru áður en þeir fóru í stríðið. pað er engin móðir til, sem svo hugsar, og því síður að hún ávarpi drengina sína, sem búnir eru að leggja líf og heilsu í hættu fyrir meðbræð- ur sína og systur, drengina, sem staddir hafa verið í opnum dauðanum, og hún er að heimta úr helju, á þessa leið. f staðinn fyrir að verða móðurinni hin þyngsta hugarraun að fá drenginn sinn heim aftur á lífi, þá er það henni hin mesta gleði, hvernig svo sem stríðið hefir þjakað honum, að fá að sjá hann aftur og hjúkra honum, ef hann þarf á því að halda. Staðhæfing skáldsins er því ekki einasta ósönn, heldur nístandi móðgun hverju óspiltu móðurhjarta, sem Fjallkonan er látin tala fyrir. ---------o-------- Bændastjórnin í Ontario. peir voru ekki svo fáir, víðsvegar um land- ið, er spáðu hrakspám um bændastjórnina í Ont- ario, er til valda komst í fyrra undir forystu Drury’s, núverandi stjórnarformanns. Hrak- spárnar var reynt að rökstyðja með því, að bændur væru yfirleitt stéttdrægari en aðrir menn og þar af leiðandi mundi stjórn þeirra verða miklu fremur flokksstjórn en fólksstjórn. En, hvað hefir nú orðið efst á baugi þenna stutta tíma, sem Drury-stjórnin hefir verið við völd? Hafa hrakspámar ræzt, eða eru líkur til að þær muni rætast í framtíðinni? — Svarið er að eins eitt. Stjórnin hefir á rúmu ári afvopn- að fyrri andstæðinga svo rækilega, að þeirra gætir vart, en hinir vitrari af þeim hafa viður- lcent missýningar sínar og játað hreinskilnislega að stjórnin hafi reynst einlægari, framkvæmdar- samari og einurðarbetri, en flestar, ef ekki all- ar aðrar stjórnir fylksins, er á undan henni hafa með völdin farið. Einurð sína og einlægni við almenning hefir stjórnin sýnt Ijósast í skipun hinnar konunglegu rannsóknarnefndar í sambandi við starfrækslu Hearst stjórnarinnar á timburtekju í fylkinu, en sem kunnugt er komu þær kærur fram, að Hearst og ráðuneyti hans hefði veitt ýmsum af sínum dyggustu pólitisku skósveinum timbur- tekju hlunnindi stórkostleg, án þess fylkið fengi nokkuð í aðra hönd. Mál þessi eru að vísu eigi útkljáð enn, — dómur í þeim ekki kveðinn upp, en því hefir verið lýst yfir, að sakamál verði höfðað á hendur ýmsum mönnum í þessu sambandi og að Drury-stjómin muni krefjast endurgreiðslu á 15 miljónum dala. — pað getur stundum munað talsvert um minni upphæð en fimtán miljónir. — Ekki er það bændastéttin í Ontario ein, sem hagnast við að fá fé þetta end- urgreitt, heldur vitanlega allir fylkisbúar í heild sinni. Eitt af þeim mörgu umbótafrumvörpum, sem Drury-stjórnin hefir samið og leggur fyrir fylk- isþingið í vetur, hljóðar um það, að tryggja sak- lausu fólki, sem lögreglan fyrir hönd þess opin- berp. hefir tekið fast og kært um glæpi, skaða- bætur og leiðrétting mála sinna. En slík tilfelli sýnast stöðugt verða tíðari og því eigi vanþörf á að tekið t;é alvarlega í taumana. Skattbyrðar Ontario fylkis eru þungar, og vafaiaust í mörgum tilfellum alþýðu manna um megn. Drury-stjórninni skildist brátt, að eitt- hvað nýtt yrði að taka til bragðs, — að eina sig- urvænlega leiðin hlyti því að vera sú, að fá fleiri gjaldendur til að bera byrðarnar og auka fram- leiðslu landbúnaðarafurða að sömu hlutföllum. Sendi hún því landbúnaðarráðgjafa sinn, Mr. Doherty, til Englands fyrir skömmu i þeim er- indum að hvetja brezka bændur á að flytja til Canada og setjast að í Ontario. — För ráðgjaf- ans er sögð að hafa hepnast mæta vel; árangur- inn sá, að á næsta vori muni tíu þúsund bændur frá eyjunum brezku flytja inn í fylkið, og geta allir séð til hvílíks ómetanlegs hagnaðarauka það hlýtur að verða fyrir fylkið í framtíðinni. --------o--------- li ■ • Til syrgjandi foreldra. Eg kem til ykkar heim í huga fyrst, 'sem hafið elsku barnið Ijúfa mist. Eg þekki sjálfur þessi raunspor, þá þrautaskýin byrgja sól um vor, og alt er sboðað gegnum tregatár, þar tilfinningin öll er blóðug sár. Eg finn svo glöggt hvað veik er vonin mín, samt voga eg að koma heim til þín. Þú faðir, sem að syrgir þessa stund, í sorg þér rétti hlýja vinarmund, þín móðir, sem að æðsta kærleik átt, um andans styrk eS bið hinn helga mátt. Eg veit þið bæði háfið helga trú, og hún hún er einmitt dýrsta perla nú, að guð sem öllum gefur líf og ljós hann láti dafna ykkar fögru rós, á öðrum betri æðri lífsins stað, í öllum missir, bezt er huggun það. Það lyftir huga hærra og vekur traust að heyra þessa mildu kærleiks-raust, «ein vorið birtir blómum skrýddri sýn, og berst geislum inn í hrns til þín. Að alt semi lifir segir sannl^ik þann þú sjá munt aftur vin sem huáur ann. Svo bið eg guð að græða þetta sár, hans guðleg náð mun þerra hjartans tár, því eftir skúr er skinið hlýjast bezt, það skerpist vitið oft í raunum mest. Svo fylgir orðum, höndin vinar hlý — því hún er falin þessum stefjum í. Sigurður Jóhannesson. Skynsamleg Jólagjöf og sem endist frá einum jólum til annara jóla er Sparisjóðsbók með litlu innleggi Byrjið reikning fyrir börnin yðar í Cíjc &opal jianfe of Canaba Höfuðstóll og varasjóður............................ $38,000,000 Allar eignir........................................$598,000,000 Að spara Smáar upphæðir lagSar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. IíjTjið að leggja inn í sparisjóð hjfc. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TUCKER, Manager W. E. GORDON, Manager. Jón Gunnlaugur Gunnlaugsson “Tíminn er lækur en lífið er strá; skjálfandi starir það straumfallið á.” Matth. Joch. Heill og hraustur í Kær, veikur og vanmátta í dag, liðið lík á morgun. Þannig er síðasti kaflinn í æfisögu margra og þannig var það hér. Jón Gunnlaugur Gunnlaugsson var fæddur 17. marz 1879 í Hegranesi í Fljótum. Foreldrar lians eru Gunn- íaugur Guðmundsson og Sigurlaug Jónsdóttir kona lians, átti hann 4. bræður á lífi: Halldór, Kristinn, Guðmund og Anton, þeir eru allir kvæntir menn á Islandi einnig átti hann tvær svstur sem báðar eru látnar, og einn bróð- ir er dáinn. Jón sál. stundaði smíðar heima og einnig hiér, var frábærlega hagur og listfengur. Hann flutti vestur um haf 1912 kvæntist 29. sept. 1914 ungfrú Sigríði Guðrúnu Sigurðsson. pau dvöldu lengst í Norðair Dakota en flurtu til Winnipeg síðast- liðið sumar. ' Hann andaðist ,23. nóvmeber síðastliðinn eftir níu daga legu í lungnahólgu, og var jarðaður 27. sama mán- aðar. Séra Kristinn K. Ólafsson “flutti húskveðju á heimilinu en séra B. B. Jónsson og séra Kristinn flnttu síðau ræðu í Fvrstu lút. kirkjunni. íslendingar eiga hér á bak að sjá einum hinna allra éfnilegustu manna úr liópi sínum. Yér tökum undir með skáldinu: “Tíminn er lækur og lífið er strá; skjálfandi starir það straumfallið á. ” Vimir. Fundurinn um Minningarritið. Eins og auglýst hafði verið, hélt Jóns Sigurðssonar félagið sam- komu í Unítara kirkjunni á þriðju- dagskveldið var, til þess að vekja áhuga fólks fyrir bók þeirri. sem félagið hefir ákveðið að gefa út til minningar um þátt-töku Vestur- Islendinga í stríöinu, og skýra fyr- irkomulag það, sem félagið hefir hugsað sér að liafa á bókinni, þýð- ingu fyrirtækisins á yfirstandandi og ókominni tíð, o. s. frv. Ræður fluttu Mrs. Williám Smith, B. L. Baldwinson, Dr. Jón Stefánsson og Thos. H. Johnson, og sagðist öll- um vel. Prófessor Sveinbörnsson lék á piano og Mrs. Dalmann söng. —Meira um þetta mál í næsta blaði. Staddir í háska. Ljótur leikur var það sem far- I þegar skipsins “San Basilis” máttu þreyta ásamt skipverjum. Skip- verjar voru um það að kasta akk- erum nálægt Manila. þegar skipinu hvolfdi á einhvern óskiljanlegan hátt og farþegar og skipverjar köstuðust í sjóinn. Eini lífsvegur- inn var að komast í skipsbátana,- sem flestir urðu losaðir, og neyttu menn allri orku til þess, en það varð brátt þýðingarlítið, Járnbrautarmálið. Tvær leiðir austur aö pjórsá. -------,< í blöðunum feefir lítið yerið minst á járnbrautarmálið fyrirfar- andi. — Mun mönnum finnast tím- arnir óhagstæðir til þess að ráðast í stórvirki. En vegna þess að líklegt er að járbrautin verði samt eitt af fyrri stórvirkjunum, sem tekin verða fyrir þegar um hægist, þá er rétt að halda því vakandi. Hér ákal sagt frá umræðum um málið sem birst hafa í Ttmariti Verkfræðingafélagsins. Álit Jóns ísleifssonar. 1 janúar síðastliðnum hélt Jón ísleifsson verkfræðingur fyrirlest- ur um járnbrautarmiálið, þar sem han kemur með alveg nýjar tillög- ur um tilhögun brautarinnar austur að pjórsá. Leiðin austur. Áður höfðu verkfræðingarnir Jón porlákssón og Th. Krabbe rannsakað brautarstæðið til bráða- birgða og Jón porláksson samið skýrslu til stjórnarráðsins, og lagt til að brautin yrði lögð til pingvalla um Mosfellsdal, s'íðan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.