Lögberg - 06.01.1921, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANúAR 1921
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Cliarles Garvice.
“Það er bústaður, sem lieitir Anglemere.
[’að er gamalt óðal — ein af þessnm gömlu
‘'sögnlegu höllum“.”
“Anglemere?” sagði Nelly og hnyklaði.
brýrnar. Eg held eg hafi heyrt þetta nafn
áður.”
25. Ivapítuli.
Þegar Dick var búinn að þvo sér og hafa
fataskifti og hressa sig á tei og smurðu brauði,
kom hann með nákvæmari skýringu.
“Aiiglemere er í Hampshire. Það er af-
arstórt höfðingjasetur — sagði mér einn aí
félögum mínum, sem lliefir séð það — staður,
sem er iþess verður að sjá. Þar er afarmikið
safn af málverkum, nafnfrægt bókasafn o. s.
frv.. Lávarður AngHeford. —”
“ó, nú man eg iþað,” greip Nelly fram í
“Eg kyntist lafði Angleford í Wolfer House.
Lítil, falleg kona, sem var mér mjög alúðleg.”
“Þá hlýtur hún að vera ja'fn skynsöm og
liún er fögur,” sagði Falconer. Hann hafði
flutt stólinn sinti að gluggannm og starði utan
við sig o,g hryggur niður á götuna. Að fjórtán
♦lögum liðnum ætlaði þessi stúlka, sem hafði
hreytt Beammonth Building í jarðneska Para-
dís fyrir hann, að fara.
“Ó!” sagði Dick. “Það hefir hlotið að
vcra kona hins framlliðna lávarðar. Hinn
núverandi er ungur maður og ógiftur — sann-
ralega gæfuríkur maður. Hinn framliðni lá-
varður dó skyndilega fyrir átján mánuðum
síðan. Eg heyrði gamla Bradley tala um það,
þegar eg var inni í skri’fstofunni hjá honum.
Hann ferðast altaf —”
“Hver — gamli Bardsley?” spurði Nelly.
“Nei, litla flón — hinn ungi lávarður Ang-
leford. Hann hlytur að vera undarlegur, því
enginn veit hvar hann hefir verið eða hvar
hann er. Ifann fór úr Englandi mjög skvndi-
lega og hvarf. Það var ekki hægt að ná í liann
til að vera við jarðarförina, og enn þá er hann
fjarlægur; en nú hefir iliann skipað svo fyrir
að þessi bústaður —eg held hann eigi þrjú eða
fjögur óðul hingað og þangað í landinu — skuli
vera búin út með öllu nýtízku ásigkomulagi —
gosbrunní, nýjum hesthúsuim, rafmagnsljósum
með 'ftíum orðum sagt, ölln nýtízku fyrir-
komu'lagi. Og eg — óverð'skuldaði, sem sit
hér, á að vera aðal umsjóniarmaður alls þessa.
Þér þurfið alls ekki að knéfalla fyrir mér, Fal-
<-oner, það er nóg að þér hneigið yður fyrir mér
með loitningu. Þér skulðuð ekki finna mig
breyttan. Eg skal vera jafn alúðlegur og eg
hefi alt af verið. Eg er elrki mikillátur.”
“ Já, kæra þökk,’ ’ isagði, Falconer auð-
mjúkur. “En afsakið spumingu mína — eg
get, ekki skilið hvar ungfrú Lorton á að vera”
“Ó, sjáið þér,” sagði DLck og tók pípuna
sína. “Þetta höfingjasetur er næstum tómt,
og umsjónarmaðurinn ihefir boðið mér eitt af
dyravarðarhúsunum til að vera í. Þar er ekki
‘laust pláss í greiðasöluhúsinu, að mér skilst.”
“Nú, er það þannig,” .sagði Falsoner.
“Já, áreiðarilega. Eitt af dyravarðar-
lnisunum með tveim eða þremur herbergjum er
tómt. Og það er áform mitt, að Nelly og eg
setjuimst þar að, fáum okkur vinnukonu frá
þorpinu og láta fara vel um okkur. ”
“Og samcina það gagnlega við hið óþægi-
lega,” eagði Falconer. “Það er indælt að
liugsa til þess þegar Beaumonth Building verð-
ur nú smátt og smáft jafn heit og glóandi bak-
araofn, þá gctur ungfrú Lorton gengið um
skógana sér til skemtunar — þar eru auðvitað
skógar — eða setið með bók í höndum við ána
— því þar er líka auðvitað á.”
“Saikið þér fiðluna yðar og leikið “Te
neum” (byrjun á latnesksa isálminum: “Þig
guð vér lofum”) viðvíkjandi deginum,” sagði
Dick.
Þegtar Falconer var farinn út, sagði Nellv
Dick frá komu lafði Wolfers.
“Ó—” sagði Dick gremjulega. Og hún
vildi fá þig til að koma með sér, svo að þú gæt-
ir verið hjá iþekn, og hefir máske ætlað að bjóða
mér árlegia borgun. Eg vil í öllu falli eikki
þiggja neitt,” sagði hann ákveðinn.
“Þú (jiarft ekki að vera ihræddur, eg fer
ekki — það eru vissar ástæður —” hún snéri
sér frá honum til að dyljíj roðann í andliti sínu.
“Eg er jafn mikillát og'þú Dick. Eg vildi
feginn biðja Failooner að koma með okkur út
á landið; hann hefir verið svo veiMulegur
þessa síðustu daga.”
Dick hristi höfuðið hugsandi.
“J, vesalings maðurinu — eg er hræddur
um að heilsa hans sé í hættu. Ileyrðir þú hann
hósta í gærkveldi? Það er aniklu verri hósti
en ihann vill kanna»st við.”
“ITss!” sagði Nelly aðvarandi, því á þessu
augnáblik kom liljóðfæramaðuriun inn með
fiðluna undir hendinni.
Litlu síðar fvltist herbergið imeð fagnandi
tónum — eitt “Te Deum” af lofsöng og gleði.
“Þetta var fyrir yður,” sagði hann.
Svo breyttust tónarnir skyndilega í blíðan,
s<)rgþrunginn hljóðfærasöng, sem hreif á Nelly
°S koim henni til að hugsa um Shorné Mills og
Drake, og meðan hann hélt áfram með fiðlu-
söngiau^ snéri hún sér frá honnm og leit út um
gluggann, sem var opinn, og som tónarnir bár-
ust í gegnnm ofan á götuna, ,svo að margir
þeirra, sem fnam hjá gengu, námu staðar og
hlustuðu.
“Og þetta er fyrir mig,” sagði Falconer
— fyrir mig — og flesta af 'þeim, som þið yfir-
gefið. Góða nótt.”
Með snöggu kinlci fór hann út.
\ Vanalega lék hann á hljóðfærin í herbergi
sínu þangað til seint á kvöldin, en þetta kvöld
þagði ba>ði píanóið og fiðlan, hann sat við
glugganm og horfði á stjörnurnar, og í hverju
einu af þessum Wlikandi ljósum, sá hann fall-
cga andlitið stúlkunnar niðri.
“Hann grunar það ekki,” tautaði hann.
“Hún fær aldrei að vita, að eg elska hana. Og
,það er að eins go'tt, því þó að hún mundi ekki
hæðast að ást minni — eg, sem stend með annan
fótinn í gröfinni, — þá mundi hún vorkenna
mér og hryggjast yfir heimsku minni — en
liún er nógu hrygg áður. Eg skil ekki hvað
það er, sem hrvggir hana? Þegar eg sé hinn
hugsandi, sorgþrungna svip í augum liennar,
iþá dettur mér í hug, að eg vildi gefa heilan heirn
til þess, að fá að vita hvað það er sem kvelur
hana, og til að geta hjálpað henni. Stundum
dettur mér í hug að blik augna licnnar sé endur-
skin af bliki augna minna, og að það bendi á
að hún elski annan, eins og eg elska hana. Ætli
það sé 'tilfellið ? Er sá maður til, sem hún á-
valt hugsar um, eins og eg um hana? Það
var sá svipur í augum hennar í kvöld, þegar eg
lék á fiðluna, sem eg hefi svo oft séð áður.”
Hann stundi og byrgði andlitið :í höndum
■sér.
“Þeir lýsa ástinni eins og feitu, lilæjaudi
barni,” hugsaði hann enn fremur beiskjulega.
Þeir ættu að lýsa benni eins og grimmum, til-
finnimjalausum manni með svipu í hendinni
í stað leikfangs. Ef eg orkti ástasöng, þá
skyldi það vera Ikvartanir eyðilagðsi hjarta.
Og eg hefi að oins þekt hana í tvo mánuði, en
mér finst að eg hafi þekt hana <og elskað árurn
saman. Ilefir þessi svipur altaf verið í.aug-
um hennar. Ætli hann verði þar alt af ? Ó,
guð, ef eg gæti hjálpað henni — eg óska einkis
fremur, en að sjá hana glaða og gæfuríka. Svo
mega þeir bera líkkistuna mína ofan stigann.”
Hann rétti hendina eftir fiðlunni, en dró
hana að sér aftur.
“Nei, ekki í kvöld. Þau tala saman um
liepni Dicks, og eg vil ekki trufla ánægju þeirra.
Góða nótt elskan mín — seon aldrei verður
mín.”
# # #
Á hverju kvöldi kom Dick með nýjar lýs-
ingar á því starfi, sem framkvæma átti á Ang-
lemere, og Nelly tók fjörugan þátt í eftirvænt-
ingum hans.
iStundum kom FaTconer ofan og hlustaði á
samtal þ'eirra um fraimtíðar útlit sitt, og hann
royndi að dylja sorg siína „yfir burtför þeirra
og taka þátt í samtalinu; en oftast sat hann
þögull og horfði út um gluggann, og stalst til
með leynd að Kta á fagra andlitið, ]iegar. hún
laut niður að því, sem hún saumaði fyrir Dick
eða sig.
En eitt kvöld — kvöldið áður en þau ætluðu
að fara — var hann við að koma upp um sig.
“Á morgun losnið þið við píanóið og fiðl-
una, við iskrækina hans Tommys og mjálmið í
kettinum — frá allri þessari dýrð, seon Beau-
mouts Building liefir að bjóða, ungfrií Ivorton.
Ætli þið komið nokkurntíma aftur?”
“Auðvitað,” sagði Nelly brosandi. “Dick
verður ekki alla æfi sína á Anglemere. ó jú,
við komum aftur, áður en þér fáið tíma til að
sakna okkar, hr. Falconer.”
“Ilaldið þér það?” sagði hann brosandi,
en með undarlegan svip í augunum og skjálf-
andi varir. “Þá verðið þið að koma aftur áð-
ur en mínúta er liðin frá því aþ vagninn fer með
vkkur. Nei, eg held að Beaumont Buildings
hafi séð vkkur í síðasta isinni. Tommy hlýtur
að taka þátt í hræðslu minni, því hann grét á-
kafar en vanalega þegar hann kvaddi ykkur.”
“ Það var af því að þér sögðuð að eg skyldi
ekki kvssa hann, af því hann væri svo óhreinn,”
sagði Nelly. “Vesalings litli Tommy! Já
cg held hann sakni mín.”
NeMy hló með óafvitandi tilfinningalevsi
\ kvennmanns, sem ekki grunar, að sá maður sem
hún hlær að, elskar liana meira en sitt eigið
líf.
“Ó, cg vona að þér saknið okkar líka,”
sagði hún, “en nú fáið þér algerða ró til að
stunda vinnu yðar. Eg er hrædd um að Dick
og eg höfum truflað þig alt of oft. Þér verðið
að æfa yður af kappi við hátíðasönginn yÖar„
meðan við erum í burtu, og fúllkomna liann,
svo við getum lieyrt hann, þegar við komum
aftur. Og svo verðið þér að vera varkár og
gæta sjálfs yðar vel, hr. Falconer — viljið þér
það ekki? Þér eruð oft svo óforsjáll; þér
farið út í rigningu án yfirhafnar og regnhlíf-
ar. Eg heyrði yður hósta í gærkvöldi.”
“Heyrðuð þér?” sagði hann. “Eg vona
að eg hafi ekki haldi ðyður vakandi. Eg ihuldi
höfuð mitt eins vel og eg gat undir yfirsæng-
inni. Já, ðg skal vera varkár, þó það skifti
litlu.”
Nellv leit undan og næstuin hrædd á liann.
“Hvers vegna segið þér þetta?” spurði
hún ásakandi. Haldið þér ekki að Dick, og
eg líka, yrðum sorgmædd, ef þér veiktust?”
“Jú,” svaraði hann með alvarlegu brosi.
“Þið munduð liryggjast, en það munduð þið
lika gera, ef Tommv fengi mislinga, eða ef
svarti Ikötturinn hinumeginn á strætinu dytti of-
an og hálsþrotnaði, eða ef Giles kairni heim
eitthvert kvöldið, fyllri en vanalega, og devddi
konu sína. Ilefi eg misboðið vðuto^ Það
var ekki áform mitt. Þetta er ljótt og aula-
Iogt af mér.” Brosið hvarf skyndilega, og
sorgarsvipur sást í augum hans. “Ó, skiljið
þér þá ekki hver áhrif burtför yðar hefir á mig?
Skiljið þér það ekki?” Hann jafnaði sig nú
aftur með erfiðismunum. “ó, eg vil sakna
yðar og Didk afarmikið, á eg við. Þá hefi
eg engann til að hlusta á hátíðasönginn minn og
hóstann. Dick kallar á mig. Hvað vill hann?
Jæja, eg Skal koma. Góða nótt, og líði vður
vel. Ég — eg hefi hljóðfæra æfingu á morg-
mi um sama leyti og þið farið.”
Hann hélt hendi hennar eina eða tva'r sek-
úudur, lyfti henni með hægð, en lét hana svo
síga aftur með alvarlegu brosi á lokuðu vör-
unum.
Hann var heima morguninn næsta, þegar
þau fóru, en dyrnar hans voru lokaðar, og Iiann
horfði á þau bak við slitnu blæjurnar, sem
byrgðu allan gluggann. Þegar vagninn var
farinn gekk hann út að stigagatinu, þar fann
hann Tommy sitjandi í stiganum grátandi
beisklegá, og þrýsti liann höndunum að þrútna
andTitiinu.
“Komdu inn, Tommy,” sagði hann, “við
skulum blanda tárum okkar saman. Þú óþakk-
láti strákur, vogar þú að gráta, hún kysti þig
þó ”
Nellv var farið að þykja vænt um Bean-
mont Buildings, og hún stundi hugsandi þegar
hún leit þangað og hugsaði um alla kunningj-
ana, sem muudu sakna hennar, en hún varð í
betra sikapi þegar lestin rann út úr bænum frá
háu húsunum, og flutti Dick og liana út í ferska
loftið.
“Mér finst að mörg ár séu liðin síðan eg
hefi verið úti á landi” sagði hún. “Diok,
líttu á kindurnar, þær eru svo hvítar, og berðu
]>a'r saman við grængulu kindurnar í listigörð-
unum. Það ætti að stofna félag til að þvo
vesalings kindurnar í London. Og líttu á
þetta bónadbýli, Dick! Ó, Dick, þetta er ekki
Devonshire og Shorne Mills — en það er þó
út á landi.”
“Já, auðvitað, en tak þú þessu með ró,
góða systir,” sagði Dick huggandi og leit út
um gluggann. “Það er mjög snoturt liér, en
bíð þú þangað til þú kemur tiT Anglemere, þá
getur þú æpt af undrun og ánægju. Gamli
Bardsley — Tiann er reglulega góður, gamall
maður — segir, að það sé eitt af þeim fegurstu
liöfðingjasetrum á Englandi. Ungi Távarður-
inn er sannarlega gæfuríkur maður! Nell,
mér finst eg upprunalega hefði átt að vera
sonur greifa, en að skift hafi verið um mig í
vöggunni! — Eg vil ráðleggja þér að stinga ekki
höfðinu oflangt vit úr glugganum, annars áttu
á hættu að eitt af þessum neðanjarðargöngum
skeri það af þér. Eg vil síður koma með höf-
uðlausa systir — þó að heili hennar sé lítill!”
Sjálfur var hann mjög ánæigður yfir allri
fegurðinni sem hann sá, en eins og unguan
inönnum er títt, reyndi hann að sýnast áhrifa-
Taus, og þegar vagninn ók gegnum liið fagra
sveitaþorp, og þau komu auga á stórt hús er
líktist höll, sem bar rauðan blæ á milli trjánna
í stóra listigarðinum, og ökumaður benti á það
með svipunni og sagði þeim að þetta væri Ang-
lemere, blístraði Dick hátt og lengi af undrun !
og aðdáun.
“Eg verð að segja það, að Malbvs og önn-
ur erfðaóðul, sem við höfum séð, eru lítilsverð
i samanburði við þetta.”
En eftir að liafa athugað þessa stóru bygg-
ingu, horfði Nelly með nákvæmni á litla húsið,
sem vagninn nám staðar fyrir framan.
“Ó, Dick, hvað það er fallegt!” sagði hún
með andlitið geislandi af gleði, þegar hún horfði
á litla húsið, jiakið vafningsvið á veggjunum
•með netgluggum fyrir og gotneskum siílna-
göngum.
Ung stúlka — vinnukona frá þorpinu —
sem Didk hafði ráðið, stóð í súlnagöngunum,
tók á móti þcim og fylgdi Nelly inn í húsið.
Þegar þau höfðu neytt matar, bauð Dick Nelly
að koma með sér og skoða stóra liúsið, hann
bauð það með þcim tíguleiík, sem kom henni til
að brosa.
Þau gengu eftir fallegum trjágangi, stóðu
kyr fáein augnablik og horfðu á stóru bygging-
una, sem frá húsagerðarlistar sjónarmiði var
eitt hinna fegurstu á landinu.
“Finst þér að ekki þess vert að sjá það,
Nell?” sagði Dick og hélt niðri í sér andanum.
“Það er eins og mynd í jólanúmeri, er það ekki?
Líttu á myndaskurðinn á framldiðinni og hjall-
anum! Og þarna sérðu páfuglinn bak við
stóra steinljónið. ITugsaðu þér, að þú ættir
slrkt heimili. Já, lávarður Angleford er gæfu-
ríkur maður.”
Þau gengu upp steimþrepin til hjallatröpp-
unnar og yfir hjallann til hallarinnar. Stiga-
palllurinn sem var svo stór, að vagn með f jórum
hestum hefði getað staðið þar uppi, var hul-
inn með lérefti og myndum, myndastytturnar
og fígúrurnar í þunga járnherbúnaðinum, voru
huldar í hylkjum til varnar fyrir veðri og viúdi,
cn þar var nóg skraut til að gera Nelly hrifna.
Þar voru margir menn að mála og skreyta,
sem hættu vinnu sinni svo Dick og Nelly kæm-
ist upp stigann, og sumir þeirra lyftu hendinni
að húfunni í kveðjusikyni.
Gangarnir voru stórir og nýlega skrevtt- .
ir, og veggirnir þaktir af verð mklum málvek-
um, se.ni Nelly vildi nema staðar við og skoða,
en Dick leiddi liana frá einu herbergi til ann-
ars. Ein röð herbergjanna hafði gamla,
fornmenja. húsmuni, en önnur hafði nýtízku
liúsmuni.
Þegar þau gengu ofan stigann aftur, mættu
þau gamalli tígulegri konu, sem sagðist vera
ráðskona hússins, og þegar þau höfðu sagt
henni, að Dick væri maðurinn, sem Bardsley
og Bardsley hefi sent þangað, sýndi hún þeim
vingjarnlega öll herbergin. Og Nellv sem
aldrei hafði séð slíkt skraut fvr, varð gagn-
tekin af undrun. Þegjandi og undrandi fvlgdi
hún þessari myndarlegu konu, sem fór með
þau frá einu skrutbúna herberginu til annars,
og sagði þeim með vinsemd til hvers þau væru
notuð.