Lögberg - 06.01.1921, Qupperneq 6
Bls. 6
LÖGBEEG. FIMTUDAGINN,
6. JANÚAR 1921
Smásögur
Eftir
Shakspeare.
Þegar Orlando og Ganj’inede voni að tala sín
á milli um hina óvæntu ást Olivers og Alienu,
sagðist Orlando hafa hvatt bróður sinn til þess
að ganga að eiga hjarðmeyna fögru þegar á
morgun, og bætti því við um leið hve heit og inni-
leg sií þrá sín væri, að mega gera brullaup til
líósalindar um leið. .
Ganymede, sem með glöðu bragði félzt á all-
ar ráðsályktanir Orlandos, sagðist geta fullvissað
hann urn, að svo freini að ást hans á Rósalind væri
eins hrein og hann nú léti í ljósi með orðum, mundi
ósk hans uppfylt vbréa. Á ákveðinni stundu
daginn eftir kvaðst Ganymede láta mundu Rósa-
lind koma og hét að ábyrgjast jáyrði hennar við
ástamálum Orlandos.
Ganymede, sem eins og þegar er kunnugt,
var hin sanna Rósalind, lofaði vitanlega engir
upp í ermi sína, vissi sem var að f’átt var auð-
veldara að framkvæma. Þó sagðist Ganymede
þurfa að viðhafa töfra, er hann hefði lært af
frænda sínum, fjölkunnugum mjög.
Orlando, ástsjúkur eins og hann var, langaði
til að trúa' hverju orði, scm Ganymede sagði, en
efaði þó á hinn bóginn sanuleiksgildi þeirra. Herti
Itann samt upp hugann og spurði hvort orð þessi
væru í alvöru mælt. “Eins og eg lifi,” svaraði
Ganymade. “Þess vegna skaltu búast þínum
beztu klæðum og bjóða hertoganum ásamt fvlgi-
liði sínu til veizlunnar; því ef þér er alvara með
að vilja kvongast Rósalind á morgun, skal hún
verða til staðar.”
Næsta morgun, eftir að Oliver hafði fengið
samþykki Aliernr, gengu þau fyrir hertogann og
var Orlando í för með þeim. Með hertoganum
biðu þar allir hans dyggu riddarar, búnir til að
fagna þessari tvöföldu giftingar atnöfn, en öllum
til mestu undrunar vantaði aðra brúðurina.
Hvíákraðu menn um það sín á millum, að Gany-
meðe tmundi hafa Orlando að leiksoppi.
Þegar hertaginn fékk að vita að það var
einkadóttir hans, sein flytja átti þangað með
slíkum töfrum, gekk hann til Orlandos og spurði
hvort hann tlyði því í alvöru að hjarðsveinn-
inn væri megnugur þess að frafnfylgja jafn ein-
kennilegu loforði. En á meðan Orlando var
að búa sig undir svarið, kom Ganymede og
spurði hertogann hvort hann vildi standa
við að gifta Orlando dóttur sína. “Með
sannri ánægju,” svaraði hertoginn, “þótt eg
væri einvaldskonungur margra voldugra ríkja.”
Því næst snéri Ganymede sér að Orlando, “ og þú
kveðst þess albúinn að ganga að eiga Rósalind nú
þegar, svo fremi að eg megi hana á fund þinn
flytja?” “Það veit hamingjan,” svaraði Orlando,
“og það eins þótt eg hefði verið krýndur konung-
ur stórþjóða.”
Ganymede og Aliena gengu svo á brott sam-
an, og eftir að Ganymede hafði varpað af sér
gerfi hirðingjans og klæðst kvennbúningi, mátti
þar fljótt kenna hina fögru Rósalind, og hafði
cngra töfra verið þörf við myndbreytinguna.
Aliena skifti einnig um föt; kastaði af sér fátæk-
lega hjárðmeyjar kjólnum, en tók á sig hin fyrri
skrautklæði. Var hún á augnabliki orðin aftur
að hinni göfugu hefðarmey, Celiu.
Meðan Ganymede og Aliena voru í burtu,
hafði hertoginn orð á því við Orlando, að sér
findist eins'og eitthvert ættarmót með hirðingja
þessum ogRósalind dóttur sinni, og kvað Orlando
sér ávalt hafa fundist það sama.
En þeim vanst ekki tími til frekara samtals
um þetta, þvrí í sömu andránni komu þær Rósa-
lind og Celia í þeirra eigin, algengu búniíigum.
Rósalind gerði enga minstu tilraun til að láta
menn halda að hún væri þangað komin með töfr-
um, heldur féll á kné frammi fyrir föður sínum og
baðst blessunar hans. Alt gerðist þetta í svo
skjótri svipan, að margur hefði vel mátt ætla, að
koma Rósalindar værí moð yfimáttúrlegum hætti.
En Rósalind var það nú mesta áhugamálið, að
láta föður sinn vita hvernig í öllu lá; sagði hún
honum frá ]>ví, er hún var rekin frá hirð svika-
hertogans, dvöl sinni í skóginum, ástæðunni fyrir
því að hún tók á sig gerfi hirðingjans og hversu
hin veglynda frænka henar, Celia, hefði látist vera
systir sín og þolað með sér súrt og sætt.
Hertoginn staðfesti að nýju samþykkji sitt
‘um ráðahag hennar við Orlando. Orlando og
Rósalind, Oliver bróðir hans og Celia, voru nú
gefin saman í hjónaband í einu. Og þótt skóg-
argifting þessa skorti skrúðgöngu og skraut það,
er tíðkast við hertogahirðir stór'borganna, þá hef-
ir aldrei getið hamingjuríkari brúðkaupsdag.
Meðan brúðhjónin og hinir glöðu gestir sátu
að snæðingi í forsælu trjánna, og hamingjubikar
hins góða hertoga sýndist orðinn svo fleytifull-
ur, að engu yrði á bætf, kom þangað óvæntur hrað-
boði með þau fagnaðartíðindi, að bertogadæmin
biðu óþreyjufull heimkomu síns lögmæta hertoga.
Svi'kahertoginn, sem orðið hafði hamslaus af
reiði sökum flótta Celiu dóttur sinnar, að við-
bættu því, að daglega viku úr þjónustu hans stór-
hópar mætustu manna, er héldu beint til Arden-
skógarins og gengu hertoganum útlæga á hönd,
fyltist nú af óstjórnlegu hatri, safnaði að sér
bði miklu og reið í broddi fylkingar áleiðis til
skógarins í þeim tilgangi einum að leggja bróðir
sínn að velli, ásaint öllum trygðavinum hans og
fylgismönnum. — En forsjónin greip á dásamleg-
an hátt í taumana cig fékk hann til að láta af á-
formi sínu. Rétt um þær mundir og hann nálgað-
ist, ásamt fylkingum sínum, útjaðra skógarins,
hitti hann guðrækinn einsetumann og áttu þeir
langt tal saman. Taldi einsetumaðufinn svo
um fyrir hinum harðbrjósta landránsmanni, að
hann þegar hvarf frá hinni glæpsamlegu fyrirætl-
un, iðraðist af hjarta sinnar fyrri hegðunar, á
kvað að skila löndum öllum og eignum þeim, er
hann hafð með ofbeldi undir sig hrifsað í hendur
bróður síns og verja því, sem eftir væri æfinnar
til guðrækilegra iðkana. —
Og þessi óvætnu fagnaðartíðindi bárust til
Ardenskógarins og blönduðust saman við veizlu-
gleðina, einmitt þegar hún. stóð sem hæzt.
Celia óskaði frænku sinni innilega til ham-
ingju yfir gæfu þeirri, sem föður hennar, hertog-
anum útlæga hafði að höndum borið. Og þó hún
væri nú ekki lengur sjálf erfingi' hertogatignar-
innar, }>á var henni engin önnur ánægja meiri, en
fullvissan um það, að Rósalind og faðir hennar
höfðu fengið leiðrétting mála sinna. Ást þeirpi
Rósalindar og Celíu var svo einlæg og óeigin-
gjörn, að þar komst hvergi gfund að. —
Ilertoganum göfuglynda, gafst nú kostur á
að launa sínum dyggu þjónum, er fylgt höfðu
honurn jafnan og vakað yfir heill hans í útlegð-
inni, trúmensku þeirra og drengskap. Og þótt
þeir að að vísu aldrei nokkra sinni mögluðu í
mótlætinu, þá urðu þeir samt fegnari en frá megi
segja að hverfa heim til átthaganna og eyða æf-
ihni við hagsæld og frið í ríki síns réttkjörna
drottnara. —
--------o--------
Oliver Wendall Holmes.
Oliver Wendell Holmes var fæddur í Cam-
bridge, Massahusetts, 29. ágúst 1809. Hann var
sonur Abel Wendell, eongregationalista prests og
konu ihans Sarah.
Foreldrar Olivers voru í góðum efnalegum
kringumstæðum og veitti syni sínum góða ment-
un. Þegar hann var sextán ára fór hann á Har-
vard háskólann og útskrifaðist þaðan árið 1829;
lagði hann þá fyrst fyrir sig laganám, en hætti
við það eftir eitt ár og fór að lesa læiknisfræði og
tók embættispróf í þeirri grein. Að loknu læknis-
náminu fór hann til Evrópu og dvaldi í tvö ár við
ýms sjúkrahús, einkum í Paris. Þegar hann kom
heim aftur gjörðist hann kennari í uppskurðar-
og sárafræði við Dartmouth hásikólann, en sagði
því starfi af sér eftir tvö ár og gjörðist læknir í
Boston og giftist þá Emilíu Lee Jackson, dóttur
vfirdómarans í Massachusctts. Arið 1847 var
hann skipaður kennari í uppskurðarfræði við Har-
vard iháskólann og því embætti hélt hann í 35 ár.
Sem fræðimaður og kennari gat Oliver sér á-
gætan orðstír. Ilann var viðmótsþýður við nem-
edur sína og ylinn frá sál hans, sem alt af var sí-
ung og hlý, Iagði inn að hjartarótum nemendanna
og allra sem hann umgekst og fyrir það vár hann
ekki sízt elskaður og virtur af hinum stóra nem-
endahópi.
En það er þó ekki sem kennari eða læknir,
sem hann lifir í minning þjóðar sinnar, heldur
sem skáld og rithöfundur.
Á skólaárum sínum fékst Oliver dálítið við
að yrkja og komu nokkur smákvæði eftir hann í
“The Collegian”, sem voru fyrirþoði þess, sem í
honum bjó. A meðal þeirra kvæða, sem þar birt-
ust, vora “Evening, by a Tailor”, og “The Height
of the Ridiculous”. Dálitlu seinna kom út hið
gullfaliega kvæði haiis, “The Last Leaf,” og eru
sum erindin í því kvæði svo dásamlega falleg, að
, hugsun og búningi, að erfitt er lengra að komast,
og er að líkindum það fallegasta af smákvæðum
hans. Ofurlítið kver, með þessum fvrstu Ijóðum
Olivers var gefið út árið 1836.
Svo líða tuttugu ár. A þeim árum stundar
hann prófessors stöðu sína við Ilarvard háskól-
ann, vel og dyggilega, en eðlisþrá’hans til þess að
gefa sig meira við skáldskap og ritstörfum, fór á
þeim tíma injög vaxandi — svo að vinir hans voru
farnir að hafa orð á, að prófessors embættið hefði
Jítinn hag af þessari vaxandi þráihans til ritstarfa,
Svo kom bókin, “The Áutocrat of the Breakfast
Table”, árið 1857 og gjörði hann frægan. Fáar
bækur hafa fengið eins góðar viðtökur eins og
þessi bók Oliver Wendell Holmes. Málið er lif-
andi og létt, frásögnin óþvinguð og skýr, dæmin
sláandi og góðvildin og einlægnin auðsæ og fram-
setningin svo hrífandi, að sá, sem les, verður
tvent í senn, lærisveinn og vinur háfundarins. Og
til tilbreytingar er smákvæðum dg stökum stráð
innan um lesmálið. Árið 1858 kom út önnur bók,
sem heitir, “The Professor at the Brkakfast
Table”, svipuð þeirri fyrri, ágæt bók, nema hvað
hún er þyngri heldur en sú fyrri. Þriðja bókin
eftir ihann kom út 1872, og heitir “The Poet at
the Breakfast Table.” Þar er talað aðallega um
heimspeki og trúmál. “Guð er kærleikur”, er
frumtónn hugsana hans, að því er trúmál snertir.
—-Skáldsögur skrifaði Oliver Wendell Holmés
nokkrar, svo sem “Elsie Venner”, “The Guardian
Engel” o. fl. En þær ná naumast eins háu marki
og önnur rit hans.
Rit Oliver Wendell Holmes voru öll gefin út
1891 og eru í 13 bindum. — Hann dó í Boston 8.
október 1894, og kom mönnum saman um, að með
honum hefði gengið til moldar viðfeldnasti og
einn af skemtilegustu rithJöfundum Bandaríkj-
anna.
--------o7-------
Darling konungsson.
Svo er sagt, að konungur nokkur hafi ráðið
ríkjum, er var svo mildur og réttlátur, að þegnar
lians gáfu honum áuknefnið “góður.”
Einn dag var konungur á dýraveiðum, bar það
þá til, að hvít kanína flýði í fang honum undan
hundum hans. Konungur tók henni opnum örm-
um, lét vel að henni og hét henni vernd sinni.
Flutti hann dýrið heim með sér og lét í fallegt hús
með allsnægtum í.
Um kvöldið, er hann var genginn til herbergja .
sinna, birtist honum ókunnug kona, fögur og tígu-
leg. Hún var klædd dragsíðum hvítum kyrtli og
á höfði bar hún kórónu af hvítum rósum. Kon-
ungur undraðist mjög komu hennar og skildi sízt
hvernig hún hefði koinist inn, þar sem öllum dyr-
um var vandlega lokað. Hún ávarpaði konung á
þessa leið:
“Eg er sannleiksdísin. Til þess að vita vissu
mína um það, hvort gæði þín væru eins mikil og af
var látið, brá eg mér í kanínu líki í gegn um skóg-
inn og komst þannig á náðir þínar; eg veit að þeir
sem eru miskunnsamir við skepnur, eru það enn
fremur við menn. Hefðirðu synjað mér líknar,
var augjóst að þú varst vondur maður. Nú þakka
eg þér gæðin og láttu mig nú heyra hvers þú æsk-
ir og mun eg leitast við að veita þér það, því vin-
áttu mína hefir þú öðlast fyrir eðallyndi þitt.”
“Frú,” mælti konungur. “Fyrst þú ert dís,
þá eru þér óskir mínar að sjálfsögðu kunnar. Eg
á að eins einn son og ann eg honum hugástum. Hó
þér alvara að verða við ósk ininni, þá bið eg um
vináttu þfna syni mínum til handa.” \
“Af Öllu mínu hjarta,” svaraði dísin. “Eg
get gert son þinn fegursta prinzinn í veröldinni,
eða þann ríkasta og voldugasta. Ilvað af þessu
viltu helzt?”
“Einskis þe^sa óska eg handa syni mínum,”
svaraði konungur; “en geturðu gert hann beztan
allra prinza? Þá skal eg í sannleika vera þér
þakklátur. Því hvaða gagn væri honum að fríð-
leik, auðæfum eða veldi allrar veraldar, ef hann
væri vondur maður ? Þú veizt sjálf, að hann yrði
ekki ánægður. Að eins hreinhjartaðir menn eru
ánægðir.”
“Það er rétt,” svaraði gyðjan; “en eigi er
það á mínu valdi að gera Darling konungsson að
góðum manni, nema hann æski þess sjálfur. Hann
verður að beita vilja sínum á það að reyna að
verða vandaður maður. Eg get að eins gefið hon-
um góð ráð, ávítað hann fyrir yfirsjónir hans og
hegnt honum ef hann vill ekki hegna sér sjálfup,
og laga það, sem aflaga fer í fari hans.” Kon-.
ungur þekti þetta svar og skömmu eftir atburð
þenna dó'hann.
Konungsson harmaði föður sinn, því hann
unni honum hugástum og ’hefði feginn viljað
verða af ölu ríkinu, gulli þess og gimsteinum,
hefði hann mátt kjósa að lengja líf föður síns í
staðinn. Skömmu eftir dauða konungs birtist
sannleiksgyðjan konungssyni og mælti til hans á
þessa leið: “Eg hét föður þínum vináttu minni í
þínn garð, og eg hefi því hér 'komið með gjöf þér
til handa.” Hún dró þá hring á hönd honum og
áminti hann um að gæta hans vel, því hann væri
dýrmætari en gull og gimsteinar. “í hvert skifti”,
mælti hún, “og þú gerir eitthvað það er miður
má fara, stingur hringurinn þig. En ef þú gerir
eigi að þrátt fvrir það, þá glatarðu vináttu minni
og verð eg þá óvinur þinn.”
Að svo mæltu hvarf gyðjan en konungsson
undraðist mjög.
Nú liðu fram tímar, og var konungsson svo
varkár í breytni sinni, að hringurinu særði hann
aldrei. Hann varð svo ánægður og léttlyndurr að
þegnar hans kölluðu hann “hinn glaða ”
Einn dag var konungsson á dýraveiðum, en
ekkert veiddist. Varð honum þá skapþungt. Hon-
um fanst hringurinn þrýsta ærið að fingri sér, en
af því hann særði hann ekki, skeytti hann því ekki
frekar. Þegar koungsson var kominn til her-
bergja sinna, kom hundur hans að fagna honum,
en konungsson sneypti hann í burtu með þjósti.
Seppi skildi ekkert í því, að húsbónda sínum væri
alvara að taka eigi vinalátum sínum, og gerði nýja
atrennu til þess að láta ást sína í ljós! en við það
reidist konungsson svo að hann sparkaði seppa
með fótunum í burtu. Alt í einu stabk hringur-
inn hann, eins sárt og nál væri. Þetta vakti kon-
ungsson, bæði til undrunar og meðvitundar um
ávirðingar sínar og hann blygðaðist sín allmjög.
Honum heyrðist sannleiksgyðjan hlæja að sér
og hann reyndi árangurslaust að telja sjálfum sér
trú um, að það hefði í rauninni ekki verið rangt
að berja frá sér “ónæðissamt kvikindi”. “Því
hvaða gagn er mér í því, að vera ráðandi yfir
stóru ríki, ef mér leyfist ek;ki að berja hundinn
minh?” tautaði hann.
“Eigi dreg eg dár að þér,” lieyrði hann rödd
segja, sem svar við hugsunum sínum. “Þú hefir
nú framið þrjár syndir. Sú er hin fyrsta, að þú
reiddist því að fá eigi það sein þú æsktir. Sú önnur
að ])ú áleizt menn og skepnur skaipað þér til
skemtunar aö eins. Sú þriðja, að þú misþyrmdir
saklausu dýri. Satt er ]>að, að þú ert yfir hundinn
settur; en væri öllum yfirboðurum leyft að mis-
þyrma þeim som undir þeirra umsjón cra settir,
þá gæti eg nú misþyrmt þér eða drepið þig, því
andi er manninum máttkari. Hagnaður þess að
ráða rí'kjum er eklci innifalinn í því að/framkvæma
það illa sem mennina getur langað til, heldur í
því, að gera alt það gott, sem mögndegt er.”
Konungsson skildi nú, að það var sannleiks-
gyðjan, sem til lians talaði; iðraði hann mi yfir-
sjóna sinna og lofaði betruii í framtíðinni; en áð-
ur langur tími leið hafði liann gengið á bak orða
sinna. Konungsson hafði átt því að venjast í
uppvextinum, að látið væri að óskum lians; þurfti
hann eigi annað en stappa fótum og hljóðá í ákafa,
hvort sem óskir hans voru til góðs eða ills. Fóstra
hans hafði lfka brýnt það fyrir lionum iðulega, að
hann væri konungborinn og ætti einhvern tíma að
verða konungur; að allir væru skyldir að hlýða
konungum í hverju sem væri og þeir mættu gera
hvað sem þá lysti. Þegar konungsson komst til
vits og ára, lærði hann fljótt að skilja að hroki,
sjálfsálit og stífni væru í rauninní gallar, en eigi
kostir. Vildi hann gjarna losa sig við þá, en þó
hann væri eigi vondur að eðlisfari, reyndist lion-
nm ofraun að beygja sinn eigin vilja, þegar hon-
om var vaxinn fiskur um hrygg.
Framh.
Miisadans
Tunglið skein og tólf var orðið úrið,
trítluðu átján mýslur inn í búrið.
Þær áttu ontran kjólinn,
en ætluðu þo um jólin
að dansa dátt,
og ekkert músar-auga var þar S'túrið.
Og fyrir jólatré þær hríslu höfðu,
svo himinglaðar litlu mýsnar sögðu:
“Gamai», gaman, gaman,
gleðjum okkur saman,
og dönsum dátt.” —
En gömlu lijónin horfðu á og þögðu.
Nú setti músa-mamma’ upp svuntu fína,
en músa-pabbi réykti pípu sína.
Þá var nú kátt í koti .
Af kökum og af floti
var næsta nóg,
og é'Innig var þar kjöt og kæfuskrína.
Og þegar veizlan var í bezta gengi
og veslings mýsnar dansað höfðu lengi,
þá tók að kárna gaman:
þær tístu allar saman,
því kisa kom
í gættina og gretti sig í framan.
Að sökum var nú síst úr þessu að spyrja,
á sínu verki kisa fór að byrja;
hún öllum hópnum eyddi,
hún urraði og veiddi
mpð kænni kló
og fór svo loks af kátínu að kyrja. S. S.
—Æskan.
Napóleon og dátinn.
Það er í frásögur fært, að eitt sinri er Napó-
leon hélt liðsköhnun, fældist hestur hans við eitt-
hvað. Keisarinn mistj tauminn og gat ekki náð
honum aftur. En hesturinn ærðist og þaut fram
og aftur með keisarann, svo 'lífi hans var mesta
hætta búin. Einn af dátunum sein sá það, stökk þá
út úr fylkingarröðinni á eftir hestinum, þó hann
sæi, að það gæti kostað hans eigin líf, og varð svo
lánssamur að geta handsamað hestinn.
Keisarinn var, sem vonlegt var, allshugar feg-
inn, þreif hendinni til hattsins í virðingar og þakk-
lætis skyni við dátann og sagði:
“Þú ert höfuðsmaður í Hfverði mínum.” —
Dátinn hafði ekki haft byssu sína með sér. Hann
gekk því þar að sem hún var, og stakk henni til
hliðar, gekk síðan rakleiðis til lífvarðar keisarans.
Höfuðsmaðurinn, sem þar var fyrir, skipaði hon-
um að fara aftur til fylkingarraðar þeirrar, sem
hann var í. En hann neitaði því, og sagðist ekki
þangað fara. — “Hvers vegna þá ekki?” spurði
höfuðsmaður. “Af því eg er höfuðsmaður í líf-
verðinum. ” — “Þú — höfuðsmaður í lífverðin-
um!” — “Já, einmitt eg,” svaraði dátinn. —
“Hver hefir sagt þér það?” — “Það hefir hann
þarna sagt,” var svar dátans um leið og hann
benti á keisarann. Meira þurfti hann ekki að gera
til þess að eignast höfuðsmannsstöðuna
JesúS/Segir: Sannlega, sannlega segi eg yð-
ur, hver sem á mig trúir hefir eilíft líf ” Trúir þú
því, að þú öðlist eilíft líf með trúnni á liann? —
það eru forréttindi guðs barna að mega trúa því.
Moody.