Lögberg


Lögberg - 17.02.1921, Qupperneq 2

Lögberg - 17.02.1921, Qupperneq 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRúAR 1921 TEETH WITHOUT PLATES Vanhirðið ekki tennur yðar Ef tennur yðar þarfnast aðgerðar, séu þær Iiolar eða valda sársauka, þá frestið um fram alt ekki að hitta tannlæknir. Hjá oss fáið þér þá fuUkomnustu umönn- un, er æfðir sérfræðingar geta veitt, er geta á sviþ- stundu komið tönnum yðar í það horf, sem þær þurfa að vera í. Góðar tennur eru frumskilyrði góðrar heilsu. VANRÆKIÐ ÞÆR EKKI Plate Work — Utanbæjar sjúklingar hafi það hugfast, að hjá oss geta þeir fengið tennur sama daginn og þeir panta þær. Abyrgst, að tennurnar fari eins vel í munni og þær upprunalegu, eðtrpeningum skilað aftur. Btidges and Croivns — Bridgework er fullkomnasta nútíðaraðferðin við setning nýrra tanna, þegar fjórar eða fleiri góðar tennur eni eftir í öðrum hvorum gómi til að hafa að kjölfestu. Slíkar tennur eru óþekkjan- legar frá hinum eðlilegu. Það bridgework er fæst í lækningastofu minni, er af beztu tegund, sem þekkist, með cast gold anchoring crowns. - Prítt járnbrautarfar í Febrúar ^ og Marzmánuðum Yfir Febrþar 0g Marzmánuð veiti eg Round Trip fargjald upp að 150 mílum, öllum þeim, er gera sanngjarnar pantanir af verki á lækninga- stofu minni. ATHS.—Hin skriflega ábyrgð mín veitir yður fulla tryggingu, en sú trygging nær yfir allar teg- undir tannlækninga á lækningastofu þessari. Þeir, sem koma til vor, fá allar leiðbeininagr á sínu eigm- tungumáli - DR. H. C. JEFFREY Inngangur að 205 Alekander Ave., Cor. Alexander and Main St. uppi yfir Bank of Commerce WI.NNIPEG Phone A 7487 — Gleymið ekki staðnum Skrifstofutími: 9 f.h. til 8.30 e.h. - Allar tungur talaðar leik, etia þá einhvern annan leik, þá er fólki alveg óhætt að koma, það sér naumast eftir því. Búningar leikfólksins voru yfir- leitt góðir, þó var þeim frá mínu sjónarmiði að sumu leyti ábótavant, en um það er ekki vert að fást, það er alt af hægt að breyta til með ibúning, það sér maður nú daglega, enda miá lengi deida um það hvað sé iheppilegastur leikbúningur fyr- ir hvern og einn. 0g nú skal eg segja það sem eg hefi aldrei sagt áður, og hefi eg þó sagt sitt af hverju um dagana. Að eg hefi aldrei séð íslenzkan karlmann fara eins vel með hlutveric ástar- innar eins og það sem eg hefi séð stúlkur bezt gjöra, má vera að það kpmi til af því að þær séu ást- ríkari og hafi þar yfir meiri auð að ráða. En Ibenda mætti á það að það er auðmýkjandi að veTa ástfanginn og mig grunar að veik- leikinn hjá piltunum í þessu til- felli svona yfirleitt liggji í því að iþeim þyki það ekki karlmannlegt að láta neitt til muna á því bera þó þeim þyki vænt um stúlku. Og hvað viðvíkur þessum leik þá var ástinni ek(k(i niándar nærri gerð full skil, thún bar sig svo elsku- lega eftir ibjörginni kærleikanum ætlaði eg að segja. En mönn- unum báðum var vorkunn, þeir eru biáðir ungir 0g eiga báðir ungar og elskulegar konur, svo í því tilfelli eiga þeir ef til ekki til tvískift- anna, jafnvel ekki á leiksviði. Að endingu skal eg segja þetta: áheyrendur ættu að hafa sem allra mesta kyrð að hægt er, helzt að reka ekki upp skellilhlátra, og ef menn hlægja að reýna að hlægja sem allra .styzt. Selkirk 1. febr. 1921 KI. J. af Suðurlandi. Eignuð- hjón eitt barn, sem dó Tengdapabbi. Sjónleikur í fjórum þáttum. Snemma í vetur kom sá orðróm- ur í gang, að búið væri að mynda leikfélag meðal íslendinga í Sel- kirk, og farið væri að æfa leik, sem “Tengdapabbi” héti. Mis- jafnlega var spáð fyrir því fyrir- tæki og fæstir spáðu góðu. pó voru aðrir, sem álitu að ekki mundi vera um verulega hættu að ræða og rétt mundi vera að bíða og sjá, hvernig þessu lyktaði. Aðrir vildu brjóta eggið strax, sögðu að aldrei mundi koma söngfugl úr því hreiðri; og þó svo ólíklega færi, að það kæmi fugl og færi að syngja, þá myndi ihann að eins syngja með sínu nefi. En ihvernig það nef yrði, um það kom mönnum nú aldrei saman. Vetrarkvöldin eru oft löng og köld hér hjá oss á þessu mælistigi, og oft lítið fyrir hendi til að stytta þau 0g lýsa, andilega skilið. Menn ættu því að gleðjast í hvert skifti sem bólar á einhverjum nýgræð ingi, sem líklegur er til þess að festa rætur 0g minka moldarflag andleysis og leiðinda. Og nú er búið að leika “Tengdapabba”, og verður naumast annað sagt, en að það tækist ótrúlega vel að stytta þau vetrarkvöldin. pað var leikið tvö kvöld, 27. og 28. janúar, og var aðsókn í bezta lagi, og þó fctetri seinna kvöldið, og hefir það vafalaust hjálpað til, hvað vel tókst fyrra kvöldið. Eg var þar ekki nema annað kvöldið; hefði komið bæði, hefðu J^pingum- stæður leyft. Eg skal hreinskiln- islega játa, að eg gerði mér ekki háar vonir, en leikendunum tókst að skemta mér langt fram yfir það sem eg bjóst við. Og hyer eín- asti maður og kona í húsinu virt- ist véra í bezta skapi og ánægt með það sem það heyrði og sá. Allur útbúnaður var góður. Eg er viss um, að tjöldin eru kölluð listaverk, að minsta kosti af þeim, sem ekkert vit hafa á þeim hlut- um, og eg hefi þann heiður, að vera einn af þeim, enda þóttu mér þau ljómandi falleg. Hitt er ann- að mál, hvað listdómarar hefðu um þau að segja. Mér dettur nú í hug það sein eg einu sinni sá á hreyfi- myndasýningu. Skyldi mér vera óhætt að segja það hér? Mér er þá sama, eg segi það samt. Pað var ungur málari, sem átti að mála mynd af dóttur ríkisbubba og þá um leið stórhöfðingja—iþví allir ríkismenn eru stórhöfðingj- ar. En afleiðingin varð sú, að mál- arinn og stúlkan urðu ástfangin hvort af öðru. Karlinum, föður stúlkunnar, leizt ekki á blikuna, þegar hann komst að þessu, en sagði þó að hann skyldi gefa sam- þykki sitt til ráðaJhagsíns, ef mál- arinn gæti miálað svo góða mynd af dóttur sinni, að listmálarar þeir sem hann útnefndi, gætu ekki | neitt sett út á myndina. Svo kom dagurinn sem átti að dæma um myndina, málarinn var að leggja síðustu hönd á verjkið. pá v^ldi það slys til að hann tók upp stór- ann málbursta, en þurfti á sama tíma að snúa eitthvað fyrirmynd- inni og um leið, slettist stóri mál- burstinn rétt á andlitið á myndinni svo það var alt saman Iöðrandi í máli. Hér þurfti að sýna hið mesta snarræði, listadómararnir voru á leiðinni og myndin ónýt; stúlkan stakk því upp á því að láta sig^sjálfa koma í stað myndarinn- ar og það var samþykt, þau tóku því myndina og skáru bupt skemda andlitið, en stúlkan fór á bak við grindina sem myndin var á og lét andlitið á sjálfri sér koma í stað skemdu myndarinnar. Og nú komu listadómararnir, vafalaust hefir enginn málari fengið harðari dóm, alt var öðru vísi en það átti að vera, hörundsliturinn, hiárið augun og yfir höfuð alt á annan veg en til var ætlast, og þó var þetta stúlkan sjálf ljós-lifandi. Loks gat stúlkan ekki stilt sig en skellihiló, Svo skal eg nú ekki segja þessa sögu lengur. En heldur vil eg jiú sjá málverk sem mér þykir fallegt af því eg hefi ekki betur vit á, en vera listadómari og dæma það ógilt af sömu ástæðu. Ann- ars þajrf eg ekki annað en nefna nafn þess sem málaði tjöldin, til þess að menn sannfærist um að þau séu boðleg, nafn Snæbjörns G. Pálssonar er næg trygging fyrir þvi að leikflokkurinn í Selkirk hef- ir faileg leiktjöld. Ekki ætla eg að fara að lýsa leiknum, og því síður hverjum leik- ara út af fyrir sig, eg er búinn að segja að mér var ágætlega skemt og mér virtist hverjum einasta manni og konu vera vel skemt, og þegar verið er að reyna að skemta fólki og það tekst svo að menn teygjast sundur og saman af hlátri þá virðist tilganginum sannarlega náð, og með það ættu báð^r máls- partar að gjöra sig ánægða, bæði þeir sem skemta og eins þeir seip verið er að skemta. Enginn skijji orð mán svo að ekkert hafi verrið æm ekki var hægt að finna að. Nei, langt frá því, eg hefði jafnvel treyst mér til þess sjálfur, hvað þá aðrir. En eg er ekki að skrifa þetta til þess að setja út á, heldur til þess, að hvetja þetta fólk til að halda áfram og gjöra betur og á sama tíma, að reyna að koma fólki í skilning um það að ef þessi leikflokkur skildi halda áfram og sýna einhvern tíma seinna þenna Dánarfregn. pann 9. janúar s.I. andaðist á heimili sínu í Pembina, NjD., kon- an 'Guðleif Bergvinsdóttir Er- lendssonar og Sigríðar Einarsdótt- ur. Hún var fædd 1861 á Álfta- nesi í Gullbringusýslu, en ólzt upp að nokkru leyti hjá Lofti bónda Gíslasyni í Vatnsnesi í Grímsnesi í Árnesýslu, og dvaldi hún þar fram yfir tvítugsaldur, fluttist þá vestur í Borgarfjarðar sýslu til móður sinnar og systur, en undi sér þar ekki og flutti svo eftir stuttan tíma til Reykjavíkur og dvaldi þar nokkur ár sem þjón- utustúlka hjá ýmsu málsmetandi fólki, lengst hjá Jóni biskupi Helgasyni. Árið 1902 fluttist hún vestur um haf til Pembina, N.D. Hér um bil ári síðar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Guðjóni Bjarnasyni, ættuðum ust þau ungt. Hin látna kona átti við mikla Vanheilsu að búa hin seinni ár æfi sinnar, einkum þó hið síðasta; lét maður hennar þó ekkert ógert, sem létt gæti hina þungu byrði, en “Hvað skal mennskra manna afl” þar, sem dauðinn er arinars vegar. Guðleif sálaða var vönduð kona. Gjafmild og hluttekningarsöm við alla, sem erfitt áttu, því hjartað var gott; ráðvönd var hún og skyldurækin í fylsta máta; raun- góð og trygðföst við þá, sem hún hafði náin kynni af. Hún var þrif- in, vandvirk og hirðusöm heimil- ismóðir; hafði yndi af að láta alt líta út sem þokkalegast á heimili sínu, enda var hún gædd næmri fegurðartilfinningu. Hún hafði sterka löngun til að láta gott af sér leiða, en fyrir hina hugsana- lamandi sjúkdómsbyrði um mörg ár, gátu hennar góðu eiginleikar ekki notið sín til fulls. Margir eru þeir vinir og kunn- ingjar hinnar látriu, sem minnast hennár með hlýjum tilfinningum. Og hinn syrgjandi eiginmaður blessar minningu hennar með við- kvæmnis og saknaðar tárum og með innilegri þakklátssemi til allra hinna góðu íslenzku kvenna, sem ialt gerðu er unt var og í þeirra valdi stóð til að létta síð- asta stríð hinnar deyjandi konu. • * * * Hver getur öll þau talið tár af trega’ er væfca fölar brár á þeim, sem mörg um æfi ár má okið sjúkdóms bera, en hafa’ í brjósti heitar þrár, til hjálpar öðrum vera? Hver getur láð, þó löngum valt þeim lífið finnist, dimt og svalt, og verði stundum viðimót kalt ' og vanstilling í geði, Og huganum til angurs alt, sem öðrum veitir gleði. En þegar líf er þannig stætt, við þjáning sérhvern dag er bætt og viðnámsþrekið veikt og mætt, en vonarrddir þegja, og ekkert meinin getur grætt, er gott að fá að deyja. Ó, látna kona, þung var þraut, sem þér var látin falla í skaut, en engin bót, svo enda hlaut þinn örfaga þráður spunninn. En nú er Hka nóttin braut Og nýr upp dagur runninn. Svo tómt er mál að tala’ um hvað í tíma þér var úthlutað, þú hefir fluzt í fegri stað og fengið meina bætur. Og harma fró og huggun það er honum, sem þig, grætur. UPPSKURÐUR EI NAUÐSYNLEGUR “ll'ruit-a- tives kom henni til fullr- ar heilsu. 158 Papineau Ave., Montreal. í full þrjú ár þjáðist eg af svo magnaðri þembu, máttleysi og bólgu að eg hélt að ekki væri um annað en uppskurð að ræða. Sér- fræðingur sagði að uppskurður væri það eina. Samt neitaði eg því. „Eg heyrði um “Frut-a-tives og ákvað að reyna þá. Mér fór undireins að batna við fyrstu öskjuna og hélt áfram, þar til eg var alheill. Eg flyt “Fruit-a- tives” mínar kærustu þakkir.” Mm. F. Gareau. 50c. hylkið, 6 fyrir $2,50, reynslu skerfur 25c. Fæst í öllum búðum eða gegn fyrirfram borgun beint frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Hann veit þér líður vel, og þú úr viðjum þrauta leyst ert nú, og við þér brosir veröld sú, er Vermir æðri krafltur. Hann þrey’r og deyr í þeirri trú, að þar munið finnast aftur. Árborg, Man.,,24. jan. 1921. Herra ritstjóri I Hér með sendi eg Lögbergi mán- aðartöflu lífsábyrgðarfélagsins al- kunna “The Mutual Life of Can- ada”, 305 Lindsay Build., Winni- pg, sem er vitanlega sameignafé- lag allra sem tilíheyra því. petta fagra málverk er fjallasýn og Ijðmar í tign kveldroða hverfandi sólar. Hnjúkar fjallanna eiga að tákna mátt, sem félagið hefir að bera. En aftanskinið á að minna okkur á dagsetur vegferðarinnar fram undan. A<5 minna okkur á andlega og tímanlega velferð. Að tryggja végferð vinanna með á- byrgð á okkar eigíh lífi, sem er mest varðandi mál Iheimsins í dag. Já, hélst í dag, því máske á morg- un verði það of seint. pessi ofan- greinda tafla á að tilheyra tilvon- andi meðlimum á meðan hún end- ist. Ekkert hefir verið sparað til a^ gera þetta málverk frægt. *' Allir vita hvað það er nauðsyn- <legt að tyg^a líf sitt, kvenfófcki jafrit sem kariímönnum. Mutual Life afgjald er eina Iægst allra félaga. pó minkar það er árin líða. Með öðrum orðum þér er borigað til baka af ágóða félags- ins. MutuaH Life Policy má af- greiða, er krefst einskis afgjalds, HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum mn 1870 1921 THE MUTUAL LIFE Assuraoce Company of Canada WATERLŒ) , ONTARIO Fifty-First Arrnual Statement _ A few significant features of íhe annual statement presented to the policyholders at the annual meeting February 3rd, 1921, are givep in the following condensed summary. —, Income Assets . 1919 1920 Increase 8,583,404.00...... $ 10,124,171.00....... $'1,540,767.00 38,020,949.00...... 42,847,277.00......... 4,826,328.00 New Assurances ....... 40,625,655.00........ 47,008,024.00""Z"” 6Í382Í358.00 Surplus Earned ....... '-------------- Total SurpJus Fund.... Assurances in Force .. 1,302,801.00........... 1,657,104.00............ 354,303.00 4,540,536.00............ 5,013,680.00........... 478,144.00 170,706,305.00......... 206,627,728.00......... 35,921,423.00 l Velgengni.—pað sem umfram alt einkennir þessa 51. ársskýrslu, er hagsýni, sparnaður og stóraukinn fjárhagsþroski félagsins. The Jubilee.—Á liðna árinu átti fé- lagið því að fagna, að auka viðskifta- veltuna meir en nokkru sinni fyr, og nýiar tryggingar hlupu upp á 47 milj. dollara, en með því komst veltan yf- ir tvö hundruð miljóna markið. Investments. — Hin hagkvæmilegu kjör, er félagið bauð, og hinir háu vxtir af innlagsfé, gerði það að verk- um, aðfélagið hefir getað lagt út í ný fyrirtæki, sem verða skírteinis- höfum til stórkostlegs ávinningis í framtíðinni. Vextir af investments félagsins á árinu 1920 námu til iafn- aðar 6.41 prócent. Hreinn ágóði.—Hagsæld félagsins sézt glöggast af því, að hreinn ágóði varð $354.303 hærri en á árinu þar á undan, éða jókst með öðrum orðum um 27 prct. Pað er.að segja, hverjir $1,000 í eignum félagsins gáfu af sór $38.67 í hreinari ágóða. Aukin gróðahlutdeild til skírteinis- hafa.—pað, hve félagið var'fljótt að ná sér, eins og sjá má af ársskýrsl- unura, eftir hin stórkostlegu útgjöld, sem stríðinu f.ylgdi svo og landfars- sóttinni miklu, er sannarlegt fagnað- arefni, enda hefir gróðahlutdeild til skýrteinishafa ú árinu hækkað um 50 prct. frá því sem var árinu áður. r CC. . •..-AflVE STATEMENT Year Incomc Assets Paid to Policyáolders 1870 ....... $ 4,956.00.... $ 6,216.00.... 1880 ....... 88,691.00......... 225,605.00........ $ 26,681.00... 1890 ........... 439,858.00...... 1,696,076.00....... 176,151.00..... 1900 ......... 1.164,875.00...... 5,165,493.00....... 424.815.00.... 1910 ......... 3,020,996.00..... 16,279,562.00....... 804,759.00.... 1920 ........ 10,124,171.00..... 42,847,277.00..... 3,667,522.00..... Businesa in Force i 500,000.00 3,064,834.00 13,710,800.00 29,518,626.00 64,855,279.00 206,627,728.00 A copy of the detailed report will be mailcd to every poiicyholder in due course. Hume Cronyn President Charles Ruby Gerierai 14 ar.ager O. W. BOBBINS, General Agent, 305 Bindsay Bldg., WlnnJpeg. G. S. Gudmundsson, Agent, Arborg, Man. ef meölimur verður fyrir slysum eða veikindum, eða getur ekki unn- ið fyrir sínu lífsbrauði. 1 stað þess færð þú mánaðarlegar afl>oi*ganir, með litlu auka afgjaldi í fyrstu. Ef dauðinn þá kallar að, fær erf- inginn skírteinið iborgað að fullu. Vanti þig lánstraust hjá bank- anum, eða annars staðar, þá berðu eins háa lífsábyrgð iog þú treystir þér til. Ef þú hefir skuld á eign þinni, þá gleym ekki að) tryggja líf þitt nægilega. Ef þú verður kallaður í burtu án þeirrar góðu tryggingar, verður afleiðingin voðleg. Mutual Life Premium Rate er til dæmis: 20 ára Ordinary Life...... $18.70 20 ára 20 pmt. Lfcfe .... $27.25 20 ára 15 pmt. Life ..... $32.40 20 ára 25 yr. endowm..... $37.80 20 ára 20 y. endm..... ...$47.65 20 ára 15 yr. endm....... $65.60 petta er að eins skýring ega bending til lesenda blaðsins, ef þér finst það geti orðið að góðum notum. Einnig læt eg hér með félágslista af meðlimum MutUal Life félagsins Víðsvegar um bygðir, mönnum til hliðsjónar. T;he Mutual Life of Canada ósk- ar eftir íslenzkum umboðsmönnum. peir sem þann istarfa vildu takast á hendur, hitti persónulega eða skrifi til O. W. Robbins, General Agent, 305 Lindsay Bldg., Winni- peg, Mán. Með virðingu. G. S. Guðmundsson. Æfiminnbg. BÚI JÓNSSON “Guð huggi þá, sem hrygði slær, Hvort þeir eru fjær eða nær. ’ Hann var fæddur 29. september 1848 á bænum Skaga í Dýrafirði í ísafjarðarsýslu á íslandi. For- eldrar hans voru Jón Jónsson skipstjóri og kona hans Ólöf Guð- mundsdóttir, ibróðurdóttir séra Gísla ólafssonar í Sauðlauksdal i Barðastrandar sýslu. Frá 'blautu barnsbeini stundaði hann sjó og vandist snemma við vos; en í áeðum Búa heitins rann norrænt ví||ingablóð og aldrei bil- aði honum kjarkur. Átján ára gamall komst hann í skipbrot, og druknuðu allir, er á skipinu voru, nema ;hann. Var hann í ofsaveðri tólf 'klukkutíma á kjöl áður en skipinu skolaði upp. Skreið hann þá til mannabygða, þar sem hon- um var hjúkrað. Náði hann 'sér ffcjptt afjtur. 1 hinni sömu sveit var 'Ókkja, sem misíi mann sinn og son í því skipbroti. pegar Búi heitinn fór að búa, sýndi hann henni mannkærleika með því að taka yngsta ,barn 'henar, fjögra ára gamalt, og ala það upp. Var það á heimili hans, þangað til hann fór til Canada. Árið 1871 kvæntist ihann pór- laugu Guðbrandsdóttur. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Jónsson, bóndi á Birnustöðum í Dýrafirði, og kona hans Halldís Bjarjiadótt- ir. Foreldrar Halldísar voru þau Bjarni Jónsson og kona hans El- ísabet, dóttir séra Markúsar á Söndum í Dýrafirði. Bjó Búi heitinn þá allan sinn búskap á Skaga. Lifði harin í góðum efnum og bafði þ'ar rausn- aribú. Var hann bjargvættur í sinni sveit; aldrei þurfandi, iheld- ur veitandi. Tvö seinustu árin, sem hann var á Islandi, bjó hann á bænum Núpi í sömu sveit. Árið 1887 brá 'hann sér vestur um haf og settist að í Víðinesbygð í Nýja íslandi. Eftir fimm ára dvöl í þeirri bygð færði hann sig til Selkirk, og dvaldi þar sex ár. öll þau ár sem hann bjó í Nýja Is- landi og Selkirk var hann formað- ur á Winnipegvatni. pess má geta, að eftir að hann varð sj.Jfur formaður> varð hann aldrei fyrir slysi, heldur bjargaði hann mörg- um úr sjávarbáska. Fyrir rúmum tuttugu og tveim- ur árum fluttist hann til Winni- pegosis. Stundaði hann eftir það veiðar í Winnipegosis vatni frá Robertsons tanga. Var pórlaug kona hans sú fyrsta íslenzka kona, er steig fæti sínum á Robertsons tanga. Hepnuðust Búa heitnum öll verk vel og var hann lánsmað- ur í öllu. Reisti ihann sér mynd- arlegt heimili í ibænum Winnipeg- osis. pó má geta þess, að hann var aldrei eins ánægður í Vestur- heimr/ og á fósturjörð sinni, eins og oft vill verða fyrir mönnum, sem hafa verið í góðum efnum heima og haft yfir mörgu fólki að segja, og koma svo til ókunnugs lands, þar sem þeir verða að vinna baki brotnu og lúta öðrum. Eignuðust þau hjón þrettán börn. Sex dói* í æsku heima á ls+ landi, en sjö komu með floreldrun- um til Canada. Eitt af þeim, sem hingað komu, dó í Nýja Islandi, Annað dó í Winnipeg. Var hið síðarnefnda !hinn ungi, göfugi mentamaður, Ingvar Búason; ætl- aði hann sér að vgrða prestur í Fresbyterakirkjunni. Var ‘hann kvæntur Guðrúnu Jóhannsdóttur, sem er mörgum Vestur íslendigum kunn. Er hún mesta myndarkona. Áttu þjiu hjón eina dóttur, vel gefna og gáfaða, sem nú er seytján ára gömul. Fimm af ibörnum þeirra Búa heitins og pórlaugar eru enn á lífí og eru nöfn þeirra: 1. Jónína (Mrs. A. Moyer) bú- 'sett skamt frá Winnipegosis. 2. Jón, kvæntur og búsettur ná- lægt Wynyard, Sask. 3. Guðrún (Mrs. G. A. Johnson) búsett í Brandon, Man. Voru þessi þrjú ofannefndu við- stödd jarðarför föður síns. 4. ólöf, ógift, er nú í Vancouver, B. C. Gat hún ekki verið Viðstödd við jarðarförina sökum fjarlægð- ar. 5. ólafía (Mrs. R. E. Ftetcher) búsett í Moose Jaw, Sask. Var henni einnig ómögulegt að koma og vera við jarðarförina. Áttu þau hjónin einnig eina fósturdóttir, Nelly Crawford, nú Mrs. Ó. Frederickson,( búsett í Wínnipegösis. Áttu þau við and- lát Búa sextán barnabörn á lífi. Búi heitinn Jónsson var maður hár verfti, þrekinn og hraustbygð- ur. Var ihann fríður sýnum og með hreinan svip. Var hann skapmikill maður, en ætíð veglynd- ur. Sagði hann öllum meiningu sína, æðri sem lægti. Hann var tryggur og sftiwur vinur og aldrei riiátti heyra hajin níðast á lítil- magna, heldur hitt að hann tók málstað 'hans. Var hajm kapp- samur og ávalt sívinnandi, en fann samt ssm áður tíma til lest- urs, það var rieglulega ánægju- 1-egt að ræða ýms mál við hann; því hann var bæði víðlesinn og fróður um margt. Á heimili sínu var hann fyrirmyndarmaður^ og friðsamur viðl alla nágranna sína. Hugsunin um sína var ætíð mikil hjá honum. Unni hann konu sinni mjög heitt. Var hann öll- um sínum börnum elskuríkur fað- ir. 1 vetur stundaði hann eins og hjann var vanur fliskiveiðar frá Robertsons tanga og fiskaði frem- i^r vel. Eri núnay eftir nýár veiktist hann og yar rúmfastur um tíma, en hann hélt alla tíð, að honum myndi batna svo mikið að hann gæti komið heim; því þetta var fyrsta legan, sem hann ljá á æfi sinni. pví miður varð hann fyrir vonbrigðum. Tuttugasta og sjöunda janúar >. á. varð hann að ganga gegnum dauðans skugga- dal. Andaðist hann um kveldið milli kl. 9 og 10. Var hann við andlátið 72 ára og 4 mánaða gam- all. Lungnakvef varð hans bana- mein. Mr. og Mrs. Halldór Pálsson reyndust þeim Búa heitnum og ekkju hans ágætlega meðan á veikindnum stóð. pau spöruðu, sér ekkert ómak til þess að gera þeim alt til þæginda. Undir eins eftir andlát Búa heitins sendi Mrs. Búi Jónsson sonarson sinn, sem hjá ihenni var, til þeirra hjónanna og komu þau undir eins norður um nóttina og sýndu henni alla þá hluttekningu, sem þau gátu. Mrs. Pálsson veitti hinum fr,amliðna nábjargirnar, huggaði og hug- hreysti hina sorgbitnu ekkju. Sýndu þau hjón með þessum verk- um sannan mannkærlika. Jarðarförin fór fram friá ensku kirikjunni í W.innipegosis þriðju- daginn fyrsta febrúar. Séra E. Roberts og undirritaður, jarð- sungu hann. Voru því nær alKr íslendingar í og umhverfis Winni- pegosis viðstaddir og þar fyrir utan mikiill fjöldi af hinum ensku kunningjum 'hans. Var jarðarförin í alla staði hin allra prýðilegasta. Hvílir hann nú 'í grafreit Winni- pegosis bæjar þar til lífgjafinn kallar á hann. Megi góður guð veita hinni göfuglynd'u ekkju hin- um mannvænlegu börnum þá hugg- un, sém að eins hinn Ihimneski faðir er fær um að veita syrgjend- um á þessari jörðu. Fyrir hönd ekkjunnar og barn- anna færi eg öllum, sem sýndu þeim hluttekningu, inni'legt hjart- ans þakklæti, einkanlega Mrs. Jónas Schaldemo og systur henn- ar Mrs. A. Jónasson, sem lögðu fagran blómsveig á kistuna. Davíð Guðbrandsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.