Lögberg - 31.03.1921, Side 4

Lögberg - 31.03.1921, Side 4
Bl*. 4 LÖGBERÖ, FIMTUDAÖINN, 31. MARZ 1921 . ■"■■■■■■ ■ ■ : ■ .;t ===== Jogberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- nmbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaimart K-6327 ofi N-6328 Jón J. BQdfell, Editor Utanáskrift til blaðsina: THE eOLUNIBUV PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg, M«n- Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, R|an. IThe “Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Block, R53 to 857 Sherbrooke Street, Winnlpeg, Manitoba. Sjáandi sjáum vér ekki. JÞó sjón augna vorra sé í bezta lagi, og þó vér séum talin þolanlega skilningsgóð, þá er það undur margt, sm fram hjíá oss fer án þess vér veitum því eftrtekt — án þess vér skiljum það eða sjáum. Stundum kemur þetta fyrir af þekkingar- leysi, eins og hjá Búunum í Suður Afríku, þeg- ar þeir mokuðn demantssandinum upp á þök húsa sinna. I*eir sáu steina með ýmsum lit- um, suma Ijómandi fallega, en þeir höfðu enga 'hugmynd um, að það væru ósegjanlega dýr- mætir demantar, fyrri en augu þeirra voru opnuð af öðrum, sem þá líka voru búnir að ná haldi á demanta-námunum og hafa síðan tekið meira en hundrað og fimtíu biljónir doll. virði íif demöntum úr þeim. Vesitur-íslendingar hafa tíðuni verið mint- ir á, að þeir ættu óuppausanlega gullnému, eða demantanámu, þar sem væri íslenzk lífsreynsla og lyndseinkenni, eins og þau eru til vor komin í gegn um sögu liinnar íslenzku þjóðar og bók- mentir. En þótt undarlegt sé, þá hefir verið erfitt að fá Vestur-lslendinga yfirleitit til þess að ljá þeim áminningum eyra. Þrátt fyrr það, þó þeir hafi mótt sjá og hlotið að sjá í lífi sumra, já, margra Vestur-lslendinga, þann lífskjarna, sem á sögu- eða gullöld íslands 'bar drengskap- arorð þjóðarinnar frá Garðarsey og til Mikla- garðs. Farið þið um bygðir íslendinga í Vestur- iheimi—um íbygðir mannanna, sem hingað komu félausir, mállausir og gersneyddir allri verk- legri kunnáttu, fyrir hálfri öld s'íðan, og sjáið hvað þeir hafa gjört. Faiið til leiðandi manna þjóðfélagsins, þar sem Islendingar eru búsettir, og sp^rjið þá hvernig þessir allslausu íslendingar hafi reynst. Farið til lögreglunnar í þeim bygðum og borgum þessa lands, þar sem Islendingar eru aðallega búsettir, og spyrjið hana að því, hve marga íslenzka löglbrjóta þeir hafi á fanga- skrám sínum. Vér vitum hvert svarið yrði og vér vitum líka, hvaðan oss hefir komið sá styrkur and- legur og líkmlegur, er gerði oss mögulegt að ná orðstír þeim, sem íslendingar hafa getið sér á meðal samborgara sinna. Til þess að menn segi ekki, að þetta sé skrum eitt og þjóðernisdramb, þá viljum vér benda hér á vitnisburð eftir tóriskáldið og lista- manninn alknnna, Percy Aldridge örainger, sem lesa má í Tímariti Þjóðræknisfélagsins fyrir árið sem leið. Hann segir þar að hann vilji láta kenna íslenzka tungu og bókmentir við hverja einustu mentastofnun, og vilji láta hana sitja í fyrirrúmi fyrir latínu,grísku,þýzku, frönsku, ítölsku og spönsku, og hann gerir grein fyrir þessari sannfæring sinni á þessa leið: “Þessi löngun miín er sprottin bæði af sér- stökum og alkunnum ástæðum. Hinar sérstöku eða persónulegu ástæður eru þessar: Ekkert hefir vaikið mig eins til sjálfsvitundar um köll- un lífsins; verið mér stærri opinberun, orðið mér gagnlegi’i við listanámið, ráðið jafnmiklu um athafnir mínar og ákvarðanir, verið full- komnari mælikvarði fyrir hugsunum mínum og breytni við hið opinbera starf mitt eða skyldu- störfin hversdagslegu, sem andi þjóðernisein- kunnanna íslenzku, er smám saman hefir skýrst fyrir mér, með vaxandi skilningi á íslenzkri tungu. Hinn skæri hetju-hreimur, sem hinir lökustu jafmt sem hinir snjöllustu kappar fom- sagnanna vekja, hefir mér ætíð fundist vera sá lúðurhljómur, er heimti menn til hreysti- verka, og að eigi verði við honum eyrum lokað. Hið stáleflda lífsfjör, er hvarvetna kemur fram í fornsögunum, færir mér ferskara loft, er hressir mig jafnvel betur en návistin við hina eðlisihreinu, óspiltu og ytri náttriru. Tign há- fjallanna, hin kalda ró eyðimarkanna, ægi- þróttur hins brimsollna hafs, em saman dregin í örsmáa lífseining hjá hinni forn-norrænu ])jóð, svo að þessi frumöfl hinnar ólífu nátt- úru koma þar fram í lífi gæddum andlegum myndum.” í lifi þessa maiins, Percy Aldridge Grain- ger, hefir íslenzki lífsþrótturinn borið svipað- an ávöxt eins og í lífi hinna eldri íslendinga í þessu landi. En mismnnurinn á honum og sum- um, já alt of mörgum af Islendingum sjálfum, er só, að hann vill leggja alla stund á að ná í sem mest af þessum auði, sér sjálfum og þjóð sjnni til mannsdóms og menningar. En vér, sem þessi lífsreynsla og þessi auð- ur liggur opinn fyrir — vér, sem eigum hann, hvað erum vér að gjöra? Erum vér að færa oss í nyt þann mann- dóms þroska, er allir — undantekningarlaust allir útlendingar, sem kynst, hafa lífsreynslu og lífskjama hinnar íslenzku þjóðar, hafa fundið ? Eða erum vér þeir einu af öllum þeim sem þekkja þá námu, sem lítilsvirðum hana og snúum báki við henni? Vér, sem höfum úr henni þegið alt það bezta, sem vér eigum, og getum ekki án þess stuðnings verið enn í langa tíð, ef vér eigum ekki að stórskemma sjálfa okkur ? Erum vér virkilega þeir einu, sem ekki berum vit, dáð né gæfu til þess að meta, virða og viðlhalda í lengstu lög kjama vors eigin lífs og þroskunar möguleikum fólks vors í dreif- ingunni hér vestra? Oss er sagt, að unga fólkið geti ekki notið þess góða, sem íslenzkur lífsþróttur hefir að bjóða, að það sé engin von, að íslenzkt mál, né íslenzk lífsreynsla geti orðið því nokkurs virði, því það skilji hvorugt. Því miður er eitthvað satt í þessu. Hér er nú að vaxa upp ungt fólk á meðal vor, sem hvorki skilur íslenzkt mál svo nokkur mynd sé á, né heldur ber virðingu fyrir nokkra því, sem viðkemur foreldrum þeirra, forfeðram né feðra- landi. En á því bera þeir af ættþjóð þessi fólks, sem barist bafa við erfiðleiika lífsins, lifað, strítt og sigrað til þess að vér mættum anðg- ast og læra af reynslu þess, enga ábyrgð. Ekki heldur unglingarnir, sem svona eru illa farair — heldur foreldrar þeirra og vanda- menn, sem ekki hafa haft nógu mikla ræktar- semi til, eða borið nægilega mikla lotningu fyrir þjóðararfi sínum, til þess að innræta börnum sínum virðingu fyrir honum. Það er þvú engin furða, þó þeir unglingar vilji kasta því, sem íslenzkt er, þó þeir finni ekki til neinnar skyldu í samlhandi við þjóðar- arf, eða sjái þýðingu þá, sem hann hefir fyrir manndóm og þroska Vestur-lslendinga, og láti berast með tíziku og tíðaranda út í iðu- ikastið hérlenda. En þegar fullorðnir menn, sem ekiki geta lesið eina setningu í ensku máli lýtalaust, né heldur skilja mælt enskt mál, eru að hrinda þessu unga fólki út úr öllum íslenzkum félags- skap og samböndum við ættstofn sinn og ætt- land, og hrópa krossfesting yfir íslenzkt mál ög menning á meðal vor Vestur-lslendinga, þá er heimskan sannarlega komin á sitt hæsta stig. ---------o-------- Nýjar bœkur sendar Lögbergi. i. Syrpa, 8., 9., 10. og 11. hefti 8. árgangs. Þessi hefti Syrpu eru vel úr garði gjörð og margbreytt og fróðleg að efni. Efnisskráin er sem fylgir: 8. og 9. hefti: 300 ára afmæli Nýja-Eng- lands, eftir ritstjórann. Isilenzkt þjóðerni vestan hafs, e. séra Adam Þorgrímsson. Rauð- hærða stúlkan, saga n. 1. Bútar úr ættarsögu íslendinga á fyrri öldum eftir Stein Dofra. Heimur og geimur, eftir Þorvald Thoroddsen. Göng í gegn um jörðina, ritstj. Brúðardraug- urinn, þýtt af Ben. Gröndal. Sitt af hverju, eftir ritstj. Skrítlur. 10. og 11. hefti: Dagdrumar, eftir Þór Jónasson. Heimur og geimur, Þorv. Thorodd- sen. Brot úr ferðasögu minni til Eskimóa, Chr. Leden. Síðasta för hans afa, kvæði eftir Arna S. Jón og Guðrún, eftiri Sigm. M. Long. Írafells-Móri, þýtt af Ben. Gröndal. Kattar- augað, saga. Sitt af hverju. II. Andkristni heitir fyrirlestnr, sem herra Árni Jóhannsson flutti í Beykjavík á Islandi 28. október og 4. nóvember s.l. og sem höfund- urinn hefir verið svo vænn að senda oss, sem vér þökkum fyrir. Fyrirlestur þessi er lýsing á trúmála ástandinu á ættjörðu vorri, eins og það kemur höfundinum fyrir sjónir og hörð cleila á nýju stefnurnar, sem höf. segir að fari eins og logi yfir akur: ný-guðfræði, andatrú og guðspeki. Kemst höf. svo að orði í inngangi fyrirlestursins: “Síðan er kristin trú festi verulega rætur í hjörtum manna hér á landi, hygg eg að trú- mála-ástandið hafi aldrei verið ískyggilegrq en nú, trúnni hafi aidrei verið jafn afskaplega misþyrmt, eða hún í slíkri hættu stödd, sem nú. Guðs heilaga orð er ekki að eins í mörgum greinum virt að vettugi, heldur er því á ýmsa lund snúið í hina herfilegustu villu. Mörgum hinum dýrmætustu trúarsetningum og dýrðleg- ustu sannindum er gersamlega afneitað. Krist- ur sjálfur er klœddur úr guðdóminum og settur á bekk með skammsýnum og skeikulum mönn- um og kenning hans véfengd á allar lundir.” ----------------------o-------- Dr. William T. Manning. Þegar Dr. Burch, biskup í Episcopal kirkjunni prótestantisku í New York, dó, nrðu all-harðar umræður út af því, hver það þýð- iugarmikla embætti skyldi skipa. Á meðal þeirra, sem nm var talað, var sá, sem nú er orðinn bisikup, Dr. William T. Mann- ing, sem þá var prestur Trinity safnaðarins, maður frábærlea vel gefinn, einarður og á- kveðinn, og vítti Bandaníkin allra manna mest næst Theodore Roosevelt fyrir hlutleysi sitt framan af stríðinu nýafstaðna. Þegar það varð ljóst, að hann yrði í vali við biskups- kosninguna, risu Hearst blöðn upp á móti hon- um og bríxluðuvhonum um, að hann væri Breta- vinur og þess vegna óhæfur í þetta embætti. Ástæðan fjrrir þessari árás Hearst var sú, að Dr. Manning hafði áðnr opinberlega vítt hann fyrir afstöðu hans í stríðinu og sérstak- lega út af því, að Hearst tók sér í fang að rétt- læta það, þegar Þjóðverjar söktu Lusitania. Síðar neitaði Dr. Manning að vera í nefnd með Hearst, til þess að taka á móti Bandaríkja hermönnum, er þeir komu heim úr stríðinu, svo Hearst þóttist eiga í höggi við hann og vildi víst gera sitt til þess að hann næði ekki kosn- ingu. En engu fékk hann áorkað í því efni. Um það sama leyti, sem Hearst var að rífa strigann á Dr. Manning, birtist eftirfarandi grein í The Curchman, aðal málgagni kirkju- félags þess, er Dr. Manning heyrir til: “Það eru ekki miklar líkur til, að New York fái þann biskup, sem hún ætti að fá. Hann er ekki til...... Oss er sagt, að næsti biskupinn í New York verði að byggja dómkirkjuna. Dómkirkja er það síðasjita, sem þes&i borg þarf. Hún er full af grjóti, múrsteini og kalki. Skyldi vera nægilega mikið af kristindómi til í borginni, til þess að fylla eina volduga 'kirkju? Ef vér höfum trúna, þá fullnægði tjald þörfum vor- um Ef vér ekki treystum Kristi, þá er dóm- kirkja oss til háðungar. Og vér treystum honum ekki. Yon vor er bundin við það, sem nútíðarmenningin setur traust sitt á — vald peninganna! Biskup, sem helgaði líf sitt fátæktinni, — vrði ljósberi fólksins. Hann rakaði máske ekki saman peningum fyrir trúboð, kirkjur, kirkju- setur, eða fátækfastofnanir. En hann fengi máske það sem peningarnir hafa ekki getað veitt oss — hann mnndi fá eyra bræðra sinna og systra í miljóna tali, sem þrá að heyra hvernig vér eigum sjálf að eignast guðs ríki í hjörtun, þerra tárin og fylla hjörtu vor stað-1 festu og von. Peningar eru eitt af öflum þeim, sem guðs ríki getur verið án, þó kirkjan hafi aldrei trú- að því síðan á postulatíðinni og á tíð klaustur- lífsins, þegar það var guði næst. Peningar geta aldrei frelsað hina amer- ísku þjóð né betrað heiminn. Ef að New York búar settu von sína á Krist, þá þyrftum vér ekki að óttast féþurð til trúboðsþarfa. Heim- urinn allur mundi veita slí'ku undri eftirekt og falla til fóta frelsarans. Menningin, sem er að berjast fyrir tilveru sinni í dag, er hræddari við guðs orð, heldur en 'rið öll öfl myrkranna til samans. Fólkið, sem elskar heiminn eins og haxm er, er hrætt um að kirkjan muni finna Krist. Fólkið í New York hefir ekki óskað eftir slík- um biskupi. Það mundi verða óttaslegið, ef guð sendi svoleiðis mann.” IllllHmHlimiHHimilllHlilHIIIIHIIIIHlllHtllMlHIHIIIHIimilMimilHimilllHIIIIlHimillHtmiHtaKHimi^g Seinustu þrjá dagana, sem stóra ■ salan fer fram, verður margur nyt- § samur hlutur seldur við Uppboð. Fjölmannið því þá dagana, því § margur gagnlegur hlutur mun fást | með gjafverði. Salan fepfram milli kl.2til 4e.m. ■ Elis Thorwaldson, Moontain, N. Dakota ■ lllliMIHl IIISIIIil llHIHIBUIiailllHIIIIHIIIiB Norður við Fljót. Á fyrstu járnbrautarlest þangað 9. nóvember 1914. Von er uppfylt. Ósk er fengin. Eimreið branar heim í hlað. Hér var jámbraut áður engin. öllium minnisstætt er það. Margt þó lagist. Vex þó vandi, Vel svo faraist þjóð og landi. Framtak þarf á frjóvum stað. Þar, isem Fljótið lygna líður: Lán í framtíð brosir við. Landið greiðan gróða býður: Grafi — plægi — bygðarlið. Því skal breyta starfi og istefnu: Styrtksins leita í efni gefnu. Nú má varla verða bið! --------o------—, Charles E, Hughes. Fyrsti maðurinn, sem hinn nýi forseti, Bandaríkjanna, Warren G. Harding, auglýsti að tekið hefði stöðu í ráðuneyti sínu var Char- les E. Hughes, hæstaréttardómari. Hann hefir nú tekist á hendur ríkisritara- embættið, ef til vill eina allra vandasömustn og ábyrgðarmestu stöðnna, sem nokkrum borg- ara Bandaríkjanna verður á herðar lögð, að undanskildu forsetaembœttinu sjálfu. Það er ekki einsta, að á herðum ríkisritarans hvíli feykilegt starf í sambandi við meðferð innan- ríkismálanna, heldur er hann einnig nokkurs- konar utanríkisráðgjafi líka. Útnefning Hughes í þetta vandasama em- bætti hefir mælst hvarvetna vel fyrir bæði heima og erlendis, að því er ráða má af blöð- nm þeim, er látið hafa skoðun sína í ljós í því sambandi. Mr. Hughes befir orð fyrir að vera strang-heiðarlegur og réttsýnn maðnr, er ekki má vamm sitt vita í neinu. 1 forseta-kosning- unum árið 1916 sótti Hughes um tignina af hálfu repnihlicanaflokksins, og hlaut svo mikið fylgi, að lengi vel mátti varla á milli sjá, hvor sigursælli yrði, hann eða Wilson. Eftir að Mr. Hughes tók við embætti, kom til hans kasta að hlutast til um deilumálin á milli Costa Rica og Panama. Þessi þjóðakríli höfðu átt í ströngum erjum, þar til nú fyrir nokkra að npp úr logaði og þeim lenti saman í blóðugu stríði. Sendi Hughes þá stjóraum þeirra ríkja harðorða tilkynningu um, að þau yrðu að hætta að berjast og semja um misklíð- arefnin á friðsamlegan hátt; benti hann á ýms grundvallar atriði til samkomulags í tilkynn- ingn sinni, svo sem um það, hvar landamerkja- línurnar skyldu dregnar verða og varð árang- urinn sá, sem knnnugt er að friður komst á. Annað mikilvægt mál hefir Hughes orðið að fjalla um þær fáu vikur, er hann hefir gegnt ííkisritaraembættinu, sem sé málaleitanir Bol- sheviki stjómarinnar á Rússlandi, í sambandi við viðskifti milji þessara þjóða. Stjórn Breta hafði fyrir skömmu gert viðskiftasamning við Bolshevikana, og hugðu margir, að Bandarík- in mnndu fara að hennar dæmi. En Hughes ieit öðru vísi á málin. Hann svarar erindi Bolshevika í mjög fánm orðnm og tilkynnir þeim; afdráttrlaust, að fyr en geibreyting á fjárhagskerfinu rússneska nái fram að ganga og helgi samninga verði viðurkend, ásamt trygg- ingu eigna og lífs, geti ekki um viðskiftasamn- inga verið að ræða. o Þeim, sem hafa brautir brotið: Brenna heitast negg í dag. Þeir, sem hafa úr flóði flotið, Flúið ei — sitt bygðarlag: Þeim er bezt við þessar grundir. Þá nú hrífa betri stundir, Glögt nú sýna gleðibrag. Gk»tt og vel. En óður æðri Ei 'þér gleymist, þjóð mín kær! Hafna kotungs hugsun skæðri, Hún þér aldrei bjargað fær, Hafna því, sem hugann lægir; Hafna því, sem engan frægir. Þá mun blómgast — þessi bær. Nú með tækjum nýrra færa, Nýir straumar berast þér. Með því alt það máttu læra Meginland sem okkar ber. ( Þekking liðna er ljúft að geyma; List er einnig það — að gleyma. Brátt nú sjá: hvað betur fer. ! Hér er vor — Þó haust sér hafi Haslað völl, í tímans rás Og af því kulda og kólgu stafi, Kveðju sendi Snæfells ás: Samt er bjart við Fljótsins falda, Framsókn nýrri skal það valda. — Kyrt fer Norðri kóngur hás! Jón Kernested. Tímarit pjóðræknis félags Islendinga, annað hefti, er ikomið út hér í Winnipeg fyrir nokkru og nú að 8jálfsögðu fáanlegt til kaups vlíðs- vegar um bygðir Mendinga vest- an hafs. Búast má við, að á flestum ísl. heimilum verði rit þetta keypt og lesið, því bæði er verð iþesls mjög lágt, að eins einn dollar, — tvímælalaust ódýrasta bókin, sem nú er gefin út á ís- lenzku — og þar að auki hefir það að geyma mikið og margvís- legt lesmiál sem að minsta kosti allir þjóðræknir Vesur-Mending- ar ættu að hafa löngun til að færa sér í nyt. ALveg áreiðanlega er þetta mynd- arlegasta ritið, bæði að vöxtum, friágangí og efni, sem út er gefið af nokkrum útlendingum hér í Canada, og sýnir >að meðal ann- anrs ihvað landinn getur, þegar ar hann legst á eitt, þótt fámenn- astur sé allra útlendinganna. J?jóð- rseknisfélagið á þakkir skilið fyrir dugnað sinn í þessu efni og von- andi meta Vestur-M. starf þessa unga félags að verðleikum og sýna það með þvií að sfyðja það í orði og verki. Að ytra frágangi er ár.irit þetta einkar prýðilegt, vel prent- að, letur skýrt og kápa skrautleg. pó er meginmálsletur ekki eins faliegt á þessu hefti og á hinu fyrra, hefir þann stóra galla, að 'áJhersluorð eru nú prentuð með svörtu og feitu letri í stað ská- ileturs eins og gert var í fyrra; í sumum ritgerðum Iheftis þessa, ber svo mikið á feita letrinu, að það stingur óþægilega í augu og spill- ir útliti lesmálsins. Sl'Qct munu 'líka flest tímarit forðast, þau að minsta kosti, sem ant er um útlit og frágang. Petta er nú kann- ske smávtægileg aðfinsla, en þar sem með fyrra heftinu það var sýnt, að hjá þessum annmörkum var hægt að komast, þá hefðu út- gefendurnir átt að sneiða hjá svona smekkleylsu í þetta sinn. Ef til vill stendur þetta að ein. hverju leyti í sambandi við skýr- ing þá, sem lesa má aftan á titil- biaðinu, en þar stendur: “prentað ihjá Viking Press”, og “Farmers Advocate”. Frá mínu sjónarmiði virtist óþarfi að fara með útgáfu tímarits þessa inn í enska prent- smiðju, þegar Mendingar eru þess umkomnir að leysa verkið af hendi eins vell eða jafnvel betur. — pessar aðfinslur eru nú að sjálfsögðu auka-atriði, smávægi- legar að flestra dómi og hafa vit- anllega engin áihrif á útbreiðslu.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.