Lögberg - 31.03.1921, Page 6
Blg. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. MAKZ 1921
Sagan af bleikrauðu perlunni.
(Framh.) i
Áður en geislar morgunsólarinnar glitruðu
J hæðum Austurlanda, var hinn auðugi Melchior
með langa lest af úlföldum kominn á stað eftir
veginum, sem lá út á eyðimörkina. A undan lest-
inni reið Melchior á gullfallegum hesti. Hann
fcirti ekki um að þræða veginn, heldur fór hann
fceínt eftir tilvísun stjörnunnar. Og við hlið hans
reið Azufca á snjóhvítum úlfalda og þema henn-
ar Zeredda.
Þannig héldu þau férðinni áfram nótt eftir
nótt. A daginn héldu þau Ikyrru fyrir, til þess
að hvíla úlfaldana. En undir eins og kveldaði og
stjaman kom í Ijós, hélt Melehior áfram ferð
sinni.
Svu var það nótt eina, er Melcljior var á ferð
't eyðimörkinni, að hann mætti tveimur öðrum
ferðamönnum og slógu þeir sér allir saman, hinn
dökki Gaspard frá Ethiopiu, hinn góðláti Balt-
hazar konungur frá Arafcíu og Melehior. Þeir
höfðu allir komið frá fjarlægum löndum, þessir
göfugu menn og allir knúðir af sömu þrá — þeirri
að leita í auðmjúkri lotningu fcamsns nýfædda,
sem stjarnan hafði fyrirboðað. i
Kveld eitt, þegar skuggar næturinnar voru
að færast yfir láð og lög, vora hinar kyrlátu göt-
ur í Bethlehem fullar af fólki, sem hópaði sig hér
vOg þar og hvíslaðist á. Það stóð úti til þess að
sjá þessa einkennilegu og ríkmannlegu Austur-
landa ferðamenn. Ef þeir hefðu spurt fyrirmenn
ferðafólks þess hvert þeir ætluðu, þá hefðu þeir
ekki getað svarað. Þeir fylgdu bara stjömunni
eftir — stjörnunfii, sem að sjáanlega var hulin
öllum nema þeim, því ekkert af heimafólki virtist
sjá dýrð þá, er vísaði ferðamönnum veginn á
hinni löngu ferð þeirra.
Stjarnan leið á braut sinni yfir Bethlehem og
staðnæmdist vfir stað þeim, sem barnið var á.
En það var fjárhús eða byrgi. Ferðamennirn-
ir urðu ekkert undrunarfyllri á að sjá þennan
fátæklega stað, en þeir höfðu orðið, þegar þeir
sáu hina undursamlegu dýrð stjömunnar, sem
hafði vísað þeim veginm. Prinsarnir gáfu úlföld-
unum merki um að leggjast niður, fóru sjálfir af'
baki og gengu rakleitt inn í skýlið fátæklega.
Þegar þeir komu inn, sáu þeir myndina, sem
allur heimurinn hefir lotið í nítján aldir.
Ung köna fögur, en fátækleg, hélbí kjöltu sér því
fegursta sveinbarni, sem á jarðríki hefir fæðst.
Og mennimir, sem séð höfðu stjörnuna, sáu kær-
leik himnanna skína úr augum þess og himneska
tign í sip þess.
Fyrstur fór Balthazar, spekingur speking-
anna; hann hélt á könnu með arabisku reykelsi,
sem var ilmsætara en hin ilmsætustu blóm. Hann
kraup niður, svo hið háa enni hans og hvíta hár
nam við duftið og mælti: “Eg tiibið þig, eilífi,
almáttugi guð.”
Gaspard, negrakonungurinn, var næstur Balt-
hazar, og í hinum dökku höndum hans glitruðu
hinar gullslegu gjafir og hann lagði þær við fæt-
ur móður barnsins um leið og hann kraup niður
og sagði: ‘ ‘ Eg trúi á þig, ikonungur himins og
jarðar.”
Hendur Melchiors titruðu, þegar hann rétti
fram skrautker gulli búið, sem var fult með ó-
segjanlega verðmætri myrrhu.
Hvað var það sem þessi þrjú mikilmenni
höfðu lært á eyðimerkurförinni, að þeir skyldu
falla í duftið fyrir þessu nýfædda barni og hinni
fátæku móður þess? Ilafði stjarnan, sem vís-
aði þessum mönnum veginn, líka snert hjarta
þeirra fylt það himneskri fullvissu?j Hefir
hin heilaa Jerúsalem ekkert hugboð. um það, sem
er að gerast rétt undir múrum hennar? Hafa
kennimenn hennar, sem lögin og spádómana lesa,
ekki komið auga á saimleikann, sem þar er
skráður? Stjarnan hefir ekki lýst þeim. En úr
bygðum Esthoniu, Arafcíu og hinu dularfulla Or-
pliir héraði, voru prinsamir kallaðir, . ... og
þeir vita, að það er hið himneska hlutskifti þeirra
sem fylgja stjörnunni staðfastlega og af heilum
hug: “Að þeir ganga á vegi lífsins.”
Prinsinn frá Cariathsamé hafði talað á
þessa leið:
“Von mín hvílir á þér, endurlausnari heims-
ins, þú sem hefir íklæðst mannlegu holdi til þess
áð afpiána misgjörðir.” /
Það er fulíkomnun hins þriðja mikla leynd-
ardóms........Vitringarnir þrír höfðu fullnægt
köllun sinni.
/ Á fcak við hina rauðu skikkju Melchior Sadi
reis hvítklædd mær á fætur. Það var Azufca, aust-
urlanda perlan. Og faðir hennar, sem vildi aug-
lýsa, að alt, sem hann ætti verðmætt, væri guðs
eigæ, tók aftur til máls og var rómur hans þrung-
inn angurfclíðu:
“ó, lilja vallarins. Ó, blóm dalanna! Þú
líka, fegursta rós ríkis míns, hin síðast fædda af
ætt Beor-anna!” /
Mærin stóð þögul, hrein og fögur, klædd snjó-
hvítnm klæðum gulísaumuðum. Hún fann til und-
arlegs friðar og einkennilegra tilfinninga í hjarta
sínu, sem sló mjög títt í brjósti hennar.
Allar gjafirnar, sem hún hafði ætlað að
færa, höfðu fallið úr höndum hennar og ofan á
jörðina, þegar að því var komið, að hún ætti að
bera þær fram fyrir konung stjömunnar, og þeg-
ar hún varð þess vör hversu óhönduglega þetta
hafði farið, varð hún hrygg og óttáslegin.
María brosti vingjarntega til hennar. A
augabragði varð Azuba það ljóst, að hún var
auðug og að auður hennar var dýrmætari en all-
ir veraldarinnar fjársjóðir, sá eini, er nýfædda
barninu í Bethlehem var þóknanlegur, og hún
kraup niður, laut að fótum barnsins og sagði í
hljómþýðum en skýrum rómi:
' “Eg elska þig.”
Jesús brosti og hönd hans snerti hár prins-
essunnar, eins og hann væri að blessa hana.
Þegar alt í einu að Azu/ba tók eftir, að María hélt
í hendi sér perlufestinni, sem hún hafði gefið fá-
tæka fcarainn og konunni í Cariathsamé.
“Guð sendir þér hana, fcarn,” sagði María í
ósegjanlega þýðum og viðkvæmum málrómi. “I
nafni sonar míns bið eg þig að varðveita sál
l>ína, sem er eins hrein og þessar perlur og hjarta,
sem sendir frá sér eins hlýja geisla og bleik-
rauða perfan.”
Þegar María hafði sagt þetta, kysti Azufca
á fætur barnsins eins og til að innsigla ummælin,
og þarna við kné hinnar heilögu móður var hið
fyrsta undursamlega samband knýtt á milli hans,
sem var án syndar, og meyjunnar ungu frá Aust-
urlöndum.
/Nokkrum dögum síðar, þegar vitringarnir
austurlenzku höfðu lagt á stað heim aftur leyni-
lega og eftir nýjum brautum — hafði Azuba
prinsessa perlufestina undursamlegu um háls
sér, en augu hennar höfðu opnast fyrir þeirri
himnesku útsýn, sem átti eftir að gdgntaka alt
líf hennar, og í hjarta sínu geymdi hún nafnið, sem
María hafði kent herani að nefna — nafnið
Jesús. (Fframh.)
-------o------
Gullnu skórnir.
Stína var fremur hyskin við diskaþvottinn,
því varð ekki neitað; hún rauk alt af öðru hvoru
með sápugar hendurnar upp úr þvottabalanum
og fcenti með vísifingrinum á veggalmanakið.
“Að eins sex dagar til dansleiksins, og eg hefi
enn ökki fengið nokkra nýtilega spjör til að vera
í”, sagði hún við sjálfa sig, “hvað á eg annars
að taka til bragðs?”
“Hvað ertu að tauta þarna, telpa mín?”
heyrðist sagt í næsta herbergi með óþolinmæð-
islegri rödd. t
“Eg var svona rétt að hugsa, amma, í hverju
eg ætti að vera á dansleiknum, eg sá ekki nokkur
sköpuð ráð í augnblikinu. ”
“Ekki annað en það. Eins og það sé nú
nokkuð nýtt,” syaraði gamla konan alvarlega.
“ Skyldi eg ekki mega nota gula ’kjólinn með
rauðu rósunum, sem liggur í gömlu kistunni?”
spurði Stína hálf hikandi.
“Jú, það máttu sjálfsagt.” Amman tók
vasaklút og þerði tárin, er féllu niðnr um hrukk-
óttu vangana. “Það er síðasti danskjóllinn, sem
mamma þín lét búa sér til, og líklega síðasti
kjóllinu, sem eftir er til minja um hana, að und-
anskildum brúðarkjólnum. Danskjólinn saumaði
eg handa henni sjálf, og það er líka seinasta verk-
ið, sem eg gerði fyrir hana, blessunina.”
Stína var með allan hugann á dansleiknum
og kjólnum, en hugsaði minna um diskaþvottinn;
hroðaði hún verki því af í snatri og flýtti sér upp
á herfcergið með kjóHnn í höndunum. — Kjóllinn
passaði henni ekki og reif hún hann því allan í
sundur, sneið til af nýju og hætti eigi fyr en
hann fór henni nokkurn veginn vel. Hún var nú
reyndar enginn snillingur að sauma, en fyrir
framan sig hafði hún tízkublöð með myndum af
allra handa kvenfcúningum og eftir þeim fór hún
að því er til sniðsins kom. Eftir að hún hafði
lokið saumnum reyndi hún kjólinn; hann fór vei,
það þurfti ekki að draga í efa. Hún var himin-
lifandi glöð. Nú var engin hætta á að hinar
stúllkurnar yrðu betur til fara á dansleiknum.
En alt í einu uppgötvaði hún nokkuð, er varpaði
skugga á tilhlökkunina. Hún átti sem sé enga
skó, er samsvarað gætu hennar fallega gula kjól.
Einu dansskórnir sem hún átti í eigu sinni voru
hvítir og þar ofan í kaupið hreint ekki svo lítið
farnir að slitna. Henni lá við gráti, það var
annað en gaman, að lenda í svona vandræðum.
Eftir stundar umhugsun sá hún þó leið út úr ó-
göngum þessum, sein ef til vill var fær. Var
ekki reynandi að gylla gömlu skóna? Ekki gat
það kostað mikla peninga. Jú, það var ein-
mitt eina ráðið, sem að haldi gat komið undir
kringumstæðunum. Hún brá sér því út í búð,
keypti dálitla öskju með gyllingu og tók til ó-
spiltra málanna. Alt gekk að óskum. Dag-
arnir liðu fljótt og þegar Stína kom á dansleik-
inn var hún skrautbúin eihs og vellauðug kongs-
dóttir og hlaut áðdáun allra manna. Þorleifí
hafði lengi litist vefcá hana, en aldrei fcetur en
þetta kvöld, hún var blútt áfram í augum hans
ímynd fegurðarinnar sjáífrar. Þau dönsuðu
saman lengi og voru óumræðilega sæl. Þegar
hlé varð á dansinum tóku þau sér sæti undir
fögru pálmatré. Nóttin var heið og hljóð, en
þó fanst þeim engu líkara en þögnin fylti um-
i
hverfið ljúfum söngniði. “Eg hefi aldrei
skemt mér eins vel á dansleik,” sagði Þorleifur
glaðlega. “Eg get ekki annað en sagt það
. sama,” sagði Stína og brosti til hans um leið.
“Stína!” sagði Þorleifur, “okkur hefir ávalt
verið vel til vina. Heldurðu ekki að samleiðin
mundi verða okkur báðum til hamingju? Þú
veizt hvað eg á við ?” Um leið greip hann hendi
liennar og fal í lófa sínum, í fyrsta skifti á æfinni.
Stínu varð ógreitt um svar en samt dró hún
ekki að sér hendina. Loks mælti hún í hálfum
hljóðum: “Þú þeldkir mig ekki til hlítar Þor-
leifur, eg er hégómagjörn stúlka og fyrirverð
mig í sannleika sagt fyrir fcreytni mína. Eg
ætla ekki að dansa meira í kvöld, fylgdu mér
heim Leifi. Líttu snöggvast á skóna mína,
þeir eru gamlir og slitnir, en eg reyndi að gylla
þá í því augnamiði einu að geta sýnst skraut-
leg eins og kongsdóttir, en nú er gyllingin dott-
in af þeim, og eg veit að eg breyti rangt, hégóma-
girnin hefnir sín ávalt um það er lýkur. Nú
hefi eg komist að raun um að svikagylling er
ósamfcoðin hverjum manni og hverri konu og ef
hugur þinn er samur, eftir þessa sögu mína af
gullnu skónum, hika eg etóki við að fcjóða þér
samfylgd. — Vornóttin blessaði ástarjátning
þeirra Þorleifs og Stínu. Vorið blessar alt, sem
vakna vill, en þó einkum ástarþrána, gróðurinn
sjálfan í sál mannkynsins.
--------o--------
Hrafn verpir í kirkjuturni.
1 fyrravetur seint tóku menn eftir því, að
tveir hrafnar foru að fcúa sér til hreiður utan á
kirkjuturninum í Gaulverjabæ í Árness^slu, en
eftir margar tilraunir urðu þeir að hætta við
hreiðurbygginguna. Þeir gátu ekki fest fcreiðr-
ið nógu tryggilega við turainn. En samt hafa
þeir ekki látið hugfallast, því á áliðnum næst-
liðnum vetri, byrjuðu hrafnar þessir aftur á
hreiðurbyggingu utan á kiúkjuturnínum, og loks
tókst þeim nú al Ijúka verkinu, svo það varð að
fullum notum. Kirkjuturinn stendur upp úr
stöpli þeim, er myndar fórkirkjuna, og eru
. spírumyndaðar bustir ofan á öllum hornunum. 1
einni af kverkum þeim, sem myndast á milli
fcustanna, fcygðu nú hrafnarnir þetta hreiður
sitt.
Hreiðurkarfan er allstór, og hafa hrafnarair
sýnt bæði orku og hyggindi við bygginguna. Ein-
kanlega er hagleikur í því fólginn, að þeir gátu
fest hreiðurkörfuna utan á turninn, því það var
etóki hægðarleikur, verkfæralaust.
Hrafnshjónin hjálpuðst Ibæði í einingu, að
koma verkinu áfram. Þau drógu að sér smá-
spítur og fjöruþöngla, og ýmislegt annaðv smá-
ve^is, til þess að gera hreiðrið mýkra, og svo að
lokum komu þau með langa tág úr fiskikörfu,
sem þau fundu í fjörunni og fjötruðu annan
enda hennar í hreiðrið, en hinn endann um turn-
spíruna sem var gegnt hreiðrnu. Tág þessi
er sýnilega bundin til þess, að vissa væri fyrir
því, að hreiðrið væri fast, og dytti ekki niður.
iKvenfuglinn sat á eggjunum, en karlfuglinn var
oftast á ferð og flugi, til aðdrátta í búið. Þegar
hann var ekki í því ferðalagi, sat hann á turnin-
um nálægt konu sinni.
Hrafnshjón þessi hafa sýnt með þessu starfi
sínu, svo mikil hyggindi og þrautseigju, að sum-
ir, sem af heigulskap hætta vi ðhálfunnið verk,
ef eitthvað blæs á móti, gætu tekið þau sér til
^ fyrirmyndar.
Engin merki sjást til þess að hrafnshjón
þcssi fælist klukknahljóm, eða mannasamkomur
við kirkjuna. Krummi sat á eggjum sínum og
flaug ekki af þeim þó hringt væri.
1 hvaða tilgangi hrafnarnir hafa fcygt hreiðr-
ið sitt á þessum stað, er ekki hægt að segja. En
geta má þess til, að vit þeirra hafi bent þeim á
það, að á þessum stað mundi þeim standa minni
hætta af árásum mannanna, annars staðar. Hér
leituðu þeir á náðir mannannal, og þeim varð
það að góðu, því enginn hefir áreitt þá, en miklu
fremur hafa flestir haft gaman af þessu tiltæki
þeirra.
Sögu þessa hefi eg að notókru leyti tekið eft-
ir frásögn kunnugra og skilríkra manna, en sumt
'hefi eg sjálfur séð.
----——o----------
*
Charles Perrault
Fyrir nokkru síðan mintumst vér á álfa-
sagna og æfintýra skáld og mintumst og á Gio-
vanni Francesöo Straparola, ítalska skáldið, sem
er talinn og það sjálfsagt með réttu, faðir álfa-
sagna og æfintýrá skáídskaparins.
Nú viljum vér með fáum orðum minnast á
þann, sem næstur honum kemur fram á sjónar-
sviðið og ógleymanlegan orðstír hefir getið sér á
því sama skáldskaparsviði. Það er Charles Per-
rault. Hann var fæddur í Paris á Frabklandi,
árið 1628 og ólst þar upp og fékk góða mentun,
og tók mikinn þátt í áhugamálum þjóðar sinnar.
Var félagi fræðimanna félags Frakklands og var
þar mikils metinn. Mestan hlut æfi sinnar vann
hann fyrir aðra, var skrifari Oolberts um tutt-
ugu ára bil, og svo umsjónarmaður opinberra
bygginga í langa tíð, og má af því sjá, að hann
hefir verið önnum kafinn við skyldustörf sín.
Samt vanst honum tími til að rit allmikið.
En það er eins og fátt af því hafi fest djúpar ræt-
ur í huguin fólks, og væri ef til vill gleymt nema
sérstökum fræðimönnum, ef það hefði ekki ver-
ið fyrir álfa og æfintýrasögurnar. Það var fcók
hans “Tales of Mothe’r Goose”, sem að gerði
hann frægan og lifir í minnum uugra og gamalla,
eins lengi og menn lesa nokkra ibók eða æskan
þráir æfintýri.
Þar geta menn lesið söguna af stígvélaða
kettinum, sem þýdd hefir verið á mál flestra
siðaðra þjóða og sem skemt hefir unglingum í
miljóna tali lit um allan heim. Rauðhetta, er
önnur af sögum þessa manns, sem hver einasti
unglingur drekkur í sig með áfergi. Tumi Þum-
all, Bláskeggi, Fagra mærin sofandi, og fleiri og
fleiri; flestar eða allar þessar sögur urðu til á
þann hátt, að Perrault liafði lesið æfintýrasögur
Straparola, eða þá heyrt munnmælasögur, sem
gengið höfðu mann fram af manni á Fratóklandi
og enginn hafði hirt um að tína saman eða halda
saman. Fyrst sagði Perrault börnum sínum
þessar sögur í rökkrinu, og er sagt að sonur hans
P. Darmancour Perrault hafi sjálfur endurbætt
sumar þeirra og undirbúið til prentunar á unga
aldri. Þegar Perrault gaf tit þessar æfintýra-
sögur, var hann orðinn 70 ára gamall og ánefndi
hann ungri prinsessu á Frakklandi, Contes de Ma
Mére L’Oye, og lætur hann þar í ljós, að sögum-
ar séu aðallega eftir son sinn, sem áður er minst
á, en slíkt er auðsjáanlega gjört til þess að vekja
eftirtekt annara unglinga á þeim.
Um þetta leyti, eða snemma á seytjándu öld-
inni, var það siður meðal heldri kvenna á Frakk-
landi, að fást við slíkan skáldskap, en flest er
það gleymt nema sögur frú D’Aulnoy, sem aldrei
gleymast meðan æfintýraþrá æskunnar lifir.
Sögur eins <og Hvíti kötturinn, Guli dvergurinn,
Cinderella, Stúlkan með gullna hárið og margar
fieiri, eiigum vér henni að þakka í þeim biíningi,
sem þær hafa fcorist oss upp í hendur, enda þótt
þær séu allar fcygðar á sögum snillingsins Stra-
parola, sem fyrstur braut ísinn í þeirri list hund-
rað árum áður#en þau Perrault og frú D’Aulnoy
skrifuðu sínar sögur. Og er æskulýður nútím-
ans því í hvað mestri þakkarskuld við hann.
Næst munum vér stuttlega minnast á þá af
æfintýraskáldum, sem nær okkur eru í tímanum,
og sem ungdómur nútímans þekkir betur til.
-------—o---------
Maríuerla verpur í bát.
Síðastliðið vor dvaldi eg við skipasmíð á
á Eyrarfcakka. Þar er svo hattað, að skerja-
garður liggur fyrir utan ströndina, og djúp lón
fyrir innan skerjagarðinn. Á lónum þessum
er góð höfn fyrir hafskip og báta. Að vorinu
eru bæði uppskipunarskip og róðrarbátar látnir
liggja á lónunum.- Alla vorvertíðiná átti eg
leið út á lónin, og veitti eg því eftirtekt að tvær
maríuerlur héldu til í einum bátnum, sem flaut
þar. Fór eg því grenslast eftir því hvernig á
þessu stæði, og varð eg fc/átt þess vísari, að fugl-
arnir höfðu búið sér til hreiður undir stafnlok-
inu í bátnum, snildarlega ofið úr stráurn og ýms-
um smátágum, svo eg gat ekki annað en dáðst
að* fegurðartilfinningu og hagleik þessara smá-
fugla. Bát þessum var róið til fiskiveiða þeg-
ar veður leyfði, en þá fóru maríerlurnar úr
bátnum, og héldu til í uppskipunarskipi, sem lá
þar skamt frá. Þegar fcáturinn kom aftur úr
róðrinum, og fcúið var að leggja honum aftur á
lónið, þá fóru fuglarnir strax yfir í bátinn, til að
vitj eggja sinna og liggja á þeim.
Eg mæltist til þess við róðrarmennina, að
þeir færu gætilega í bátnum náiægt hreiðrinu, svo
ekki yrði neitt að þessu fyíða og fíngerða heim-
ili, og er mér ekki kunnugt annað en að þeir hafi
gert það. Tilgangur þessara fugla virðist hafa
verið sá, að forðast hættu á landi, bæði af katta-
og mannavöldum.
Verið miskunnsamir við dýrin, og lítið ekki
með hroka og fyrirlitningu á þau, þó þau séu
smá. Þau standa, etóki síður en mennimir und-
ir umsjón og vernd hins mikla húsföður.
--------o---------