Lögberg - 07.04.1921, Qupperneq 4
ÐU. 4
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 7. APRíL 1921
^ogbctu
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Talsimart K-6327'oí N-6328
J6n J Bíldfell, Editor
Utanáskrift til blaðsins:
THE COLUNIBIA PRE3S, Ltd., Box 3171, Winnipag,
Utanáokrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, ^an.
The '■Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limtted, ín the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
Sameinaða kirkjan og
tungu-skiftin
1 síðasta blaði Samekiingarinnar birtum
vér þýðingar á tveimur mikilvægum yfirlýs-
ingum, sem Sameinaða kirkjan gjörði að sínum
cigin á þingi sínu í Washington á síðasta hausti.
Þýðingarnar eru lauslegar nokkuð og lítið eitt
samandregnar, — en þó var reynt að raska þar
hvergi réttri merking frumtextanna.
Samþyktirnar eru vel þess verðar, að með-
limir kirkjuifélagsins vestur-íslenzka lesi þær
með gaumgæfni, því að sami vandinn, sem þar
er um að ræða, er oss á höndum líka. Fyrri
samþyktin sýnir berlega, Ihvar lúterska kirkjan
hér vestan hafs hefir tekið sér stöðu í tnimála-
umróti vorra tíma — því Sameinaða kirkjan
talar fyrir mikinn meiri hluta trúbræðra vorra
hér, þegar hún lýsir hollustu sinni við heilaga
ritning og lútersk játningarrit. Á því er eng-
inn vafi. Lítið eitt hefir Sameiningin að
athuga við yfirlýsing þessa, eins og tekið er
fram á sínum stað, en meginmálið teljum vér
alsatt og lieilbrigt eins fyrir þvf.
Að sjálfsögðu þykir mörgum Vestur-ls-
íendigum ómaksins vert að athuga síðari sam-
.þyktina — þá um tungumálin. Hún sýnir,
að þótt Sameinaða kirkjan vilji vera þess hvetj-
andi fremur en hitt, að útlendir hópar lút-
erskra manna losist sem fyrst við tunguhaftið,
þá hefir hún tekið ,þá stefnu, að fara sem allra
vægast og gætilegast í sakirnar, þegar til fram-
kvæmda kæmi. Yfirlýsingin er því svo sann-
gjörn og umburðarrík, sem framast mátti bú-
ast við úr þeirri átt.
Þó er þar helzt til lítið tillit tekið til vand-
ans, sem á ferðum er ætíð, að þvií er vér hyggj-
um, þegar reynt er að hraða flutningi tilbeiðslu-
Lífsins úr g'ömlum átthögum yfir í aðra nýja.
“Sú von er bæði völt og myrk”, sem ímyndar
sér, að alt geti gengið eins og í sögu um tungu-
skiftin — að ekki sé annað en prédika fyrir
lýðnum á útlendum málum, á meðan hann skil-
ur þau betur en enskuna, og skifta svo um,
þegar landsmálið sé orðið tamara þeim, er á
hlusta. Létt væri Mfið, ef svona auðvelt væri
og vandalítið aÖ ráða fram úr öðru eins efni.
En hér koma ýmsir hlutir til greina, sem
gjöra strik í reikninginn. Fyrst og fremst
er eðlileg trygð hinna eldri við f jársjóðu þá, sem
þeir tóku með sér frá æftlandinu. Hún gjör-
ir þeir ervitt fyrir, þegar þeir eiga að sætta
sig við nýja tungu í sjálfum helgidómi guðs-
dýrkunarinnar. Geta ekki notið sín eins vel
sem þeir vildi, í tifbeiðslunni, þegar svo er
komið. Eins verður öllum þorra útlends fólks
miklu happadrýgra að nota móðunnál sitt og
arfgenga fjársjóðu, sem sjálfu því eru dýr-
mætir, þegar það reynir að glæða trúna í hjört-
um barna sinna. Auðvitað eru til undan-
tekningar á þessu; sumum hinna eldri tekst
betur að lifa sig inn í enskuna, heldur en öðrum.
En yfirleitt verða á'hrif heimiHsins gæfusam-
Jegust, þegar börnin læra að skilja og meta þá
hluti, sem foreldrunum eru helgir dómar. Ann-
ars verður yngri kynslóðin sneidd réttmætum
arfi sínum og bíður ósegjanlegt tjón við um-
síciftin, jafnvel þótf hún að sjálfsögðu geti ekki
gert sér grein fyrir tapinu. Ekki þarf sér-
lega íslenzkt auga til að geta séð, í hvert óefni
hlýtur að lenda fyrir kristindómi og kirkju,
þegar svo standa sakir — þegar kynslóðunum
er stíað sundur og unglingarnir verða eins og
fráfæmalömb, andlega talað. Hagar geta
auðvitað verið góðir á afréttum — og eru,
langoftast, hér í landi, en þeir bæta sjaldnast
upp að öllu leyti skaða þann, sem æskan bíður.
þegar hún er svift áhrifum þeim hinum and-
legu, sem hún átti að taka til sín með móður-
mjóikinni.
En þegar svo fjarlægðin, sem skilur kyn-
sióðirnar, verður enn meiri; þegar feður og
synir skilja hvorugir aðra, og skilningsleysið
verður jafnvel að fordómum á aðra hvora hlið
eða báðar, getur þá nokkur maður hugsað sér,
að kirkjan þurfi ekkert að gjöra í þeim vand-
ræðum, annað en það, að hætta við útlenda
málið einn góðan veðurdag og táka upp ensku?
Til eru auðvitað menn þeir, er halda því fram,
að vandi þessi stafi allur frá eldra fólkinu; það
sé of þaulsætið í gömlura sessi og fordóms-
sjúkt; geti ekki áttað sig á því ,-að tímarnir
bljóti að breytast og mennimir með, og að
innfædd æska getnr ekki tekið sér varanlegan
bústað í fornum og erlendum hugarheimi. Gef-
um eftir að eitthvað sé hæft í þessu. En hinu
verður eftir sem áður ekki sanngjarnlega neitað,
að víðsýnis og nærgætnis sé þörf af hálfu beggja
kynslóðanna jafnt. Það er engu minni nauð-
syn að æskan læri að meta og skilja ellina,
heldur en ellin æskuna; en eigi sMk andleg sam-
úð að eigia sér stað, þá vörður breytingin að
vera gætileg og íægfara og stjórnast af sann-/
girni, umburðarlyndi og trygð við alt, sem gott
or. Skjót og óeðlileg þjóðernis-umskifting
er eins og hver önnur hroðvirkni; hún nær ekki
tiigangi sínum, hvort heldur skoðuð frá sjón-
armiði lands eða kirkju.
Svo er vandinn ekki við eina fjöUna feld-
ur; hann gjörir vart við sig í ræðustólnum ekk*
síður en á kirkjubekknum. Það er tilfinnanlegt
tap fyrir hvern aðkominn þjóðflokk, að þnrfa
að láta nýtt vín í gamla belgi, í þessuni skiln-
ingi; þurfa að sætta sig við þvingaðan ræðu-
flutning á nýju máli, á meðan gamla málið er
kennilýðnum miklu tamarg, og eðlilegra. Og
•sérstaklega, þegar íbreytingin stafar ekki af
brýnni þörf, heldur af misskiHnni þjóðhollustu
og hálfgjörðum fordómi gegn því, sem útlent
ei —,eins og stundum á sér stað — þá er afar-
hætt við, að umskiftin valdi sárum vonbrigðum.
Kennimaður af erlendu bergi brotinn verður
enn þá útlendingslegri, þegar hann talar dræmt
og þvingað á landsmáMnu, heldur en meðan
munnurinn mæMr af gnægð hjartans á Ijúfu
nióðurmáH, þó framandi sé í þe’ssu landi. Það
er svo undur hætt við, að þeir sem áður ömuð-
ust við útlenda máMnu, hneykslist enn meir á
bessum lamasessi. sem landsmáMð kemst í við
innleiðinsruna. osr verði svo síðari 'villan vpr-:
hinni fyrri.
Það nær naumast nokkurri átt, sem
haldið er fram, að bví er virðist. í vfirlvsinsr-
unni, að kirkjan þurfi endilega að flytja er-
indi sitt á bví máMnu, sem helzt er gripið til
í daglegu taJi fólksins er hún biónar. Á
þeirri reglu geta verið góðar og gildar undan-
tekningar — og eru, eins og sakir standa all-
víða á vegum kirkju vorrar hér í álfu.
Þá eru tilbeiðslutækin. Lúterska kirkj-
an er auðug af ódauðíegu guðsorðamáM, sér-
staklega sálmum — á útlendum tungum, bæði
(þýzku, Norðurlanda-málunum, og eins íslenzku.
Fjársjóðir þessir eru mjög svo hjartfólgnir
lútersku ifólki, sem von <er. En af ensku trú-
armáli er kirkja vor næsta snauð, enn sem kom-
ið er, sálmum að minsta kosti; og aðfengin
trúarljóð verða lútersku fólki aldrei «vo ljúf
eða hentug sem hin, er þeir eiga sjálfir. Það
mun verða reyndin alstaðar, að trúbræður
vorir gera sig ekki ánægða með sálma-lán frá
öðrum ’kirkjudeiLdum; enska kirkjan kæmi hér
næst vorri eigin, og þó er blærinn annar, og
þaðan aJf sáður mundu lúterskir mienn yfirleitt
geta sætt sig við gjallandann í kirkjusöng Meþ-
edista, eða nokkuð því um Mkt. Fyrir því
hefir lúterska kirkjan hér í Landi reynt að fá
gömilu sáilmana þýdda, en það hefir tekist frem-
ur misjafnlega, eins og við var að búast. Sára-
fátt af býðingum þeim getur taHst innblásið
að skáldskap til. Nokkuð er tþað, að ætti fólk
vort í nálægri framtíð að skifta íslenzkum
sálmsöng fyrir enskan, þá er víst engin ensk-
lútersík sálmabók til, er ekki mundi valda til-
finnanlegum vonbrigðum.
jSennilega verður bót á þessu ráðin með tíð
og tínia, gimsteinamir útlendu verða greiptir í
enskt guill, við þeirra hæfi. Það skulum við
vona. En það verður ekki gjört í snatri; og
á meðan sú þörf er óuppfylt, þurfa lúterskir
menn af vorum þjóðflokki naumast að vera há-
lærðir í bókmentum og tungumáli feðra sinna,
né öfgamenn í þjóðernissökum, til þess að þeir
finni sárt til skaðans í tunguskiftunum.
Rúmið leyfir ekki, að mál þetta sé ítarlega
rætt að þessu sinni; en atriði þau, sem hér hafa
verið tekinn fram, finst oss nægja fullvel til
að sýna það, að kirkjan getur naumast látið
þjóðernis-uraslkiftin hlutlaus, eins og ekkert
sé í beim efnum um að hugsa, annað en Jeiða
það mál sem fyrst í kór, sem eftir rás viðburð-
anna verður notað öðrum fremur á strætum
úti. Kirkjan á að vera íhaldssöm í þessum
efnum — mieð nærgætni auðivitað — og leitast
við að sporna sem mest við andlegum skaða í
tunguskiftunum. Hvað bún verður að gjöra,
nauðug viljug, þegar skaðinn er skeður, er
auðvitað annað mál.
Séra Gutt. Guttormsson—Sameiningin.
' Kennara-þingið.
Undanfarandi daga hefir þing skóla kenn-
ara í Manitdba staðið yfir hér í bænum. Kenn-
arar svo hundruðum skiftir úr öllum pörtum
fylkisins hafa sótt þetta þing — komið fleiri
lliundruð mílur vegar, borgað ferðakostnað sinn
sjólifir og verukostnað í Winnipeg, til þess að
ræða þýðingarmezta og alvarlegasta spurs-
málið sem vér mennirnir höfum með höndum,
uppeldis og mentamál barna vorra.
Hafið þér nokkum 'tíma hugsað um það,
lesendur góðir, hvað kennarastaðan er þýðing-
armilkil?
Hafið þér liugsað um það, að sé rétt á litið,
þá er engin staða til í þjóðfélagsskipun vor
mannanna, sem er 'þýðingarmeiri, vér viljum
segja eins þýðingarmikil, að undantekinni
stöðu móðurinnar, eins og kennarastaðan, —
hún er bað allsistaðar og í öllum löndum, en
ekki sízt 'í þeim löndum, þar sem heimilisMfið
er að hverfa fyrir hinu Jokkandi nautna- og
glys-Mfi borga og bæja.
Aiuður landannna er œikill, bæði í landi
og á og í sjónum í kring um þau og menn
legg^a mikið kapp á að hagnýta sér þann auð
og 'það réttilega.
Hælfustu mönnum er safnað saman og
iþeim goldið feikimikið fé til þess að stjóma
þeirri framlteiðslu, til þess að ná ']>eim auði
oss mönnum til ánægju og iþarfa.
En enginn auður er þjóðunum eins mikils
virði og ungdómur þeirra.
Engin iðnaðargrein né stofnun getur
ndkkurn tíma orðið þjóðunum teins mikils virði
íns og ungdómur þeirra, sem eftir fá ór á að —
verður að stjórna og annast allan iðnað og
framfárir bjóða sinna, sem ber á therðum sér
framtíðar velferð þeirra, hag og sóma, sem er
fjöreggið, og verður að veita öllu lífi þeirra
framrós til gæfu og gleði, til bóta og blessun-
ar, eða þá til ógæfu.
T^llun kennaranis er að taka við þessuim
uncdómi áður en Jífsskoðanir hans eru mynd-
aðar, óður en ski'Iningur hans á lífinu er þrosk-
aður, áður en sál hans er mótuð, nema að því
leyti sem hún hfir verið mótuð í foreldrahús-
um. Osr úr þessum ungdómi, úr þessum hópum
sveina og meyja, með eins mörg lyndiseinkenni
og höfðatalan er og með óteljandi lyndisþrár,
með ástríður, som þarf að slökkva, með hvat-
ir, sem ýmist þarf að glæða eða draga úr. Með
vonir, sem þarf að laga, Leiða, Jaða og lyfta á
hærra stig, eiga þeir að framleiða menn og
konur með iheilbrigðar og fagrar Mfsskoðanir,
menn oix konur, sem hafa lært að skilja þýð-
ing lífsins, lært að skilja skyldur sínar. Sterka
menn. sem þess eru ajbúnir, að vinná manns
verk. Hugprúðar og hrinlyndar konur, sem
með éti»læs.TÍ þrá stefna að því, að lífið mætti
verða yl-ríkara, bjartara og betra fyrir veru
þeirra í því.
Slík er köllun kenarans, og hver vill segja,
að hún sé ekki göfug? Hver viill segja, að hún
sé ekki þýðingarmikil?
Þingið nýafstaðna hér í Winnipeg var
liáð til þess að gera sér þessar háleitu skvldur
og hina þýðingarmiklu köllun kennarans ljós-
ari, og til þess að bera ráð sín saman um á
hvern hátt ikennarar gætu betur beitt kröftum
sinum til ‘þe%s að verk iþeirra yrði áhrifameira
og fullkomnara við hið göfuga starf þeirra, en
verið hefir. Yar fyrst og fremst til þess að
brýna hver fyrir öðrum þörfina á því, að
kenslan og kenslufyrirkomulagið í fylkinu gæti
orðið sem allra fullkomnast íbúum þess og
hinni ungu kynslóð til mestrar blessunar.
Það var ýmislegt einkennilegt við þetta
þing. Á meðal annars það, (hve ant kennaram-
ir létu sér um velferð annara. Brennipunkt-
ur hugsana þeirra, orð þeirra og framkvæmdir
snerist alt um að fullkomna verk það, sem þeir
eru að vinna, snerist um það, að vinna mann-
fólaginu sem mest gagn, og það var eins og
þeir sjálfir hyrfu á bák við þá hugsun, og er
það gleðiríkur vottur um heilbrigt bugsanalíf
hjá þeim floikki ‘þess fólks vor á meðal, sem
líka ríður svo undur mikið á.
171 kki var það saimt af því, að þeir hefðu
ekki ástæðu til að hugsa um sjálfa sig, t. d. að
því er kaupgjald snertir, ef maður ætti að dæma
þá eftir hugsunarhætti flokka þeirra, sem mest
láta til sín taka í iðnaðarmálum vorum. Því
það thöfum vér fyrir satt, að menn þeir, sem
sópa göturnar hér í Winnipeg, íliafi hærri laun
en sumir þessir kennarar. Vér segjum ekki, að
þetta sé lofsvert ástand. En hitt segjum vér,
að vér megum öll vera þakklát fyriryihvað ein-
mitt þetta kom sikýrt fram á þessu þingi hjá
kennarastéttinni í Manitoba. Það er eins og
morgunroði hjá náttmyrkri því, sem . grúft
hefir yfir iðnaðarmálum vorum nú í seinni
tíð, og sem öllum fylkisbúum ber að þakka,
virða og muna.
Eftirlaunasjóð hafa kennararnir í Mani-
toiba stofnað með því að taka dálítinn part af
kaupi sínu og leggja í hann árlega, og nemur
sá sjóður nú $1,727.50. Af 'þeim sjóði þiggja
nú 15 kennarar, sem búnir eru að siíta kröft-
um sínum í þarfir kenslumála í fylkinu, frá $88
og niður í $17.60 árlega.
Ekki hafa kennararnir notið styrks að
fyrir þetta þarfa fyrirtæki, nema frá Norris-
stjórninni, sem hefir lofað að leggja fram einn
dollar á móti hverjum dollar, sem kennararnir
sjálfir leggja fram, þar til sú upphæð væri
komin upp í $5,000.
---------o--->----
Asni.
Með girðingu. fram eitt sinn leiðin mín lá.
Þar leit eg einn múlasna gerðinu hjá,
sem mændi inn á grasteiginn græna;
og sparaði hvorki sinn hóf eða tönn
þá hömlu að buga, "sem þolin, en grönn
varði’ honum bithagann væna.
En alopnar dyr voru örlítið fjær,
þó ekki hann sá eða skynjaði þær;
og að vildi’ hani^ alls ekki hyggja.
Því þar sem í fyrstu hann fætur að bar,
það fanst honum sjálfsagt að þar—einmitt þar 1
inn ætti leiðin að liggja. I
Eg reyndi að vísa’ honum rétta leið á;
í reiði hann vildi mig bíta og slá,
og ikeptist við braut sér að brjóta.
Eg gekk því á burt; en hann barði sem fyr.
Og bezt gæti’ eg trúað hann enn sé þar kyr
og knýi á unz kraftar hans þrjóta.
Sú endemis-iþrákelkni undrun mér jók
sem aldregi velmeintri leiðbeining tók;
sem þykist ein þekkja hið rétta.
Sem lítur ei vinstri né hægri á hlið;
cn höfðinu sí-lemur steinana við.
— Og dæmi eru þúsund sem þetía.
það er skylda yðar að spara
Sá maður, sem hefir sparisjóðs reikning,
hefir engu að kvíða.
Sparnaður með einhverju ákveðnu marki
að baki sér er góður siður.
-Sparisjóðsdeild við hvert útibú.
THE ROYAL BANK
OF GANADA
Borsraður höfuðstóll og viðlagasj....... $40,000,000
Allar eignir........................... $546.000,000
|
■
I
i
pessa dagana eftir stóru söluna erum við að marka allar ■
vörur langt niður fyrir það, sem hær áður voru: B
Næstu vik sel eg Hveitimjöl á $5.25 hundrað pundin, og j
Sykur sekkinn á $10.25 hundraðið og í smáslöttum 10% cent ||
pundið. Sykurinn er nú að hækka í verði aftur, og hveiti- j*
mjöl mjög líklegt að hækki bráðlega. p
Notið því þetta tækifæri að kaupa byrgðir fyrir sumarið. ■
------------------------------------------------- a
Elis Thorwaldson, ■
Mountain, N. Dakota ■
!RiiimiiimiiiiMMIIIMIIMIIIMIIM1IIIHIIII«IIIIWIIMIII1
Matthías Jochumsfon
Eftir Runólf Fjeldsted.
# __________________
Heldur fá eru þau, íslenzku leik-
ritaskáldin. par (hefir fátækt og
fámenni landsins mest um ráðið.
1 þess stað eigum vér sögurnar.
par eru ofnir saman sömu þættir
og í leikritum. Sagnaskáld í ljóð-
um höfum vér ekki átt síðan í
fornöld. Vér eigum ekíkert að
ráði, sem getur jafnast á við kvæði
Homers, Vergils, Dantes eða Mil-
tons.
pað getur verið álitamál, hvort
að skáldskapur í episku formi eigi
vel viá lslendingseðlið, skáldskap-
ur, þar sem mörg ár útheimtast til
þess að -igrunda efni ljóðanna og
til að mynda .söguíþráðinn. pað
ihefir ekki komið raun á (þetta. Fá-
tæktin ihefir ibannað íslendingum
að sinna ljóðlistinni nema í hjá-
vcrkum. Skáldin grípa gígjuna,
þegar tóm er til, og lífsönnin leyf-
ir.
Langmest af ístenzkum skáld-
skap eru lýrisk ljóð. Og (það er
við jþví að Ibúast, því fslendingár
eru tilfinningaþjóð. Fátækt og
fámemni banna ekki ljóðheima-
leiðslu um glaumlausar andvöku-
nætur. Ef öll lýrisk skáld íslenzk
væru talin, þá væri (það all-álitleg
sveit og vel skipuð. En iþar munu
flestir ætla M. J. öndvegissætið.
pað sem tekur mann iheljartök-
um nærri þv5 strax, er máliðApað
rennur áfram lipurt, létt og þving-
unarlaust. Hugsanirnar flykkjast
að með gleðibragði, eins og vinir
að fagnaðarmóti. Orðin streyma
áfram, eins og i fjörugu og alúð-
legu samtali. Maður verður næst-
um (því Ihálf-forviða, þegar orðin
koma 1 endingum, og það er eins
og þau falli í pím af einlhverri til-
viljun. pað er eins og maður hafi
alt í einu dottið niður á tungumál,
þar sem léttast er að mæla í ljóð-
um. En það er ekki einungis að
málið sé lipurt og létt. Annað
aðal-einkenni er íhans stóru orð:
kjarnyrðin, sem geyma ,svo mikla
hugsun: orðin þar sem íhugmynda-
flugið er svo geysilegt. Og það
eru orðin, sem sefcja svipinn á ljóð
hans. Og einmitt fyrir þá sök, að
málið er svo fjörugt og lipurt og
létt, verða hans stóru orð sláandi.
pau koma fordildarlaust, eins og
þegar fugl skýzt úr ihuldu hreiðri.
Hann dettur, eins og af tilviljun
ofan á hnittilegasta m'ál. pað
eltir hann óskapleg orðíhepni.
Goetlhe, og margir aðrir, hafa
fundið til þess, að hver 'bragar-
iháttur iber með sér sinn sérstaka
'hugfblæ, og Ihefir sín sérstöku áhrif
á huga lesandans. Og þótt mun-
urinn sé Ijós fyrir tilfinningunum,
er oft erfitt að koma orðum að
honum. M. J. kann bezt við þá
hragarhætti, sem eru léttir og
hraðir. Og þótt þeir séu það ekki
stundum, þá er kveðandinn svo
fjörugur, að hann kastar hlæ sín-
um á bragarháttinn. Hann getur
ekki hamið ihugsanir sínar í þung-
lamalegu formi. Stundum fer
hann Ihægfara, og þá er honum
venijulega mikið niðri fyrir. peg-
ar hann grípur til fornyrðalags-
ins, eru orð ,hans mjög alvöru-
þrungin. pau eru það einnig, en
í mýkra formi, 4 sumum kvæðum
hans, þar sem sársaukinn og sökn-
uðurinn, sorgin og Iharmurinn
koma skýrast fram: í kvæðunum,
þar sem ihafrót hugans kyrrist, en
instu strengir 'hjartans óma. En
oftast eru þó bragarlhættir hans
hraðir og hrífandi.
pá er ekki síður eftirtektarverð-
ur hrynjandinn f kvæðunum. Hann
er oft svo snildarlega samfeldur
hugsuninni, að afchygli vill gleym-
ast og breytast í ihrifning og að-
dáun: í miðju kafi, þar sem á-
herzlan er mest, dynur við hans
volduga orð felt við Ihrynjandann,
eins og elding, sem ibrýzt með
skrugguihljómi fram úr skýi, og
leiftrar um alt himinihvolfið. Eins
og bárur Ihafsins ihrynja hljóm-
öldurnar, og sveifla osa með þeim
ihraða, að vér getum engrri fót-
festu náð, hendinganna á milli.
Ekkert nútíðarskáld Ihefir náð
jafn hreimmiklum tónum úr mál-
inu sem hann, sérstaklega þegar
ihann ritar á óskastund íslenzk-
unnar.
pessi Ihraði, þetta Mf, þetta fjör
er honum eðlilegt. Hugurinn stað-
næmtst ekki lengi við neitt, held-
ur hvarflar frá einú til annars.
Hann má ekki hinkra við eftir orð-
unum, því ekki hiíða hugsanirnar.
Hann verður að snara niður á
pappírinn því sem lánið lér. Og
þegar penninn rennur viðstöðu-
laust, þá koma fram i Ihuga hans
orðin furðanlegu. Hugsanirnar
koma úr öllum áttum og setjast
að 5 huga hans, eins og snjór í
hlíðufn ;*1BM þegár hUgúfmfirhíthar,
hrjótast þær fram, eins og lækir
'í Ibráðri vorleysing, en þeir renna
að eins meðan sól er á lofti. Hann
getur ekki endurkallað hrifning-
una sem knúði ljóðin fram svo
skýrt að hann treysti sér til að
bæta eða lagfæra þau. Hann var
ofmikið tilfinningaskáld eða hrifn-
ingarskáld til þess Hann hefir
Iitla þolinmæði til þess að tefja
sig á þeirri dægradvöl að nostra
rim 1 sléttuiböndum. í eftirmæl-
um sínum um Bólu-Hjálmar, stæl-
ir hann, í viðurkenningar skyni,
minningarljlóð þess skálds eftir
Sigurð Breiðfjörð. pó hann sé
liprari, nær hann samt tæplega
hinum stórkostlegu kjarnyrðum
Hjálmars. ipegar járnið var kom-
ið úr afli, har ihann iþað ekki aftur
að eldinum. pað þarf hraðar
ihendur til að smíða listaverk í
einni hitan.
Stundum kemur >að fyrir, að
ljóðafákur hans fer ekki nema fet
fyrir fet, þegar skáldið er að rabíba
við náungann um daginn og veg-
inn. Langdrjúgastur er hann á
skeiðinu, og þar slær eld í hverju
spori. En stundum tapar hann
fallega skeiðinu, þegar galsinn fer
í Ihann á mælskusprettunum. peg-
ar skáldð er snjallastur, þá eru
hugsana'breytingar hans eins og
norðurljósin, sem kögra himininn
með bragandi ljósaböndum, þar
sem óetljandi litbrigði þyrlast
vestur að sól og austur að mána,
cg vér virðum alla þá iðandi dýrð
fyrir oss fagnandi og forviða.
pessi hugsanahraði birtist á máli,
ibragarháttum og hrynjanda. Hann
samsvarar hugarstefnu skáldsins.
pað .eru svo mörg orð í ljóðum
hans, sem eru skyld hugtakinu um
ljós og ibirtu, sól og sumar, gleði
og hlátur, sókn o^g sigur. pað er
einnig eftirtektavert, að hann
yrkir um sum mestu alvörumál
iheimsins undiir léttu og leikandi
rímnalagi. Ekki er 'bölsýnið. Sá
sem er orðinn saddur á lífinu
sfcígur hægt sín raunaspor, en lífs-
gleðin fer hamförum heimskaut-
anna á milli og umfaðmar allan
heiminin með samúðarhug. Hjá
M. J. hlær lífsgleðin nærri því í
'hverri ihending. Hugsanafjörið og
bjartsýnið voru förunautar hjá
'honum. Hugurinn varpaði sér á
flug yfir lönd Og höf, og þá dreifð-
ust harmar hans í alheimsdýrð-
inni og sorgir ihans sefuðust.
Sjóndeildarhringurinn var svo
víður, aS sérstakt sorgartilfelli
gat ekki sett svipinn á alt lífið
fyrir honum. Hann minnir á hei-
lóuna, sem svífur upp í sólarljós-
|