Lögberg - 23.06.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.06.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, bcztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginní W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34 ARGANGUR Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Prófessor Ghain Weizman, for- seti al'heimsnefndarinnar, er stendur fyrir heimflutning Gyð- inga til Palestinu, lcom til Winni- peg í vikunni sem leiö, var honum fagnað af ættbræðrum sínum hér, með virktum og viðhlöfn mikilli. Prófesisor Weizman stóð við hér í bænum í þrjá daga og skutu Gyð- ingar hér í ibæ saman á þeim tíma $50,000 til styrktar heimflutn- ingsmáli ættbræðra sinna til landsins helga. Orma mergð svo mikil hefir kviknað á milli Fredericton Jun- ction og Harvey í austur fylkjum Canada, að þessi mergð nær yfir all stórt svæði og hefir eyðilagt allan gróður á því svæði, og svo er ormamergð þessi mikil að umferð eimlesta á allstóru svæði á Canada Kyrrahafsbrautinni er mjög tor- sótt fyrir eimlestir. Bandaríkin. Senatið hefir afgreitt $500,000, 000 fjárveitingu til fiotans og faillist jafnframt því á uppástungu Borah senators, er skorar á stjórn- ina að hlutast til um að haldið verði mót, er til meðferðar taki hugmyridina um takmörkun vopna- burðar. > Frumvarp til laga flutt af sena- tor Curtis, er fer fram á að stjórn- in láni bændaláns bönkunum $50,000,000, er þeir bankar skuli síðan lána bændum út aftur gegn vöxtum sem ekki fari fram úr 5 og hálft af hundraði, hefir ver- ið samiþykt i senatinu og afgreitt til Harding forseta til undir- skriftar. Senatið hefir saroþykt í einu hljóði titlögu til þingsályktunar, er skorár á stjórriina að veita alla þá fjárhags aðstoð, er nauðsynleg þyki, til að hjálpa nauðlíðandi fólki í Colorado ríkinu. En sem kunnugt er, varð mikill fjöldi fólks þar húsviltur sökum flóðsins mikla, sem áður hefir verið getið um. W. W. Huísband, innflutnings- málastjóri Bandaríkjanna, hefir fyrir skömmu gefið út skýrslu, er sýnir hvað margt fólk frá hverju hinna eftirgreindu landa má flytja inn til Bandaríkjanna, samkvæmt innflutningálögunum nýju. Lög þessi öðlast gildi 1. júl.í næstkomandi og standa að minsta kosti ólbreytt í eitt ár., Bretaveldi: 77,206; Noregur 12,644; Sváþjóð, 19,956; Danmörk, 5,644; Hollafld, 3,602; Belgia,1,557; Luxemberg, 92; Frakkland, 5,692; Svissland, 3,745; pýzkaland, 68,039, Danzig, 285; Finnland, 3,890; Africa, 120‘; Portugal, 2,269; Spánn, 663; ítal'ía, 42,021; Ung- verjaland, 5,636; Rumenia, 7,414; Bulgaria, 301; Grikkland, 3,286; Czecko-Slovaika, 14,269; Jugo- Slovaika, 6,405; Allbania, 287; Fiume, 71; Pólland, ásamt Galciu hinni vestlægari, 25,800; Galicia hin eystri, 5,781; Australia, 271; New Zealand, 50. — Atkvæði um innflutning fólks frá Tyrklandi og suðurhluta Asiu, fylgja ekki skýrslu þessari. Samkomulag er loks fengið milli klæðskurðarmanna í Banda- ríkjunum og vinnuveitenda þeirra. Verkfallið hafði staðið yfir í því nær sex mánuði, en úrslitin urðu þau, að klæðskurðarmennirnir gengu að 15 af hundraði launa- lækkun. 1 Harding forseti flutti nýléga ræðu fyrir 260 sjóliðsforingja, efnum, er luku fullnaðar prófi við Naval Academy að Annapolis, og Iýsti forsetinn þar yfir því, að sú væri eindregin sannfæring sín, að í framtíð allri yrðu stríð eigi háð önnur en þau, er óumflýjanleg væru til verndunar alheims rétt- lætinu. Sir Auckland Geddes, sendi herra Breta I Washington, flutti fyrir skömmu erindi við Virginiu- háskólann, þar sem hann skoraði á aliar enskumælandi þjóðir að vinna í sameiningu að útilokun stríðs. Eignatjónið í Pueblo borginni, Oolorado, af völdum flóðsinis mikla, er metið yfir 20 míljónir dala. Framkvæmdarstjórn Carnegie stofnunarinnar, hefir veitt $17, 000,000, til eflingar og viðhaldi fjöllistaskólanum í Pittsburgh, Pa. Albert D. Lasker, frá Chicago, hefir verið skipaður forseti fyrir United States Shipping Board. Rlkisritara deild Bandaríkjanna, hefir tilkynt stjórninni í Mexico, að Bandaríkjastjórn muni tafar- laust viðurkenna Obegon ráðu- neytið, er fengin sé fyrir þvi full víssa, að það sé viljugt að inna af hendi alþjóðaiskyldur. Mrs. Elizabeth Lewen, 58 ára að aldri, er heima á í Detroit, var nýlega fundin sek um að hafa myrt 6 ára gamlan dreng, Max Ernest að nafni, og hefir dæmd verið í lífstíðar fangelsi. Doal O’ Callaghan, borgarstjóri í Cork á írlandi, sá er slapp með leynd inn í Bandariíkin, kvað nú vera komirin heim aftur, sam- kvæmt fregnum filá verkamála ráðuneyti Bandahíkjanna. Bretland Mrs. J. Qbed Smith, kona inn- flutninga umiboðsmanns Oanada- stjórnar í Lundúnum, hefir verið kjörin til þess að mæta fyrir hönd Canada á fundi, sem haldinn er í sambandi við alþjóða sambandið í Geneva í Sviss í næstu vi'ku, til þess að ræða um velférðarmál kvenna og barna. Nýlega átti ritliöfundurinn Marie Corelli afmælisdag og við það tækifæri bauð hún nafnkunnu fólki til gleðiboðs heima hjá sér að Stratford on Avon í Englandi, þar á meðal frönskum prófessor og mentamanni að nafni M. Combot. Eftir að gestimir voru staðnir upp frá máltíð, gengu þeir inn í af- skektan sal í húsinu, sem notaður er til söngiðkana, og fóru gestirnir að skemta sér. Þessi franski pró- fessor var beðinn um að lesa fyrir gestina, eða eins og menn eru nú farnir að koma orðum að því, “segja fram’’. Hann var rétt ný- byrjaður, þegar hann hneig örend- ur ofan á gólfið. Sylvia Pankhurst, kvenréttinda- konan alkunna, sem undanfarið hefir setið í Hollway fangelsinu, hefir nú verið látin laus. AkurvrkjuLand á Skotlandi er ótrúlega ódýrt eftir því sem sagt er, ódýrara en pappír. Ságt er að hægt sé nú að kaupa land sem vel er hæft til aíTuryrkju fyrir frá $ioo-$i25 ekruna, en í ekru eru 4,840 íerfet. Verð á brúnum papp- ir sem næði yfir jafnstórt svæði er $100. I?essi tegund af pappir er því helmingi <fýrari. Eða ef maður hallar sér að annari samlík- ingu. Töikum gólfdúk sem er jaifnstór um sig og ekran, hann rnundi ekki að eins vera eins mikils virði og» þetta umrædda land, heldur meira virði heldur en ak- uryrkjuland á Skotlandi, nema það allra bezt ræktarða og verð mesta akuryrkjuland sem þar er til. Landið sem keypt var af stjórninni til húsabygginga í Gor- gie kostaði $1,250 ekran sem gjör- ir 25 cent fyrir hver þrjú fet og enginn inaður gietur keypt gólfdúk fyrir það verð. Glæpsamleg tilraun til þess að drepa khnur og börn í stórum stíl á eitri, komst upp i tæka tið í Caw denbeath á Skotlandi nýlega. Fá- tækt fól’k sérstaklega konur og börn komu saman til máltíða á vissum stað þar sem hið opinbera lagði þeim til fæði. Súpa var soðin 'handa þessu fólki í afarstórum pottum og hafði einn af þjónunum orð á, æö einkennilegan þef legði út frá súpupottunum. Frammi- stöðu fólkið átti tal með sér um þetta og bauð9t einn af þjónunum til þess að reyna hvaða áhrif að súpan hefði á sig. Hann tók því disk, fylti hann með súpu og át, vEn hafði ekki fyr lokið við Súpu- diskinn en hann hné niður með ... ....... .... 1 WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1921 z NUMER 25 Q □ Jón Sigurðsson. Hér skal mynd þín helg á velli standa, hjá oss geyma norrænt táp og anda. “Sómi fslands, sverð og skjöldur” varstu, sonar nafn þess framar öðrum barstu. Hvert þitt orð var ljóð frá lands þíns hjarta, lýðsins hvöt, með frelsds-hugsjón bjarta. Hver þín taug var tengd við ís og funa til að dá og hefja Fjallkonuna. örugg von og ást á þjóð og tungu eilíf kvæði þínu hjarta sungu. Móðurlandið man þig alila daga, meðan æðar slá og lifir Saga. þú ert bifröst bræðrum tveggja landa, breitt þó hafið freyði milli stranda, göfgi þitt er bygging undir brúna búið skrauti ódauðleikans rúna. Mynd þín, vígð af eldi norræns anda, óð og sögu vorra fósturstranda, sé oss hvöt í sókn og stríði dagsins, seguliþráður máls og bræðralagsins. Vertu oss á Vínlands storðu stjarna, styrkur, tign og sigur fslands bama. Gegn um aldir orð þín lát oss hljóma andans kraft í helgum söguljóma. M. Markússon. tn (5 ægilegum kvölum. Læknir var sóttur til þess að bjarga og af þvi að hjálp var við hendina varð Hfi mannsins bjargað. Hið opinbera er nú að rannsaka þetta mál. Nýlega var hópur manna, kvenna, og barna á leið heim til sín á sunnu- dagskveldi kl. 9, gekk fólk þetta eftir bökkum Shaminon árinnar —leið sem Limerick búum þykir svo tilkomumikil. Sá það þá að á móti þeim komu breskir hermenn á bátum sem hestar drógu eftir skipaskurði. Þegar fólkið sá her- mennina snéri surnt af því aftur. Skutu þá hermennirnir á það, kom ein kúlan í brjóst manns eins að nafni Patrick Creamer, hann var 25 ára gamall, hafði verið í stríð- inu í tvö ár og innritaðist í herinn hér í Canada,. þar sem hann átti heima áður en stríðið skall á. Hátíð mikil var haldin út af iþingsetningunni i Belfast á írlandi í gær 22. þ. m. Konungur og drotn- ing Englands voru þar viðstödd. Allmikið umtal varð um það hvort gjörlegt væri fyrir George Breta- konung að sækja hátið þessa, sökum óeirðar og óeiningar þeirr- ar sem á sér stað á milli íra og Englendinga, en hann neitaði að láta hættu sem kynni að stafa af því ferðalagi hamla sér frá ferð- inni og þegar alráðið var að kon- ungur færi afreð drotningin að fara með honum og láta eitt yfir þau bæði ganga. Við þessa há- tiðaathöfn flutti konungur hásæt- isræðu. - r— ---------0-------- Hvaðanœfa. Verkfall það sem staðið • hefir yfir í Noregi undanfarandi, er nú á enda kljáð — allir verkamenn teknir aftur til vinnu, nema kola- mokarar á skipum, vélastjórar og útskipunarmenn, sem bíða eftir því að gjörðardómsnefnd géri úti um mál þeirra. Upp hafa komist viðtækar til- raunir til uppreisnar í Keruna hér- aðinu í Sviþjóð, höfðu Bolsheviki- menn æst námamenn þar svo þeir voru albúnir til að hefja uppreisn, en fyrirætlanir þeirra voru að engu gerðar af lögreglunni. Pétur Sebakonungur liggur þungt haldinn, hefir verið sent eftir rikiserfingja Serbiu, Alexander, er var á skemtiferð til Frakklands. Mál eitt einkennilegt hefir ver- ið fyrir dómstólunum í Böston undanfarandi. Það var hafið af erfingjum John H. Webster, þess er orti “In the sweet by and by” á móti útgáfufélagi einu í Chica- go. Sækjendur málsins uppá- stóðu að félagið hefði gefið sálminn út í langa tíð leyfislaust. Félagið vildi lengi vel ekkert sinna þessari kröfu erfingja Websters, en að sið- ustu bauð það þeim $6,000 ef þeir létu málið niður falla og varð það að samningum. Nýlega flutti Winston Churchill ríkiisritari Breta, rgeðu í breska þinginu um á'standið í Palestinu og Mesopotamiu. Hann færði fram vörn fy»r gjörðum stjórnar- innar í því máli. Sagði að hún hefði á hyggju að mynda sérstakt arabiskt ríki, og óhugsandi væri fyrir stjórnina að kalla heim her þann er þar væri og skilja fólkið eftir í höndunum á æsingamönnum og anarkistum. Kostnaður á sambandi við stjórn- arráðstafanir Breta þar eytstra árið 1919 sagði öhurcihill að hefði ver- ið á milli 70',000,000 —80,000,000 pund isberling. En fyrir síðast- liðið ár mundi hann nema 27,250,- 000 pundum og á þessu ári mundi hann nema frá 9?000,000, til 10,- •000,000 pundum ef áform stjórn- arinnar næðu fram að ganga. pað sem stjórnim hugsar sér að gjöra er að mynda arabiskt ríki í Meso- potamiu sagði Mr. Churchill, sem væri algjörlega undir umsjón og stjórn Araba með þjóðlegu lög- gjafarþingi og arabiiskum land- varnar her.Mr. Churchill sagði að Irak héraðið hefði verið valið til stjórnarseturs, að rikisstjóri skyldi valinn af Mecsa ættstofninum og að ef Emir Felsal væri íbúunum í Irak þóknanlegur, þá mundi breska stjórnin vilja samþykkja val hans. Búist ur við að Kurd- arnir vilji ekki vera með Aröíbum að þessu verki, og er þá áform bresku stjórnarimnar að hafa um- sjón með Kurdistan fyrst um sinn, unz þeir sjá séir hag !í þvlí að sameinast ríki Arábanna. Erviðari sagði Ohurchill að við- fangsefnin væru í Palestina og meiri hætta sagði hann að væri þar á ferðinni en í Mesopotamiu, og hættuna sagði hann stafa frá inn- flutningi Gyðingp til Palestinu og loforði Breta um að gera landið helga að heimkynni þeirrar þjóð- ar og það sem aðallega olli ervið- leikunum væri að Bretar hefðu I þar breytt út af vana isínum í því að veita fólkiriu sem á þeim stöðv- um byggi ekki atkvæðisrétt í því máli og að veita því heimastórn í málum sínum þegar þeir væri færir um að veita þeim forstöðu. Hann sagði að í Palestinu væi*i 500;000 Muhameds trúarmenn 65,000 krjstnir og 65,000 Gyðingar, og hefðu Gyðingarnir verið flest- ir fluttir inn undir hinu nýja innflutninga fyrirkomulagi og hefði það og auglýsingar í sam- bandi við það. pað væri ekki svo mjög fjöldi Gyðinganna, held- ur það ófrávíkjanlega áform Gyð- inganna um að gjöra Palestinu að framtíðariandi sínu og Arabarnir óttast að Gyðingar muni þyrpast til landsins frá Rússlandi og Mið-Ev- rópu, og að iá komandi árum mundi þeim vaxa svo fiskur um hrygg að þeim yrði ekki kleyft að halda lendum sínum og eignum fyrir þeim er fram líða stundir. Merkiskona látin. Frú Lára Bjarnason Rúm sjö ár eru liðin síðan að Vestur-íslendingar áttu á bak að sjá sínum ágætasta manni, dr. Jóni Bjarnasyni. Hann dmeins og menn muna að morgni dags 3. júní 1914. Nú eigum vér á bak að sjá ágætustu konunni úr hópi vestur íslenzkra kvenna — konunni ‘hans, Frú Láru Bjarnason. Hún lézt að morgni föstudagsins 17. þ. m. eftir sjúkdóm, sem yar meira og minna þungbær frá þvi um síðast- liðin jól, en fótavist misti hún ekki algjörlega fyr en í marz síðastl. Jarðarför hennar fór fram á þriðjudaginn var og hófst sú at- höfn með húskveðju á heimili fóstursonar hinnar látnu, Friðriks Bjarnasonar og frúar 'hans. Hús- kveðjuna flutti séra N. S. Thorlák- son frá Selkirk. Var svo Likið borið í Fyrstu lútersku kirkjuna, sem var fagurle^a skrýdd með blómum, en ekki bú- in sorgarslæðum eins og vanaleg- ast á sér stað við útfarir framlið- inna og eiga þeir sem því réðu og þeir sem það gjörðu þakkir skilið, því einmitt á þann hátt var líf þssarar konu alt, vaxandi lífs- gleði og þroski og við burtförina siguribjört eilífðarvissa. * Tveir prestar tóku þátt í útfar- arathöfninni í kirkjunií^, heima- prestur safnaðarins, séra Björn B. Jónsson, og flutti hann líkræð- una og hafði fyrir texta þessi orð úr 116. Davíðs sálmi: ‘‘Dýr er í augum Drottins, dauði dýrkenda hai^s”. En séra Guttormur Guttormsson, frá Minneota las ritningarkafla og flutti bæn. Söngflokkur safnaðarins var viðstaddur og tók þátt í sálma- söngnum, auk þess sungu þar Mrs. S .K. Hall, Mrs. Thos. H. Johnson, Mr. Thos. H. Johnson og Mr. Thorólfsson, sálminn alkunna “Hærra minn guð til þín”. Áður en jarðarförin fór fram, létu aðstandendur hinnar látnu þess getið, að það hefði verið vilji hennar að blóm yrðu hvorki lögð á kistu hennar né leiði. Samt sendi Kvennfélag Fyrsta lút. safn- aðar, sem frú Lára Bjarnason veitti forstöðu í meir en 25 ác fagra körfu, eða hörpu líki úr blómum gjört. Húsbændur Frið riks iBjarnasonar, þeir Todhunter and Mitöhell, sendu fagran krans úr blómum og Dr. Edith Ross blóm knippi. pegar kistan var bórin út úr kirkjunni, stóð mannfjöldinn, sem saman var kominn til þess að kveðja frú Láru Bjarnason í síð- asta sinni og sem var meiri en vér höfum séð við flestar aðrar útfarir Vestur-íslndihga að undan tekinni jarðarför mannsins hennar, dr. Jóns Bjarriasonar, þögull og niðurlútur, með þakklæti í hjarta til herinar, sem ekki að-eins þeir sem þar voru staddir, heldur all- ir Vestur-íslendigar áttu svo mik- ið að þakka. Kl. lítið eftir 3 e. h., lagði lík- fyLgdin af stað frá kirkjunni og út í Brookside grafreit, var hún af- arstór, nær 40 bifreiðar. pegar þangað kom, las séra Björn B. Jónsson hið vanalega greftrunar- form, svo seig kistan sem var úr eik og í stálkassa ofan í gröfina, þar sem sami presturinn kastaði moldum á hana að greftrunar sið hinnar lút. kirkju ^>g þar hvíla hinar jarðhesku leyfar frú Láru Bjarnason, eftir fagurt, óeigin- gjarnt og þróttmikið æfistarf, við hlið hins heittelskaða og ágæta eiginmanns hennar, dr. Jóns Bjarnasonar. pessir voru líkmenn: Dr. Ólafur Björnsson, Magnús Paulson, séra Runólfur Marteinsson, Sigurbjörn Sigurjónsson, Jón Óljjfsson, þing- maður frá Gardar, Halldór S. Bardal. Dánargjafir. Dauðsföll eru tíð. Dánargjafir fágætar. Hag sínum, andlegum og likamlegum, ætti allir menn aö ráð- stafa. ♦ íslendingar eru aldir upp við fyrirhyggju. í hið minsta á það við eldyi kynslóð þeirra. Vestan- liafs hafa margir þeirra komist, fyrir elju og ástundun, yfir tals- verð efni, eftir íslenzkum mæli- kvarða. íslenzk iðjusemi, spar- neytni og ráðvendni fylgja þeim lengur og betur en fátæktin, er þjóðskáldið kvað um sem sina “fyigikonu.” Ýmsir þessara íslendinga hafa lifað einlífi hér vestra, karlar og konur. Þeir hafa unnið hér og eignast, en aldrei átt fyrir neinum að sjá í sérstökum skilningi. Þeir áttu, eða ejga, enga nákomna erf- ingja. Island og islenzk félagsmál urðu mörgum, er erlendis dvöldu langvistum næstu náungar, — rétt- bornir erfingjar. I einverunni og útlandinu dróst hugurinn ósjálf- rátt að átthögum og æskuvonum. Kærleikurinn til þjóðernisins óx. Gallar þess urðu fjarlægari og hurfu, rétt eins og fjarlægðin — eða dauðinn — stækkar kosti ást- vinanna en hylur bresti þeirra unz þeir hverfa. Þetta er vegur kærleikans í ein- staklings lífi og þjóðernishiálum. Hjartanu er ráðstafað, — en efn- unum einatt ekki. Margir enda æfina án erfða- skrár. Málin, er vér unnum betur en öllu öðru, urðu arflaus, en fjar- lægir eða framandi menn hófu deilur um fjármuni hins fram- liðna. Dæmi eru þess, að efnin falla “í hendur ræningja.” Einmitt nú flytur Iþetta blað dánarfregn eins af þinúm eldri og dyggari íslendingum hér vestan- hafs, Vigfúsar Andréssonar (And~ crson). Hann var einn af hinum rslenzku frumbyggjum Minnesota- nýlendunnar og niáttarviðum fé- lagslífs þeirra. Einkum urðu hon- um kær kirkjulegu málin. Og þe^ar hann er kvaddur, — bráðkvadaur—, hefir hann ráð- stafað sínu húsi. í erfðaskrá sinni gefur hann: Söfnuði sínum $500, Grafreit safnaðarins $500, Sjúkrasjóð kvenfél. safn. $500, Jóns Bjarnasonar skóla $500 og Betel $500. Þessi mál og þessar stofnanir stóðu hinum látna öldung hjarta næst. Kærleiki hans til þeirra er hér að bera vitni. Meðan tillög ýmsra eru deilur og óþarfa hjal um hjartfólgin og helg efni, — mál sem lifa þótt vér deyj- um, er þetta hans vitnisburður í viðskilnaðinum. Og þessar dánargjafir eru ekk- ert einsdæmi hjá löndum vorum í Minnesota. í því efni hafa þeir þegar sett öðrum Vestþr-Islendingum göfuga fyrirmynd. Vestur-íslenzk félagsmál eru fóst- urbörn vor. Vér berum ábyrgð á framtíð þeirra og velgengni. Þau eiga enga að nema oss. Ráðstafið húsi yðar í dag. Látið, líkt og Benjmín Franklin, afla yðar bera vitni um hjartalag yðar, enda eftir yðar daga. Og mimið þá eftir munaðarleys- ingjunpm — íslenzkum félagsmál- um hér — eða 'heima. ———o------------- Frá íslandi. ðlafur Pnoppe, alþingismaður, hefir legið í lungnalbólgu, en er nú á batavegi. , Snemma í fyrrinótt brann í- veruíhúsið iá Hofi á Kjalarnesi til Jsaldra kola ásamt þremur öðrum þtihúsum. Fólkið bjargaðist fáklætt út um glugga til næstu 'bæja. Var iaðgangur eldsins svo voðalegur með því líka að stór- yeður var á austan að mjög litlu ,var hægt að 'bjarga, þrátt fyrir fljóta og góða hjálp manna í kring; húsið var alelda á svip- stundu. Fjós og iheyhlaða var mjög hætt komið líka, en tókst þó að bjarga því með nægri mann- hjálp, og með þvá að fella niður logandi veggi, sem stóðu að kof- ,um þeinb er brunnu, en fjós og hlaða voru í vindstöðunni. Eldisins yarð fyrst vart nálægt eldstó hússins, en alls ekki hægt að segja um upptök hans. — Húsin voru nokkuð vátrjrgð ásamt innan- stokksmunum, en tjónið þó mjög mikið og tilfjnnanlegt fyrir stóra fjölskyldu. Pétur Jónsson operasöngvari, hefir nýskeð sungið 22 lög á grammófónplötur og þykja lögin afbrigða góð. V, Veðurathugunastöðinni ibárust í gær þær fregnir, að strjáll hafís hefði sést 40 km. norður af Gríms- ey. Alltítt er, að ís sjáist þar um þetta leyti árs, jafnvel þó að vel viðri. SjÖ Jsl. botnvörpungar eru farnir héðan með ísfisk til Englands, þeir: Belgaum, Apríþ Daupnir, Ethel, Ingólfur Arnarson, Walpole og Ymir. Búist er við, að 3 til 5 þeirra selji afla sinn í dag. Varðskipið Fylla tók nýskeð enskan botnvörpung sem lá við Vestmannaeyjar með hlera utan borðs. Gekkst hann undir að greiða 2,000 króna sekt. f f ❖ f f Þér gleymi eg aldrei. Nei. Þér til eilífðar aldrei eg gleymi, Bn um þig vakandi og aofin drejTni 1 blíðu og stríðu þú býrð hjá mér, En bezt eg sé þig er húma fer. Er veg minn feta eg um foldiu bleika, Mér finst Iþú einnig við hlið mína reika, Eg heyri þig er mitt hjarta slær, Mér hvíslar nafn þitt inn ljúfi blær. Mér stundum heyrist sem höndur rjáli Við hurðarlokuna, og sem á báli Eg sprett á fætur að fagna Iþér — En ferðamaður að dyrum ber. Og heyri eg andvara að laufum leika, Mín löngun sér þig um skóginn reika. Og hjartað skelfur við hugsun Iþá Að hverfi myndin, sem dró mín þrá. Og hvar sem dauðsárt við angrið eiri eg í athöfn hverri Iþig sé og heyri eg. Þín ímynd titrar í tárum mín. — Mér týnist aldrei minning þín. Og svona dregst áfram sérhver stundin Við sama tregann er þrá mín bundin. — En þó býr sæla í söknuð þeim, Og sorgarstrengjanna ljú'fa hreim. María G. Ámason. V f f f f f ♦> i f ♦♦♦ f f ♦?♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.