Lögberg - 23.06.1921, Side 2

Lögberg - 23.06.1921, Side 2
Bls. 2 LÖGBEEG, PlMTUDAGrNN, 23 JÚNÍ 1921 IJögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Prets, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaimart >'-6327;oé N-6328 Jón J. BíldfeU, Editor Otanáskríft til blaðsina: THE COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag. ^ar). Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. The “Lögberg" is printed and published by The Columbla Press, Limlted, in tha Columbia Block, 863 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. 1 Vandræði og vandræðamenn. Oss þykir liklegt, að fáir meim með heil- brigðum líkama og heilbrigðri sál séu til, sem ekki viilja bægja frá sér vandræðum í lengstu lög, verja sig fyrir öllum skaða og óförum af fremsta megni. Slíkt er og náttúrlegt, því lífsþrá bvers heil- brigðs manns og hverrar heilbrigðrar konu krefst ,þess. Og svo er það líka Ijóst, að þrosk- unar möguleiki allra er undir því kominn, að geta vemdað sjáilfan sig fyrir óhöppum og óáran. Sama er að segja um líf og þroska þjóðanna. pær eru í þessu sambandi háðar alveg sama lögmáli og líf einstaklinganna, að öðru leyti en því, að ógæfan verður stórkostlegri og færir með sér yfirgripsmeira böl, ef illa fer, en 'aftur meirí blessun, ef vel gengur. Vér kvörtuðum sáran undan hinu ægilega böli, er stríðstímarair höfðu í för með sér ,og er sízt að furða sig á því. Menn vonuðust eftir bót bölsins, harma léttis og hagstæðari tíða, að stríðinu loknu. En stríðinu heldur áfram enn, um allan heim. í hverju einasta landi í öllum heimi, er uppihaldslaust stríð, — stríð, sem miðar til þess að kollvarpa iðnaðarstofnunum landanna, hefta framleiðsluna og koma þjóðunum smáum eða stórum á kné. Ekkert er til, sem eins fljótt eyðileggur fé- hvern lagsskap, stóran eða smáan, eins og inn- byrðis ósamlyndi og ósamheldni, og aldrei hafa þau öfl leikið eins lausum hala og grafið sig inn í merg og bein þjóðanna, eins og einmitt nú. Vér heyrum menn segja, að þetta séu nátt- úrlegar afleiðingar stríðsins, að engin hætta sé á ferðinni og að hlutimir jafni sig aftur bráð- lega. petta er heimskulegt léttúðarhjal. Eng- inn hlutur gerir sig sjálfur. Iðnaðar- og verzlunarmál flestra landa eru í ægilega slæmu ástandi. Verkföiliin, sem standa yfir og hafa staðið yfir, hafa fylt hinar ýmsu stéttir meira og minna óhug og illu blóði. Verkföllin hafa og gjört það að verkum, að framleiðslu kostnaðurinn hefir vaxið svo að iðn- aðarstofnanimar geta ekki selt eða framleitt af- urðir sínar nema að selja þær sér í skaða. Hér er þá um tvent að ræða og að eins tvent: Að vinnuiýðurinn láti til leiðast að vinna fyrir því kaupi, og þann vinnutíma, sem nauð- synlegur er til þess, að iðnaðarstofnanirnar geti staðist. Eða þá, að þær verða að loka dyrum sínum og hætta. petta er ástand, sem ekki getur lagast af sjálfu sér. par verður því til að koma skilning- ur beggja málsaðilja og staðfastur vilji þeirra til þess að bæta úr því, ekki að eins sín vegna, heldur vegna velferðar þjóðfélaganna og þrosk- unarmöguleika þeirra. Vér trúum því, að ef sá hluti verkalýðsins, sem finnur til skýldu sinnar sem borgarar hér landi eða annars staðar, og þeir af frarpleiðend um, sem bera hag heildarinnar fyrir brjósti, fengju að ráða, að þá væri hægt að laga þetta— brjótast fram úr þessum vandræðum smátt og smátt. En nú er það ekki, því hér er líka að eiga við og mæta stórum flokki manna, sem hafa annað hvort gjört það að lífsstarfi sínu, eða þá að þeir eru keyptir, eða hvorutveggja, til að blása að stéttahatrinu, kynda eld óánægjunnar, pyðileggja með verkföllum alt, sem þeir geta; í einu orði, að vera til eins mikillar bölvunar í mannfélaginu eins og þeim er lífsins mögulegt. Á þessa menn, — æsingamennina — mint- umst vér í Lögbergi nýlega í sambandi við rit eitt, sem þeir voru að dreifa út í Bandaríkjunum, og þar var gjört upptækt, og héldum vér, að land- ar vorir væru engir svo andlega skyldir þessum andlegu meinlætamönnum, að þeir myndu finna sig móðgaða með því. En viti menn, mundi ekki í næstu Heims- kringlu á eftir koma skerandi og ámátlegt ang- istarvein frá meðritstjóra ,þess blaðs, Stefáni Einarssyni, út jif móðgun þeirri, er vér höfum gjört 'honum og skoðanabræðrum hans, með þvi að benda á athæfi þeirra. J?ökk fyrir, Stefán, að þú hefir opinberlega og á löglegan hátt lýst þig í sveit með þessum óaldarseggjum, sem um var að ræða í áminstri grein, og eru ein sú skaðvænlegasta pest, sem mannfélagið á við að stríða. peir hvísla í eyru manna fyrirlitning fyrir lögum landsins, þeir eru háværir á fundum verkamanna og eggja þá oftast tiJ verkfalla og annarar óhæfu. peir eru eins og ormarnir, sem leggjast að rótum korn- stanganna á ökrunum og naga þær unz stöngin fölnar og verður óhæf til þess að bera ávöxt. Tökúm Bretland til dæmis. J?eir sem fylgst hafa með málum þar síðan stríðinu lauk, vita, hve mikil rækt hefir verið lögð við að æsa verka- lýðinn upp á móti hinu lögákveðna og þraut- reynda mannfélags fyrirkomulagi ,þar. Æs- ingamönnunum og Bolsheviki-mönnunum rúss- nesku var það ljóst, að Bretar, eða öllu heldur festa hinnar brezku lyndiseinkunnar, var versti þröskuldurinn í veginum fyrir því, að draum- sjónir þeirra fengju að rætast, og þar hafa þeir líka lagst að með öllu afli. Afleiðingarnar eru orðnar öllum kunnar. Hvert verkfallið hefir rekið annað á Bretlandi þar til nú, að iðnaðarástand landsins er orðið al- varlegra, en það hefir ef til vill nokkurn tíma áður verið. Verzlunarsambönd landsins slitin, kolamarkaður sá, sem þjóðin hefir haldið í Ev- rópu og víðar um langa tíð, tapaður máske fyrir fult og alt. Verksmiðju framleiðslan heima fyr- ir annað hvort gjörð ómöguleg, eða þá að hún er svo dýr, að ókleift er að keppa við verksmiðju- iðnað annara landa, jafnvel ekki í 'landinu sjálfu, og þegar svo er komið, getur hver maður með opin augun séð hvert stefnir. pegar svo er komið, að það kostar einhverja þjóð mieira að framleiða vörur sínar, heldur en hún getur fengið fyrir þær, þá er ekki nema tvent fyrir hendi, annað 'hvort að laga það, hvað sem það kostar, eQa að bíða fjárhagslegt skip- brot, og hið sama er að segja um hverja ein- ustu iðnaðarstofnun, sem einstaklingar eða fé- lög hafa með höndum. Menn segja, að með lögum megi hyggja ó- dýrum vörum annara þjóða út úr landinu, til þess að varan, sem framleidd er heima fyrir, seljist; og menn segja, að stjórnimar geti stutt iðnaðar stofnanir þær, sem ekki bera sig sjálfar, eða þá tekið framleiðsluna í sínar eigin hendur. Hvorttveggja þetta er rangt. J?að er engin þjóð til í heimi, sem getur þrifist til lengdar með því að eins að búa að sínu. proskunar skilyrði þeirra kref jast víðtækari verkahrings. Og mjög hefir manndómsanda íslendinga farið aftur frá því sem áður var, ef þeir geta sætt sig við að vera ómagar þess opinbera eða nokkurs annars. RÆÐA flutt af séra R. Marteinssyni, vi8 afhjúpun myndastyttu Jóns Sigurðssonar. Spor sem viltum vegfaranda vísa braut um eyðisand og sem frelsa frá a8 stranda farmann þann sem berst á land. “Allir miklir menn oss sýna, manndómstign er unt að ná og eiga þegar árin dvína, eftir spor við tímans sjá.” Þingkosningar í Alberta. J?ótt enn hafi eigi að vísu verið opinberlega tilkynt, að kosningár skuli fara fram í Alberta- fylki á yfirstandandi sumri, þá bendir þó margt til að svo muni verða. Hin frjálslynda Stewart stjóm, er nú veitir málefnum fylkisins forstöðu, hefir í þessum mánuði setið fjögur ár að völdum, en getur auð- vitað frá stjómskipulegu sjónarmiði dregið kosningarnar til næsta árs. pess hefir verið getið til, að Alberta-stjórn muni af sömu ástæð- um og Martin-stjórnin í Saskatchewan, freittur æskja þess, að kosningar fari fram í sumar, þar sem víst er, að kosningar til sambandsþings hljóta að skella á einhvern tíma áður en næsta ári lýkur, og mundu fylkisbúar, ef heimakosn- ingunum yrði frestað, þannig eiga yfir höfði sér tvenna kjörbardaga um sama leytið. Eftir blaðafregnum að dæma, mun skoðun Stewart stjórnarinnar sú, að hollara muni það vera fyrir fylkisbúa, að láta kosningarnar' fara fram i sumar, með því að almenningi gefist við það betra tækifæri til rólegrar yfirvegunar hinna ýmsu héraðsmála, en ef tvennir færu fram pólitisku bardagarnir um iíkt eða sama leyti. Blaðið Calgary Albertan er eindregið á því máli, að stjómin meira en verðskuldi traust meiri hluta fylkisbúa og ætti þar af leiðandi að sjálfsögðu að verða endurkosin fyrir afreksverk í þarfir landbúnaðarins, svo sem til dæmis á- veitumálið, er þegar hefir orðið fjölda búenda til ómetanlegra hagsmuna. ,J?rátt fyrir það, þótt Calgary Albertan telji endurkosning stjórn- arinnar ekki að eins æskilega, heldur og sjálf- sagða, viðurkennir ritstjóri þess þó, að stjómin eigi við raman reip að draga og þurfi á allri ár- vekni að halda. Sameinuðu 'bændafélögin í fylk- inu hafa þegar haft viðbúnað mikinn og ákveð- ið að ná 'haldi á stjórnartaumunum, svo fremi að þess sé nokkur kostur. Ekki er þess getið, að bændur finni stjórn Stewarts nokkuð verulegt til foráttu, svo að því leyti er ástandið svipað og í Saskatchewan fyrir kosninguna þar. En sam- tök bænda í Alberta fylki munu standa á miklu fastari grundvelii og þess vegna er ekki ólíklegt, að stjórain þurfi á öliu sínu að halda, eigi hún ekki að verða undir í kosningunum, hvenær svo sem til þeirra kemur. Allmargt bænda víðsveg- ar um fylkið, veitir stjórninni þó áreiðanlega fylgi, enda mun sanni næst, að hún hafi verið bændastjórn umfram alt annað. Alls eru í fylkinu 58 þdngsæti, iþar af tíu í Calgary og Edmonton, fimm í hvorri borginni um sig. fhaldsflokkurinn í Alberta er í hinni mestu óreiðu, líkt og á sér stað í flestum hinná fylkj- anna, og er þess því tæpast að vænta, að honum muni aukast fylgi, er nokkru nemur. En eitthvað af utanflokka mönnum mun sækja um kosningu í hinum og þessum kjördæmum og er hreint ekki ólíklegt, að þeir geti unnið nokkur sæti. Flogið hefir það lauslega fyrir, að kosning- arnar í Alberta muni fara fram 15. ágúst næst- komandi og hlýtur þá auðvitað tilkynning um það efni að birtast innan skamms. --------o-------- S AMK V ÆMIS V ÍSUR. Meðan söngnr stiltur streymir Strengjum frá — í sálir inn; Alt það bezta er brjóstið geymir Býður yður velkomin. Ymsa minning sæla — sára, • Saman tíðum græddnm vér Á leiðum þeirra liðnn ára, Ljúft oss því að mætast er. Nú í faðmi náttúrunnar Njótið yndis þessa stund. Raddir hennar hljóma kunnar Hér er kátt, í grænum lund. Svalar blær frá sólar-heiði, Svífur dís um skógagöng Fagurt kvakar fugl á meiði, Finst nú engu stundin löng. Það er liolt að hitta&t svona, Hér og þar — á lífsins strönd. Hlúa að blómum vors og vona, Vináttunnar styrkja bönd. Sjáumst oft — við saklafust gaman, Sólin meðan vermir grund. Eins og börain sitjum saman Sæl og glöð, um litla stund. María G. Árnason. Fyrir mörgum árum síðan var eg stad'dur á hæðunum fyrir vestan Calgary bæ og horfði til vesturs. par blöstu tignarleg Klettafjöllin við mér í iblástakk stínum með “ihvítfaldinn Ihá”. pau voru að sjá eins og einn samanhangandi fjall- hryggur — risavaxinn tignarleg- ur, sem gnæfði langt yfir sléttuna og mændi til himins. Eg beygði mig í lotningu fyrir þessari til- komuimiklu dýrð. ■Nokkru síðar var eg staddur vestur í fjöllum sjálfur og sá þá það, sem eg í raun og veru vissi áður, að fjallhryggurinn deildi sér í aragrúa af hnjúkum og tindum. Eðlilega bar mest á hinum hæstu. cg aðallega voru það þeir, sem sá- ust í fjarlægðinni, hinir minni hurfu inn á myndina af hinum stærri; og samt má ekki ganga fram hjá því atriði, að líka hinir 3mærri tindar voru nokkur hluti af hinu tröllaukna hálendi. Gunnar skáld Gunnarsson likir mannlífinu við strönd. Ekki viljum vér fara mikið lengra með honum út í þá sálma, en sá sem gengur í sandinum skilur lík- legast eftir spor. Má vera að þau spor staðnæmist ekki lengi, en rná vera líka að mannkynssagan sé ekki löng fyrir guði, en hvað sem tímanum líður, er ekki ólík- legt að vegfarandinn skilji eftir spor. pað er líka hugsunin í ljóðinu sem byrjað var með. Hvað er mikilmenni? Ekki viljum vér í þetta sinn fara út í neina heimspekilega draumóra í saníbándi við það hugtak, héldur að eins drepa á, Ihvað vanalega er átt við me.ð því oíði. Mikil- menni er vegfarandi, .sem skilur eftir spor við “tímans sjá,” sem einhverjum öðrum verður til leið- beiningar. Hann afkastar ein- hverju því verki, sem komandi kynslóðum verður til góðs. Eða til þess að nota hina samlíkinguna, mikilmenni er fjallhnjúkurinn, sem gnæfði yfir hina tindana. Eins og einn fjallhnjúkur er öðrum líkur, eins er mikli maðurinn gæddur hinum sömu hæfileik- um, sömu tilfinningum eins og- meðbræður han«, en eins og hæsti tindurinrí gnæfir- Ihann yfir sam ferðamenn áína. Hann hefir þegið meira af hæfileikum eða I happasælli hlutföllum, eða hann hefir lifað á þeim tíma eða starfað á þeim' stöðvum, sem þroskuðu hæfileika hans betur en annara, eða knúðu hann inn á þá braut. þar sem hið mikla hlutverk hans lá. Standmynd af Jóni Sigurðssyni á iþingvdlli Manitobafylkis er af- hjúpuð hér í dag. Vingjarnlegt er það óneitanlega af stjórn í ensku landi, langt iburt frlá hinu íslenzka konungsríki að leýfa honum sem aldrei steig fæti á þetta land, sæti með siínuip eigin mikilmennum. pakkir segja íslenzk hjijrtu fyrir þá velvild hinnar kanadisku bræðra. Má vera að það sé fyrirboði þess, að hér eftir sækist kanadiskir mentamenn meir en að undanförnu eftir því, að kynnast gulli hinna íslenzku bók- menta. Má vera að þetta verði til þews að tæpast finnist nú leng- ur svo lítil fingurbjargarsál með- al Vestur-fslendinga, að henni þykji sómi að því að kasta íslenzka gullinu í sorpið. Má vera að vér fáum að leggja íslenzka gull- ið sem vér eigum í kanadisku fjár- hirzluna, því Canada eigum vér. Canada elskum vér og Canada viljum vér gefa alt það bezta sem vér eigum. ipýðingarlaust væri það að reisa Jóni Sigurðssyni líkneaki fremur nokkrum öðrum manni, hér eða nokkurstaðar, nema fyrir þá sök eina, að hann var mikilmenni, og örðugt væri Hklega að finna nokk- urn mann vel kunnugan anda og starfi Jóns Sigurðssonar, sem léti sér detta í hug að neita þvlí. Hann var mikilmeríni, vegna þess að hann bar höfuð og herðar yfir alla íslenzka samtíð og líka vegna þess að hann leysti af hendi það verk, -sem ekki einngis samtíð hans naut heldur enn fremur all- ar kyn'slóðir íslendinga eftir hanis dag þlessa hann fyrir. pétta sá og sagði iBenedikt Gröndal jafnvel eins snemma og 1851, er hann kvað til Jóns Sig- urðssonar í skilnaðarveizlu þjóð- fundarmanna, 12. ág. það ár. “Alli^ sem feðra elska láð, allir sem líta snjóvga tindinn þar sem að hreina himinlindin elur sig myrkt við mökkva gráð, hefði hann þó geta dagað upp í meðaimannls istöðu O'g slitið kröft- um sínum við eiríhverja smásnún- inga mannfélagsins; ef hann hefði ekki fyrir einlhverja rás við- burðanna komist á þá sérstöku braut, þar sem stórvirkið beið hans einmitt þegar &líks mamns var mest þörf og á þeim tíma þegar beztur kostur var á að vinna slíkt verk. Til er þjóðsaga um perlukaup- mann einn auðugan er heyrt hafði getið urn hjartamyndaða perlu nokkra, fagra og dýrmœta. Hon- um var sagt að indverskur prinz væri nýbúinn að kaupa hana. pang að fór hann til að eignast hana, ef þess væri kostur, jafnvel hvað mikið sem hann þyrfti að borga fvrir hana. Hann ferðaðist i þeim tilgangi mörg hundruð míl- ur, stundum eftir glóðiheitum eyði- merkursöndum; en þegar hann loks hitti prinzinn fékk hann að vita, að perlunmi hafði verið stolið af ræningjum, sem voru 3,000 mlílur burtu. Nú bjó hann sig eins og stafkarl og eftir fleiri ár gat hann grafið upp hvar perlan hafði verið, en þá var hún seld konumgi nokkrum langt norður i landi. Hann leitaði perlunnar þangáð til hann var orðinm gamall maður, en fann aldrei og gafst að lokum upp. Vígmóður og elli- hrumur sat hann við götuna og horfði á ógrynni af i perlum, sem hann átti og hafði ætlað sér að borga fyrir perluna fögru. pa kemur til hans maður, sem segir honum að sonur isinn sé dæmdur til að deyja nema að hann geti borgað hátt lausnargjald en ekkert fé var fyrir hendi. Ferlukaup- maðurinn gaf honum tafarlaust handfylli af perlum, og er faðir- inn þakkaði honum, bað hann guð að gefa honum betri períu en hann hefði nokkurntíma dreymt um. paðan ferðaðist hann áleiðis til Jerúsalem og alstaðar gaf hann fátæklingum af perlum sínum. Seinustu perluna sem hann átti. gaf hanrí fátækri konu nokkurri og af einhverjum gömlum vana, spurði hann hana hvort að hún hefði nokkurntíma heyrt getið um hjartamynduðu perluna. Hún játaði því og sagði að hana ætti ungur spámaður frá Galíleu, sem héti Jesús. Kaupmaðurinn fór og eignaðist hjá Jesú Kristi hiría dýrmætustu perlu, sem nokkur maður getur eignast. Hver er perla æfistarfsins? Að eiga í sálu sinni einhverja góða framkvæmdarhugsun sem er manni svo dýrmæt að maður fús- lega fórnar öllum kröftum sínum andlegum og Mkamlegum i þarfir hennar í óíbifanlegri sannfæringu að hugsunin sé réttog framkvæmd- in til nytosemdar, getur nokkuð verið ákjósanlegra en það? pað er perla æfistarfsins, og Jón Sigurðs- son fann hana.. Og getur ríokkur efasýki varist þeirri hugsun að guðleg forsjón hafi leitt hann að perlunni. Hann leitaði hennar á ýmsum vegum, sem drengur í heimahúsum á Rafmseyri við verzlunarstörf í Reykjavík, við skrifarastörf hjá Steingrími Jónssyni biskup. við tungumálanám á háskólanum í Kapmannahöfn, þar sem hann hefir óefað ímyndað sér að hann hefði fundið lífsköl'lun sína, því alt sem laut að tungumálanámi og bókmentalegum rannsóknum, féll honum einkar vel í geð og var við bans hæfi og að miklu leyti var þetta í raun og veru æfistarf hans; það varð Hifi-brauð hans þótt fá- tæklegt væri, því mestan hluta æfi sinnar í Kaupmannahöfn átti hann við fremur þröngan kost að búa en í þessu vísindalega starfi var þó ekki perla lífsins fyrir hann. Hvar var hún þá og hvemig fann hann hana? Árið 1833 kom Jón til Kaup- mannahafnar. pá var aðeins þrjú ár liðin frá einni stjórnar- byltingunni miklu á Frakklandi. Hafði hún feikna mikil áhrif á allan vesturhlnta Norðurálfunn- ar. Um það leyti var saman- kominn í Kaupmannahöfn einn hinn mannvænlegasti thópur ís- lenzkra némsmanna, sem þar hefir nokkurntíma verið. Voru þeir mjög snortnir af frelsishreyfingum þesisum, og ættjarðarástin logaði skært í sálum þeirra. J?essir menn hófu nýtt tímabil í sögu íslands með útgáfu Fjölnis árið 1835, þeg- ar Jón Sigurðsson bafði verið tvö ár við tungumálanám í háskólan- um. Merkasti maðurinn í hópnum var Jónas Hallgrímsson, skáldið, hugsjónamaðurinn, sem vakti hina íslensku sál af dvala liðinna alda og gaf henrri nýtt og fagurt tungu- taíc, skapaði nýja gullöld í bók- mentum ísllnds. Inn í þonna straum var Jón Sigurðlsson borinn. par fann hann sál sína, þar fann hann perlu æfistarfsins, þar fann hann hlutverk, sem krafðist allra þeirra dýrðlegu krafta, sem hann hafði eignaat. Ekki varð hann samt sporgóngumaður hinna. Miklu fremur lagði hann til það sem iþá skorti. Jónas iðkaði náttúrufræði og skáldskap, Kon- ráð Gíslason málfrajði, en Jón sögu fslands. Alla æfi síðan Hvers vegna þér 'eigið að spara Til þess að tryggja y&ur þægindi og Ihvíld á elliárunum Til þess að tryggja framtíð fjölskyld- unnar eftir fráfall yðar. Byrjið að spara ‘í dag með innleggi á huidu framtíð THE ROYAL BANK _______________OFOANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir..........$544,000,000 peir skulu allir þakkir færa, þér sem að frelsis ljómann skæra . lagði hann stund á þá námsgrein vaktir og kallar eaga sanns, I 0g svo þaulkunnugur varð hann sverðið og skjöldur ísalands. öllu sem þar að laut, að líklegast hefir enginn, fyr eða síðar, verið En hvernig varð Jón það mikil- menni sem allir kannast við #ð hann hafi verið? Að hann hafði frábæra hæfileika, glöggan skiln- ing, minni með afbrigðum, vinnu- þol á við þá sem allra bezt geta starfað, isamvizkusemi og alla mannkosti á horð við það sem bezt þekkist, vita allir þeir, sem kui^n- ugir eru æfi Jóns með alt þetta hepnari með, leiðtoga sinn en ís- land var, með því að eiga Jón Sig- urðsson. Árið 1841 byrjaði hann að gefa út Ný Félagsrit og urðu þau mál- gagn hans í 30 ár. í inngangi þess rits standa þessi orð hans: “Vér ætlum oss að hafa gagn fslands fyrir augum”. pað eru að vísu orð, sem margur hefði getað við- haft; en í þessu tilfelli fylgdi hug- fann aldrei og gafst að ur «vo vel máli að lífsstefna mannsms, sem þau talaði var í orðunum og meir en 30 ára starf eftir það var ósvikin uppfylling þeirra., ^ Orðin sýna enn fremur sérkenni stefnu hans. Hann var fram kvæmdamaðurinn. Aðrir höfðu vakið hugsjónir, hann bjó hugsjón- unum ákveðinn ibúning og kom þeim í framkvæmd, og ávalt var það gagn íslands, sem hann hafði fyrir augum. Til þess að vera framkvæmdar- maðurinn, hafði hann öll skilyrði, og má þá nefna fyrst frálbærlega glöggan og víðtækan skilning á máilefnunum pegar hann hóf starf sitt, íslandi til viðreisnar eoa mjög skömmu þar á eftir, virð- ist hann hafa verið búinxj að at- huga alt málið frá svo mörgum hliðum, með svo mikilli þekkingu, og með svo ljósri skynsemi að hann var búinn að sjá með hverj- um hætti áð þetta yrði gjört, og svo rétt var þetta athugað, að eft- ir því hefir verið farið síðan og þó honum tækist ekki að koma öllu í framkvæmd sem hann vildi, hélt það starf áfram og fast að því komið í framkvæmd nú. í öðru hefti Nýrra Félagsrita standa þessi orð hans: “pað er einkum þrjú efni, sem oss íslend- ingum standa á mestu að útkljáð verði bæði fjlótt og vel: það er alþingismálið, skólamálið og verzl- unarmálið.” Um alþingismálið ritaði hann langt og rækilega í fyrstu tvö hefti Nýrra Félagsrita. Síðan ritaði hann hina frægu “Hugvekju til íslendinga” og í raun og veru var hann til dauðadags að berjast fyrir því, sem laut að betri stjórnarskipun á íslandi, Hann var fyrsti maðurinn til að sjá á hvaða óyggjandi grundvelli mátti byggja frelsisibaráttu íslendinga. peir höfðu gert frjálsan samning við Noregs konung 1262, þeir höfðu svarið dönskum konungi einveldi 400 árum siðar. pegar hann skil- aði aftur einvejdi sínu, hlaut það að vera í hendur hinni íslenzku þjóð, sem þá ætti aftur að fá sín fornu landsréttindi, en enginn hvorki guð eða menn, höfðu nokk- um tíma gefið þingi hinnar dönsku þjóðar vald til að semja lög fyrir ísland eða að ráða fyrir hinni ís- lenzku þjóð. Hann viídi því að eins konungssamband með Dan, mörku, en á Islandi alþingi með fullu löggjafarvaldi og landstjóra, sem bæri ábyrgð fyrir alþingi. Flestir leiðtogar íslendinga á þeirri tíð voru ákafir mfeð því að fá alþing á hinum forna þingvelli og sem sniðið væri sem mest eftir hinu forna alþingi hefði jafnvel dómsvald ekki síður en löggjafar- vald. þessu mótmælti Jón af alefli, kannaðist að vísu við að hugur og tilfinnig mæltu með þingvöllum en skynsemin með höf- uðstað landsins, Reykjavík. Vildi hann að alþingi svaraði sem bezt verulegum þörfum nútímans og vildi í þessu máli hagnýta sér beztu reynslu aqnara þjóða. Með þessu vat kominn fram á sjónarsviðið vlðsýnn framkvæmd- armaður með jafnvægi og dóm- greind, maður sem ekki lét til- finningarnar blinda vitið, maður sem hafði fulla einurð til að halda fram þeirri niðurstöðu, sem haiin við ítarlega ranmsókn, hafði kom- ist að hver sem í móti mælti. í verzlunarmálinu hélt hann fram algjörðu verzlunarfrelsi og vann í þvá máli algjörðan sigur árið 1854. Um skólamál íslands skrifaði hann mjög rækilega þegar í annað hefti Nýrra Félagsritá. Hann vildi sérstakan prestaskóla, lagaskóla, læknaskóla og latínuskóla í Reykja vík, búnaðarskóla 1 ihverjum lands- fjórðungi, og barnaskóla hvar því yrði viðkomið. ipetta alt (ber vitni um hve glögt hann isá þarfir þjóðar sinnar og líka það sem hugsanlegt var til framkvæmda; en hann hafði líka aðra kosti sem framkvæmdarmað- ur og foringi. Djörfung hafði hann ávalt til' að fylgja sannfær- ingu sinni, hvort heldur nauðsyn bar til að mótmæla ofríki kon- ungsfulltrúa á þjóðfundinum 1851, þegar hann ibakaði sér ónáð allra dönsku stjórnarvaldanna, eða til að mótmæla niðurskurði sauð- fjársins á fslandi -k fjárkláðatíð- inni; þegar Ihann bakaði sér ónáð hinnar íslenzku þjóðar og misti af forsetastöðunni á alþingi. En aldrei hefir ileiðtogi nokkurrar þjóðar verið lausari við hleypi- dóma eða æsingar. Aldrei hef- ir nokkur mannlegur leiðtogi verið fjær þvá að færa sér í nyt hinar lægri fýsnir almennings. Aldrei kom hann öðruvísi fram en tign- arlega, æruverða prúðmennið. pótt hann væri hinn glaðasti og skemti- legaisti ’í samkvæmi, þótt ihann væri hinn mælskasti íslendingur sinnar tíðar, var aldrei hinn minsti léttúðarbragur á neinu starfi hans. í sannara skilningi en nokkur annar maður hefir nokk- urntíma verið, var hann 'höfðingi hinnar íslenzku þjóðar og af guði og alllri .hinni ísiltenzku þjóð kjör- inn fulltrúi hennar, til að mæla máli ihennar og efla heill hennar. Með samvizkusemi og ósérplægni skipaði hann það isæti til dauða- dags. Ekki var ofsagt það, sem Steingrímur Thorsteinsson mælti til hans: “Láði þú léðir, ’líf þitt óhlífinn mannvit og menning manndáð og ráð.” Hann fórnaði öllu sem hann átti í þarfir hinnar íslenzku þjóð- ai. Hvorki hótanir né hagnað- arvonir gátu nokkurntíma hrákið hann af leið sinni. í blóma krafta sinna. “Sór hann að hræðast ei hatur né völd, né heilaga köllun að isvíkja og ritaði djúpt á sinn riddaraskjðld sitt rausnarorð, aldrei að víkja.” Fyrir drenglyndi bræðra vorra á fslandi Ihorfum vér 1 dag á mynd Jóns Sigurðssonar, hann sem með fórnfýsi og manngöfgi sinni varp- aði slíkum Ijóma á nafnið sitt að engin nafnbót á jörðu ihefði getað við það jafnast. “Mæni mynd in hreina mæringis þjóðar kæra glæst með ljósi listar 'lengi fyrir mengi.” Verði myndin þessi Vestur-íslfend- ingum nú og á öllum ókomnum tíma hvöt til að feta á fótspor eins hins göfugasta manns, sem ritað hefir með fórnfúsu æfistarfj nafn sitt á spjöld sögunnar, ridd- ara sem aldrei átti blett á skildi sínum. Og þegar nafn hans er nefnt ætti hún ekki að gleymaist, konan hans, Ingibjörg Einarsdóttir. sem með hjartans gleði fórríaði öllum kröftum sínum honum til aðstoðar. Li'fi minning forsetans, fram- kvæmdarmannsins, foringjans, frelsishetjunnar, Jóns Sigurðs- sonar, meðan að sagt verður um Fjallkonuna; “Sólgeislahár um herðar bjartar fellUr, hátt mót röðli fannhvátt brjóstið svellur, eldheitt í barmi æskuiblóðið vellur aldanna brim að fótum hennar skellur.” Ferðapistlar og fcug- leiðingar eftir Jón Á. Guðmundsson. honum jafpsnjall í þeirri grein. í _öllu viðreisnarstarfi sinu fyrir ís- iand notaði íhann upp frá þessu sögu landsins. Á þessum grundvelli vann hann að viðreisn fslands meðan kraft- arnir entust. Með þfessu var fyrir hann fundin perla láfsins. Láklegast hefir engin þjóð verið / I. 1 Englandi leitaði eg fyrir mér með markað fyrir gráðaostinn ís- lenzka. Haðfi nokkur sýnis- horn þangað. En þar er hann tiltölulega lítið notaður og mark- aðsverð auk þess ekki hátt. Áð vísu sæmilegt meðan pundið stóð sem allra hæst, en annars lægra en á Norðurlöndum. Eg tók því aðal sýnis'hornin til Danmerkur og Noergs. í Kaup- mannahöfn sýndi eg nokkrum osta kaupmönnum ostinn og leizt þeim hann eins góður og hinar algeng- ustu tegundir af egta Roquefort- osti, sem iseidar eru á Norður- löndum. Um miðjan desemiber var franski osturinn í mjög háu verði þar, en síðan hefir hann fallið nokkuð, eins og aðrar ostategundir. En þó hlutfallslega minna. Að vísu voru sýnishorn þessi úrval af ostum mínum frá síðast- liðnu sumri, en vonandi er, að hægt verði eftirleiðis að fá meginið af ostinum álíka gott. Og þegar íslenzki gráðaosturinn kynnist á erlendum markaði getum við vænst sama verðs og fæst fyrir þann franska á Norðurlöndum. En allra bezta tegundín af Roquefort- ostinum er næstum eingöngu seld í París, London og New York, og kemur því ekki til samkepni hér. Danskur blaðamaður sem fékk sýniishorn af gnáðaostinum, bauðst

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.