Lögberg - 04.08.1921, Síða 6

Lögberg - 04.08.1921, Síða 6
Bls. 6 LÖGBERQ .FIMTUDAGINN, 4. ÁGtJST 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. * ‘ Beílu! Sem er reglulegt barn! Nei, alls ekki.” “En til hverrar þá?” “Ert þú blind, mammaí Hann er alveg bráðskotinn í kennaranum þínum.” “Helen!” hrópaði móðir hennar afarmikð undrandi. “ Já, það er nú í raun og veru satt, sem eg segi.” “En eg get ekki trúað því. Ungfrú Gay er miög lipur að leika á hljóðfæri, og hann hefir skemtun af piano söng hennar.” “Nú jæg'a — lít þú eftir þeim í næsta skifti sem þau eru saman — þá held eg að þú skiljir, að það er ekki eingöngu hljóðfærasöngurinn hennar, sem lávarður Nelson sækist eftir. Þú færð seinna ástæðu til að gleðjast yfir þessum ráðahag, sem fallega vinnukonan þín gerir,” sagði Helen með lymskuhrosi. “Ungfrú Gay er siðmentuð heldri stúlka, þó hún sé að eins kennari í mínu húsi,” svaraði frú Stewart og roðnaði dálítið. En hana grun- aði að það kynni að vera eitthvað satt í því, sem Helen sagði. “Satt er það,” svaraði Helen. “Hún er of mikið af heldri stúlku til þesis, að gegna þeirri stöðu, sem hún gerir. En þú mátt reiða þig á, að eg verð aldrei lafði Nelson.” “Þú vilt máske heldur verða læknisfrú,” sagði frú Stewart reið, því nú misti hún þolin- mæðina við dóttur sína. Helen (blóðroðnaði og þagnaði um stund, cn sagði svo vonskulega: ‘ ‘ Þú hefir einu sinni áður skift þér af áformum mínum. Leyfðu mér að ráðleggja þér, að taka ekki oftar þátt í mínum fyrirtækjum. ” “En það er þér til góðs. Þú hefðir eyði- lagt líf þitt, ef þú hefðir haldið áfram með —” “Þey,” greip Helen fram í fyrir móður sinni með skipandi róm. En hún var orðin nábleik. “Eg vil ekki heyra neitt um þetta nú.” “Þú ert mjög óþakklát. Hugsaðu að eins um alla þá peninga, sem eg hefi eytt til þess að búa þig undir háa stöðu í mannfélaginu,” svar- aði móðir hennar með tár í augum. “Við skulum ekki tala meira um þetta,” sagði Helen, gekk út og skelti hurðinni hart á eftir sér. Nú hafði unga stúlkan fundið jafningja einn. Hingað til hafði hún tekið á móti hylli annara með kæruleys, enn nú var alt breytt. Hún bar svo heita ást til Perey, að hún hafði aldrei getað ímyndað sér að geta elskað nokkurn mann svo mikið. Ást hennar til hans byrjaði þegar hann í síðara skiftið vitjaði hennar í Osterly, og var þar óþarflega lengi. En ef hann hefði ekki komið oftar til Brigh- ton, gat skeð að hún hefði gleymt honum og fyr eða síðar gleymt lávarði Nelson. En nú fann hún, að lífið var henni einkis virði, ef hún gæti ekki náð ást hans. Kvöld þessa dags var heimboð í Cresent Villa. Percy hafði þegið heimboðið í þeirri von, að mæta Harriet iþar. Hann hafði að eins séð hana nokkrum sinnum í nærveru annara um langan tíma. Lávarður Nelson, eða Char- les Harwood voru alt af hjá henni, svo hann gat ekkert talað við hana. Hann vissi að Nelson var ágætur ráðahag- ur fyrir Harriet, en hannelskaði hana svo heitt, að honum var sönn kvöl í því að vita hana gift- ast öðrum. Hann gekk þetta kvöld til heimilis frú Ste- wart, í von um að geta verið fáein augnablik aleinn hjá Harriet. Hann mætti henni í dyraganginum þegar hann kom inn. Hún hélt á litlum blómavendi með rauðum blómum, sem um var vafið hvítu bandi. Enginn var í ganginum á þessu augna- bliki, sem henni þótti mjö gvænt um. Húu gekk á móti honum og greip hendi hans, sem bann rétti að henni. “En hvað það er skemtilegt að geta verið alein hjá þér dálitla stund, Percy, sagði hún ánægjuleg. “Eg vissi að þér var boðið,” bætti hún við. En eg var hraxid um að eitthvað hindraði þig frá að koma.” “Þú veitir mér þá þann heiður að hugsa um mig stundum,” svaraði hann. - “Stundum,” endurtók hún og roðnaði. “Eg hugsa um þig daglega.” “Gerir þú það, Harriet?” spurði hann og laut niður og horfði í augi hennar rannsak- andi. “Já, það er áreiðanlegt, Percy. Þú veizt að eg meina alt af það sem eg segi. En hvað þú lítur vel út. Loftið hérna er þér eflaust hentugt.” “0g þér líka kæra Harriet. Eg held eg hafi aldrei séð þig jafn blómstrandi og núna. En þessir yndislegu rósahnúðar; hvaðan færðu þá? spurði hann. “Lávarður Nelson sendi mér þá,” svaraði hún rúlega og eðlilega. “Þeir eru yfirburða fallegir. Þú skalt fá þann fallegasta af þeim til að láta í hnappagatið. ” • Hún fór að velja einn þeirra úr, til þess að gefa honum. “Nei, þökk fyrir,” svaraði Percy, kvalinn af afbrýði. “Þú métt ekki ræna blómavönd- inn þinn. Hans hátign líkar naumast að sjá gjafir sínar notaðar sem skraut handa mér.” Það var eitthvð í rödd hans sem hrygði Harriet, svo hún fölnaði. Én hún endur- tók ekki tilboð sitt. Og frá þessu augnabliki var gleði hennar yfir blómunum horfin. Þau voru naumast byrjuð á öðru samtals- efni, þegar Harriet heyrði létt fótatak bak við sig, og reiðiþrungna rödd segja: “Ungfrú Gay — Bellu vantar yður. Viljið, þér gjöra svo vel og fara til hennar?” Á næsta augnabliki kom Helen Stewart afar skrautklædd og brosandi til að heilsa Mor- ton lækni. Harriet fór með tár í augum. Hún tók nefnilega eftir reiða augnatillitinu, sem Helen sendi henni um leið og hún gekk framhjá, og kom það afar illa. Og þegar hún kom upp, fékk hún að vita að Helen hafði logið, til þess að verða af meÖ hana. Þegar þær urðu samferða ofan, voru marg- ir gestir komnir, þar á meðal lávarður Nelson og Charles Harwood. Harwood náði í fyrsta dansinn með Harr- et, en Nelson hélt lengi á dansspjaldinu hennar, og þegar hann fékk henni það aftur, fann hún nafn hans á fjórum stöðum. Langa stund varð hún ekki vör við Percy, en þegar hún hvíld sig eftir einn dansinn, kom hann til hennar, rétti fram hendina og bað um að fá að sjá dansspjaldið hennar. Það var næstum fult. “Þykir þér gaman að dansa?” spurði hann. “Já, mjög gaman,” svaraði hún broandi. “Þú virðist vera í miklu upj)áhaldi. Hvaða danS viltu gefa mér?” “Hvem sem er af þeim, sem eg er ekki ráðin til,” svaraði hún. Hann skrifaði nafnið sitt í allar eyðum- ar, og fékk henni svo spjaldið aftur. Næsti dansinn var af tilviljun einitaf þeim, sem hann hafði valið. “Komdu,” sagði hann, þegar hljóðfæra- söngurinn byrjaði, og rétti henni arm sinn. Hún s'tóð upp og tók hann, en í stað þess að leiða hana út á gólfið, fór hann með hana fram í ganginn og út í sólbyrgið. “Að eins litla skemtigöngu undir beru lofti,” sagði hann. “Þú hefir dansað nógu mikið í þessum loftvondu herbergjum — að minsta kosti fyrst um sinn. Ert þú mótfallin þessu?” “Nei,” svaraði hún iágt, sem hann áleit benda á vonbrigði. En ’hefði hann vitað hve glöð hún var yfir því, að hafa hann út af fyrir sig, þá hefði hann ekki þurft að vera jafn al- varlegur og hikandi. Þau gengu stundarkom fram og aftur í tunglsljósinu. Percy sagði henni frá áform- um sánum og framtíðar útliti í London, og spurði hana nákvæmlega um tilveru hennar í Bigh- ton. En þessi skemtilega stund þeirra endaði bráðlega. Þau heyrðu einhvern kalla á Harri- et og segja, að frú Stewart vildi að, hún kæmi og syngi fy.rir þær. Það var aftur Helen, sem truflaði samtal þeirra. Hún stóð í dyrunum, og augnatillitið, sem hún sendi Harriet, vakti hrylling hjá henni, þó að Helen segði kurteislega: “Ungfrú Gay — mamma heir verið að leita yðar um stund. Vilj- ið þér gera svo vel að fara inn til hennar nú?” “Leyfið mér að leiða yður inn,’ sagði Percy og rétti henni arm sinn. Hann hneigði sig alvarlega fyrir ungfrú Stewart, um íeið og þau gengu fram hjá henni. Hann hafði Hka séð hatrið í augum Helenar, þegar hún leit til fóst- ursystur hans; • Helen beit á jaxlinn og bölváði í hljóði. “Þessi stelpa er all djörf í ástamálum. Það leit út fyrir að þau töluðu undur alúðlega sam- an, til þess að vera svo lítið kunnug. Skal hún ímynda sér, að hún geti fengið alla að fót- um sínum, þessi mikla dekurdrós! Ef mamma heldur henni ekki fyrir innan hin rétttu takmörk, þá verð eg að gera það,” tautaði hún og roðnaði af vonsku. Hún snéri nú við og gekk inn í salinn, þar sem Harriet söng, hún sá Perey standa nálægt henni og horfa á hana þeim augum, sem vakti allar verstu ástríður í eðli Helenar. Þegar Harriet var búin að syngja, gekk hún kyrlát út úr salnum. Enginn virtist taka eftir því, nema Helen, sem fór út strax á eftir henni. Hún fann hana ekki í herbergi hennar, en þegar hún kom út í sólbyrgið, hélt hún sig sjá hana út á bersvæðinu. Hún gekk ofan steintröppurnar og stefndi á þessa hvítu persónu, sem hún hafði séð fáum augnáblikum áður. Helen Stewart var voðaleg manneskja, þegar hún gaf vonsku sinni og ástríðum lausaa tauminn. Hún gekk hröðum skrefum eftif malarborna trjáganginum í áttina til sjávarins, þar sem hún kom að litlu lystihúsi. Hún gægðist inn í það, til að vita hvort Harriet væri þar. En sökum myrkursins, sá hún alt óglögt þar inni. _ Eftir dálitla umhugsun gékk hún inn í lysti- húsið, settist á Stól við dymar og studdi höndum undir kinnar. Þar sat hún dálitla stund og gleymdi öllu, nema reiði sinni yfir því, að Morton horfði á Harriet meðan hún söng. Var það hugsanlegt, að kenslukona systur hennar rændi hana þeim eina manni, sem gat ger't hana gæfuríka? Alt í einu varð hún þess vÖr, að maður stóð við hlið hennar, iþó hún hefði engan heyrt nálg- ast. Á næsta augnabliki var hendi stutt á öxl hennar, og hás rödd af niðurbældri geðshrær- ingu sagði: “Helen, loksins verður þú enn þá einu sinni að hlusta á mig!” Hún stóð fljótlega á fætur og rak upp ang- istaróp. “Ert það þú — enn þá einu sinni Chester?” stamaði hún. ' * ‘ Já, settu þig niður. Eg hefi nokkuð á- ríðandi að segja þér,” svaraði hann og nálg- aðist stólinn hennar. En hún vék sér frá hon- um rösklega — þaut út og hljóp eins hart og hún gat heim til sín. En um leið og hún hljóp frá honum, heyrði hún þessi illsvitandi orð: “Þú dregur á langinn þann vonda dag að eins Helen. En sá tími kemur, að við verðum að jafna sakir okkar.” % 21. Kapítuli. Helen hljóp með eldingarhraða yfir ber- svæðið, þegar hún kom að húsinu flýtti hún sér upp til herbergis síns og læsti sig þar inui, þar hné hún skjálfandi og náföl niður á stól. “Ó, hvað á eg að gjöra? Hann hefir kom- ist eftir því að eg er hér!” stundi hún upp. Þarna sat hún samankrept heila stund — sannarleg mynd hins aumkunarverðasta kvíða, hræðslu og sálarkvalar. Loksins leit hún upp með þrjózkulegum svip og sagði hálfhátt: “Hvað hefir þetta annars að þýða? Hann getur ekkert sannað. Og þó að hann kæmi upp um mig, getur það ekki gert mér neitt, nema eg viðurkenni það. — En það get og vil eg ekki gera. Og þó eru bland- aðar tilfinningar í huga mínum.” Percy Morton er sá yndislegasti allra manna. Ef eg gæti náð honum handa mér, þá skyldu hinir liðnu dagar mínir vera lokuð bók, og framtíðin sæluríkur draumur. En þessari stelpu verð eg að ryðja úr vegi, annars töfrar hún'hann. En mín vegna má hún verða lafði Nelson, ef hiín vill.” Yarir henar hnykluðu sig saman og sýndu háðslegt og vonzkulegt bros. “Eg viðurkenni raunar, að hún er reyndar nógu falleg fyrir hverja stöðu sem er,” hugsaði hún. “En eg er ekki viss um að amma hans vilji sameina nokkra persónu f jölskyldunni, sem stendur svo langt fyrir neðan hana í metorða- legu tilliti.” “En eitt er víst, eg verð aldrei hertoga- inna af Osterly, þr*átt fyrir hin metorðagjörnu áform mömmu.” Hún leit í spegilinn og varð hrædd við að sjá hve föl hún var. Allir ímynda sér að eg hafi séð. afturgöngu ef eg færi ofan með slíkt andlit; og eg hefi raun- ar séð draug frá liðna tímanum,” hugsaði hún. “Hvers vegn gat hann ekki verið kyr í Ameríku og gætt starfa sinna þar? En það gerir ekkert,” sagði hún reið. “Hann getur gert það versta, sem hann getur. Eg skal þrjózkast við hann.” Hún baðaði andlitið með köldu vatni og nuggaði það svo með grófgerðri þurku, svo það fékk eðlilegan lit, og svo fór hún ofan. Ilún sá Morton lækni dansa við Harriet, en Nelson stóð svipdimmur og horfði á þau. Helen settist niður og horfði á þau gröm í skapi. Harriet gleymdi sér alveg yfir ánægjunni að vera með Percy, og hló og spallaði með bams- legri kæti. “Þetta er blátt áfram hneyksli,” tautaði Helen bálvond. “Hún skal fara úr þessu húsi undir eins, annaðhvort með góðu eða illu.” Á sama augnabliki og dansinn endaði kom Nelson til hennar og minti hana á loforð sitt, að koma með sér inn í það herbergi, þar sem hressandi drykkir voru á borðum. Seinna reyndi hann að fá hana með sér út í tunglsljósið, þar sem hann ætlaði að opinbera henni ást sína og vonir. En framkoma hans sýndi meira en hann vildi. Harriet kvaðst því verða að fara upp og sinna Bellu, til þess að losna við hann. Lávarður Nelson var hræddur um að amma hans mundi ekki vilja samþykkja konuval hans, því hún vildi láta hann giftast Helen, en hann vildi hann ekki; Harriet skyldi verða kona hans, ef hún játaði honum. Þannig liðu dagamir í Brighton, með hljóð- færasöng og dans, og enginn skemti sér betur en Bella, og Harriet, sem tóku þátt í sketunun- um, þegar þær höfðu framkvæmt skyldur sín- ar. Percy kom til Brighton annan hvem dag, því hann hafði lítið að gera. Hann og Charles Harwood urðu góðir vinir. Frú Harwood kallaði þá brosandi drengina sína.” Percy hafði nefnilega þegið tilboð hennar, að vera í hennar húsi þegar hann var í Brighton. Síðari hluta eins dagsins voru þeir á gangi niður við sjóinn, báðir þöglir, sérstáklega Char- les. Alt í einu sagði hann ákafur: “Morton, mig langar til að spyrja yður nokkurs, ef þér álítið það ekki of áreitnislegt.” » “Spurðu hiklaust vinur minn,” svaraði Percy. “Eg ætti helzt ekki að gera það,.en eg á bágt með að verjast því,” svaraði hann og roðnaði. “Eg ætlaði nefnilega að spyrja hvort þú stendur í nokkru nánu sambandi við ungfrú Gay. Eg hefi sérstaka ástæðu til að spyrja um þetta.” “Hvaða ástæðu? Þér megið treysta mér, Charlí,” sagði Percy alúðlega. “Það er enginn hægðarleikur að gera það, Morton, sagði hann feiminn, en eg verð að reyna það. Stundum hefi eg haldið að þér væruð ástfanginn af ungfrú Stewart, en annað veifið hefi eg þózt viss um, að jarpeygða unga stúlkan ætti yðar hlýjustu tilfinningar.” “AÍ5 því er ungfrú Stewart snertir, þá skiftir mig það engu, en ef þér hafið eldri kröfu til ungfrú Gay; ætla eg að draga mig í hlé, og troða mér ekki inn á yðar landhelgi.” Percy blóðroðnaði en sagði rólegur: “Þér eruð þá ástfanginn af ungfrá Gay?” RT ✓ • .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegu„dum, geirettur og ai,- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---- ■ Limited---------- HENRY AVE. EAST - WINNIPBG “Harriet er mér meira virði en aokkur önnur ung stúlka í heiminum. Eg hefi ímynd- að mér að þér elskuðuð hana líka, og.áleit því réttast að segja yður frá tilfinningum mínum.” “Hafið þér minst á ást yðar við ungfrú Gay sjálfa?” spurði Percy. “Nei, ekki enn þá.” “En þér ætlið að gera það?” “Já, eg væri búin að því, ef mig grunaði ekki að eitthvert samband ætti sér stað á milli ykkar, því hún er aldrei eins ánægð og kát með nokkrum öðrum eins og með yður,” sagði Charlí. Percy elskaði Harriet heitt og innilega, en ást hans var af þeirri tegund, að hann vildi ekki standa í vegi fyrir neinum, sem hún gæti veitt ást sína. Percy áleit að lávarður Nelson yrði sá, sem sígraði í þessu stríði, en Charlí skyldi líka fá tækifæri til að gera tilraun. “Þökk fyrir traustið og alúðina, sem þér sýnið mér, en þér þurfið ekkert að óttast mig sem keppinaut. Ef ungfrú Gay clskar yður nógu mikið, til að'vilja verða kona yðar, legg eg ekki einu sinni hálmstrá á veg ykkar, ’ ’ sagði Percy. “Það er þá ungfrú Stewart, sem þér elsk- ið,” sagði Charlí. Ef hann hefði tekið eftir áhrifum þessara orða á Morton, þá hefði honum orðið bilt við. “Ungfrú Stewart er mjög fögur,” svaraði hann, “en þér gleymið því, að eg er fátækur læknir, sem enn hefi engri nafnfrægð náð. Það væri því heimska af mér, að sækjast eftir þess- ari ríku ungfrú.” “Ó, þér Mtilsvirðið yður um of. Hin rík- asta og gáfaðsta stúlka í heiminum, ætti að á- líta það stóran heiður að fá yður fyrir mann.” “Eg yrði neyddur til að gruna yður um hið stórkostlegasta smjaður, ef eg þekti yður ekki vel.” sagð Percy brosandi. “En segið mér, ■eruð þér ekki hið minsta liræddur við lávarð Nelson, sem keppinaut? Hann viðrist líka elska þessa ungu stúlku.” Charlí varð svipdimmur. “Já, það gerir hann sjáanlega, en eg hefi hræðst hann minna en yður, af því að eg held að hann muni ekki biðla til hennar.” “Hvað þá?” hrópaði Percy bálreiður. “Hamingjan góða! en hvað yður bregður við, Morton! Maður má næstum ætla að þér sé- uð umsjónarmaður hennar, fyrst yður varð svona bilt við. En þessir Hartwells er dramb- söm fjölskylda, hertogainnan mest, og hún mundi ekki samþykkja slíka giftingu. Auk þessa held eg, að hann hafi auga á Stewarts miljónunum. Percy var sannfærður um, að Nelson elsk- aði Harriet innilega, og hélt, að hann hugsaði lítið um peninga. En skoðun Charlí, að hann að eins léki sér að tilfinningum ungu stúlkunnar, vakti reiði hans. Samt sá hann, að hann hafði látið meiri tilfinningar í ljósi, en hyggilegt var, og sagði því: “Eftir minni skoðun mundi ungfrú Ste- wart, með eða án sinna miljóna, vera vel hæf fyrir hertogainnu stöðu.” “Ó,” sagði Charlí undrandi. “Það lít- ur ekki út að þér séuð mjög ástfanginn, fyrst þér getið svo rólegur hugsað yður slíka mögu- leika. En,” bætti hann við, “eg hefi lofað að koma þangað til að spila í kvöld, og eg fer þangað miklu ánægðari nú, eftir að hafa talað við yður.” Percy var líka boðinn til að taka þctt í spila skemtuninni, en hann vldi ekki verða Oharlí samferða, þar eð hann fann sig þurfa að vera einmana til að hugsa. Percy hafði aldrei á æfi sinni verið jafn- þunglyndur og nú. Hann var.ekki hræddur um að Harriet mundi játa Charlí, en hann var hræddur um a ðhún mundi smátt og smátt fara að elska unga lávarðinn. Þegar Harwood var farinn, gekk hann fram og aftur eftir sjávarbakkanum í æstri geðshræringu. Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en Mtilsverðan undirhúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að einis praktiskar að- ferðir, svo þér^getið hyrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt fallinn fyrir og munum vér þá senda vður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta I- Motor Meóhanics Oxy Welding Baittery r -i Tractor Mechanics Vulcanizing -! i Car Owners Ignition, Starting and Lighting Regular Course Short Course

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.