Lögberg - 22.09.1921, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.09.1921, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. SEPTEMBER 1921. JSU S kWiiianiiHii imiBiiinHiiHinmisHiiQHmi^iiiHíimiiiQMmimHi ■lillMISMWBWKiWWIWBWWW—WWIBIMBK Sérstök deild í blaðinu <imiiiiiiiiiiiiiiiinii skihikiiui iniiiiniiininiiiinimuiininiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniniiK- SOLSKIN BIIHtIIIHIIlIBII«HID!H!lliailltHllliaillIHlBIIIIHIIIII mnniiiiiiiiiiiiniiiuiiiniiiinniiiimiiiiuinininiiiiiin- 11S Fyrir börn og imglÍDg&lll ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiumiimimmDiiiiiuimiiiimimiiiiiiiiuiiiiiiiK K ■ Professional Cards lUllBIIIIHIIIIBIIIIBlDIBiHUHIIIIBIlllHUIlJ liillBllllKIIKIIKIin IIIIIKIIII IISKIICKllllKIUIKIHIKUIIKI»KiJI!K!IIIKIISK!lDKmiKi'IBKmiK!ini lOllKIIIIKIIIIKIIIKIIIIKIIIII IIIIIKIIIIKIIIII IIIHIIIIKIIÍIKIIIIKIII Þjónninn Eftir S. T. Semyonov. I. Gerasim kom til Moscow rétt fyrir jólin, á þeim tíma árs, sem erviðast er með atvinnu, og hver einasti miaður heldur dauðahaidi í það $em hann hefir að gera, hvað lítilfjörlegt sem það kann að vera í von um einhverja glaðning um há- tíðina. í þrjár vikur hafði þessi drengur verið að leita sér að atvinnu en árangurslaust. Hann hafði dvalið hjá frændum sínum og kunningjum, sem komið höfðu frá þorpinu litla, þar sem hann var upprunninn, og Iþó hann hefði ekki liðið af skorti, þá hafði það lamandi áhrif á hann, sem var hæði hraustur og heilsusterkur, að þurfa ganga atvinnulaus. Gerasim hafði átt heima í Moscow frá því að hann var á unga aldri. Þegar hann var lítill drengur, hafði hann verið settur til vinnu á öl- bruggara stofnun og var hann settur þar til að þvo flöskug, og síðar sem undirþénari í húsi öl- bruggarans. En síðustu árin tvö hafði hann verið í þjónustu kaupmanns nokkurs, og hefði hann sjálfsagt verið þar áfram ef stjórnin hefði ekki kallað hann heim í litla þorpið sem hann var fædd- ur í, til herþjónustu. En svo atvikaðist það samt svo, að hann hafði ekki verið tekinn í her- inn. Honum leiddist þarna í þorpinu, því hann var óvanur sveitalífinu og honum fanst að hann vildi heldur vera í Moscow, þó hann hefði þar ekkert að gjöra, annað en telja steinasa í göt- um borgarinnar. Hver mínútan var að gjöra honum ómögu- legra að halda áfram að ganga fram og aftur um göturnar í iðjuleysi, og efcki lét hann nokkurt tækifæri ónotað, til þess að reyna að fá sér eitt- hvað að gjöra, hvað svo sem það væri. Hann lagði fast að öllum kunningjum sínum, og hann jafnvel tók fólk tali á daginn, þar sem það var á gangi á götum borgarinnar — en alt kom fyrir ekkert. Að síðustu gat Gerasim ekki þolað lengur að liggja upp á velgjörðamönnum sínum, því hann var farinn að finna, að sumum þeirra var farið að þykja nóg um, að undrhalda hann, og aðrir höfðu fengið óþökk hjá yfirboðurum sínum, fyr- ir að skjóta skjólshúsi yfir hann. Hann vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera, og það var margur dagurinn, sem hann bragðaði ekki mat allan daginn. II. Einn daginn tók Gerasim, sér ferð á hendur til að hitta mann einn, sem var ættaður úr sama þorpi og hann, en átti heima í útjaðri Moscow borgar, nálægt Sokolnik. Hánn var ökumaður hjá kaupmanni sem þar bjó og 'Sharov hét. Ilann hafði komið sér svo í mjúkinn hjá hús- bónda sínum, að Sharov treysti honum til allra hluta, og var að sjá sem honum þætti mikið til hans koma. En ástæðan fyrir því að hann hafði komið ár sinni svo vel fyrir borð, við húsbændur sína, var sú, að hann var milligöngumaður á milli Sharov og verkafólks hans og sagði honum alt eft- ir því, ,sem Sharov virtist koma mikið vel. Þegar Gerasim kom til ökumannsins, heilsaði hann honum vingjarnlega. Hinn tók því vel, setti fyrir hann mat og drybk og spurði hvernig að hlutirnir gengju fyrir honum. “Mjög illa; Yegor Danilych,” svaraði Ger- asim. ‘‘Eg hefi ekki haft neitt að gjöra í margar vikur.” gamla að fá vinnu hjá ‘‘Reyndirðu aftur húsbónda þínum?” “ Já.” “Hann vildi ekki taka þig aftur?” “Staðan var veitt öðrum.” “Þarna er það. Þetta er vegurinn ungu mannanna. Þið vinnið bara svo — svo fyrir húsbndur ykkar, og þegar þið farið úr vistinni þá eruð þið vanalega búnir að búa svo í haginn áð dyrunum er lokað fvrir ykkur, ef þið leitið þang- að aftur. Þið ættuð að þjóna húsbændum ykkar svo að þeir fái álit á ykkur iog vegur ykkar vaxi hjá þeim, svo að þegar þið leitið til þeirra aftur, þá neiti þeir ykkur ekki um vist^ heldur láti Iþá menn rýma fyrir ykkur, sem sezt hafa í plássin vkkar.” “Hvernig getur maður gjört það? Hús- bændurnir eru ekki jmnnig innrættir nú á dög- um, og svo erum við ekki heldur neinir englar sjálfir.” i “Til hvers er að eyða orðum um þetta? Tök- um sjálfan mig. Ef eitthvað skyldi koma fyrir svo að eg yrði að fara úr þeirri stöðu, sem eg hefi heim til mín, og koma svo aftur til hr. Sharov, þá muiidi hann ekki einasta taka mig til baka, heldur yrði hann feginn að fá mig til ibaka.” Gerasim hlýddi á kunningja sinn niðurlútur. Hann fann sjálfshólið í því, sem hann hafði sagt og datt í hug að ala ofurlítið á því. “Eg veit það” sagði Gerasim. En menn eins og þú Yegor Danilych, eru nú ekki á hverju stráinu. Ef þú værir fátækur verkamaður, þá hefði húsbóndi þinn ekki haft þig í þjónustu sinni* í tólf ár.” Yegor brosti. Hólið var honum ljúft. “ Það er einmitt það,” sagði Yegor. “Ef að þú hegðaðir þór eins og eg og þjónaðir eins trú- lega, ]>á þyrftir þú ekki að ganga iðjulaus svo mánuðum skiftir.” . Gerasim svaraði engu. Rétt í þessu fékk Yegor boð frá húsbónda sín- um að koma. Snéri liann sér þá að Gerasim og sagði: “Bíddu, dálitla stund, eg kem strax aftur.” “Það er ágætt,” svaraði Gerasim. III. Yegor kom bráðlega aftur til baka, og sagði að innan hálftíma vrði hann að hafa ökuhestana tilbúna, því húsbóndi sinn ætlaði að aka inn í borgina. Hann kveikti í pípu sinni, gekk nokkr- um sinnum fram og aftur í herberginu. Svo stansaði hann alt í einu fyrir framan Gerasim og mælti: “Heyrðu drengur minn. Ef þú vilt, þá skal eg biðja húsbónda minn, að taka þig í þjónusfu sina.” “Þarf hann á manni að haldaT’ “Yið höfum einn, en hann er hálfónýtur. Hann er orðinn gamall og á ervitt með að gjöra verkin. Það er annars hepni fvrir okkur hérna að það er ekki mikið um að vera í nágrenninu og að lögreglan skiftir sér ekki mikið af hlutunum, annars gæti gamli maðurinn víst ekki haldið plássinu, svo hreinu, að íþeir gerðu sig ánægða með slfkt.” “Ó, Yegor Danilyeh, ef þú getur lagt mér liðsyrði, þá skal eg biðja fyrir þér alla æfi mína. Mér er ómögulegt að standast þetta vinnuleysi lengur.” ‘ ‘ Gott, eg s'kal tala máli þínu við húsbóndann. Komdu aftur á morgun, en á meðan skaltu taka við tíu kopek peningi, hann getur komið þér vel. “Þakka þér fyrir, Yegor Danilycr. Þú ætlar þá að reyna fyrir mig. — Gjöra mér þann greiða.” — “ Já, eg ætla að reyna hvað eg get.” Gerasim fór sína leið, en Yegor spenti hest- ana fyrir sleðann, fór í ökumanns einkennisbún- inginn, steig upp í sleðann og ók upp að húsinu. Hr. Sharov lauk upp hurðinni, gekk út að sleðanum og steig upp í hann, hagrseddi loðfeld- unum, hallaði sér aftur á bak og hestarnir hlupu léttilega á stað eftir brautinni. Hann lauk af erindi sínu í borginni og hélt heimleiðis aftur. Yegor sá að vel lá á húsbónda sínum, tók hann tali og mælti: Hr. Sharov Xiodorycli! Mig langar til að biðja yður bónar.” “Ilver er hún?” “Það er kominn yngismaður frá þorpinu, sem eg var fæddur í hingað. Hann jr bezti drengur, en hefir ekkert að gjöra.” “Hvað um það?” “ Vilduð þér ekki gjöra svo vel óg gefa honum vinnu ? ’ ’ “Hvað á eg að gjöra við hann?” “Að láta hann gegna útistörfum í kringum húsið.” “Hvað verður þá um Polikarpych?” “Til hvers er hann? Það er kominn tími til þess að þér losið yður við hann.” “Það væri ekki rétt. Hann er búinn að vera svo lengi hjá mér. Mér er ómögulegt að láta hann fara að ástæðulausu.” “Segjum að hann hafi unnið fyrir yður í mörg ár. Hann hefir ekki gjört það án endur- gjalds — hann hefir fengið kaup fyrir þá vinnu og hann hefir vissulega lagt til síðu nokkra doll- ara, til þess að geta gripið til á elliárunum.” “Lagt til síðu! Hvernig gat liann það? Hvað átti hann að spara? Hann hefir konu að sjá fyrir og hún þarf bæði fæði og klæði.” “Konan hans vinnur líka. Hún brennir kol á daginn. Það munar líklega um það sem hún hefir getað sparað! Eg býst við að 'það sé nóg til að kaupa fyrir “Kvas” Því ættuð þér að láta yður svona ant um Polikarpych og konuna hans?” “Ef satt skal segja, þá er hann mjög lítilfjör- legur þénari. Því ættuð þér að vera að sóa fé yðar á hann? Hann er aldrei búinn að rnoka snjónum í burtu j tæka tíð og þar ofan í kaupið gjörir liann alt vitlaust,1 sem hann leggur hendur að. Og þegar hann á að standa á verði á nótt- unni, þá fer hann í burtu, svo sem tíu sinnum á hverri nóttu, af (því að hann þolir ekki kuldann. Þér getið reitt yður á, að þér lendið einhverntíma í ónáð við lögregluna, sökum þess að hann gegnir ekki skyldu sinni. Það er sannarlega ekki á^lit- legt fyrir yður, að vera ábyrgðarfullur fyrir gjörð- um Polikarpych. ” ‘ ‘ Samt er þetta ranglátt. Hann er búinn að vera fimtán ár í þjónustu minni og að fara svona með hann á gamalsaldri það væri synd.” “Synd! Hvað gerði honum þetta svo sem til. Ekki mundi hann svelta. Hann fer bara á fátækrastofnun og það er honum fyrir beztu, því þar getur hann notið rólegheita í ellinni.” Hr. Sharov sat hugsandi. “Jæja þá—” sagði hann eftir nokkra stund, “komdu með þenna kunningja þinn, eg skal sjá hvað eg get gjört.” “Ó, takið þér hann herra. Eg kenni svo í brjósti um hann. Hann er bezti drengur, og hefir verið vinnulaus svo lengi. Eg veit að hann vinn- ur verk sitt vel og verður trúr þjónn. Síðustu stöðu sinni tapaði hann af því að hann var kallað- ur í herinn, annars hefði maðurinn, sem hann vann síðast fvrir, aldrei slept honum.” IV. Kvöldið eftir kom Gerasim aftur, ávarpaði Yegor og mælti: “Jæja, gastu gert nokkuð fyrir mig?” “Eitthvað held eg. Látum okkur nú drekka einn tebolla. Svo skulum við fara og sjá hús- bóndann.” Gerasim hafði enga löngun til þess að setjast við tedrykkju. Hann sárlangaði til þess -^ð binda enda á óvissuna sem hann var í út af hinni væntan- legu stöðu sinni, en til þess að sýna ekki ókurteisi, þá drakk hann úr tveimur bollum te og svo fóru þeir af stað til að tala við Sharov. Sharov spuröi Gerasim hvar hann hefði átt lieima áður og hvað liann gæti gert. Svo sagði liann honum að hann skyldi ráða hann til þess að gegna verkum þeim, sem gera þyrfti utanhúss og hann gæti afkastað. Og áð hann skvldi koma alfarinn í vistina daginn eftir. Gerasim var nærri yfirkomipn af þessari ó- væntu hepni sinni og reikaði eins og í leiðslu til baka með Yegor til herbergiö hans^og þegar þang- að kom tók Yegor til máls og sagði: “ Jæja, drengur minn, nú skaltu muna eftir að leysa verk þín vel og rétt af hendi, svo eg þurfi ekki að skammast sín fyrir þig. Þú veizt, livernig þessir húsbændur eru. Ef þér verður á að gjöra eitthvað öðruvís-i en á að gjöra það, þá linnir aldrei aðfinslunum þaðan í frá og þeir láta þig aldrei í friði.” “Vertu ekki hugsjúkur yfir því Yegor Dau- ilvch. ’ ’ “Jæja þá.” Gerasim stóð upp og kvaddi og þegar hann gekk frá herbergi Yegor þurfti hann að ganga vfir garðinn, sem var á bak við hús Sharov til þess að komast að garðshliðinu, sem menn fóru út um þegar menn fóru út á aðal brautina. Tlerbergi Polykarpych sneri út að þeim garði og af því skuggsýnt var orðið lagði 1 jósglampa úr glugga hans út í garðinn rétt þar sem Geras- im þurfti að ganga. Gerasim vissi að þetta voru herbergin sem að hann átti að búa ’í eftir að hann tæki við hinni nýju stöðu sinni og hon- um lék hugur á að sjá inn í þau ef hann gæti. Hann gekk því upp að glugganum og reyndi að sjá inn, en það var ómögulegt því hann var svo hrímgaður af frostinu að ekkert sást í gegnum hann. En inn í herberginu heyrði hann manna- mál, svo hann stóð kyr og hlustaði á það sem sagt var inni. “Hvað eigum við nú að gjöra?” heyrði hann að sagt var inni í kvenmannsróm. “Eg veit ekki, — eg veit ekki,” var svarað í karlmannsróm, (sjálfsagt Polikarpych) svelta býst eg við.” “Það er það eina sem við getum gert, vi8 eigum einkis annars úrkosta,” svaraði konan. “Ó, við fátæklingamir, hvaða vesældarlíf er það sem við eigum vi® að búa. Við vinnum og við vinn- um frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin, dag eftir dag og svo þegar við erum orðin gömul, þá er okkur vísað burt.” “Hvað getum við gjört? Húsbóndinn er ekki af okkar sauðahúsi, það væri þýðingarlítið að fara að tala um þessa hluti við hann. Hann hugsar bara um sjálfan sig og sína hagsmuni, allir húsbændur eru svo eigingjamir, þeir hugsa ekki um neinn annan en sjálfa sig. Þeim kem- ur aldrei til hugar að hugsa um okkur — hugsa um að við erfiðum fyrir þá af einlægni og heil- um hug, svo árum skiftir og eyðum lífskröftum okkar í jieirra þarfir. Þeir eru hræddir við að halda okkur árinu lengur, jafnvel þó svo mik- ið sé eftir af kröftum okkar að við getum af- kastað fullu verki. Ef kraftar okkar væru ó nógir til þess að afkasta verkum þeim, sem oss voru falin förum við úr vistinni ótilkvödd.” “Þetta er ekki eins mikið húsbóndanum að kenna eins og ökumanninum, Yegor er að ná stöðunni fyrir einhvern ikunningja sinn.” “Já, hann er regluleg eitbrnaðra. Hann veit svo sem hvernig að hann á að beita tung- unni. Bíddu bara lastmælgis kvikindið þitt. Eg skal ná mér niðri á þér. Eg fer beint til hús- bóndans og segji honum frá því hvernig að hann svíkur hann, hvernig að hann stelur frá honum bæði hevi og fóðurkorni. Eg skal skrifa það niður og svo getur hann gengið úr skugga um það hvernig að þessi ökuþjónn hefir rægt okkur.’ “‘Gættu að þér kella mín. Syndgaðu ekki.” “iSyndga? Segi eg ekki þetta satt?. Eg veit svo sem hvað eg er að tala um, og eg hefi ásett mér að segja húsbóndanum eins og er. Hann ætti að sjá með sínum eigin augum. - Þ\ú ætti hann ekki að gjöra það? hvað getum við annars gert nú? Hvert eigum við að fara? Hann hefir evðilagt okkuf. eyðilagt okkur!” Gamla konan fór að hágráta. Gerasim heyrði alt samtalið og það gekk honum til hjarta eins og hvast eggjárn. Hann sá uftdir eins hve óumræðilega mikla ógæfu að hann mundi leiða.yfir þessi gömlu hjón, og til- hugsunin um það skar hann í hjartastað. Hann stóð jjarna í sömu sporum djúpt hugsandi lengi lengi, svo snéri hann við og gebk til baka til her- bergja ökumannsins. “G'levmdurðu einhverju?” spurði Yegor þegar hann sá Gerasim boma. “Nei Yegor Danilych,” svaraði Gerasim og hélt áfram stamandi. “Eg kom — hlustaðu nú — Mig langar til þess að þakka þér innilega fyrir það hvernig þú hefir tekið á móti mér — og og öll ómökin sem þú hefir tekið á þig mín vegna —En eg get ekki tekið þessa stöðu.” “Hvað! Hvað meinarðu?’ “Ekkert, eg ætla bara ekki að taka þessa stöðu, heldur leita mér uppi aðra sjálfur.” Yegor reiddist ákaflega og mælti: “Var það þá aðeins meining iþín að gabba mig, var það virkilega heimskinginn þinn?” “Þegar þú komst hingað varstu auðmýktin sjálf — reyndu að hjálpa mér; gerðu það fvrir mig að tala máli mínu, og svo neitarðu að taka stöðuua, óþokkinn þinn, þú hefir svívirt mig!” Gerasim svaraði þessu ekki neinu. Hann leit niði;r fyrir sig og roði færðist í kinnamar. Dr. B. Gerzabek Jí’ 5’ 9; Enfjlandi, L. R. C P. frá London, M R. C. osr , • V’. S. fna Manitolba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hospital í Vinarlborsr. Prasr osr Berlín osr fleiri (hosnítöl. Skrifstofa á eisrin íhospital 415—417 Prichard Ave.. Winnipesr. Skrifstofutími frá 9-12 f. h. osr 3-6 ojr 7-9 e. h. Dí. B. Gerzabek eÍRÍð hospital 415—417 Pritíhard Ave. Stundun og lækninsr valdra sjúklinsra, sem Ibiást af brjóst- veiki, Ihjartalbilun. masrasjúkdómum, innýflaveiki. kvensjúk- dómum, karlmannasjúkdómum, tausraveiklun. DR.B J.BRANDSON 701 L/indsay BnJlding Phone A7067 Office tlmar: 2—3 Heimili: 770 Victor St. Phone: A 7122 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON 701 T.indsay Building Office Pho-ne: 7067 Offfice tinmr: 2- —3 HeimUi: 764 Victor St. Telephone: A 7586 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Ofíice: A 7067. Viðtalstimi: 11—12 og 4.—6.S0 10 Thelma Apts., Home Street. Phone: Sheb. 5839. WINNIPBO. MAN. Dr. J. 0. FOSS, íslenzkur laeknir Cavalier, N.-Dak. Dr. J. Stefánsson 401 Boyd Buildine COR. PORT^CE ATE. & IDMOfiTOfi ST. Stundar eingongu augne, eyma. nef og kverka sjúUdóma. —. Er að hitta fré kl. 10—12 f. h. eg 2-5 e.h,— Talslmi: A 3521. Heimili: 627 McMillan Ave. Tals. P 2691 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Porta.se Ave. og Bdmonton Btundar aérataklsga berklaaýkl og aSra lunrnaajðkdúma. Br at! flnna A akrlfstofunnl kl. 11— 12 f.m. os kl. 2—4 c.m. Skrif- Stofu tals. A 3521. Heimili 46 Alloway Ave. Talalml: Shar- brook 3168 DR. K. J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 Viðtalstími 2—4 og 7—8 e.h. Heimili að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. ag Donald Streat Talsími:. A 8889 Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman íslenzkir lögfræðingar Skrifstofa Room 811 McArthur Building. Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A 6849 og 6840 W. J. IiINDAL & CO. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefánsson. Lögfræðingar 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg P& er einnig að finna á eftirfylgj- andi tlnrum og stöðum: Lundar — á hverjum miðvikudegl. Riverton—Fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar GIi íli—Fyrsta og þriðja mið- vikudag hvers mánaðar Arni Anderson, ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifstofa: 801 Electric Rail- way Chambers. Telephone A 2197 MacnwBaaaggiMMMaBMiadMMMUiA Ehone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue * Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyí, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. fegar þér komið með forskriftina til vor. megið þér vera viss um fá rétt það sem læknir- inn tekur til. COLCXiEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones N 7659—7650 Giftingalyfisbréf seld A. S. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur líkkistur og annut um útfarir. Allur útbúnaður aé bezti. Ennfrem- ur selur hann alakonar minniavarða og legsteina. Skrifst. talsimi N («08 Heimilis talsími N 6607 J. Johnson & Co. Klæðskurðarmaður fyrir Konur og Karla Margrra ára reynsla 482 H Main Street Hialto Block Tel. A 8484 WINNIPEG Vér geymuir. reiðhjól yfir vet- urinn og gerum þau eins og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til sam. kvæmt pöntun. Áreiðanlegt veik. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre D%me Ave. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐUK Heimilis-Tals.: St. John 184. Skrif stof n-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtaki bæðl hús&leigu.kuldlr, veðakuldlr, vlxlaakuldlr. Afgreiðlr aR sem að lögum lVtur. Skrtfstofa. «55 Ma«n StreM Giftinga og i i ^ Jarðarfara- om með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 ROBINSON’S BLÖMA-DEILD Ný blóm koma inn daglega. Gift- ingar og hátíðiablóm sértaklega. Ctfararblóm búin me8 stuttum fyrirvara. Alls konar blóm og frr á vissum tíma. —Islenzka töluð \ búðinni. Mrs. Rovatzos ráðskona. Sunnud. tals. A62S6 J. J. Swanson & Co. Verzla með taateignir. Sjé ur> leigu & búsum. Annaat lén o. eld’aábyrgSir o. fl. 808 Parls Bnlldlng P’honea A 8349—A «31*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.