Lögberg - 22.09.1921, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.09.1921, Blaðsíða 5
LOOBERO, FIMTUDAGIRN, 22. SEPTEMBER 1921. Bls. 5 Dodds nýrnapillur eru bezta r.ýrnaeðaliö. Lækna og gigt, bak- verk, hjartaíbilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Co., Ltd., Toronto, Ont. Á meðan á stríðinu mikla stóð, var litið með grunsömum augum á þá, sem ekki voru frá fæðingu þegnar hinna sameinuðu þjóða, sem tóku þátt í stríðinup. Að loknu stríðinu, þegar skýla heiftar og haturs féll frá augum manna, varð það öllum augljóst, hvílíka sjálfsfórn og ósérplægni, þegar mest á reið, “út'lendingarnir”, sem svo voru brennimerktir, höfðu sýnt. Sá sannleikur, að afllir aðr- ir en Indíánar eru útlendingar í Ameríku, varð smámsaman lýðum ljós, og að hið bezta engu síður en hið lakasta í fari þjóðarinnar er árangur samanlagðra krafta “útlendinganna” I Ameríku. Ameríka hefir aldrei átt trúrri þegna, en hinn nýlátna Franklin K. Lane, sem var innanríkis ritari Bandaríkjanna undir forsetaistjórn Wilsons. Franklín K. Lane var fæddur Canadamaður, en hann varð gagntekinn af hinum ramma ameríkanska anda og var einn af helztu frömuðum þjóðarinnar. Stuttu efíir stríðið mikla varð hann sér þess meðvitandi, að ekk- ert fremur en sýning mundi geta vakið hina mörgu sundurleitu krafta þjóðabrotanna til meðvit- undar um, hvað Ihver einstök þjóð hefði lagt að mörkum tfl þroska þjóðarinnar, sem var samsett af þessum ýmsu þjóðabrotum; og enn fremur varð honum ljóist, að sýning væri bezt fallin til þess að vinna að sameiningu þessara mörgu sundurlausu krafta, svo að sátt og samlyndi yrði ríkjandi í stað flokkadráttar og sundurlynd- is, sem svo mjög hafði gjört vart við sig meðan á stríðinu stóð. pessar hugsjónir eru nú að kom- ast í framkvæmd með því nafni, sem Kranklin K. Lane sjálfur valdi þeim: “America’s making.” Forseti fyrirtækisins er forseti mentamála New York ríkis, dr. John H. Finley og varforseti er William L. Ettinger, yfir umsjón- armaður skóla New York borgar. prjátiu og tveimur þjóðum hef- ir verið boðin hluttaka í sýning- unni og hátíðahöldunum. ls'lendingafélagið í New York hefir verið valinn milliliður milli aðal forstöðunefndar þessa mikla fyrirtækis og ísledinga þeirra, sem heima eiga víðsvegar um Ame- ríku og því hefir það ú hafist handa. Okkur var frá byrjun vel Ijóst hvað miklum erfiðleikum þátttaka í sýningunni var feundin fyrir okk- ar litla og dreifða þjóðarbrot, og við færðumst því undan. En eftir ítrekaðar áskoranir og langar um- ræður tókst aðálnefndinni að færa okkur heim sanninn um, að þrátt fyrir smæð, hefðum við lagt okkar skerf, tiltö-lulegan, til myndunar þessarar miklu þjóðar. pau okk- ar, sem í fyrstu sáu engan veg til þátttöku, eru nú sannfærð um, að við ekki einungis getum mælt okk- ur við ýmsar aðrar þjóðir, sem þátt taka í sýningunni, heldur og höf- um ýmislegt það að. sýna, sem vekur eftirtekt og verður ógleym- alegt þeim er sjá, eða fræðast um á annan hátt. í bréfum, sem nefndinni hafa borist víðsvegar að, eru mjög góð- ar undirtektir undir málið, þó í öðrum kenni nokkurs misskiln- ings, sem er eðlilegt, þar sem málið hefir til þessa ekkert verið rætt opinberlega. Einnig hafa nefndinni borist uppörvandi bréf frá ýmsum fslandsvinum meðal Ameríkumanna, þar á meðal frá Provost W. H. Carpenter, við Col- umbia háskólann í New York. Alt þetta samanlagt hefir gefið okkur byr undir báða vængi. Hvarvetna þar sem við höfum leitað liðsinnis, hefir okkur verið vel tekið. Allir virðast vilja greiða götu litla þjóðflokksins, sem svo oft hefir, af þeim. sem kynst hafa, verið talinn einn meðal hinna bezt mönnuðu þjóðflokka í heiminum. það sem við ætlum að sýna, er sögulegir viðburðir; fundur Ame- ríku árið 1000. par verður eftir- líking af víkingaskipi og smá- myndir af Leifi hepna og félögum hans, líkneski porfinns Karlsefnis og, ef til vill, af Guðríði konu hans og líkneski fyrsta hvítra manna barnsins, sem fætt var lí Ameríku, Snorra sonar þeirra; 2. búskapur og jarðækt. Gjöt er ráð fyrir, að gjöra litla eftirmynd af íslenzkum sveitaheimili í Ameríku, þar sem akuryrkja og kvikfjárrækt er jöfn- um höndum stunduð; 3. starf Vil- hjálms Stefánssonar: landaleit, vísindalegar rannsóknir, ritstörf og annað; 4. uppfindingar Hjart- ar pórðarsonar á svæði rafmagns- ins; 5. bókagjörð Islendinga að fornu og nýju, einkum þó þá, er sriert hefir Ameríku; 6. listir: myndagjörð, málverk, útskurður, útsaumur, vefnaður o. fleira; 7. kvenbúningar með silfur og gull- skrauti oer útsaum. Eins og gefur að skilja, verður kostnaðurinn við þetta allmikill; þó höfum við von um, að hann fari ekki fram úr 1500 dölum, því við erum svo heppin, að hafa loforð um lán á öllum dýrustu munun- um, svo sem eftirmynd víkinga- skipsins. Húsrúm sýningar innar er einnig ókeypis. Frænd- ur okkar Norðmenn, höfðu þegar í byrjun undirfeúning sýningarinn- ar gjört ráðstafanir fyrir því að taka ómakið af okkur íslending- um og sýna fyrsta fund Ameríku, ásamt atburðum þeim, sem honum fylgdu. peir sýndu þá atburði rækilega á sýningunni í Chicago og hafa notað hvert tækifæri síð- an til þess að minna á það, þrátt fyrir mótmæli séra Matthíasar Jochumssonar á sýningunni í Chicago. Nú höfum við látið þá vita að við ætlum að sýna þessa atburði, þar eð við teljum þá til- heyra okkar þjóð. Sanrileikur- inn var þeim sár, en þeir verða að láta undan síga, því sannleikurinn sigrar alstaðar að lokum, og svo mun fara í þeim viðskiftum. Við höfum þar með okkur, dóm allra þeirra er sögurnar þekkja. Við munum smásaman senda blöðunum íslenzku í Winnipeg, fréttir af undirbúningi og undir- tektum viðvíkjandi sýningunni. Um eitt hefir okkur, sem haft höfum sýningarmálið með höndum, komið saman frá byrjun, og það er, að tækjum við þátt í sýning- unni, þá vildum við að það yrði okkur til sóma. Eg efast ekki um að þar séuð þið öll okkur sam- dóma. Látum okkur því fylkja liði og ganga fram á vígVöllinn til sigurs og sóma okkur sjálfum og gamla landinu okkar, íslandi. Hólmfríður Árnadóttir. Til Br. Gunnlaugs Jóhannssonar á fimtugasta og fjórða afmælis- degi hans. Fimtiu og fjögra ára er öðlingur snjall er hjá oss situr skörungur bæði skýr og vitur, skemta svo títt hans ræður mér. Árin þó fjölgi og aldur hækki, er .sem að tápið dafni, stækki. Andlitið bjart og augun snör æskunnar tala líf og fjör. Inniheldur enga fitu, olíu, litunarefni, ellegar vínanda. Notað að kveldi. Koreen vinnur hægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt hármeðal. Það er óbrigðultvið kvillum í hársverðinum. Verð $2 00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flösk ureru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalar fyrir Canada Spítala samskotin Eg hefi, þar til nú, dregið að senda eftirstöðvarnar af sarnskotum til spítalans á Akureyri því mig langaði til að geta birt um leið viðurkenningu fyrir þeim peningum sem eg sendi þann 15. júní s. 1. Nú hefi eg fengið þá viðurkenning 0g set hana hér orðrétta: “ITndirskrifaður hefir í dag meðtekið ávísun krónur 7556.82 aura (sjö þúsund fimm hundruð fimtíu og sex krónur, áttatíu og tvo aura), á, den Danske Landmandsbanke, frá The Royal Bank of Canada. — Innlagða í bréfi frá herra A. C. Johnson, Winnipeg, og er það gjöf frá félaginu Helga magra til sjúkrahússins á Akureyri. Steingrímur M'atthíasson, héraðslæknir Öll samskotin voru að upphæð $2,182.84, við það bætist bankarenta $5.04, samt. $2,187.88. Upphæðin, sem eg sendi í júní, var $1,500, í krónum 7,556.82. Þ,að sem eg nú sendi, voru $687.88, eða 3,456 kr. og 60 au. Einnig sendi eg ávísun frá hr. Arna Eggertssyni, fyrir arðmiða, sem hann innleysti, 130 króna ávísun frá Önnu Thordarson, Gimli, 50 krónur 0g ávísun á herra Jómas Björsson á Akureyri, frá herra Sigfúsi Magnússyni, Yakima, Wash., 10 krónur. Alls verðiir það sem sent er, kr. 11,203 og 42 au. Doctor Steingr. Matthíasson, skrifar mér með viðurkenn- ingunni mjög hlýtt og vinsamlegt bréf og sendi mér póst- spjald með mynd þeirri á, sem hér er að ofan og lét eg búa til eftir því mynd, sem hægt væri að prenta, svo fólk gæti séð þá stofnun, sem það var að styrkja með þessum gjöfum sínum. Útskýring myndarinnar er: Ibúðarhús Doct. Matthíassonar, byggingin sem yfir það sést á, sóttvarnarhúsið, svo eldri spí- talinn og byggingin, sem fáninn blaktir yfir, er hinn nýji við- bætir við spítalann. Húsið niðurundan er íveruhús Karls Schiött 0g byggingin út og upp er skóli. Mér er kært að sjá þessa mvnd því hún er af mínum æskustöðvum og mér rennur til hjarta þegar eg sé hana. Doctor Matthíasson biður mig að láta sér í té nöfn allra þeirra, sem gáfu til samskotanna og læt eg hér fylgja hans orð um það, til hvers hann ætlar þau: “Þegar nú þessum vin- samlegu samskotum er lokið, langar mig til að gjöra laglegt minnisspjald og setja í ramma. Hugsa eg mér að skraut- prenta Tiöfn allra þeirra er gefið hafa og bið eg yður því að láta nöfnin mér í té og ennfremur ef til er mynd af félaginu “Helgi magri”, að þér gjörið svo vel að senda mér hana. Bæði vrði þetta til prýðis á spítalaganginum og öðrum til eft- irbreytni.” Um leið og eg skila af mér þessum samskotum, vil eg af heilum hug þakka öllum þeim sem fyrir orð mín og félagsins Helgi magri, urðu til þess að stynkja þau. Mér líður liálf- partinn illa yfir því, að þau nú eru hætt því eg vildi svo feginn mega halda áfram að senda hjálp til þessarar stofnunar, sem er svo fátæk af öllu því, sem aðrar slíkar stofnanir hafa og sem gerir þær sYo aðlaðandi og fullkomnar. Eftir að Doctor Matthíasson skýrir mér frá í bréfi sínu, að fénu skuli áreiðan- lega verða varið til þess sem ákveðið var, segir hann: “Ef af- gangur verður er mér kærara að kaupa ýms hjúki’unargögn og innanhússmuni eins og t. d. hægindastóla, við eigum enga brúklega.” En það er líklega bezt að þau standi ekki lengur yfir því fólk er sjálfsagt orðið leitt á betlinu, en væru ein- hverjir sem vildu halda áfram að gefa, er eg fús — já, glaður — að veita því móttöku ef þeir ekki sjálfir vilja senda það beint frá sér. Eg skal áreiðanlega koma því til skila. Með innilegu þakklæti, fvrir hönd Helga magra: Albert C. Johnson. 907 Confederation Life Bldg., Winnipeg, Man. Sýnir >að glögt að andinn er eigi svo háður tímans straumi, ihvílist í æsku dýrðardraumi, djarfur og ungur leikur sér, við fegurð lífs og gnægtir gæða gleðinnar brautir kann að þræða þótt byggi hann jörð og jarð- neskt hold jötunbarna frá ísafold, pökk bróðir fyrir starf og stríð, staðið þú hefir með oss hefir lengi leikið áhugans lipurt strengi lýð til framsóknar alla tíð hefir þú kvatt með kænskuráðum kröftum beitt og öllum dáðum til sóknar og varnar siðabót, sem hefir fengist góð og fljót. Endist þér líf, því afreksverk enn þá er stór og mörg að vinna, við munum krafta þarfnast þinna þrautgóð er sókn og vörnin sterk. Hamingjan blíð þér brosi móti blessun svo margur af þér hljóti. Stattu sem klettur stór og hár stöðvaðu syndaflóð og tár. P. Sigurðsson. pessi ofanrituðu erindi voru Gunnl. Jóhannssyni kaupmanni flutt í síðustu viku á fundi G. T. stúkunnar Skuld, þar sem hann hefir verið starfandi í meir en 30 ár. Joseph Wirth ríkiskanzlari pjóðverja. Einlægni og vingjarnlegt viðmót hefir einkent Joseph Wirth frá því að hann var feam í vöggu og þessir eiginleikar, fremur nókkru öðru, hafa orðið þess valdandi, að honum hefir verið falið ríkiskanzl- araembættið á pýzkalandi. Hinn nýji kanzlari, er nú maður rétt fertugur að aldri og í þann veg- inn að staðfesta ráð sitt, með öðr- um orðum að kvongast, komungri 0 g glæsilegri mey. Tímaritið Monats'hefte, sem gefið er út í Leipzig, flutti fyrir skömmu rit- gerð um kanzlarann, og leggur á það sérstaka áherzlu, að þegar sem ungur drengur, hafi hann ákveðið með sér, að vera Viðmótsþýður, einlægur og hlýðinn. pað er haft eftir mióður hans, að jafn þægt fearn hafi hún aldrei þekt. Að hann hafi aldrei þrjóskast við að fara í rúmið, þegar honum hafi verið sagt að gera það, og seinna meir þegar hann fór að ganga á skóla, hafi hann altaf komið á vissum tíma í bekkinn ofe aldrei mist dag frá námi. Kirkju sótti hann reglulega, þegar á unga ialdri og feefir gert svo jafnan síðan. Joseph Wirth var svo gott 'barn, að dæma, víkur Joseph Wirth aldrei um hársbreidd frá stefnu sinni. Alt sem hann tekur sér fyrir hendur, verður að ganga fram, og hepnist það ekki, verður honum áreiðanlega ekki um kent. Hann er framúrskarandi sparsam- ur maður og mundi heldur standa upp hálfhungraður frá borðinu, en að kaupa eitt egg til viðfeótar og fara þannig yfir hið venjulega máltíðarverð. Kæmi hann auga á “Marmalade” á borðinu, var hann vanur að segja við þjóninn: “Tak- ið undir eins þetta “Marmalade” í burtu, það kostar tveimur mörkum meira, en eg hefi— ráð á að eyða.” Joseph Wirth hefir miklar mæt- ur á Benjamín Franklín, fyrir sparsemina, er eiinkendi alt hans líf. Ymsir blaðamenn á pýzkri- landi, hafa verið að spá því, að kanzlarinn mundi ekki verða annar eins mínútumaður eftir gifting- 11 na. En þeir sem þekkj'a mann- inn bezt, efast stórkostlega um, að hjónabandið breyti honum að nokkru í þessu tilliti. Vanafesta hans og stundviísi, eru eiginleik- ar, ,sem fylgja honum æfina á enda. Á .skólakennara eða prófessor-s árum sínum, fór Joseph Wirth á- valt á fætur kl. sex. Hálftíma síðar neytti hann morgunverðar og tók sér svo skemtigöngu, aðra hálfa klukkustund. par næst vann hann stundarkorn að garð- yrkju og yfirleit svo fyrirlestrana^ sem hann ætlaði að flytja við skól- ann. Reglusemin var það, sem gerði Wirth jafn víðmentan og hann nú er. Joseph Wirth, er hár maður vexti og þráðbeinn. Hann hefir þykt, hrokkið hár og spékoppa í kinnum. Fremur sýnist hann alvarlegur í útliti, þar til hann byrjar að tala; þá er eins og hann hafi hamskifti, viðmótið verður óumræðilega ,hýrt og mál- rómurinn líkist músik. — Ríkis- kanzlarinn hefir ósegjarilega á- nægju af samræðum um fjármál og félagsfræði, kemst hann þá iðug— lega beinlínis í algleyming. Honum dytti aldrei til hugar að viður- kenna, að fjármál væri þurt um- talsefni. Um peninga hefir hann einu sinni komilst þannig að orði: “Peningarnir eru ljóðagerð iðn- aðarlífsins.” — Joseph Wirth, er framúrskar- andi fróður um ihagi þjóðar sinn- ar; hann hefir ávalt á takteinum skýrslu um það, hvað hver einstakl- ingur í hverri stétt um síg, megi eyða miklu í föt og fæði, og hvað þurfi að spara, til þess að geta mætt afborgunum af stríðsskuld- unum, þegar þær falla í gjalddagai Kanzlarinn nýji, er kurteisin sjálf í umgengni við fólk. Bros hans er engin uppgerð. Hann gengur alt af í dökkum fötum, svo margir mundu halda, að hann kæmi frá jarðarför. pótt ,hlýtt sé í veðri, gengur hann alt af í yfirfrakka og hefir á feöfði þykkan flókahatt. Pað stendur öldungis á sama hvað heitar umræður verða í kring um Joseph Wirth, hann er alt af jafn rólegur og málrómurinn skiftir aldrei um blæ. Höfðingja myndugleika Grön- ers, sem er einn af ráðgjöfunum, nær Joseph Wirth aldrei. pví síður getur hann umturnað öllu með mælsku, líkt og Bauer gerði. Hann er hvorki jafn framsýnri, né annar eins hugsjóna víkingur og Rathenau. Hann er hæglátur í öllu, en honum vinst drjúgum bet- ur, en feinum öllum til samans. Gáfurnar eru farsælar og ástund- unin óviðjafnanleg. — Josep Wirth, er tengiliður margra fjarskyldra flokka. Hann hefir látið menn vinna saman í bróðerni, sem undir flestum öðr- um kringumstæðum mundu, í póli- tiskum skilningi, hafa feorist á banaspjótum. Ráðuneytið í Ber- lín, er eins og dálítill lærisvein'a- hópur, sem Josepfe Wirth leiðfeein- ir á svipaðan hátt og hann gerði við nemendur sina á gagnfræða- skólanum í Feiburg.’ Hinn nýi kanzlari neitaði undir COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega breint Hjá öllum tóbakssöhim C?PÍNHÁöEN# " snuff '• Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóbak. i.ngjanna við kanzlaraefnið. Wirtfe svaraði engu, en rétti foringjan- um minnisbók, þar sem í var rit- að með fagurri feendi alt, sem fyr- ir hann hafði feordð, og það með slíkri nákvæmni, að foringinn féll í stafi. pá er sagt, að stundum hafS Wirth verið önnum kafinn að rita lýsingar af landslagi og hinu og þessu, er fyrir augu bar, meðan kúlunum frá óvinunum rigndi niður á allar hliðar. Kafteinninn yfir deild hans, kom einu sinni að honum, þar sem hann var að rita í minnisbókina og dáði mjög hve snyrtilega væri frá öMu gengjð. — “Hvað heitir þú?” spurði kaf- teinninn. “Joseph Wirth,” var svarið. — Kafteinninn, sem var af há-aðli kominn og stóð í nánum kynnum við einn af sonum keisarans, sagði: “Eg skal muna eftir þér, er við hittumst aftur.” En þegar fundum þeirra fear sam- an næst, var aðalsmaðurinn svo- nefndi að selja dagblöð á stræt- unum, en Joseph Wirtfe, rí'kis- kanzlari á pýzkalandi. flokkanna innlendu og evrópeisku innflytjendanna. pegar hátt er í fljótinu é vorin, flýtur það oft yf- ir bakka sína á leið sinni yfir eyðimerkurlandið að fjalllendinu, sem áður er nfnt, og skilur þar eftir áburðarefni, sem eru álitin fyllilega eins rík og þau, sem Níl- fljótið ber með sér Enda vex fjöl- skrúðugur og feiki miikill jarðar- gróður allsstaðar þar sem áin hef- ir flotið yfir. að móðir hans var hrædd um að hann væri ofgóður fyrir þenna j eIns> þegar hann tók við völdum, heim og að hún mundi missa | að flytja inn í hinn volduga bú drenginn sinn. Heimilislíf foreldranna var hið ákj^sanleg- asta; þau voru bæði velmentuð og komin af hinum feeztu ættum. Höfðu ættfeðgini ýmist verið pró- fessorar, læknar eða heimspek- ingar. Faðir Joseph Wirth’s innrætti syni sínum þegar í æsku, virðingu fyrir viðurkendu stjórn- skipulagi og brýndi fyrir honum gildi orðheldninnar. pessum tveim meginreglum, hefir kanzl- arinn jafnan fylgt, og það með svo mikilli nákvæmni, aðssjaldgæft má heita. Loforð hans standa á- valt eins og stafur á feók; Ihann er mínútumiaður, sækir öll mót á slaginu. Kanzlarinn heldur alt af dagbók og ritar í hana öll sín útgjöld. Kaupi hann til dæmis dagblað á strætinu, dregur hann undir eins upp diagbókina og fær- ir verð blaðsins í útgjaldadálkinn. Eftir blaðinu Lllustrierte Zeitung Smœlki Orange fljótið I Afríku er ein- stakt í sinni röð að því leyti, að það er aðeins lítill partur af því sem er þektur. Afríikumenn kalla það Gariep, sem þýðir Fljótið mikla. Upptök fljótsins eru þekt og frá þeim hafa landkönnunar- menn fylgt ánni unz hún steypist niður af bergstalli, sem er helm- ingi hærri en sá, er Niagara foss- inn fellur yfir. Úr því 'hefir eng- um tekist að fylgja farvegi fljóts- ins, því víðast hvar rennur það í gegn um mjög óslétt landslag og eru þá oftast þverhníptir hamrar sitt hvoru megin, sem ilt er að komast að og ógerningur að fylgja. Einn staður er þó 1 þessu óþekta fjalllendi, er fljótið fer i gegn um, þar sem fejargveggurinn er klofinn og hægt er að komast að fljótinu, og það er þar sem Molopi áin rann í Orange fljótið, en sú á hvarf alveg af yfirborðinu, og sjást feennar nú engin merki nema farvegurinn; en i honum er svo mikið af eiturnöðrum, höggormum og öðru illyrmi, að ófært er yfir- ferðar, og í þeim parti landsins búa líka flóttamenn, sem hafa hörfað þangað, og ekki vildu eða voru orðnir þryttir á að taka þátt í óeirðunum á milli Blökkumanna Á meðal annara merkra hluta, sem hafa fundist og eru að finn- ast í hinni fornu Pompeii, eru nokkur ástabréf frá yngismeyjum hinna æðri stétta til rómverskra riddara. pau fundust nálægt vín- sölubúð í hinu forna Abundanre stræti, sem nú er hægt að líta í þess fornu mynd, eftir 2,000 ár. Bréfin eru skorin á fílabeinstöfl- ur og aftan á einni er nafn ridd- arans, sem taflan átti að fara til. Hét sá riddari Stæax, sem Prófess- or Vittoria Spinazzola, fornfræð- ingur og yfirmaður forngripa- safnsins á þeim stöðum, heldur að hafi verið v.ilimaður frá Bret- land. Bréfið hljóðar svo: “Ert þú Phoebus Appollo, íklæddur fereysti Herkúlesar? Sannarlega ert þú mér sama og guð. Hreysti þín og fegurð hefir feulið alla aðra menn sjónum mlnum. Eg er ung, og biðlarnir, sem eg fyrirlít, segja, að eg sé fögur. Eftir þér vil eg bíða, minn elskulegi, nálægt musteri Isis.” Hið einkennilegasta taflborð, sem til er, var búið til af manni í St. Leonards í Sussex á Englandi fyrir 30 árum siðan. pað var steypt úr sementi og sandi, var þrú fet á þykt og 625 ferfet að flatarmáli. Mennirnir voru færð- ir á þann hátt, að sá, er lék, feafði staf í heni, eða stöng með járn- króki á endanum, og færði menn- ina með króknum, svo taflið var til líkamsæfinga jafnframt og það var til andlegrar uppörfunar. pegar Bismarck var í blóma veldis síns, var honum gefið tafl, sem sagt er að hafi verið það dýr- asta, sem nokkurn tíma hafi verið búið til. Reitirnir voru búnir til úr gulli og silfri og voru greiptir í borð úr ebenviði. Tölurnar, sem leikið var með, voru tólf úr gulli og tólf úr silfri, og í gulltölurnar var rúbínsteinn greyptur en de- mant í silfurtölurnar. Alt taflið kostaði $100,000. stað Bismarcks, á Wilhelmsstrasse og óx hann við það mjög í augum þýzku þjóðarinnar og þótti fyrir- mynd annara manna, að því er sparsemi viðkom. pvert í bága við reglur allra fyrirrennara sinna í kanzlaraembættinu, hefr Joseph Wirth engan einkaritara og býr í einu skrautminsta umhverfi borg- arinnar. Eins og gefur að skiilja, tók Joseph Wárth þátt í stríðiinu mikla og var lengst af á austurvíg- stöðvum. Dag nokkurn féll hann ofan í gryfju, sem hálffull var af líkum Slawa, er þar höfðu drukn- að. Parna varð hann að sitja í tvo daga, án þess að neyta svo mikils sem eins einasta vatnsdrykkjar. Loks tókst honum samt að skreið- ast á höndum og knjám yfir til næstu herbúða pjóðverjanna. “pað tók þig víst æði langan tíma að komast hingað”, sagði einn for- NÝ HAUST FIT-RITE Karlmanna föt VERÐ) FRA $28 til $65 pað er o&s vissulega ánægja að sýna hinar nýju Fit-Rite fatafeyrgðir. Gömlu fötin til- heyrðu gamla tímanum, en hin nýju eru úr svo margfalt betra efni og auk þess langtum ódýr- ari. Komið inn og skoðið. Haust Rubberized Yfirbafuir Vanaverð $20, $23, $25 og $28. söluverð....$17.... pessar yfirhafnir þola bæði vatn og vind og eru öllum yfir- höfnum feetri að haustinu. Borsalino og Stetson Hattar $9.00 Nú eru haustbyrgðarnar fyrir hendi af þessum heimsfrægu höfuðfötum. pér sjáið og að verðið er að mun lægra. Athugið Skyrtuúrval vort, J2 95 Arrow, Tooke og Forsyth Gerðir. Alt eftir nýjustu tízku, efnið sterkt og fagurt. f7etta eru skyrtur, sem gera yður ánægða. Haust Combinations nærföt karla, $2.85 Ágæt haustföt, ‘combinations’, af Velvotrex tegund. Ending- Og nú er sá tími, er skifta þarf um argóð, hlý og þægileg. frá sumar- til haustfa ata. STILES & HUMPHRIES 261 PORTAGF AVE. Tvær Búðir Næst við Paris bygginguna. 221 PORTAGE AVE. Horni Notre Dame Ave

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.