Lögberg - 29.09.1921, Side 4

Lögberg - 29.09.1921, Side 4
fí'.M. 4 LÖQBERQ, FmTUDAOINN, 29. SEPTBMBER 1921 1‘ogluu} Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimart N*6327.o4 N-6328 Jón J. BíldfeU, Editor Utan&skrift til blaðsino: THH COIUMBIA PRHSS, Ltd., Box 3172, Winnlpog, ^an- Utanáokrift ritstjórans. EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. / The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Stétta pólitíkin i. Dominíon kosningarnar, sem í hönd fara eru þær eiríkennilegustu, sem fram hafa farið > Canada. A undanfömum árum hafa þaÖ verið tveir stjórnmálaflokkar að eins, sem um hefir verið að ræða, þegar til Dominion kosninga hefir korriið í Canada. Ihalds, eða afturhaldsflokk- inn og'framsóknar eða frjálslynda flokkinn. Þegar til ríkiskosninga var gengið á und- an förnum árum, þá vissu menn, að það var annar hvor þessara flokka, sem sigurinn vann og tók við völdunum og líka við allri ábyrgðinni sem vöildunum fylgdi- Nú er þetta breytt hér hjá oss, eins og flestum öðrum þjóðum, að því ieyti, að flokks- afstaða manna, hefir riðlast mjög — svo mjög, að fjöhli fófks veit rnú naumast hvar það stend- ur stjórnmálalega. Stríðið kom svo miklu losi á hin eldri stjórnmálabönd manna, að frá sjónarmiði stjórn- málaflökkanna gömlu, fór alt á ringu'lreið, og í stað þeirra, eða út úr þeim sprungu nálega óteljandi smáflokkar — flokkar sem höfðu sam- eíginleg áhugamál, svo sem verkamenn, bænd- ur, sosialistar o. s. frv. Sumir telja þessa æxlun góðs vita — segja að hún beri vott um framþróun í stjórnmála- legum efnum — að menn séu nú famir að hugsa ifyrir sig í lándsmálum og láti ekki gömlu stjórnmálaflokkana leiða sig á eywunum lengur. Vér erum ekki sammála þeim mönnum, og teljum slfka staðhæfingu fljótfæmislega. f fyrsta lagi er það afturför, þegar hugsun- arhartti einnar þjóðar er þannig farið, að hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins fara að keppa um völdin hver við aðra, með það aðallega fyrir augum, að bæta sín eigiai kjör, á þann hátt að ná Stjórnarvaldinu í sínar hendur, til þess að veita sjálfum sér þau réttindi sem almennings álitið, þ<jgar það naut sín, vildi ekki veita. f öðm lagi, er velferð og velmeigun þjóð- félagsins komin undir innbyrðis einingu, stefnu- festu við það sem rétt er, einbeitni og mögu- leikum stjórnarvaldanna, til þess að framkvæma það. En hveraig á að geta verið innbyrðis friður í því þjóðfélagi, þar sem hver stéttin rís upp á móti annari og berst fyrir sínum eigin hags- munum —verkamannaflokkurinn fyrir styttri vinnutíma og hærr^ kaupi, án tillits til þess hvort ‘þjóðfélagið er megnugt að borga. Bænd- urnir fyrir niðurfærslu á verndartolli — fyrir lengri vinnutíma og lægra kaupgjaldi — fyrir lækkun á framleiðsliíkostnaði en hæk'kun a land- búnaðar afurðum. Verksmiðjueigendumir heimta hærri tolla, lægri vinnulaun og hærri prísa fvrir vörur sínar. Segjum að allir þessir flokkar, vér segjum allir, (þó verksmiðjueigendurnir hafi ekki bein- línis enn sem komið er, myndað sérstakan stjóra- málaflokk, þá hafa /þeir þó haft mikið að segja, þegar til stjórnar framkvæmdanna hefir kom- ið), ættu að mynda eina stjóm. Hvernig -haldið þið að það færi? Haldið þið að sú stjóm gæti orðið samhent og samtaka við að skara eldi að köku þjóðarheildarinnar, þó þeir með því væri að skara frá sinni eigin? Nei og aftur nei, svo miklir englar eru mennirnir ekki orðnir enn þá. Þetta írafár sem hlaupið hefir í nálega allar stéttir mann- félags vors, að ná stjórnarvöldunum í sínar hendur, í fylkja og alríkismálum, er sýki, sem er hættuleg og hefir ávalt orðið til tjóns, þar sem hún hefir náð sér niðri. Stjómmála flokkarnir mega ekki vera háð- ir neinni sérstakri stétt í þjóðfélaginu. Verða að vrera málsjvarar allra stétta, þegar á þing kemur og allra stétta jafnt. Þessi stefna — stétta-pólitíkur stefna, er í eðli sínu ekkert annað en uppreisn á móti lýð- veldis fvrirkomulaginu. Því undirstöðu at- riði þess eru eins og Macaulv lávarður sagði: “meiri hluta vald” — það er að segja, óháð meiri hluta vald, meiri hluta vald allrar þjóðar- innar, en ekki vald sérstakrar stéttar, sem sú sérstaka stétt hefir brotið undir sig. Stéttapólitíkin, er þá ein af vorum verstu og mestu meinum, sem stendur afkomu og fram- sókn fyrir 'þrifum- Og það skaðlegasta sem fyrir gæti komið í þessum, í hönd farandi kosn- ingum, er að stétta-pólitíkin yrði dfifin í svo fitórum stfl að enginn flokkurinn hefði þrótt til að mynda stjórn og veita málum landsins for- stöðu, án þess að gjöra sig háðan einhverjum hinna. ------o------ Breyting á póstlögum Canada Fvrsta október næstkomandi, ganga eftir fvlgjandi brevdingar á póstlögurn Canada í gildi: 1. Bréf. Burðargjald undir bréf til annara staða en í Canada, og þeirra staða á Bretlandi eða í breakum nýlendum, sem ekki eru undan- þegnir í póstreglugerðinni frá 1921 (íbls. 70), í Bandaríkjunum og Mexico, þar sem sama burðargjald verður áfram eins og nú er, verður burðargjald undir bréf, sem vigta eina únzu (ða minna, .10 cent. 2. Póstspjöld: Sama burðargjald, sem nú er, verður undir póstspjökl til staða í Canada á Bretlandi, í Brezkum nýlendum, til Bandaríkj- anna og Mexico. En til annara staða verður burðargjaldið 6 eent undir einfalt póstspjald og G cent á hvom part þegar þau era tvöföld. 3. Prentuð rit og blöð: Burðargjald undir prentuð blöð og rit, til allra staða utan Canada, Bandaríkjanna og Mexico, nema undir Canadisk blöð og rit, þegar þau era send til staða innan brezka Veldisins, (sem talað er um í 12. kafla 48. gr. póstreglugerðarinnar frá 1921), er 2 cent undir hverjar tvær únzur eða part úr xínzu, undir hvernböggul eða pakka, sem ber sérstaka utanáskrift 4. Bækur og rit til lesturs handa blindu fólki, sendist frítt til allra staða í Canada, Bandaríkjunum, Nýfundnalandi og Mexico. En 1 eent undir pundið eða part úr pundi, kostar að senda þær bókmentir til annara landa. 5. Verzlunarskjöl: —.Burðargjald undir verzlunarskjöl sem send eru með jiósti, til ann- ara staða en innan Canada, verður 10 cent fyr- ir böggul, sem ekki vigtar meira en 10 únzur, og svo 2 cent fyrir verja únzu, sem þar er fram yfir, eða part úr únzu- 6. Viðurkenning fyrir ábyrgðarréfum : — Ef hún er tekin þegar menn kaupa ábyrgð á bréf sín eða bögla, þá kostar hún 10 cent. En ef menn hiðja um þá viðurkenningu, eftir að þeir eru búnir að pósta slík bréf eða bögla, þá kostar hún 20 cent. --------o-----—— Förunautar sannleikans Það sýnist ekki nema sjálfsögð skylda, áð segja satt og menn þurfa að eins dálítið af hugrekki til þess að víkja ekki út af þeim vegi. x En það þarf meir en hugrekki, eins og eft- irfylgjandi dæmisaga sýnir. Það eru fleri skilyrði, sem menn verða að hafa. Það var dag einn, að 'Sannleikur kom inn í bústað guðanna, rennandi votur og mjög illa til fara. “Sonur sæll,” .sagði Júpíter, “eg hélt að þú hefðir farið til jarðárinnar til íþess að búa á meðal mannanna barna. Þú hefir eikki stað- næmst þar lengi.” “Nei,” svaraði Sannleikur, “Satt að segja varð eg fyrir vonbrigðum, Fyrst heimsótti eg höll keisarans og tók hann vel á móti mér. En þegar eg sagði honum, að hann hefði unnið ríki sitt með því að myrða fjölda manns og að hann héldi því við með harðstjórn og svikum og að hann gæti ekki unnið traust og fylgi fjöl- skyldu sinnar nema að þegnar hans væru verri en hann var sjálfur, þá reiddist hann, o& þegar hann hótaði að láta s'kera tunguna úr munni mér, hafði eg mig á bUrtu skyndilega og fór til aðalsfólksins.” “Og það var fegið að sjá og hlusta á þig!” “Já, fyrst í stað. Á meðan eg talaði um keisarann, hlustaði það með eftirtekt, og þeg- ar eg talaði um galla lýðsins, gladdist það. En þegar eg sagði því, að það væri hégómagjamt, stærilátt og skrautgjarnt og að það hugsaði mikið meira um að njóta sjálft, en að koma fram landi og lýð til góðs, þá ætlaði það að myrða mig, svo eg fór í burtu frá því og til prestanna.” “Þeir hafa sjálfsagt tekið þér vel?” “Þeim þótt svo vænt um komu mína og þotti svo mikið til sannleikans koma, að þeir vildu einir að mér sitja og stungu upp á því, að halda mér föstum, þar sem þeir einir gætu notið mín. Svo eg flúði til heimspekinganna.” “Hvernig tóku þeir þér?” “Þeir vildu ekki einu sinni hlusta á mig. Þeir vissu alla skapaða hluti sjálfir og sögðu að eg væri bara úrþvætti og þar ofan á létu þeir mig skilja á sér, að eg væri svikari. Svo eg fór frá þeim og til vinnulýðsins.” “Og hvaða viðtökur fékstu þar?” “Honum féll vel í geð, þegar eg var að segja honum frá, hve undirokaður hann væri og hvernig að réttur verkafólksins væri af því svikinn. Eg hefði getað haldið áfram að segja þeim frá stolti og saurlifnaði aðalsfóíksins, á- gimd og síngirni þeirra ríku, án þess að það }>reyttist á að hlusta. En þegar eg sagði því að margt af erfiðleikum þess væri því sjálfu að kenna, að það væri fátækara en það þyrfti að vera vegna þess, að það hefði sóað fé sínu í fjárglæfraspil, og eytt því sem það hefði getað klætt börn sín með og gjört heimili sín vist- legri með, á knæpunum, þá mislíkaði því stór- um við mig og hefði brent mig á báli, hefðu prestarnir ekki verið komnir áður á meðal þeirra. Samt sviðnaði eg illa og komst undan með því að steypa mér ofan í djúpan brunn, og nú er eg hér kominn, til þess að fá leyfi að haf- ast við i brunninum framvegis. ” “En sonur sæll,” sagði Júpíter, “Sann- leikurinn kemur mönnunum ekjii að miklu haldi, ef hann er niðri á brunnbotni.” “Nei,” svaraði Sannleikur, “og ekki held- ur í miðjum eldinum.” “Eg er hræddur um, að þú hafir verið of orðfrekur og nærgöngull.” “pjg væri ekki sannleikur, ef eg væri það ekki. Eg væri þá að eins smjaðrari. Látum þá, sem þrá samfund minn, koma að brannin- um og líta ofan í hann.y’ “Nei,” savaraði Júpíter, “þú ferð ekki öftur í brunninn. Mennirnir þurfa á sannleik að halda, en hann þarf förunauta og 'þá gef eg þér nú og sendi þig aftur til jarðariHnar, og þér mun veitast léttara að framkvæma verk þitt* Því sannleikurinn einn er ekki fullnægj- andi. Hvernig lízt þér á þá?” “ó, faðir minn, þessi er yndisleg. Hve létt er ekki fótatak hennar. Það heyrist varla og handtak hennar er eins og handtak við- kvæmrar ástmeyjar. Hvað heitir hún?” ^ “Hún heitir Gætni, og stundum er hún kölluð Greind.” ( “Og hin! Hve bros hennar er vingjarn- legt! Hve svipur hennar er góðlegur! Hve staðfast augaráð hennar! Hvað heitir hún?” “Góðlyndi. Og gleymdu aldrei að hafa þær í fylgd með þér. Því mennirnir munu á- valt veita sannlekanum móttöku, þegar Gætni og Góðvild eru honum samferða.” Sannleikurinn er sagna beztur, þegar hann er sagður með góðvild og gætm. --------o-------- Hjátrú Eftir H. Addington Bruce. Nýjar upplýsingar um þ"að, hve mikið er- enn af hjátrú og bábiljum meðal mentalýðsins í Ameríku, hafa gerðar verið heyrin kunnar af sálarfræðideild háskólans í Oregon. Nokkur undanfarin ár, hefir sú regla við- gengist, að sálarfræðideildin hefir fengið ný- komnum stúdentum eyðublöð í hendur, með eftirfarandi spurningum, sem þrafist var skrif- legs svars við: “Tilgreinið í stuttu máli þær tegundir hjá- trúar, sem yður finst mest um, og sem haft hafa að einhverju leyti áhrif á hegðan yðar, að því er þér bezt vitið. Gerið grein fyrir, ef þess er nokkur kostur hvers vegna þér trúið eða trúðuð á hindur- vitni og leyfðuð þeim að hafa áhrif á hugar- far yðdr og breytni.” Svör við spurningum þessum hafa þegar komið frá 550 ungum stúdentum, meyjum og sveinum. Nákvæm yfirvegun svaranna hefir leitt það í ljós, að áttatíu og tveir af hundraði námsfólks jiessa, trúa hindurvitnum eða bá- biljum í einhverju formi og játa það hrein- skilnislega. — Algengustu hjátrúartegundirnar, sem stú- deötarnir við néfndan háskóla tilgreindu. voru þe^sar: Ahrif fjögra blaða smárans, spá- mannlegar draumsýnir, talan 13, lagning spila, boílalestur og þær hégiljur, að ills viti væri, að opna regnhlíf inni í húsi og að taka upp títu- prjóna, sem á gólf féllu, í stað þess að sópa þeim burt með venjulegu rusli. — Af rannsóknum þessum mátti það einnig ráða, að konur virtust hneigðari til hjátrúar, en menn. Af kvenstúdentum, er spurnipgum þessum svöruðu, játuðu sextíu af hundraði, að þær tryðu eins og nýju neti hinum og þess- um hindurvitnum, en af svöram karlmannanna kom það í ljós, að einungis 40 af hundraði, kváðu gjgi sannfærða um ýmsar hjátrúar tegundir. Hjátrú karla og kvenna, eí oftas.t bundin við mismunandi tegundir. 1 skýrslu sinni, er að máli þessu lýtur, farast Edmund S. Conklin, forseta sálarfræðisdeildarinnar, þannig orð: “Flestar hjátrúar-tegundir kvenna, standa í sambandi við heimilið, samkvæmislífið, ástir, giftingar og dauðsföll, þar sem hindurvitni karl- manna virðast að mestu leyti snúast um íþróttir og viðskifti. Hjátrúin nær venjulegast fljótar tökum á tilfinningalífi kvenna, heldur en karla og festir dýpri rætur. Þó er þessi regla, samt engan veginn algild.” Vel er það vert íhugunar, að stúdentar þeir, er hér um ræðir, kenna æskuáhrifum um hjátrú sína. Með öðrum orðum, þeir hafa “smitt- ast” af foreldrum, frændum og vinum. — Hind- urvitnin, sem fólk þetta heyrði mest um á bernsku og unglingsárunum, hafa í mörgum til- felluin stimplast óafmáanlega á hugarfarið og staðið í vegi fyrir eðlilegum þroska dómgreind- arinnar. Foreldri ættu að varast það eins og heitan eld, að skemta börnum sínum með hjátrúar eða hindurvitna sögnum, meðan þau eru sem mót- tækilegust fyrir utanaðkomam/li áhrif. — Æskan á heimting á því, að koma frjáls út í lífið, and- lega frjáls, óbrennimerkt af hégiljum og hindur- vitnum. E. P. J. ------o------ Ný sýningaraðferð Eins og kunnugt er, þá sendi stjórnin í Frakklandi járnbrautarlest fram og aftur um Canada með a'llar mögulegar tegundir af vör- um til sýnis. Lest þessi fór úr einni borginni í aðra og fólkið kom í tugum þúsunda til þess að sjá hvað Frakkar hefðu að selja. Gengu í gegn um lestina, þar sem sýningarmununum var hag- anlega raðað til beggja handa, Þessi sýningaraðferð er alveg ný, að minsta kosti í þessari heimsálfu. En þó munu Frakkar ekki eiga þessa hugmynd, því fyrir skömmu komu verzlunarmenn í Bandaríkjunum upp með að gera út skip, sem sigldi um öll höf og sýndi vörur þeirra. Nú hefir verzlunannáladeild Can- ada ákveðið að senda eina slíka vörusýningar- lest, sem ferðist um á Frakklandi á næsta sumri og hefir fyrir hönd Canadamanna þegið eftir- fylgjandi boð stjórnarinnar á Frakklandi í sambandi við þessa sýningu: 1. Að flytja vörur Canadamanna ókeypis fram og til baka á milli landanna. 2. Ókeypis geymsluhús fyrir canadisku vörurnar á meðan jidrf gerist. 3. Ókeypis ferð mað járnbrautum á Frakk- landi til allra aðal borga oghæja 'landsins fyrir járnbrautarlestina og lána endurgjaldslaust það af flutningstækjum, sem Canadamenn þurfa á að halda. 4- Lána öll helztu leikhúsin á Frakklandi til þess að sýna hreyfimyndir frá Canada—af Canadiskum iðnaði og náttúruauðlegð landsins og eiga Canadamenn sjálfir að eiga ágóða þann Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Asso- j ciation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. j LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commiss.ioners of Canada. North-West Commissiomi CoD | LIMITED [ Telephone A. 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir bændur! Munið eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu, það gæti borg- að sig að senda okkur sem mest af kornvöru yðar þetta ár. — Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. — Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upp- lýsingum. HANNES. J. LINDAL. PETER ANDERSON. MONEY ORDERS eins og ódýrri og áreiðanlegri aðferð til þess að senda peninga alt að $50 upphæð. Gilda án aukagjalds við útibú allra banka hér í dland) og Can hggá plandi (nema Yukon) og í Newfoundland. $5 og undir..... 3c. Yfir $10, upp að $30 lOc Yfir $5, upp að $10 6c Yfir $30, til $50.15c THE ROYAL BANK ______________OFOANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000.000 Allar eignir.........$544,000,000 sem af slíkum sýningum verður að frádregnum kostnaði. 5. Canadamenn eiga að fá rúm í hentugustu bvggingunni í Parísanborg í sex mánuði, líklega í Petit Palais við Elysees torgið án endur- gjalds, til þess að sýna þar vörur sínar. Sir Georg Foster segir, að þetta séu sömu hlunnindi og Frakkar hafi notið hjá Canada- stjórn í sumar. Hann lætur }>ess og getið, að verzlunarmáladeild Canadastjórnar beiti sér að eins fyrir þetta mál á meðan verið sé að mynda framkvæmdarnefnd á meðal verzlunarmanna til þess að taka málið að sér. Grænar Grundir (Framh. og niðurl.) pyí miður gat eg sem næst enga viðdvöl haft í Red Deer-bæ. Var búinn að ákveða mig norður í Ed- monton á tilteknum tíma, gat að eins, sem snöggvast, skroppið heim á heimili Indriða Reinholts. Eftir stutta ánægjustund þar varð eg að fara á lestina og þótti fyrir að geta ekki séð hina íslendingana. í Edmonton mætti Jón Jónsison mér á vagnstöðinni, flutti mig heim á Iheimili þeirra hjónanna í Hefcla Block. Dvaldi eg hjá þeim þann tíma, sem eg staðnæmdist í ^dmonton. Auk annars, sem þau hjónin gjörðu^til að annast mig sem bezt, ók hann með mig um bæinn, til að sýna mér alla helztu staði hans. Saskatchewan-áin • rennur í djúpum og allbreiðum dal í gegn um bæinn og er útsýni þar tilkomumest. Yfir höfuð eru íslendingar meiri fræðimenn en fjársýslumenn. Oft hefir þeim í þessu landi míshepn- ast í fjármálunum, en svo er þess að gæta, hvað ólíkt þeir standa að vígi í samkepninni hér, þegar þeir eru bornir saman við hina ensku samborgara sína- petta er land hinna ensku, og málið hér er þeirra mál. peir eru hér öllu kunnugir og þeir ráða hér lögum og lofum. Öllu er hagað hér, eins og þeim er eðlilegast og þeir eru mentaðir á beztu skólum. Á allan hátt eru þeir búnir undir lífið hér í sínum eigin heimi, á þann bezta hátt sem unt er. .Inn í þennan heim kemur isvo íslendingur, fæddur o^ uppal- inn í torfbæ á íslandi, skólament- unarlaus, framandi að tungu, þjóðerni, siðum, ókunnugur í öllu hérlendu Iífi, fákunnandi ekki einungis í öllu, sem lýtur að ment- un og verzlun þessa lands, heldur jafnvel í flestu hinu verklega. Ef nú að íslendingnum, sem stendur svo ójafnt að vígi við hinn kanadiska meðbróður sinn, öðlast sigur í samkepninni, hlýtur það að vera vegna þess, að í honum er eitthvert efni eða hann hefir feng- ið eitthvert það veganesti, sem ekki svíkur. Einn slíkur maður er Jón Jóns- son. Hann var fæddur og uppal- inn í Skagafirði á íslandi, flutti, er hann var ungur maður, með föð- ur sínum Jóni Péturssyni, frá Hol- gröf, til Nýja íslands árið 1876, þekti þar sultinn og stritið á hörm- ungatíðinni mestu, sem yfir nokk- urt íslenzkt nýlendusvæði hefir gengið hér vestra, fór svo hér og þar út í vinnu hvar sem tækifæri bauðst, og varð síðar frumbyggi bæði í Norður Dakota.og Alberta. í Alberta-nýlendunni var hann fá- tækur bóndi, með all-stóra fjöl- / skyldu, þegar eg þekti hann fyrst. Kominn yflr miðbik æfínnar, með enga reypslu í verzlunarstörfum, maður sem aldrei hafði verið nem- andi í nokkrum skóla, með að eins örfá hundruð dala, sezt hann að í Edmonton skömmu eftir árið 1900 og tekur að verzla með bæjar- lönd og síðar að reisa byggingar og selja eða leigja. Stríðið og verzlunarhrunið hefir krept að honum ekki síður en öðrum, en samt er það ekki ofsagt, að hann hafi varist með hinum beztu- Jón er stefnufastur maður og mjög ákveðinn í skoðunum, sterk- trúaður, kristinn maður, og hefir styrkt með höfðingsskap málefni lúterskrar kristni, sannur íslend- ingum, eins og hann er sannur kristindómsvimur. Sonur hams, vinur minn, O. T. Johnson, fyrv. ritstjóri Heims- kringlu, var boðinn og búinn mér til hjálpar á allan hátt meðan eg dvaldi í Edmonton. Hann er á- kveðinn stuðningsmaður og sann- ur vinur Jóns Bjarnasonar skóla. Óefað er hann í hópi hinna rit- færustu Vestur-íslendinga, hvort heldur er á bundið eða óbundið mál. Áhugameiri íslending getur tæpast meðal vor, og þó hefir hann aldrei séð ísland. —^Ásgeir V. H. Baldwin iheimsótti eg- \yar hann hvatamaður þess í Víkursöfnuði að Mountain, Norð- ur-Dak., að tooðið var öllum lút- erskum íslenzkum söfnuðum vest- an hafs á fund að Mountain, í þeim tilgangi að mynda kirkjufélag og leiddi það til stofnunar Hins ev. íút. kirkjufélags Vestur Islend- inga. Hann hefir ávalt verið drenglyndur stuðningsmaður krist indómsmála vorra, skýr og skemti- legur maður, þýður í viðmóti og hinn bezti heim að sækja, enda tóku allir íslendingar í Edmonton mér vel, bæði gamlir kunningjar og nýir. Frá Edmonton fór eg á laugar- dagskvöld til bæjar, sem nefnist Camrose. Dvaldi eg þar þangað til að kvöldi sunnudagsins. Gjörði eg það til að sjá norska lúterska mentastofnun, sem er þar í bæn- um. Var eg við guðsþjónustu í norsku kirkjunni um morguninn og prédikaði þar eftir beiðni á ensku um kvöldið. Skólastjórinn, séra Solheim, var þar í kirkjunni í bæði skiftin og átti eg tal við hann um kvöldið, en eftir miðdag- inn var hann að heiman. Prest- urinn, sra. Ellingson, bauð mér til miðdagsverðar og sonur hans sýndi mér skólann, og vil eg nú segja lítið eitt frá skó'lanum, ef ske kynni, að það yrði einhverjum, að rninsta kosti, umugsunarefni. Bærinn Camrosé, þar sem skól- inn á heima, telur svo sem 5 til 6 þús. íbúa>, er hreinlegur, anotur

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.