Lögberg - 29.09.1921, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.09.1921, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. SEPTEMBBR 1921 Hestavísur (Nigurl. ) Jón Grunnvíkingur hefir það eftir Páli Vídalín, að ihann “hafi átt þann skeiðhest beztan er dró 18 fet og annan er dró 22 fet á skeiðinu og í iogni var sem gola blési á móti >egar sá hestur var á ferðinni. Sá hestur, eða máske annar, stökk með Pál um vortíma 'þá hann rann á harða skeiði á ísi, er lá á Arnarvatnsheiði, sjö álna ■breiða vök á miðju skeiði. Einn hest átti Páll líka svo þýðan, að hann fékk haldið á fullum vatns- bo>lla og skelpaðist ekki út úr á meðan hesturinn lá á skeiðinu á spöl þeim, sem er á milli fjóss og bæjar í Víðidalstungu.” Vel má vera að einhverjum þyki þetta ótrúlegt, og skal eg ekki neinn dóm á það leggja. J?ó hef- ir Jón Grunnvíkingur jafnan ver- ið talinn merkur heimildarmaður. En það vita reiðmennirnir, að það er ótrúlega langt, sem góðir vekr- ingar draga á skeiðinu, þegar marka má. Og vakur þótti Sóti vera, sem Grímur á Bessastöðum átti. Enda minnist Grímur á það í einni af vísum þeim, er hann kvað um Sóta. Hún er svona: Glennir á skeiði gleiður sig, grípur hann sporin reiðilig, frísar hart ög freyðir á mig fallega klárinn greiðir sig. pú koma hér nokkrar vísur af ihandahófi um kosti ýmsra hesta, fjör þeirra, gangfimi, hö/uðburð og fleira er prýði þykir á öllum reiðhestum. pykir mér þá hlýða, að Páll Guðmundsson á Hjálm- stöðum í Laugardal ríði fyrstur úr hlaði: Hálsi lyfti listavel, löppum klifti vanginn; taumum .svifti tugði mél, tölti’ og skifti’ um ganginn. gangur .hestsins eigi ekkert lof skilið. pað þykir alla jafna prýði á hverjum hesti að hafa sem • fjölbreyttastan gang. Og öllum reiðmönnum þykir notalegt, þegar gæðingurinn veltur áfram á svif- léttu töltinu á milli© sprettanna. Enda hefir töltið verið nefnt hýru- spor og yndisspor og er það rétt- nefni. En brokkið getur líka verið þægilega skemtilegt, þegar það er mikið og gott. Og þáð er mér kunnugt að harðviljugur klárhest- ur getur orðið skriðdrjúgur á brokki: Andrés Magnússon í Langholti í Hrunamannáhrepp, kvað svo um kláhhest er drjúgur þótti á brokki: Minn þótt Sokki brúki brokk, burt hann lokkar trega. Undan nokkrum fákaflokk fer hann þokkálega. Og um annan röskan klárhest kann eg vísu og er mér 'kunnugt um það, að mörgum hesti, sem vak- ur var kallaður, veittist fullerfitt að fylgja honum á skeiði, þegar hann lá á brokkinu: pegar Haukur heim á leið hristir sína lokka, megið þið hinir herða skeið, hann mun undan brokka. pá koma hér fáeinar vísur, sem , jafnframt því að .skýra frá kostum j gæðinganna, lýsa útliti nokkurra j hesta, skapnaði þeirra, lit og ! fleiru í því sambandi. Eyjólfur Jóhaftnsson, síðast í t Sveinatungu í Borgarfirði kvað 1 svo um Rauðskjóna, er heima átti ,á Breiðabólstað í Reykholtsdal: Söðla-drekinn séiegur sýndi þrekið nóga, burða frekur, framþykkur, faxið íék um bóga. Og enn þessa um sama hest: pessa vísu kvað Páll í hitteð- fyrra, en fyrir nokkrum árum kvað hann svo um reiðhest sinn: Séð hefi’ eg Apa'l fáka fremst frísa, gapa, iða. Ef að skapið í hann kemst, er sem hrapi skriða. iSigurbjörn Jóhannesson, kendur við Fótaskinn í S. pingeyjarsýslu, en fór til Ameríku og dó þar, kveð- ur svo um brúna hryssu, er heima átti austur í Héraði: Lit ákjó,sanlegan bar, — leyfður hrósi stóru —: innan um rósir rauðleitar rákir Ijósar vóru. Eikki þótti Eyólfi skjótti litur- inn ljótur, þó að nú sé svo komið, að nýja menningin fordæmi alla skjótta hesta og hrossa-landídatar heimti fé til útrýmingar þeim! Ágúst Jónsson, hómopati á Ljóts- stöðum í Vopnafirði, dáinn kring- um aldaraótin síðustu, lýsir þann- ig hesti sínum: líka kveðið allmargar hestavisur, meðal annars Gránuvísurnar sem hann orkti eftir reiðhryssu ágæta, er fótbrotnaði 22 vetra að aldri. Mun það hafa verið á seinni árum séra PáLs og harmaði hann mjög örlög Gránú. par í eru þessar tvær vísur: Margan fráan fékk eg hest, fóru af þeim sögur. pó hefir Grána borið bezt beina minna drögur. Eg það reyndi ár og ®íð, þótt engin fyndist gata, í náttmyrkri og níða hríð niáði hún heim að rata. Páll , Ólafsson getur og hins sama, er hann minnist samveru þirra iBleiks: Daga og nætur rataði rétt rösklega fætur bar hann; fremstur ætíð fór á sprett, fáum .sætur var hann. Og svo eg nefni þriðja Pálinn í þessu sambandi, þá kvað Páll á Hjálmstöðum svo í hittið fyrra, er er hann mintist Grána síns, er þá var nýfallinn: pegar njóta einir yls, aðrir Mjóta að vinna; í nauða hótum norðan byls naut eg fóta þinna. Allar þessar vísur voru bundn- ar við endurminninguna; kveðnar eftir að gæðingurinn var fallinn og á meðan að söknuðurinn var sárastur. En svo eru aðrar kveðnar á ferð og sumar ef til vill þegar mest reyndi á hestinn, ratvísi hans og dugnað. Sigurjón í Krumshólum kveður svö við pokka sinn: Mig eg reiði á máttinn þinn, mig þó bili þróttinn. pú munt rata pokki minn, þó að dimm sé nóttin. Og ekki hræddist hann skamm- degis-norðanbylinn, sem þessa vísu kvað, ekki alls fyrir löngu, aleinn upp á Hellisheiði: pótt hag'lið dynji hart á kinn, og halli skömmum degi, kvíði’ eg ei, því klárinn minn kennir alla vegi. Eina vísu kann eg skagfirska að sögn, í sama anda: Áfram veginn vonda’ eg held vill hann þegi skána. pótt halli degi’ og komi kveld kvíði’ eg eigi á Gána. Svifaði mökk af svitanum, sindur hrökk úr augum; síst hugklökk í samreiðum; sauð á dökku hárunum. pá er hér ein, er mér hefir bor- ist rétt nýlega og hefi eg fyrir satt að hún muni norðlenzk vera; líklega úr Húnaþingi: Skeifna þoldu skaflar—nir — Skyrpti mold úr hófum. Titraði fold, en taumarnir tálguðu hold úr lófum. pó flestir kjósi að reiðhestur- inn sé fjörugur, eru þó hinir fleiri, sem jafnframt fjörinu óska að hann sé taumliðugur. Enda er það svo, að allir góðir reið- menn kenna gæðingum sínum að hlýða. pað er fyrsta boðorðið. Og þegar það er fengið að hestur- inn hlýði hverri skipun húsbónd- þá fyrst verður sambúðin báðum til *ndis og ánægju. Séra Jakob Guðmundsson, síð- ast prestur á Sauðafelli í Dölum, kvað svo um reiðhest sinn: Taumar léku mér í mund, minn þá Bleikur rennur. petta veikir létta lund, lífs meðan kveikur brennur. Og Sigurbjörn í Fótaskinni orð- ar það á líkan hátt: Hvíldir naumar sér gaf sá, sýndi rétta sniöi; lék við tauma og tánum á tiplaði spretta á milli. pó að skeiðið sé sá gangurinn, sem flestir lofa og alloftast er nefndur í hestavísum, þá er það þó ekki svo að skilja, að annar Limaréttur, ljóneygður, leggjanettur, stórhæfður, í hárum sléttur, hringmektur á hverjum spretti grimmvakur. Sigurbjörn i Fótaskinni kveður 3vo um hest, sem Hjalti var nefnd- ur: Vöðvaþéttur, sómir sér, sést ei hestur fegri. Brúnaléttur oftast er, eyrun nett á kviki ber. Pá er hér gömul vísa um hestinn Víking: Fagurskapað brjóst og bak, bógar, háls og makki. Hans er frjálslegt fótatak, fjörið ræður iblakki. Eins og gefur að skilja er oft í hestavísum minst á ratvísi hests- ins, snarræði hans og dugnað í öllum hættum. Viðurkenna hag- yrðingarnir það fyllilega og án kinnroða, að oft hafi þeir orðið að varpa öllum áhyggjum sínum upp á hestinn. Enda eru ótal dæmi þess, að margur maðurinn hefir átt líf sitt undir viti hestsins’’ ratvísi hans og dugnaði. í hríð- arbyljum og náttmyrkri hefir heiðhesturinn ótal snnum bjargað húsbóndanum hem til bæjar. Og í ám og vötnum og margskonar hættum hefir hann reynst sann- ur stólpagripur. Peir gleyma iheldur ekki að minnast þess, hagyrðingarnir, hvað þeir eiga mikið að þakka he8tinum í þessu efni. Séra Páll Bjarnason, síðast prestur á Undirfelli í Húnaþingi (dáinn 1839) var reiðmaður mik- 111, segir Gísli Konráðsson, og átti marga ágæta hesta. Hann hefir Höfundinn þekki eg ekki, en vitað hefir hann hvað mátti bjóða Grána og er drjúgur yfir. En það eru fleiri en þessi Skagfirðingur, sem drjúgir eru yfir ratvísi hestsins og dugnaði hans. Að minsta kosti kennir hins sama hjá Sunnlendingnum, sem kvað um Glám: Mesta gull í myrkri’ og ám, mjúkt á lu'llar grundum. Einatt sullast eg á Glám og hálffullur stundum. J7enna höfund kann eg heldur ekki að nefna, en fullyrt er að vísan muni kveðin vera hér á Suðurlandi. Og þó að ein- hverjum hárfínum og tilfinninga- næmum bindindíspostuíp finnist hún lítt frambærileg, þá getum við að minsta kosti sætt okkur við hana, sem þorum að hugsa um á- standið eins og það var, þó að við séum uppi á þessum “síðustu og verstu vatnsblöndu-dögum.” Höfundurinn hefir vitanlega ver- ið hálffullur eins og.hann segir, og það er ástæðulaust að fara að gera rekistefnu út úr því nú, og hann hefir líklega verið á heimleið úr kaupstaðnum með kútholuna sína. pað er orðið svo sjaldgæft að sjá þá tvímenna hagyrðinginn og Bakkus, að mér finst ekki nema réttmætt að minningunni um þá sé á lofti haldið. pað er misjafnt hvað reiðhest- arnir endast vel. Sumir eldast fyrir tímann, fella af áður en þeir komast á elliárin, stirðna upp og verða að eins svipur hjá sjón, móti því sem þeir voru, þegar þeir léku á fyrri kostum sínum. Stundum getur þetta verið meðferðinni að kenna, þó er það ekki alt af. En hitt er vitahlega edcki nema eðlilgt, þó að gamli reiðhestur- inn hafi ekki í fullu tré við ungu gæðinganna og dragist aftur úr á sprettinum. Hann getur verið góður þrátt fyrir það, þó að hann verði að sieppa götunni. Bjarni Björnsson, bóndi á Vatns horni i Húnaþingi, kveður svo um gamlan reiðhest: Forðum þóttirðu fótheppinn, fram þá sóttir ómæðinn, búinn þrótti búkur þinn blessaður skjótti klárinn minn. En þeir eru líka til hagyrðing- arnir, sem una því illa að reið- hesturinn haldi ekki kostum sínum 500 íslenzkir menn óskast Við The Hemþhill Government Chartered System of Trade Schools. $6.00 til $12.00 á dag fyrir þá„ sem útskrifast hafa Vér veitum yður fulla æfingu í meðferð og aðgerðum bifreiða, dráttarvéla, Trucks og Stationary Engines. Hin fría atvinnu- skrifstofa vor hjálpar yður til að fá vinnu sem bifreiðastjóri, Garage Mechanic, Truck Driver, umferðarsalar, umsjó’nar- menn dráttvéla og rafmagnsfræðingar. Ef þér viljið verða sérfræðingar í einhverri af þessum greinum, þá stundið nám við Hemphill’s Trade Schools, þar sem yður eru fengin verk- færi upp í hendurnar, undir umsjón allra beztu kennara. Kensla að degi og kveldi. Prófskýrteini veitt öllum fullnum- um. Vér kennum einnig Oxy Welding, Tire Vulcanizing, símritun og kvikmyndaiðn, rakaraiðn og margt fleira. — Win- nipegskólinn er stærsti og fullkomnasti iðnskóli í Canada — Varið yður á eftirstælendum. Finnið oss, eða skrifið eftir ókeypis Catalogue til frekari upplýsinga. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTD. 209 Pacific Áve., Winnipeg, Man. tJtibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Toronto, Montreal og víða í Bandaríkjunum. fram í rauðan dauðann. Björn Skúlaaon, umboðsmaður i Múlaþingum (d. 1865), kveður svo: Ó, að þú værir vetra fimm vorðinn gamli Skotti. Ellin bæði grá og grimm gerir þig nú að spotti. Og sá sem lengi hefir haldið götunni, kann því illa, þegar aðr- ir hleypa fram hjá: Áður var eg fyrða fremst fram reiðar er gaman semst. Nú í fari hinna hemst og hvergi þar úr sporum kemst Kveður Ágúst á Ljótstöðum, sem áður er nefndur, og um sama hest- inn. En svo finnast líka þeir hestar, sem halda öllum kostum sínum, þrátt fyrir árin, sem þeir hafa á baki- Síðasti sprettur þeirra jafnsnjall þeim fyrsta. Vitan- lega er það fágætt, en þó hafa slíkir hestar verið til, og munu eflaust finnast enn, ef vel er leit- að. Og vænti eg að afsakað verði þótt nokkurra drýginda kenni hjá hagyrðingnum, er hann kveður um slíkan hest: Blesi hefir engri íþrótt týnt. Elli fatast tökin. Ennþá getur hann sveinum sýnt sömu snildar tökin. komist á tryggan stað til varðveízlu komandi kynslóðum. Heiti eg ekki síst á hagyrðínga þá, er þetta lesa, að þeir dugi mér vel í þessu efni. Eg hóf þátt þenna með stöku, sem eg taldi sennilegt að væri kveðin á skemtireið. pykir mér því hlýða að enda með annari stöku, sem víst er um að kveðin er á hestsbaki. Höfundur hennar er talinn að vera Nikulás skáldi Hún- vetnirtgur: Höldum gleði hátt á loft, helst það seður gaman. petta skeður ekki oft að við kveðum saman. Selfossi, 30. maí 1921. Einar E. Sæmundsen. —Eimreiðin. Grænland. Khöfn. 26. ágúst 1921. Grænlandsnefnd sú, er danska stjórnín skipaði fyrir löngu, til þess að rannsaka ýmisleg atriði viðvíkjandi stjórn Grænlands, hef- ir nú lokið störfum sínum Og álit hennar verið birt. Er þar talið æskilegt, að sambandið á milli Danmerkur og Grænlands verði nánara en verið hefir að undari- förnu og dönsk menning verði út- breidd betur í landinu en verið hefir, jafnframt þv.í, sem reynt verði að auka persónulegt sjálf- stæði Eskimóa, og að samvinna geti hafist milli þeirra og danskra manna í Grænlandi í sveitarstjórn- armálum. Hvað snertir opnun Grænlands óg afnám einokunar- verzlunarinnar, þá lætur nefndin einróma þá ósk í ljós að þetta verði gert eins fljótt og hagsmun- ir landsbúa leyfa. Nefndin álítur hinsvegar ekki tíma kominn til þess enn, og einn maður úr nefnd- inni talar nánar um það mál og á- lítur, að hæfilegt muni vera að opna landið eftir 10—15 ár. 1 Nefndin mælir með því, að Græn- land alt verði talin ein nýlenda og verði henni skift í þrjú um- dæmi ,norður-, vestur- og austur- umdæmi. Lagt er til, að kirkju- og kenslumál Grænlands standi beint undir kenslumála ráðuneyt- inu í Kaupmannahöfn og sérstök deild í innanríkis ráðuneytinu annist alla stjórn annara mála, ogi að sérstakur embættismaður með miklu valdsviði verði settur yfir iandið alt. Læknishjálp til Rússlands- Frá Kaupmannahöfn kemur sú fregn 25 ágúst til Morgunlblaðsins Dodds nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem starfa fra nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Co., Ltd., Toronto, Ont. í Rvík, að Danir hafi ákveðið að senda læknasveit til Rússlands til hjálpar gegn sjúkdómum þeim er geysa þar. Einn liðurinn í þessari hjálpar starfsemi er sá, að sent verður til Petrograd allur útbún- aður til að hafa bólusetningarstöð þar, og bóluefni til varnar ýmsum sjúkdómum svo mikið að nægir til að bólusetj hálfa milj. manna. Vísan er kveðin hér á Suður- landi fyrir nokkrum árum. pá var Blesi 16 vetra. — Engan þarf að undra, þó að maður sá, sem unnað hefir hestin- um sínum, fyllist söknuði, er hann sér hann ekki lengur við stallinn og heyrir ekki framar vinarkveðj- una, þegar hurðin er opnuð. Hon- um mun finnast, eins og Ágústi á Ljótsstöðum, að hann sé: sviftur eina yndi því er eg meina veröld í. Og lengi er hagyrðingurinn að sætta sig við hvernig komið sé, þó að árunum takist þar, sem ann- arstaðar, að breiða yfir söknuðinn og draga úr sviðanum: pótt mér vordís klappi’ á kinn, kvíði eg næsta degi: Nú er á brott hann Blesi minn blakkurinn elskulegi- Kveður einn í gróindunum vorið eftir að reiðhesturinn hans féll. pað var til lítils að hlakka fyrir hann, þó að vegir væru þurrir og kunningjarnir að skemta sér í góð- viðrinu á ungum og fjörugum gæðlngunum. Og þó að hestur komi í hests stað, lifir hún þó lengi í huganum, minningin um gamla snillinginn. Og þegar hagyrðingurinn ber þá saman, nýja gæðinginn og fallna snillinginn, finst honum öðruvísi umhorfs á stöðvum þeim, er hann hafði áður yndis notið og dýpsta 3ælu fundið: pegar Brúnn minn teygði tá og taumana eins og þvengi; þessir köldu klettar þá kváðu á aðra strengi. Segir Páll Ólafsson í eftirmælum Vakra-Brúns. Hagyrðingurinn getur ekki orða bundist, þegar hann fer um stöðv- ar þær, þar sem gamli og göði hesturinn hans hafði áður leikið sér, oft og mörgum sinnum, á! beztu kostunum. Hann verður: að minnast þess á sína vi.su og' hugsun hans og mál brýst fram í stuðlum — hringhendunnar: Skulfu klettar, skall ’hann á skeiðið rétt við hjallann —. pessi blettur muna má margan sprettinn snjallan.' pessi staka er eflaust yngist þeirra hestavísna, er eg hefi nú uppritað, enda skal hún reka lest- ina. Hún er kveðin í haust, réttu ári eftir að hestur sá féll, er hún getur um. Höfundur lætur ekki nafns síns getið að svo stöddu. Og þá er þessum spretti lokið og læt eg hér staðar numið- Vona eg svo að eg hafi' ekkert ofmælt í upphafi þessa þáttar, er | eg gat þess, að efni það, er eg hefi | nú rakið um stund, væri langt frá 1 því að mega kallast ómerkilegt.! Vel ma vera að vísnavalið sé nokkuð af handahófi gert, því naumur var tíminn, en úr miklu að moða. pó reyndi eg að vanda það eftir föngum. Vildi eg með þætti þessum, enn einu sinni vekja eftirtekt —á al- þýðu-stökunum, á snild þeirra og orðfimi og gildi þeirra fyrir menn- Ingu þjóðarinnar. Ykkar, sem þáttinn lesið, er svo að dæma um, hvernig mér hefir tekist það. Vil eg svo enda með sömu bæn- inni og fyrri daginn. En húnj er sú, að sem flestir riti upp vís- ur þær er þeir kunna og sendi mér, bæði hestavísur 0g aðrar, yfir höf- uð allar alþýðuvísur, hverju nafni sem nefnast. Lofast eg aftur á móti, að halda öllu slíku til haga. og sjá svo um, að vísnasafnið HATT Kvennmanna Patent Sally Sandal Goodyear Welted Sólar, allar vídd -ir, allar Stærðir eins og myndin sýnir Vér höfum ógrynni af viðskiftavinum í borginni, sem koma inn, allir með sama svip —þar sem lesa má úr hverrt hreyfingu og augunum líka— “SÝNIÐ MJER!” peir höfðu lesið auglýsingar vorar, og töldu það samt lít hugsanlegt, að þeir gætu fengið jafn góðar vörur fyrir svo litla peninga “SÝNIÐ MJER” og vér sýndum þeim.......Áður en þeir fóru, höfðu þeir eigi að eins keypt skó hjá oss, heldur hældu búð vorri áhvert reipi hvar sem leiðir þeirra lágu. pað er enn þá fjöldi fólks, sem hefir þenna “SÝNIÐ MJER” svip á andlitinu. Vér sýndum hinum, hví ekki að leyfa oss að sýna yður líka? Ekta he-man brogue Oxford, búnir til úr Black Scotch Grain leðri. — Táin mjúk, fóðruð með þykkum striga; sól- arnir óbilandi. — Athugið sérstaklega verðið T T T T T T T T T T f T T x x t X i T T T T f f T f f f f f f % f I f f f f ♦;♦ f f f f f GLUGGASÝNINGAR STUNDUM TÁLDRAGANDI pér eruð ekki tældir inn í búð þessa, með margvíslegri gluggasýningu, þar sem skórnir í glugganum, sem ef til vill eru merktir sanngjörnu verði, lokka yður inn, til þess svo eftir alt saman kann.ske að greiða$10, $12 til $15 fyrir skó, sem eiga við fótlag yðar. Hve oft hefir þetta hent yður? EKKERT YFIR $8 ENGAR PÓST PANTANIR Sökum hinna stórkostlegu viðskifta í borginni, getum bér eigi sint póstpöntunum, því um það leyti og póstpantanir kæmi, væri umbeðnar vörur ef til vill útseldar í svipinn. PORTAGC BOOT-SHOP Beint á móti Eaton’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.