Lögberg - 24.11.1921, Síða 4

Lögberg - 24.11.1921, Síða 4
Iils. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1921 yogberq Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaimart >-«327 og >-«328 Jón J. Bíldfell, Editor (jtanáakrift til blaðsina: TlfE COLUWIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg. Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, IV|an. The ‘'Lögberg” is printed and publíshed by The Columbia Preee, Limlted. in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. 0 Heimskringla og tollmálin. Þremur dálkum ver Heimskringla síÖast til þesis að tala um tollmálin í Canada og grein er vér rituðum út af þeim nýlega í Lögberg, og eru þau býsn þar borin á borð fyrir Islend- inga að furðu sætir. Vér nennum ekki að eltast við alt, sem þar er sagt, en fram hjá einni klausu er þó naum- ust hægt að ganga, því hún er biátt áfram ger- semi að því er þekkingarleysi á landsmálum snertir. Klausan hljóðar svona: “Að því er tekjutolla og verndartolla snertir, sjáum vér ekki að tekjutollarnir séu vitund léttari á þjóðinni en verndartollar. Tekjutollarnir eru beinir skattar; verndartoll- arnif em skattar, sem þjóðin leggur ekki beint fram, því þeir eru teknir af utanlands ýerzlun og miðaðir við mmverð í landinu.” Sjaldan höfum vér séð meira af vitleysu hrúgað saman í eitt, eu gjört er í þessum til- færðu línum, því þar er alt á afturfótunum. Vemdartollurinn, sem bróðir vor á Heims- kringlu segir, að lagður sé á utanlands verzlun og þjóðin leggi því ekki beint fram, er með cana? diskum lögnm lagður á innlendu vöruna. Það er að segja, ef skóverkstæði býr til skó, sem kosta það sex dollara, þá koma verndartolla- lögin til sögunnar og gefa þessum manni rétt til að leggja $1.95 skatt á þesga sl0, og hann sendir þá á ínarkaðinn og selur þá þar, ekki fyrir $0.00, eins og þeir kostuðu hann með sann- gjörnum hagnaði, heldur á $7.95; og þennan vemdartoll verða ritstjórar Heimskringlu og allir aðrir, sem skó kaupa, að borga verk- smiðjueigandanum, og það út í hönd í hvert skifti, sem hann eða þeir kaupa skó, föt eða hvaða aðra vörutegund, sem keypt er og nýt- ur tollveradunar. -Að tekjutollur sé ekki vitund léttari á mönnum en veradartollurinn, má vel vera; hann ætti að vera þyngri. Tekjutollur Canada er lagður á aðfluttar vömr, og hann svarar til verndartollinum innlenda þannig, að t. d. er 35% verndartollur á skautúm, og verða öíl^þau félög, sem vilja keppa við skautasmiði í Can- ada að borga 35% innflutningstoll á skautum sínmn og rennur sá tollur í landssjóð, er tekju- skattur, en verndartollurinn rennur , vgsa mannsins, sem býr skautana til í Canada. Og þó að tekju eða aðflutningstollurinn sé ekkert léttari á mönnum, þá er hann samt miklu léttari en tekju og vemdartollurinn til sam- ans, því í báðum tilfellunum verður al'þýðan að borga, en sá er munur þó, að innflutnings- tollurinn gengur til þess^ að mæta almennum útgjöldum, en verndartollurinn til þess að auðga verksmiðjueigenduraa. Frjálslyndi flokkurinn heldur því fram, að sanngjarnt og sjálfsagt sé að borga “keisar- anum — landsjóði — skatt, en vill ekki borga verksmiðju eigandanum lílca, heldur afnema þennan ósanngjaraa vemdartoll smátt og smátt, unz hann er horfinn með öllu, og vefk- smiðjuiðnaður ríkisins stendur á sínum eigin fótum og gjaldendur ríkisins eru að eins kvadd- ir tíl þess að borga ríkistekjuskatt, til að mæta lögmætum útgjöldum þess.« En þetta hátolla fyrirkomulag, það er að segja verndarhátolla fyrirkomulagið, hefir víð- tækari áhrif en þau, sem á er minst. Pað sem á að vera, eða réttara sagt oss er sagt að sé”til þess að tryggja landisjóði tekjur, er í raun og sannleika þröskuldur í vegi fyrir því, að land- ið geti notið tekjutollsins. Meining og eðli veradartollsins er, að vernda iðnaðinn í landinu sjálfu og til þess að hann nái tiigangi sínum, þarf tollurinn að vera svo hár, að hann haldi samkepnisvöram burtu úr landinu. Tökum aftur dæmi af skóm. Segjum að skóiðnaðurinn í Canada njóti svo öflugrar verndar að þeir, sem fyrir honum standa, sitja einir að þremur-fjórðu pörtum skóverzlunar- innar í landinu. Þá heldur þessi veradartoll- ur öllum skóvarningi úti úr Canada nema ein- um fjórða parti, og landssjóður fær ekkert nema aðflutningstollinn á þessum fjórða parti, sem keyptur var frá segjum Bandaríkjunum. Það er ómótmælanlegur sannleiki, að eft- ir því sem verndartollarnir eru hærri, eftir því er innflutningur frá öðrum löndum minni, og eftir því sem innflutningurinn er minni, eft- ir því eru tekjurnar lægri. þótt Iíeims- kringla og Meighen prédiki veradartolla til ei- lífðar, þá geta þau aldrei breytt því né borgað skuldir landsins með verndartollum . --------o-------- Afföll canadíska dollarsins. Eitt af því, sem haldið er yfir höfðum manna nú við þessar kosningar, er að verad- artollurinn sé alveg bráðnauðsynlegur svo vér hættum að kaupa frá Bandaríkjunum, sem felli canadiska dollarinn um 9y>% og yrðum á þann hátt’að borga þeim offjár, sem væri alveg tapað. Náttúrlega er þetta tóm vit- leyisa, en vitlevsan er nú ekki betri en hvað annað, þegar hún er einu sinni komin inn í fólk. Því ef verndartollurinn væri færður niður um segjum í)y2%, þá væri strax búið að ná upp þessuni halla og í til-bót að setja 9y>% ágóða í vasa allra þeirra, er keyptu vorur sem búna,r væru til í Canada, og tollurinn hefði verið færður niður á. Og þó hættan frá því sjónar- miði sé alls engin og enginn möguleiki fyrir tapi, þá er þetta affalls spursmál all alvarlegt og þess virði að fara um það nokkram orðum. Því er þannig varið með þennan gjald- miðil, gullið, að þegar lítið er til af því, er það dýrt, en aftur ódýrt, þegar mikið safnast fyrir af því. En við gullmælikvarða er gjaldmiðill allra þjóða bundinn. Og þegar svo er, verður manni fyrst fyrir að athuga tryggingu gjáld- miðilsins, eða gullið, og í flestum tilfellum fínnur maður feimna þar, ef hún er nokkur. Það er sama hlutfall og skyldleiki á milli gulls og gangeyris landanna, eins og á milli veðbréfs og tryggingar, og vér vitum, að eins lengi og panturinn heldur sínu ákvæðisverði, á meðan heldur líka veðbréfið sínu. En ef að panturinn eða tryggingin fellur eða missir verðmæti sitt, þá fellur og veðbréfið að því skapi. Arið 1912, voru í veltu hér í Oanada $209,- 362,037 virði af bréfpeningum og hélt þá cana- diski dollarinn ákvæðisverði sánu um allan heim, en þá . var líka trygging á bak við þá seðla, upphæð, sem nam $98,802,395, eða 32%. Árið 1914, samdi Bordenstjórnin í Ottawa lög um að gefa út aúkinn seðlaforða til þess að lána bönkunum, og gaf þeim líka leyfi til að auka sjálfir seðlaforða sinn um 15%, en lán stjómarinnar máttu bankarair borga í sínum eigin seðlum. Arið 1920, er sú breyting komin á að seðla- forði landsmanna í veltu, er kominn upp í $536,702,419, hafði aukist á sex árum um $327,- 340,382, en þá var gullforðinn að eins $104,399,- 355, eða með öðrum orðum að tryggingin fyrir seðlum þeim, sem þá voru í gangi í Canada hafði fallið ofan f 16% — Afleiðinin er, að menn vilja ekki kaupa kanadiska dollarinn fullu verði, þegar að tryggingin fyrir honum hafði fallið svo herfilega í verði. Sumir segja að landið standi 'þó æfinlega fyrir þessu. Það sögðu Frakkar líka 1799, þegar þeir reradu þá aðferð, og reyuslan sú varð þeim dýr og peningar þeirra mistu gangverð sitt, ■svo tilfinnanlega að heilan bunka seðla þurfti til þess að kaupa eina máltíð. Sama sagan sem nú er að gerast í Póllandi. A þes-su tiltæki hafa allir í Canada tapað undanfarandi, og eiga eftir að tapa of fjár enn — allir nema bankarnir, þeir hafa rakað saman stórfé á þessu fyrirkomulagi afturhalds verad- artolla stjórnarinnar í Ottawa. — Hún er söm við sína. --------o------— Kosningarnar í Selkirk- kjördæmi. Sú tilfinning mun vera ráðandi, að minstakosti í Vesturfylkjunum, að þörf sé á stjórnaskiftum í Ottawa. Aðstaða Meighen stjópiarinnar og undanfarandi ráðsmenska, hefir veikt traust fólks til hennar og hún hefir fremur valdið óhug en ánægju í landi, og þó vita bæði guð og menn, að nóg var af því fyrir þó ekki væri á liætt. En til þess að úr slíku yrði bætt, þá er engum blöðum um það að fletta að fólk yfirleitt, bæði í Selkirk kjördæminu og yfirleitt í Vestur fylkj- um vildi og vill, að mótmælendur stjóraarinnar sameina sig sem bezt gegn afli og ofríki stjórn- arinnar, þingmannaefnum hennar og útsend- uram. Sumstaðar hefir mönnum tekist þetta, eins og í Suður AV innipeg kjörd., þar sem mótstöðu- menn stjórnarinnar hafa sameinað sig um á- gætis mann sem merkisbera frjálsra hugsjóna, en um fram alt mann sem er þeim hæfileikum búinn, að hann er er líklegur til þess að verða að verulegu gagni á löggja-far þingi þjóð- arinnar. Víðar hefir þetta verið reynt og sumstaðar tekist og sumstaðar ekki. En hvergi vitum vér af kjördæmi, sem þetta hefir tekist eins ömurlega illa og í Selkirk kjördæminu. Vér erum sannfærðir um, að stór meiri hluti kjósendanna í Selkirk kjördæminu, er mót- fallinn núverandi landsstjórn og athöfnum hennar og ber alls ekkert traust til hennar, og á því með réttu heimtingu á að það sé maður með frjálslyndum hugsjónum og framsóknar- þrá, sem er umboðsmaður þeirra á næsta lög- gjafarþingi Canada. En það lítur út fýrir, að meiri hluti kjós- endanna fái ekki að ráða í því kjördæmi í þetta sinn—lítur út fyrir að hann verði kæfður, sum- part fvrir handvömm þeirra, sem -fyrir málum standa í því kjördæmi, og sumpart af utan^ að komandi ástæðum, sem þeir ráða ekki við. Fimm þingmannsefni sækja um kosningu í þessu kjördæmi. Fyrst, þingmannsefni aft- urhaldsflokksins eða Meighen stjórnarinnar, sem, ef nokkurt vit liefði verið í ráðstöfun hlut- anna, hefði ekki hið minsta tækifæri til þess að ná kosningú. Þá er J. E. Adamson, lögfræðingur, mikil- hafur maður, sem sótti undir merkjum frjáls- lynda flokksins um þetta sama þingsæti árið 1917, en féll. Hann er kunnugur í kjördæminu og hefir mikið fylgi. Aldamson hefir verið stuðningsmaður frjálslyndis stefnunnar alla sína daga, en sækir nii um þingmensku sem óháður framsóknarmaður. Bancroft sá, er sæETir undir merkjnm bænda eða framsóknar stefnunnar, er bóndi sjálfur og hefir verið afturhaldsmaður í pólitík og stuðn- ingsmað.ur -þeirrar stjónmálastefnu. M. Gunn, þingmannsefni verkamanna, er lítið þektur að }»ví er til opinberra mála kemur; hann var í stríðinu og hefir sérstak- lega fram að bera mál heimkominna hermanna og verkamanna. Sá fimti og síðasti er Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson, sem allir Vestur-lslendingar þekkja, af orðspori að minsta kosti, og allmargir líka af persónulegri viðkynning. Þó ótrúlegt sé, þá er heldur erfitt að gjöra grein fyrir doktoraum, að því er til stjómmála afstöðu hans kemur. Hann hefir verið margt hér á meðal vor: liberal, verkamanna fultrúi, sósíalisti og Bol-y sheviki. En livað af þessu hann er núna, er víst ekki þægilegt að segja. Hann segist sækja undir merkjum frjálslynda flokksins og getur vel verið, að hann segi það satt. Það veit víst enginn með vissu livernig á honum stendur, og að líkindum eklci sjálfur hann. Frjálsljmdi flokkurinn í Selkirk kjördæmt inu var búinn að lýsa yfir því í heyranda hljóði, að liann styddi Mr. Adamson og veitti honum eindregið fylgi við kosningarnar. Það er heldur ekki frjálslyndi flokkurinn í Selkirk- kjördæminu, sem á nokkurn þátt í þingframboði aoktorsins. Pað eru ekki einu sinni kjósend- urnir í • kjördæminu, sem nokkurn skapaðan hlut liafa um það að segja, heldur er það hin alræmda Knott - klíka hér í Winnipeg, sem treð- ur doktornum þaraa niður í blóra við kjósend- ur kjördæmisins. Vér vitum ekki til hvers þetta er gjört. En vér vitum að það er ekki gjört með vilja kjósendanna í Selkirk kjördæm- inu, og vér vitum, að í svona lagaðri aðferð er enginn frjálslyndis neisti. A hinn bóginn vita allir, að doktorinn hef- ir ekki hið minsta tækifæri til þess að ná kosn- ingu — það eina, sem hann getur gjört, er að spilla fyrir tækifæri framsóknarmannanna, sérstaklega Adamsons. fslenzkir kjósendur í Selkirk kjördæmi, eða hvar sem þeir eru og fylgja framsóknar- stefnunni að málum, ættu að vara sig á að láta dreifa sér. En það virðist vera aðal tromp stjórnarsinna, að koma svo mörgum á stað til þess að sækja um þingmensku, að þeirra eigin maður sé nokkurn veginn viss með að ná kosn- ingu, og svo er nú einmitt ástatt í Selkirk kjör- dæminu. En við þessum trúðaraleik má þó enn gjöra, með því að skipa sér þétt utan um þing- mannsefni það, sem framsóknarmerkið ber, og sjá u mað sá maður beri sigur úr býtum kosn- ingadaginn, það er að segja Mr. Adamson. --------o-------- Yfir brotsjóinn. eftir Tennyson. Sólsetur — stjarnbjört stund, er stefnumót eg fæ; og engan grátstaf báran beri um sund, er burt, eg legg á sæ. 0 En líkt og flóðhrönn sofi sætt í frið í sævar þagn-ar geim er hverfur það, sem dýpst bjó djúpið við, til dvalar heim. Kvöldhringing, rökkurró — svo ríkir koldimm nótt, en hljómi’ ei kvein, þá knör mig ber á sjó frá kvaldri drótt: Því þótt eg stundarheimi færist frá með flóðhrönn, sera mig ber, eg vona’ í höfn minn verndara að sjá, þá vosför lokið er. Jón Einarsson. ——————————————————^ Þingmannsef ni Bændaflokksins petta er myndin af Mr. L. P. Bancroft, þing- manrösefni bændaflokksins fyrir Selkirk kjördæmi, sem útnefndur var á fulltrúamóti í Winnipeg 17. október. Til móts þessa var stofnað á þann frjálsmanh- iegasta hátt, sem hugsast gat, — samsett af full- trúum, kjörnum af bændafélögunum — United Farmer Locals, — í Selkirk kjördæmi. Mr. Bancroft hefir engan stóran kosningasjóð að bakhjarli, að eins þau smátillög, sem kjósendur í kjördæminu frívilju-glega láta af mörkum. Hann m-á ,þess vegna ekki við að borga fyrir stórar aug- lýsingar, eins og andstæðingar hans gera, sem enn ekki hafa gert heyrin kunnugt, hvaðan þeim kemur féð í kosningasjóði sína. Mr. Bancroft fylgir fram Istefnuskrá bænd- anna — Farmers Platform — einu stefnuskránni, sem bætt getur kjör Bænda og Verka- rfianna. A^A A^AA^A^AA^AA^AA^A^AA^AA^AA^AA^AA^AA^AA^AA^AJ^AA^AJ^A^A t^v t^t t^t —^t t^t t^t T^T T^T Phone A-6275 K O L Phone A-6275 Drumheller Saunders Creek Lethbridge American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá vissir um framhald á verzlun yðar. JAMES REID 301 Enderton Bldg. Aðal augnamið vort, fyrst og síðaist og alt af er ánægðir skiftavinir. Brask “Knott” flokksins. í blaðinu “Portage lla Prairie Graphic”, (sem styður Liberal- flokkinn að málum), birtist eft- irfylgjandi grein: • “Ákvarðanir liberal flokksins í Portage og Macdonald kjördæm- unum um að hafa ekkert li'æral þingmannsefni í boði en styðja andstæðing stjórnarinnar, mælist ist yfirleitt vel fyrir. Lítill flokkur í Winnipeg, sem ekkert umboð hefir frá hálfu frjálslynda flokksins, og sem að eins stendur saman af fáeinum einangruðum og óánægðum fyrver andi liberals, eru enn þá að reyna að útnefna þriðja þing- mannsefnið fyrir þetta kjördæmi. pesísir fáu einstaklingar eru með þessu móti að vinna í hag stjórn- ar þingmannefnisins í þessu kjör- dæmi, þar sem það er öllum ljósit að skift atkvæði milli andstæð- inga stjórnarinnar, hjálpa henn- ar þingmannjsefni. Fullveðja kjósendur í Portage la Prairie eru reiðir aðferð þessara einstak- linga, sem ekki eru kjósendur í áminstu kjördæmi. Allar tilraun- ir þessara fáu manna hafa enn sem komið er mishepnst, en ef þeir gætu með einhverjum brell- um fengið þingmannsefni, þá er það hér um bil víst, að sá maður fengi ekki fimm atkvæði af hverj- um hundrað. Auðsjáanlega er tilgangurinn þessi, að hafa þing- mannsefni í boði, sem ef til vill gæti fengið 200 til 300 atkvæði frá andstæðingum stjórnarinnar og þannig hjálpað stjórnarsinnanum að ná kosningu. í sambandi við þetta einkenni- lega brask hins svo nefnda “Knott” flokks, rís þessi mikils- varðandi spurning: Hvaðan koma pentngarnir, til að kosta þetta þriðja þinmannsefni?” í tilefni af ofanritaðri grein MONEY ORDERS sem áreiðanlegri og ódýrri aðferð til að senda peninga upp að $50. }?ær borgiast gjald- frítt í öllum Canada útibúum (nema Yuk- on) og Newfound- land. $5 og undir .... 3c. Yfir— $5 upp að $10 .... 6c $10' upp að $30, lOc $30 upp að $50, 15c The Royal Bank of Canada Eignir virtar á $512,000,000 virðist tilhlýðilegt og sanngjarnt einmitt nú, að vekja athygli fc- lendinga á því, að hinn svo kall- aði Knott-flokkur, sem þessi grein talar uúi, er einmitt það “party’V sem útnendi Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson sem þinmannsefni í Selkirk kjördæminu í yfirstandandi kosn- ingum, auðsjáanlega f þeim sama* tilgangi, sem ofanrituð grein tek- ur fram, að skifta atkvæðum and- stæðinga stjórnarinnar, og með því móti gera Mr. Hay, þing mannsefni stjórnarinnar, mögu- legt að ná kosningu. pegar Dr. Jóhannesson tók út- nefningu frá “ÍKniott”-flokknum' í Winnipeg, vissi hann að flest- allir leiðandi liberalar í Selkirk-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.