Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 7
LOGBEHG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1922. Ma. 7 GIGTIN HORF- IN. GENGURNÚ FJöRLEGA Fætur Manitobamanns voru eins eins og trédrumbar, og hann kvaldist frá hvirfli til ilja mjög mikið. “Eg heyrði svo margt fólk hæla Tanlac, að eg afréð að reyna það sjálfur Oig hefi sannfærst um, að það er hreint og beint undra með- al,” sagði David Wellington, vel- þektur lyfsali að Harperu'sa, Man- itoba. “í fimm ár hafði eg þjáðst ó- aflátanlega af gigt, og það svo mjög, að mér fast eg ætla að mal- ast til agna. Eg var svo stirður í hnésbótunum,' að engu 1‘ikara var en eg gengi á tréfótum. Mér varð óglatt af öllu, sem eg neytti, þembdist upp og fékk ákafan höf- uðverk. “Undir eins eftir fyrstu inn- tökuna af Tanlac, fór mér að skána, maginn komst í eðlilegt á&tand og gigtin hypjaði sig á brott. Nú hefi eg beztu heilsu og get með góðri samvisku mælt með lyfi þessu við alla, er þjást á líkan hátt og eg.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggetts Drng Store, Winnipeg. pað fæst einnig 'hjá lyfsölum út um land; hjá The Vopni Sigurðs- son, Limited, Riverton, Manitoba og The Lundar Trading Company, Lundar, Manitoba. Viðskifta áform Þjóð- verja. (Eftir Morgunbl.) Margir eru að spá ríkisgjald- þroti í þýzkalandi í náinni fram- tíð, og almennum vandræðum. — Eigi að síður hafa stóriðjuhöld- arnir þýzku ráðagerðir miklar í frammi um útíbreiðslu þýsks iðn- aðar um allan heim og þýzkar framkvæmdir í fjarlægum lönd- um. pó undarlegt megi virða'st, eru pjóðverjar nú athafnamesta þjóðin í Evrópu. pýzkaland hefir mist nýlend- ur s'ínar allar og flota sinn. Gömlu þýzku siglingaleiðirnar eru því úr sögunni um sinn og við- skiftin við nýlendurnar og hagn- aður sá, er þeim fylgdi sömuleið- is. í Indlandi, Morocco eða Norður-Ameríku er enginn jarð- vegur fyrir þýzk viðskifti. Gömlu viðskiftaleiðirnar eru úr sögunni og nú verður að finna aðrar nýj- ar. pjóðverjar hafa ekki trú á því, að það borgi sig að koma upp nýj- um fyrirtækjum þar sem byggja verði á siglinga samgöngum ein- göngu. — pví að þeir segja, að reynslan hafi sýnt það, að undir eins o» ófriður verði, séu skip og hafnarfyrirtæki, sem þeir eigi í fjarlægum löndum, með öllu gagns laus iþeim. pjóðverjar töpuðu miljörðum ií ófriðnum við missi þessara eigjna sinna, iþví hafa þeir ekki trú á að fara að leggja í fyrirtæki t. d. í Suður-Ameríku, því undir eins og ófriður komi næst, muni þeir ekki hafa bol- magn til að verja þær eignir, er þeir eigi þar. Og pjóðverjar eru ekki í vafa um, að nýr ófriður verði áður en langt um líður. pess vegna eru það samgöngu- leiðir á landi, sem pjóðverjar hafa einkum hugann við nú. pýzka járnbrautarleiðin frá Berlín til Bagdad er nú úr sögunni. En i stað hennaj; hafa pjóðverjar nú á prjónunum aðra fyrirætlun, enn þá stórkostlegri: að koma á járn- brautarsambandi, er þeir hafi al- ger umráð yfir, frá Berlín alla leið til Vladivostok. Landið, sem pjóðverjar hafá einkum augastað á nú, er Sfbería. Og margt þyk: ir 'benda á, að náin samvinna verði milli pýzkalands og Rúss- lands á næstu áratugum, að stjórnarfarið í Rússlandi færist í líka átt og það er í pýzkalandi, að Rússland verði jafnaðarmanna lýðveldi og að það verði pjóðverj- ar, sem fengnir,verði til að hjálpa til að koma atvinnumálum lands- ins í horfið aftur. Og verði pjóð- verjar og Rú'ssar samherjar í næstu styrjöld, kemur járnbraut frá Berlín til Vladivostok að ó- metanlegu gagni. Að öllu þessu athuguðu, hafa pjóðverjar nú tekið að leita fyrir sér austur á bóginn. í Síberíu eru ótæmandi náttúruauðæfi og framtíðarmöguleikar meiri, en í flestum löndum í heimi, og þessi auðæfi vilja pjóðverjar hagnýta sér. — Hefir Hugo Stinnes eink- um verið mikið við þessi áform riðinn, en hann er voldugastur allra auðkýfinga pýzkaland's. Hann hefir myndað hlutafélag, er nefnist “Ðeutsch-Sibirischer Wirtschaftsverband”, og er það þegar farið að sækja um sérleyfi í Sberíu hjá stjórnunum þar eystra; ætlar félagið að reka r.ámugröft, reisa verksmiðjur og umbæta öll samgöngutæki. Enn fremur er Stinnes þegar tekimn að semja um sérleyfi til járnbraut- arlagningar frá Irkutsk um Mai- matschin og Urga til Peking, þvert yfir eyðimörkina Gobi. Ef þessi járnbraut kemst á, opnast r.ý leið til þess að koma afurðum Síberíu til markaðar í Kína. pað sem mest Jiggur á í Síberíu nú, eru landbúnaðarvélar. Vöru- skifti eru nokikur milli Rússlands og pýzkaland's, en mundu vera miklu meiri, ef samgöngur væru betri. Síberíubrautin, sem nú er til, mundi geta afkastað miklu, ef hún væri vel starfrækt og nóg •til af vögnum og eldsneyti, en á það brestur mjög og sambandið frá Moskva og austur að Ural er mjög stopult og liggur oft niðri marga daga. Eins og ástandið er enn í Rússlandi, þykir pjóðverj- um ekki tiltækilegjt að treýsta gömlu landleiðinni. Eina leiðin, sem þeir geta notað að svo komnu er sjóleiðin um Suez og fyrir sunnan Asíu til Vladivostok. En þá verða þeir að nota skip Eng- lendinga og Ameríkumanna, til að flytja vörur- sínar. En það þykir pjóðverjum illur kostur, því að þá gætu þessar þjóðir haft hönd í bagga með verzlun þeirra í Asíu og ávalt komist að fyrir- ætlunum þeirra 'í Sberíu, og enn fremur gætu Bretar beinlínis af- stýrt þessari verzlun með því að setja farmgjöldin upp. pess vegna ætla pjóðverjar til bráða- birgða að koma upp eimskipafé- lagi, er sigli til Vladivostok, — þangað til þýzka járnbrautin þangað er tilbúin. Til þess að koma fyrirætlunum í Síberíu í framkvæmd þarf fjölda fólks, sem kann til landbúnaðar og vélanotkunar, fólk með góðri kunnáttu í atvinnuvegum þeim, sem einkum verða stundaðir. pess vegna eru pjóðverjar þegar farn- ir að eggja fólk á að flytja til Sí- beríu og verður vel ágengt. pús- undir manna, sem eiga við þröng- an kost að búa, grípa fegins hendi þetta tækifæri og skrifetofur fyr- ir innflytjendur til Síberíu eru í öllum stærri borgum pýzkalands. Og það er ekki. einungis S'íberíu- félagið, heldur einnig ríkið sjálft, sem hefir stofnað þessar skrif- stofur, og sýnir það að stjórnin stendu á bak við áform félagsins. Önnur félög en Stinnes-félagið hafa enn fremur hafist handa, til þess að stofna tvinnu fyrirtæki á pýzkalandi. par á meðal er fé- lag eitt í Frankfurt a. Main, sem er að senda flokk verkfræðinga verzlunarmanna og vélfræðinga til Siberíu. En þetta félag tek- ur að eins þá menn í þjónustu sína, sem verið hafa fyrirliðar í hernum eða hafa nokkra hernað- armentun. Og öll fél'ögin krefj- ast þess af þeim, sem þau taka í þjónustu sína, að þeir séu þýzkir þjóðernissinnar og hermenn. pessi ákvæði hafa orðið til þess að vekja grun um, að bak við fyr- irætlanir hinna þýzku félaga liggi annað og meir en á yfidborðinu sést. Að þessi áform séu í sam- bandi við nýjar hernaðarfyrí** ætlanir og nýjar tilarunir til þess að gera pýzkaland að heims- veldi.. ---------o-------- TVÖ LÍTIL LJÓÐABRÉF. I. U n g u r : Einn sit eg uppi á brúnum, böl er i klettarúnum, illum og út úr snúnum, enginn veit hvað þær meina. Napur er norðangjóstur, nauð skefur börð og hrjóstur, örmagna er andans fóstur, aldrei er því að leyna. G a m a 1 1 : Hvað ertu að kveina og veina, kantu ekki að þola og reyna, veiztu ekki að vonin eina veltur á djörfung þinni? Heyrðu mig ,væni vinur, veröldin ætíð stynur, \ hennar er hugur linur, en hygðu að ræðu minni: Hamingjan þín á sér hæst í hæðunum inni. Gstr. Til G. Ó. Fells. II. Til Gests: ' pú ert, Gestur, gesta beztur: Gegnum þig skin sól og vor. pú ert okkar æðstiprestur: NOKKUR SMAKVÆÐI Eftir Jóhannes H. Húnfjörð. NÝJA ÁRIÐ. Enn þeir segja ár að nýju runnið, og hið gamla skarið sé út brunniá; skyldu’ ei flestir garminn vilja grafa í gleymskudjúp? Eg tel það lítinn vafa. En framtíðar í rúnir heldur rýna, hvar rósum skreyttar dularmyndir skína á vonarhimni hám, að skýja baki, og hefja flug með nýju vængjablaki.? pótt geig oss skjóti gustur norðanfrosta, ei gugna megum neitt við slíkan rosta. Hér vetur þeim er vanans- háður -lögum, að verða gneipur og með hríðarslögum. en þraútasporin þau ber sízt að lasta, af þeirri rót oft hlutum stefnu fasta; en sigurvon er æðsti orkuvaki, að efla þol, með hverju Grettistaki. pví ræstum hug aL ráðáleysis-flaustri, svo röðull sendi geislaíbrot úr austri, til að verma vegfarendur kalda, er veitti þunga búsif árið falda. Og hlýðum óms frá æðri strengjaslætti, enn í fjarska, ljós ef veita mætti, af nægtaforða nýrra megin-afla til nota hæfra, þótt að kenni skafla. MÁTTUR BROSINS. iBros er að eins leifturljómi Lltils vert að sumra dómi — Hugtakanna sem að enginn sér. Athöfn smá er engan tefur ©ða nokkurn skaðað ihefur Geisli, sem að glæða skyldum vér. Svo er máttugt brosið bjarta að brostið getur vakið hjarta, sem var að eins ekki hætt að slá; tendrað ljós I höfgu húmi Ihinstu þagnar hvílurúmi. Hvar eð öll vér eigum reit að fá. Kærleiks eínd, sem andtak þýtur, inn í Ihrímguð fylgsni skýtur gulli roðnri geislabrota dýrð. Vonarblómin bleik, að nýju baðar döggvum vorsins hlýju — Endurskapar, allri vernduð rýrð. Bros fram 'leiðir bros að nýju birtan eykst við skeytin Ihlýju. Endurvakna æðstu lífsins þrár. fsinn 'bráðnar, ómar glæðast inztu fylgsni rósemd klæðast. iBlika jafnvel bros í gegnum tár. OLNBOGABARNIÐ. Til að forðast tál og sút tilfinningum þarf að gleyma, vonir bera allar út, er um fögnuð láta dreyma, instu þrárnar kveða í kút er kærleikans frá sölum streyma. Leyst ef kynnu harðan hnút hleypidóma. — Stendur heima. Að leika sér að eldi er ekki hentugt barna gaman. Pví förumanni lán sízt lér ljós að gera veginn taman Iþar sem hætta engin er en að eins slóða vafasaman, til að lama líf og fjer og lyndsishag að mynda graman. pótt að skyggi skýjatjöld skin er jafnan sólarmegin, sem mun reynast raunagjöld og rósum nýjum strjála veginn, þar yndið skapar æðstu völd en á brautu rýkur treginn; því mun kætast aftur öld oft þó virðist þorrið megin. FRUMTÓNN LÍFSINS. Hvert ylgeislabrot er oss samtíðin sendir á svalalindir í fjarskanum bendir svo draumsjónir glæðast er gusturinn kæfðl, af gróminu hreinsast, sem fordómur æfði. /pað roðar af degi, og rofar til fjalla og rómþungir árdegis lúðrarnir gjalla. Og stígur frá unnum hin suðrœna sól að sveipa alt geislum er nátthúmið fól. Átrúnaðurinn heitir — þor. f tímans sand þinn hrau&ti hestur hefir markað frægðarspor.. Hollan andjblæ hreinskilninnar hefir tíðum lagt þér frá. Snjallir dómar dirfsku þinnar dundu á öðrum svo þeim brá! Gjalda mega þeir glópsku sinnar. Gígjuna tak — við hlustum á. G. Ó. Fells. -Morgunibl. Afganis'an. vegna nokkuð önnur á komandi um og hverskonar veraldar gengi, árum heldur en hefur verið síð- hefir bygt upp heimsríki og vold- ustu 90 árin. | uga menningu. &vo djúptæk eru En áður en vikið er að viðfangs- áihrif ytri skilyrðanna. pau í marga áratugi hafa staðið deilur milli Afghanistan og Bret- lands um landamæri. Landið liggur vestan að.eignum Breta í índlandi og austurhluti þess er þrætuland. Ófriður blossar upp öðru hverju þar eystra. Afghanar fara þá með her manns inn í Ind- lnd og gera af sér spellvirki. Hafa þeir oftast orðið að láta und- an að lokum, en þó verið Bretum þungir í skauti. Árið 1893 var gerður samning- ur um landamærin milli emírsins í Afghanistan og Breta. Var það þá að samningum, að héruðin Chitral, Bajour, og Swát skyldu vera undir yfirstjórn Breta, en Afghanar fá Kafiristan. En þrátt fyrir þetta urðu ekki fullar sætt- ir. Og fyrir tveimur árum gaus upp ófriður austur þar á landa- mærum Indlands að Norðanverðu. Voru margir þeirrar skoðunar, að Bolshevikar stæðu ibak við Afg- *hana. Afghanistan varðar Englend- inga miklu, því eina færa leiðin, sem Rússar hafa til Indlands, liggur um þetta land. Og þessi tvö stórveldi voru keppinautar um yfirráðin yfir Asíu. Rússar og Bretar reyndu þVí, hvorir sem betur gátu, að ná hylli emírsins í Afghanistan. Og nú hafa Bolshe- vikar tekið upp gömlu stjórnar- stefnuna gagnvart landinu, því þá dreymir einnig mikla drauma um völdin í Asíu. Og þeim hefir orðið vel ágengt. Pað hefir heyrst að stjórnm.samningar milli Sov- iet-Rússlands og Afghanistan hafi verið undirritaður í Kabúl af em- írnum sjálfum 13. ágúst 'í sumar er leið. Fyrir hönd Rússa skrif- aði ^bolshevikinn Raskolnikov undir samningana. Hann er ung- ur maður, tapra 30 ára gamall, foringi í flotanum og gamall fjandmaður Kerensky, en ótrauð- ur fylgismaður Lenin. pað var Raskolnikov þessi, sem hjá'lpaði Lenin til valda og ruddist inn í Petrograd árið 1917 í fylkingar- 'broddi upphlaupsmannanna frá Kronstadt. Síðar var hann með I limur alrússnesku framkvæmdar- j nefndarinnar og í fyrstu stjórn- I artíð Bolshevika var hann for- ingi flotans. pessi samningur kemur Bretum óneitanlega illa. Var talið, að þeir hefðu ætlað sér að ná Afg hanistan undir “verndarvæng’ sinn á sama hátt og Aralbíu, Mesoptamíu og Persiíu, þannig, að þeir hefðu öflugan múr á milli Indlands og Evrópuþjfóðanna En nú komast rússnesku áhrifin j í nágrenni við Indverja. Og Pers- ar hafa sagt Bretum upp allri ; hollustu.—Mrgbl. --------o--------- Tvö sefljóð. (Eftir Lenau.). I. ■ Tjarnarflötinn, tæra, slétta j tunglið geislum býr á ný, sem að rósir fölar flétta fagurgrænan sefkranz í. Hirtir eftir hæðum sveima, horfa út i ljóisa nátt. Fuglar, sem þá sé að dreyma, sefið bæra dauðahljótt. \ Tár mér hníga hægt um kinnar hugann grípur ljúf og vær endurminning ástar þinnar, eins og þögull næturblær. II. Hverfur röðu'ls hinsti ljómi, hrannast dimmleit regnskýin. Stormar hrópa harmarómi: ‘‘Hvar er tjörn, þitt stjörnuskin?” Róta í unnum æstra tjarna, ei fá isloknuð Ijósblik hitt. — Aldrei skín sú ástarstjarna ofan í sorgardjúpið mitt. •— Sváfnir. —Morgunbl. Arfurinn. Um þessar mundir eru strauma- hvörf í lífi íslendinga. Land- ið er að nafninu sjálfstætt. Loka- deilunni við Dani um stjómmála- samband þessara tveggja landa er skotið á frest um fjórðung ald- ar. Viðfangsefni íslenzkra efnum næstu ára, er full þörf á að glöggva sig á, hvernig ástand- ið er nú. Gera einskonar úttekt á þjóðarheimilinu, því að framtíðin sprettur upp af nútíðarástandinu. íslendingar hafa erft landið frá forfeðrunum. Landið hefir að miklu leyti mótað skapgerð landsmanna. Maður verður að játa að landið er hart, býsna af- skekt, út við heimskautabaug, meginið óbygt og óbyggilegt. Bygða landið sundurtættir dalir við ströndina. Milli flestra þeirra breiðir fjallahryggir, tor- sóttir yfirferðar. Látill skógur og erfitt að rækta skóg, sem verulegt gagn er að, til mannvirkja eða iðnaðar. Loftslagið kalt, sí- brejrtilegt og dutlungasamt. Vet- urinn. teygir sig fram á sumarið, og sumarið fram á vetur. At- vinnuvegirnir eru og sýnast hljóta að vera fábreyttir. Grasrækt á lág- lendinu í dölunum. Útvegur frá sumum höfnunum. Iðnaður við eitthvað af fossum landsins. Af fábreytni atvinnuveganna leiðir, að slík þjóð á meira undir verzlun við aðrar þjóðir, heldur en fólk í þeim löndum, sem eru sjálfstæð í framleiðslunni, þ. e. hafa marg- breytt n/áttúrugæði og framleiða flest það', sem mentuð þjóð þarf daglega að nota. petta eru ókostir. en landið hefir líka kosti. pó að atvinnu- vegir séu fábreyttir, þá er starfs- líf flestra þeirra, sem búa utan kauptúnanna, býsna fjölbreytt. Fegurð landsins er mikil og ein- kennileg. Sá sem hefir séð eitthvað af Svíþjöð, Sviss eða ítaííu, til þess að nefna þrjú fög- ur lönd, hefir séð alla náttúru æirra. En svo er ekki um ís- land. Berum saman Eyjafjöli, Jjórsárdal, Laugardal, pingvalla- sveit, útsýni í Reykjavík, Borgar- fjörð, Dali, Vatnsdal, Skagafjörð, Eyjafjörð, Mývatnssveit, Jökuls- árgljúfur, Fljótsdalshérað, Horna- fjörð og Síðuna. Hvert af þess- um héruðum hefir sinn einstakl- ingssvip, og sérstaklegu fegurð. lannig er ísland alt. Breyti- leíki íslenzkrar náttúrufegurðar er einhver helzta auðlegð lands- manna. Annað, sem er sérkenni- legt hér á landi, er tærleiki lofts- ins, afbragðs skygni þegar veður er gott, og svo að segja óendan- leg fjölbreytni í litum og línum. Fæstir íslendingar dýrka svo sem vera ber fegurð og dýpt skygnis- ins hér á landi. En missir þess er þeim einna þungbærastur, ?eim, sem yfirgefa landið og verða »ð dvelja erlendis. pá fyrsr finnur margur, hve mikils hann hefir mist, sem var í litlum met- um haft meðan tími var til. Kjör íslendinga hafa verið svo hörmuleg á liðnum öldum, að síst væri að furða þó kynslóðin væn með öllu úrkynjuð og orðin að andlegum og líkamlegum dverg- um. Harðindi, hungur og drep- sóttir hafa öld eftir öld og ára- tug eftir áratug sópað burtn hundruðum og stundum þúsund- um. pað veikasta hefir dregist úr. Vitanlega setja þúsund ár af því harðrétti spor í lund þeirra sem eftir lifa. En það sem hef- ir bjargað stofninum frá algerðri eyðileggingu hefir verið fjöbreytni í fegurð landsins, og fjölbreytni í starfi einstaklinganna, þó að at- vinnuvegirnir væru fáir og land- ið ekki sjálfu sér nóg um fram- leiðslu í heild sinni. Kynþátturinn hefir verið sterk- ur að þvlí er snertir mátt einstakl- ingsins, en veikur um samheldni. Án þess að ástæða sé til að þykj- ast af frændseminni, er merki- legt að athuga, hver áhrif ytri kjör hafa á veraldargengi kya- kvíslanna. Á víkingaöldinni byggist ísland frá Noregi. Um sama leyti vinna norrænir víking- ar Normandi í Frakklandi. Sami kynstofn leggur undir sig tvö ný lönd. Annað er afskekt og hart. pess kynsíofns biður skammvinn frægð og langvinnar þjáningar. En Normandí er ríkt og vel í sveit komið. Víkingar verða þar að yfirstétt. peim fjölgar og vex máttur að auði og hervaldi. Nokkru síðar leggja þeir England undir sig. Verða þar að yfirstétt, sem öldum saman á því nær allar landeignir, og hef' ir í höndum sér alt vald í lands og héraðsmálum í ríkinV.. pað er aðallinn enski, sem eignaðis fyrst Normandlí, síðan England, og #gði að lokum upp hið mesta heimsveldi, sem nokkurntíma hef ir verið til. Vegi norsku inn flytjendanna skildi á víkinga- öldinni. ■ Sú kvislin, sem leitaði norður á bóginn, hefir barist í þúsund ár við hrjóstugt land, 6- blíða veðuráttu, eld, ís og glap- ráða stjórn framandi þjóða. Hin greinin, sem óx í suðurátt, hitti fyrir mildan og frjóan jarðveg, vvalda ótrúlega miklu um forlög manna og þjóða. íslenzki kynstofninn hefir vafa- laust verið í betra lagi að líkams- þoli, gáfum og dugnaði. Hins- vegar valdist til Islands mikið af fólki með einrænu og þverbrotnu lundarlagi. Og lífsskilyrðin, dreifðu býlin, dreifðu bygðirnar og einangrun landsins hafa auk- ið fremur en læknað þessa galla. Einkenni, sem fóru vel á víðför- ulum sjóræningja á 9. öld, eru ekki að öllu leyti jafn heppileg ís- lendingi á 20. öldinni. priðji sterki þátturinn í llfi nú- tíma íslendingsins er arfurinn frá undangengnum öldum. Og hann er heldur smár, ef frá eru teknar bókmentirnar. Síðan á miðri þrett- ándu öld hefir íslenzka þjóðin verið kúguð og mergsogin af er- j lenðum þjóðum, mest með verzlun- inni. Mest af ágóðanum af starfi hverrar kynslóðar, það sem ekki þurfti til að framfleyta ihungur- lífi þeirra, sem lifðu harðindin af, hvarf úr landi til annara þjóða. pess vegna fékk kynslóðin sem nú er að hnága í valinn, því nær eng- an arf. Hér var enginn vegur, engin brú, engin hús nema þau, sem 'laga þurfti svo að segja á hverju ári og endudbyggja á nokk- urra ára fresti. Engin skip, Engar stórbyggingar. Enga skóla eða mannúðarstofnanir. Engin listaverk nema nokkuð af ljóðum og sögum. Á blómatíma kirkjuvajldsinjg, miðöldunum, bygðu flestar Evrópuþjóðir, þær sem bjuggu í mildum löndum, dá- saml'eg listaverk, þar sem eru hin- ar gotnesku kirkjur og aðals- mannahallir, sem fult er af á í- taliu, í Frakklandi, pýzkalandi, Englandi, og að nokkru leyti hj'á frændþjóðum okkar á Norðurlönd- um. Kirkjur þessar eru ekki að eins í hinum fornu borgum, þar ( sem fólk var flest. pær eru dreifðar um löndin öll, svo að i segja. Snildarbyggingar þess-' ar eru úr höggnu grj'óti eða mar-! mara eru varanlegt minnismerki um dulhyggju og himnaþrá ka- þólsku þjóðanna í hinum mildari löndum Vestur-Evrópu. En Home flccidents Sjaldan líður svo dagur, að einhver í fjölskyldunni verði ekki fyrir slysi. Við innanhúss störf, er fátt algengara, en að hrufla sig og þar fram eftir götunum. Peg- ar konur strauja þvott, brenna þær sig oft, og eins við mat- reiðslu. pá er gott að hafa Zam-Buk við hendina. Sérhver hyggin húsmóðir hefir Zam- Buk alt af við hendina. Við tognun, hrufum, sprung- um og brunasárum, er Zam- Buk bezta meðalið, því Zam- Buk dregur fljótt úr sviðanum og mýkir. petta meðal drepur gerla samstundis. ZamdJuk er unnið úr jurtum og er því laust við alla þá efnasamsetninguj, sem ein- kennir flest önnur meðöl og gerir þau bæði dýrari og marg- brotnari. petta meðal er óvið- jafnanlegt, einmitt sökum þess, hve hreint það er og einfalt í samsetningu. petta eru beztu smyrs'lin, sem enn hafa þekst í veröldinni. Sannari setning hefir aldrei verið sögð en þessi: “Daily Mishaps Make Zam- Buk a Daily Need.” (•rnniuniHii nmmt.itauMn n«im «nd d*t« af thls pmp*r ts Zam-luh 0«., Toronto Of «11 donloro, SOe box. i for »1.10. 'amBuk A DAIIY NEED það eru ekki kirkjurnar einar, sem óneytanlega gerir tSðarfarið mikið vantar í íslenzka arfinn. Sama sagan er um skólana, og öll sú vinna, sem gengið hefir fyr og síðar til að fegra og byggja bisk-1 upssetrin og skólana <í Skálholti og Hólum, er gleymd og glötuð. fslendingar hafa ekki n'ema torf; og haldlítið innflutt timbur úr að 1 byggja. Rigningar hvassviðri i og eldsvoði eyddu merkisbygging- unum jafnt sem hreysum fátækl-l inganna. Ól'íkt þessu er farið | á Englandi. í Oxford og Cam- bridge er tfl mikið a fundurfögr-; um steinbyggingum, sem eru svo gamlar, að Snorri Sturluson og Eysteinn munkur hefðu vél getað séð dýrð þeirra. Allar aldirn- J ar síðan hafa þessar byggingar; verið skjól og griðastaður menn- ingarinnar á Englandi. í Eton, þar sem fóstraðir hafa verið marg- ir ’af helztu foringjum ensku þjóð- arinnar, .eru skólaborðin úr siglu- trjám erlendra herskipa, sem i Bretar náðu á vald sitt á þeim tíma, þegar Guðbrandur porláks- son var að þýða ritninguna á ís- lenzku. Svo mikill og langsaman- dreginn er andlegur og efnalegur arfur flestra nábúaþjóðanna. En íslendingurinn var ekki borinn til slíkra erfða. Drottinn gaf og drottinn tók. Víst hafa for- feðurnir ekki gengið óþreyttari til hvíldar hSeldur en samtíðar- menn þeirra erlendis. En eyð- ing elds bg storma og ránshönd erlenda kaupmannsins létu greip- ar sópa um arfleifð íslendings- ins. —Tíminn. Bréfkafli af Snæfellsnesi. að. Flestir sitja hér í talsverð- um skuldum, en fækka fénaði nú, og einnig í fyrra, svo það er sýni- Ieg hraðfara afturför, sem horf- ir, og hlýtur að hafa í för með sér vesaldóm, nema að bregði brátt til batnaðar. Heim. Nú vil jeg yfir hafið halda, til heiðalandsins nyrst í mar. Par á jeg föðurgjöld að gjalda til gömlu fjallkonunnar. Hún er svo mörgum meinum blaðin, í mold er sigin feðrahöll. Nú vil jeg reisa úr rústum staðinn og ryðja tún og engjavöll. Og jeg vil græða græna viðu, um grýttu fjallahMðarnar, að hylja hverja skemdarskriðu og skyggja’ á gömlu raunirnar. Svo vil jeg eyða æfidögum við önn og störf á feðragrund. Við hljóm af íslands æðaslögum jeg augum loka’ á banastund. Freyr stjórnmálamanna verða þess hefir setið þar yfir auði og völd- Dugnaðarbóndi á Snæfellsnesi skrifar ritstjórn Freys (Sigurði ráðunaut), það sem hér fer á eft- ir: “Hér á bæ heyjaðist vel í sum ar, um hálft 7. hundrað hesta með hálfum fimta manni. pað var mestur heyafli hér um slóðir Yfirleitt var hér meðal heyskap- ur, eftir því sem hér er vant að vera. pað er alt of lítið, í slíkri heyskapartíð og var í sumar, og stafar það, að eg segi, af ódugn- aði og áhugaleysi bænda, en und- antekningar eiga sér þar stað sem á öðrum sviðum. — En þar sem má slá 15—20 hesta á dag, sem víða er hér, er trassaskapur að fá ekki meira en tíu, en iþó er nú þetta svona. Svo bölva menn náttúrunni og guði, og kenna um sinn aumingjahátt og afkomu. En mér virðist það jafnan ásannast hér í sveit, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. pað sýnir afkoma sumra manna. Eg veit, að hér er illviðrasamt, en það er líkt hjá öllum, og það er viðar en hér. En Hægra að kenna heilræði halda þau. en Einu sinni, er lærisveinar í skóla nokkrum voru yfirheyrðir í heilsufræði og heijbrigðisvernd líkamans, var þessi spurning lögð fyrir einn syeininn: —Hvað ber þér að gera til þess að verja tennur þínar sýkingu, og hvernig getur þú haldið þeim hvítum? —Að hafa þær altaf hreinar, svaraði drengurinn hiklaust. — Hve nær áttu að hreinsa tennurnar? — Morgun, miSdag og kvöld. —Með hverju að hreinsa þær? — Með tann.bursta. — Aiveg rétt. En, — áttu tannbursta? • — Nei. — Á hann bursta? Pabbi þinn tann- — Nei. — En hún mamma þín? — Nei. — Hvernig stendur þá á því, að þú hefir hugmynd um notkun tannburstans? — Við seljum þá, svaraði dreng- hnokkinn.—Vísir, úr ensku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.