Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 4
BU. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1922.
Jögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Preu, Ltd.,iCor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talsimart N-6327 oÉ N-6328
Jón J. Bfldfell, Editor
L/tináskrift til btaðsins:
THE COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3)72. Winnipsg, Mat).
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
The “Lögberg" is printed and published by The
Columbla Press, Limited, in the Columbia Block,
853 to 867 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manltoba.
Ósannindi og illgirni.
Sjálfsagt er að viðurkenna og meta, við-
leitni allra manna til Iþess að bæta og færa á
betri veg, það sem aflaga fer eða aflaga er,
og það er á þann veg, og þann veg einn, að
mönnum getur miðað áfram og uppávið. En
það er jafn skvlt að fordæma og fyrirlíta, þeg-
ar menn leggja sig fram til þess að sverta,
illfrægja og afvegaleiða.
]>vá miður er til fjöldi fól'ks, sem virðist
njóta sín bezt, vera næst sínu rétta eðli, þegar
það getur látið sem mest af óhreinum, ljót-
um og ósönnum hugsunum og orðum frá sér
fara — orðum sem eru töluð í þeim eina til-
gangi að afvegaleiða og blekkja.
Mörg raunaleg dæmi um þenna löst mann-
anna þekkjum vér, en vér minnumst ekki að
hafa séð öllu ógeðslegri viðleitni í þá átt en
fram kemur hjá ritstjóra, eða ritstjórum
Heims'kringlu í grein er þeir nefna “Eftir
hverju er að bíða?” og birtist í blaði þeirra
22. febrúar s. 1.
1 þéssari löngu grein eru ritstjórarnir að
reyna að sýna fram á að Norrisstjórnin í
Manitoba hafi unnið sér til óhelgi, að hún
hvorki hafi, né heldur verðskuldi traust fylk-
ishna og þeir telja upp átta staðhæfingar fyrir
þessari staðhæfingu sinni.
Ekkert er út á það að setja þótt vandað sé
um við þá, sem með stjórnarvöldin fara þeg-
ar ástæða er til þess, eða að þeir bregðast
trausti því, sem þeim er trúað fyrir af kjós-
endunum. Það er sjálfsagt og meira að
segja skvlda þeirra, sem svo eru settir að
þeim heri að vernda heill og heiður þjóðfé-
iagsins, en það eru allir horgarar þjóðfélags-
ins, eða ættu að vera. En það verður að
vera gjört af einhverju ofurlitlu viti, til þess
að það geti orðið að liði og það verður að vera
ofurlítíll sannlei'ks eða sanngirnisneisti í því,
til þess að það geti haft nokkur áhrif til góðs,
eða sé samboðið heiðarlegum mönnum að láta
frá sér fara. En ekkert af því er að finna
í Heimskringlu greininni.
Látum oss þá athnga ástæður ritstjór-
anna. —
1. “Hún (Norrisstjórnin) situr við völd í
trássi við kjósendurnar. ”
Hvernig veit Heimskringla þetta?—Segj-
um að Norrisstjórnin hefði sagt af sér þegar
að hún fékk ekki ákveðinn meiri hluta við
Jcosningarnar síðast og eins og hún ætlaði
að gjöra og hefði gjört ef fylkisstjórinn hefði
leyft það. Var þá nokkur sönnnn fyrir því
að nokkur flokkurinn hefði náð því fylgi að
hafa ákveðinn meiri hluta á þingi? Ef ekki,
sem maður nokkurn veginn getur bygt upp á,
eftir því sem hugarstefna fólks var um það
levti, þá var-ekkert unnið, en stórfé sem kosn-
ingar hafa æfinlega í för með sér kastað á glæ.
Þetta sá fvlkisstjórinn og skildi, og þegar
stjórnin bauð að leggja niður emhættið, neitaði
hann að gefa henni samþykki sitt til nýrra
kosninga og bað stjórnina að halda áfram.
Það sem Heimskringla segir um þetta
atriði, er því annað hvort bein vísvitandi ó-
sannindi eða fáfræði í málinu, svo afskapleg
að þeir vita ekki hvað þeir eru að fara með
og er hvorttveggja jafn vítavert frá blaða-
manna sjónarmiði.
2. “Hún heldur sér við völd með því að
snapa sér fylgi, á þingi frá mönnum úr and-
stæðinara flokki sínum.”
Náttúrlega er ekki snefill af sannleika eða
viti til í þessari ákæru. — En segjum að svo
væri — segjum að hún væri alveg sönn, sem hún
ekki er. Finst ritstjórum Heimskringlu virki-
iega að það væri, eða sé ástæða til fordæming
ar að einhverjir aðrir en hennar eigin flokks-
menn vilja veita henni að málum? Til hvers
finst Heims-kringlu að þessir ýmsu flokka!-, sem
eru á þinginu í Manitoha séu ?
Finst henni að hver og einn þeirra sé þar
til þess að efla hag síns eigin flokks — fylgja
fram öllum málum sem hag hans auka, en á
móti öllum málum, sém að einhverju leyti fara
í bága við hagsmuni flokks þoss, sem þessi eða
hinn til hevrir. Eða finst henni að þeir og
hver einstakur meðlimur þeirra hafi verið til
þings kosnir og séu á þing komnir til þess að
veita þeim málum fylgi, sem miða fylki og
fylkisbúum til upphyggingar og blessunar, án
tillits til þess, hvaða stjórnmálaflokkur það er,
sem stendur á hak við þetta, eða hitt málið?
Sannleikurinn í máli þessu er sá, að stjórn-
in í Manitoba hefir ekki reynt til þess að snapa
sér neitt fylgi hjá móstöðuflokkum sínum í
þinginu, en hefir hoðið þeim byrginn og ávalt
verið reiðubúinn að leggja niður völdin ef á
hefði þurft að halda. En á meðal andstæðinga-
flokkanna eru menn, sem af frjálsilm vilja hafa
stutt hana af því þeir álitu, að slíkt væri fylk-
inu í heild sinni og sjálfum þeim fyrir beztu.
3. Að forseti Manitoha þingsins hefti fram-
gang þeirra uppástunga sem geti valdið stjórn-
inni falli, þó hann láti samkyns tillögur sem
ekki fela í sér neina hættu fyrir stjórnina, ná
fram að ganga.
Þetta telja- ritstjórarnir að heri vott nm
himinhrópandi yfirgang og óréttlæti af hálfu
Norrisstjómarinnar, sem er eins langt frá
marki sannleikans eins og menn sem taldir eru
að vera með öllu viti geta komist. Yið slík
mál hefir stjórnin sem heild, efcki minstu vitund
að gjöra. Það er mál, sem að eins snertir
þíngmann þann sem hlut á að máli og þing-
forsetann Eða með öðrum orðum, það er
skilningur tveggja manna á þingsköpum, en þó
einkum þingforsetans, því úrskurður hans í
flestum tilfellum stendur óhaggaður — altaf
nema þegar honum er áfrýjað til þingsins og
að ösfcra eins og naut í flagi, þó hann hafi gefið
öðruvísi úrskurð um það hvað þingsköpin séu,
heldur en þeirra mönnum sem ekkert skyn bera
á þá hluti, gott þykir, það ber vott um sálará-
stand sem er í meira lagi hágborið.
4. “Hún rekur landsölubrall við vildarvini
sína, sem virðist gert til þes^ að auðga þá á
kostnað sveitanna og fylkisins.”
Hér slær í meira lagi út í hjá ritstjórum.
Heimskringlu, því Norrisstjórnin hefir ekki
veHð í neinu landsölu hralli, hvorki við vini
sína eða aðra, að vísu seidi hún eftir að hún
■kom til valda land sem nokkru nam til þriggja
manna ’ í Bandaríkjunum og þegar þeir gátu
ekki borgað tók hún landið til haka — alt nema
160 ekrur, sem kaupandinn hefir haldið uppi
borgunum á. Hin löndin eru nú eign fylkisins
og til sölu þegar kaupandi býðst. Landið, sem
vinir Heimskr. í Manitobaþinginu og hún sjálf
nú í þessari makalausu grein sinni eru að flagga
með, var alt selt af fyrirrennurum stjórnarinn-
ar og vinum Heimskringlu til vildarvúna Roh-
lin stjórnarinnar og mest af því var selt á ár-
unum 1902—3.
1 tólf ár verzluðu þessir vildarvinir Roh-
lin stjórnarinnar — tólf veltiár, með þetta land,
— seldu og stórgræddu, en notuðu féð sem
þeir fengu fyrir landið, til þess að kaupa meira
land af Roblin, en ekki til þess að borga fylkinu
og þetta lét hann viðgangast í tólf ár, og svo við
enda þess tímabils, þegar stríðið skall á, og
erfiðleikarnir í verzlunarviðskiftum fóru að
verða meiri, þá setur Roblin sjálfur á Morator-
ium, til þess að vernda þessa menn og aðra,
sem djarft höfðu teflt á tímum velgengninnar.
'Síðan hafa þessir menn komið árlega til
Manitohastjórnarinnar og heðið um vægð með
greiðslu á fé því, sem þeir hafa átt að greiða
fylkinu, því þeir gátu hvorki selt land það sem
þeir héldn sjálfir, né heldur innkallað vexti hjá
þeim sem keypt höfðu af þeim, eða horgað
skatta til sveitafélaganna, sem heimta áttu
skatta af hinum seldu löndum. — Og synd
Norrisstjórnarinnar liggur öll í því, að sýna
þessum vildarvinum Ro'hlins og Heimskringlu
vægð á tímum erfiðleikanna. Það er svo sem
ekki að furða þó Heimskringla hríni!
5. “Að hag fylkisins sé að hera upp á sker,
að þegar Roblinsstjómin hafi farið frá, þá hafi
fylkisskuldin verið $25,000,000 en að hún sé
nú $62,000,000, og að helmingurinn af þeirri
skuld, sem er $31,000,000, sé óarðherandi. ”
Eins og annað í þessar Heimskringlu grein
eru þessar staðhæfingar blaðsins ósannar. Arð-
herandi skuldir fylkisins, — það er skuldir sem
fylkið þarf ekki að borga vexti á, eru $37,000,-
(»00. En aftur á móti eru það 25,000,000, sem
fylkið þarf að borga vexti á og liggja þeir pen-
ingar aðallega í hyggingum fylkisins — bygg-
ingum sem Rohlin stjórnin var byrjuð á og
skildi við áður en þær voru fullgerðar og verð
þeirra formlega komið inn í fylkisreikningana,
og í akhrautum sem bygðar hafa verið í fylk-
inu. — Og hvað miklum bríxlum sem Heims-
kringla ber stjórnina, fyrir þær framkx-æmdir,
þá getur hún aldrei til eilífðar sannfært hugs-
andi menn um að þær framkvæmdir séu óþarf-
ar, eða jafnvel að hægt hafi verið fyrir stjórn-
ina að komast hjá þeim, eins og búið var að
búa í pottinn þegar að hún tók við völdum.
Heimskringla segir að hag Manitoba fylkis
sé að 'bera upp á sker og er fróðegt að bera
saman þann vitnisburð blaðsins við vitnisburð
Babson hagfræðisstofunnar, sem er viðurkend
um alt þetta land að vera sú ábyggilegasta serii
til er, þegar um fjármál, eða f járhagslegt ástand
er að ræða. Hagfræðisstofa þessi segir, að
fjárhagslegt ástand Manitoba fylkis sé ekki að
eins betra heldur en nokkurs annars fylkis í
Canada, heldur sé það og betra en fjárhagslegt
ástand nokkurs ríkis innan Bandaríkjanna, —
Svo látum vér lesendurna ráða, upp úr hverju
þeir leggja meira, því sem Bahson hagfræðis-
stofan eða Heimskringla segir nm þessi mál.
Þrjár fleiri ástæður telur Heimskringla
upp, sem eiga að sanna hve eyðslusöm og óhæf
Norriss.tjórnin sé, til þess að fara með stjórn-
arvöldin í Manitoha, þar á meðal að stjórnin
hafi ekki minst á atvinnulaust fólk í þingboð-
skap sínum. — Með þessu orðatiltæki mun vera
átt við hásætisræðuna. Það var leiðinlegt að
Heimskringla skyldi ekki henda hlutaðeigandi
valdsmönnum á það fyr, hvað standa ætti í há-
sætisræðunni og hvað ekki. En Dixon hjálpaði
upp á sakirnar eins og kunnugt er og kom því
til leiðar að þingnefnd var sett í málið. Einn
í þeirri nefnd var þingmaður frá Winniiæg, sem
John Queen heitir, og sagði hann svo frá starfi
sínu í þeirri nefnd á fjölmennum fundi á snnnu-
dagskvöldið var:
“Eg sýndi stjórninni fram á, hvernig að
hægt væri að hagnýta $750,000, svo þessir menn
gætu haft atvinnu í atvinnuleysinu. En þá
var farið að tala nm skuldasúpu og skattabyrð-
íir.” Hér snéri John Queen sér sérstaklega
að tilheyrendum sínum, sem voru aðgllega þess-
ir 'vinnulausu menn og svo annað vinnufólk,
skerpti raustina og sagði: “Eins og það
komi ykkur nokkuð við, þó skuldirnar vaxi og
skattarnir þyngist, þið þurfið aldrei að borga
þá.” —
Tvær af ástæðum Heimskringlu eru enn
ótaldar og nennum vér ekki að eltast við þær,
Þær eru hvort sem er ekki á meiri rökum hygð-
ar, né af meira viti fram settar, en þær sem
taldar hafa verið. Oss þykir í sannleika fyr-
ir því, að þurfa að eyða miklu rúmi í hlaðinu,
til þess að mótmæla öðrum eins illgirnis þvætt-
ingi eins og þessi Heimskringlu grein er, frá
upphafi til enda og oss þyikir leiðinlegt að þurfa
að eiga orðastað við menn sem hafa svo litla
sómatilfinningu, að þeir hera aðra eins lok-
leysu á borð fyrir lesendur sína, eins og þessi
umrædda grein er — þykir leiðinlegt að á með-
al Islendinga í Vesturheimi skuli finnast menn
í opinberri stöðu sem láta fleka sig út í að láta
annað eins frá sér fara á prenti—leiðinlegt, að
þurfa að segja eins og einn af ritstjórum Lög-
íbergs sagði einn sinni um ritstjóra Heims-
kringlu, sem þá var: “Að maður sem hýðnr
sér að bera annað eins og þetta á borð fyrir til-
heyrendur sína, ætti ekki að eiga heima í mann-
legu félagi, heldur ætti hann að vera út á slétt-
um að bíta gras með öðrum dýrum.”
Það er skylda bín að spara.
Maðurinn með sparis jóðsreikninginn þarf ekki
. að sýta út af framtíðinni.
Sparnaður, sem einbeittur vilji stendur á bak
við, er ánægjulegur vani og heilbrigður.
Sparisjóðisdeild í öllum útibúum vorum
Æ* THE ROYAL BANK
™ OFOANADA
Borsraður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000.000
Allar eignir ................$483,000,000
Bókafregn.
Benedikt Gröndal: Gamansögur, sagan af
Jleljarslóðar orustu og Þórðar saga Geirmunds-
sonar; Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Revkja-
vík, 1921.
“Eg els'ka þig hljómandi hlátur,
það er gullstöfum Ijómandi letrað hvert blað
í lífssögu þess, sem var glaður og kátur.”
Guðm. Guðmundsosn.
Alþjóðastefnur.
Grein sú er hér fer á eftir, er útdráttur úr
ritgerð all-langri, er fyrir skömmu ibirtist í
Saturday Evning Post.
Stærilátir sjálfbyrgingar sitja alt af á
stefnum, þegar einhver aðkoinandi þarf að ná
af þeim tali. En framikvæmdarstjórar við
stóriðnaðar fyrirtæki eða verzlanir, sitja daginn
át og daginn inn við skrifborð sín, ávalt reiðu-
húnir til þess að sinna gestum og tala um nýjar
viðskiftaleiðir. Smámennið ver mestum
hluta dagsins í ráðagerðir um það, hvernig
hann eigi að fara að þvá að gera “business”,
um leið og hinn mi'kli maður gengur hreint til
verks og fær vilja sínum framgengt. Því
skýrar sem maðurinn hugsar, því fleira, sem
hann veit með vissu, þess sjaldnar situr hann
á lokuðum fundum. Honum er það altaf ljóst,
að á slíkum stefnum er árvalt að ihitta þvaðrara
og þvergirðinga, sem drepa dýrmætan tíma.
I>ví miður verða alþjóðamál eigi tekin til
meðferðar öðru vísi, en á 'þjóðfulltrúa stefnum.
Því fleiri menn sem slíkar stefnur sækja, þess
minni verður vonin um verulegan árangur, —
hœttara við að kafni í málæði.
Alþjóða stefnur eru að verða æ tíðari og
tíðari. Áður en Washington stefnunni sleit,
hafði verið boðað til hennar í Cannes og hin
þriðja er í aðsigi, sú er haldin skal innan
skams í Genoa í þeim tilgangi að gera ráðstaf-
anir í sambandi við fjárhags vandræði þau hin
miklu, sem Norðurálfan á við að stríða.
Allar þessar stefnur eru í rauninni til þess
kvaddar saman, að fást ivið útrýmingu sama
sjúkdómsins, þess sjúkdóms, er stríð nefnist.
En hivers má svo vænta ?
Það virðist ekki úr vegi að benda á, að hið
l ina, sem Washington-stefnan kom til leiðar og
verulegu máli skiftir, var takmörkun herskipa-
smíða í tíu ár og niðurrif nokkurra gamalla
herskipa, ásamt stöðvun á smíði ýmsra nýrra,
er byrjað var að vinna við. En þegar til
mála kom, að takmarka smíði neðansjávarháta
og flug<véla, sem til manndrápa má nota, urðn
sumir helztu varðmenn stríðsmusterisins óðir
og uppvægir. Á því sviði mátti e'kki hrófla
við neinu. 'Samt verður ekki með sanni sagt
að Washington stefnan reyndist árangurslaus,
því meginmál það, er hún tók til meðferðar —
afvopnunarmýlið, verður héðan af aldrei svæft.
Því verður haldið áfram án afláts, þar til yfir
lýkur. —
Mikið hefir verið um það talað, hvort Ame-
ríka ætti e'kki að hlanpa undir bagga og lána
Norðurálfuþjóðunum stórfé, í viðbót við eldri
lán, í þeim tilgangi að hjálpa þeim ti þess
að koma undir sig fótunum. Ýmsir leiðandi
menn eru þessu hlyntir, en aðrir mótfallnir.
Margir halda því fram, að fjárhags ástand
Norðurálfunnar réttlæti ekki slíka lánveitingu.
Það er ekki rétt. Ihúar Norðurálfu landanna,
eru starfsamir yfirleitt og verðskulda fult
traust. En foringjarnir sumir hverjir, eru
ekki sem ákjósanlegastir, hernaður og her-
frægð sýnist ávalt efst í huga þeirra. Eins
lengi og Frakkar hafa 800,000 manna undir
vopnum, ítalir 450,000, Pólland 450,000, Czecho
Slóvakar 150,000 og þar fram eftir götunum,
hlýtur Norðurálfan að skoðast fremur viðsjáll
viðskiftavinur. Eins lengi og herflotar þjóð-
anna, eftir Wsahington takmörkunina, eru
stærri en þeir voru árið 1913, áður en hims-
ófriðurinn síðasti hófst, þarf í raun og veru
ekki við góðu að húast. Þess vegna mun það,
að öllu athuguðu, bollara fyrir framtíð Banda-
ríkjanna að sitja hjá og blanda sér sem allra
minst inn í mál þeirra þjóða, er neitað hafa að
la*ra af reynslunni. Þó er það síður en svo
að Bandaríkja þjóðina skorti samhygð með
þjóðum þeim austan haifsins, er hágast eiga og
harðast hafa verið leiknar. Því til sönnunar
nægir að henda á mannúðar og líknarstarfsemi
hennar á Rússlandi og víðar. Að sjálfsögðu
varðar það Aíneríku miklu, hvernig fram úr
Norðurálfu málunum ræðst, en fullnaðarráðn-
ing þeirra mála fæst aldrei, fyr en gagngerðu
afnámi stríðstækja, hefir verið hrundið í fram-
kvæmd. An þess', má húast við að næsta al-
þjöðastefna, eða þá sú næst næsta, snúist upp
í líkskoðunar-kviðdóm — Coroner’s jury. —
Hláturinn er lækning margra meina og
býr oft og einatt yfir voldugra afli til andlegra
sóttvarna, en heilar postillur gyltar í sniðum.
Islenzkt þjóðKf ihefir stundum verið helztí
dapurt og einmanalegt, heimilin víða auðngri
af gnátklökkvi en hlátri. Ljóðin hafa oft ver-
ið þrungin af bölsýni, stundum jafnvel hein
vantraustsyfirlýsing á lífinu sjálfn. All-
mörg sólarljóða skáld hefir þjóðin þó átt, sem
flæmt hafa vonleysis skuggana út í hafsauga.
Einn af þeim skáldum, sem mest og bezt hefir
skrifað hjartýni inn í þjóð vora, er Benedikt
Gröndal. Gleðin var honum fyrir öllu, æfi-
sigling hans öll sólarmegin Svörtulofta.
Gleði og alvöruleysi eru tvö fjarskyld hug-
tök, en því miður, hefir þeim langt of oft verið
blandað saman. Gleðimaðurinn, idátramað-
urinn, á iðuglega yfir að ráða heilbrigðari lífs-
alvöru enn ihinn, sem kastar sér vonlaus í flet-
ið og breiðir upip fyrir höfuð. 1 kvæðinu
Gígjan, einu fegursta kvæði Gröndals, stendur
þessi vísa:
“Eg kný þig enn þá gígjan mín til gleði,
hvað gagnar sífelt vein og táraflóð.
Hvað gagnar mér að gráta það sem skeði,
hvað gagnar mér að vekja sorgaróð.
Ilvað gagnar mér að mana liðna daga
úr myrku djúpi fram á tímans hyl?
Eg veit að eilíf altaf liífir Saga
og allar stundir nefnir dómsins til.”
Það er ekkert örvæntingar-söngl ií Ijóðinu því
arna!
Gáfna fjölbreytni Gröndals, var því nær
einstök; hann var hið ágætasta skáld, dráttlist-
ar meistari og náttúrufræðingur. Yms verk
hans eiga óefað margra alda líf framundan,
•svo sem kviæði það, er þegar hefir nefnt verið
og Fjallkonu myndin, en ekki skyldi mig undra
þótt sagan af Heljarslóðarorustu og Þórðar
saga Geirmundssonar, yrðu til þess að halda
' nafni höfundarins einna lengst á lofti. Það
má vera danður maður, sem ekki hlær að lýs-
ingunni á latínuprófi Þórðar og 'bardaganum,
sem á öftir fylgdi milli skólastjórans og Ala-
mala, þar sem annar hafði þorskhaus að vopni,
en hinn gamla Arnesen —orðabókina latnesku.
Hama má segja um upptalninguna í Ileljarslóð-
arorustu á föngum til veizlu þeirrar hinnar
miklu, er Austurríkis-keisari hélt Napoleoni,
þar sem meðal annara rétta var á borðum,
appelsínuhraukar frá Spanía; fílafætur frá
Kap, kúasmér ofan úr Jórukleif; bláber frá
Lunehurgerheiði og sauðaþykni norðan úr
Svarfaðardal. Mér finst óviðeigandi að fara
að prenta upp sýnishom úr sögum þessum,
býst enda við að meginþorra fólks sé innihald
þeirra kunnugt. En hitt þykir mér vert að
henda á, að nú getnr hver sem vill eignast háð-
ar þessar fágætu skopsögur í einni og sömu
bók. Eg trúi því tæpast, að svo sé þröngt í
bókaskápnuunm, víðsvegar um íslendinga-
bvgðirnar vestrænu, að eigi megi takast að
rýma til fyrir sögunni af Heljarslóðarorustu
og Þórðar sögu Geirmundssonar.
Eftirmáli höf. við 2. útgáfu af Heljarslóð-
arorustu, er á þessa leið: “Stafsetning á hók
þessari er með.ýmsu móti til þess að þóknast öll-
um, sem aldrei koma sér saman.”
Hr. Ársæll Árnason verðskuldar almenn-
ings þökk fyrir útgáfuna, sem er í alla staði
hin vandaðasta.
Bókin kiostar í kápu $2,50 og fæst í bóka-
verzlun Finns Jónssonar, 698 iSargent Ave.,
Winnipeg.
E. P. J.
Frá Gimli.
“óró kenn eg sára og sæta,
samt mér finst hún Ihjart-
að Ibæta.
Eftirþrá, sem að ei má neita
unaðs ljúfa, en jþó svo
svo heita.” —Tegner.
Okkar allra aðal eftirþrá, frá
vöggunni til grafarinnar, hér á
jörðu, hinna vitru sem fávísu, er
ein, og leitin eftir Ihenni er ein.
Eftirþráin og leitin allra er eftir
sælu, en sæla er að eins ein til,
hún er sú: að elska og vera elsk-
aður.
Geta þá allir elskað og hver ein-
stakur fengið það, að vera elskað-
ur aftur? Já, í sannleka, ef að
leitin og þráin ganga í rétta átt.
Að elska mennina, eða einhvern
einstakan, og vera elskaður aft-
ur, er framúrskarandi unaður.
En þeirri sælu fylgir þó jafnan,
eins og skugginn fylgir mannin-
um, einhver sársauki og kvíði fyr-
ir missir. Eftir varanlegri og
kvíðalausri sælu verður að leita
lengra en eingöngu til samferða-
manna okkar. Við verðum að
hlusta á röddina, sem segir okk-
ur: “Látum oss elska hann, jþví
hann elskaði oss að fyrra bragði.”