Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.03.1922, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1922. Or Bænum. t * •í* ♦ Mr. Freeman Freemanson frá Hnausa P.O., Man., kom til borg- arinnar snogga ferð síðastl. föstu- dag. íslenzk vinnukona óskast í árs- vist á ágætt heimili út í sveit; kaup gott, en fremur lítið að gjöra. Lysthafendur snúi sér til C. B. Júlíusar að 1288 Downing Street, Winnipeg, sími A5132. pau hjónin Snæbjörn G. Páls- son og kona hans Guðrún Páls- son, sem heima eiga að 752 Bever- ley Str., hér í Winnipeg, urðu fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína Archibella Jónína Pálsson, rúmlega fjögra ára gamla. Vildi það til á þann hátt að stúlkan hafði farið á fætur snemma morguns á undan foreldrum sínum, náði í eldspýtur og kveikti í náttklæð- um sínum og var mjög 'brunnin þegar að var komið. petta sorg- lega slys vildi til á laugardaginn 18. þ. m., en stúlkan lézt 26. á sjúkrahúsi bæjarins eftir átta daga legu þar. Leikfélag ísl. í Winnipeg hef- ir að sögn í hyggju að leika hinn góðfræga sjónleik “pjónninn á heimilinu” eftir C. W. Kennedy í íslenzkri þýðing eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Væntanlega verður leikurinn sýndur hér í bænum snemma í Apríl og síðan farið um bygðir íslendinga með hann. Afmæli kvenfélagsins. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir ákveðið að minnast 35 ára afmælis félagsins með samicomu þriðjudagskvöldið 7. marz í fund- arsal kirkjunnar á Victor St., og bjóða því félagskonur öllum safn- aðar-systrum sínum og þeim konum, sem eru hlyntar þeirra kirkjulega félagsskap, að vera með sér þetta kvöld. Munu félagskonur reyna af fremsta megni að gera stundina ánægjulega og óska eftir að sem flestar komi. Land til leigu. 200 ekur af landi, eða jafnvel meira, (griparæktarland) fæst til ábúðar nœr sem vera vill. Ágætt íbúðarhús ásamt peningshúsum. Landið alt er inngirt. Viðhald á landinu og góð umgengni, eru fyrstu skilyrðin, sem eigandi krefst. Engrar peningaborgunar Ikrafist. Efnalítið fólk, er komast vill úr borginni út í sveit, getur ekki fengið betra tækifæri. — Upplýsingar á skrifstofu Lög- bergs. 15. febrúar voru gefin saman í hjónaband þau Hehbert Bald- winson og Valdheiður Olive Eastman, bæði frá Riverton. Hjónavígsluna framkvæmdi dr. Björn B. Jónsson á heimili sínu, 774 Victor St. Til sölu á Beverley stræti, rétt við Wellington Ave., 75 feta lóð með 10 herbergja húsi á. Minna hús tekið í skiftum. Sími N 7524. Sagt er að um 150',000 manns hafi sótt “carnival” skemtunina, sem haldin var hér í foæ í síðastl. mánuði. pegar allur kostnaður var borgaður kvað forstöðunefnd- in hafa átt eftir í sjóði um $1,500. Komið hefir til orða að bærinn léti gera leikvelli mikla á svæð- inu þar sem gamli sýningargarð- urinn var hér norðvestur í ’bæn- um. Sagt er að aðeins standi á fjárveitingu frá bæjarrráði til slíks fyrirtækis, en það mundi kosta stórfé að undirbúa svæðið til þess að það yrði fagurt og þægilegt ti! leika. Vonandi líða ekki langir tímar þangað til svo þarflegt fyrirtæki nær fram að ganga. pörf slíks leikvallar er öllum bæjarbúum augljós. pess var getið í síðasta blaði, að kaup verkamanna bæjarins hefði verið lækkað um sjö dali á mánuði hvers einstaklings. pó nær ekki þetta nema til þeirra er kauphækkun fengu árið 1920 og ibafa minst haft tuttugu og fimm hundruð um árið. Sagt er að þetta spari bænum um $115,000 á ári. En sá er hængurtá þessu launalækkunarmáli, að jafnframt því sem verið er að draga af laun- um hinna láglaunaðri starfsþjóna bæjarins, er kaup forstöðumanna deilda hækkað að nokkrum mun, svo alls nemur hátt á fimta þús- und dala. Mælist það fremur illa fyrir. Allir eru á fleygiferð með farangur og krakka mergð. pví er ibezt að fóna Fúsa ef flytja þarftu milli húsa, honum er í flestu fært því fáir hafa betur lært. Sigfús Paulson. 488 Toronto Str., Tals. Sh. 2958. Islands-minning. Flutt á þingi pjóðræknisfélagsins Island, sólrík eyjan, ásýnd þín er skær, flestra kosta freyjan, finst oss ávalt kær; yfir Atlantshafið yndis-mynd þín skín; gyltum rósum grafið geymist minning þín. Eins mun íslands málið, ef þess gætum vér, standa líkt og stálið, er stappar tímans gler, Yfir alda raðir einum hug og sál segjum, syngjum glaðir sí-ungt feðra mál. G. J. KRISTJÁN JOHNSON, 142 May- i fair Ave., Winnipeg, tekur að sér fóðrun og stoppun á stólum og legubekkjum og gerir við húsmuni. af hvaða tegund sem er. Hann býr einnig til hægindastóla, Dav- j enports og Chesterfields af nýj- ustu og beztu gerð. Vönduð vinna j er ábyrgst og verðið ávalt sann- | gjarnt. pér þurfið ekki annað en senda Mr. Johnson línu eða kalla bann upp í símanum, mun hann þá samstundis gefa yður áætlun um kostnaðinn, á þeim munum yð- ar, sem þarfnast aðgerðar. Tal- sími Mr. Johnsons er F.R. 4487. Heimsböl! Ótal farast menn á mis, meinböl þar af leiðir, heimsins aragrúa glys gjálífs snara deyðir. G. Jör. Leiðréttingar í grein R.K.G.S. “Grafara-söngur” eru þessar: í 41. línu: hættulega | fyrir hóflega; í 95. línu 4. dálki: bitrari fyrir vitrari; og hjá höf- undi féllu eftirfarandi orð úr í síðasta dálkinum, 43. línu: að biðja til Guðs um sannleikann. hefir með höndum í mynd þessari, Anna Q. Nilsson, sem sögð er að vera íslenzk leikkona. — petta er kvikmyndaleikur, sem borgar sig að kynnast. Fólk er 'beðið að festa í minni auglýsinguna um “Heimkomuna” leikinn heimsfræga sem sýndur verður í samkomusal Sambands- kirkjunnar dagana 7. og 8. þ. m.— Ymsir beztu leikarar Vestur-ís- iendinga svo sem hr. Árni Sigurðs- son taka þátt í leik þessum. — Fyllið húsið 'bæði kvöldin. w ONDERLAN THEATRE LESIÐ pETTA. Kvæði þau, eftir séra Guðlaug Guðmundsson, er kunna að birt- ast smátt og smátt í Lögbergi, eru fyrir mínar atgerðir og að hans eigin vilja hingað komin vestur í þeim tilgangi að vekja eftirtekt manna. Séra Guðmundur varð að hætta prestsverkum vegna sjóndepru og er nú kominn til Reykjavíkur, og býr að Laugaveg 27-a. Hann á töluvert kvæðasafn, sem óhætt er að fullyrða, að ekki stendur langt að baki1 margra annara ljóða og kvæða, er birst hafa innan bókspjálda. Hann er því miður ekki svo efn- um búinn, að hann sjái sér fært að kosta prentun ljóðanna, en gæti kannske vænst að einhver hér vestra vildi bjóða að taka að sér safnið til prentunar eða út- gáfu í bókarformi pess vegna eru þessar línur birtar hér án lengri formála eða útskýringa. Með vinsemd, pt. Winnipeg, 25. febr. 1922. Guðbr. Jörundsson. pað fólk sem gaman hefir af fallegum kvikmyndum, ætti að fara á Allen Ieikhúsið næstu daga og horfa á “The Lotus Eater”, þar sem John Barrymore kemst hæst í leiklist sinni. Myndinni er ^tjórnað af Marshall Neilan. Annað vandamesta hlutverkið Miðviku og Fimtudag CBHWAf TEARLE í “The Fighter” Fðstu og Laugardag “Wet Gold” a Romance under the 'Sea Mánu og priðjudag Thoma Meighan í “The City of Silent Men.” ; K0NUNGSK0MAN ! TIL ÍSLANDS 1921 Afráðið kvað nú vera, að strax og snjó leysi iskuli byrjað á verki við hinn mikla skóla, er reisa á við Alverstone stræti hér í vestur- bænum. í fyrra var það verk boðið út og menn vonuðust fast- lega eftir að við smíðina yrði unn- ið í allan vetur, sem sannarlega hefði komið sér vel í atvinnuleys- inu, sem verið hefir og er enn. Skólaráðið hafnaði þó öllum til- boðum um framkvæmd verksins, undir því yfirskyni að skólinn yrði of dýr ef fylgt væri þeim uppdráttum, er tilboðin voru gerð eftir, eða um eina miljón dala. Lét það því gera nýja upp- drætti og breyta fyyirkomulagi skólans að nokkrum mun, fella burtu ýmislegt skraut og þægindi er á fyrri uppdráttunum var gert ráð fyrir. petta á að verða mið- skóli, eða “Tecnical High Scool”, sem hér er nefnt, og á að bera nafn Daniel Mclntyre, þess er hér hefir verið skólaumsjónarmaður í heilan mannsaldur eða nær 40 ár. Verðið kvað nú vera áætlað um $800,000. Ilreyfimyndin íslenzka verður sýnd á eftir- töldum stöðum og tímum: Gimli, miðvikudag 8. marz kl. 8.30 e. -h. Riverton, föstudag 10. marz, tvær sýn- ingar, sem byrja kl. 3 og 9.30 e.h. Lundar, miðvikudag 15 marz, kl. 8.30 e. h. Ashern, föstudag 17. marz, kl. 8.30 e. h. Einnig verða tvær aðrar góðar myndir sýnd- ar Góð Músík og dans eftir sýningu á öllum stöðunum nema Gimli. Inngangur fyrir fullorðna $1.00, börn 50c. Ragnar Johnson frá Narrows, F. P. Man., var á ferð í bænum í vikunni í verzlunarerindum. u 99 HEIMKOMAN Hinn frægi sjónleikur H. Sudermans verður sýndur í samkomusal Sambandssafnaðar Þriðjudags- og Miðvikudags- kveldið.7. og 8. Marz Nýr salur, nýtt leiksvið og ný tjöld. Leikurinn í 4 þáttum. Lærdómsríkur og spennandi frá upphafi til enda. í leiknum taka þátt Mr. John Tait, Mr. Árni Sigurðs- son og fleiri, er stjórnað hefir og sagt til við æfingar. Dyrnar opnar kl. 7.30' e.h. Inngangur 50c, MERKILEGT TILBOÐ Til þess að sýna Winnipegt úum, hve mikið af vinnu og peningum sparast með því að kaupa Nýjustu Gas Eldavélina Þá bjóðumst vér til að selja hana til ókeypis 30 daga reynslu og gefa yður sæmilegt verð fyrir hina gömlu. Komið og skoðið THE LORAIN RANGE Hún er alveg ný á markaðmm. Applyance Department. Winnipeg Electric Railway Co. Notre Dame oé Albert St.. Winnipeé Ástfríður Jóosdóttir. ekkja,, lézt hinn 8. febrúar s. 1. að Vogum, Man., 92 ára að aldri. Hún var fædd í Kílsnesi á Mel- rakkasléttu 2. september 1830. Maður her.nar var Jón Jónasson, bróðir Gísla, föður porsteins Gíslasonar ritstjóra í Reykjavík. pau hjón bjuggu lengst af á pjófsstöðum í Núpasveit í Norður pingeyjarsýslu. pau eignuðust sex börn, sem öll lifðu til fullorðins ára; þrjú eru dáin: Jónas, Ragn- heiður og Helga, en þrjú eru á lífi: Steinunn nú í Reykjavík, Jón, við Stony Hill, Man. og Ólöf kona Jóhannesar Jónssonar, Vogum, Man. Jón maður Ástríðar lézt 1896(?) á Hrafnabjörgum 1 Jökulsárhlíð hjá Ólöfu dóttur sinni og Jóh. Jónssyni, sem þar bjuggu þá. Ekkjan fluttist vestur um haf rétt eftir aldamótin með Jónasi syni sínum og konu hans, Maríu, sem nú býr með börnum sínum að Hayland, Man. Frá þeim fluttist hún iskömmu síðar til Ólaf- ar dóttur sinnar og manns hennar, sem fluzt höfðu vestur litlu fyr en hún, og 'hjá þeim dvaldi hún það sem eftir var æfinnar. Skömmu áður en hún kom til Canada fatlaðist hún af beinlbroti, og hafði litla fótaferð eftir það, en var þó lengstaf við góða heilsu. Ástfríður sál. var annálsfríð kona og hélt sér vel fram á elliár. Hún var tápmikil, þó að hún væri fíngerð og ekki stór vexti, og hin mesta dugnaðarkona. Hún var vel greind, léttlynd og blíðlynd og Ihugljúfi hvers sem þekti hana. Adam porgrímsson. Lögrétta er beðin að gera svo vel að taka upp grein þessa. A.p. Gjöf til Jóns Bjarnasonar skóla frá Lincoln söfnuði í Minneota, Minn. $10,25. Með þakklæti fyrir gjöfina. — S. W. Melsted, féhirðir skólans. Samskot í styrktarsjóð Nat. Lutheran Council til líknar og viðreisnarstarfs í Norðurálfunni: Frá Wynyard, Sask.: D. N. H ................... $10,00 Miss. Jónína Eyólfsson..... 5,00 Rev. og Mrs. H. Sigmar, .... 5,00 Finnur Johnson. pað var á laugardagskveldið 25. þ.m. um klukkan 8. Fólkið streymdi úr öllum áttum að srætishorni í suðurbænum, þar til um fjörutíu manns var saman komið, og hélt svo alt suður eft- ir Langside St. Máninn sló yfir það silfurgeislum, og snjórinn glitraði með silfurhlæ — því það var silfur-brúðkaupskveld þeirra Mr. og Mrs. J. Carson. — pegar heimilisfólkið var búið að átta sig á þessari fjölmennu og ó- væntu heimsókn, var tekið til máls. Mrs. W. Lindal flutti hjónunum lukku-óskir gestanna og silfur-borðbúnað, er þeim fylgdu. Margrét litla Pálsson afhenti þeim um leið fagurrauðar rósir, jafn margar sambúðarárum þeirra. Mrs. Lindal fórst sérstak- lega vel að láta í ljós það vinar- þel og þá virðingu, er gestirnir vildu sýna með heimsókninni. — Hjónin svöruðu myndarlega hvort um sig. Brúðarkakan, skrýdd á viðeigandi hátt, var svo borin fram, og áður en langt leið lagði fram úr eldhúsinu sætan ilm, sem íslendingum er sérlega kær, og fylgdu honum von bráðar alls- konar krásir og sætindi, þar til undrast mátti yfir iðjusemi þeirra, er fyrir stóðu. — Eftir þfitta skemti fólk sér langt fram á nótt með samtali, hljóðfæra- slætti og söng. peir sem eru vanir að koma á þetta heimili, vita að 'þar er ekkert látið ógert til að láta gestunum líða vel, og var þetta kvöld engin undantekn- ing. Líka mátti á öllu sjá, að konur þær, er stóðu fyrir, höfðu ekki sparað neitt til þess að gjöra kveldið að öllu leyti sem ánægju- legast. Narvegian AmericanLine Skip fara beint frá New York til Bergen—Einnig beinar ferð- ir frá Bergen til íslands. Sigla frá New York Bergensfjord .... 17. marz Stavangerfjord .... 7. apr. Bergensfjord .... 28. apr. Stavangerfjord .... 19. maí Ágætis útibúnaður á öllum far- rúmum og nýtízkuskip Frekari upplýsingar fást hjá HOBE & CO. G.N.W.A. 319 2nd Ave., South Minneapolis - Minn. eða P. M. DAHL, Steam ship Agency 325 Logan Ave., Winnipeg I A.LLEN THEATRE | ♦!♦ Byrjar Mánudaginn 6. Marz The Lotus Eater Aðal leikendur. ANNA Q. NIL550N inHinaiiiaiiig Mr. F. S. Frederickson frá Glenboro, Man., kom til borgar- ir.nar fyrri part vikunnar. Á fundi, sem hluthafar Eim- skipa félags íslands í vestilr heimi héldu í Winnipeg 28. febr. voru þeir Jón J. Bíldfeld og Ásmundur P. Jóhannsson valdir til þess að vera í vali við stjórnarnefndar kosningu Eimsskipa félags íslands á næsta árs fundi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík siðari- hluta júní mánaðar n. k. T f T T T T T ❖ f |f ♦ f f if x x f ♦♦♦ f x f x f f x f f ♦♦♦ 1! Undir E 1 I ■ stjorn ff ■ ■ Marshall 1 Neilan I ■mmh Ein af fallegustu leikkonum er ■ ISLENZK tflLHIIHIIIBIIIIHIIIIHIHBIIIII Anna Q^Nilssoitff og JOHN BARRYMORE Verð: Mat. 30c kveldin 50c. 1000 Sffiti ad kVGldÍ 35C f f f f ♦;♦ f f T X f f I % REGAL KOL HIÐ GALLALAUSA ELDSNEYTI MEÐ NIÐURSETTU VERÐI Ti'l þess að gera mönnum Regal kol sem kunnugust, höfum vér fært þau niÖur í sama verð og Drumheller. LUMP $13.75 STOVE $12.00 Engin óhreinindi — Ekkert gjall — mikill hiti — Ekkert gas — enginn reykur. Vér seljum einnig ekta DRUMHELLER og HARD KOL. Vor ágæti útbúnaður gerir það að verkum, að vér getum afgreitt pantanir á sama klukku- tímanum og oss berast þær í hendur. D. D. WOOD & Sons Limited Yard og Office: ROSS og ARLINGTON STREET Tals. N 7308 Þrjú símasambönd JA Sur-Shot "JV'eVérFails “A SUR-SHOT” BOT and WORM REMOVER Eina meðalið er drepur Bots í hestum. Sérfræðingar segja að flest slík meðöl ihafi reynsi gagnslítil. Aftur á móti ei “Sur-Shot” óibrigðult. Stærðir á $5 og $3, ásamt áhaldi og leiðbeiningu. Fáist það ekki í nágrenn- inu, sendum vér yður það gegn fyrirfram borgun. FAIRVIEW CHEMICAL COMPANY LIMITED ■ REGINA ,-«=•. SASK ORIENTAL HOTEL 700 Main Street Beint á móti Royal Alexandra hótelinu. — Ágæt herbergi, fyrlsta. flokks vörur og lip- ur afgreiðsla. Eina ísl. gistihúsið í borginni. Th. Bjamason, eigandi. MRS. SWAINSON, að «96 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirHggJ- [andi úrvalabirgðir af nýtitku ikvenhöttum.— Hún «r aina fal. Ikonan aem alíka verrlun rekur 1 Canada. lslendingar látið Mra. Swainaon njóta viðakifta yðar. Taisimi Sher. 1497. Sigla með fárra daga mlllibili TIL EVROPU Empress of Britain 15,857 smAL Empress of France 18,500 emál. Minnedosa, 14,000 smálestir Gorsican, 11,500 smálestir Scandinavian 12,100 smáleatir Sicilian, 7,350 smálestir. Victorian, 11,000 smáleatir Melita, 14,060 smálestir Metagama, 12,600 smálestir Scotian, 10,500 smálestir Tunisian 10,600 smálestir Pretorian, 7,000 smálestir Empr. of Scotland, 25,000 smál. Upplýsingar veitir H. S. BARDAL 894 Sherbrooke Street W. C. CASEY, General Agent Allan, Ki’llam and McKay Bldg. 364 Main St., Winnipeg • Can. Pac, Traffic Agents YOUNG’S SERVICE On Batteries er Iangábyggileg- ust—Reynið hana. Umboðsmenn í Manitoba fyrir EXIDE BATT- ERIES og TIRES. Petta er stærsta og fullkomnasta aðgerð- arverkstofa í Vesturlandiu.—A- byrgð vor fylgir öllu sem vér gerum við og seljum. F. C. Young. Liinited 309 Cumberland Ave. Winnipeg Phones: Office: N 6225. Heim.: A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 308 Great Weet Permanent Bldg., S56 Main St I KDREEN Inniheldur enga fitu, olíu» litunarefni, ellegar vínanda. Notað að kveldi. Koreen vinnur hægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt hármeðal. Það er óbrigðult við kvillum í hársverðinum. Verð $2 00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flöskureru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regína Einkasalar fyrir Canada Þessa viku mánud. og þriðjud. “Mrs. Bumpstead Leigh” miðvikud. til Iaugard. Winnipeg Rotary Club Minstrels Næstu viku “Ihe Blrds of Paradise”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.