Lögberg


Lögberg - 30.03.1922, Qupperneq 4

Lögberg - 30.03.1922, Qupperneq 4
Bk. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MARZ. 1922. Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimari >-6.327 oft N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskríft til blaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpog, Mar). Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipsg, Man. The “Lögberg” ls prlnted and published by The Columbia Press, Limlited, in the Columbia Block, 863 to 867 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba Lífsánœgja. Oss er sagt frá því víða í fornum munn- mælasögum, að menn fóru í þá daga land úr landi til ess að leita að gæfu sinni, eða lífsánægju. Menn og lconur hafa víst verið að leita að gæfu sinni frá upphafi vega, og eru að því enn í dag. Flestir þeirra eða allir gjöra sér grein fyrir í hverju að gæfan sé fólgin, þó sumir komist að þeirri niðurstöðu, að hana sé alldeilis ekki að finna, að hún sé ekki til í veröldinni, þá er það undantekning frá hinu almenna. Misjafnar eru hugmyndir manna um það, hvar gæfunnar sé að leita. Sumir sækjast eftir l'ífsnautnum, en hafa orðið fyrir vonbrigðum. Aðrir sækjast eftir auðæfum, en hvorki eru þau á allra færi né heldur er gæfuna þar að finna. Enn aðrir þrá upphefð og völd ,sem að eins fáir geta notið, og þeir fáu af öllum fjöldanum, sem þeirra hafa notið, hafa ekki heldur fundið gæf- una þar, því eins og Bjarni Thórarensen segir, þá er ekki “holt að hafa ból, hefðar uppi á jökul- tindi, því að þar er ekkert skjól, uppi fyrir frosti, snjó og vindi.” Menn eru alt af að brenna eða frjósa á þeim leiðum, og því auð sætt, að þaðan er ekki neinnar varanlegrar lífsánægju að vænta. Og þó hana væri þar að finna, sem ekki er, þá væru það að eins fáir, sem gætu notið hennar, því eftir að alt er sagt og gjört, þá eru það aðeins fáir, sem hreppa þessi ímynduðu hnoss, sem nefnd hafa verið. Hinir allir, þeir mörgu, yrðu • þá að vera án ánægjunnar eða gæfunnar, ef hana væri hvergi annars staðar að finna. # En því fer fjarri að svo sé. Steingrímur Thorsteinsson segir, að lánið eða gæfan ibúi í oss sjálfum, ef vér höfum að eins vit til þess að færa oss það í nyt. Lífsánægjan er list, sem hver einasti maður og hver einasta kona getur lært og átt, ef þau að eins vilja, og sú ánægja er hvorki komin undir auðæfum, völdum, lífs- stöðu og jafnvel ekki heilsu manna, heldur undir hugsumun þeirra, sálarástandi þeirra, sem þeir sjálfir eiga ráð yfir. Sá er þessar línur ritar, þekti fyrir nokkr- um árum mæðgur tvær, sem voru leiguliðar í í- búð, sem hann veitti umsjón fyrir eigandann. Móðirin var nokkuð við aldur, mærin sextán eða seytján ára, en faðirinn var dáinn. Móðirin var fyrirvinnan, en stúlkan hjálpaði eftir megni. Mæðgurnar voru fátækar að húsmunum og öðr- um þægindum, en þær voru ríkar að nægjusemi og lífsgleði. Aldrei heyrðist eitt einasta æðru- orð út af kjörum þeirra. Aldrei hnjóðsyrði til neins manns. þær voru í sátt við alla menn og lífið sjálft. Lífið var fyrir þeim fagurt, og þess- ar konur báðar voru lifandi vottur þess, bæði í orði og útliti. Kjör þeirra eru nú breytt. Á stúlkuna ungu hefir hinn ægilegi “hvíti dauði” sett merki sitt. Hún. er nú í sveit hinna sjúku á Ninette. En hún er eins Hfsglöð og hún áður var, og hún er, þótt kinnar hennar séu fölar og hendurnar hvítar og holdlausar, sólargeisJinn í sjúkrasalnum. Móðirin vinnur enn fyrir sér og henni. Um þetta atriði lífsánægjunnar segir hinn nafnkunni læknir, Sir Alfred Fripp, nýlega með- al annars þetta, og gefur svo eftirfylgjandi regl- ur fyrir því, hvernig menn eigi að fara að til þess að höndla það eftirsóknarverða hnoss: “pað er nálega eingöngu sjálfum mönnum að kenna, ef menn eru óánægðir, því ánægjan er undir hugsunarlífi manna komin. Vér getum ekki ávalt ráðið við hinar ytri kringumstæður, en hver einn af oss er herra sinnar eigin sálar. Ánægjan er list, og eins og allar aðrar listir, þarf að æfa hana og þroska, unz vér höfum náð valdi á henni eða hún á oss, og það er á valdi hvers eins að veita sér hana. Leyfið mér að bend* yður á nokkrar einfaldar reglur í þessu sambawdi: 1. Hver og einn hefir sína sérstöku eigin- leika og lyndiseinkenni. Verið þeim trú, en reynið ekki að apa eftir öðrum. 2. Temjið yður góðlyndi, umhyggjusemi og hjálpfýsi. 3. Verið ung í anda, yfirlætislaus. Verið hugsjónum yðar trú, trú yðar, ímyndunarafli yðar og áræði. Látið huga yðar aldrei dvelja við það, að þér séuð tuttugu, þrjátíu eða fjöru- tíu ára að aldri, h'eldur að þér séuð þrjátíu eða fjörutíu vetra ungir. Látið hluttekning yðar aldrei fyrnaat, hversu erfitt sem yður finst að halda henni vakandi. Ekki heldur áhuga yðar né bjartsýni. Á bak við ókyrðina og síngirnina, sem heimurinn er nú fullur af og sem ber svo mjög á og hefir svo eyðileggjandi áhrif, leynist ein af skaðvænustu syndum mannanna—synd vonleysisins. pví það er eins og japanska mál- tækið segir: “Bíflugan stingur andlit þunglynda mannsins. Vertu glaður, þá verða aðrir glaðir með þér, því það er eðli ánægjunnar, að gleðja aðra. 4. Láttu erfiðleikana aldrei ógna þér, fyr en þú mætir þeim. Minstu þess, sem konan aldr- aða sagði: “prír fjórðu partar af öllum erfið- leikum lífs míns hafa að eins verið ímyndaðir og aldrei verið til.” 5. Vendu þig á að umbera heimskuhjal ann- ara með léttri lund og svara þeim í samræmi við framkomu þeirra. J?að er yfirnáttúrlegt, hve fádæma mikið af þekkingarleysi er að finna á meðal allra stétta, og jafnvel á meðal fólks, sem j er viðkunnanlegt og aðlaðandi. 6. Vertu forsjáll í vali vina þinna, og láttu svo ekki vinskapinn fyrnast. ]7ví þú þekkist af sessunaut þínum. En lífið er stutt. 7. Hafðu því frið við alla. Reiðinni hefir verið vel líkt við bráðabirgða brjálsemi og sama er að segja um öfundina. Reiðin er heimska, og þó hún sé algeng, þá hefir hún orðið mörgum dýr, og skaðsamleg er hún fyrir sjálfan þig, því einn fjandmaður getur gjört þér meiri skaða, en tíu vinir fá bætt. Reyndu að sjá það sem á milli ber, með augum mótstöðumanns þíns. Sjónar- svið hans, reynsla og smekkur er máske ólíkt þínum — veslings maðurinn er máske veiklaður á heilsu, eða hann á konu, sem alt af er sí- nöldrandi út af einhverju, eða ungbam, sem heldur vöku fyrir honum á nóttunni. Uppeldi hans og hugmyndir eru máske ólík þínum. En eftir alt saman getur máske ýmislegt verið nýti- legt í hans aðferðum og hugmyndum, þó þær séu öðruvísi en þínar. pví útsjón vor í sambandi við spursmál lífsins er mismunandi. 8. Vemdaðu jafnaðargeð fþitt. pjóðimar þurfa á fólki af öllum stéttum að halda. Vér getum ekki búist við að búa saman við tómt fyr- irmyndarfólk. Mismunandi smekk verðum vér öll að hafa, en reynið að varast að afla yður ó- vina. pað er gott til í hverjum einasta manni, og-það er ekki ósjaldan að þegar maður þekkir alt í fari hans, að maður er fús til fyrirgefningar. 9. Verndið sjálfstæði yðar, því eins og Kipling segir: “Help me to need no aid of man, That I may help such men as need.” 10. Haltu tilfinningu þinni vakandi fyrir því hlægilega í lífinu, hún er hollur fömnautur í hvaða stöðu sem er, og má ekki missast, því hún er hjálparmeðal til lífsánægju og þroskunar. 11. Samræmið skaltu og láta þér ant um, en til þess þarf menningarlegan þroska, því á yngri ámm er mönnum hætt við að láta tilfinn- inguna ráða fyrir dómgreindinni. Tækifærin til þess að sjá og hagnýta sér tækifæri lífsins, eru að miklu leyti komin undir þroskun þeirrar lynd- iseinkunnar. En tækifærin verða á vegi allra einhvem tíma á lífsleiðinni; á það geta menn reitt sig. 12. Látið umhugsunina um peninga ekki bera yður ofurliði. Hugsunin um peninga ber flestar aðrar hugsanir ofurliði í heiminum nú í dag. En henni ætti að vera haldið innan sinna vébanda. pví vér höfum áþreifanlega gengið úr skugga um, að það sé til, sem peningum er meira, svo sem heilsa, lífsánægja, hrein viðskifti og fl. 13. Ef þú venur þig á samræmi í hugsun, þá verður þú hóflegur i orði og áformum. pú verðuf hægur og umburðarlyndur við aðra, sem eru þér frábmgðnir í skoðunum; þú verður ekki fráhverfur því góða, sem lífið hefir að bjóða, og þú lærir að þekkja hinn verulega mismun, sem er á milH þess að færa sér í nyt og misbjóða því. Og hefir maður þá sérstaklega 1 huga tóbaks og vínnautn og ummæli Kiplings hin snjöllu: “Drekk þú ekki sökum þess, að annar maður er þyrstur.” 14. Að síðustu: líttu aldrei til baka með hrygð í huga. Endurminningar liðins tíma hljóta að koma fram í huga þínum við og við. Bittu hugann ekki of fast við þær, því það heftir fram- sókn þína. Og ef þær ásæka þig um of, brjóttu þá það helsi með því sem eg kalla hugarbreyting frá lamandi hugsunum til glaðværðar og létt- lyndis. Einhver hefir vel sagt, að minnið væri falið.í þeirri list að kunna að gleyma. ---------o-------- Illgirni og afglöp. Skáldið Longfellow talar um þá sameiginlegu þrá allra manna, að eiga spor við tímans sjá, þeg- ar árin dvína, sem geti vísað einhverjum, sem síðar reikar um þær slóðir, veginn til sólar og sannleiks hæða. Að sjálfsögðu er þetta satt, yfirleitt talað. En þó eru til menn, sem auðsjáanlega hafa ásett sér hið gagnstæða. peir hafa rejmdar ásett sér að eiga spor—skilja eftir spor. En ekki til þess að lýsa þreyttum vegfaranda, heldur til þess að villa hann. ' Slíkar þokusálir eru til hjá öllum þjóðum, og allsstaðar er verk þeirra hið sama—að leiða af- vega. pær hafa verið og eru til hjá íslendingum heima á ættjörðinni, og þær hafa verið og eru til hjá oss Vestur-íslendingum. Ein slík lætur til sín heyra í síðustu Heims- kringlu, í greín einni, sem nefnd er “Ástandið í 1 Manitoba.” Og er sú grein einkennileg fyrir tvent: illgirni og afglöp. Greinin fjallar um stjórnmál, mál sem alla varðar og mál, sem hverjum manni í Manitoba ber að athuga hreinskilnislega og hlutdrægnis- laust. En þessi grein gjörir það ekki. Hún gef- ur mönnum ekki rétta hugmynd um neitt, nema þokusálina, sem á bak við hana stendur, útþanda af illgirni. pessi þokusál segir, “að Norrisstjórnin hafi ekki brotið stjórnarboðorðin í stórum stíl. Að fjármálin hafi farið í óreiðu. Fjárhagsferjan stefndi út í hafsauga. Formenskan hefir verið mjög á reiki”. Og samt hefir Norrisstjórnin ekki brotið stjórnarboðorðin. Til hvers skyldi nú vera að ræða stjórnmál, eða nokkur önnur mál, á þennan hátt? Fyrst að segja, að “ekki sé með sanni hægt að segja, að Norrisstjórnin hafi brotið sitjómarboðorðin í stórum stíl”, og svo að bera á móti því í næstu setningu og sýna fram á, að hún hafi nú einmitt gjört það, sem maður er nýbúinn að segja, að hún hafi ekki gjört. pað eru ekki aðeins afglöp, heldur er það að gjöra sjálfan sig að ósanninda- manni og flóni í sömu andránni. Sé sannur þessi vitnisburður þokusálarinnar í Heimskringlu um, að fjármál Manitoba fylkis séu í óreiðu, að fjár- hagsferjan stefni út í hafsauga, og að formenska stjórnarinnar hafi verið mjög reikandi, þá hefir Norrisstjórnin stórkostlega brotið stjórnarboð- orðin. En nú er þetta ekki satt, eins og þoku- sálin sjálf viðurkennir í þessari þokugrein sinni, því ef hún hefði haft nokkur rök til að styðjast við, þá hefði hún komið með þau, en það gat hún ekki og það hefir enginn getað sannað Norris- stjórnina að sök með óreiðu í fjármálum, né held- ur í nokkrum öðrum málum, enn sem komið er. Enn fremur segir þokusálin í þessari þoku- grein sinni: “‘Á fyrra stjómar tímabili sínu fitj- aði Norrisstjórnin upp á ýmsu, sem sumpart hef- ir reynst þolanlega, en sumpart afleitt og ekki annað en kostnað hefir haft í för með sér.” Vér höfum verið að leita að vitinu í þessari setningu, en því miður höfum vér ekki fundið það enn sem komið er. Vér finnum ekkert í henni annað en illgirni og afglöp. pokusálin segir, að stjórnin hafi fitjað upp á ýmsu, “sem sumpart hafi reynst þolanlegt, en sumpart afleitt og ekki annað en kostnað hefir haft í för með sér.” Allir heilvita menn vita, að áður en hægt er að segja um löggjöf, að hún hafi reynst þolan- lega, eða þá að hún hafi reynst afleit, þá þarf að gjöra meira en að fitja upp á henni. pað þarf að prjóna hana alla og þæfa, eða með öðrum orðum, gjöra hana að lögum. En það er bezt að sleppa öllum afglöpum, en halda sig við það sem þoku- sálin vill láta skiljast, nefnilega það, að löggjöf- in, sem Norrisstjórnin hefir veitt fylkisbúum, hafi sumpart verið þolanleg, en sumpart afleit. Aftur viljum vér spyrja, til hvers er að ræða stjórnmál eða nokkurt annað mál, á þennan hátt? Hví tekur þokusálin ekki eitthvað af lögum þeim, sem Norrisstjórnin leiddi í gildi, til umræðu og rökræðir þau? T. d. verksmiðjulögin, lögin, sem ákveða verkamönnum skaðabætur, ef þeir meiða sig; lögin um styrk til ekkna; hin margbreytilegu landbúnaðarlöggjöf stjórnarinnar, lögin um lán- veitingar til sveitafélaga, lögin um lán á bújarð- ir bænda, eða einhverja aðra löggjöf stjórnar- innar ? Ef hún veit nokkuð um löggjöf Norrisstjóm- arinnar og getur komið hugsununum út frá sér, svo að þær skiljist, þá gæti verið eitthvert vit í því og líka gagn, en að ausa illgirni og aðdrótt- unum órökstuddum að mönnum og málefnum, er eins óærlegt og það er heimskulegt. I niðurlagi þessarar þokugreinar stendur þessi klausa: “óviðkunnanlegt er þó að heyra málgagn Norrisstjómarinnar enn halda því fram, að þann tíma (fram að kosningunum) sé enginn fær um að stjórna nema Norrisstjórain sæla. Ofan á alt það, sem á undan var gengið, er það einna aumkunaverðasta lokleysan, sem enn hefir komið úr þeirri áttinni, og var þó ekki á sumar þeirra bætandi.” Finst mönnum ekki, að svivirðingin sé farin að ganga nokkuð langt, þegar þokusálin í Heimskringlu er farin að bríxla öðrum um lokleysur? En vér vildum benda lesendum á það, og líka þokusálinni, að ef um lokleysu er að ræða í þessu efni frá vorri hálfu, að þá hefir fylkisstjórinn, Sir James Aikins, gjört sig sekan í þeirri sömu lokleysu, því hann tekur skýrt og skorinort fram í bréfi sínu til forsætisráðherra Norris, og það með rökum, að ekki sé viðlit að nokkur þing- flokkanna í Manitobaþinginu, að undanteknum Norrisflokknum, sé fær um að mynda ábyggilega stjóm og, og er sá vitnisburður eins mikils virði til vor, og vitnisburður þokusálarinnar að Heimskringlu. --------o—-------- Nýtt rit. Lögbergi hefir verið sent Cil umsagnar ltíið rit, eftir Axel Thorsteinson, son góðskálds- ins íslenzka Steingríms Thorsteinssonar, sem hann hefir nefnt Rökkur. í ritinu eru fjögur kvæði og ein smásaga, og er efnið í öllum tilfellum fallegt og heilbrigt. Nafn ritsins er einkar vel valið og minnir oss á eina af hugðnæmustu siðvenjum hinnar íslenzku þjóðar—rökkursöguraar, þegar heimilisfólkið sat og hlýddi á vel sagðar sögur um ýms efni. Ef þessi kvæði og sögur Axels eiga eftir að vekja af dvala þá list og löngun hjá Vestur- fslendingum, þá hefir þessi ungi og efnilegi landi vor ekki komið erindisleysu í hóp vorn. Fyrsta kvæðið í riti þessu heitir Bæn. Fall- egt kvæði og lýsir hreinleik og hugsanafegurð skáldsins. par stendur þetta: “Veit mér lið og ljóss þíns bjarma láttu signa hverja þrá, svo eg fái huggað harma hvers og eins, er sorgir þjá; svo eg bræðrum mínum megi mildi þinni segja frá. . Faðir! þeim að vera á vegi varða lítil er mín þrá.” Vestur - fslendingar! þarna sjáið þér til hvers þessi ungi íslendingur er kominn í hóp vorn, og það er undir yður komið að miklu leyti, hvernig að honum tekst þetta. Axel kom fátækur til þessa lands fyrir skömmu, innritaðist í herinn og var um tíma á vígvöllunum á Frakklandi, enda ber sagan í þessu hefti, “Góða nótt”, vitni um það. petta hefti er byrjun á útgúfu á frum- sömdum og þýddum kvæðum og sögum eftir þenna höfund, sem hann hygst, ef vel gengur, að 1 MONEY ORDERS eins og ódýrri og áreiðanlegri aðferS til þess að senda peninga alt að $50 upphæð. Gilda án aukagjalds við útibú allra banka hér í dland) og Can hggá plandi (nema Yukon) og í Newfoundland. $5 og undir........ 3c. Yfir $10, upp að $30 lOc Yfir $5, upp að $10 6c Yfir $30, til $50 15c THE ROYAL BANK OF GANADA Rorgaður höfuðstóll og viðlagasj...... $40,000.000 AJIar eignir .................... $483,000,000 gefa út í heftum smátt og smátt. Hefti þetta kostar fimtán cents og mælum vér hið bezta með því og vonum, að Vestur-fslendingar ekki að eins kaupi það, heldur gerist áskrifendur að ritum Axels, sem út kunna að verða gefin á þenna hátt, því með því gjöra menn tvent, að eignast og lesa ljóð og sögur, sem einlægni, vel- vild og sakleysi geyma í ríkum mæli, og'svo að styðja efnilegan ungan íslending áfram og upp á við á hinni vandasömu og erfiðu braut bóklist- arinnar, sem sjálfur var þess albúinn, að leggja alt í söluraar fyrir velferðarmál vor, þegar mest á reið. Menn sendi pantanir sínar til Axels Thor- steinsonar, 662 Simcoe Street, Winnipeg, þar sem þær verða tafarlaust afgreiddar. Annað hefti af þessu riti kemur út í næsta mánuði. Kristjana Johnson pann 9. feb. 1922, andaðist á heimili sínu að Mountain, N, Dak- ota, ekkjan Kristjana Johnson, fædd 1860 í Víðinesi í Skagafjarð- arsýslu á íslandi . Foreldrar hennar voru þau hjónin Símon Kristjánsson og porbjörg Eiríks- dóttir. Var Kristjana yngst af þremum börnum iþeirra, hin voru: Kriistján, fæddur 1855, dáinn sama ár, Guðrún, fædd 1856. Mistu þau föður sinn á unga aldri. Noikkru síðar giftist porbjörg móðir þeirra í annað sinn, Svein- birni Jóhannessyni. Árið 1876 fluttu þau hjón vest- ur um haf, og settust að á Gimli í Manitoba. Börn þeirra por- bjargar og seinni manns hennar — hálf syskin Kristjönu voru fimm: Eiríkur, fæddur 1865, Sím- on, fæddur 1866, Jóhannes, fædd- ur 1867, Sigurlaug, fædd 1869, dáin 1894. Guðmundur, fæddur 1872, dáinn 1876. Árið 1884 giftist Kristjan Gísla Jónissyni, Runólfssonar og Sigur- laugu, Gíeladpttir, Konráðssonar sagnfræðings. Bjuggu þau um stutt skeið í Winnipeg, en fluttu svo til Kee- watin, Ont. og dvöldu þar allmörg ár. Árið 1900, misti Rristjana mann sinn, en tveimur árum síðar flutti hún með tilstyrk frænda og vina til Mountain, N. D. þar sem margt af ættfólki hennar bjó, og þar dvaldi hún til dauðadags. pau Gísli og Kristjana eign- uðust 6 böra, sem öll eru á lifi, þau eru: Símon ógiftur að Moun- tain. Sigurlaug ógift, vinnur við hraðritunanstofu í New-York borg. Porbjörg, gift Th. Thorarinson, bónda við Amelia, Sask. Canada. Jónína, gift Jóni S. Sveinssyni, bónda við Svold. Konráð ógiftur að Mountain. Indriði, giftur skozkri konu, býr í East- Grand Forks og stundar vélasmíði. Pað er líkt um Kristjönu sáluðu að segja og aðrar verkamannakon- ur; Hfssaga þeirra ^r oftast hin isama i höfuð atriðunum; hin sama daglega umhyggja fyrir búi og börnum, með öllum þeim marg- breyttu störfum er þar að lúta. Og svo þegar þar við bætist fráfall heimilis föðursins, og ekkjan stendur eftir með hóp af hálf- þroskuðum börnum, litlum efnum og biluð að heilsu og kröftum, verður saga hennar raunasaga að meira eða minna leyti. petta er í fáum orðum saga hinnar látnu konu: Geta má nærri að mörg stundin hefir verjð döpurleg og margur hjallin erfiður undir fæti, en Hka margur sólskíns bletturinn og blóma brekkan á leiðinni, þar sem eru í fylgd elskuleg börn og um- hyggjuisöm móðir, og víða að mæta ræktarsömum frændum og venzla mönnum, auk velviljaðra vina og kunningja. Kristjana var góð kona og ást- rík móðir, vönduð og dagfarsprúð, Hún var mjög söngelsk og gat tekið þátt í skemtunum. Lundgóð var hún og glaðsinna að upplagi, en stilt og hæglát í framgöngu og bar raunir lífsins með rósemd og þolinmæði. Fullan þriðjung æfi sinnar átti hún við mikla vanheilsu að búa og bar hún hana vel, enda þótt að lífsgleðin dapraðist eftir því, sem árin liðu. En þrátt fyrir alt var hin móðurlega ást og um- hyggjusemi hennar fyrir börnun- um hin sama fram til síðustu stundar. Hún átti góð börn, og iþau líka góða móður, þau mistu mikið, enda syrgja þau sárt, og munu æfinlega minnast hennar með elsku og þakklátssemi. Allir vinir og vandamenn hugsa til hennar með lilýjum- til- finningum. Jarðarför Kristjönu sáluðu, fór fram þann 14. feb. frá kirkjunni á Mountain, og flutti Séta Páll ,Sigurðsson, fagra og hjartnæma líkræðu. Voru öll ibörn hennar og tengdabörn þar við stödd, nema Sigurlaug, isem var í fjærlægð og gat elcki komið. Einnig gat ekki Guðrún eða Mrs. Svein Sveineon, ein systirin verið viðstödd. vegna lasleika. Blessuð sé minning hinnar framliðnu konu. Vinur. Pakklætisorð. í sambandi við framan skráða dánarfregn, viljum við undirrituð votta vort alúðarfylsta þakklæti öllum þeim, sem með hjálp 6g hluttekningu tóku þátt í hinu síðasta striði okkar elskuðu l'átnu rcóður Kristjönu Johnson. Sér- staklega má þar til nefna, Miss Kristinu porfinsson, sem var yfir sjúku fullar tvær vikur. Einnig þau hjónin Svein Sveinsson og konu hans, Guðrúnu, móður systír okkar. Enn fremur Mre. og Mr. J. J. Myers, sem öll veittu alla þá hjálp og aðstoð sem unt var til að létta síðustu byrði, hinnar dey- jandi konu. Ásamt fjölda mörg- um öðrum, sem of langt yrði upp að telja. Hafið öll hjartans þökk góðu menn og konur. Börn og tengda 'börn hinnar látnu. Tilbreyting. Norðra tíðar náhvelin, niður skríða í sædjúpin, himins þíða húsfrúin haddinn fríða kembir isimn. Brosir fjalar brúðir hreín, báran hjálar ljúft við stein, blærinn svalar bjarkargreÍTi bætt er dala Vetrar mein. Frjóguð lifna fræin »má flíkur rifna klakans blá, vættir þrifnar völdum ná vofur drifnar flótta á. Liljur vallar lyfta brá, lífstns allar gígjur silá, sólar-hálla sveitin frá, sinn fer kalla makann á. Seimahlíð og isverðagrér; sikling tíða þökk fram 'ber, vetrar hýði varpa af þér, vorið blíða komið er. pjalar-Jón.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.