Lögberg - 13.04.1922, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.04.1922, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 13. APRÍL 1922. Bk. 5 Dodds nýrnapillur eru bezta nýrnameðaiiö. Lækna og gifirt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem starfa frá nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Co., Ltd.. Toronto. Ont. einslkis heiman fná sér. — pað er sagt að enginn hafi lifað hér í heimi til einskis, isem hafi komið tveimur grasstráum til að gróa, þar, sem ekkert gréri áður. Og miun því engin hlýleg hugsun, og Iþví síður gott verk, til dýra, ekk- ert s'íður en tii mannanna^ verða ólaunað. — “Hvernig ætlið þið að geta eiskað guð, sem þið ekki sjáið, ef þið getið ekki elskað miennina, sem þið sjáið?” petta sagði “sá, sem hafði “vald til að kenma,” en ekki eins og hinir “Skriftlærðu”. —Eins mætti segja: Hvernig get- um við elskað mennina, sem gjöra o'kkur ýmisiegt á móti, þegar við getum ekki borið velvild og vork- unsemi til skepnanna, sem ekkert gera okkur á móti, en einlægt eru reiðubúin til aðstoðar og hjálpar, trygg og blíðlynd. — Hafi kóngurinn þökk fyrir að koma m/eð drotninguna, og drotrj- ingin þökk fyrir að hafa tengt hlekk í þessa iitlu hugsanakeðju frá sér til velvildar og umhyggju- sem í garð dýranna. Svo óska eg að endingu að kær- leiksrós sú, er drotningin skildi eftir, mtegi aldrei fölna, en ein- lægt lifa í blóma. Eg meina að upp frá þessum fáu og ófull- komnu meðmælinga orðum um velvild allra, og hlýleika, til dýr- anna, vina okkar, megi spretta ilmandi blóm, er minni okkur jafnan á það að þessir tryggu og blíðlyndu m(álleysingjar eru sam- landar okkar hér í iheimi, okkur til gleði og ánægju, sem oss ber að breyta vel við. — Gim/li 5. apríl 1922. J. Bríem. --------o-------- Eymd hinim œðri stétta á Rússlandi. Framh. Annað algengt dæmi er af konu auðugs stjórnmáiamainns, sem flúið hafði frá Rússlandi, isvo hún valrð að leita til stjórnarinnair með atvinnu. Verk hennar var að þýða skjöl og bréf af ýmsum málum á rússnesku, því hún var vel að séir í tungumálum. Laun hennar voru fyrst tvö þúsund rúbliur á mánuði, og síðar fjögur, og er síðarnefnda upphæðin að eins nóg til þess að kaupa fyriir eitt pund af svarta brauði. Aðal hlunnindi stöðunnar, eða hvaða istöðu sem er undir Soviet stjórn- inni á Rússlandi, er forða úthlut- un istjórnarimnair, sem embættum- um fylgir, en ekki kaupið. í sann- leika er forða ákvæðið, eða eins og þeir kalla það á Rúsisílandi “pyok” þýðingarmeata atriðið í sambandi við stöður stjórnarinnar, og fólk- ið syndir út fyrir það í margar vikur, og jafnvel í marga mám- uði að ná í stöður, seim ríflegustu forða ákvæðin fylgja. Staða konu þessarar, sem var séirstaklega vel að sér í ensku, þýzbu, frönsbu oig rússnesbu var álitin að vera sérstaklega efitirsóbnarverð, fyrir “pyob” eða forða ákvæði það, sem henni fylgdi, og það var, mánaðarlega lega eitt pund af sykri, átján pumd af hveiti, og að auki tólf pund af hveiti handa hverjum einurn í fjölskyldumni er var undir 16 ára aldri, þrjú pund af “baska”, eða byggi, tveir eldspýtnakassar, hálft pund af sápu, all-ríflegur skerfur af kartöflum. Auk þess gat hún fengið þrjá fjórðu úr pumdi af svarta brauði amman hvern dag. pað er Ijóst að þetta er ekki meira en til þess að draga fram lí'fið á. Mánaðarkaupið hrökk ekki nema til þess að kaupa fyr- ir eitt pund af svarta brauði og enginn afgangur til þess að kaupa fyrir eima flík til þess að hylja sig í. Og þannig er ástaand jafnvel þeirra sem náð hafa í hin- ar álitlegri stjórnarstöður hjá stjórninni á Rússlandi. Læknar og lögfræðingar. Vér skulum nú athuga ástand- ið á meðal læknastéttarinnar sem Soviet stjórnin á Rúsislandi viður- kennir sjálf að sé ómissandi: Eftirfylgjandi er að eins eitt dæmi: Doctor V. var önnum kafinn í tíð keisarans og hann var álitimn að vera að minsta kosti miljón rúbla virði. pegar Bollslheviki isltjórnin kom til valda hrifsaði hún til sín heimili hans oog eignir, svo hann stóð eftir alllaus. Og þó að hann væri 60 ára ’gamall isamdi hann sig sem bezt hann gat að hinum nýja sið og hélt áfram ■að stu.ndq sjúklinga við eitt af sjúkrahúsum Bolsheviki manna. Fyrir verk sitt fékk hann borgað nægilegt til þess að borga fyrir þriggja herbergja íbúð. Bols- heviki stjó.rnim iskipaði honum að fara til austurstöðvanna til þess að skoða þar i&júkrahús rauðu hersveitanna, varð hann að skilja konu síma eftir í Voronezh; en á meðan að hann var í burtu veiktist hún og dó, án þess að hann gæti náð til' hennar. Nú heldur hann áfram að stunda sjúklinga við ' sjúkralhús Soviet stjórnarinnar—, og fær að laun- 'um nægiilegt til 'þess að kaupa fyrir svart brauð og kálmeti, og ef hann fer mjög sparsamlega með getur hanm einstöku simnum 'keypt isér .kjötbita. pegar bezt lætur er lífið honum þung byrði. í flestum löndum er það álit manna, að lögfræðingsstaðan sé ómissandi. En þannig er ekki litið á í þeim parti Rússlands, sem Soviet stjórnin ræður yfir, að minsta kosti ekki í vanaleguum skilningi. Lögfræðingarnir, sem kyrrir eru á Rússlandi, hafa orð- ið að ganga í þjónustu Soviet- stórnarinnar við ýmisar deildir hennar, svo sem verzlunar eða pURiry flDIíP Hin allra áreiðanlegasta framleiðsla af Keimsins bezta hveiti Brúkið það í alla yðar bökun 96 Lb* asTzrsss- ÞÚRiTy FCtJUP ABricl S I Brick Tile og Lumber Co. Ltd. P Brick og Hollow Tile framleiðendur Timbur og annað Byggingarefni. Afgreiðum pantanir utan af landi fljótt og vel. BRICK MANTELS 200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893 viistadeildirnar. Allmargir þeirra hafa komist þolanlega af, og eiga þeir það að þakka verzlunar- fyrirtækjum, isem þeir hafa haft á hendi auk stjórnar embættanna, enda þótt það væri ekki hættu- laiusit unz nú fyrir skömmu að verzlunarfrelisið var veitt fólki yfirleitt. Aðallega hefir þessi verzlun þeirra verið í því fólgin, að kaupa matvöru fyrir markaðs- verð og halda henni svo eða rétt- aði ,í verði. pað er líka heil- mikið gjört að' því, að selja mönn- um rétt til eigna og hefði ekkert verið út á það að setja undir hinu fyrra stjórnar fyrirkomulagi, og sumir halda að þegar stjórnar- skifti verða þá verði þessi réttur þeirra til eignanna viðurkendur. Ednn af þessum lögfræðingum isýndi mér víxil uppá eina miljón rúblur á Ozofski-Donski bank- ann, eina af stærstu peningastofn- unum af þessai tegund í tíð keis- arans, sem hann hafði keypt fyr- ir tvö pund sterling og vonaðist eftir að geta selt með ágóða. Ann- ar hafði keypt aðgöngumiða að húsinu í Moscow þar sem Soviet stjórnin heldur fundi sína, hann bjóst ekki við að hægt yrði að íella Soviet istjórnina, en bjóst við að geta selt aðigöngumiðann og grætt á honum, hvort sem hún yrði feld eða að hún héldi áfram. Flestallir lögfræðingarnir hafa verið nógu úrræða góðir til þess að hafa í sig og á undir stjórn Soviet 'stjórnarinnar. Til dæmis saigði einn mér, að hann hefði dregið saman tveggja ára forða af hveiti: “En þér getið reitt yður á að eg hefi það ekki á þessum slóðum.’” Soviet stjórnin hefir að lokum komist að> þeirri niðurstöðu, að hún geti ekki iséð öllu fólkinu fyr- hveitiforða, jafnvel. ekki þeim sem vinna við istjórnardeildirnar. par af leiðandi hefir hún beðið hinar ýmsu Soviet deildir að vera sér í sámeiningu úti um eins mik- ið af hveiiti og þær geti. Slíkt gefur lögfræðingunum tækifæri að nota þekkngu sína og æfingu. Einn þeirra sýndi mér handfylli af gulli sem hann sagðist hafa unnið hart að í sex mánuði, að ná saman. Með það fé sagðist hann fara til Kiev og kaupa hveiti og sagðist hann búast við að hafa dálítinn hagnað af þeirri ferð fyrir sjálfan sig. Náttúrlega eru ekki allir einis hepnir og þessi maður. pví þrátt fyrir þessa til- raun lögfræðinganna á Rússlandi þá hefir mikill meiri hluti þeirra orðið að selja ýmsa verðmæta muni er þeir áttu til þess að geta lifað. Kennarasitaðan er í heiðri höfð hjá Bo'ls’heviki-mönnumi, og henni fylgir eins mikill forðaskamtur eða “Pycka,” og beztu stöðum öðrum, sem istjórniin á yfir að ráða. En samt eiga íkennarar þeir, sem eru í þjónustu Bolshe- viika-stjórnarinnar, við mjög erfið kjör að búa. þeir sem cru þeim hæfileiikum gæddir, að geta haldið fleiru en einu embæitti, gjöra það. Prófessor einn, sem er andstæð- iur stjórninni rækir til dæmis fimm embætti og fær fimm þús- unid rúblur í kaup á mánuði, eða sex miljónir rúbla á árií, það eru þrjár miljónir dollara með gang- verði því, isem á rússneskum peningum var fyrir stníðið, en eins og verðgildi yúblanna stend- ur nú, er það aðeins $220 á ári, og borga< sú litla upphæð naum- aslt fyrir nauðsynlegustu lífs- þægindi. Auk kaupsinis, sem fylg- ir þessum embættum, fær prófess- orinn fjögur pund af brauði á viku og tvö og hálft pund af sýkri á mánuði, sjö pund af byggi eð baun- um, hálift pund af tei og tvö pund af tólg, eða isvínafeiti. Auk þess fær hann handa fólki sem honum er áhangandi, mlóðir með tveimi- ur börnum og sextán ára gamalli stúl'ku, tvo heila skamta jafn stóra þeim, sem að fram eru tald- ir, og einn hálfan. Systir þessa iprofessor er tær- imgarveik og er á berkláveikis- hæli, þar sem hann verður að kosta ihana. Sökum ;hins óholla, og ófullkomina fæðis isem sjúk- lingarnir fá við hælið, þarf hann að kaupa tuttugu þúsund rúbla virði af mat á 'dag handa systur sinni. Mest af þessari aukafæðu kaupir hann hjá samvinnu fé- l’ögum, sem enn eru við lýði á meðal bændafólksíns, og igeldur þeim þrjú hundruð iþúsund rúbl- ur á mánuði. Afleiðingin er sú að þessi profejþsor jverður að selja verðmælta muni, sem hann á frá fyrri tíð, til þe&s að geta .staðið í skilum. Langflestir af kennurunum fá að eins fáein þúsund rúblur í kaup á mánuði og matarskamlt, sem hvergi nærri nægir til þess að fólk geti haldið holdum. peir hafast við í einu eða tveimur herbergjum, með mjög fátækleg- um húsmunum og margir þeirra erð orðnir tæringarveikir og þar isem þeir eiga engin tök á að njóta sæmilegrar aðbúar, deyja margir þeirra dags da/glega úr reikinni. Svo eg nefni eitt dæmi, þá veiktist heitmey læknis eins af þessari veiki, vegna skorts á betri fæðu. Læknirinn var iþess megnugur að fá hana senda til Crimeu til heilsubótar, en á leið- inni þangað varð ihún að troða sér inn í járnbrautarvagn, sem allá reiðu var meir en þéttskipað- um hermönnum, verkamönnuxh og og bændum, og ferðast langa leið með járnbrautarlest sem lengi var á leiðinni. Til Crímeu komst hún. aldrei, því á leiðinni fékk hún taugaveiki og dó. pað hefir verið hér að framan bent á, að fólk, sem er sérstak- lega vel gefið, þjóni fLeirumi em-j bættum en einu. Eg ’kyntist gáf- aðri konu, sem hafði þrjú em- bætti á hendi. Hún. aðstoð^i ■kennara í efnafræði frá kl., átta á kvöldin tll kl., tólf, og fyrir það fékk hún í laun seytján þúsund og fimm hundruð rúblur á mán- uði; á dáginn vann hún í nefnd, sem athugaði loftskeyta Isend- ingar, og fyrir það fékk hún seytján þúsund og sex hundruð rúblur á mánuði; en frá kl. fjög- ur e. h. og til kl., sex vanin hún við bókasafn,* og fyrir það fékk hún átján þúsund rúblur á mán- uði. Alls voru mánaðarlaun ihenn- ar fimtíu og þrjú þúsund og eitt h.undrað rúblur. pví miður 'borgast kaupið ekki áváHt reglu- lega, þessi kona var búin að vinna við bókasafnið í fjóra mánuði, en var að eins búin að fá eins mánaðar borgun. Eins þýðingar mikið og kaupið er, þá er forða- ákvæðið, sem þessum embættum fylgir miklu þýðingarmeira. Emlbættum hennar fylgdi tvö og hðlft pund af sykri, fjögur pund af byggi, eitt pund af olíu,(sem pressuð er úir baðmullar útsæðij, sex pund af hörðum fiski um mðn- uðinn og hálft pund af brauði á dag. En þrátt fyrir þessa viðleitni hennar, varð hún að nota sunnu- daginn til þess að baka smá kök- ur og 'selja til þess að geta keypt sér skó á fæturna og föt til að klæða sig í. pegar maður hugsa um það, að fólk alment verður að láta sér nægja forða þann, sem! einni stöðu fylgir, þá er það að eins þrent, sem um er að ræða: að taka að sér þrjár eða flejri stöður og vinna tólf til sextán klukkutíma á dag, au’ka tekjur sína með því að verzla með etthvað, eða fara á bak við lögin og bjarga sér eins og bezt gengur. Neyðar ástandið. Bandaríkjamaður einn, sem Soviet istjórnin hafði isett 'í fang- esli og síðar látið lausan, vann um tíma við eina Soviet stjórnar-deild- ina„ Honum var ómögulegt að draga fram lífið á matarskamlti þeim, senn hann fékk frá stjórn- inni og embætti hans var samfara, svo hann gat með brögðum náð í annan matar seðil, og neytti á- valt tveggja máltíða um miðjan- daginn. pannig er ástandið yfir- leitt þar sem Boesheviki-stjómin í Rússlandi á yfir að ráða. Forði sá er istjórnin hefir ákveðið að fylgja skúli embættum sem undir hennar umsjón ^eru, og kaupgjald- ið, sem borgað er, er svo lítið að fólk er neytt til þess að grípa til óheiðarlegra og óleyfilegra með- ala til þess að draga fram lífið Önnur afleiðing af þessu fyrir- komulagi er sú, að sérfæðingar í ýmsum greinumj hafa orðið að hætta við sínar sérgtöku fræði- greinar og takast á hendur eitt- hvað annað, sem lífvænlegra er. pannig hefir einn af atkvæðameiri lögfræðingum Rússlands tekið að sér þjónustu í Pullman járnbraut- arvagni, sem gengur vikulega á milli Moscow og Latvía, til þess að geta náð 'í matvæli handa fjöl- skyldu\sinni. Afleiðingarnar af öllu þessu eru, að í Rússlandi er tilfinnan- | leg þurð á mönnum, sem færir j eru umi að veita lið á svæði sér- j fræðingar þegar rnest á ríður. pví I verður sjálfsagt ekki mótmiælt að i kjör vanalegs skrifistofuþjóns og j verkafól'ks yfir höfuð eru ekki i betri heldur en lærðu stéttanna, en það fólk finnur ekki éins á- takanlega til erfiðleikanna, því það hefir aldrei haft neitt að segja af lífsþægindum þeim sem margt af fólki lærðu stéttanna naut áður, og sem þær stéttir geta naumast án verið. Hið sorg- lega ástand þeirra er samanburð- urinn á því sem var, og þær voru vanar við, við það, sem nú er. Framh. Fjörutíu og sex menn voru drepniir, en 109 særðir af pjóð- verjum til jafnaðar á hverri klukkustund, mjeða(n heimsófrið- urinn mikli frá 1914 — 1918 ®tóð yfir, samkvæmt skýrslu frá General von Altrock. Alls höfðu pjóðverjar 13,000,000 manma und- ir vopnum. Tala hinna föllnu var 1, 808,548, en þeirra sœrðu 4, 246,779. Skýst oft skýrum. Eg átti þinn huga um örskamima stund mér óskiftan næstum, að svo mátti kalla; og ánægjan sitrjálaði ijósdreglum lund, pað litarskrúð hlaut þó að visna og falla, er skapanorn setti í skyndingu fund, með iskraffinnum vanans að leita upp gaila. Sú hvæsandi naðra í 1 fylgsnum æ felst, og frækornum ViÖ stritið, sem venjulega fylgir þvottadegi, en þó eru föt hennar hrein og hvít — því hún notar Sunlight Soap Cocoa-hnetur og Pálmaolía eru samanbland- aðar í Sunlight, og af frægum efnafræðing- um. — pess vegna þvær sú sápa betur, en uokkur önnur. misskilnings sáir d laumi hvar samúðin ríkir sig halda vill helzt og helerni rista, d vonanna draumi, oss kynnir að sælan oft svipýrug felst, já, svona það gengur 1 byltingastraumi. En skapanorn voldug 'hér vann fyriir gíg — það var 'þó all-sjaldan að glámiskygn hún reyndist til ráðningar gátu ei skammdegið treindist. Við áttum í sannleika saméignar stíg um svolítinn spotta þótt fjöldanum leyndist. En draga þig niður í duftið til mín var dómuir, sem taldist mér næst þig að grýta; en lyfta þér bærra hvar ljósið ei dvín •er löngun hvers fullnæging kysi að íhldta. Ef fullvissu hefi, ef förlast ei sýn að framar ei þurfið við tálvonum líta. Já, látum hið forna alt grafið og gleymit, í gleymskunnar djúpi því skjótar þess betra; En endurkast Ijóssins seml áður var dreymt yl máske sendir um komandi vetra. Og minninga elfan að ströndu fær streymt, án stöðvunar, duirúnir björgin að letra. Um aftaninn ihinsta mér eldrúnir þær frá æskunnar dögum sem glitperlur Ijóma, og laðar sem: ylmþrung- inn árdegisblær er umhverfið isveipaði skrutmöttli blómla. Og himnes'kri rósemi hugskoti ljær unz húmið að svífuir með dulræna óma. Jóhannes H. Húnfjörð. f T T T T T T f f f f I f f f f ■I Vér höfum flokkað vorklœðnaði vora í 5 flokka er verð snertir $ $ $ Við seljum allra beztu kvennklæðnaðina sem til eru í búðinni fyrir $75,00 og ódýrari klæðnaðirnir eru alveg eins góðir fyrir það verð, sem á þáj hefir verið sett. I þeim þúsund klæðnuðum sem við höfum að bjóða geturðu reitt þig á, að finna klæðnaðinn sem þú ert að leita að og spursmálslaus| fyrir lægra verð en þú hafðir búist við ajð þurfa að borga fyrir hann. pað er hið sanngjama og ábyggilega verð sem ávalt er á vörum vorum, sem er aðal ástæðan fyrir hinum óviðjafnanlegu framförum sem þessi kven- klæðnaðar verzlun hefir náð. Komið og veljið fatnaði yðar strax meðan úr nógu er að velja. —’ HOLLINSWORTH&CQ LIMITED wiiMisrreEG LADIES AND CHIU3RENS READY-TO-WEAR AND EURS Boyd Building 386-390 Porta^e Ave. f f f f f f f f f f ♦;♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.