Lögberg - 20.04.1922, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.04.1922, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 20. APRIL 1922. Bk. K Dodds nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, iþvagteppu og önnur veikindi, sem starfa frá nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Co.. Ltd., Toronto, Ont. Norðurlanda brunnu í (blóði þeirra. Fljótir til að reiðast, fljótir til að hefna sín, fjótir til að drepa, en >]íka ihugprúðir og 'vinfastir. Skarphéðinn lætur hina bitru egg Rinönigýgjar svala sér í blóði. Gunnar kastar oddhvössu spjóti í fylkingar óvina sinna. í sög- um fornald'a sjáum við altaf hve mikil áherz'la er lögð á verknað. Jafnvel Valhöll hetjanna var bardagavöilur, þar <sem þeir gátu barist frá morgni til kvölds. Ei er hér með sagt að þessir menn hafi ekki verið vitrir, þvert á móti, en •þeir vi'ldu ekki eiga það á hættu að hugisa sig um of lengi. Hetjur eru þeasir menn og hetja er líka Hamlet, sem glímir einn við ótta sinn. Fljótfærni fornmanna varð þeim að bana en Hamlet dó af því að íhuga of lengi. Hver er ráðning gátunnar? Er hvorutveggja hættulegt, að hugsa of lítið, og að hugsa of mikið? þegar við liesum sögur af Gunn- ari prúðmenninu igóða fyllumst við aðdáun og ofurhuga. Gotter að vera í ætt við slíkan mlann. Unglingurinn fýllist hetjumóði, því unglingurinn þekkir bezt af- reksverk Ihetjunnar. “Fara á braut með víkingum”, mællti Egill átta vetra gamall. Með jafn- mikilli. aðdáun stöndum við fyrir hinum draumþrungna hugs- andi Hamlet. “Ógurleg er and- ans leið upp á sigurhæðir”, ómar aftur í eyrum vorum. Ráðgáta lífsins bregður sér aftur fyrir sjónir, Hvers á að leita? Eg vil snúa mér að Lessing og reyna að segja með honum: “Ef eiiífur guð héldi í ihægri hendinni heiiög- um sannleika, en í hinni vinstri leit sannleikans og biði mér að kjósa, þá félii eg í auðmýkt fyrir vinstri hendinni og segði — ‘Gef ntér ó guð, heilugur sannleikur er fyTÍr þig einan’.” pað er leit sannleikans, sem hreinsar og göfgar — það er löngunin eftir fulikomnun, sem við getum eikki og villjum ekki ná, því fullkomnun er dauði, þegar henni er náð er ekkert til að vinna fyrir. Við getum verið glöð yf- ir því að okkur er lleyft að ganga torfærurnar og að við höfum tækifæri tiil að ieyisa úr einni iífs- ins ráðgátu — því “gegnum nótt dauðams sér maður glampa á stjörnu og ástin hlustandi heyrir vængjaþyt.” Islenzk tunga, söngur þinn. eftir Jóhannes Jósefsson. Ljóð þetta sendi höfundur- inn, hinn frægi glímukappi, séra Jónasi A. Sigurðssyni. Sýnir það, að ekki hefir útlend nienning heillað svo hug hins víðförla og vaska manns, að andi hans gangi fram hjá ís- landi né því sem íslenzkt er. Megi óður og tunga íslands neynast öðrum jafnvel sem Jóhannesi Jósefssyni. Pegar vantar viljaþrekið, vit og djörfung, framtaksþrótt, næstum alt í nauðir rekið, nöpur kvelur efans nótt. pá er eitt, sem öraium vefur, andann mest til dáða knýr, sannan dug til sigurs krefur: Söguþjóðar óður dýr. pegar mótgangs stormar stríða, sturlast geð við bitran harm, horfin gleði, hugró, blíða, hrygðartárin væta hvarm. pá er eina yndi’ í hjarta,— eitt, sem friðar geðið mitt: Goðumborna, glæsta, bjarta, góða fóstran, málið þitt. pegar fátækt að þér amar, enginn sjóður, gæfustans, útlendinginn eymdin lamar útí löndum nútímans: Samt er eitt, er sýnu betur silfri, gulli og aurasjóð, huga mannsins huggað getur: Heimalandsins fögru ljóð. pegar vildar vinir fækka, vonir glatast, trygðin þver, böndin slitna, býsnir hækka, brotsjór tímans ógnar þér.— pá er eitt, sem altaf bætir, allra vina tengsla fæð, öllu fremur ásta gætir: íslands þjóðar lífsins æð. pegar kraftur tþverra tekur, þegar ellin fer í hönd, þegar hrellir þungi frekur þráir muninn feðraströnd.— pá er eitt, er sálu seiðir, sólu fyllir huga minn, æðra kraft í æðar leiðir: íslenzk tunga, söngur þinn! Vesturför frú Stefaníu. Frú Sfcefanía Guðmundsdóttir befiir verið að leika heima í Reykjavík í vefcur og 21. febrúar lék hún “Kinnarhvolssystur” í 6C' skiftið og “það er tiltölulega sjaldgæft,” segir fréttaritari “Morguniblaðsins” er tal Ihafði af firúnni uim það leyti. “að íslenzk- ir leikendur fái tækifæri, til að leika sama hlutverkið svo oft. Stafar það af fámenni og strjál- býli. En það sem valdið hefir því, að frúin hefir leikið hlut- verkið isvona oft, er fötrin til Ameríku. Kinnarhvolssystur” voru það leikrit, sem frú Stefanía lék oftast, meðan hún dvaldi fyr- ir vestan. í tilefni af því að leikurinn kemur í 60 skifti fyrir sjónir íslenginga austan hafs og vestan, höfum vér beðið frúna að segja 'lesendum blaðsins lítilshátt- ar frá fytrri sýningum leiksins, einkum í Ameríku.” í tilefni af þeirri beiðni, hefir fréttaritarinn þetta eftir frúnni í isamtalinu: “pað yrði sama sem að segja langa og skemtilega ferðasögu, segir frúin. Af ýimsum ástæð- um eru sýningarnar fyrir vestan mér hugstæðastar af öllum sýn- inguim' Kinnalrhvolssystra. par kyntist eg nýjum áhorfendum í ókunnu landi, og kom| á leiksvið sem eg hafði aldrei komið á áður. — Hve oft llékuð þér Ulrikku í Amieríku? — Látuim osiS' sjá. — Frúin tel- ur staðina, fyrst Winnipeg með magar sýningar og svo hleila runu af bæjum víðsvegar um Can- ada og í Bandaríkjunum, Wyny- ard, Mountain....... Minneota og marga fleiri. — pað verður alls 22 sinnum. “Og Ihvernig voru viðtökurn- ar?” “Eg á ekki orð til að lýsa þeim. Hvernig leiknum var tekið, getið þér séð af þessum 'blöðum). pér munuð hafa séð íslenzku Vestur- heimsblöðin áður, en þessi hérna hafið þér llíklega ekki séð.” Frúin kemur með heilan bunka af enskum' blöðum “Free Press”, “The Wynyard Advance”, “Minne- >ta Mascot” og ýms fleiri. Eru ummælin mjög á einn veg, og skulum vér gefa lesendunum of- urlítið sýnishorn. I>etta er tekið úr blaðinu “The Wynyard Advance”: “Frú Stefanía er 'blátt áfram aðdáanleg. I>að er ekki að á* istæðulausu að hún hefir Motið nafnið “drotning leiksviðsins” á íslandi, þv*í beztu leikkonur ann- ara þjóða mlega gæta sín í sam- anburði við hana. Eg hefi séð frægar leikkonur, bæði á sviðinu S I Brick Tile og Lumber Go. Ltd. P Brick og Hollow Tíle framleiðendur Timbur og annað Byggingarefni. Afgreiðum pantanir utan af landi fljótt og vel. BRICK MANTELS 200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893 —• og kvikmyndatjaldinu, en engin !ber af henni, nema hvað shertir nafnfrægðina. Ef forsjónin hefði gefið henni 'betra starfisvið, mundi nafn frú Stefaníu vera á hvers manns-vörum 'í hinum mentaða •heimi.” “En blöðin segja ekkert frá því, sem mér er ógleymanlegast við vesturförina, og það er hin dæma- iauisa alúð, sem hvervetna andaði á móti mér, þar sem eg kom fyrir vestan. Eg gleymi aldrei alúð og elju íislenzka leikfélagsins í Winnipeg. Aldrei var hugsað nema um eitt; að eg hefði sem mesta ánægju og ábata af ferða- laginu. Eg gleymi heldur ekki viðtökum og fraonkomu fólksins í Winnipeg og úti[ í íslendinga- 'bygðunum. Alistaðar tóku opnir armar á móti okkur. 1 smá- bæjunum, sem' við komum í, voru víða ófullkomin gistihús, en það var að kal'la undantekningarlaust, að landar í þessum bæjum komu og sóttu okkur á giistiihúsin, til þess að láta okkur gista heima hjá sér, ef þeir þá ekki voru bún- ar að senda okkur boð áður sím- 'leiðis, og stóðu á járnbrautarstöð- inni til að taka á móti okkur þeg- ar við komum. — petta er máske útúrdúr frá efnimu. En eg get ekki minist á leikinn fyrir vestan, án þess að minnast á þetta um leið.” “Og um efni Kinnarhvolssystra. — Kunni fólkið við það?” “Já, eg held að mér sé óhætt að segja, að fólki hafi geðjast bezt að þessum 1-eik, af þeim, sem við 'sýndum í vesturförinni.” “Hverjir voiru helztu meðleik- endur yðar í leiknum?” “Ólafur ThorgeirS'Son, frú G. Athelstan, O. G. Eggertsson, H. Metúsalemis', Fr. Swanson, Oskar Sigurðsson, Bjarni Björnsson og 'börnin mín þrjú, Emelía, Anna og Óskar.” Talinu víkur að lleiknum hér heima. “Eg bjóst ekki við að mega leika í vetur,” segir frúin. “Lækn- arnir bönnuðu mér að leika í haust, en heilsan hefir (batnað og eg var “leyst úr banninu”. pér getið nærri að eg var glöð. Við byrjuðum með Kinnarhvolsisystr- um', því þar voru margir 'leikendur til taks frá fyrri tíð, svo að það var tiltöluega fljótilegt að búa leikinn undir sýningu.” —Morgunblaðið frá 21. febr. --------o-------- Egyptaland og sjálfstæði þess. Hinn 15. maí síðastliðinn var Egyptaland lýst frjálst og sjálf- stætt konungsríki, þó d vissum skilningi undir brezkri vernd. pann sama dag tók Ahmed Fuad Paisha sér konungstitiil, til þess “að sjá heiðri ríkisins borgið út á við,” ein® og ihann komst að orði. Bretland hið mikla hefir eftir sem áður yfir umsjón með síma- línum öllum og samgöngutækjum, svo sem Suezskurðinum mikla, en samkvæmt blaðinu Providenoe Joumal veikir slíkt eftirlit á engan hátt fullveldi hins nýja konungsríkis. Sama blað 'lætur þes® getið, að það komi að vísu nokkuð undarlega fyrir sjónir, að konungsríki isé stofnað á þess- um lýðveldistímum, en lætur þess jafnframt getið, að land Faraos konungs, sé enn hvergi nærri und- ir það búið, að taka við lýðveldis fyrirkomulagi og fara með það á viðeigandi hátt.” Blaðið New York Herald segir, að úrlausn egypsku sjálfstæðis baráttunnar, sé meira að þakka General Allenby en nokkrum öðr- um einum manni og sé í rauninni bein, persónuleg sigurvinning fyr- ir hann. Enda voru það tillög- ur hans, eins og hann lagði þær fram fyrir ráðuneytið tbrezka, er riðubaggamuniinn. Fyrir hans til- stilli er það, eftir því sem New York Evening Post farast orð, að Egyptaland skipi nú sess meðal hinna frjálsu þjóða heimsins, eftir aldakúgunina tyrknesku. Hin nýja istjóm Egypta, ber sjálf fulla ábyrgð á meðferð utan- ríkismála sinna, og sendir væntan lega innan skamms sína eigin sendiherra og ræðismenn út um allan hinn mentaða heim. Hinn nýji konungur er hinn áttundi í röðinni af kynstofni Muhameðs Ali, hins kæna og fjöl- hy'gna manns frá Al'baniu, er lagði undir isig landið með vopn- um árið 1805. Fuad konungur hinn fyrsti, er sonur Ismail I., er sökum áhrifa frá Bretum og Frökkum neyddist til að láta af vöildum 1879. Abbas Hilmi, sonarsonur Ismail, var rekinn frá ríkjum skömmu eftir að heims- ófriðurinn frá 1914 hófst. Huss- ein Kamil, sá er síðast réði irík- um á undan núverandi konungi áður en Bretar tókust á hendur aðal eftirlit með landinu, lézt árið 1917. Hinn nýji konungur hefir vitanlega ékki mlikið sýnt isiig enn, þó hefir hann samt safn- að að sér eins miklu af dugandi stjórnmálamönnum og kostur var á, og spáir það góðu um fram- tíðarstarfsemi hans. Blaðið Brooklyn Eagle, kveðst þeirrar skoðunar, að þótt umráð Breta yfir landinu frá 1914, sé á enda að nafninu til, þá sé svo llangti frá, að hér sé um að ræða frjálst og óháð ríki, og Boston Tiranscript tiekur í sama streng og isegir Egyptaland að eims hafa hlotið sjálfstáeði á papp- írnum. pegar til efnisins komi, sé sjálfstæðið takmarkað tilfinn- anlega á m|argvíslegan hátt. Ríkistaka Fuad’s konungs og fullveldis yfirlýsing, leiðrétiti þann miiisskilning, sem allmjög virtist víða bera á, semsé, að Bret- land, skömmu eftir að ófriðurinn braust út, hefði lagt framtíðarhald á hina egypsku þjóð. Slíkt hefði verið öldungis óþarft, með því að Bretar nutu þar allra þeirra hlunninda, er iþeir æsktu. Enda hafði stjórn Breta lýst yfir því hvað ofan í annað, að umráð þeirra með landinu, væri að eins til bráðabirgða, eða >ar til að séð væri fyrir endann á ófriðnum. pað hefði líka verið til lítils þótt brezk stjórnarvöld hefðu reynt að spyrna á móti firelsisöldun- um á Egyptalandi, sem eins og svo víða annarstiaðar, höfðu hækk- að af völdum stríðsins. Fólkið var orðið fastákveðið í því að skapa sér sjálfstijórn í einhverju formi, hvað svo sem það kostaði. Blaðið Springfield Republican kemst, að þeirri niðurstöðu, að þótt hið nýja sjálfstjórnar-fyrir- komulag kunni ef til villl að friða hina egypsku þjóð til muna í bráð- ina, þá sé sannleikurinin isá, að eftir alt saman ráði Bretar þar lofum og lögum. peir geti í raun og veru haft öll þau áhrif á meðferð utanríkismálanna, er þeir telji æskilegt og gert hvaða ráðstafanir, sem þeim þóknist. Suezskurðinum til varnar. Sjórn- ar afstaða Egyptalands, líkist miklu fremur því, sem gildir um Cuba, heldur en Porto Rico, að því er sama blað hyggur. Blaðið Detroit News, Syracuse Post — Standard og New York Evening Post, eru öll þeirrar skoð- unar, að óeirðirnar á Indlandi, hafi mjög flýtt fyrir >ví, að Egypt- ar fengu fullveldis viðurkenningu. Einkum heldur hið síðastnefnda blað því fram, að stjórnin brezka hafi breytt viturlega og skilið rétt á hinum rétta tíma, sjálfstæð- iskröfur hinnar egypsku þjóðar og greitt þeim veg. BlaCinu Phil'adelphia Public Ledger, farast þannig orð um af- skifti Breta, af sjálfstæðismáli hinnar egypsku þjóðar: “Stjórn Englands hefir þegar stofnað til svo margra og mikilvægra fram- fara fyrirtækja á Egyptalandi, að hin nýja konungstsjórn þar, lætur sér sannarlega ekki til skammar verða, ef hún heldur þeim áfram. p»að eru Bretar, sem áttu upptök- in að því að veita Níl yfir hin skrælnuðu landflæmi og gera þau gróðurhæf. pað eru lí'ka Bret- ar, sem létu koma upp flestum hinum meiri háttar samgöngu- tækjum og sem komu á fót dóm- stólum, skólum og sjúkrahúsum. í blaðið New York Times, rit- ar Mr. Frederick Cunliffe-Owen nýlega eftirfylgjandi hugleiðing- að hin egypska >jóð lýsti yfir sjálfstæði isínu: “pegar eftir árásina á Alex- andríuborg árið 1882, mæltu margir 'leiðandi stjórnmálamenn og auðmenn hinna ýmsu þjóða, mjög fast fram með þvií, að Bret- ar tækjust á hendur varanlegt eftirlit með Egypta/landi. Stjórn Breta lagði málið fyrir þingið, en svo fóru leikar, að uppástungan var feld. pegar ófriðurinin hófst 1914 og Tyrkir höfðu afráðið að veita pýzklands fceisara að málum, þá lögðu Bretar bráðabirgðarha'Id á landið og settu þar til valda sem soldán, Hussein prinz, hinn lang- færasta af ödlum Tewfic bræðrum. Við fráfall hansi tófc yngsti bróð- irinn Fuad við völduml. Samkvæmt áfcvæðum þeim, er General Allenby lagði til grund- vallar fyrir sjálfstjónar kröfum Egypta og þing Breta félzt á, er hinni egypzku þjóð heimilað, að stjórna öllum sinum innanlands- málum á þann hátt, er hún hyggur sér bezt henta og vera í beztu samræmi við sinn eigiin þroska. Bretar heita landinu að tryggja það gegn ágangi erlendra þjóða, en áskilja sér í þess stað ýms for- réttiindi, sem öðrum þjóðum er synjað um. Stjórn Breta tekst á hendur að ábyrgjasti eignir út- lendinga í Egyptalandi og heitir því enn fremur, að tryggja rétt hinna ýmsu flofcka, sem' í minni hluta eru, innan vébanda þjóðar- innar. Enn fremur áskildi stjórn- in 'brezka sér fullan og ótakmark- aðan irétt, tiil þess að neyfca hvaða meðala sem vera vill til verndun- Lifebuoy er notuð í hverju landi í víðri veröld. Hinir dæmafáu yfirburðir, eru viðurkendir um allan heim. Ánægjan, sem af Rotkun Lifebuoy leiðir, er kunnug um veröld alla. ar samgöngutækjum landsins, svo og talsímum og ritsímum. En umfram alt annað krefjast Bret- ar ótafcmarfcaðra umráða yfir Su- dan, að því þó undantefcnu, er á- hrærir vatn til áveitu úr Níl, sem á öllum tímum skoðaist bráðnauð- synlegt fyrir akuryrfcju og annan jarð^r gróða landsins. pað er ekki ólíklegt, að ein- hvterjir kynnu að spyrja, hvernig kynni að fara, eftir að General | Allenby hefir dregið meginher | sinn burt úr landinu, í þvi fállli að hin nýja stjórn Egypta reynd- ist þess ómegnug, að fullnægja fyrirmælum fullveldissamning- anna. Svarið er að eins eitt. Bretland hefir óhindruð urnráð yfir Sudan svæðinu og þar af leiðandi einnig meðfram efri Níilárhéruðunum, frá suður-landa- mærum Egyptalands tiil Vatnanna miklu í Mið-Afríku.” Af þesisu sézt, að Bretar hafa allar samgönguleiðirnar á valdi s'ínu, nær sem til þarf að taka. --------o-------- Eimreiðin. 1. hefti 28 árg. er nýkomið út. 1 það skrifa ýmsir nafnkunnir menn, svo sem Guðm. Hannesson langa ritgerð um “hvernig getum við bygt landið upp á 25 árum!” Guðmundur Finn bogason prófessor skrifar um “veðurspá dýranna”, Jak. Jóh. Smári um hugljómun, Alexander Jóhannesson um “málaralist nú- tímans” séra Sig. Gunnarsson þýð- ir þar grein eftir J. Brierley, er nefnist “Andlegleifci”. Saga er ennfremur í heftinu eftir H. G. Wells “Tímavélin” og loks ritsjá. — Lögrjetta. *i**t*****i**i**i**i^t**************Í**i**i**i**i**i**i**i**i**i**Í*****************************i***********i**i**i**i**i**i**i**i**Í**i**i******************* ? f f ❖ f f f f f f *t* OVERLAND ♦> V0RURNAR VERÐAÍ AÐ SELJAST STRAX Vér erum heimilislausir — leigu-umboðsmaðurinn hefir sagt oss að flytja. Vér erum á för- um, en þurfum fyrst að selja $75,000.00 virði af húsgögnum. — Sérhver húsmunur í búðinni er stórkostlega lækkaður í verði. Athugið upprunalega verðið og berið saman við “No Home Sale Price”. í viðbót j VEITUM VÉR YÐUR LÁN ókleift að gefa hér lista yfir öll kjörkaupin; bezt að athuga næstu blöð grandgæfilega. Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar. Kaupið meðan úr nógu er að velja. Lesið vandlega. $19 Tapestry Gólfteppi fyrir $13.45 pessi eru algerlega ósamskeytt, efnið úr dýrindis líni, með alla vega fögrum litum. Stærðin er 6 fet 9 þuml. og 9 fet. Cocoa Dyramottur fyrir $1.25 Að eins 25, mjög sterkar og vel ofnar, grænar, bláar og eiga mjög vel við fyrir útidyr. Stærðin er 14 x 24. Japanskar Dyramottur $1.75 hver Sterkar og fallegar japanskar grasmottur, grænar og bláar, afbragð fyrir útidyr. Stærð 3 ft. og 6 ft. $195 Chesterfield fyrir $157.50 Stór Pillow Arm Chesterfield, 80 þuml. að ummáli, klæddur mjög hentugu tapestry. Lausir púðar, dýnur og fjaðrasæti. $30 og $32 Linoleum Rugs $18.75 Að eins 25 eftir og öll af sömu gerð, græn og brún- leit. Afar haldgóð. Veljið strax, Stærðir eru 9 x IOV2 eða 9 x 12.’ Takið þœr með yður. Ekki sendar út $1.00 Um 75 myndir í römmum, svo sem Crayons, lands- lagsmyndir, skopmyndir o. s. frv. — Jafnvel ramm- inn kostar méira en myndin selst fyrir. Venjulegt verð á mynd var um $5.00. Aðeins 10 á þessu verði $2 hver Dálítið þvældar matressur, úr fínustu baðmull, vel stoppaðar og með ágætum verum. Sumar af þeim kostuðu um $20.00. Að eins tvær stærðir—4 fet og 4 fet 6 þuml. $135 Chesterfield fyrir $108.50 pessi Chesterfield er af fullri stærð, fjaðrasæti og fjaðrabak; sætin eru laus, fóðruð með afbragðs tapestry. petta er gjafverð. $257.50 Chesterfield á $214.50 Mjög fallegur Arm Chesterfield. Marshall dýnur, f jaðrasæti og bak. Klæddur með tapestry af Aust- urlanda gerð. Japanned Coil Rúmfjaðradýuur $8.95 Olíu-stilt Japanned Coil Rúm-fjaðradýnur, full stærð; hafa 100 pílára festa við málmumgjörð. Veita beztu hvíld, sem hugsast getur. Þetta eru ekki misgrip $1.50 parið Að eins 75 pör af fiðurkoddum, með húðþykkum verum. Á þessu verði áskiljum vér oss rétt til að synja einstökum kaupendum um meira en 3 pör. Kaupið Vorhúsgögnin núna hjá tiverlands ð o Home Sale MUNIЗVér seljum lægst og veitum lán. Over-Land House Furnisliing Co., Ltd. 576-580 Main Street ■We sell for less- 5-5 Cor. Alexander Ave. ? ? ? ? T ? ? T ? T T T T ? ? ? ? T T ? ? x ? ? x ? ❖ f i f x x f x f x f f f x f x x f ♦!♦ ^^^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^^♦♦♦^^♦♦^^♦♦^♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦^♦^♦♦^♦♦^♦♦^^^♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦^^♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦♦♦♦^♦^♦^♦-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.