Lögberg - 13.07.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.07.1922, Blaðsíða 4
m. 4 IiOGBERíG, FTMTUIVAGINN 13. JÚNÍ 1922 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talnimnri N-6327 ofi N-6328 Jón J. BfldfeU, Editor Ijtanáskrift til biaSsins: TlfE €0LUM|BIJV PffESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, tyat\. Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnipog, Rfan. The "Lögberg" la printed and publiahed by The Columbia Prese, Limited, in the Columbia Block, Íó3 to 8S7 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manltoba “Lest we forget.” Svo kvað Kipling forðum. / Og enn er á margt að minnast með fylkis- kosningar fyrir dyrum í Manitoba. Blekkingar-tilraunir eigingjarnra manna eru ínn margar og á ýmsan hátt. Enn er létt að lokka menn með fögrum loforðum um bættan og breyttan hag, til að hafna >ví, sem þeir hafa; auðvelt að gera þá óánægða með ástandið eins og það er, andstæða þeirri stjórn, sem við völdin hefir verið. J7að sem er nýtt, gengur oft í aug- un—stundum líka í kosningum. En ekki var það æfinlega bezta vistin á fs- landi, er lofaði hjúum sínum hæsta kaupi og hélt þeim veizlu vinnuhjúaskildaginn, — en gat ekki haldið gömlum og dyggum hjúum hjá sér. Loforð og efndir fara ekki ávalt saman. pað ættu vitrir menn að muna í kosningum. Rússar fengu nýja stjórn, en ástandið þar hve þó ekki vera sem bezt. Umbótamennimir svo nefndu fengu þar ráðin og hvílik umbót. Verka- mönnum og bændum var lofað gullí og grænum skógum. Voru þau loforð efnd? Ríkarður snauði—eða Benjamín Franklin, — varaði menn við að gefa of mikið fyrir pípuna,— þó hún kynni að vera ásjáleg. pað á við um loforð manna í kosningum, — einkum hinna óreyndu. Fáir munu hafa gleymt því hér um slóðir, er vér Canadamenn höfnuðum 1911 viðskifta- samningnum við Bandaríkin. Aflturhaldsflokk- iy*inn, sem Hkr. studdi þá, lokkaði kjósendur landsins til að trúa því, að sá samningur þýddi innlimun Canada í Bandaríkin. Fáir munu nú telja sér sæmdarauka, að hafa þá trúað þeirri kosninga-lýgi. Norris tók við stjóm Manitobafylkis 1915. Styrjöldin var byrjuð. Auk hennar erfði hann ýmsar syndir Roblins, — ýms erfið mál og óhag- sýn fyrirtæki, sem ráða varð til lykta, þrátt fyrir styrjöld og dýrtíð. Minna má á þinghúsið. Verð á öllu margfaldaðist. pað er því enginn vandi fyrir óhlutvanda, að benda á stærri upp- hæðir eyddar. En á Norrisstjómin skuld á slíku ? Jafnvel Hkr. hefir kostað meira. Er Norris einnig um það að kenna ? Síðan Thomas H. Johnson lét af stjórnar- starfi, hefir ritstjóri Hkr. talið hann ágætis- mann, sem í raun réttri hefði átt að vera stjórn- arformaður fylkisins. Áður fanst nú blaðinu stundum eitthvað að opinberum störfum Mr. Johnsons. En Lögberg samgleðst hinni sýndugu sambýliskonu sinni, Hkr., út af þessu afturhvarfi hennar. Betra seint en aldrei. Viðkunnanlegra hefði þó óneitanlega verið og hreinskilnara að afturhvarf blaðsins hefði náð til Norrisstjórnarinnar, þar sem Mr. Johnson var vitanlega aðalmaðurinn ávalt síðan Norris tók við völdum. Enga stjórn né starfsmenn, sízt þá stjórn, er setið hefir að völdum í sjö ár og það styrjaldar tímabil, mega kjósendur áfella fyrir það, þó ýms- ar misfellur megi sjá í stækkunargleri reynslunn- ar. — Enginn maður svo góður, að hann geri alt rétt og viturlega. En vér nefnum menn góða, ef hið góða og réttvísa ræður mestu í lífi þeirra. Vér tölum um vonda menn, ef yfirsjónir eru aðal- þættir í framkomu þeirra. Hið sama lögmál ætti að ráða um störf manna á sviði stjórnmálanna. Og eftir þeim mælikvarða munu flestir telja Norrisstjórnina góða stjóm. Satt er það, að viðsjálir menn geta lengi lokkað lýðinn, — og stundum gert menn að sín- um eigin böðlum. En íslendingar eru alment of hygnir menn, til að láta villast af svipuðum blekkingum. pessa sögu höfum vér frá réttorðum manni: Thomas H. Johnson var nýorðinn ráðherra. Hann var á ferð í f jarlægri borg ásamt frú sinni. Ferðin var gerð í hvíldarskyni. Kominn í á- fangastað símar Mr. Johnson fomvin sínum, bú- settum í borginni, sem staddur var á fundi og ekki náði fundi ráðherrans fyr en eftir háttatíma. En þótt Mr. Johnson væri ferðlúinn, fór hann þegar á fætur og sat á tali við vin sinn fram und- ir morgun. Vildi hann afla sér upplýsinga um bætt kjör fanga og um fjárstyrk af hálfu hins opinbera til ekkna og föðurlausra barna. Síðar kom Norrisstjómin ekknastyrk í fram- kvæmd í Manitoba og þaðan hefir sú hjálpar- starfisemi borist til annara fylkja. Vitanlega hafa útgjöld fylkiSins aukist við þá hjálp og ýmsum hinna auðugri gjaldenda fundist fátt til um slíka starfsemi stjómarinnar og muna henni það kannske við þessar kosningar. En ótrúlegt er það, ef íslendingar meta ekki slíka mannúð og fela enn þeim mönnum forystu mála sinna, er þannig minnast hinna munaðarlausu. Og gott er til þess að vita, að slíkar umbætur eru runnar frá hjartarótum íslendinga hér á vorum slóðum. Meðal annars reynir á það í þessum kosning- um, hvort vér meinum nokkuð með rækt við ís- lenzka menn vor á meðal, t. d. við valið hér í Winnipeg, þar sem íslendingar eiga þess kost, að kjósa á þing í stað Thomas H. Johnson jafn-öt- ulan og íslenzkan mann sem Árni Eggertsson hef- ir jafnan reynst. Sú þjóðrækni er ekki á marga fiska, sem hafnar sínum eigin atorkumönnum fyrir óþekta og óreynda menn er fátt þekkja til íslendinga og unna oss því síður—nema meðan á kosningum stendur. Lengi hefir Hkr. veri vinveitt auðvald- inu. Nú boðar hún framsókn bænda. Trúmenn finst oss þeir hljóti að vera, ér nú geta fylgt hin- um nýja boðskap blaðsins, -— eftir alt hið undan- gengna. — pað á víst ekki við það blað, sem <Em- erson sagði eitt sinn: Verk þín tala svo hátt, að eg heyri ekki hvað þú segir. —Vegfarandi. -------o------ Meira kapp en forsjá. Kosningarbaráttunni í Manitoba, er nú bráðum lokið — verður með ölln lokið, áður en næsta blað Lögbergs kemst út til lesend- anna. # Koisningabaráttan hefir verið afar ein- kennileg. — Flokkar manna berjast af alefli á móti Stjóm og stjómarflokk, sem þeir hafa ekkert verulegt út á að setja, er til niðrunar sé. Stjóm, sem auk þess að veita fylkisbúum fjölda nytsamlegra hlunninda, hefir reist .fylkið úr rotnun siðferðisspillingar þeirrar, er það var fallið í, og hafið það upp í fremstu röð fylkjanna í Canada. Enginn af mótflokkum stjórnarinnar hef- ir neitt nýtt að bjóða, enginn þeijra gerir sér minstu von um að geta gert betur, en Norris- stjómin hefir gert, eða að minsta kosti hefir enginn þeirra getað bent á eitt einasta atriði í þá átt í gegnum alla þessa koisningahníð. ' En samt, oig þrátt fyrir þessa framistöðu Norris-stjórnarinnar, skora þessir flokkar og leiðtogar þeirra á kjosendur fylkisins, að að hafna henni, við í hönd farandi kosningar. 1 gegnum allan Iþann hávaða, og í gegnum alt það bosningaryk, getur maður treyst kjós- endunum til þess að meta heill og velferð fylkisins, fram yfir ofurkapp þeirra manna, f sem mest bugsa um völd og virðingar. Stærsti mótstöðu-flokkurinn, bændaflokk- urinn, leggur hvað mest kapp á að ná völdum. Svo mikið, að hann hefir tekið inn í sig, og boðið velkomna menn, sem með engu móti geta talist þeim flokki til — menn, sem eru fráhverfir bændastefnunni, og meira að segja ganga beint á móti henni, svo eem R. W' Craig. J. T. Murray, K.C., Newöomb, Peter McCallum í Winnipeg, sem allir eru alþektir afturhalds- menn og hafa neitað, að fylgja vínibanns- stefnu bændanna. Talbot og Prefontain eru alþektir afturhalds-seggir, ibáðir hafa einnig smeygt sér inn til bændanna. Scgjum svo, að afturhalds-flokkurinn hefði fjölmennasta. flokkinn á þingi, hvar haldið þið þá, að þessir menn mundu halla sér að? Enn fremur mætti benda á, að P. A. Tal- bot, Prefontain, Yakimichak, Hryhorczuk, , Bachvniskis og Maron, eru allir persónulega á móti aljþýðuskóla fyrirkomulagi fylkisins. í íhópi bænda þingmanna- efnanna, eru að minsta kosti tólf, sem hvorki geta talist í tölu bænda, né heldbr eiga nokkuð sameiginlegt með þeim. Menn sem aðeirts halda að þeir geti flotið inn í emibætti með hreifing þeirri, sem bændur 'hafa vakið. öllpm hugsandi mönnum, keuiur saman um, að það sé lífsspursmál að fá ábyggilega 1 stjórn, til þess að standa fyrir málum fylkis- ins. Tlettur nú nokkrum manni í hug, að þó að bændafliokkurinn yrði fjölmennastur ú næsta þingi, að úr því liði, sem er sVo tilfinnanlega ■sundurþykt sjálfum sér, yrði hægt að mynda ábyggilega stjórn? Blaðið Free Press, sem fer oft nærri um hvernig stjórnmálin standa, hefir kveðið upp úr með það, að engin von sé til, að bændumir nái meiri hluta þingsæta í fylkinuy enda vissu þeir það áður, sem best “þektu til stjómmál- anna, og allir vita, að það er frjálslyndi flokk- urinn, undir stjóm Norrisar, sem sjálfsagður er að verða mannflestur hinna flokkanna, ef hann nær ekki yfirburðum yfir þá alla. — Það er því ekki aðeins hyggilegt, fyrir alla þá, sem reynda og ábyggilega stjóm vilja hafa og bera / hag fylkisins fyrst fyrir brjósti, að greiða at- kvæði með þingmannaefnum frjálslynda flokks- ins, heldur blátt áfram sjálfsögð skylda. --------o-------- Náttúruauður fylkisins. í fimtíu ár hefir Manitoba fylki verið að berjast við að fá yfirráð yfir náttúruauði sín- um. Hver stjórnin á fætur annari hefir reynt það, en ekki tekist. Hver sendinefndin á fætur annari, hefir verið send til Ottawa, en árangurslaust; þeir sátu fastir við sinn keip þar eystra og skelltu skolleyrum við öllum kröfum fylkisins í þessu efni. Þegar Norrisstjórnin kom til valda, lofaði hún að fylgja því máli fram eftir mætti, og það hefir hún gert svikalaust, eins og alt ann- að, sem hún lofaðþ Eftir að málið hafði verið undirbúið og, MacKeneie King, var kominn til valda, fóru þeir stjómarformaður Norris og fyrverandi dómsmálaráðherra Thlos. H. Johnson, austur til Ottawa, og innan viku vom samningar komnir á í öllum gmndvallar atriðum í þessu erfiða máli. Nú er eftir að fullgjöra þá samninga. — Hver finst yður að sé líklegasti maðurinn til þess að gjöra það? Þið segið máske, að það ætti nú að standa á sama hver það gerði, en við mennimir emm nú einu sinni i.svo gerðir, að þegar um ágreiningsmál er að ræða, þá tekst oss betur að jafna þau við þá, sem oss eru andlega skvldir heldur en þá, sem fjami oss em hugsanalega og óvinveittir. Norris er því líklegasti maðurinn í öllu fylkinu til þess að leiða það mál farsællega til lykta,"og þó það væri ekki neins annars vegna, þá ættu fylkisbúar að istyrkja höndui; hans, og framtíðarvelferð 'þeesa fylkis, með því að senda Norris og fylgjendur hans með yfirgnæfandi meiri hluta á næsta fvlkisþing. --------o-------- Luigi Facta. Núverandi stjórnarformaður ítölsku þjóðarinnar, Luigi FaCta, er af mörgum talinn að vera einn þeirra allra eihkennilegustu, stjómmálamanna, er um þessar mundir fara með völd í Norðurálfunni. Hann er yfirlæt- islausari og lifir einfaldara lífi, en aðrir menn í slíkri stöðu og ýmsir kalla hann “hinj» hvísl- andi ráðgjafa”, sökum þess, hve tamt honum er að tala í hálfum hljóðum. Það stendur þó öldungis á sama í ‘hvaða stórhýsi að Facta talar, hvfsl hans á langtum greiðari aðgang inn að hjarta áheyrendanna, en hróp og hár'eysti þeirra þjóðmálaskúma, er aðeins hafa fram að bera: “Orð, orð, innantóm.” Það var í raun og vera Giolitti, sem upp- götvaði Facta og fann að í þessum feimna og óframfærna manni, lá falinn eldur, er ekki þurfti nema lítið að róta við, til þess að hann blossaði upp. Andstæðingar Faota stjóraar- formanns, hafa haldið því fram, að þfegar alt kæmi til alls, væri hann ekki annað en auð- sveipur vikadrengur fyrir Giolitti. En þeir, sem hnútunum eru kunnugastir vita, að slíkt er hin mesta fjarstæða. Maðurinn, þótt hæg- fara sýnist, er sjálfstæðari og fastari fyrir en ®vo, að hann láti leiðast af nokkmm samistarfs- manna ,sinna, nema því aðeins, að skoðanim- ar falli í öllum meginatriðum saman, og þá er það í rauninni ekki hann, sem leiddur er, heldur hefir hann með lempni sinni og hógværð, fengið aðra, jafnvel óafvitandi til fylgdar við sig. Facta istendur rétt á sextugu. Hann er mjög tekin að grána á hár. Þó er andlitið unglegt og skerpa augnanna ekki minstu vitund farin að láta sig. Hinn nýji istjórnarformaður ítölsku þjóðarinnar, er lögfræðingur og það meira en að nafninu til. Hann er meira að segja talinn einn sá allra snjallasti málaflutn- ingsmaður, sem þjóðin á til í eigu sinni. Hann er rökfastur og skarpskygn og Ihfeldur ávalt jafnvæginu. Það er ekki á hvers manns færi, að reita Facta til reiði, — er í rauninni ógjöm- ingur. Hugurinn er ávalt bundinn við mál- efnið sjálft. Alt annað lætur hann eins og vind um eym þjóta. Viðmótsþýðleikinn ger- ir það að verkum, að Facta getur nær sem vera vill, unnið í ótruífluðu samræmi, við jafnvel sína allra bitrustu mótstöðumenn á sviði stjómmálanna. Hann slær vopnin úr hönd- um þeirra, með sinni hógværaí röksemda- færslu og “hvíslinu”, sem hann er svíffrægur fyrir. Dagblöðin ítölsku fullyrða, ,að sambandi þeirra 'Facta og Giolitti, sé svipað háttað og á sér stað milli kennara og lærisveins, þar sem alt er eins og það á að vera. Facta hef- ir tekið Giolitti sér til fyrirmyndar, án þess þó að láta isér nokkru sinni koma til hugar að stæla hann. Giolifcti skoðar hinn nýja stjóm- arformannJ ,sem réttan og sléttan jafningja. En Facta er á hinn bóginn sannfærður um, að GiWitti standi sér að öllu leyti framar, og fer Iheldur ekki í neina launkofa með þá skoðun sína. Giolitti er strangur reglumaður á öll- um sviðum; hann hvorki reykir né neytir á- fengis, Ifeggur sér sjaldan kjöt til munns og gengur undantekningarlaust snemma til hvílu. Flestum þeim háttum fvrirrennara sínis, hefir Facta dyggilega fylgt, að því einu undanteknu, að hann hefir aldrei gengið í algert kjöt- blndindi. Hanu er göngugarpur hinn mesti og brattsækjnn vel. Hafa þeir Giolitti upplifað margt þgleymanlegt æfintýri á gönguför sam- an og hvílt lúin bein í hljóðum Alpa-lundum. Facta stjórnarformaður er mikilmenni. TJm það eru samþjóðarmenn hans eigi aðeins að mestu leyti sammála, heldur hfefir hann hlotið slíka viðurkenningu víðsvegar út um heim. Sjálfur segist hann vera réttur o£ sléttur meðalmaður og hreint ekki meira. Það er sagt, að sumir menn beri bros á vör æfina á enda. Facta stjórnarformaður er ekki einn af þeim. Hann brosir með augun- um, dökku og djúpu augunum, vitnunum ó- tvíræðu um sálarhitann og mannúðina, er innifyrir býr. “Hvaða eiginleikar eru það í fari Facta, er gera hann flestum mönnum fremur sann- færandi”, spurði Nitti einhverju sinni. “Eg hefi brotið heilann yfir því”, svaraði Orlando, “en eg held það sé hógværðin, þessi óviðjafn- anlega hógværð, sem fylgir honum eins og skugginn,. hvert sem hann fer. E.P.J. Kosningarnar í St. George. (NiSurlag.) Fylgismenn séra Alberts virð- ast láta sér mjög ant um að þing- mannsefnin séu borin saman; og “Indepentent—Liiberal-ConservaK tive- Farmer- Progressive” blaðið Heimskringla segir að kjósendur muni krefjast þess að þeir séu bornir saman. Eg byrjaði þann saman/burð í fyrriparti þessarar greinar og skal nú halda honum áfram. 'Meðan ,SkJúli Sigfússon sat á þingi (eitt kjörtímabil) útvegaði hann $157.279,00 til vegagerða í kjördæminu og sá svo um að verk- ið væri unnið undir umsjón sveit- anna sjálfra alstaðar þar sem því varð viðkomið. Eins og áður er tekið fram er það einróma álit allra, vina jafnt sem óvina, að að Vhann hafi fjallað um alt þetta fé með stakri ráðvendni. Hann útvegaði fé til þess að sjá um að lagðar væru 250 milur af talþráðum í kjördæminu og munu flestir kjósendur gera sér grein fyrir þeim þægindum sem það veitir. Hann barðist fyrir og fékk því framgengt að vegastæði var keypt fyrlr þjóðveg meðfram C. N. R. brautinni frá Deer Horn til Fair- ford árinnar, þar sem lagður verð- ur 100 mílna langur þjóðvegur. Hann lét mæla Fairford ána ná- kvæmlega og eru prentaðir upp- drættir af þeim mælingum geymd- í Ottawa og Winnipeg; var þetta gert til undirbúnings undir það að dýpka Fairfórd ána og þannig að lækka Manitobavatnið. pegar þeir verða báðir komnir undir græna torfu Skúli og Albert, þá verða þessi verk og árangur þeirra talandi vitni um það hvort St. George hafi ekki átt trúan og framkvæmdasaman þingmann 19- 15—1920.------ Frá því er skýrt í Voröld að Skúli hafi ekki fylgt öllum þeim almennu máluim sem eg fyrir mitt leyti óskaði að hann hefði fylgt. pá skoðun hefin eg enn, samt raskar það engan veginn þeim sannleika að hann var trúr og nýtur þingmaður kjördæmi sínu. Eg hefi að ejns talið sumt af störf- um hans fyrir kjördæmið, að ó- gleymdu því hve fús hann var til leiðbeininga, ferðalaga og lið- veizlu, hvort heldur var í þarfir héraðsins eða einstakra manna. Auk þeirra mála sem kjördæmið snerta einvörðungu, fylgdi hann og greiddi atkvæði með mörgum þeim malum er almenning varða og mikils eru verð; skal nokkurra þeirra minst síðar. En sá sem annað eins hefir gjört fyrir kjör- dæmi sitt, má sannarlega teljast nýtur þingmaður, þótt hann hafi hvorki flutt langar ræður eða margar. Til samanburðar er fróðlegt að vita hvað séra Albert hefir gert það hálfa tímabil sem hann sat á •þingi. Eftir því sem eg bezt veit er það alls ykki neitt. Hann hefir oft talað og talað vel, en orð hans urðu hvorki að vegum til greiðari ferðalaga, né bitum til saðnings ekkjum og munaðarleys- ingjum, ekki heldur að talþráðum kjördæminu til nota eða bændum bútoætir að nokkru leyti. pað er satt að lítt mögulegt var að koma fram málum meðan hann sat á þingi, og hefir hann þar sann- gjarnar málsbætur. En hverju reyndi hann að koma á framfæri? Hvaða frumvörp eða tiillögur bar hann fram? Hvaða málum barð- ist hann fyrir kjördæminu í hag? Viðleitnina hefði þó mátt virða hefði um eitthvað þvílíkt verið að ræða. Hafi hann flutt nokkur mikilsvarðandi mál fyrir kjör- dæmið og fylgt því fram til sreitu þá verð eg að játa það að eg hefi gleymt því. Ef til vill muna einhverjir aðrir betur — sé þar eitthvað að muna. Aðalat- riðið er ekki hverju hann gat kom- ið fram heldur hitt hvað hann reyndi að gera; hverju hann barð- ist fyrir í þágu kjördæmisins. Eftir því hlýtur hann að dæmast og hver annar þingmaður sem með sanngirni er dæmdur. Séra Albert hefir lesið upp á fundum sínum ummæli mín í Vor- öld um Skúla Sigfússon 1920. Hann er frjáls að því. Eg hefi þegar skýrt þar afstöðu mlna og læt það nægja, það er sannleikur enn eins og það var þá að eg hefði viljað sjá Skúla ljá fylgi sitt sumum málum sem hann -lét af- skiftalaus; en það raskar því ekki sem hér hefir verið sagt. pá hafði eg meiri trú á séra Albert, þá var hann órejmdur — nú þekki eg hann betur. Séra Albert flaggar með þau ummæli mín í Voröld að eg telji klafatímabilið um garð gengið. Eg hefi sömu skoðun enn; munur- inn er nú einungis sá að þá hélt eg að séra Albert mundi engan klafa þola; nú hefi eg sannreynt það að hann unir vel klafanum, bara að það sé Crerar-Bancroft- Ashdown klafi,. “Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi." Á fundi á Gimli mælti séra Al- bert þessi stóru og velsögðu orð árið 1917: “Margt getur komið fyrir í pólitík og öðrum málum en eitt getur aldrei komið fyrir; það er að eg eða nokkur annar frjálshugsandi maður beri nokkru sinni traust eða tiltrú til nokkurs manns, sem á svo mikið þrællyndi í sálu sinni að hann ljær her- skyldumálinu fylgi og atkvæði. — Atkvæði manns er helgur dómur Og að kasta því herskyldumegin er sama sem að hrækja framan í ásjónu frelsisgyðjunnar.” Mér þótti þetta svo vel sagt að eg skrifaði það á blað höfundinum til hróss. En svo batt þessi sami maður kiafa um háls sér 1921, svo ræki- lega og óleysanlega að hann þótt- ist bera traust og tiltrú til þess manns, sem átti svo mikið þræl- lyndi í sálu sinni að hann léði her- skyldunni fylgi sitt og atkvæði og, Electro Gasoline “Besl by Every lesl” pcssi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og fyrirbyggir ólag á mótornum. Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö Service Stations: Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions og Crank Case No. 1. Corner Portage og Maryland. N. 2. Main Street, gegnt Union Depot. No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange. No. 4. Portage Ave. og Kennedy St. No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel. No.6. Osbome og Stradbrooke St. No. 7. Main Street North og Stella Ave. Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages: Willys-Overland, Cor. Portage og Marylana. Cadillac Motor Sales, 310 Carlton. Imperial Garage, Opp. Amphitheatre. Biðjið kaupmann yðar um: Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greases. Prairie Gity Oil Go., Ltd. Phone A 6341 601-6 Somerset Building

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.