Lögberg - 27.07.1922, Side 3
LÖGBK&G, PIMTUDAGINN 27. JÚLl 1922.
1
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglioga
til Professional Cards
VIRGILÍUS.
Saga frá fyrstu tíð kristninnar í Róm.
“pú þarft ekki að vera hræddur um, að þeim
verði nokkuð að grandi hjá mér,” hélt Virgilíus
áfram. “Eg skal gæta þeirra vandlega og geyma
þau í öryggisskáp, sem enginn veit af nema eg, og
eru dyr hans faldar þar sem skógurinn er þéttast-
ur þarna í garðinum, og fær enginn um þær að vita
aðrir en þeir, sem hafa látið skírast.”
“pað getur orðið þér griðastaður, þegar dag-
ur ofsóknanna -skellur yfir,” sagði Azaras um leið
og hann afhenti Virgilíusi bókfellið. “pjónninn er
ekki yfir herra sínum, né heldur lærisveinninn
herra sínum meiri þeir, sem feta í fótspor hans,
sem bar krossinn þeirra, verða að vera við því bún-
ir, að skuggar mótlætisins falli yfir þá.”
“Sé herrann þá vort ljós og vor sáluhjálpar
von,” mælti Rómverjinn um leið og hann sveipaði
að sér kápu sinni.
NfUNDI KAPITULI.
Flóttinn.
“Ó, aldrei hefir grimd mannanna verið svona
átakanleg,” stundi Hebe upp með þungum ekka
þar sem hún staulaðist áfram í steypiregni, hold-
vot, og skrugguljósin glömpuðu alt í kring um
hana, eftir götunni sleipu og bröttu upp Arnon-
hlíðamar.
“Vertu hughraust, góða barn,” sagði faðir
hennar. Hann hafði skýlt henni fyrir regninu
með kápu sinni eins vel og hann gat og stutt
hana upp brekkuna; nú tók hann hana í faðm sér
og bar hana eins og fjárhirðar stundum bera
lömbin er uppgefast, eða eins og móðir, er tekur
elskað barnið sitt sér í fang.
“pessar ægilegu skruggur,” mælti hún, “hve
óttalegar eru þær ekki yfir höfðum okkar!”
“Hugsaðu um þær, barnið mitt, sem rödd
hins almáttuga, tilkynning í heyranda hljóði frá
honum um það, hve máttugur hann er til verndar
öllum þeim, sem honurn treysta.”
“Ó, en þessi!” stundi Hebe upp, þegar ein
skruggan brast yfir höfði þeirra og eldingin, er
er af henni leyftraði, lýsti upp hina hrikalegu
náttúru umhverfis þau.
“Kallaðu það ljós frá guði, barnið mitt, til
þess iað lýsa okkur leið. Slóðin, er við förum, væri
stór-hættuleg, ef skrugguljósin lýstu hana ekki”
“Að vera slitin frá öllu—öllu,” stundi hin
angurværa stúlka upp með grátekka og hrolli,
sem stafaði bæði frá kulda og hræðslu. “Og
hvert getum við svo flúið? hvar skyldum við
finna skjól? Við deyjum líklega úr hungri úti á
eyðimörkinni.”
“Við höfum eins dags matarforða með okk-
ur,” svaraði Virgilíus, “og hann, sem fæðir fugla
loftsins, sleppir ekki hendi sinni af okkur, dóttir
mín. Við förum bráðum yfir ána Jórdan og svo
eftir vegi þeim, sem guðs sonur gekk og helgaði
með fótsporum sínum, unz við komum til Jerú-
salem. par á eg áhrifamikla menn fyrir vini,
sem máske hjálpa okkur til þess að fá keisarann
til að láta skila aftur eignum mínum. En ef það
tekst ekki, þá á eg annað «fólk að—bræðurna
kristnu, sem munu taka á móti okkur feginsam-
lega og opna hús sín fyrir okkur, og þar, getum
við ásamt þeim beðið um vernd og hjálp hans,
sem máttugri er en keisarinn í Róm.”
Virgilíus var nú með miklum erfiðleikum
kominn upp á hjalla, sem var í miðjum brattan-
um. par stanzaði hann ofurlítið til þess að hvíla
sig og hyggja að hinum pílagrímunum, er hann
sá við skrugguljósin, sem nú voru svo að segja
óslitin, vera að berjast áfram upp hæðina. Vir-
gilía var rétt í hjallabrúninni hjá föður sínum.
Hún var holdvot, leirug fötin lágu fast að líkam-
anum og voru rifin, þar sem hún hafði fest þau
á smávíði, er óx meðfram götuslóðanum; regnið,
sem þrýst hafði sér gegn um höfuðskýlu hennar,
lak í stórum dropum niður af dökkbrúnu hár-
lokkunum, er stóðu niður undan skýlunni og nið-
ur á bakið. Hú var föl í framan, en róleg eins og
sá, sem hefir ásett sér að taka öllu mótlæti með
jafnaðargeði, en það var ótti í rödd hennar, þegar
hún mælti:
“Mahala er að deyja, faðir minn. Hún
kemst aldrei upp á hæðina. Ef það hefði ekki
verið fyrir aðstoð frá Seyd, þá hefðum við aldrei
komist svona langt. pað væri grimd, að láta
hana berjast Iengra áfram.”
“Ekki getur hún hafst við hérna, þar sem
ekkert afdrep er fyrir veðrinu,” mælti Virgilíus.
“Eg hefi heyrt,” svaraði Virgilía, “að 'hér í
hæðinni, örskamt til vinstri handar, séu bellar,
þar sem við gætum þó að minsta kosti notið
skjóls fyrir óveðrinu.”
“Ó, nei,” stundi Hebe upp, og var hrylling-
ur í rómi hennar. “pað er heimili hins vonda;
árarnir ofsækja okkur þar! Látum okkur halda
áfram og flýta okkur upp hæðimar. par getum við
við þó átt von á að njóta hvíldar í húsum
mennskra manna.”
“Mahala dæi á leiðinni,” svaraði Virgilía.
“Við skulum leita til hellranna,” sagði fað-
ir þeirra í svo ákveðnum rómi, að ekki tjáði að
mæla á móti. Og með Hebe í fanginu beygði
Virgilíus út af götuslóðanum, ,sem þau höfðu
farið eftir, og inn á annan, sem var enn hættu-
legri, af því að umferð eftir honum var minni
og hann því ógleggri.
Virgilía fylgdi föður sínum eftir óstudd,
þó hún væri þvínær örmagna af þreytu, til þess
að Seyd gæti gefið sig allan við að hjálpa Ma-
hala. Hin göfuga rómverska kona, sem áður
hefði álitið það goðgá fyrir sig, að flytja hinn
minsta hlut úr stað með eigin höndum, bar nú
sjálf það lítið, sem hún hafði með sér til fata, í
ofurlitlum bögli, er hún hélt á í annari hendi.
pað var ekki hættuaust fyrir hana að leggja
stuðningslaust út á þessa braut, sem að eins var
slóði, er lá utan í berginu. Hún þorði ekki að
líta niður fyrir sig, ofan í gínandi gjána, þar
Sem áin kolmórauð valt áfram, því hún var
hrædd um að sig mundi sundla, og við eitt mis-
stig hrapa ofan í urðina, sem fyrir neðan var.
En flóttafólkið, holdvott og dauðþreytt, komst
iheilu og höldnu að einum hellismunnanum.
Hellismunninn var bæði lágur og þröngur,
og hafði vafningsviður vaxið svo fyrir opið, að
það var varla sýnilegt öðrum en þeim, sem um
það vissu. pað var ekki óáþekt grafarmunna.
Einkennilegri, gulrauðri bi.rtu brá fyrir, þegar
inn var litið og eitthvert hljóð, ekki ólíkt stun-
um sjúkra, steig þar upp úr iðrum jarðarinnar.
Hebe varð enn óttaslegnari. Hún hélt sér
fast við föður sinn og bað hann innilega um að
fara ekki inn í þennan draugahelli.
Á meðan að Virgilíus var að reyna að tala
um fyrir Hebe, lagði Virgilía af sér byrði sína,
beygði sig niður við hellismunnann, flutti bæn
sína í hljóði og fór svo inn í hellirinn.
pegar inn kom, víkkaði hellirinn og sá hún,
að hann hafði verið högginn í bergið. Sá hluti
hans, sem hún var nú komin inn í, var ekki hár,
en allvíður um sig. Eldur hafði verið kveiktur
þarna inni, en hann var nú nærri útbrunninn,
en þó voru nógar glæður eftir til þess að bjarm-
inn frá þeim lýstu dálítið upp gólf og veggi. Á
gólfinu lá gamall maður í fleti, eða bæli, sem
viðarlauf voru í í stað rúmfata. Maður sá var
auðsjáanlega nær dauða; hann var gráfölur í
andliti, hárið hvitt og illa hirt var eins og þófi;
munnurinn var aftur, en gráum og flóttalegum
augum, sem nú voru orðin blóðstokkinn, rendi
hann til og frá um hellinn og með höndum, sem
voru holdskarpar og óhreinar, var hann að fálma
til og frá eins og hann væri að leita eftir ein-
hverju til að grípa í svo hann gæti losast við að
steypast ofan í eilífðarhafið, er var að því komið
að svelgja hann.
“Farðu!“ hrópaði hann æðislega, þegar
hann kom auga á Virgilíu. “Farðu, farðu! Eg
er ekki tilbúinn—kallið er ekki enn þá komið.”
Virgilía flýtti sér út úr hellinum aftur og
til félaga sinna. “pað er enginn inni, nema
gamall maður, sem er aðfram kominn dauða”
sagði hún. “Flýtið ykkar inn úr óveðrinu.”
pau voru öll fegin að komast úr rokinu og
rigningunni inn í hellinn, þar sem eldglæðumar
iljuðu enn upp. Seyd lagði Mahala niður á
hrúgu af þurrum viðarlaufum og fór svo að lit-
ast um. Hann sá dálítinn viðarhlaða rétt fyrir
innan dyr , hellisins, og ekki leið á löngu þangað
til eldurinn var farinn að skíðloga. Hebe dró
sig að bálinu til að oma sér, þurka föt sín og hár,
sem alt var orðið vott, og enn hélt hún áfram að
mögla út af örlögunum, sem sviftu hana auði og
alisnægtum, heimili og heimilisánægju, og hrak-
ið höfðu hana út í óveður og nú síðast til þess
að leita hælis á þessum ógeðslega eyðistað.
Virgilía hughreysti föður sinn, brosti glað-
lega framan í systur sína og kraup niður við
hlið Mahala til þess að verma hendur hennar og
gefa henni læknislyf, sem þau höfðu haft með
sér. Hún hugsaði að eins um vellíðan annara,
en hlífði sjálfri sér ekkert. Hvernig stóð á mis-
mun þessara tveggja systra, sem báðar voru
fæddar af sömu foreldrum og skírðar til sömu
trúar ?
önnur hafði meðtekið trúna að eins að
nafninu til, hin sem ráðandi afl lífsins; Önnur
hafði játað Jesúm Krist með vöruum, hin hafði
gjört hann að konungi hjarta síns.
Gamli hellisbúinn veitti athöfnum kristna
fólksins eftirtekt með flóttalegu augnaráði.
Einstöku, ósamanhangandi setningar brutust
fram af vömm hans, nokkurs konar óráðshjal,
sem bar þó vott um ásakandi samvizku. Ótta-
leg hryðjuverk virtust standa honum fyrir sjón-
um, — hin voðalegu leyndarmál, sem svo lengi
höfðu verið lokuð inni í hjarta hans, brutust út,
ein® og fangar úr fangelsum, þegar dyr þeirra
hafa verið opnaðar.
Hvað er eins óttalegt og dánarbeður synd-
ugs manns, þegar hvorki er að finna von né frið,
þegar samvizkubitið nístir hjartað eins og högg-
ormstönn, og dimman legst yfir sálina frá öllum
hliðum ?
Virgilíus virti þennan deyjandi vesaling
fyrir sér, þar sem hann lá og engin mannleg
aðstoð megnaði að hjálpa. Og hann var að bera
saman í huga sér hið aumkunarverða ástand
mannsins við hina friðsælu hógværð, sem hvíldi
yfir Mahala, er varla vissi hvað fram fór í kring
um haná og sem hlið himinsins virtust blasa við
umvafin ljóma hinnar éilífu sólar, hlustandi á
gleðisöng englanna. Hánn i vaknaði upp frá
þessum hugsunum sínum við það, að Seyd, sem
hafði verið að kanna hellinn, hrópaði upp yfir
sig segjandi:
“Sjáið hvað guð hefir gefið! peir seku
safna auði til lífsframfærslu þeim réttlátu. pað
er hönd hins alvalda, sem hefir bent okkur hing-
að. Sjáið auðlegðina, sem þjófur þessi hefir
dregið saman: gullstáss, armbönd, dýrindis
hringar, verðmæt belti og peningar—stolinn
fjársjóður, sem þjófurinn hefir nú mist.”
Virgilía gekk þangað sem Seyd kraup yfir
fjársjóðnum. pegar hún kom til hans og leit á
auðæfin, þá fölnaði hún og stóð í sömu sporum
IffflHIIIII
IIUlHIIIIHHI!KimilHDI.HimilllKinHIIIIHIIIIK
eins og dáleidd. Hún þekti þessa hringa, sem
hún sjálf hafði borið á hönd sér áður, og arm-
böndin, sem hún hafði handleikið og spent um
arma sér, og beltin, sem maðurinn hennar elsku-
legi hafði gyrt sig með. Angistarstuna brauzt
fram af vörum hennar, svo sneri hún sér við,
rétti út hendurnar í áttina til hins ófarsæla,
deyjandi manns og sagði með þungum ekka:
“parna liggur morðingi mannsins míns!”
“Eg er að deyja — eg er að deyja!” stundi
gamli ræninginn, “og þessi nábleika mannsmynd
er mér alt af fyrir augum. Bein mín eru upp-
þornuð, tungan brennur í munni mér,—vatn—
vatn, eg er í logandi eldi!”
“Og látið þið óþokkann drepast,” greip
Seyd fram í. “Ef að það væri ekki góðverk að
stytta stundir hans, þá skyldi eg hefna fjrrir
morð hins saklausa.”
Hinn deyjandi maður skildi ekki hótanir
Arabans. pað hafði nú ekki lengur nein áhrif
á hann, hvort menn töluðu illa um hann eða vel,
því tilfinningin var að dofna—lífið að þverra.
Síðustu þrautirnar skáru hann eins og sam-
vizkubit slær sál þess, sem lengi hefir í glötun
legið. Aftur hrópaði hann þó í veikari rómi:
“Vatn! Vatn! Eg brenn af þorsta.”
Virgilía stóð enn í sömu sporum og nötr-
aði af geðshæringu. í hjarta hennar stríddist á
hatur, hefndarhugur og sorg. Hún var óráðin
í, hvað gera skyldi, þar til hin náðarríku orð
komu eins og ósjálfrátt fram í huga henni:
“Fyrirgefðu, eins og þér hefir verið fyrirgefið.”
Hún gekk þangað sem Mahala lá, tók upp ílát,
er hún hafði fært henni svaladrykk í, fylti það
og gekk hvatlega þangað sem ræninginn lá.
Hún kraup niður við hlið hans og leit framan í
hann, en hún sá undir eins, að hann þurfti engr-
ar mannlegrar hjálpar við framar. Morðinginn
hafði verið kallaður fram fyrir guð sinn.
DAUÐA ÚRIÐ,
sSnemma á átjándu öldinni, þegar vasaúr
voru ekki eins almenn og þau eru orðin nú, var
skoskur hermaður nokkur ásamt félögum sín-
um að skifta herfangi eftir unninn sigur og
fékk skotinn þá í sinn hlut ásamt fleiru vasa-
úr eitt bæði mikið og fallegt. Þegar hermað-
urinn tók við úrinu gekk það. og honum þótti
það hin mesta gersemi. En þegar stundir
liðu hætti úrið að ganga, en maðurinn vissi ekki
hvernig átti að vinda það upp, af því að hann
haifði aldrei séð úr áður og hann furðaði sig
stórum iá, hvers vegna að það hefði stansað
alt í einu. En úr því svona var nú komið alt
í einu, ásetti hann sr að gjöra sér sem mest
úr því, svo hann fór með það til félaga síns og
bauð að skifta við hann á úrinu og hlut, sem
var miklu minna virði. Þessi félagi hans
gjörði skiftin, en furðaði sig mjög á, hvers
vegna að kunningja sínum hefði verið svo ant
um að losna við úrið og spurði hann að því. _
‘ ‘ Þú spyr mig því eg hafi viljað losna við
úrið”, sagði hermaðurinn hróðugur. “Það var
af því, skal eg segja þér, að það dó í gær.”
Nýi eigandinn dró upp úrið og hélt það þá
áfram að ganga.
LÓAN.
Komin ertu um saltan sjá,
aS syngja vor í hjörtu;
fella klakafaldinn há,
fjöllin sólarbjörtu.
pú hefir nú um langa leið,
leitað vorra dala;
til endurgjalds þér ársól heið
yljar gróinn ibala.
Enn þú miðlar ísa-bygð
ástar ljóði þínu;
þú hefir með tröllatrygð
tekið landi mínu.
Er þú syngur hæg og hlý,
heitt til landsins sona,
döpur lundin laugast í
Ijósi nýrra vona.
Kr. H. Breiðdal.
—Heimilisblaðið.
BARNALJÓÐ
Náðar er eg í akri
uppvaxið himinblóm,
syng eg því mína sálma
sætlega glöðum róm.
Veit eg það vel að þyrnar
vilja mig kefja’ og hrjá —
vörðurinn trúi ver mig,
vexti þeir engum ná.
Víst er eg breyskur vinur,
vöknar því oft um brá,
huggunarorði’ í eyra
engill mér hvíslar þá.
Eins og ií móðurörmum
angur og.kvíði dvín,
náðarsól guðs að nýju
næsta blíð við mér skiín.
Víst er eg breyskur vinur,
veiztu það Jesú kær,
veit eg þó víst, að ekkert
við þig mig skilið fær B. J.
—Heimilisblaðið.
DR.B J.BRANDSON
701 Llndsay BnUtHni;
Phone A 70ÍT
Offlce tlmar: S—3
Hetmill: 776 Vlotor St.
»hone: A 7122
Wtnnipeg, Man.
Dr. 0. BJORNSON
701 IJndsay Building
Offioe Phone: 7067
Offfice tlmar: 2—3
Heimlll: 764 Vtctor St.
Telephone: A 7686
Winnlpeg, Man.
DR. B. H. OLSON
701 Lindsay Bldg. .
Office: A 7067.
Viðtatatími: 11—12 og 6.80
10 Thelma Apts., Ilome Street.
| Phone: Sheb. 6811.
WINNIPBJQ, MAN.
Dr- J. Stefánsson
600 Sterling Bank
Stundar augna, eyrna, nef og
kverkasjúkdóma. Er að hltta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Tals. A3521. Heimili 627 Mc-
Millan Ave. Tals. F 2691
Dr. M.B. Halldorson
401 Hoyd Buildlng
Cor. Portage Ave. og Bdmonton
Stundar aérstakldga berkl&eýkl
og aSra lungnagjðkdðma. Br
flnna 4 akrlfatofunni kl. 11—
II f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif-
stofu tals. A 3521. Heimlll 46
Alloway Ave. T&lslmi: Sher-
brook 3153
Dr. Kr. J. Austmann
M.A. MÐ. LMCC
Wynyard, Sask.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérataklega kvenna og
barna sjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—12 f. h.
3 til 5 e. h.
Talsími A 4927
Heimili 806 Victwr Str.
Sími A 8180.
Thos. H. Johnson
og
Hjalmar A. Bergman
hlaute I»gfr»e8ing»>r
Skrifetofa Room 111 MaArthur
Bullding, Poiéage Ave.
P. O. Box 1066
Phonee: A6843 og 634*
W. 3. ONDAIi A OO.
W. J. Lindal. J. H. Llndal
B. 9teta.nsson.
Ix>gfræ8tagnr
1207 Union Trust Bldg. Wtanlgeg
yjt er einnig atS finna 4 e/tlrtrirt-
andi ttmum og stöBum:
Lundar — 4 hverjum mlOvlkaíe^
Riverton—Fyrsta og t>rl«Ja
trlBjud&g hvers mAn&B&r
Oii vli—Fyrsta og >riBJa mi*-
yikudag hvers mknatar
asw
Arni Anderson,
iiL l&gmatar
í félagi við E. P. Gariaæá
Skrifktofa: 801 Bleotrlc Ball-
way Chambere.
Telephone A 8197
i ii rmmii • < ■■■«■—
ARNI G. EGGERTSSON, T .1 '.M.
Islenzkur lögfrætHngur.
Hefir rétt til að flytja mél b«<M
í Manitoba og Sacjkatchewan.
Skrifatofa: Wynyaro, Saak.
Phone: Garry 2616
JenkinsShoeCo.
639 Notre Dame
Avenue
Vér leggjum rtrataka Aheralu 4 al
nljt meUtVl eítir forskriftum lsskna.
Hln beztu lyí, sem hægt er »1 A
sru notuB elngöngu. Jsgar 3ér koméB
me«J forskrlftlna tll vor, me*4«
vera viss um fá rétt þat sem MMT-
inn tekur tH.
OOIX7IÆV GH & CO.
Notre Dame Ave. og Btoerbrootae ■».
Phonee N 7659—7550
öiftlngalyflabréf seld
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. .g Donald Street
Talsími:. A 888»
DR. J. OLSON
Tannlæknir
602 Sterling Bank Bldg.
Talsími A 3521
Heimili: Tals. Sh. 3217
A. S. Bardal
843 Sherbrooke St.
Selur lfkkiatuv og annast um útfarir.
Allur útbúnaður «á bezti. Enafretn-
ur aelur Kann alakonar minniavarða
og legsteina.
SkrifMt. talsími N 6o03
Heimilis tal«mi N 6107
-----------------------------
r
* Vér geymuir. reiðhjél yfir v«t-
urinn og gerum þau eina og ný,
ef þess er óskað. Allar tegund-
ir af skautuan 'búnar til sam-
kvæmt pöntun. Áreiðanlegt
verk. Lipur afgreiðsla.
EMPIRE CYCLE, CO.
641Notre Dame Ava.
DR. W. E. ANDERSON
307 Kennedy Bldg. Ph. A 7614
(gagnvart T. Eaton Co.)
Sérfræðingur í augna, eyrna,
nef og kverkasjúkdómum.
Viðtalstími: 9-12 f.h. 2-6 e.h.
Heimili 137 Sherbrooke Street,
Sími Sher. 3108
Verkstofu Tals.:
A 838S
Heim. Tala.:
A <384
G. L Stephenson
PLUMBER
Allskouar ratmagtwAhöld, no «*n
■traujárn vira. aiiar tegundir af
glösnm og aflvaka ; hatterio).
VíRKSTOFA: E7E HOME STREET
Lafayette Studio
G. F. I’KNNY
lijósmyndasmiSur.
Sérfræöingur i atS taka hðpmyndiT,
Giftingamyndir og myndir af hell-
um bekkjum skðlafðlka
Phone: Sher. 4178
489 Portage Ave. Winnipeg
Giftinga 02 iix
Jarðarfara- P*°m
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST IOHN 2 RING 3
Phones:
Office: N 6225. Heim.: A7966
Halldór Sigurðsson
General Contractor
808 Great Weet Permanent
Bldg., 856 Main Bt.
J. J. Swanson & Co.
Verzla meiS fastelignir. SJá um
leigu & húsum. Annast lán og
elds&byrgB o. fl.
808 Parte Building
Phones A 6349-A 6310
JOSEPH TAVLOR
LÖGTAKSMADUR
Heimllistals.: St. John 1844
Skrifstof u-TWs.: A 6557
Tekur lögtaki bæðl húsaleiguskuldÁ
ve'Bskuldir, vixlaskuldir. AfgroiBir «1
sem a8 lögum lýtur.
Skriistofa 255 Main Straet