Lögberg - 27.07.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.07.1922, Blaðsíða 4
« LÖGBERG, FIMTTOAGINN 27. JÚLÍ 1922. IJtigberQ Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg. Man. Tnlsimor* N-6327 N-6328 Jón J. BfldfeU. Editor Ltanáokríft til blaðsino: TtyE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wnnlpeg, Utanáokrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC. Box 3172 Wlnnlpog, ^an. The “LögberK’1 le printed and publiahed by The Columbia Presa, Limtted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manttoba Sex mestu menn sögunnar. Napoleon. Þegar 'W’ells er að athuga hvar Napoleon skuli skipað á meðal stórmenna sögunnar, hendir hann til þess, er hann segir um hann í “Outline of History” (frumdráttum sögunn- ar), hinu mikla og skýra ritverki sínu, en þar stendur um þetta efni: “Vissulega stóðu honum fleiri tækifæri opin, en áður höfðu staðið nokkrum manni. Hér var staða, sem maður mátti falla í ótta fram fvrir sjálfum sér, og rannsaka hin leynd- ustu fylgsni hjarta síns, og staða sem krafðist hinnar fylstu þjónustu til handa guði og mönn- um. Hið gamla fyrirkomulag og vani, var hrunið eða hreytt; nýtt og óþekt afl ha.rði að hvers manns dyrum, leitaði að framrás og föstu formi; sem lofaði alheims lýðveldi og hvísl- aði alheims friði í eyru hins þreytta og þjakaða lýðs. Ef þessi maðurTiefði haft þróttmikla framsýni, og skapandi frumleik, hefði hann verið meðtækilegur fyrir metnað, sem var ó- eigingjarn, þá hefði hann getað unnið mann- 'kyninu það gagn, sem 'hefði skipað honum sól- armegin við sæmdarborð sögunnar. Það var ekkert sem var til fyrirstöðu, nema fagrar framtíðarhugsjónir; en það var nóg til þess að Napoleon gat aldrei komist lengra, en að hreykja sér upp á hinum mikla sjónarhól sartnleikans, eins og hani á hesthús- haug. Eins og Victor Hugo sagði á sinn ó- viðjafnanlega hátt, að guð varð þreyttur á honum ...... ! ” Asoka elsliaði friðinn. Næstur Aristotle kemur Asöka. “Hann réði ríkjum frá Afghanistan til Madras”, segir Mr. ‘Wells. “Og hann er sá eini af herkonungum heimsins, sem sagan getur um, sem lét af hernaði eftir sigurvinningar. Eft- ir það eina stríð, sem hann háði, lét hann það hoð út ganga, að hann tæki ekki þátt í fleiri orustum. en helgaði það sem eftir var af lífi sínu velferðarmálum þegna sinna. Hann var fvrstur manna til þess að tryggja þegnum sínum varanlegt vatnsból, með því að hjálpa þeim til að grafa hrunna, og einnig gjörði hann mikið til þess að hjálpa þeim til að planta tré. Hann skipaði ríkisþjóna, til þess að koma upp og standa fyrir líknarstofnunum. Hann valdi reiti, lét rækta þá og sá í þá með allskonar lyf-jurtum, og gaf út skipun um •mentun kvenna. Hann var öflugur talsmaður Buddha trúar og gjörði sitt ítrasta til þess að út- breiða hana meðal þegna sinna, sem hin á- reiðanlegasta mælikvarði lífs þeirra. Þannig vann hann að velferðarmálum fóliks síns í tuttugu og átta ár af hinni mestu einlægni og með góðum árangi. A meðal allra hinna mörgu þúsunda af konungum, keisurum, stórum og smáum, er Asoka sá eini sem lýsir skært á himni sögunnar. Það eru fleiri menn, sem nú lifa, sem geyma nafn hans í kærleiksníkum huga, en heyrt hafa Karla Magnúsar getið”. Eftir að Mr. Wells hefir minst á nafn- kunna stjórnmálamenn, svo sem Riehellieu, Tollervrand og Pitt, og fundið þá léttvæga, þá segir hann: “Mér virðist að það sé einn Englending- ur, sem eigi skilið það hefðar sæti, sem hér er um að ræða; það er Bacon, maðurinn sí-leit- andi. Að vísu skortir hann margt, sem ein- kennir sannarleg mikilmenni, en hann var afl á framfarabraut mannanna. Við vitum lítið um Roger Bacon, eða lífs- feril hans. En í gegnum hækur hans, sem eru skrifaðar með fjöri og eldlegu afli og sem stundum eru svo skorinorðar, að næst gengur ókurteysi, gengur þráin til meiri þekkingar og rannsókna. “Leita, leita”, hrópaði hann arftur og aftur, og sem fyrirboða framkvæmda þeirra, sem leit og rannsókn mundi hrinda í framkvæmd, þegar menn hefðu brotið af sér ok vanþekkingar og harðstjórnar, skrifaði hann þessi óglevmanlegu og víðfrægu orð, sem svo oft hefir verið bent á. Munið. eftir, að Baeon ritaði þetta fyrir sex hundruð árum síðan, á tímabilinu frá 1210 til 1293. “Vélar til siglinga em mögulegar, sem koma í stað ræðara, svo að hin miklu hafskip, eða minni skip á vötnum og ám, geta verið knúð áfram ineð miklu meiri hraða, heldur en þó þau væru eins vel skipuð ræðurum og föng eru á, og slík skip geta farið ferða sinna undir stjórn eins manns. Það er og unt, að búa til ( sjálfhreifi vagna, eins og sumir halda að átt I hafi sér stað með hervagna fornaldarinnar. Og það er líka á valdi manna, að framleiða flugvélar, þar sem maður situr í miðri vélinni og með einhverju fyrirkomulagi snýr hjólum, sem aftur setur í hreifingu vængi, sem lyfta vélinni á loftöldunum, og knýja hana áfram eins og vængir fugla.” Þannig benti Roger Bacon mönnum í átt- ina og kom þeim til þess að fara að hugsa nm það, sem nú er fram komið og orðið að raun- veruleika. Mannvinurmn Lincoln Sjötti maðurinn í röðinni var Bandaríkja- maður; vegna þess segir Mr. Wells : “ Að þau eru ímynd þess nýja og mikla, og lofa svo miklu til betrunar í heiminum”. Mr. Wells hafnar George Washington, en velur Abraham Lincoln. Washington, segir hann, getur ekki kallast Bandaríkjamaður í þeim skilningi, sem um er að ræða, heldur enskur herramaður. En um Lincoln segir hann: “1 honum virðist mér að fram hafi komið hinir sönnu eginleikar Bandaríkjaþjóðarinn- ar. Hann var málsvari jafnréttis manna að þvlí er til borgarlegra réttinda kom, — réttar og tækifæra afkomenda þeirra lítilmótlegustu í þjóðfélaginu, til þátttöku að jöfnu við þá, sem meira máttu sín til æðstu embœtta þjóðfélags- ins. Þjóðlegheit hans, findni, þolinmæði, bjartsýni hans á' sigur sannleikans og réttlæt- isins í öllum málum — alt þetta virðist vera ímyndun þess besta, sem vér mennirnir getum látið í té, og slíkar gjafir eru sannarlega verð- rnætar. Það er eftirtektavert og þýðingar- mikið fyrir sagnritara, hve feikimikið af þjóð- sögnum hefir þegar myndast um þann mann. Þó að ekki séu meira en fimtíu ár síðan hann var uppi, þá er minning hans orðin mönnum hjartfólgin og það ekki aðeins í hans heima- landi, heldur út um heim allan. Eg held að óhætt sé fyrir okkur að telja Abraham Lin- coln einn af þeim varanlegu mikilmennum heimsins, sem vér hér ræðum um. Samt er það ekki eingöngu fyrir það, hve mikill af- burða maður að hann var sjálfur, heldur og líka fyrir þann hugsjónaauð, sem Bandaríkja- þjóðin á yfir að ráða, og sem kom fram í lyndiseinkennum hans og verkum betur en nokkurs annars manns.” Skriflega var Mr. Wells spurður að, hvort að nokkur kona ætti sæti á meðal þessara sex mikilmenna sögunnar, og var svar hans þetta við þeirri spurningu. “(Ef hin riddaralega tilfinning manns ætti að ráða þessu svari, þá yrði það já. En ráð- vandur sagnaritari verður að svara nei.” --------o-------- Indíánar í Canada skjóta máli sínu til gjörðardómsins í llague. Samband Indíána í Canada, sem sagan nefnir “þjóðiraar sex”, hefir verið, og er í stríði við stjóm Canada, út af því, að þeir segjast vera með öllu óháðir Canadastjórn, að þeir samkvavnt sáttmála, sem þeir gerðu við Georg þriðja Breta konung, eftir þátt- töku þeirra í frelsisstríði Bandaríkjanna, á hlið Bretakonungs, séu.* í sérstöku konungs- sambandi og öllum öðrum óháðir. Flokkar 'þessir telja allir frá 7 til 10 þús- undir manna, og í sambandi þessu eru: Mo- hawks, Senecas, Suscaroras, Onondagas, Cay- ugas og Oneidas kynþættimir. Indíánar þessir fluttu til Canada eftir að þeir höfðu gjört sáttmálann við Bretakonung og hafa dvalið þar síðan, og er höfuðborg þeirra Oksweken í Ontariofylkinu, en þar ut- an hefir hver kjmþáttur sérstakan aðal að- seturs'stað. Sumir af þessum flokkum hafa spornað við siðmenning hvítra manna af öllum mætti, og halda við reglur forfeðra sinna. Má þar telja fremstan Oneidas flokkinn, hann hefir haldið Sér frá áhrifum hvítra manna af öll- um mætti, svo ákveðinn hefir flokkurinn verið í þessu, að hann hefir jafnvel ekki hleypt kristniboðum inn til isín. En heldur fast við hinn heiðna sið feðranna. Hátíðahöld þeirra eru aðallega fjögur á árinu, það eru: vor, sumar, haust og vetrarhátíð. Vetrarhátíðin erí haldin í febrúarmánuði og fer þá fram fórnfærsla, — hvítum hundi er fómað, til endurminningar um hinn mikla anda vatnanna. Osamkomulag það, sem er á milli Indíána þessara og stjómarinnar, á rót sína aðallega að rekja til stríðsins. Af einhverjum klaufaskap þeirra, sem sáu um framkvæmdir á herskyldulögunum, var reynt að herskylda suma af þessum Indíán- um, og risu Iroquois Indíánarair á móti því. Svo þegar stjórnin í Ottawa ætlaði að fara að veita þeim atkvæðisrétt, sem náttúr- lega meinti, að þeir yrðu að verða Canadiskir borgarar, þá risu þeir aftur upp til handa og fóta, og neituðu bæði atkvæðis- og borgara- réttinum. Þegar svo var komið, að þeir þóttust sjá, að ekki væri neins að vænta í þessu sambandi, frá Canadastjórn, skutu Indíánar á þjóðfundi, og á þeim fundi, sem haldinn var fyrir meir en ári síðan, kusu þeir nefnd, til þess að fara á fund Bretakonungs, og var Indíánahöfð- inginn Deskaheh foringi nefndarinnar. Þeg- ar nefndin kom til Englands, var öllum nefnd- armönnum tekið vel af konungi og embættis- mönnum Breska ríkisins, en einkum þá Deska- heh, sem var í hátíðabúningi stéttar sinnar. En enga úrlausn fékk nefndin, sem ekki var heldur að biiast við. Þeir fóru, þar fyrir handan, frá einum stórhöfðingja til annnars, unz að lokum að ut- anríkisritari Breta, Winston Churchill vísaði þeim til stjómarinnar í Ottawa til frekari * Astœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada. Annar kafli í síðasta blaði var vikið nokkuð að því, hve athygli manna og kvenna, hefði dregist meir og meir að landibúnaðinum, síðan að stríðinu lauk. Á bændabýlum er ávalt nóg um atvinnu; altaf nóg að borða og oftast nær tækifæri fyrir hendi, til að draga eitthvað saman af fjármunum. Ef til vill bjóðast hvergi slík tækifæri í þá átt og í Vestur-Canada. í hinni fyrri grein, var útliti landsins, jarðvegi og jurtagróðri lýst að nokkru yfirleitt í Vestur- Canada. En í þessari grein verð- ur leitast við að lýsa Manitoba fylki talsvert nánar. Manitoba liggur austast af sléttufylkjunum og þangað flutt- ust fyrstu nýbyggjarnir. par var það að lávarður Selkiirk stofnaði nýlendu af skozku fólki á önd- verðri nítjándu öld. þessir fyrstu landnemar vissu vel, hvað harð- rétti frumbýlingsáranna þýddi. Fátt var iþá um áhöld til akur- yrkju og samgöngur sama sem engar. pess vegna var ekki urn að ræða greiðan aðgang að mark- aði, fyrir það litla, sem framleitt þurfa ekkert að óttast í því tilliti, með að ræktaðar eru þar nú aðr- ar og þolnari kórntegundir. Ak- uryrkjuáhöldin voru lí þá daga ó- handhæg og fullnægðu engan veginn nauðsynlegum skilyrðum. Annað var þó verra, sem sé það, að bændur gátu lítillar sem engr- ar leiðbeiningar notið frá sér- fræðingum, því þá var tæpast að finna. Markaðs skilyrðin voru afaróhentug og samgöngutækin ófullkomin og ófullnægjandi. Breytingin til batnaðar, sem á öllu slíku hefir orðið í Vestur- Canada, á tæpast nokkurn sinn líka. En þrátt fyrir örðugleika frum- býlings áranna, gengu landnem- arnir samt sigrandi af hólmi. Og nú í dag sjást víða um Vestrænu slétturnar, öldungar með fjöru- tíu ára landnemastrit að baki, fagnandi yfir kigurvinningum og þakklátir skapara sínum, fyrir hlutskifti sitt. peir hafa lifað það, að sjá þykkum skógarbeltum ibreytt í fögur og arðberandi sáð- lönd. peir hafa séð menninguna ná tangarhaldi á hinni viltu eyði- mörk, og gera sér hana undir- gefna. par sem áður voru heim- kynni Buffalóanna, eru nú fagr ar borgir, og um slóðir uxapar- anna, liggja nú járnbrautir um landið þvert og en'dilangt. Skól- ar eru nú í hverri sveit, og er var af vörum. Samt sem áður þeim þannig fyrirkomið, að börn létu landnemarnir ekkert á sig fá,geta víðast gengið þangað á morgnanna og heim að kveldi. og lögðu fyrstir traustan grund- völl að bygð hvítra manna í Vest- ur-Canada. Selkirkbær, sem liggur við Rauðána, skamt frá nafn Winnipeg, ber nýlendunnar. Árið 1870 var Manitobafylki stofnað og tekið inn í fylkjasam- bandið. pá var fylkið í iraun og veru lítið annað en mjóar ræmur lands, beggja vegna Rauðár, en nú er það meira en tvisvar sinn- um stærra, eða 251,832 fermiíl- ur. í viðbót við hin lítt viðjafn- anlegu skilyrði til akuryrkju, er þar mikið af ám og stórum fiski- vötnum, svo sem Winnipeg vatn, eitt af stærstu vötnum í heimi, um 260 mílur á lengd. Mikið er og um málmtegundir í fylkinu, þótt Manitoba sé í raun og veru á miðju meginlandi Am- eríku, þá nær það þó á stóru svæði að sjó, meðfram Hudson flóanum. í viðbót við það, sem áður hef- ir sagt verið um Selkirk nýlend- una, má því viðbæta, að Manitoba sem akuryrkjuland, fór fyrst verulega að njóta sín, eftir að Canadian Pacific járnbrautar- félagið var stofnað og tengdi strönd við strönd. Við það skap- ist markaðurinn fyrir afurðir landsins. Áræðnir og þraut- segir nýbyggjar höfðu þyrpst inn i landið, áður en þar voru nokkr- ar járnbrautir, og fluttu varning og lífsnauðsynjar, langar leiðir á uxapörum. pannig urðu land- nemarnir að ferðast, stundum langar leiðir með konu og börn, meðan þeir voru að skygnast um, eftir löndum, er líklegust þóttu til heimilisfestu. peir fengu jarðirnar ókeypis hjá stjórninni, gegn því skilyrði, að þeir intu af hendi tilteknar umbætur. Kjör nýbyggjanna vo-ru ekkert leik- fang, en samt létu þeir aldrei hugfallast. Gróðrarsæld jarð- vegarins þekti engin takmörk, en á meðan menn voru óvanir við kornrækt, og vissu eigi rneð vissu, hverjar tegundir skyldi helst rækta á þessum og þessum stað, eyðilagðist oft mikið af uppskeru sökum frosts í héruðum, sem nú parna birtast landnema verkin miklu. parna er ýmist þeirra eigið starf, eða áfarmhald þess. stofnanda P6 þú færir um alt Manitoba- fylki og spurði sérhvern bónda hvort hann iðraðist eftir að hafa flutt þangað, mundi svarið ár valt verða nei. Og nú hefir örðugleikum frum- býlingsáranna að mestu leyti ver- ið velt úr vegi. Breytingin er stórvægileg. Jafnvel veðráttu- farið hefir breyst. pekkingin á öllum sviðum hefir breytt ástand- inu til muna. Viísindaþekkingin á sviði land- búnaðarins, hefir trygt uppskéru og aðrar afurðir bóndans meira en nokkurn hafði dreymt um. Nú vita menn hvaða korntegund á best við á þessum og þessum stöð- um. Nú flytja eimlestirnar af- urðir bóndans hvert sem vera vill á afar skömmum tíma. Sum- ar járnbrautirnar eru ríkiseign, aðrar einstakra félaga. Samvinna í því, að selja vörur með sem bestu verði, er nú algeng. Eink- um gildir slíkt um hveitifram- leiðsluna. Um land alt, er að finna veglega skóla, kirkjur, síma og póstsambönd, yfirhöfuð öll menningartæki nútíðarinnar. Landið er nú ekki lengur látið af hendi ókeypis til almennings, en fæst fyrir afar lágt verð, því þegar hlunnindi nútmans eru tek- in til greina, mun mega segja með sanni, að sá nýbyggi, er kaupir land fyrir ti^tugu, fjöru- tíu eða jafnvel sextíu dáli ekruna, sé að fá það við lægra verði, en landnemarnir fornu, þótt þeir í orði kveðnu fengi það fyrir ekki neitt. Manitoba er enn tækifær- anna land. Tækifæri Vestur- landsins, eru óútreiknanleg og hafa ef til vill aldrei verið meira aðlaðandi en einmitt nú í dag. Peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga um Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- umbia Bulding, William Ave.. og Sherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. Framh. Electro Gasoline framkvæmda í málinn. Þannig lá málið í kyrrð nokknm tíma, en svo blossaði aftur upp óvinátta á milli stjóm- arinnar og Indíánanna í sambandi við landa- kaup og sölu stjómarinnar banda heimkomn- um hermönnum. A meðal heimkominna hermanna, voru þó nokkuð margir úr hópi Indíánanna, sem af frjálsum vilja höfðu farið í stríðið, handa þeim mönnum keypti nefndin, sem fyrir landa kaupunum stóð, land af Indíána höfðingjunum. En þegar þessir afturkomnir Indíánar fóm að búa, fór fyrir þeim eins og mörgum öðmm, að sumir flosnuðu upp, en aðrir héngu á löndum sínum og hanga enn. Lönd þeirra, sem upp flosnuðu féllu aft- ur til stjómarinnar, og seldi hún þau aftur hverjum, sem hafa vildi. Þetta mislíkaði Indíánum mjög, og í einu tilfelli höfðu Indí- ána-höfðingjar fund með sér, og afhentu ein- um af mönnum sínum eitt slíkt land, sem stjórnin hafði keypt, til ábúðar. Stjómarþjónarnir skipuðu Indíána þessum af landinu, en hann kvaðst hvergi fara og dróg að sér lið og bjóst til varnar. Þegar stjómarþjónarnir hugðust fyrst mundu fara að þessum manni með hervaldi, og reka hann af landinu, var útlitið hið í- skyggilegasta um tíma á milli beggja málsaðila. Indiíánar hervæddu sig, sungu sína hersöngva og dönsuðu herdansa sína, eins og þeirra var siður áður en þeir lögðu til omstu, og sem var nýlendufólkinu á fyrri árum, hinn ægilegasti fyrirboði. En þegar Kingstjórnin kom til valda í Ottawa, tók hún að athuga þetta mál og Hon. Charles Stewart innanríkisráðherra Canada fór á fund Indíánanna, og talaði við þá sjálf- ur um þessar sakir og lofaði þeim, að mál þeirra skyddu vera rannsakað frá rótum; sef- uðust Indíánar þá og tóku þessu boði. Þannig stendur þetta mál nú, og þó það sé komið í betra horf en það var í, þá er því engan vegin ráðið til lykta enn. TAO TEH KING. Svo heitir ritsa.fn eitt, sem er sagt að sé eftir kínverska heimspekinginn Lao- Tze sem á að hafa verið samtðarmaður Confuciusar. Bók þessi, eða ritverk, er sagt merkilegt, meðfram fyrir það, að í því ber meira á dul- speki, heldur en í öðram bókmentum Kín- verja, sem meira eru bundnar við hið dag- lega og hagnýta', heldur en við það fjarlæga og dularfulla. Fjóra stutta kafla úr ritverki þessu, hefir prófessor A. E. Anderson við háskólann í California þýtt á enskt mál í “The Universety of California Cronicle.” Mr. Anderson segir, að Tao þýði orðið, og að það geti einnig þýtt “Yeg” eða “BraAit”. Teh þýðir “Dygðir” og Kvng “ fíeglur”. Á íslensku mætti því þýða þetta “Reglur-dygða og hugsunar”. Kaflar þessir era eftirtekta verðir og þess virði, að koma fyrir almennings sjónir. 7. Um Tao (orðið). Orðið, sem mennirnir geta skilið, er ekki orðið eilífa. Nafnið, sem nefnt verður, er ekki nafnið eílífa. Það sem menn horfa á, en sjá ekki, er kallað litlaust. Það sem menn hlusta eft- ir, en heyra ekki til, er kallað hljóðlaust. Það sem menn reyna að þreifa eftir, en finna ekki, er án líkama. Það er erfitt. að skilja orðið (Tao), samt inniheldur það alt, og allir hlutir eiga upptök sín í því. Það rennur í gegnum heiminn eins og lækir renna í ár, og árnar renna í hafið. Tao er voldugra en konungar. Sá sem lætur það lýsa sér og snýr heim við birtu þess, er ekki evðiieggingunni háður. Hann er á vegi eilífðarinnar. Þetta er vegur himinsins: hann veitir ekki mótspymu, en sigur hans er ómótstæði- legur; hann talar ekki, en svar hans er ákveð- ið; hann kemur af sjálfsdáðum, þótt hann sé ekki ákallaður. Hann er þolinmóður, en á- form hans era óraskanleg. Net himinsins nær um alt. Möskvar þess eru stórir, þó kemst ekkert fram hjá þeim. Vegur himinsins, er líkur boga, sem er spentur. Hann lítillækkar 'þá dramblátu, en upphefur þá lítilmótlegu. Vegur mannanna, er aftur að taka frá þeim, sem lítið eiga, til þess að gefa þeim, sem miikið hafa. Hið mikla Tao, er blátt áfram, en fólkinu era sniðgötumar kærar. Að bera skrautklæði, að montast af beitt- um sverðseggjum, að eta eða drekka í óhófi, að draga saman óþarfa auð, er eyðslusemi og rán. Það er sannarlega ekki Tao! II. Um stjórnir. Þegar hið mikla Tao gleymist, þá sljóvg- ast velgjörðar og réttlætis tilfinning manna. Sérdrægni þeirra kemur í Ijós og óeinlægnin fer vaxandi. Þegar stjórnað er í anda Tao, þá eru fljótustu hestarnir notaðir til þess, að flytja áburð á akra. Þegar Tao ræður eikki, þá eru hestar aldir upp á 'hverjum bæ til hemaðar. Þegar stjómir láta lítið á sér bera, þá er fólk löghlýðið og lítillátt. Þegar þær ger- ast afskiftasamar þá fyllist það óhug. Þegar ofmikið er um löggjöf, þá þróast glæpir og landráð. Voldug ríki ættu að temja sér lítillæti. Vopn eru blölvuð á meðal veíkfæra. Að fagna yfir sigri, er að gleðjast yfir hinum mörgu dauðu. Sigurs í stríði ætti að minn- ast með sorg, eins og að hann væri stórkost- leg jarðarför. Þróttlítil þjóð yfirvinnur þá, sem sterk- ari eru, með því að láta undan. Líitum al'lar stjórair muna eftir því, að vera lítillátar. Framh. “Best öy Every Test” pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og fyrirbyggir ólag á mótornum. Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö Service Stations: Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions og Crank Case No. 1. Corner Portage og Maryland. N. 2. Main Street, gegnt Union Deiiot. No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange. No. 4. Portage Ave. og Kennedy St. No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel. No.6. Osbome og Stradbrooke St. No. 7. Main Street North og Stella Ave. Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages: Willys-Overland, Cor. Portage og Marylana. Cadillac Motor Sales, 310 Carlton. Imperial Garage, Opp. Amphitheatre. Biðjið kaupmann yðar um: Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greases. Prairie City Oil Go., Ltd. 601-6 Somerset Building Phone A 63411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.