Lögberg - 27.07.1922, Page 5
LÖGHEBG, FIMTUDAGINN
27. JÚLÍ 1922.
Fagnaðarsamsœti
veglegt var þeim haldið séra
Sigurði Ólafssyni og frú hans, þeg-
ar ,þau fcomuj úr brúilkaupsför
sinni þ. 7. júlí s. 1. Fór sam-
sætið fram í kirkju Giinlisafnað-
ar og hófst kl. nál. 8.30 e. h.
Hafði kirkjan verið fagurlega
skreytt fyrir það tækifæri. For-
seti safnaðarins, H. P. Tergesen
stýrði samkomunni, en konur safn-
aðarins og víðar að, stóðu fyrir
rausnarlegum veitingum. Ræð-
ur í samsætinu hélduí þeir séra
Runólfur Marteinsson, fyrrum
prestur á Gimli, séra Jóhann
Bjarnason frá Árborg, Ólafur
A. Eggertson frá Winnipeg, og
svo séra Sigurður ólafsson,. er
þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna.
Ávarp skrifað til þeirra séra Sig-
urðar og frúar hans, var lesið af
forseta og um leið afhentur nýr
“Ford bíll með “selfstairter”
sem gjöf til þeirra frá safnaðar-
fólki og öðrum vinum í presta-
kallinu og nágrenninu. Á milli
ræðanna var skemt með afbragðs-
góðum söng, af stórum og vel
æfðum söngflokki. Auk þessa,
sungu þau einsöngva Mrs. Alex
Johnson og Mr. Benson. Fór
samsætið fram hið besta. Kirkj-
an um það troðfull af fólki. Helst
mun það hafa verið úr nágrenn-
inu og úr nágrannasöfnuðum
Árnessöfnuði og Víðinessöfnuði.
Nokkrir voru þó lengra aðkomn-
ir, þar á meðal Mr. og Mrs. Sig-
urjón Sigurðsson og Mrs. A. F.
Reykdal frá Árborg, auk prests-
hjónanna þaðan. Svo og séra
Runólfur og frú hans, herra ól-
afur Eggertsson og einhverjir
fleiri. Alt var samsætið með
þeim snildar brag og prýðis, að
það var til stór sóma Gimli söfn-
uði og öðrum er hlut áttu að
máli. Spáir það og góðu um starf
og framtíð séha' Sigurðar og
hinnar ágætu konu hans, á
Gimli og þar í nágrennimu.
(Fréttaritari Lögb.)
Wu Pei Fií.
pessi einkennilegi stríðskappi
Kínverja, er maður 49 ára að
aldri, en svo unglegur ásýndar,
að fáir mundu ætla hann eldri en
um þrítugt. Nú er hann orðinn
nokkurskonar alræðismaður
Kínaveldis og spá margir góðu um
áhrif hans á stjórnarfar þjóðar-
innar og efnalega afkomu fólks-
ins yfirleitt. í áskorunum sín-
um og erindisbréfum til þjóðar
sinnar, ræðst hann með einsdæma
fúkyrðum á sinn pólitiska erki-
óvin, Chang Tso-Lin. Kallar
hann lygara, morðingja, þjóf og
fram eftir, götunum. petta stór-
yrða samsafn e rþeim mun óskilj-
anlegra, þegar tekið er til-
lit til þess að Wu Pei-Fu er í raun
og veru mesti hæglætismaður.
Hann er gott Ijóðskáld og er mælt,
að fátt hafi móðir-hans tekið nær
sér en það, er pilturinn fleygði
frá sér pennanum og tók sér
korðann í hans stað.
Herforingja hæfileikum Wu
Pei-Fu er viðbrugðið. Hann er
ráðsnjall, skjótur til framkvæmda
og vel þokkaður af undirmönnum
sínum. En maðuirinn hann er
meira en herforingi. Hann er
hámentaður og hið stakasta prúð-
menni. Wu PebFu er fæddur
og uppalinn ,í Chantung. Móðirin
lagði snemma mikla rækt við
mentun drengsins og þegar hann
var tíu ára kunni hann reiprenn-
andi ósköpin öll af beztu ljóðum
kínverskra skálda og las þau upp
á mannamótum' með svo mikilli
viðkvæmni, að áheyrendur hans
fengu oft og einatt ekki varist
tárum. Aldrei segist hann fá
fullþakkað foreldrum sínum,
•einkum þó móðurinni, tækifæri
þau til mentunar, er honum voru
veitt í æsku. peim sé algerlega
að þakka, hvað úr sér hafi orðið.
Wu Pei-Fu yrkir undir gerfi-
nafni og kallar sig Tsz-yn. Ljóð
hans eru fögur í formi og bera
vott um göfugan hugsunarhátt.
Sjálfsálits verður þar ekki vart,
enda er maðurinn lítillátur með
afbrigðum og beinlínis hatar alla
tilgerð. Nítján ára að aldri,
hlaut hann þrenn verðlaun fyrir
kvæði sín og þótti það vel af sér
vikið. Sum kvæði hans, hafa
verið þýdd á ýms Norðurálfumál-
in og hefir jafnan þótt mikið til
þeirra koma. Flestir af hinum
voldugri nútíðarieiðtogum Kína-
veldis, hafa ferðast v,íða og sam-
ið sig mjög að siðum hinna vest-
rænu þjóða. Wu Pei-Fu, er
ekki einn af þeim. Hann hefir
lítið sem ekkert ferðast erlendis,
heldur hafa störf hans öll lotið að
hagsmunum þjóðarinnar heima
fyrir. Hann segist ekki mega
eyða tíma í óþörf ferðalög. pjóðin
þurfi að hálda á sér heilum og ó-
skiftum og þjóðarþjónustan sé í
því falin að þola með fólkinu súrt
og sætt. Hann var á leiðinni
með að verða stórfrægt skáld, er
hann ákvað að leggja Ijóðagerðina
á hyllna og taka korðann í hönd
til varnar þjóð sinni gegn áleitni
erlends valds. Ljóðið var hon-
um kært en landið heilagt. pess
vegna var hann ekki lengi að ráða
það við sig hvað sitja skildi í fyr-
irrúmi. pægindi h'versdags-
lífsins, urðu að lúta í lægra
haldi. Skrautstofan, með hin-
um dýrindis gluggatjöldum og
málverkum, fullnægði eðcki leng-
ur þjóðernisástríðu hins unga of-
urhuga. Hann hafði afráðið að
ganga á hermannaskóla, safna
síðan að sér liði og berjast fyrir
föðurlandið. Ekki segist Wu
Pei-Fu geta neitað þv,í, að sig hafi
stundum langað til að losna frá
hinum ströngu og hjartalausu
heræfingum og taka að gefa sig
við ritstörfum á ný. En með
ástand þjóðar sinnar fyrir augum,
kveðts þó altaf hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að S hermanna-
stöðunni gæti hann unnið meira
gagn. — Segist hvorki hafa gengið
í herþjónustu til þess að afla sér
skrautilegs einkennisbúnings né
herfrægðar. Hann kveðst unna
friðarhreyfingunni eins heitt og
nokkur annar maður. En hitt
hafi sér alt af verið ljóst, að eins
og sakir stóðu, hafi ekki verið við-
lit, að friða Kína og verjast er-
lendum yfirgangi á annan hátt
en með vopnum. pess vegna seg-
ist hann hafa lagt frá sér penn-
ann og gripið til korðans. — Sem
herforingi er Wu Pei-Fu framúr-
skarandi vinsæll. Hann er siða-
vandur og reglusamur, en mildur
í dómum. Hann er maður vel
máli farinn en jafnast á því sviði
þó hvergi næri við Sun Yat Seii.
Norðurálfublöð fara yfirleitt
lofsamlegum orðum um Wu Pei-
Fu og telja hann manna líkleg-
astan til þess að bræða saman hið,
kínverska, þjóðernislega brota-
silfur í eina heild.
Mt-Hcdóm Togókb gogíf
Kaupmannafélag í Bergen hefir
skipað nefnd manna til að gera
tillögur um nánari verzlunarsam-
band við ísland en verið hefir.
Er gert ráð fyrir að sérstök versl-
unarskrifstofa verði sett á stofn í
Reykjavík.
Stjórnir Norðmanna og íslend-
| inga eru að semja um lækkun á
! burðargjaldi milli landanna.
Frá Islandi.
Frá dönsku stjórninni. Sendi-
herra Dana, hr. Böggild, hefir
fyrir hönd dönsku stjórnarinnar
skrifað hr. Kl. Jónssyni, sem nú
gegnir hér forsætisráðherrastörf-
um, og vottað íslenzku stjórninni
hluttekning hennar út af skip-
töpunum og manntjóninu, sem
hér hefir orðið nýlega; lætur hún
í Ijósi með hjartanlegum orðum
samhrygð yfir þeirri sorg og því
böli, sem heimsótt hefir mörg
íslenzk heimili, er mist hafa menn
í sjóinn. Forsætisráðherra hefir
svarað og þakkað.
Kerckhoff prestur, sem um 20
ára skeið, hefur verið í þjónustu
kaþólska trúboðsins í Danmörku,
hefur nú verið skipaður eftir-
maður van Euch biskubs, sem
biskup kaþólsku kirkjunnar í Dan
mörku og á íslandi. Er hann 58
ára gamall og Hollendingur að
ætt.
Albert ólafsson verkamaður
fótbrotnaði við kolauppskipun
inni í Viðey í fyrradag. Var hann
að vinna að uppskipun úr “Her-
mod”. Varðskipið Fylla fluti hann
til bæjarins og liggur hann nú á
sjúkrahúsi hér.
Sýslunefndarmaður í 44 ár.
Árni porkelsson, stórbóndi á
|Geitaskarði í Langadal í Húna-
| vatnssýslu, var kjörinn i sýslu-
[ nefnd í EngihMðarhreppi 1878, og
hefir setið í henni síðan eða sam-
| fleytt í 44 ár. pað er vel af sér
vikið, enda óvanalegt, að nokkur
] maður eigi sæti í nokkurri nefnd
þetta mörg ár. pað er meira að
segja, mjög vafasamt, að nokkur
maður "hér, .hafi verið í sýslunefnd
jafnlengi og Árni. Ber það vott
um skörungsskap mannsins, og til-
trú, að hafa verið endurskosinn
á þennan hátt, hvað eftir annað.
pað hefir eigi spilt fyrir, að Árni
hefir setið Geitaskarð ágætlega,
og er í flestu fyrirmyndar bænda-
höfðingi.
DUMBA.
pannig nefnist besta kýrin á
Hvanneyri, og sennilega besta
kýrin á landinu. — Hún er fædd
13. okt. 1913. Hún er rauð-dumb-
ótt, kollótt, í meðallagi stór og
með breitt og fallegt júgur. Á
síðasta skýrsluári, — 1. okt. 1920
til 30. sept. 1921, — bar hún 16
okt., tekin á gjöf 1. okt. og hleypt
út, ásamt hinum kúnum 15. júní.
petta skýrsluár mjólkaði hún
5139 kg. Hún át 1015 kg. af töðu*
1372 kg. úthey, 2013 kg. vothey,
207 kg. síld, 59 kg. siíldarmjöl og
102 kg. rúgmjöl, eða 33’50 fóður-
einingar alls. Hún stóð að eins
2 vikur geld. Af þurheyi fékk hún
aldrei meira en 10 kg. á dag.
Hún vegur 390 kg.
Eins og áður er getið, mun
Dumba vera besta kýrin hér á
landi. pað eru að minsta kosti
ekki til skýrslur svo kunnugt sé
um, er sýni að kýr hér hafi mjólk-
að jafn mikið og hún.
pær kýr, er sá veit um, er þetta
ritar, að skilað hafi mestri ársnyt,
eru þessar:
1. Krossa frá Rauðará mjólkaði
1905—1906, 4833 lítra.
2. Reiður frá Ártúnum mjólkaði
3. Pósta frá Rauðará, mjólksíi
1908—1909, 4715 lítra.
1905—1906, 4697 lítra.
Grana frá Hvarfi mjólkaði
1884—1885, 4677 lítra.
Búkolla frá pverá í Laxárdal
mjólkaði 1869—1870, 4557
lítra.
Pessar tvær síðasttöldu kýr,
fengu að eins hey, og átu 8—9 kg.
af töðu í mál, og virtist ekki verða
meint af. pað voru hraustar
skepnur — og gagnlegar.
— Freyr.
4.
5.
The Marvelous Star.
O, -wonderful orbs in the vastness of space
By the veil of the night made dear.
I love you! I love you! — But one hold any heart
In homelier bonds, more sincere:
Afloat in the fields of ethereal blue
Is a star of most wonderful worth,
A marvelous gem ’mong her sisters of Light
Is the beautiful star called — Earth.
We talk of the beauty, the lustre and light,
In the far away heavenly dome
Forgetting the splendor and magic and might
Of our marvelous, marvelous home.
In the space where it stands the spirit of God
Grave it light, gaVe it love, gave it birth.
And smiling, rejoiced, for His work it was good.
‘Twas the beautiful .star called — lEarth.
And earth caught the smile and the smiling remains,
Enshrined in its billows of light,
Unswerving, unchanging, endlessly on
iShe wends her oelestial flight.
And the souls tbat arise from her realms of delight,
Are jewels of wonderful worth;
All set in the magieal, mvstical crown
of this marvelous star called — Earth.
—: Chris'topher Johnston.
The Song of the Rose.
I have a Lover whose love thoughts repose
In the shrine of my heart, though only a rose.
My shape is His pleasure, my color and scent
Are the soul giving forees my Lover has lent.
His smile in the dewdrop and sunbeam I find,
The sigh of His ldve in the song of the Wind.
My pulse beats in time to the beat of His heart;
My perfume — His breath. My color — His art.
He sends me His love with the soul og the morn.
'Nor ever upbraids me because of my thorn.
He lingers to kiss me; He’s never in haste.
My Lover adores me; He knows I am chaste.
The weeds, round about me they frown at my song.
They say “tis the wagging of vanity’s tongue.”
They know not the Power that gave me my birth.
To beautify, cheer, and enlighten the earth.
So I answer them sadly, “Ye souls of the sod,
Ye know not my Lover; my Lover is God.”
Then I smile to the world through the tears of the dew,
And my lay of delig'ht to my Lover renew!
—: Christopher Johnston.
Til Islendinga i Winnipeg og Grendinni
Eg undirritaður leyfi mér að draga athygli íslendinga að
því, að fyrstu dagana í ágúst, verður opnað nýtízku bakarí og
“Confectionery” að 632 Sargent Ave (horni Mc’Gee, við hlið-
ina á Goodtemplarahúsinu). Verður þar til sölu að eins brauð
og kökur úr bezta fáanlegu efni t. d. rúgbrauð, vínarbrauð,
bollur, tvíbökur og kringlur, ásamt þeim kökum sem hér þekkj-
ast. Enn fremur verður tekið á móti pöntunum á tertum,
búðingum og fækifæriskökum t. d. afmælis, fermingar, jóla og
brúðkaups. Sérstök áhersla lögð á hreinlæti og lipur við-
skifti. —
íslendingar látið eina íslenzka bakaríið í borginni njóta
viðskifta ykkar.
Virðingarfylst,
Skúli G. Bjarnason.
Erfðaskrá
hjónanna
porvalds og póru Thoroddsen.
pau hjónin porvaldur prófess-
or og frú póra Thoroddsen hafa
gert merkilega erfðaskrá og gefið
meginhluta af æigum sínum til
ýmsra íslenzkra stofnana. Hef-
Krabbe utanríkismálafulltrúi
leyft að birta þau ákvæði erfða-
skráarinnar, sem fjalla um gjaf-
ir til opinberra stofnana, en hin
sem segja fyrir um styrki eða
gjafir til einstaklinga, verða ekki
birt.
Fyrst er í erfðaskránni mælt
svo fyrir, að Landsbókasafn ís-
lands skuli eignast allar bækur
p. Th. aðrar en þær, sem ritnar
eru á islenzka tungu, svo og
handrit hans öll, fullgerð og ó-
fullgerð. Safn hans af ís-
lenzkum bókum skal seljast í
Reykjavík.
par næst fær pjóðmenjasafnið
i Reykjavík þessar gjafir: gull-
medalíur p. Th. og gúllúr hans
frá landfræðingafélaginu í
Lundúnum, gullúr Péturs heitins
Péturssomar biskups og doctors-
hring hans og signethring p. Th.
(frá 1636). Enn fremur fær
pjóðmenjasafnið öll málverk frú
p. Th. o g aðrar veggmyndir
þeirra hjóna, málverk og ljós-
myndir, bréfasafn frú p. Th.
rissbækur hennar og því um líkt,
skrifborð hans og húsgögn og
handávinnu frúarinnar, eftir
óskum, sömuleiðis útskorna muni
alla, stóra rauða kistu frá Staðar-
felli og gamla kommóðu frá
Hrappsey.
'pá er ákvæði um stofnun
tveggja legata, jafnstórra og seg-
ir executor testamenti, að þau
muni hvort um sig nema 50 þús-
und krónum, eða þar um bil.
öðru skal varið til útgáfu rita
um landfræði íslands, jarðfræði
þess og náttúrusögu; en ef engin
■slík rit bjóðast, sem að dómi
legatstjórnar þykja útgáfuverð,
þá má verja fé því, sem fyrir ligg-
ur, til útgáfu ritgerða, er styðjast]
við sjálfstæðar rannsóknir á sögu
og bókmentum íslands á síðari
öldum, eftir 12i62, og einnig vel
skrifaðra alþýðlegra ritgerða um
almenna náttúrufyæði. Einnig
skal á kostnað legatsins gefa út i
óprentaðar ritgerðir eftir stofn-
enda þess, og þegar frá líður ein- I
hver af stærri ritverkum hans, j
sem álita mætti, að enn hefðu
gildi, er þau ekki fást lengur í
bókaverzlununum. pað er ósk
gefenda, að legati þessu verði
stjórnað af 5 manna nefnd og séu
þrír þeirra valdir af kennurum
Mentaskólans, en tveir af öðrum
embættismönnum við hina seðri j
skóla í Refkjavík. Fjórði hluti
árlegra vaxta leggist jafnan við
höfuðstólinn og sömuleiðis þriðji ]
hluti þess fjár, sem árlega inn- 1
heimtist við sölu rita þeirra, sem;
út eru gefin á legatsins kostnað.
Hinu skal verja til útgáfu hinna
fyrnefndu rita.
Hinu legatinu skal varið til
styrktar ekkjum fastra kennara
við Mentaskólann í Reykjavík og
guðfræðisdeild háskóla íslands,
eða þáð, ef ástæða þykir til, handa
öðrum ekkjum eða dætrum em-
bættismanna i Reykjavík. Fyrst
um sinn er þó þessum styrk ráð-
stafað til þriggja nafngreindra
kvenna. Legatinu skal stjórn-
að undir yfirumsjón landsstjórn-
arinnar, af þremur mönnum:
biskupi Islands, rektor Menta-1
skólans og rektor Háskólans.
Skal fjórði hluti ársvaxtanpa
jafnan leggjast við höfuðstól, en
hinu útbýtt árlega til styrkþegja.
Að öðru jöfnu skulu ættingjar
eða ættingja-ekkjur legat stofn-
enda sitja fyrir, en þó ná þau
forréttindi ekki lengra en 100 ár
aftur í tímann frá dauða þess
stofnendans, sem lengur lifir.
pegar tímar líða og legatið hefir]
vaxið, má styrkur af vöxtunum
einnig ná til ógiftra dætra em-
bættismanna við Mentaskólans
eða hina æðri skóla í Reykjavík,
eftif að þær hafa náð 45 ára aldri,
og einnig til ekkna annara em-
bættismanna þar, en þó svo að
hinar fyrnefndu hafi að öðru
jöfnu forgangsrétt.
prjú þúsund krónur skulu leggj-
ast við legatið, sem ber nafn
dóttur þeirra hjónanna, Sigríðar
Thoroddsen, og stofnað var eftir
dauða hennar.
ipetta eru þan ákvæði þessarar
merkilegu erfðaskrár, sem snúa
að almenningi. En hin, sem að
einstaklingunum snúa, sýna ef
til vill enn betur umhyggjusemi
og göfugan hugsunarhátt þeirra
hjóna. —Dagur.
Pakkarávarp.
Eftir að hafa orðið fyrir þeirri
sorg að missa okkar ástkæra son
Guðmund Vigfús Vigfússon, er
hann druknaði í íslendingafljóti
þann 14. dag þessa mánaðar, vilj-
um við með nokkrum orðum færa
þeim okkar hjartans þakklæti,
sem sýndu okkur svo innilega
hluttekningu og réttu okkur hjálp-
arhönd við þetta sorglega tilfelli.
sérstáklega viljum við þakka
bræðrum hans og systkinum, og
systkinum og þeim hjónum Elíni
og Valdimar Hálfdánarson og
stúkunni ísafold fyrir þeirra veg-
legu hluttekningar gjafir til okk-
ar.
Guðmundur sál. var fæddur að
Howardville, Man. 2. janúar 1906,
ólst upp hjá okkur foreldrum sín-
um þar til dauðinn kallaði hann
svo sviplega burt frá okkur og
systkinum hans. Oss er þungt að
bera sorgina, en er það var guðs
viljif kveðjum við þig1 ástkæri son-
ur. Okkur er það huggun mitt
í sorginni að við erum fullviss að
þú ert sæll hjá algóðum guði og
laus frá örlögum lífsins. Við
þökkum þér þína ástriki og um-
önnun, þú varst okkur altaf svo
góður. Vertu sæll í drottins
nafni, blessuð sé minning þín,
friður guðs hvíli yfir legstað þín-
um.
Að endingu' viljum við endur-
taka þakklæti okkar og biðja guð
að launa þeim sem að sýndu okk-
ur svo innilega hluttekningu og
hiálp í sorginni.
Riverton, Man. 24. júlí 1922.
Vigfús Bjarnason,
Sigríður Bjarnadóttir.
Ofan við eftirstœlendur
Engin önnnr þvottasúpa liefir liina
sömu efnabliindun af hreinni Coeoa-
nut Olín, Pálmaolfu og ýmsum öðrum
olíutegundum. sem vér sjálfir framleið-
um; þess vegna er Sunlight á undan öllu
til þvotta. Sungllght er ekkert nema sápa,
ekkert samsull, og þess vegna verður ltún
drgsta og ódýrasta sápan, sem þér getið keypt.
LEVER BROTHERS, LIMITO’J) - TOROXTO, ONT.
Islendingadagurinn
að Wynyard
Miðvikudaginn 2. Ágúst 1922
f
f
f
f
f
f
Y
f
f
f
f
SKEMTISKRÁ:
MINNI ÍSLANDS,
Ræða:-----------------Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
MINNI CANADA,
Ræða: ........
Sjálfvalið efni:
.... Dr. Kristján J. Austmaun
.... Séra Friðrik A. Friðriksson
Söngdeild undir stjórn Björgvins Guðmundssonar syngur
íslenzk lög við og við allan daginn.
íþróttir fjölbreyttari en áður hcfir verið.
ÍSLENDINGAR! Fjölmennið og sýnið með því ræktarsemi
íslenzkum máluro.
NEFNDIN.
f
f
♦
f
f
♦;♦
A Pine Forjesl-
in ^ery Homé’.
Peps
* FOfi
C0UGHS.C0LDS
slendingadagur
verður haldinn
*
a
G I M L I
1922-2. ftGUST .1922
í skemtigarði hæjarins og byrjar kl. 9 f. h.
SKEMTISKRA:
MINNI ISLANDS:
Ræða: ............... Axel Thorsteinsson
Kvæði:.............. Séra Halldór Jónsson
MINNI CANAHAi:
Ræða: ...............Jóhann G. Jóharmsson
Kvæði:.................. Einar P. Jónsson
MINNI NÝJA ISLANDS:
Ræða: ............ Bergthor Emil Johnson
Kvæði: ......... Guttormur J Guttormsson
Riverton hljóðfæraflokkurinn spilar nm daginn
'Hlaup, stökk og sund jafnt fyrir unga, sem gamla,
karla sem konur.
Giímur og kaðaldráttur milli giftra og ógiftra manna.
Dans að kvöldinu. — Verðlaun gefin.
Veitingar seldar í garðinum.
Komið og heyrið islenzkasta
Islendingadaginn.
1882
Stofnað fyrir 40 árum
1922
Sérstakt
verð á
Karlmannafötum
Abyrgst að fara vel og endast vel.
$25. $30. $35
Urval af skyrtum fyrir $1.45 hver
Komið inn og skoðið vörurnar
WHITE and MANAHAN, 480 Main Street
i
Á
BRONCHITlS.
Mobile og Polarine Olía, Gasolia
Eina íslenzka Filling Station íbænum.
Red’s Service Station
Milli Furby og Langside á Sargent Ave.
A. BERGMAN,
Eigandi.
Free Service on Runway — Cupand Differential Grease.