Lögberg - 27.07.1922, Síða 6

Lögberg - 27.07.1922, Síða 6
Ua. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1922. Fjölskyldan á Haugh Saga frá Skotlandi eftir ANNIE SWAN. 4. Kapítuli. P&gar Louis Bralbant sat hjá ofninum þetta saima kvöld, kom Adrian inn til hans frá herbergi sínu, og settist hjá honum. “Eg hélt að þú værir sofnaður fyrir löngu síðan”, sagði Louis. “’Eg var að koma heim núna, vit þú þiggja einn vindilf” “Þökk fyrir, ekki núna”. “Mig langar til að tala við þig”. Louis var ófús til að tala við Adrian, þeg- ar enginn annar var til staðar, sem ekki hik- aði við að segja hionum meiningu sína hrein- skillnislega. Þeir þrættust aldrei, en Louis forðaðist hann. “Mig langaði til að tala við þig um Eleanor Kerr, Louis”. “Hivers vegna vilt þú þaðf ” spurði Louis, og reyndi að tala kæruleysislega, en samt lýsti rómurinn þvingun. “Þú ert að hugsa um að giftast henni, er það ekki?” “Jú — og hvað svof” “Hvers vegna viltu giftast Ihennif Hver og einn sér að þér þykir ekki vænt um hana.” “Eg ber ekki tOfinningar miínar utan á mér”, svaraði Louis. “Hvaða ástaöðu skyldi eg annars hafa til að giftast hennif” “Það er gagnlaust að spyrja sííks. Eg veit ofur vel, að það er móðir mín sem hefir áformað þessa giftingu, til þess að ná í pen- inga Eleanors. Heldur þú að faðir hennar vilji gefa hana og fjármuni hennar til hins fyrsta og besta glæframanns, sem engar full- nægjandi skýringar getur gefið um sjálfan sigf ” “Orð þín eru ekki vel valin, Adrian. Hins fyrsta og bezta glæframanns! það er særandi.” “Þú segir sa'tt. En lífsskilyrði okkar gera mig alveg örvinglaðan, og eg skil ekki hvemig þú, sem ert hraustur og heilbrigður, getur þoilað þetta”. Hann halfði oft minst á þetta áður, en tal- aði í þetta skifti hiklaust, og Louis skildi að það var sannfæring bróður síns, sem nú kom í ljós. v- “Þú veist eitís vel og eg, Louis, að tekjur móður okkar eru aðeins tvö þúsund frankar árlega, en við brúkum á hveriu ári tíu þúsund. Hvaðan koma þessir peningarf” “Þú gleymir því, að hún fékk þúsund franka frá Theodor frænda okkar síðast liðna viku”. “(Hún fekk þá undir fölsku yfirskyni. Hún skrifaði að hún væri veik, og ætti ekki einn skilding. 0g hugsaðu um allar skuld- imar okkar! Ef eg væri jafn hraustur og heilbrigður og þú, þá skildi alt breytast bráð- lega.” • i “Þú mátt vera alveg rólegur. Þú hefir unnið þér dálítið inn með myndunum þanum, og þú vonar að græða meira með bókunum þínum, þegar mannkynið skilur hve gáfaður þú ert. Mamma var í Riokmond síðari hluta þessa dags, líklega til að tala við Reckman um þig.” “Það er ekki um isjálfan mig, sem eg vil tala. Eg vil vita hvort það er alvara þín, að narra EOeanor Kerr til að ganga í þetta ógæfu- sama ihjónaband, aðeins til þess að ná í pen- inga hennar”. “Farðu hægt, góði Adrian minn, ef þú vilt ekki koma mér til að halda, að þú hafir eigin- gjamar ástæður til að skifta þér af þessu með slíkum ákafa”, sagði Louis rólegur, en með áhersilu. “Já, eg hefi eigingjamar ástæður. Eg vil ekki sjá þessari ungu stúlku fóraað á þenn- an hátt. Eg get aðvarað ættfólk hennar, þó eg voni að það sé óþarfi. Það er naumast svo- óvarkárt, að leyfa henni að giftast ókunn- um manni, án þess að hefja rannsóknir, og þú veist ein§ vel og ©g, að þá er öll von eyðilögð fyrir þig. Ef þú elskaðir *hana í raun og vem, skyldi eg vera vægari með dóm minn, því þá væri máske ofurlítil von um, að hún hefði áhrif á þig”. Louis kastaði vindilstúfnum í eldinn og geispaði. “Þú hefir ekki minstu vitund af fjölskylduást, Adrian”, sagði hann. “Ef þú ert búinn með umvandanir þínar, vil eg fara að hátta”. “Þú ætlar þá að giftast Eleanor, ef hún vill hafa þig?” “Já, áreiðanlega”. “Góða nótt”, sagði Adrian styttingsilega, og gekk út með hnyklaðar brýr. Litlu síðar gekk Louis eftir ganginum til herbergis móður sinnar, og barði að dyrum. Hún opnaði þær strax, leit undrandi á hann, en lét hann koma inn. “Hvað er nú á seiði? Eg hélt að þú værir sofnaður fyrir löngu síðan”. “Eg hefi nokkuð að segja þér, en ef við göngum inn í salinn, heyrir Adrian til okkar”. Móðirin lokaði dymnum með lykli. “Adrian var að tala við mig um ungfrú Kerr. Hann segir, að við viljum reyna að ná í peninga hennar, sem er alveg satt, þó ó- þægilegt sé að heyra það, en hann hótar að eyðileggja tilraunir okkar.” Hvernig getur hann það, þegar hann er í Rickmond og við í Skotlandi?” “Hann getur að líkindum skrifað”, svar- aði T»uis svipdimmur. “Hann segist vilja segja fjölskyldu hennar frá ölilum kringum- stæðum. Hvað eigum við að gera?” Frú Brabant varð afar gremjuleg. “Adrian er sannarlega leiðinlegur. Það er ekki nóg, að hann er mér byrði, hann vill líka hindra það, að við reynum að koma f jár- hag okkar í betra horf, Eg verð að tala við hann á fyrramállið, og eg held að þú gerir rétt- ast í að tala við Eleanor eins fljótt og mögu- legt er”. “Já, það ætla eg að gera. Ef við fáum samþykki hennar, verður hægra að tala við foreldrana. Eg óska þess, að við séum alveg viss um hana, áður en við fömm”. “Þú átt við að giftast henni hér?” Louis kinkaði, og móðirin sat hugsandi í fáein augnablik. “Sú hugmynd er ekki svo afleit. Ef þú heldur að mögulegt sé að hún vilji samþykkja það, get eg látist vera veik, og af þeirri ástæðu frestað förinni til Skotlands um nokkura daga”. “Eg ætla að spyrja hana á morgun, svo eg viti hvemig hún tekur þessu, og eftir svari hennar verðum við að haga okkur. Það gagn- ar ekki að hraða sér um of gagnvart henni”. “Hún elskar þig, Louis”, sagði móðirin. “Eg er viss um, að hún samþykkir giftingu ykkar hiklaust, og það er mér sönn huggun, isonur minn”. Louis hló, en það var ekki glaður hlátur. “Eg breyti þannig vegna fjölskyldu minn- ar. Eg dáist að Eleanor Kerr, en eg elska hana ekki, og það er þreytandi að eignast þá konu, sem er svo ásthrifin af mér.” “Máske þér hepnist að festa ást á henni seinna. Slíkt hefir átt sér stað fyr”, svaraði móðirin brosandi um leið og þau skildu. Daginn eftir komu þau sér saman um stutta ferð út í sveitina. Adrian átti að vera allan daginn í Rickmond, og á síðasta augna- ibliki sagðiist frú Brabant hafa höfuðverk, og yrði því að vera heima. Eleanor og Louis lögðu því af stað alein, og Eleanor varð yfirburða glöð yfir því, að geta verið ein með honum í fjórar til fimm etundir. Það var engin furða þó hann vekti aðdáun ungrar og óreyndrar stúllcu. Fram- koma h'ans var aðlaðandi, og þegar hann nenti að re\m a að vera dálítið skemtilegur, tókst honum það. Hann talaði við hana um hin ömurlegu for- lög Brabants fjölskvldunnar, og hepnaðist að ná samhygð hennar og áhuga fyrir sér og sinni ætt. Hún áleit að hann ætti marga góða hæfi- leika, sem hann hafði aldrei reynt. “Höfum við ekki átt indælan dag?” spurði hann, þegar þau óku óleiðis heim síðdegis, “hann lifir í endurminningu minni þegar sam- búð okkar og kunningsskapur er horfinn.” “Hvers vegna ætti hann að hverfa?” spurði hún hálffeimin. “Eftir heimsókn okkar í Skotlandi, verð- um við að iskilja. 1 rauninni er það heimska af mér að fara þangað, og sjá allar vonir mín- ar hverfa.” Bleanor sat grafkyr með Móðrauðar kinn- ar og hraðan hjartslátt. Hann þagði eitt augnablik og sagði svo lágt með ástríðuríkum róm: “Þér hljótið að hafa séð, að eg elska yð- ur, Eleanor. Eg veit að það er heimska af mér að segja þetta, en mig langar til að heyra fullvissuna frá vömm vðar, að eg undir betri kringumstæðum hefði mátt leyfa mér að segja það, sem nú er að sjálfsögðu banað”. “Hvers vegna er það bannað?” spurði hún lágt. “Þér vitið að við erum fátæk og illa stödd. Eg þori ekki að nefna það, sem efnaðri maður hefði hiklaust spurt um”. “Peningar eru ekki alt”, svaraði hún og leyfði honurn að taka hendi sína. “Nei, en því ver álíta flestir að þeir séu það. Haldið þér að faðir vðar vilji sam- fþykkja að þér giftist manni, sem ekki á annað en skuldum vafna landeign og gamalt nafn?” “Ef það gerði mig gæfuríka”. “Og mundi það gera vður gæfuríka?” spurði hann og laut niður að henni. Hún kinkaði. “Eg er á sömu stundu hepnasti og óhepn- asti maðurinn í heiminum”. sagði hann, “hepn- astur af því eg hefi náð ást yðar, og óhepnasti af því að eg veit, að eg muni bráðlega missa yður”. “Eg vil aldrei missa þig,” sagði hún ró- leg en ákveðin”. “Vilt þú þá hjálpa mér, þegar eg verð að ganga í gegnum hinn hræðilega sálarstorm í heilmili þínu. Vilt þú standa við hlið mína, þegar foreldrar þínir fara að spyrja mig um hinar ömurlegu kringumstæður okkar?” “Eg vil aldrei misisa þig”, endurtók hún. “Eg kvíði fyrir þessum spumingum úr tveim áttum. Eg er eins og ættingjar mínir mjög viðkvæmur. Allir eðallyndir menn, sem orðið hafa fyrir jafn miklu mótlæti og eg, að sjá sitt gamla nafn dregið niður í saurinn og /ótum troðið, líða þessar kvalir, en eg hefi aldrei fundið eins isárt til þess eins og nú, þeg- ar eg í mínum ógæfusömu kringumstæðum sé í því hindmn gæfu minnar”. “Það verður engin hindmn. Faðir minn er ekki harður maður né fastheldur. Eg er sannfærð um, að hann finnur, að það sem þú átt, er eins mikils virði og peningar”. “Eg treystb þessu ekki; eg hefi alt af heyrt að samilandar þínir virði pninga mikils. Eg vildi helst að þú værir fátæk, svo þú gætir séð hve óeigingjörn ást miín er”. “Það efast eg ekki um”, sagði hún og leit á hann með alvarlegu trausti. “Þér þykir vænt um mig?” “Já, þú veist það”. Hann hallaði sér afturábak í vagninum, og virtist hugsandi. “Mér liggur við að óska þess”, sagði hann loksins, “að eg hefði aldrei fundið þig”. “Talaðu ekki þannig”, sagði hún fljótlega “Hvers vegna óskar þú þessa?” “ Af því hugur minn ber í sér slæman gmn. Sú ógæfa, sem fylgt hefir ætt minni svo lengi, mun einnig ásækja mig, og eg mun missa þig.” “Þú getur ekki mist mig, ef eg vil það ekki”. Hann brosti og dró hana að sér. “Þetta var ástúðlega sagt af þér. Vilt þú í raun og vera fórna þér þannig, og þola ó- ánægju föður þíns mín vegna?” “Með ánægju. Hefi eg ekki sagt, að eg vilji aldrei missa þig?” “Og ef faðir þinn neitar að samþykkja, vilt þú samt sem áður verða mér trygg’?” “ Já, alt af”. “Eg vona að islík fóm verði ekki nauð- svnleg. Eg hefi alt af álitið að það sé of mikils krafist af manni, að kvenmaður mis- bjóði öllum ættingjum sínum bans vegna; þó verð eg að viðurkenna að eg er hræddur; eg þoli ekki að hugsa um að missa þig. Eg óska næstum því að við lifðum á þeim tímum, þegar viljafús brúður og rösk hetja, var nóg fvrir Bra- hant”. Hún brosti og hafði gaman af þessari rómantisku hugmynd. “Eleanor, eg er næstum hræddur við að isegja, það sehi mér datt í hug. Það var bros þitt sem vakti þessa hugsun hjá mér. Ef hún skelkar þig, þá gleymdu henni strax og minstu þess, að það var mín taumlausa ást á þér, sem skapaði slíka hugsun”. “Við hvað átt þú?” “Við getum gert öllum manneskjum ó- mögulegt að skilja okkur að; við getum gifst áður en við yfirgefum London núna”. “An samþykkis föður míns?” spurði hún svo róloga að hann þorði að bæta við: “Það getur átt sér stað, ef við aðeins frest- um burtför okkar um einn dag. Vilt þú Bleanor?” Hún fjarlægðist hann skjótlega, og hann varð þess var, hve breyttur rómur hennar var. “!Eg geri þetta aldrei”, sagði hún kulda- lega. “Emm við ékki bráðum komin til hó- telsins; við höfuð verið mjög lengi í burtu.” Louis Brabant hafði gert sig sekan um mikil misgrip þenna dag. 5. Kapítuli. Frú' Allardyce þótti afar væntum hænsna- garðinn á Castlebar, sem vakti öfund allra ná- grannanna. Enginn þeirra gat kept við hana við hinar áriegu sýningar fuglaræktunar, því hún fékk öll verðlaunin, og eggin frá Castle- bar hlutu mikið hrós. Það var ánægjulegt að sjá hana á morgnana, þegar hún fór út til að fóðra hænsnin. Ef einhver af hænum hennar varp á annars manns landi, var það svo stór glæpur, að hin seka varð alloftast að bæta fyr- ir yfirsjón sína með því, að láta Iífið. Kl. fjögur síðdegis, fremur kaldan dag, fór hún sjálf út til að safna isaman eggjunum, með upphneptum kjól, utanhafnarskó á fótunum og sjal, bundið um mittið. Hún var aðeins búin með starf sitt, þegar stofu-stúlkan kom til hennar með þá fregn, að frú Kerr væri inni í borðstofunni. “Taktu körfuna, Janet! ó,nei — eg skal gera það sjálf, þá getur hún séð hvað hænsnin á Castlebar verpa miklu í desembermánuði. Ber þú teið inn, en flýttu þér, Janet!” Hún varð Janet samferða inn í eldhúsið, lagaði fötin sín og tók af sér utanhafnarskóna, gekk svo með körfuna í hendinni inn í borð- stofuna, þar sem hún hreyldn mjög lét hana á matborðið. “IHvemig líður yður?” spurði hún vin- gjamlega, næstum því meðaumkandi, hina bein- vöxnu snotru frú frá Haugh. Mismunur 'þeirra var æði mikill. Loðkáp'an hennar frú Kerr, gerði hana unglegri og um leið kveifar- legri að útliti; hún var föl í andliti og augun þreytuleg, sem vinkona hennar skildi mjög vel. Margaret Alardyce var sönn fyrirmynd heil- brigðinnar, þreks og ánægju. Alice Kerr fann til öfundar, þegar hún leit á hana. “Þér lítið svo þreytulega út; emð þér ekki heilbrigðar, frú Kerr?” ‘ ‘ Eg er heilbrigð, en eg kom gangandi hing- að, og leiðin er hæðótt og erfið”. “Gangandi? Er þá ékki nóg af hestunum á Haugh?”. “Jú, en ökumaðurinn er með Alek inni í bænum, og eg hefi enga andstygð á að ganga. Loftið er heilnæmt og mig langaði til að tala við yður.” “Farið úr yfirböfn yðar og dveljið hjá mér dálitla stund. Róbert getur flutt yður heim”. “Eg get ekki beðið lengi. Eleanor kem- ur heim í kvöld.” “Er það. Nær kemur hún?” “Klukkan átta, ef Lojidonlestin verður ekki tafin. Ef slíkt skeður, símrita þau, og við sendum vagninn til Kilardye til að mæta þeim”. “Er Eleanor ekki alein? Hver er með henni ?. “Vinir hennar, Brabants, koma með henni til okkar”. “Era þeir franskir?” “Já”. Frú Allardyce, sem var að telja eggin í kÖrfunni, hætti því skyndilega og horfði rann- sakandi augum á vinkonu sína. “Þér virðist ekki vera sérlega glaðar af að hugsa um komu þeirra”. “Það gleður mig alls ékki. Eg vildi helst að Eleanor hefði komið einsömul”. “Það hefði nú verið best. Ókunnugt ifól'k, einkum franskt, em ekki alt af viðfeldn- ir gestir. Mig furðar að hr. Kerr viil taka á móti þeim”. “Það vekur líka undran hjá mér, en eg held að hann sé forvitinn eftir að sjá þá.” “Hvemig líður honum?” |LT s • .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorilbirgðir tegundum, geirettur og ab,- konar a<hir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. • ------Limited---------- HENRY iVE. EAST - WINNIPEG Winnipeg Brick Company Limited Verksmiðjueigendur og kaupmenn — verzla með — SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti í steypulím o. s. frv. Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust. Phones F.R. 700—701 The Dowse Sash & Door Co. Ltd. —Búa til og Verzla með — Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla. Úrval af hörðu og mjúku timbri — Hringið N 1156 — “Hann er betri núna. Eg vil óska að hann geti forðast víndrykkjuna meðan þessir gestir eru hjá okkur”. “ó, já, eg skil kvíða yðar áður en þér minnist á þetta, og er líka 'kvdðandi yðar vegna en þama kemnr Janet með teið. Farið þér úr kápnnni yðar. Það er huggun í góðum te- ibolla fyrir dkkur”, sagði hún vingjamlega og flutti lítið borð að ofninum. Það var farið að rökkva, og skuggarnir hópuðust saman í viðfeldnu borðstofunni, sem ekk var eins stór og skrautleg eins og á Hangh en enn þá viðfeldnari og nettari, því frú All- ardyoe var sú kona, sem flutti alúð og heimil- is ánægju með sér, hvar ,sem hún var stödd. “Eg er svo óróleg og hugsandi”, sagði frú Kerr, “hafið þér nokknm sinni haft gmn u'm yfirvofandi óhapp fyrirfram, frú Aallar- dyce?” “Nei, en eg hefi aldrei haft siamskonar sorgirmg þér hafið orðið að búa við. Eg hefi aðeins einn son, og hann er meðal béstu manna heimsins, alveg eins og faðir hans var á nndan bonum”, svaraði Margaret Allardyoe næstum hátíðlega, “gæti eg aðeins þakkað guði eins og mér þer, fyrir alla hans blessun”. “Robert er elskuverður maður, þó við getnm enn ekki sagt, að hann sé eins elskuverð- ur og faðir hans var”, sagði frú Kerr. “Eg skil ekki að eg skuli vera svo kvíðandi, já svo hræðiléga kvíðandi fyrir mínum börnum.” Það var einhver ’beiskja í róm hennar, sem 'kom frú Allardyce til að bera innilega með- aumkun með henni. Það að hún gat ekki fund- ið hin réttu orð til að lýsa meðaumkan sinni, þagði hún. “Trúið þér erfðalögunum, frú Allardyce? Trúið þér því, að hörn verði að líkjast for- éldrum sínum?” spurði frú Kerr skyndilega. “Eg hefi ekki hugsað um þessa spumingu ítariega, en eg get ekki annað en haldið, að böm verði að líkjast foreldmm síntím að meira eða minna leyti”, svaraði frú Allardyce með varkárni, “ en það er oft komið undir skynsemi þeirra og eðli, hvort þau verða oss lík eða ekki”. “Haldið þér að sonur minn líkist föður sínum? Eg óska þess oft að hann hefði dá- ið í það skifti, sem hann var veiknr af flekku- '&ótt”, sagði hún fljótlega, og tvö stór tár runnu niður kinnar bennar. “Hann líkits ekki föður sínum”, sagði frú Allardyce huggandi með tárvotum augum, “hann hefir hið alúðlega geðslag móður sinn- ar”. “Ó, já, en eg á ekki við þetta — það er tilhnegingin til sterkra drykkja, sem eg hræð- ist. Eg er svo kvíðandi fyrir honum; það vofir bölvun og ólán yfir okknr”. “Eg hefi heyrt að þessi tilhneging hafi lengi verið í fjöilskyldu ykkar, en eg hefi aldrei heyrt neinn tala um Claude í sambandi við þetta. Hafið þér nokkura ástæðu til að vera hræddar?” ‘ ‘ Já, við háskölan var hann stundnm ölvað- nr. Willie Heron hefir sagt mér þetta, . og konan, sem hann er til húsa hjá í Cheshine, hdfir skrifað mér um það líka. Hvers get eg vænt, þegar hann kemur heim, og sér fyrir- mynd föðnr síns daglega?” Margaret Allardyce hvíldi hökuna á hendi sinni, og starði á eldinn. Hún var svo hrygg, að hún gat ekki lýst sorg sinni með orðum. “Ef eg væri í yðar spomm, frú Kerr, iskyldi eg banna að vín kæmi inn í ‘beimili mitt. Eg vildi ekki sjá Whiskyflösku á borðinn mínu” Frú Kerr brosti beiskjulega. “Þér gleytoið því, að á Haugh er hús- bóndi. Ef hann gefnr mér leyfi til þess að banna að vín komi inn í heimilið, þá skal eg fara að ráðum yðar”.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.