Lögberg - 10.08.1922, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.08.1922, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1922. t klMHMi KHnnii iguB>r.iaiswii Sérstök deild í blaðinu SÖLSKIN 1.1 iiniwituwiiiiwiii»u«ii umim INGERSOLL OG BEECHER. Á fundi lærða manna í Ameríku hittust þeir «itt sinn Beecher prestur og Ingersoll. Með sinni vanalegu miklu mælsku hélt Ingersoll fram sinni alþektu guðsafneitun, en aðrir svöruðu ekki. Sagði þá einn viðstaddur við Beecher, •hvort hann ætlaði ekki að svara og verja kenn- ingar sínar. “ónei”, svaraði Beecher, “eg tók lítið eftir því, sém hann sagði; eg var að hugsa um það, sem eg sá á leiðinni hingað”. “Hvað var það?” spurði Ingersoll. Því svar- aði Beecherr “Þegar eg gekk hingað eftir N- götu, sem ekki er ‘steinlögð og þar af leiðandi voðaleg forug, þá sá eg aumingja mann, sem gekk á tveim hækjum; hann ætlaði að fara þvert yfir götuna, en festist í forinni og datt. Þegar hann ætlaði að komast á fætur aftur, kom þar að maður, sem tók báðar hækjurnar frá honum og fór burtu með þær, en maðurinn lá ósjálfbjarga eftir í forinni.” “Það var illa gert”, sagði Ingersoll. “iSama gerið þér”, sagði Beecher; “þér takið daglega frá mörgum, sem haltra í trúnni, trúarstafinn, sem þeir ætluðu að styðja sig við, en liggja nú eftir í for synda og örvæntingar. Að reisa prýðilega höll geta efcki aðrir en meistarar, en að kveikja í þeirri höll og brenna liana til ösku þarf ekki að vanda meira en svo, að fá til þess óbótamann eða aumasta vesalmenni. STEINNINN A ÞJÓÐVEGINUM. Ríkur fursti suður í löndum lét eitt sinn velta stóxum steini á miðjan þjóðveginn nálægt sumarbústað sínum. Tvo af trúustu þjónum sínum lét hann leggja 10 gullpeninga undir stein- inn, um næturtíma svo engir aðrir en þessir tveir þjónar vissu þaðJ Utan á peningaumbúð- irnar var ritað: “Þessi bögguil er eign furstans N.N.”. Margir dagar og vikur liðu svo, að ekki kom frétt af gullpeningunum og steinninn lá kyr á veginum, var 'hann þó rnörgum ferðamanni til meins. Sumir brutu vagna sína, þegar þeir sneiddu fvrir 'steininn út af veginum ; þeir sögðu að aðrir gættu gert það, og sér kæmi ekki við, þó aðrir meiddu ,sig á honum. Loksins fór um veginn atorkumaður, er sjald- an þurfti að fara þann veg. Þegar hann sá steininn, nam hann staðar og sagði: “Þetta er meinlegur steinn; menn og skepnur geta meitt •sig á honum í myrkri”. Svo tók hann á stein- inum og velti honum út fyrir veginn. Um leið sá hann böggulinn með gullpeningixnum og hver eigandinn var. Hann fór því samstundis til furstans og afhenti honum sjóðinn án þess að 'heimta fundarlaun. Furstinn þakkaði honum og bað hann að bíða hjá sér nokkra daga, því bráðlega ætlaði hann að boða til fundar. Þegar fundardagurinn var kominn og fjöl- menni mikið, sté furstinn í ræðustólinn og sagði um leið og hann rétti fram gullepninganna: “Þessir gullpeningar hafa fundist undir stein- inum, sem lengi lá á miðjum þjóðveginum og margir ykkar hafa blótað, en enginn viljað leggja .á sig, að velta burt heldur ætlað öðrum að gera það. iHefði ykkur verið ant um annara gagn, þá hefðuð þið velt steininum og um leið innunn- ið vður rífieg fundarlaun. Eg veit að flestir yðar hafa þá réttlætistilfinningu að játa því, að sá, sem steininum velti, eigi skilið endurgjald fremur en þeir, sem gengu fram hjá honum og létu 'hann liggja öhreyfðan, enda skal sá maður, sem velti steininum, eiga gullsjóðinn óskertan og vináttu mína með. Og virðingu mína skulu ]>eir af yður hafa, sem ekki reynið að velta skyld- um yðar yfir á aðra, heldur búið f haginn fyrir samferðamenn yðar”. VINNAN ER LÆKNIR. “Lífið er leiðinlegt”, segja margir. Menn mega aumkast yfir þá, sem ekki hafa meiri vilja- kraft en svo, að geta ekki hætt því. að vera sér og öðrum til leiðinda svo lengi, sem veikindi okki ama að manni. iÞeir, sem leiðist lífið, eiga hægt með að fá sér meðal sem Tæknar, og það er vinnan; hún er langbesta lækningin við leiðindunum. Þeim, sem hafa fastan ásetning, að komast að ein- hverj-u takmarki, leiðist aldrei meðan þeir eru að vinna að því. Margir, sem vinna þreyttir 'fyrir lífi sínu og sinna, öfunda þá, sem ekki þurfa að vinna, en slíkt er misskiHngurj Let- ingjum og iðjuleysingjum líður oft miklu ver en þeirn, sem vinna sífelt og keppa eftir 'því, að lifa heiðarlegu og gagnlegu lífi. ENGLARNIR. Baniið lá í andarslitrunum og tveir englar stóðu við rúmið, albúnir að fljúga með sál barns- ins. lEngillinn A lítur á engilinn B og sér að hann grætur; segir hann þa: “Þu grætur; af hverju ertu að gráta?” Engillinn B.: “Eg kenni svo mjög í brjósti um foreldrana, að missa svona elskulegt bam, og eg hryggist af því að sjá hve harmþrungin þau em”. Engillinn A: “Þú hefir ekki lært enn þá að beyja þig undir Guðs vilja. Þxí veizt þó vel, að hann er algóður og alvitur, og getur því ekki annað gert en það, sem best er. Þér væri nær að leitast við að hugga þau”. [Fllngillinn B: “Eg kann það ekki”. Engillinn A: “Þú sérð þó það, sem stend- Fyrir börn og unglinga | Professional Cards ur með gyltu letri á andliti barnsins; lestu það, já lestu það svo hátt að foreddramir heyri það” — og lEngillinn B las svo hátt, að foreldramir heyrðu glögt það sem liann sagði, og hann opn- aði augu þeirra, svo þau sáu það sem skráð var. A litla enninu stóð: “Eilífur friður”. A brjóstinu og lijartanu: “Fullkomlega hreint”. Á litlu höndun'um: “Aldrei skulu þessar hend- ur saurgast af óhreinum né vondum verkum”. Á litlu fótunum: “Aldrei skulu jarðneskir þyrnar stinga þessa fætur”. augnalokunum: “Aldrei skulu sorgartár væta þessa brár”. Á vörunum: “Engin sorgarstuna skal fara út milli þessara vara, heldur einungis eilífur engla- söngur og himneskt bros skal sífelt leika um þær.” Og barnið lá brosandi í rúminu, ^þegar englarnir flugu af stað með sál barnsins til Guðs. En foreldrarnir sátu eftir huggaðir og hughraustir af því, sem þeir höfðu heyrt og iséð. BARNIÐ OG GAMLI MAÐURINN. Gamall maður sat í jámbrautalest og var að lesa dagblað. Á bekknum á móti honum sat ung kona með ungbam, sem alt af var að gráta. Loks gat hún huggað það litla stund. en svo byrjaði barnið aftur að orga. Þá var þolinmæði gamla mannsins þrotin, svo 'hann segir reiður: “Getið þér ekki látið þenna hrafnsunga hætta þessu gargi, það er óþol- andi að sitja hér lengur”. “Eg hefi gert það sem eg get”, segir konan, “barnið þekkir mig ekki, eg er ekki móðir þess”. I “Hvar er þá móðirin?” “Hún er í aftasta vagninum hér í lestinni og liggur þar í líkkistunni sinni”, sagði konan með tárin í augunum. Við þessi orð hvarf reiðisvipurinn af gamla manninum. Hann lagði dagblaðið frá sér, tók bamið á kné sér og sagði: “Þú hefir ástæðu til að grát aautainginn móðurlaus, þótt þú vitir ekki, hvers vegna þú grætur”, og svo tók hann gullúrið isitt og-fleiri glansandi hluti, til þess að reyna að hugga bamið. Svona fer oft. Menn segja ýmist viljandi eða óviljandi ranglát orð og særandi fyrir þá, sem saklausir em. Vel sé þeim, sem finna til þess, og breyta líkt og þesisi gamli maður. EINSETUMAÐURINN OG VERKA- MENNIRNIR. l Verkamenn nokkrir, sem kornu frá vinnu, gengu kvöld eitt heimleiðis eftir árbakka, mætir þeirn þá einsetutaaður gamall. Þeir taka hann tali og segja við hann: “Þú ert maður vitur og réttlátur, segðu okknr álit þitt, 'hvort okkur sé ekki vorkun, þótt við séum gramir við auð- mennina, sem aldrei drepa hendi sinni í kalt vatn, né snerta á vinnu, en við erum lúnir á hverju hvöldi af istritvinnu fyrir þá”. Einsetumaðurinn réttir úr höndina og spyr, hvort þeir hafi látið smíða skipin, sem liggi á ánni, eða verksmiðjurnar sem standi á árbakkan- um hinu megin. Þeir neita því. Hann: “Ef auðmennirnir, sem þið töluðuð um, hafa látið gera þetta, þá er það þeim að þakka, að þes'sar ])iisund hendur eru í hreyfingu daglega á skip- unum og í verksmiðjunum, fjölskyldum verka- manna til uppeldis. Eruð þér ekki í neinni þakklætisskuld við þá, sem lögðu til hugvit sitt, og þá «em hættu fé sínu í fvrirtæki, sem óvíst var, hvort mundu bera nokkurn arð. Hefðu þeir ekki vogað fé sínu, þá væru engin skip þarna né verksmiðjur, þar af leiðandi hefðuð þér enga atvinnu þar.” Verkamennirnir sögðu, að þá hefðu þeir fengið vinnu annarstaðar. Einsetumaðurinn: “Það bæri að sama brunni; þar 'hafa ]iá aðrir efnamenn upphaflega lagt fram fé í óvissu til að koma á fót fvrirtæki. sem margir hafa nú atvinnu við”. Að svo mæltu tók einsetumaðurinn prik sitt, kvaddi og hélt leið sína, en verkamennirnir voru ekki ánægðir með réttsýni hans, sem þeir í upp- hafi hrósuðu. GAMLA LtSA. Þegar læknirinn H. gekk að heiman um morg- uninn frá nýju skrautbyggingpnni sinni, þá mæt- ir hann gömlu Lísu. Hann þekti, að hún var heilsulítil og bláfátæk, en vel þokkuð af öllum, sem þektu Iiana, fyrir ráðvendni hennar. Hún þjó í fátæklegu og litlu þakherbergi, en var 'þó þrátt. fyrir veikindi og fátækt síglöð og kvartaði aldrei. Læknirinn heilsaði gömlu Lísu og spyr hana, hvemig heilsan væri núna og hvort hún hefð'i ekki gaman af því að sjá nýbygða húsið sitt.Hún játar því með þakklæti og svo sýnir hann henni mörg herbergi hvert öðiu skrautlegra; en hiín lét enga undm í ljósi, svo það leit svo út, að henni þætti lítið meira varið í þessa skrautlegu her- bergi, en gamla þakherbergið, sem liún sjálf bjó í. Þegar læknirinn var búinn að isýna gömlu Lísu öll herbergin, ])á spyr liann hana, hvernig henni lítist á nýja bústaðinn sinn. “Ó! hann er mjög fallegur”, segir gamla Lísa, “og það gleður mig að lækninum líður vel í ]>essum ljómandi luístað, en miklu fegri verður bústaðurinn minn bráðlega, þegar eg flvt úr þak- herberginu mínu”. Læknirinn stóð undrandi og spyr: “Ætlar Lísa að flytja sig — og livert?” Lísa gamla sagði brosandi: “Lýsinguna af tilvonandi bústað mínum hefi eg í biblíunni minni, I iiiDiwiuiwmiitiwaiiwithwiiMmiwiiHHnawiwmimwiiiiKmmuti^S og þaðan þarf eg aldrei að flytja. Eg óska yð- ur, góði læknir, alls góðs í þessu fríða húsi, en þér búið héma svo stuttan tíma, bráðum verður læknirinn Kka að flytja sig, þótt hann sé ríkur, og þarf ])ví, eins og eg, að hugsa mn nýja bú- staðinn sinn”. Svo kvaddi ganda Lísa og tölti við prikið sitt, glöð eftir vanda, heim í litla þakherbergið SÍtt. ( ■ SKRÍTLUR. Björn Gunnlaugsson var eins og flestir vita gáfumaður og göfugmenni, en var stundum ut- an við sig, sem svo er kallað, eins og sumir lær- dómsmenn. Sem dæmi þess er sagt, að þegar liann á landmælingaferðum sínum reið heim að bæ nokkrum, kom liundur á móti honum með ofsa- grimd og gelti, segir þá B. G.: “Mér lýst að þér þegið — já — ekki ætlaði eg nú að þéra yður”. Arið 1900 var hús landsbankans bygt, þá var fátækt mikil á Álftanesi, svo sýslan varð að taka landsjóðslán handa hreppnum. Þegar bú- ið var að reisa húsið gengu Pétur og Páll fram 'hjá ]>ví, en báðum hafði verið neitað um lán í bankanum sama daginn; Pétur segir þá. “Þetta lítur út fyrir að vera dálaglegt hús’k Páll: “ójá! en til hvers er það, að byggja svona hús, þegar bankinn er peningalaus, það er iíkt eins og Álftnesingar færu að kaupa sér peningaskáp”. Tveir bændur komu austan yfir heiði til Reykjavíkur þriðjudaginn í föstuinngang 1909. ’Eins og fleirum þann daig, þótti þeim gaman að hlusta á þingræður, og gengu til þinghússins, er ])eir koma að dyrunum, lítur annar upp fyrir sig og segir: “Hvað er þetta? þorskurinn er horf- inn af þinghúsinu”. “Þeir hafa líklega fleygt honum”, segir hinn, og svo var ekki meira rætt um það. En þegar þeir höfðu setið um stund á áheyrendapallmum og hlýtt á ræður tveggja ó- nefndra þingmanna, þá segir annar. “Nú veit eg hvað orðið hefir af þorskinum, lionum hefir slegið inn.” 1905 átti J. N. heimiU í Reykjavík, en flutt- ist um haustið norður að Eyjafirði. Næsta vor scndi hann nokkra xnenn til Rvíkur, til þess, að sækja ])angað gamalt og hrörlegt þilskip, sem hann skildi eftir um haustið. Þegar G. frétti er- indi mannanna þá segir hann: “Ætla 'þeir að fara sveitir eða fjöll norður, sjóveg komast þeir ekki með skriflið”. IIEILRÆÐI. Blaðastjóri í Ameríku, sem átfi mjög útbreitt dagblað, lofaði nýlega verðlaunum þeim, sem sendu bestar heilbrigðisreglur. Margir vildu vinna til verðlaunanna, svo blaðastjórinn fékk stóran bunka af slíkum sendingum. Þær bestu voru prenfaðar, en þessi heilræði fengu hæstu verðlaun: 1. Kepptu eftir því, að hafa ætíð glaða lund. 2. 'Gerðu þér það að fastri reglu að reiða'st ekki og ergja þig ekki yfir smámunum. 3. Dragðu andann djúpt og ætíð með nefinu. 4. Sofðu aldrei lengur en 8 klukkutíma þegar þú ert heilbrigður, og helst í köldu herbergi, þar sem bæði loptið og herbergið er hreinf. 5. Borðaðu ékki mikið, en tyggðu matinn vel. 6. Vinna verður þú daglega, og ekki eyða meiru en þú aflar þér. 7. Sæbstu eftir að vinna sanran með heilsu- hraustum mönnum, og helst með þeim, sem huigsa og tala skynsamlega. Benjamín Franklín gaf æskulýðnum þessi heilræði: Sparneyti, Borðaðu aldrei evo mikið, að starf þitt verði þér erfiðara á eftir, og drektu aldrei svo mikið áfengi, að þú verðir kendur. Þagmælská. Segðu aðeins það, seta. þú eða aðrir hafa gagn af, en hafðu ekki orð á því, sem einskis er vert eða öðrum til skaða. Reglusemi. Láttu hverja sýslan hafa sinn tíma og hvem hlut sinn stað. Akvörðun. Einsettu þér að gera það, sem skyldan krefur, og fraimkvæmdu nákvæanlega það, sem þú hefir einsett þér. Sparsemi. Neitaður þér uta þau útgjöld, sem hvorki verða þér né öðrum að sönnu gagni. Evddu engu til ónýtis. Iðjusemi. Eyddu aldrei tímanum til ónýt- is, vertu isívinnandi að því, sem þér og öðrum er til galgns. Hreinskilni. Vertu ráðvandur og hreinn í huga og talaðu samkvæmt því. Réttlæti. Gerðu það ekki öðrum, sem þú vilt ekki að þér sé gert. Dæmdu ekki aðra hart. Jafnlyndi. Vertu ekki reiðigjarn né hefni- gjarn. 'S'tiltu þig, ]>egar þér virðist aðrir gera á hluta þinn. Temdu þér glaðlyndi og jafnaðar- geð. Vertu stiltur í mótgangi. Hreinlæti. Forðastu óhreinindi á líkama þínum, á fötum þínum og heimili þínu. Auðmýkt. Reyndu að líkjast Jesú. Franklxn tók sér fyrir að læra eina dygð í einu og svo tólc hann fyrir þá næstu, þar til hann hafði lært. og tamið sér þær allar; þá fékk hann sér vaisabók og bjó til í hana skrá þannig, að stryk var fvrir livem dag vikunnar og fyrir hverja dvgð, og svo iskrifaði hann á hvesju kvöldi, hverja af dygðunum harni hafði vanrækt þann dalginn. Margt bamið og margur unglingurinn hefíSi gott nf að eiga slíkt vasakver, og skrifa í það á hverju kvöldi eins og Franklín gerði. Eg hefi þekt unglinga, sem gerðu það. Tr, ö. I — Almanák hins íslenska Þjóðvinafélags. DR.B J.BRANOSON 701 Lilndaay BollUlivt Phone A 70*7 Office tlniar: I—? BefmUi: 776 Viotor St. v’honé': A 7122 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON 70i Mndeay Building Offioe Phone: 7067 Offflce tinxar: 2—3 Hoiniill: 764 Viotor St. Telephone: A 7b86 Winnipeg, Man. 1 DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Ofíice: A 7067. ViCtatetfani: 11—12 og L—6.80 10 Tliclina Apts., lionu Strect. Phone: Slieb. 68SS. WINNIPHO, MAN. Dr- J. Stefánsson 600 Sterling Bank Stundar augna, eyrna, nef og kverkasjúkdóma. Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Tals. A3521. Heimili 627 Mc- Millan Ave. Tals. F 2691 Dr. M. B. Halldorson 401 Bo/d Buliding Cor. Portage Ave. og Bdmonton Stundar sérat&klega berklaa?ki og aBra lnngnaajOkdOma. Br at! flnna á ekrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. A 3521. Heimili 46 Alioway Ave. Talaiml: Sher- brook 216* Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman Ulenaklr IBgf neNnpu Skrifatofa Room »11 MoArthur Bullding. Portage Ave. P. O. Boi 1666 Phonea: A6849 og 6849 W. J. UNDAL * OO. W. J. Lindal. J. H. IJndal B. StefAnsaon. I.ögfræfHngar • 1207 Unlon Trust Bldg. Winrigag pg. er elnnig a6 ftnna á aftirfylgt- andi tlmum og etöBum: Lundar — t hverjum miBvikuáagl. Rlverton—Fyrata og >rl*Ja triBjudag hvers mánaBar O-ti vll—Fyrsta og þriBJa mi*- vikuðag hvera máaater r Arni Anderson, íal. lögmathir í félagi viC E. P. Gartand Skrif*t»fa: 801 Blectrlo Ratt- way Gham'ber*. Telephone A 8187 | ■ ■ ,,^»i»T'i,‘*.. II r B JHXJ arni g. eggertsson, tslenzkur lögfræWngur. Hefir rétt tll aC flytja mál b«CI i Manitaba og Sackatchewaa. Skrifstofa: Wynyaro, Sa*. Dr. Kr. J. Austmann M.A. MD. LMCC Wynyard, Sask. DR. A. BLONDAL * 818 Somerset Bldg. Stundar sérataklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Talsími A 4927 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Ðlock Cor. Portage Ave. ag Donald Streat Talsími:. A 888» DR. J. OLSON Tannlæknir 602 Sterling Bank Bldg. Talsími A 3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. ©39 Notre Dame Avenue Vér leggjum aérat&ka áharaiu é aB aelja meBöl eftlr forakrlftum laakna. Hin bestu lyf. sem hægt er a* fÁ eru notuB eingöngu. fegar l>ér komfB meB forakriftina til vor, megiB Þéf vera vias um fá rétt þat5 sem lieknta- inn tekur tH. OOI1OL1EUGH A CO. Notre Dame Ave. og Stierbrooke 81 Phonee N 7659—7959 Gifting&lyflsbréf aeld A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Salur likkistui og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfretn- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. talsínal N 6o©» lleimilia talsiinl N 6607 Vér geymum reiðhjél yfir urinn og gerum þau eins og af , ef þess er óskað. Allar tagvrad- ir af skautum búnar til sam. kvæmt pöntun. ÁreiÖanlegt verk. Lipur afgreiðala. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ava. DR. W. E. ANDERSON 307 Kennedy Bldg. Ph. A 7614 (gagnvart T. Eaton Co.) Sérfræðingur i augna, eyrna, nef og kverkasjúkdómum. Viðtalstími: 9-12 f.h. 2-6 e.h. Heimili 137 Sherbrooke Street, Sími Sher. 3108 Lafayettc Studio G. F. PENNT IijósmyndasmiSur. Sérfræðingur 1 að taka hópmyndir, Giftingamyndir og myndir af hell- um bekkjum skölafölks. Phone: Sher. 4178 489 Portage Ave. Winnipeg Verkstofu TsK: A 838S lleun. Tals.: A «384 G. L Stephenson PLUMBER AUakonar rafmagiMtáhöld. svo srai tfraujirn víra, allnr tegundlr af giöeuin og ailTSkt 'kstteris). VERKSTQFA: 676 HDNIE STREET Giftinga og 11 ✓ Jaröarfara- °*om með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST IOHN 2 RiNG 3 Phones: Office: N 6225. Heim.: A7996 Halldor Sigurðsson Genaral Contractor 808 Great West Permanent Loan Bldg., 856 Main St. I J. J. Swanson & Co. Verzla með fastelignir. Sjá um lelgu & húsum. Annast lán og eldsábyrgö o. fl. 808 Paris Building Pliones A 6349-A 6310 JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐUR HeimiHstals.: St. John 1844 Skrlístofu-Ws.: A 6557 Tekur lögtaki bæðl húsaleiguskuld^ veðskuldir, vixlaskuldir. Afgreiöir al sem að iögum lýtur. Skrilstofa 355 Main Straei

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.