Lögberg - 10.08.1922, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.08.1922, Blaðsíða 6
■VÍU. « LOGKBRG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1922. Fjölskyldan á Haugh Saga frá Skotlandi eftir ANNIE SWAN. pjg held að íbúar Kinghoms sóu ekki yfirburða gæfuríkir, hvað heldur þú Eleanor? sagði frú Allardyce svo þurlega, að óðalseig- andmn hristi hendi hennar, og kona hans brosti. Svo kvöddust fjölskyldumar, og óku burt 1 gagnsheðar áttir. Perðin heim var skemti- iegri en ferðin til kirkjunnar, því Louis Bra- bant, sem sá að hann hafði vakið óánægju, reyndi alt hvað hann gat til að vera ástúðleg- ur, og þegar komið var heim að Haugh, 'hafði hann vakið slíka kæti hjá gestgjafa sínum, að hann bauð honum að verða sér samferða í hest- husið og fjósið. Frú Kerr fór inn í herbergi dottur smnar, til þess að tala við hana, áður en hun for inn í sitt eigið. “Hvers vegna gerðir þú föður þinn svo reiðan i morgun, Eleanor?” spurði hún “það var yficsjón þín, ef þú vilt að hann sé kurt- eis við vini þína”. “ Það er ofur auðvelt að móðga pabba, er þa e-ki satt, mamma? Hvers vegna gat ferða?e”kl ^ &ð V6rða Brabant sam- . var einmitt þetta, sem honum gramd- ist lEleanor! f>ú ættir að þekkja hann nú orðið. Við verðum að hlýða honum, ef við viljum koma okkur saman og lifa við frið Við áttum í tilfinnaniegum ófriði áður en þií forst, °g eg vonaði að þú hefðir lært þolin- mæði”. e “'En eg skil ekki hvers vegna tvær full- orðnar manneskjur eiga að láta skipa sér eins og lx>rnum, eingöngu af því að faðirinn er í s æmu skapi”, sagði Eleanor gremjuleg. “Þú ættir ekki að tala um föður þinn á 'þennan hatt, Eleanor. Eg var líka reið við þig fynr hádegið. Hve lengi ætla vinir þín- ir að vera hér?” “Þeir eru aðeins nýkomnir!” svaraði Eleanor hálf hrædd. Faðir þinn hefir spurt mig um það. Við kunnum alls ekki vel við þá”. “ Flvers vegna ekki? J>au eru mjög alúð- legar personur, þó þau séu ólík vinum okkar her heima. Eg varð mjög reið við frú Allar- dyce ! dag. Hún sýndi ekki vinum mfnum minstu ogn af kurteisi. Bobert ætti sannar- lega að asaka hana”. • Í!'1', K®rr h?rfSi alvarlega á dóttur sína. >u ættir ekki að lasta þína gömlu vini, Eleanor. Ef þú einhverndaginn þarft hjálp- ar og huggunar, þá munu þeir gera meira nokknr hinna nýju vina vill gera” x ía ^a ebki’ ma™ma, en þú veist að fru AJIardyce er um of hreinskilin og óhik- an l' Hvergi annarstaðar en þar vilja menn þola það viðmót, sem hún sýnir fólki er henni . ar ekkx. Mig furðar að Robert skuli vera ems og hann er. Haun var sannarlega kjark- goður og fallegur í dag. Hann er fríður maður sýnum, og • það sem meira er virði, hann er góður og eðal- lyndur maður”, sagði frú Kerr hlýlega, “sú stúlka, sem hann giftist, verður gæfurík kona”. 1 “Já, það verður hún að líkindum”, svar- aði Eleanor utan við sig, og móðir hennar, sem skildi að hún hugsaði ekki um þann mann, sem þær töluðu um, stundi og fór út úr her- berginu. 7. Kapítuli. Brabants mæðginin voru ekki búin að vera lengi á Haugh, þegar Kerr var orðinn leiður yfir þeim, og þegar kvenfólkið var geng- ið til hvíldar þetta sunnudagskvöld, varð á- kaft rifrildi milli hans og hins unga gests á heimilinu. Þeir sátu báðir í reykingjaher- berginu, og Louis Brabant áleit, að hann mætti ekki missa þetta tækifæri. Hann var orðinn leiður á þessu rólega lífi í sveitinni, og þar eð hann vildi giftast Eleanor aðeins vegna peninganna, fanst hon- uimi nærvem hennar alveg óþörf. Að öðru leyti var hann og móðir hans mjög ánægð með heimsóknina, því þau höfðu séð að Elenors- fjölskyldan hafði góða stöðu í greifadæminu, og að faðir hennar var rífcur, duldist þeim ekki. “|E|g hefi undanfama daga hugsað um nokkuð, sem þér sögðuð við móður mína í morgun”, sagði Louis með auðmjúkum svip. “Hvað er það?” spurði Kerr vingjam- lega. Hann var í góðu skapi þessa stund, og grunaði alls ekki hvað Louis átti við. i “Það er viðvíkjandi dóttur yðar. Þér sögðuð, að þér vilduð ekki leyfa henni að giftast manni, sem ekki ætti heima í þessu 'héraði”. “Já, eg sagði það”, svaraði Kerr, “og það er líka alvara mín”. “En geta engar kringumstæður átt sér stað, sem nevða yður til að breyta þessu á- formi? Það er lífclega ekkert úrval af ung- um mönnum hér?” “Það eru nokkrir hér, sem eru nógu góð- ir fyrir Eleanor”, svaraði Kerr hörkulega. 1 ‘Eg skil mjög vel, að hún getur fengið hvern som hún vill hér um slóðir. En ef hún nú elskaði ókunman mann, munduð þér verða því andstæður?” “Já, það mundi eg verða, en auðvitað verður það háð ýmsum öðrnm orsöknm ” “En er þetta ekki mikið ranglæti? Vilj- ið þér ekki viðurkenna að döttir yðar hefir sömu heimild til >að vdlja )sér eiginmanns, eins og þér höfðuð einu sinni til að velja yð- ur konu?” I “Hún er stúlka, og auk þess hneigð fyrir að láta heimskulegt rugl leiða sig afvega. Móðir hennar og eg, vitum betur en hún sjálf, hvað henni er hentugast og gagnlegt.” “Ætlið þér með þessu að láta mig ski'lja, að 'þér hafið nú þegar valið henni eiginmann ? ’ ’ Kerr kinkaði. “En afsakið, ef hún vildi nú ekki fara að ráðum yðar, af því hún elskaði annan mann, ætlið þér samt að þvinga hiana?” “Þó hún hafi felt ofurlitla ást til einhvers annar, þá gleymist hún bráðlega. Hún er aðeins nítján ára, svo það er aUs ekki undar- legt þó henni hefði dottið slíkt í hug. En þér rnegið vera viss um, að eg leyfi henni ekki að giftast hverjum sem vera vill, þó hún elski hann. ’ ’ Brabant reykti vindilinn sinn þegjandi um stund, gramur í skapi. Þessi þrjósklyndi, Skoti kom honum í vandræði. tHann vissi að hann varð nú að segja sannleikann og taka svo við afleiðingunum. “Eg giska á, að þér skiljið, hvað hefir komið mér til að fara hingað?” “Það kemur ekki þessu efni við. Eg hefi ákveðið hver verða skuli eignmaður Elea- nors, en það verðið þér aldrei”. “En ef hún elskar mig, og eg ‘hana? Eg er fátækur, það er satt, en eg get gefið henni nokkuð, sem ekki fæst fyrir peninga — gam- alt, mikilsvert nafn.” “Það getur hvorki veitt okkur mat né drvkk eða fatnað”, sagði Kerr byrstur”. “Ef 'þetta snertir framtíðar gæfu dóttur yðar, viljið þér þá ekki íhuga þetta málefni ná- kvæmara?” spurði Ijouís. ! “IÞér eruð að líkindum búinn að tala við hána, fyrst þér eruð viss um að gæfa hennar er undir þessu komin?” “Já, það hefi eg gert, en það var hugs- unarlevsi af mér, eg hefði fyrst átt að spyrja yður, og í því skyni er eg kominn hingað.” “Eg er alls ekki reiður við yður”, svar- aði Kerr rólegur, “'þó að þér og Elleanor haf- ið þvaðrað saman um eitthvað, sem er þýðinga- laust. En ef þér álítið, að eg vilji leyfa hennl að giftast yður, þá skjátlar vður stórkostlega”. “En hún hefir lofað að verða konan mín, og við elskum hvort annað”, en óðalseigand- inn var jafn ósveigjanlegur. “Það snertir mig ekki”, svaraði hann rólega. “Þér neitið þá samþykki yðar?” “Áreiðanlega satt”. “ Af hvaða ástæðu? Þér eruð ekki mjög kurteis við mig, hr. Kerr. “Eg vil ekki vera ókurteis”, svaraði Kerr, “en eg hlýt áreiðanlega að hafa heimild til að dæma fyrir mig um þetta efni. Hélduð þér í raun og veru, að eg, eða nokkur annar. vildi gefa dóttur mína manni, sem eg þekki að engu leyti?” “Eg get gefið yður fullnægjandi upp- lýsingar”, svaraði hinn reigingslega. “Farið þér til Fraisfort, þar fáið þér fullvissu um mig”. “Eg þarf hvorki að fara ti'l Fraisfort, né neins annars staðar”, svaraði Kerr. “Eg á aðeins þessa einu dóttir, og ef þér eða ein- hver annar heldur, að eg vilji gefa hana auð- gráðugum glæframanni, hvort sem hann er franskur eða þýskur, þá skjátlar vður.” Brahant stóð upp. “Þér móðgið mig, hr. Kerr. Ef þetta heimili væri ekki svo afvikið, eins og það er, skvldi eg undir eins vekja móður mína, svo að við gætum bæði á þessu augnabliki yfirgef- ið húsið. Eins og nú stendur, förum við auð- vitað snemma í fyrra rnálið”. ! “E|g held líka, að það _sé skynsamlegt”, svaraði Kerr þurlega. “En misskiljið mig ekki. Þó þér hafið móðgað mig, þá skal eg ekki gleyma dóttur yðar. Tlndir eins og hún er komin til lög- aldurs. geri eg kröfu mína gildandi”. “Þér megið gera það sem yður líkar best. Það eru máske vonbrigði fyrir yður að hevra, að ef hún giftist vður, á hún ekki einn skilding. Óðalið á bróðir hennar, og lausafé mitt, get eg gert við hvað sem eg vil. Það er best að þér fáið að vita þetta nú þegar”. “Þér móðgið mig enn þá meira, og komið mér til að gleyma hver þér eruð”, sagði Bra- bant drembilega, þó hann væri óður yfir því, að 'sjá skýjaborg sína velta um koll. Það er ekki ómögulegt að þér iðrist orða yðar og óskið, að þér hefðuð samþvkt það tilboð, sem þér neitið nú.” “Þegar sá tími kemur, skal eg gera yður aðvárt um það”, svaraði Kerr reiður. “Gróða nótt. Vagninn skal standa við dymar kl. níu í fyrramálið.” Brabant gekk út úr herberginu, en Kerr fvlti staupið sitt og lét tóbak í pípuna sína. Klukkan var nú rúmlega tólf, og frú Kerr, sem lá vakandi í herberginu upp yfir þeim, heyrði raddir þeirra, sem 'þeir, án þess að vita það, höfðu hækkað meir og meir. Hún heyrði Ifka að Brabant kom upp og gekk að dyrum móður sinnar, barði hægt á hurðina og fór þangað inn. Þá stóð frú Kerr upp, fór í morgunkjólinn sinn, og gekk ofan í reykinga- klefann. “Hvað er nú á seiði, Alék? Hefir ykk- ur Brabant komið illa saman?” “Já, komdu inn og lokaðu dyrunum”, svaraði hann og varð skapléttari þegar hann sá hana, því hann vissi að málefninu var ekki lokið enn þá. Frú Kerr settist hrvgg og kvíðandi. Kerr sá nú á þessu augnabliki, að kona hans var fremur veikluleg, en hann mintist ekki á það. “Hafðir þú nokkurn grun um, hvað kom þessum manneskjum ti'l að heimsækja okkur?” spurði hann. j “Ekki fyr en þær kómu, en eg skildi bráð- lega áform þeirra og það vakti hjá mér kvíða”. “Það var ekki að ástæðulausu; hann hef- ir fengið Eleanor til að samþýkkja giftingu þeirra, og eg átti bágt með að sannfæra hann um, að hann fengi aldrei mitt — ” “Og hvað ætlar þú að gera?” “Vagninn á að vera við dyrnar kl. 9 í fyrra málið, og svo aka þau til stöðvarinnar”. “Ó, eg er svo glöð”, sagði hún ánægð. “Við hefðum aldrei átt að bjóða þeim að koma hingað ’ ’. 1 “Nei, og þú varst líka alt af hikandi, en hvernig gat mig grunað, að íEHeanor vildi koma með slíkar manneskjur hingað? Ef hún gift- ist þessum franska manni, mun henni líða illa”. “Hvað segir hann?” spurði frú Kerr. “Hann talaði um sitt gamla nafn og óð- ulin sín í Frakklandi, og svo sagði hann, að hann vildi aldrei sleppa henni, og að hún skyldi giftast honum, þegar hún næði lögaldri, með eða án samþykkis míns”. ;■ “Og hverju svaraði ’þú þá?” “Eg sagði honum, að hún fengi ekki einn skilding, ef hún gengi í hjónaband án míns vilja”. “ Eg er hrædd um að við séum ekki alveg laus við hann enn þá”. j “ Því skyldum við ekki vera laus við hann eftir þetta? Hver á að tala við Eleanor, þú eða eg?” j “Máske það sé betra að eg tali við hana fyrst, hún verður eflaust hrygg”. “En eins verðum við að gæta.’ Hún má ekki fá tækifæri til að tala eitt einasta orð við Brabant áður en hann fer”. “Hún fær ekki tækifæri til þess, ef ‘hann fer kl. 9. í fyrramálið”. “Ó, tíminn til þess er nógur”, svaraði Kerr. “Segðu stúlkunni, að hún megi ekki vekja Eleanor snemma í fyrramálið, og eg skal sjá um iað vagninn komi nógu snemma. Eleanor er morgunsvæf. Þú hefir oft sagt, að hún mundi sofa til hádegis, ef enginn vekti hana.” “Já, þetta er gott áform, og eg ætla að tala við Katie”. “En heyrðu nú, Alice. Eleanor verður að skilja, að allar vonir hennar um þetta efni eru orðnar að engu, og því fyr sem hún áform- ar að taka Robert Allardyce, því betra”. Meðan hann talaði, seildist hann eftir flöskunni til að hella í staupið sitt enn þá einu sinni, en kona hans lagði hendi sína á 'hans hendi, og sagði í biðjandi róm: I “Láttu mig setja flöskuna burt. Þú ert búinn að fá nóg. Viltu ekki hátta? Kl. er bráðum eitt”. óðalseigandinn tók flöskuna, eins og hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði, og fylti staup- ið sitt. Hún stóð upp og stundi.; Hún vissi, að sér var ekki til neins að segja meira, en varð aðeins að líða þegjandi. “Það er of seint núna, Alice, að biðja urn þetta”, sagði hann vingjarníega. “Þú vissir hvemig eg var, þegar þú giftist mér; ætt mín er léleg; fæstir af áum mínum hafa dáið rólegir í rúmum sínum”. “Já, faðir þinn og afi dóu á þjóðbraut- inni. Það ætti að vera nægileg aðvömn fyr- irþig”. { “Það liggur í blóðinu”, svaraði hann, og orð ha.ns vöktu hroll hjá hennij Hún hugs- aði um Claude einkasoninn sinn, og hin óvið- feldnu orð föðursins, fyltu hana með kvíða. “Segðu ekki þetta, Alek. Hugsaðu um Claude og um Eleanor líka. Jafnvel hún get- ur hafa erft þessa hræðilegu tilhneigingu. Iæyfðu mér að taka flöskuna burt af borðinu”. “IFarðu að hátta, og lofaðu mér að reykja úr pípunni minni í næði ”, svaraði hann, og hún hlýddi honum þegjandi. Þegar hún gekk fram hjá herbergisdyrum frú Brabants, heyrði hún raddir inni, og henni fanst að hún hýsti óvini undir sínu eigin þaki. Svo gekk hún inn í herbergi Eleanors, og kveikti gasljósið. Eleanor svaf róglega, og hin hrygga móðir, sem öll þessi tuttugu og f jögur ár, sem hún hafði verið gift, hafði naum- ast lifað nokkurn dag án sorgar og kvíða, þakkaði guði fyrir hinn hressandi , og rólega svefn dóttur sinnar. Hún læddist köld og þreytt til herbergis síns, en bvíld gat hún enga fengið. Þegar hún heyrði klukkuna slá tvö, fór hún aftur ofan úr rúminu og út úr herberginu. 1 reykingaklef- anuim sá hún þá sýn, ,sem hún hafði áður séð margoft. Eldurinn í ofninum var dáinn, og hálf kalt þar inni, í hægindastólnum lá maður hennar steinsofandi. . Pípuna hafði hann mist úr munni sínum, og flaskan var næstum tóm. An þess að líta á hann, tók hún flöskuna og staupið, lét þau í skápinn og læsti honum. Svo reyndi hún árangurslaust að vekja hann, en hætti við, það bráðlega, og fór að kveikja eld í ofninum. Þegar hún sá að hann hafði lifn- að vel, tók hún dúk og breiddi hann yfir mann sinn, Slíkan greiða hafði hún gert honum ó- teljandi oft, og nú gerði hún hann næstum ósjállfrátt. V Þjonninn mundi að líkindum finna hann þama næsta morgun. Hann mundi vakna, lauga sig að venju sinni og koma ofan til morgunverð- ar talsvert hressari en kona hans. Enn þá hafði hin jámsterka heilbrigði hans ekki liðið neinn ama af háttalaginu, sem hann var vanur að brúka, en skuldakrafan mundi seint eða snemma koma, eins og hún kemur til allra þeirra, sembrjóta lög guðs og náttúrunnar. Og svo læddist Aliee Kerr, húsfreyjan á Haugh, aftur til herbergis síns, þar sem svefninn lét hana stundum gleyma sínum mörgu áhyggjum. 8. Kapítuli. KI. 7 næsta morgun kom Kerr inní búnings- \T * • 1 • k* timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir íegu„dum, ge,retlu, „g .i,- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðit að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —-----—--------Limited------------—— HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG Wionipeg Brick Company Limited Verksmiðjueigendur og kaupmenn — verzla með — SK8AUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti í steypulím o. s. frv. Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust. Phones F.R. 700—701 The Dowse Sash & Door Co. Ltd. —Búa til og Verzla með — Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla. Úrval af hörðu og mjúku timbri — Hringið N 1156 — klefann. Þar inni brann. eldur f jörlega í ofn- inum og frá honum harst birtan inn í næsta her- bergi, þar sem kona 'hans lá vakandi. “jEr þér ekki kalt, Alek? Eg kveikti í ofn- ínum fyrir skömmu síðan.” “Nei, mér er ekki kalt,” svaraði hann byrstur. “Eg hefisagt Katie, að hún ætti ekki að vekja Eleanor, og að við vildum neyta morg- unverrðarins klukkan átta. 1 ' “Það var gott. Nú skal eg strax fara of- an úr rúminu og klæða mig.” “Eg sá, að þú hafðir verið í reykingaklef- anum einu sinni ennþá í nótt. Hve oft á eg að segja þér, að láta mig vera í friði? Eg veit, að eg er heimskingi, og þú ættir helzt að láta mig afskiftalausan. Einhvem daginn orsakar það mér dauða minn hvort sem er, og því fyr þess betra fyrir þig,” sagði hann og fann til ■samvizkubits, þegar hann sá hið þreytta og hnuggna andlit ;konu sinnar. “Eg get ekki nð því gert. ” sagði hnn. “Ejf vil fóma hverju sem er, til þess að geta fengið þig til að hætta við þetta.” “Það er gagnslaust; þetta er meðfætt, arf- gengt. Allir forfeður mínir hafa 'þjáðst af þess- um veikleika. Hvernig get eg þá vænt að vera öðruvísi?” spurði hann svipdimmnr. “Samkvæmt þessari skoðun, verða bæði Claude og Eleanor fyrir sömu forlögum. Mér þykir svo vænt um að Claude bemur heim í dag, og af því að þessar manneskjur fara burt”. “Ef Eleanor fær að sjá 'þær, áður en þær fara, verður eflaust hávaða rifrildi”, sagði Kerr. “Eg held að þau 'hjón séu gæfuríkust, sem engin böra eiga”. Frú Kerr lá alveg kyr, þegar hann var farinn, andlit hennar virtist mjög fölt og alvar- legt við hirtnna, sem lagði frá ofneldinum. Hún hafði orðið að horga báu verði heiðurinn fyrir það, að vera húsfreyja á Haugh, og sorg- ir hennar voru ekki endaðar enn þá. Stundum 'hugsaði hún, að þær mnndu bvrja fyrir alvöm, eftir því, sem börnin stálp- uðust. Astina, sem hún hefði' getað gefið föður þeirra, eyddi hún handa þeim, og það var henn- ar innilegasta ósk, að þau gæti orðið glaðar, gæfuríkar ög góðar manneskjur, umfram alt, góðar. Samhúðin við mann, s'em hvorki óttaðist guð né manneskjur, sýndi henni hve lítilsverð öll heimsins dýrð er, í samanburði við þá bless- un, sem líf í guðsótta og mannkærleika veitir. Hún kvartaði ekki, því hún vissi, að hún hafði verðskuldað forlög sín. Tryggur og heiðar- legur maður hafði elskað hana á æskuárum hennar og hún hann, en hún bafði lirint hon- um frá sér, af því hann var fátækur. í öll þessi ár hafði hún ekki heyrt anmáð um hann, en að 'hann ætti heima erlendis, og að honum liði vel.l Hvort haun var giftur, hafði hún ekki heyrt getið um. Klukkan hálf átta var hún húin að klæða sig, og með hinni rólegu einbeitni sinni, sem bún oftlega óvænt gat látið í Ijós, gekk hún til herbergis frú Brabants og barði að dvmm. Þær voru strax opnaðar, og frú Brabant tók á móti henni með drambsömu látbragði. “Oóðan morgun!” sagði frú Kerr rólega. “Eg vona að þér hafið sofið í nótt eins vel og yður hefir langað til”. “Maðurinn minn lietir sn£>t mér. að þið ætlið að leggja af stað heim á leið í dag.” “Já. við föram í dag”, svaraði frú Bra- bant kuldalega, “ os/ eg vona að þér afsakið hreinskilni mína, þegar eg segi, að ef þetta er sýnishom af skozkri kurteisi, vil eg helst ekki kynnast meiru af henni”. “Við böfnm reynt að hava ölln þannig, að vður liði vel”, svaraði frú Kerr. “Það var leiðinlegt að manni mínum og syni yðar skyldi koma illa saman í gærkvöldi; en eins og ásig- komulagið er nú, sjáið þér eflaust, að það er heppilegast að við skiljum sem fyrst.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.