Lögberg - 28.09.1922, Blaðsíða 4
4
LOGBEBG, FmTOTAGIHK
28. SEPTEMBER, 1922.
Grikkir í úlfakreppu.
Ví&a er ástandið í heiminum óálitlegt og
margar þjóðir eiga við ervið kjör og allslags
raunir að búa, en líklega engár þó, eins og
(rrikkir. í stríðinu síðasta létust þeir vera
hlutlausir í bvrjun, enda þó áð það hafi verið
á allra vitorði, að konungur Grikkja, en þó
sérstaklega drotning hans, hafi viljað veita
Þjóðverjuim, og hefði sú stefna að ölium lík-
indum orðið ráðandi, ef Venizelos hefði ekki
tekið í taumana og iagst á sveifina með sam-
bandsmönnum, með öllu því afli sem hann átti
yfir að ráða..
Frá árunum 1918 og til 1920, höfðu Grikkir
300,000 menn undir vopnum og kostuðu ait það
úthaid. og stóð sá. her allur sambandsmönnum
til boða naer sem þeir vildu, eða þurftu á að
halda.
iAf her þeim, sem sambandsmenn höfðn í
Makkadoníu, og sem átti ekki all-iítinn þátt í
að brjóta á bak aftur 'hervaid Þjóðverja með
sigurvinningum sínum, voru 45 af hverju
ihundraði Grikkir.
Það má nú geta nærri, hve ægileg byrði
siíkt herúthald befir verið þjóðinni, þó maður
taki ekki hið minsta tillit til s'kaða þess og
sársauka, sem hún varð að þola í sambandi við
manntjón það, sem þátttakan hafði í för með
sér. Fvrir stríð það áttu Grikkir álitegan
verzlunarflota, en þeir mistu liðug 57^> af
honum í sjóinn, af völdum kafbáta, og er það
meira að tiltölu en nokkur önnur iþjóð misti.
Það ikvað við í öllum áátum, að þjóðirnar
væru að berjast til þess að vernda heimsmenn-
inguna. og til þess að binda enda á þessi ægi-
legu stríð, og sjálfsagt hefir það verið mein-
ingin. fvrir stórmiklum fjölda af fólki því sem
þátt tók í því. En þetta var ekki eina hug-
sjónin, sem barist var fyrir.
Leiðtogarnir, sumir hverjir að minsta
kosti, gjörðu sér vonir um ,að víkka lendur
sínar, — og þeim varð sumum að von sinni.
Kröfum Pólverja og Czedho,Slovakíu manna
í þá átt var fullnægt. Tala Búmeníumanna
óx um tíu og hál'fa miljón, eða úr sjö upp í
sevtján og hálfa miljón. Serba um níu og
hálfa miljón, úr fimm miljónum upp í fjórtán
og hálfa miljón. En til þess að fullnægja
kröfuim Grikkja, þá veittu samþand=menn þeim
eignarréttú Þra'kíu með sjö hundruðum og fjór-
um þúsundum íbúa og umsjón vfir Smvrna ílér-
aðinu með níu hundruð þús. manns. Alls bætt-
ist Grikkjum því, ein miljón sex hundruð og
fjögur þúsund manns, sem gjörir fólkstölu
þjóðarinnar sex mijónir, fjögur 'hundruð tutt-
ugu og fimm þúsund og þrjú hundi^nð.
Mannfall Grikkja í stríðinu og af völdum
Tvrkja, á því tímabili, nemur sex hundruð þús-
nnd manns og mannfall þeirra síðan, í stríði
því, sem þeir hafa verið að heyja við Tyrki og
Hevja enn, nemur meira en þrjú hundruð þús-
mdurn, svo tala þeirra er vart meira nú en
fimtm og hálf miljón.
Nú eru Tyrkir búnir að taka Smyma af
Grikkjum, og engin von til þess að þeir fái yfir-
ráð vfir því héraði aftur. En það er ekki
næpálegt, — Tyrkir sem eru útblásnir af sig-
urvinningum sínum, heimta líka að þeir láti
Þrakíu af hendi við sig, og stórveldin, þrátt
fyrir hátíðlegt loforð virðast ætla að ganga að
þeirri kröfu og nevða vesalings Grikki til þess
að afhenda þetta forna og söguríka hérað
Þrakíu, til Tvrkja. trt af þessu eru Grikkir
mjög æfir, sem vonlegt er, því fyrst og fremst
hefir þetta fvlki lengst af verið eign Grikk-
lands. frá því í fvrstu tíð að sögur fara af. —
Svo liggur það fast að Grikklandi að austan,
með fram Egea hafinu og er, og hefir verið
bvsrt af Grikkjum, eða að minsta kosti eru þeir
í miklum meiri hluta þar. Og svo finna þeir
sjálfa sig vfirgefna af stórveldunum og ein-
mana með skattabyrði svo þunga, að þjóðin rís
vart undir henni, og mest af þeim sköttum
hafa þeir tekið á sig í þarfir þessara sömu
stórvelda. sem nú virðast ætla að leyfa Tyrkj-
um að reita þá inn að skyrtunni.
Einn af mentuimönnum vorra tíma, sem
nvlega talaði um þetta mál, koinst svo að orði:
“Enginn atburður í sö.gu mannanna, gefur á»-
stæðu til meira vonleysis um 'hagkvæma sam-
vinnu á meðal þióðanna eins og handvömm sú,
sem sambandsþjóðimar hafa látið sig henda, í
sambandi vúð Austur-Etfrópu spursmálin.”
---z----o-----—
Sursum Corda.
“Sursum Corda” — lyftjð hjörtum vðar!
Einkunanrorð þessi hefir Urbain Ledox
valið sér.
Urbain Ledox. er einn af auðugustu
mönnum í landinu, af því að hann á ekki neitt.
En það eykur honum engrar áhyggju. Mað-
urinn er sterkari í sjálfstæðri fátækt, heldur
en þegar hann hefir gnægð fjár.
Eftir að hafa ferðast víða og kynst fólki,
hefir Urbain Ledox, 'komist að þeirri niður-
stöðu, að það sem fólk þurfi mest með nú, sé
þrek.
Með öðrum orðum, að það sem fólkið
þarf mest á að halda nú í dag, er hugrekki, og
það sem mest ógnar því er hugleysi.
Mennirnir eru hjálpvana hér á jörðunni.
Þeir eru unkringdir öflnm, bæði veraldleg-
um og andlegum, sem þeir hafa aldrei getað
síkilið.
Þeir vita ekki hvaðan þeir hafa komið,
eða hvert þeir eru að fara.
Mönuum kemur ekki saman um uppruna
þeirra; og um það hvað um þá verður, eru menn
ekki sammála.
Innan um alt það moldryk geta mennimlr
ekki gjört annað betra en halda áfram lífs-
baráttunni með hugprýði.
Dr. Fra/rik Crane.
-------o------
Stúlka sem segir sex.
Mabel Young, tuttugu og þriggja ára að
aldri. er eina Bandaríkja stúlkan, sem stjómar
stórri bifreið til olíuflutninga og
á hana sjálf. Stúlka þessi er fædd og upp-
alinn í olíunámabæ í Montana ríkinu og er flug-
greind og vel mentuð.
T samtali við blaðamann nokkum, Wilson
L. Wells að nafni, gaf ungfrú Young nýlega
eftirfylgjandi upplýsingar um sjáJfa sig:
“Afskifti mín af vöruflutningum, hófust
fyrir eitthvað fjórum ámm eða svo. Eg var
stálhraust og þráði æfintýralíf. Tveim ár-
um áður, hafði eg lokið gagnfræðaskúlanámi,
þar á eftir gengið á verzlunarskóla og lagt
stund á hraðritun, sem aðal fræðigrein. Mér
fanst eg enn væra á rangri hvllu og afréð því að
skifta um starf og byrja að nem'a hjúkmnar-
fræði.
“Árið 1917, heimsótti eg afa minn, er heima
átti skamt frá Chinook, Montana. Rak hann
þar matvöruverzlun í litlum smábæ. Þar lærði
eg að stýra vöruflutningabifreið, sem ekki var
þó stærri en það, að hún gat að eins borið þrjá
fjórðu úr smálest. Eg lék mér að því að
skreppa daglega til jámbrautarstöðvarinnar
fyrir gamla manninn og sækja þangað vörar.
E'kki nam vegalengdin nema nokkmm mílum,
en þó þótti mér slíkur leiðangur í fyrstu 'hreint
ekkert barnaglingur. Meiri æfintýri og örð-
ugri biðu mín samt í Wyoming, þar lærði eg
fyrst fvrir alvöru að meta gildi erfiðisins. —
Um jiessar mundir mátti svo að orði kveða,
að alt væri að ganga af göflunuim út af auðug-
um olíusvæðum, sem fundist öiöfðu rétt við
Winnet, ifæðingarbæ minn. Eg komst brátt
að þeirri niðurstöðu með sjálfri mér, að ein-
mitt þarna væri tækifæri til þess að vinna sér
inn álitlegan skilding á vöruflutningum. Eins
og þér vafalaust skiljið, þótti mér líkt og svo
mörgum öðram unguim stúlkum, gaman að því
a-8 eiga falleg föt og ganga vel til fara. En
mér dauðleiddist að vera sífelt að kvabba í
föður mínum um peninga og afréð því að
freista gæfunnar f nýjum verkahring, — leggja
•'« hvlluna bæði hraðritun og hjúkrunarfræði.
Mér tókst að fá fimm hundruð dala lán hjá
pappa og varði eg peningunum auðvitað til þess
eins, að greiða fvrstu afborgunina af tveggja
smálesta vömflutningabíl. Eg fékk meira en
nóg að starfa, og innan skamms tíma, hafði
mér græðst það mikið fé, að eg endurgreiddi
föður mínum lánið með hæztu vöxtum. En
það er ekki alt af lengi að breytast veður í
lofti. Botninn datt sngöglega úr olíuiðnað-
inum og eg stóð uppi með bílinn, dálítið af
skildingum, en enga atvinnu. Ekki dugði þó
að leggja árar í báí. Eg las daglega hvert
einasta tímarit um olíunámur, sem eg komst
jTir og sá loks í einu þeirra, að byrjað væri á
að leggja pípur milli Rawlings og Casper í Wv-
oming, en þar er önnur mesta olíuhreinsunar-
stöð Bandaríkjanna. Eg sannfærðist brátt
um, að þaraa væri ærið verkefni fyrir mig og
leitaði því á fund iforstjóra fyrirtækisins. Dauf-
trúaður virtist hann vera á það í fyrstu, að eg
mundi geta leyst af hendi slfk störf, er í boði
voru, með því að þau gætu tæplega talist kven-
mannsverk. En eftir að 'hafa hlýtt á sögn
mína, lét hann undan og veitti mér atvinnuna.
Áú var annaðhvort að duga eða drepast. Eg
varð að vinna þetta frá sextán til átján klukku-
stundir, vegirnir vom víða hrjúfir og veðrið
stundum alt annað en ákjósanlegast. Verst \
var þó það, að flutningsbíllinn stóðst ekki leng-
ur eldraunina, liðaðist smátt og smátt í sundur
og að lokum varð eg að skilja við hann í bif-
reiða grafreitnum. Mér var þungt í skapi
daginn þann. Það var engu líkara en eg
væri að fylgja góðvini til grafar. Enda höfð-
um við, ef svo mætti að orði kveða, sveizt blóð-
inu saman, um hola og hrjúfa vegi í aurleðju,
regni, ísingu, sandi og snjó. Stóra bílinn,
sem eg stjórna núna, keypti eg samstundis og
kom hann að góðu haldi við pípuflutninginn.
Eg varð oft afar þrevtt í þeim svaðilförum, en
það urðu fleiri. .Tafnvel knárir sveinar, kvört-
uðu stundum opinberlega um þreytu. Eg léttist
um tuttugu pund á fáum vikum. En hvað sak-
aði það? <
“Þér spurðuð mig áðan, hvort vinna þessi
væri ekki hættuleg. Ekki finst mér það:
þótt slys geti að vísu viljað til, einkum þar sem
ilt er umferðar.
“Eg veit að yður finst það skrítið af
stúlku, sem notið hefir þó töluverðar mentun-
ar á öðrum sviðum að sækjast eftir slíkum starfa
sem þessum. En sannleikurinn er, að eg vildi
ekki skifta a nuverandi stöðu minni fyrir
neitt! Hugsið yður sæluna, sem því er
samifara, að teiga útilöftið dag eftir dag, —•
vinna sig dauðþreyttan og hlakka til hvíldar-
innar, sem manni finst með sjálfum sér verð-
skulduð, eða vel það! ’ ’
Ungfrú Young er meðalhá stúlka, fremur
þéttvaxin, röskleg í framgöngu og hýr í viðmóti.
Hún er í raun og veru falleg stúika. Það tek-
ur hana ekki lengi að lækna flutningsbílinn,
ef eitthvað gengur að honum. Hún þekkir
samsetning vélarinnar út í yztu æsar og gleym-
ir aldiei, hversu þreytt sem hún annars kann
að vera, að olíuhera hana og halda henni til
þrifa. Einmitt þaraa, segir hún að hjúkrun-
arfræðin komi sér að góðu haldi. Ungfrú Young
á yfir að ráða víðtækri þekkingu á vöraflutn-
ingum og flutningstækjum. Hún er í raun og
vem sérfræðingur í þeirri grein. En því til
viðbótar, nær þekking hennar á olíunámum,
talsvert lengra en alment gerist.
Á baugfingri hinnar vinstri handar, ber
ungfrú Young demantshring. Blaðamaður-
inn spyr hana glettnislega, hvort hún hafi í
hvggju að skifta um atvinnu í náinni fram-
tíð. ‘ ‘ Eg skil ihvað þér eigið við, ’ ’ svarar hún
brosandi. “Þér hafið tekið eftir hringnum.”
“Hann er gjöf frá möður minni, árið sem eg
lauk prófi. — Með æfingu þá sem eg þegar
hefi haft, að því er viðkemur meðferð gasvéla
í bifreiðum, er engan veginn óhugsandi að mér
kynni að fara sæmilega úr hendi matreiðsla við
gaseld'avél,” tetir ungfrú Young við, um leið
og hún kveður blaðamanninn.
E. P. J.
--------o--------
Kveðja til Alberta.
(Samkvæmt tilmælum frá höf. þá las séra
Pétur Hjálmsson kvæði þetta upp á Islendinga-
daginn, sem haldinn var að Markerville, Al-
berta, þ. 17. júní 1922.)
Þú breiddir faðminn móti mér,
sem móti “týndum syni”! —
| aldar-iþriðjung unni eg þér,
sem allra bezta vini.------
Eg kom frá þér — frá Calgary — !
til Kvrrahafsins stranda,
er ungur var eg, ör og frí,
og engan hræddist vanda.
Þii sjáleg ert, á sólskinsstund,
í sumarskrúða þínum!
Þá færri betri finnast spmnd
í fullum blóma sínum.
Þá allskvns fegurð augað sér,
þó aldin vaxi sunnar. —
Þá alskínandi er akur hver,
og engi og skógar-runnar.
Þá ástljós þér í augum hlær,
sem eykur þor og meginn.
Þá gullbjart hár þitt hreyfir blær
oft — hjartanlega feginn.
Þá margur fagur bóndabær
sézt brosa hýrt við veginn.
Þá öllum mönnum ertu kær,
og öll þig blessa Regin. —
Þú spyrair fótum fjöllum við,
og fríar tindum hugar;
og hamrabúar fá ei frið,
þá flesta ástin bugar.
En he'ldur en að hrevfa sig,
og hógvært bónorð fíytja,
þeir horfa að eiiis hýrt á þig,
en heima kyrrir sitja. —
En rós án þyraa engin er,
og yndi þitt ei heldur,
því veturinv er þymir þér,
sem þrautum mörgum veldur.
Þitt fagra skraut alt felur hann
und fanna’ — og svella-lögum. —
Þá hnípinn situr hamingjan
frá heiðum sumardögum.
Eg beið ei eftir komu karls,
með hvíta’ og harða skallann.
Eg greipar þekti jökla-jarls,
og jötunskap hans allan.
Eg vestur vfir fjöllin fór,
því fjallgarð þennan yfir
hann sjaldan komst, þó sé hann stór,
svo sumartíð hér lifir.
Þig, sléttuhafsins drotning dýr
eg dái’, í huga mínum!
Þú ert svo fríð og yndis-hýr
í ágúst-skrúða þínum!-------
Og betur minni æfi á
mér aldrei liðið hefir,
en tímann, sem þér tafði’ eg hjá;
það trvgða-böndin vefur.
Að fslendingum, vfirleitt,
þú ágætlega hlúðir.
þeir hafa auðn í akra breytt,
með aðstoð þinni, brúðir.
Þeir bú nú eiga’ og býli góð,
og bústaðina skreyta.
Þeir sórni eru sinni þjóð,
og sarnid þér einnig veita.
Og tslendingum öllum kær
þú ert, sem fóstran ljóða
þess skálds, sem hrósið fékk og fær
’ hjá fólki mentaþjóða. —
Hajnn mesta skáld vort eflaust er,
þó ýmsir séu snallir. —
1 ljóðum hans þín frægðin fer
í f jarstu kot og hallir.
Þar fleiri landar yrkja óð,
þó enginn nái honum;
en mörg er vísan glögg og góð
hjá greindum íslands-sonum.
Þar margur á í andans sjóð
GRAIN COMMISSION MERCHANTS
Meinbcrs of Winnlpeg GraJn Members of Winnipeg GraJn
Exchange and Produce Clearlng Ass’n.
North West Commissian Co. Ltd
Bankcrs:
CNINON BANK OF CANAÐA
BONDED LICENSED
21« GRAIN EXCHANGB
WINNIPEG, MAN.
Islenzkir hveitikaupmenn
Islenzkir iœndur, sem hafa korn til sölu, œttu aO skrifa okkur sem
allra fyrst, hvort heldur sem vera vill á islenzku eOa ensku. Vér stönd-
um betur aO vigi en margír aörir aO greiöa götu yOar i þessum efnum.
þann auð af gleði’ og vonum,
þar metin er því ment og ljóð
af mönnum bæði og konum.
Eg hjartanlega þakka þér
nú þína rausn og hlýju!
Og þér og kveðju beztu ber
frá brezku Kolumbíu.
Því ögn er henni ant um mig,
af ára-tuga kynning;
og vel hún segist þekkja þig,
■og þína geyma minning.
Þig gæfan blessi’ um ár og öld,
og alt til góðs þér miði!
Þín fósturbama blómgist fjöld,
og búi í sæld og friði.---
Æ frelsi’ og manndáð veittu völd,
það verður mest að liði:
Það færir mönnum gull-leg gjöld,
og gleði og fagra siði.
J. Ásgeir J. Líndal.
(Jan. 1922.)
TIL
Islendingadags-nefndarinnar að Markerville,
Alberta, 1922.
(Hún hafði sent höf. “glaðningu og þökk fyri”
kvæðið,” “Kveðja til Alberta,” sem les
ið var þar upp á Islendingadaginn).
Oft hjá góðum góðs eg nýt,
— gott, sem er að muna; —
og óvænt hér eg enn þá hiýt
eina “glaðninguna.”
(E mín viknar viðkvæm lund,
— víst þó hafi galla, —
er mig gleður örlát mund
eða sálin snjalla.
Sýnt þér hafið sóma mér,
og 'sent mér — mæddum yndi.
Þýtt ek yður þakka hér
þettá göfuglyndi!
J. Ásgeir J. Líndal.
(2. ágúst 1922).
Astœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada.
11. kafli.
pað ihefir verið því nær ótrú-
lega mikill þroski, sem gripa-
ræktin í Alberta hefr tekið, síðan
að fyrsta hjörðin var innflutt
þangað 1879. Fyrsti hópur-
inn var þangað sendur í þeim til-
gangi einum, að tryggja nægan
kjötforða handa Indíánum er þar
höfðu foækistöð sína, með iþví að
fouffalo-hjarðirnar voru því nær
liðnar undir :lok.
pað kom brátt í ljós að Alberta
var brátt hnn ákjósanlegasti stað-
ur fyrir nautgriparækt og varð
enda brátt frægt fyrir hin mörgu
og stóru griparæktarhýli. Beiti-
land var þar þegar hið ákjósanleg-
asta. Nú er orðið, þar afarmik-
ið um mjólkur og smjörfram-
leiðslu.
Samkvæmt síðustu skýrslum
voru um 800,0€O hross í fylk-
inu, 1,584,000 nautgripir, þar af
336,596 mjólkurkýr, 364,000 kind-
ur, 445 svín, og 4426,000' alifugl-
ar. —
Mjög mikið er nú orðið um
kynbætur hrossa og nautgripa og
hafa þar til kjörnir emfoættismenn
samfoandsstjórnarinnar eftirlit
með þeirri starfsemi. — Sauð-
fjáræiktin itóik miklum framför—
um meðan á stríðinu mikla stóð,
því eigi einungis var kjötverðið
hátt og eftirspurnin mikil, held-
ur varð ullin hreinasta gullnáma.
Fyrir 36 árum nam ullarfram-
leiðslan að eins 70,000 pundum
árlega, en nú er hún komin upp
í 2,000,000.
Hinir fyrstu nýfoyggjar Suður-
hlutans í fylkinu, lögðu mesta
rækt við kornframleiðslu og slát-
urgripa, en á síðari árum, hefir
smjör og mjólkurframleiðslan
aukist stórkostlega. Framfarir
í þessa átt, hafa einnig orðið risa-
vaxnar bæði í mið og norðurfyl'k-
inu. Hinn skjóti og mikli
vöxtur borganna Edmonton, Cal-
gary, Letbridge og Medicine Hat,
hefir aukið eins og gefur að skilja
stórkostlega, eftirspurnina eftir
smjöri og mjólk. Ef hveitið er
konungur fylkisins, þá má með
eins miklum sanni segja, að
mjólkurkýrin sé drotningin.
Stjórnin hefir reglubundið eftir-
lit með landbúnaðarskólunum, til-
raunabúunum og griparæktinni
yfirleitt. Mjólkurkýr allar eru
skoðaðar af sérfræðingum og
strangar reglur settar um hrein-
læti í sambandi við úthlutun og
sölu mjólkurinnar. Framleiðsla
smjörs og mjólkur, nemur venju-
legast að meðaltali ekki minna en
þrjátíu og einni miljón sex hundr-
uð tuttugu og fimm þúsundum
dala um árið. Hefir umsetn-
ingin á iþessu sviði aukist um
meira en þrjú hundruð per cent
á síðustu sex árum.
Áveita. í sumum hlutum
fylkisins er oft lítið um regn og
það svo mjög, að bændur hafa
orðið að heita sér fyrir áveitu
fyrirtæki til þess að tryggja
bújörðum sínum nægileg gróðrar-
skilyrði. þó vill það til að einstak-
ir bændur annast stundum um
þessi verk. En annars eru það
oftast nær samtök, er fyrir þeim
standa, eða að etjórnin annast um
framkvæmd’Tnar. Hagnaður-
ii n við slicar áveitur, er öldung-
is óútreiknanlegur. Aðalfélögin
sem beitt hafa sér fyrir áveitu,
eru Canadian Pacific forautarfé-
lagið og Canada Land and Irri-
gation félagið. Áveituhéruðin
lig'gja mest milli Calgary og
Medicine Hat og að nokkru leyti
um'hverfis Lethbridge.
Svo áríðandi iþykja nú áveitu-
málin, að stjóirnin hefir ihl'utast
til um, að alstaðar skuli að þeim
unnið, þar sem slíkt er talið þýð-
ingarmikið fyrir hagsmuni hænda.
Samkvæmt Province of Alberta
Irrigation lögunum, geta bænd-
ur gegn tryggingu í bújörðum sín-
um fengið fé til áveitu, nær sem
vera vill. Hafa menn mjög
álment notað sér þau hlunnindi.
Algengt er það nú orðið nokkuð,
að hvíla lönd, eru þau samt sem
áður plægð, til þess að þau geti
tekið á móti sem mestum raka og
haldið honum til næsta uppskeru-
tímabils.
Garðrækt í fylkinu fylkinu, er
stöðugt að fara í vöxt; enda er
jarðvegurinn einkar vel fallinn til
slíkrar ræktunar. Uppskera
garðaávaxta, nemur í meða-1 'ári
aldrei minna en 8,240,000 bushel-
um. Aðaltegundirnar eru kart-
öflur, rófur, næpur, laukur, lett-
uce, baunir, sqash, pumpkims, as-
pargus, og rhubarb. þessar teg-
mdir jafnast á við allra beztu,