Lögberg - 02.11.1922, Blaðsíða 4
<1 LI*.
LÖGBERG FIMTUDAGINN
NÓVEMBRR 2. 1922.
Jögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
ombta Preu, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talaimart Pí-6327 oí N-632S
JÓB J. Bíldfell, Editor
Utanáskrift til blaðsins:
THl COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnipag, M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, M»n-
The ''LögberK” la prlnted and publlflhcd by The
Columbia Prma, LlmUed, ln the Columbla Block,
StS to 8(7 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manltoba
Bandafylki Evrópu.
Eitt af aðal umhugsunarefnum stjórnmála-
mannanna í Evrópu síðan stríðinu lauk, er það
hvernig að tryggja megi framtíðarfrið í Evrópu-
löndunum og hvernig að græða eigi þjóðarsárin,
þau mörgu og djúpu, sem stríðið veitti. Eða hafi
það ekki verið aðal umhugsunarefni þjóðanna, þá
hefði það átt að vera það, því frumskilyrði allra
framfara og alls þroska hjá einstaklingum og
þjóðfélögum, er innbyrðis eining.
En því miður, þó þessi hugsun hafi verið í
huga stjómmálamannanna og friðarorð á vörum
þeirra, þá hefir engin Evrópuþjóðin sýnt það í
verkinu, að hún hafi verulega meint það.
Frakkar eru dauðhræddir við pjóðverja.
pjóðverjum er meinilla við Frakka og allar þær
þjóðir, sem styðja þá til fjárheimtunnar sam-
kvæmt friðarsamningunum í Versölum.
ítölum er illa við Frakka og líta homauga til
Grikkja. Grikkir hata Tyrki og rússnesku Bol-
shevikamir hata alla, sem standa í veginum fyr-
ir útbreiðslu kenninga þeirra.
Hvemig halda menn svo, að friðar og eining-
ar sé að vænta, á meðan að ástandið er slíkt ?
Áður en verulegs friðar er að vænta, þarf
kvíðinn að hverfa, kuldinn að breytast í velvilc] og
augu^^þjóðanna að opnast fyrir því, að undir
trausti og samvinnu er framtíðarþroski og vel-
ferð þeirra komin, bæði inn á við og út á við.
Hugsjónin um Bandafylki Evrópu þarf að kom-
ast í framkvæmd og vera bygð á einlægni og
alvöru.
Fyrir stuttu síðan áttu þeir Paul Raynaud,
franski þingmaðurinn, og hinn þýzki Ludendorff
samtal um framtíðar-afstöðu Frakklands og
pýzkalands hvors til annars. Lét Ludendorff þá
í ljós þá skoðun sína, að Frakkland og pýzkaland
ættu hvort við annars hlið að vinna í einingu að
framtíðar velferðarmálum þjóðanna ' beggja.
Hann tók fram, að spursmálið um Alsace-Lor-
rain mundi ekki verða pjóðverjum neitt áhyggju-
efni, ef samband tækist á milli þjóðanna. Hann
benti og á, að það væri meining sín, að sam-
vinna og samtök á milli þýzku þjóðarinnar og
hinnar frönsku, væri óhjákvæmileg, ef frelsa
ætti hina vestrænu menningu frá hættu þeirri,
sem henni stafaði frá Bolsheviki-hreyfingunni.
“pað er óhugsandi, að Bretar geti einir
barist á móti Múhamedstrúarmönnum með Sovi-
et-Rússland þeim til styrktar. Við verðum að
mvnda Bandafvlki Evrópu” mælti Ludendorff.
--------o--------
Indíána sumar.
Allan daginn var kaldur vindur af norðri.
pað var fyrsti dagurinn, sem raskað hafði blíð-
viðri haustsins—hinum staðföstu, vindlausu og
svo að segja óslitnu blíðviðrisdögum haustsins.
Svo kom dagur, sem bæði rigndi og snjóaði á.
eins og Dante komst að orði í líkingarmáli sínu:
“Eins og eg hefi séð snjóa og rigna í einu sama
daginn.”
í október höfðum við snjó og regn sama
daginn og vorum vér mint á veturinn með norð-
anstorminum, sem þeim veðrabrigðum fylgdi.
Eða er það ekki rótgróið í huga Canadamanna,
að Indíánasumarið komi eftir fyrstu snjókomu?
Og þannig var það nú.
Indíánasumarið blæþíða styttir árið líðandi
með sínum sólbjörtu dögum, sólbliðu kveldum og
stjarnbjarta svalandi næturlofti, sem er svo
hressandi fyrir heilsu og örfandi fyrir anda
mannanna. pað er fimta árstíðin, sem aðskilur
hausttíðina óviðjafnanlegu frá vetrinum, eða
ef menn vilja heldur, knýtir þær tvær árstíðir
saman.
Indíánasumarið í miðparti þessa meginlands
er á líkingarmáli eins og bikar, sem réttur er að
oss með blíðviðri suðursins, til þess að búa oss
undir veðrabreytinguna, frá því að byrjar að
frjósa og til þess er hin frostskörpu norðanveður
koma, sem vér af og til megum áreiðanlega eiga
von á í þessum parti landsins.
pegar veturinn er seztur að, þá færum við
okkur í nyt ánægju þá, sem sú árstíð færir og
með gleði búum við okkur undir að taka á móti
honum. J?að er að segja þeir ungu og hraustu
vor á meðal. Og við gleymum ekki brautryðj-
endunum. peir ættu aldrei að gleymast.
Sumir daorarnir í síðustu viku mintu mann á
maí- og júní-veður. Nokkrir fuglar biðu í sum-
arhögnnum. eða. máske að þeir hafi komið til
baka frá sólríkum Suðurheimi! Skýin hvít og
gegnsæ liðn léttilega um bláhvolfið, eins og þau
gera oft í júnímánuði. En sólsetrið var öðruvísi.
pað var sólsetur Indíána sumarsins, hið undur-
fagra. Á heiðskíru austurloftinu blikuðu rós-
rauðir geislaf, sem blánuðu dálítið yzt við sjón-
deildarhringinn.
f gegn um sundin á milli húsanna báru lauf-
lausar greinar trjánna við himin, með auð fugla-
hreiður í þeim hæstu og einstaka lauf var enn þá
fast á þeim hér og þar.
Skáldin hafa opin augu fyrir síðustu laufum
trjánna. Eitt af Ný-Englands skáldunum kallar
Indíánasumarið “Sakrament sumarsins” og “Síð-
ustu samverutíð þokunnar.”
Hér uppi í landi, þar sem vér búum og bjart-
ara er til lofts, er ekki að byggja á þokuna til
fegurðarauka. En loftið krystallstært er í sann-
leika ódáinsveigarnar sem skáldið talar um i þessu
sambandi.—Free Press.
---------o--------
lslendinga-kveldið
Á Allr.n leikhúsinu.
\ Að öllu athuguðu, bygg eg að tæpast verði
annað með sanni sagt, en að söngkveld þetta
hafi hepnast væl og orðið þar af leiðandi þjóð-
flokki vorum vfirleitt, og þá ekki hvað síst
fólki því, er í skemtiskránni tók þátt, til
vegsauka.
Heyrt hefi eg nokkra finna að ]>ví, að gömlu
íslenzlai lögin hafi eigi verið sungin þarna.
,Hvaða lög? Svífur að hausti, Táp og fjör og
frískir menn, Tui bláfjalliageimur o. s. frv. ? Kkk-
ert af lögum þessum er íslenzks uppruna, þótt
flest skipi þau virðingarsess í tilfinningalífi
þjóðar vorrar, sökum frmnfegurðar sinnar, en
jafnframt einnig, eins og flestnm hlvtur að
skiljast, er tiþ Iþekkja, engu síður vegna vísn-
anna, sem sjálfar snerta viðkvæman streng í
þjóðhjartanu ísdenzka.
En nú erum vér, sem hetur fer, taisvert að
þroskast í áttina tii aiísleuzkrar sönglagagerð-
ar. A því sviði, er þjóðin að vakna til sjálfs-
meðvitnndar, duidar uppsprettur ólþektra afia,
að finna nýtt útstreymi. Engan slííkan vísi
tii þjóðlegrar söngmenningar má þegja í hel.
Frá þessu sjónarmiði, hafði söngsamkoman á I
ATlen, ihreint ekki svo lítið gildi, þótt eittfhvað
smávægilegt mætti ef til viil aðhenni finna. Hún
har fram merki hins TJnga íslands, en slíkt var J
' meginatriðið.
Sungin voru þetta kvold lög eftir þá próf.
Sveinbjömsson, Sigfús TSinarsson, S. K. Hall,
Jón Friðfinnsson og Sig\ralda Kaldíjlóns. Ijög-
in ætla eg ekki að gera að umtalsefni í þetta sinn.
en hitt féll mér illa, að Ámi Thorsteinson skyldi
vera settur hjá, því maður er hann þó svo söngv- I
inn, að í engu stendur hann hinum að þaki. Sama
er og að segja um Jón Laxdai. Þetta faust
mér að draga til muna úr fjölbreytni skemti-
skrárinnar.
Meðferð laganna, jafnt karlakóranna sem
einsöngvanna, tókst vel. Ákjósanlegra hefði
eg að vísu talið það ef flo'kkurinn hefði verið
stærri, en söknm þess hve tíminn til undirhún-
ings var naumur, mun örðugt hafa verið að fá
fleira fólk.
Ensku hlöðin í Winnipeg fluttu hlýleg um-
maöli um söngkveld þetta, einkum þó Trihune,
sem hlé.tt áfram hældi samkomunni á Ihvert reipi.
Dáir það blað mjög söng 'þeirra Mrs. S. K. Hall
og PáTs Bardaí. Free Press gefur Miss
Violet Jo'hnston ágætan vitnisburð, fyrir með-
ferð hennar á Vögguljóðum Jóns Friðfinusson-
ar. —
Söngkonumar voru allar í íslenzkum þjóð-
búningum, Þó saiknaði eg þar pevsufatanna.
j 'Hví voru þan sett hjá?
Mr. S. 'K. IHall æfði söngflokkinn og lék
einnig undir við einsöngVana, en söngstjóri
hljóðfæraflokks leikhússins, Mr. Chas. C. Mann-
ing, hafði aðalstjómina á hendi.
Áður en söngurinn hófst flutti Mr. Th H John-
son, fyrmm dómsmálaréðgjafi Manitoha fylkis,
stutt, en skemtitegt erindi um ísQenzka hljómliist.
'Hvert sæti í leikhúsinu var þéttskipað og virt-
ist fólk yfirieitt, njóta góðs fagnaðar um kveld-
ið. ’ E.P. J.
Bœkur sendar Lögbergi
VI.
Tclandtea XIV hefti.
Ekki leiðist prófessor Halldóri Hermanns-
syni gott að gjöra, og ekki þreytist hann á að
vekja eftirtekt útlendinga á íslenzkum bókum
og bókmentum. iÞetta hefti er það 14. í röð-
inni og hefir inni að halda sögu um bókagerð
íslendinga á 17. öldinni og skrá yfir hækur þær
sem þá vom gefnar út.
Út í sögu prentsmiðjunnar á 'Hólum, fró
17. öldinni, er farið allítarlega. Atorku Guð-
brands hiskups Þorlákssonar viðvíkjandi hóka-
úgáfum lýst. Á erfðaskrá his>kups minst, þar
sem hann ákveður að prentsmiðjan og það sem
henni tilheyrir, sknli verða eign kirkjunnar eft-
ir sinnl dag, með því móti samt, að ef henni
verði ekki réttilega stjómað og vel hagnýtt,
þá gætu lögerfingjar hans, tekið hana í sína
eign og nmsjá, ef þeir væm þá færir um að
stjóraa henni. Svo er með skýrum dráttum
hent á miss'kilninginn sem þessi óákveðnu orða-
tiltæki í erfðasknánni ollu, viðureign manna út
af honum, flutningi á prentsmiðjunni í 'SkáJ-
holt af Þórði biskuþ Gíslasyni að fengnu kon-
ungsteyfí. Þátttöku Páls Jónssonar Vídal-
íns í málinu og flutning prentsmiðjjinnar að
Hólum aftur.
Segir prófessor Hermannsson einnig frá
tilraunum Brynjólfs hiskups Sveinssonar, til
þess að fá að setja upp prentsmiðju í Skálholti.
og ástæðuuni fyrir ]>ví, að hann sækir um það
leyfi.
T formálanum framan vrið hókina segist
prófessor 'Hermannsson telja í þessu hefti all-
ar bækur, sem gefnar voru út í Skálholti,
Hólum eða í útlöndum, ef þær væra samdar
eðaþvddar af íslendingum og gefnar út á þessu
tímalhili, og segir hann að tala heirra sé um
255. Af þeim vom 134 prentaðar á Hólum
og era 27 af þeim nú glataðar. í Skálholti
voru 62 bækur gefnar út á þessu timabili, svo
og víðsvegar út um heito.
Oft hefir verið talað um og meira að segja
ritað um, að það væri llífsspursmál fyrir
Ihina íslensku, þjóð að láta umheiminn vita af
þvrí, að hún væri til. — Lífsspursmál að kynna
sig og kynnast öðmm þjóðum og er þetta hverj-
um deginum sannara. -Ekki að eins að því,
er lýtur að hinuto ytri kjöram þjóðarinnar,
heldur líka, og máske miklu fremur að því,
er til hins andlega auðs þjóðarinnar kemur. En
því miður hafa framkvæmdir íslenzku þjóðar-
innar í þessa átt ekki farið eftir umtalinu, því ís-
lenzkri þjóð og þingi er sorglega ábótavant í
því að ikynna þjóðina og það sem hún á dýrast
að leggja til aliheims menningarinnar. Úr
þessum skorti — úr þessari yfirsjón er pró-
fesSor Heitoannsson nú að hæta, með útgáfu
þessara rita. Enginn af núlifandi íslend-
ingum hefir gjört eins mikið og hann, til þess
að kynna heiminum Islendinga og íslenzkar
hókmentir, og fyrir það á hann þjóðarþökk
skilið.
Þetta ihefti af Islandica er prýðilega úr
garði gert að öllu leyti og kiostar að eins $2,00.
VII.
Múnkafjarðarklaustur. Saga frá Lapplandi
eftir J. A. Friis. pýtt hefir Bjöm Blöndal. Út-
gefandi Guðm. Gamalíelsson. Reykjavík.
pessi bók, sem er 156 blaðsíður í átta blaða
broti, er ágætlega skemtileg. Hún er rituð af
manni, sem lagði sérstaka stund á lappneskt mál
og að kynna sér siði, háttu og þjóðsagnir, sem
lifa á tungum Lapplendinga og Finna. Frá einni
slíkri þjóðsögu, sem samkvæmt skilríkjum höf-
undarins er sönn og ábyggileg, er sagt í þessari
bók, og það er gert með svo mikilli snild, að mað-
ur verður hugfanginn bæði af framsetning sög-
unnar og af myndinni af hinu forna klaustur-
lífi, sem þar er dregið fram fyrir sjónir lesend-
anna. Og þá er vel ritað, þegar myndimar, sem
höfundarnir eru að sýna, verða náttúrlegar og
skýrar fyrir hugskotssjónum lesendanna og fram-
setningin hrífur hugann og heldur honum föst-
um.
Auk þess, hvað vel þessi saga er rituð, hefir
hún það til síns ágætis, að hún er heilbrigð. Sögu-
hetjurnar, Ambrosíus (Feódór Ivanowitch) og
Anníta fyrirmynda persónur, sem heldur vildu
bíða hel, en bregðast því sem bezt var og göfug-
ast í eðli þeirra, eru báðar heilar og ákveðnar og
halda sér í gegn um alla söguna, og er það nokkuð
nýtt á þessari “lífrænu” og dulspekisþrungnu
skáldaöld. En það er hressandi og hugðnæmt
innan um alt þetta moldveður, Amhrósíus
fær ekki að njóta ástar Annítu, sem hann frels-
aði, fyrir föður símim, og er búinn að
leita sig uppgefinn, gengur í klaustur, til að lifa
þar í samfélagi við guð sinn og í endurminning-
unni um hana, sem hann hefir mist. En áður
en hann vinnur klaustureiðinn var ráðist á þá af
Finnum á jólanóttina 1589, klaustrið brent, en
munkamir myrtir. Úr þeirri eldraun kemst
Ambrósíus bæði móður og sár, því hann varðist
hraustlega ásamt þjóni sínum, og fer út í ey eina í
Petsjenga ánni, og á meðan að hann lá þar í fá-
tæklegu hreysi í sárum sínum, kemur Annita
með pílagrímum til klausturstöðvanna og þau
hittast.
Hvort sem þessi lýsing á sálarlífi og atvik-
um í lífi þessara persóna er raunveruleg, eða hún
er að einhverju endurmótuð í huga skáldsins,
þá er hún heilbrigð og hressandi og þar að auki
til fyrirmyndar hverjum sem les.
Bók þessa hefir Bjöm læknir Blöndal þýtt á
íslenzku, prýðisvel, að því er mál snertir, og ef-
umst vér ekki um, að hann hafi verið jafn list-
fengur á sjálft efni sögunnar.
Bókin verðskuldar sannarlega., að hún sé
keypt og lesin. Hún er til sölu hér vestra hjá
Wíksala Finni Johnson, að 676 Sargent Avenue,
Winnipeg, og kostar $1.60 í kápu.
Heimkoma hermanna,
iÞið voruð drengir, sem þriflegan þátt,
þorðu að taka í raunuim.
Auðvald og kúgunin öskruðu hátt;
þær ætluðu að leika ykkur sérlega grátt,
og ihafa allan Iheiminn að laumtrn.
Þið sýnduð að fornmanna fjöruga hlóð
flóði í æðum og taugum.
Þið voruð drengir sem mistu ekki móð
þótt mögnuðust kyngin á heljarslóð
þið eydduð þeim ill-vættis draugum.
Og nú er þið komið frá nauðungastað
og nálægist átthaga foraa.
Þá /mæti ylkkur þakklætis örfandi orð
og ei verður minst þar á dráp eða morð,
en talað um frægðina forna.
Óveður.
Eg held það sé óþarft að æðrast mjög hátt
því úti er bylur og Ihreita.
(Það snjóar í ákefð og stormkvik er gátt
en snjófuglar hrekjast og eiga mjög hágt
þeir hafa ekki hælis að leita.
En kuldinn er sár og þá kvelur svo margt'
en kroppurinn lítill og magur.
Þeir finna að lífið er langvint og hart
þó lifa þeir oftastnær sérlega spart
en aumur er hörtounga hagur.
Við menn erum fuglar á fnamandi hraut
fáseðir oftast í ráðum.
Ef ei við guðsdýrðar alla tíð naut
oss mundi benda svo margvísleg þraut
að flænndumst vér burt héðan hráðum.
G. Th. Oddson.
GRAIN COMMISSION MERCHANTS
Mcanbers of Winnlpeg Grain Members of Winnipeg Grain
Kxchangc
and Prodnce Clearing Ass’n.
North West CommissionCo. Ltd
BONDED
LIGENSED
Bankers:
UNINON BANK OF CANADA
216 GBAIN EXCHAJÍGB
WINNIPEG, MAN.
Islenzkir hveitikaupmenn
lslenzloir bændur, sem hafa korn tll sölu, œttu aO skrifa okkur
allra fyrst, hvort heldur sem vera vill d íslenzku eOa ensku. Vér stönd-
um betur aO vigi en margir aOrir að greiOa götu yOar t pessum efnum.
HEFIR pú NOKKRA PENINGA
í BANKANÚM?
ÞAD er gömul hugmynd, sem margir enn halda
viS, a8 bankinn vilji ekkert me6 þá. hafa, ef þeir
hafa ekki mikla peninga. En Þa6 er langt frá aS
svo sé. pér er eins velkomiS at5 koma meS $1.00
eins og $1,000 til innleggs. LeggiS á bankann þaS
sem þér haldiS aS þér megiS missa og bætiS svo viS,
þegar borgunardagur kemur. þaS er æfmlega
skemtilegra aS eiga nokkur hundruS fyrirliggjandi
á banka, hvaS sem i kann aS skerast.
THE ROYAL BANK
OFCANADA
Ástœðurnar
fyrir því a5 hugrur íslenzkra bænda
hnegist til Canada.
16. kafli.
í Við'bót við járnbrautirnar í
British Columibia, er til samans
nema 4,247 mílum, er mikið um
samgöngur á fljótum og stöðuvötn-
um. Gufuskip sigla samkvæmt
fastákveðnum áætlunum milli
megin hafna, en fjöldi smærri
báta er stöðugt á ferð og flugi
eftir íhinum ýmsu vötnum og tek-
ur við, þar sem járnbrautir þrjóta.
Gildir þetta einkum um Okanagon
dalinn og Arrow og Kootenay
vötnin.
Fylkisstjórnin annast um þjóð-
vegu alla í samráði við sambands-
stjórnina. Er stöðugt verið að
leggja nýja vegi, þar sem þeirra
er mest þörf.
Félagslíf.
pótt bygðarlögin liggi víða
dreift, þá er félagslíf 4 British
Columbia þó skemtilegt og fjör-
ugt. Valda hinar góðu samgöng-
ur þar mestu um. Eignir og
einstaklings réttindi, njóta þar
engu minni lögverndar, en á ís-
'landi. — Vancouver, stærsta borg
fylkisins, telur um 175,000 íbúa,
að meðtöldum undirborgunum.
Höfuð'borgin Victoria, er nokkru
minni, en auk hennar og Vancou-
ver, má nefna New Westminster,
Nanaimo, Ladysmith, Vernon,
Rossland, Kamloop’s Fernie,
Revelstoke, Cranhrook, er allar
njóta borgarréttinda.
í öllum þessum Iborgum er
vatnsleiðsla, raflýsing, sjúkrahús,
barnaskólar og sumstaðar há-
skólar, gistihús, ritsímar Og tal-
símar, bókasöfn, kirkjur og dag-
blöð. 'Sökum hinnar óþrjótandi
vatnsorku má svo að orði, kveða,
að ihvert einasta smáþorp sé lýst
með rafmagni. Bókasöfn Öll
eru undir eftirliti hins opinhera,
og hefir almenningur að Iþeim
frjálsan aðgang endurgjaldslaust.
íþrótta og málfundafélög, eru
mjög algeng til sveita og hafa orð-
ið til mikillar uppbyggingar.
Bifreiðanotkun 4 British Colum-
bia, er engu minni en í hinum
fylkjunum og hefir þar engu síð-
ur en annarstaðar, stórvægileg
áhrif á verslunar og félagsjífið.
Læknaskipun í British Columbia,
er upp á Ihið allra bezta. Jafnvel
í 'hinum allra fámennustu bygðar-
lögum, eru ávalt læknar við hend-
ina.
' íþróttir og skemtanir.
Fólk er til British Columbia
flytur, þarf eigi að kvíða leiðind-
um. út við sjó og upp til
sveita, er útsýni hið fegursta.
Skemta menn sér til skiftis við
kappróðra fjallaferðir, dýra og
fiskiveiðar. Víða er að finna
bjarndýr og fjallaljón, músdýr,
Caribou, vapiti og ýms smærri
dýr. Mikið er einnig skotið af
fuglum, svo sem öndum, gæsum,
dúfum og fl. Flest vötn eru krök
af fiski og með ströndum fram
veiðist gnótt heilagfiskis, silungs
og lax. —
í bæjurn og borgum, er knatt-
spyrna, lacrosse og cricet næsta
algengir le^kir. 1 Vancouver
og Victoria, er fjöldi leikhúsa.
Enn fremur eru þar hinir fegurstu
skemtigarðar, er mjög eru sóttir á
sumrum. Tveir skemtigarðar
fylkisins, standa að nokkru leyti
undir umsjón sambandsstjórnar-
innar.
Góð gistihús er að finna víðsveg-
ar um fylkið, og eru þau svo að
segja aMan ársins hring, þéttskip-
uð ferðafó.lki, frá öllum álfum
| heims.
Mentun.
iMentunar skilyrðin í British
Columbia eru hin fullkomnustu.
Skólarnir góðir og algerlega ó-
háðir þjóðernis eða flokkaskift-
ing. í útkjálkahéruðum lætur
stjórnin reisa skóla og launar
kennara að mestu leyti. En í
borgum og ibæjum, toera hlutað-
eigandi borga og bæjarstjórnir,
að mestu 'leyti ábyrgð á starf-
rækslu skólanna, þótt fylkið veiti
stundum til þeirra no'kkurt fé.
Yfirumsjón skólanna, er samt
sem áður í höndum fylkisstjórn-
arinnar. Alls eru í fylkínu 873
skólar, þar af 45 gagnfræðaskól-
ar, kennaraskólar eru lí Vancou-
ver og Victoria.
Háskóli fylkisins er i Vancou-
ver. Var afhentur fylkisstjóm-
inni til fullra umráða, árið 1915.
Stjórnin 'lætuþ sér mjög ant
um mentun á sviði akuryrkjunn-
ar og eru tilraunabú 4 Sidney,
Agassiz, Invermere og Summer-
land.
Skatta fyrirkomulagið, er að
heita má hið sama og í Sléttu-
fylkjunum þrem. Bændur, sem
ekki eiga yfirl þúsund dala virði,
eru undanþegnir skatti. Fimm
af hundraði skattur, er lagður á
óræktað land.
Iðnaður.
Megin-iðnaðargreinarnar eru
| akuryrkja, timburtekja, fiski.veið-
| ar, námur og, skipabyggingar.
Auk þess eru nokkrar niðursuðu-
i verksmiðjur hér og þar um fylk-
' ið. Kolaframleiðsla fylkisins
er mikil og hefir viíðtæk áhrif á
afkomu og hag fylkisbúa.
peir lesendur Lögbergs, er æskja
kynnu frekari upplýsinga um
Canada, geta snúið sér bréflega
til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col-
umbia Building, William Ave. og
Sherbrooke St., Winnipeg, Mani-
toba.
Ingibjörg Olafsson
og starf hennar.
'Nú er næstum ár síðan að mér
hugkvæmdist fyrst að skrifa ítar-
lega um Ingibjörgu Ólafsson og
starf hennar. Eg bjó um tíma
ihjá danskri ekkjufrú, som þekti
hana mjög vel og sagði mér frá
rnörgu af því, sem hér for á eftir;
eg hefi líka oft lesið um hana í
útlendum blöðum og hripaði eg
æfinlega ihjá mér það helzta af
þvtí, sem þar stóð, en samt sem
áður dróst það fyrir mér að skrifa
greinina. En þegar eg las íhið ein-
kennilega ferðabréf Guðmundar
prófessors Hannessonar í 7. tbl.
Lögréttu, þá komu ummæli hans
Ingibjörg Ólafsson