Lögberg - 18.01.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.01.1923, Blaðsíða 2
*». 1 LÖGBERG FIMTUDAGIfc N 18. JANÚAR 1923. Heilsuboðskapur til heimsins. Notið "Fruita-tives" og látto your líSa vel. "Fruit-a-tives" hið fræga meSal nnnið úr jurtasafa, er ein aú mesta blessun í heilsufræðilegu tilliti sem mannkyninu hefir veízt. Alve eins og appeltfínur, epli og fíkjur, geyma í sér lækniskraft frá náttúrunnar hendi, svo má segja um "Fruit-a-tives" að þeir innihaldi alla helztu lækninga- eiginleka úr rótum og jurtasafa — bezta meðal við maga og lifrar sjúkdómum, bezta nýrna og þvag- sjúkdóma nteðal, blóðhreinsandi og óbrigðult við stíflu, tauga- slekkju og húðsjúkdómum. Til þess að láta yður líða vel er bezt að nota Fruit-a-tives. 50 cent hylkið, 6 fyrir $2.50 og reynsluskerfur 26c, fæst hjá kaup- mönnum, sömuleiðis gegn fyrir- fram borgun frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Fréttabréf. Soliloquim Senilia. Og hjartað þjóðar harðar stáli og stein hann steypti um í móti ljóða sinna, og þúsund ára þjóSar barna mein hann þekti vel aS mýkja, lækning fnna. Og hjartaS brosir, Mýtt við tungutak þá titra hljómar lista skáldsins góða þá er sem hugann seiði svana kvak er silfur atrengir gjalla dýrra ljóða. Ef fengjism heyra innst við arin glóð að aftni hverjum hörpu strengja kliðinn, þá mundi hitna heima alið blóð og hjörtun klökku endurtaka niðinn. Inniafal, 31. des. 1922. Heiöraði ritstjóri Lögbers! Kæra þökk fyrir gamla árið, bíítt og bjart nýtt ár til þín og þinna, og allra kunningja vina og vandaimanna nær Og fjær. par næst verður alheims stjórnfræð- in efst í huga mínum; er yfir liðna árið verður litið eitthvað á þessa leið: Lukkuhjólin lands um bý á "London"bóli spunnin; ein eru jóíin enn á ný, og ársins sól út runnin. öll augu stjórnfræðinga stórveld- anna virðast líta hornauga á al- heims höfuðból heimsins, "Lon- don" á Englandi, við máske ger- um það lika. (parnæst sný eg huga mínum að andlátsfregn fyrrum ráðherra íslands, er Lögberg færði mér á porlákmessu en Hkr. á annan í jólum. Við fyrstu fregn vera hugsanir mínar eitthvað á þessa leið: Hannes Hafstein heiti bar, heiðvirt skáld það sjáum, ráð- herra hann vitur var, á valda- sessi há'um. ísiland sýndi trú og trygð, tröllið gæfuríka, saanan tengdi bæi og bygð, og brúaði haf- ið lflca. Létt á metum stór- skáldanna þegar skriðan fellur, Jón minn; verða orð smælingj- ans, þó af hjartans einlægni eéu töluð. Úr heimahögu'm verður fatt að frétta, eg er nú búinn að lifa 40 jól og áramót í Manitoba, Dakota og Alberta, þar 34 ár í þessari nýlendn. pá var land mitt virt $2.00 ekran, nú $31 til 36, þá en í- ir skattar fyrstu árin, nú rúmir 46 á hvert land, einn fjórða u.* section. En hvað höfðum vií þá, og hvað nú? pá var aö heita mátti ekki neitt tíl neins. eins og skráð er í landnámsþáttum bygðarinnar. Nú flest lönd að mestu rudd og ræktuð, utan húss og innan flest er bóndinn og kon- an þarfnast, flestir hér hafa síma, er kostar $21 um árió. og svo aukagjöld fyrir langleiSar samtöl (Long distance). N <kkrir rafljós, sem í stórbæjum. Bú- pening af öllum vanalegum teg- undum, og töluvert til sölu ár- lega, fjöldan allan af bifreifum, eða stríSalda keyrsluhesta. Lifn- aðarhættir svo fullkomnir sem mest má verða, einlægt :61in; varla hægt að gera sér dagamun, nema með jólatréssamkomum og samt kvarta flestir, af því «? vasar manna og kvenna eru ekki altaf fullir meS gangsilf ur. Barna- skólar árið um kring að heita má, á annari hverri þúfu, með $100 kennaralaunum á mánuði og þar yfir, og þó kvaria þíir um tóma vasa öðruhvoru, sem aðrir, en s tt að segja vinir míínir. finst inér tfmamir engu lakari en <~ft hafa áður verlð undrn farin ár. pá er að minnast á veðráttu, her T-ar h fn Aði'r rrinst verið fram til júlí eða ágúst, er voru báðir óvanalega heitir og þurrir f'-am undir miðjan ágúst er gif okkur nokkra stórfelda regn- skúra, er bættu korntegundir að stirum uun, er h«Mst a* og til um mánaðartíma, hveiti uppskera afar misjöfn. Sum pláss fengu ágætisregn 5. júnlí, önnur ekkert. Á stöku stað var að eins 7—15 busel af ekru hverri. A öðrum, þar regn féll í júní, frá 20i—30, og þó verður jafnaðartaian rúm 13 í suðurparti fylkisins, í mið- Lambs að stóli leiddur er Ijóimar sól um heitið; eg við "skólaskáldið" mér skemti um jóialeytið. Guðs forsjálu geymdi vé, gull úr stáli vinnur, cnglamál, þc islenzkt sé úr því sálin spinnur. Lézt í fliíkum lausnarans lof sé slíkum manni; fáir líkar finnast hans fæddir ríki ísalands. leit Saman bindur ljóss í ljóð með yndfögnuði hann á tindi hróðrar reit, . hreina mynd af guði. Valdi sjóð úr sálar mest sjaldan bróður stinga, gjaldi þjóðin barna bezt Baldur ljóðmæringa. Brugguð skál við banakvöld beisk, frá táli sleit 'ann guðamál á gullin spjöld geislum sálar reit hann. Ljóðafeng, sem lifir einn Sólar vísis sá of lönd leggi enginn niður, söngs í dísa fulli; mun hans lengi hljóma hreinn sögu íslands setti á hönd ihörpustrengja kliður. sveig af lýsigulli. Ljúft úr máta lifir sáld leyst r gátan þannin, þar er látið listaskald, ljóðin gráta maiiminn. -Dómar kransi svanasöng sóminn hans iþá lifir; hljómi landsins likaböng ljóma mannsins yfir. J. G. G. partinum heldur minna er menn héldu að yrði nær 16, auðvitað ekki allar skýrslur frá þreskivél- um innkomnar, eða út komnar. MeðaJltal hafra mun verða rúm 20', að minsta kosti héruim pláss, og má það allgott heita. Nú er hveitiverð 85c hafrar 43c, barley 53; rúgur 63, bushelið komið upp um 10 cent síðustu fjórar vikurn- ar og 10—15 centum hærra en um áramótin í fyrra, og mest af korni fyrsta og önnur tegund. Haustið óvanalega gott, alauð jörð til 2. desember, og kuldakast um tvær vikur, síðan veðurblíða hin bezta, en snjólétt, að eins vel sporrækt. Búfjárhöld hin beztu, allar skepn- ur í haustholdum, og suimstaðar fitnað á háhni og grænum akur- lendum, og get eg hreint ekki ver- ið að vanþakka skaparanum veður. bllðuna né búsæld, er mér finst að haldast í hendur. Aldrei hlað- inn sorg né seim, ssell með bauga- Mnu, vini á um allan heim, inst í hjarta min'u. Heilsufar heldur ¦gott, stöku íslendingar á sjúkra- listanum. Sig. Eldon, Didsbury nýdáinn. Virð mærðina á hægra veg. pinn með ást og virðingu. Jón Björnsson. 7FMn pö gerir ensra tu" rULLIfln « ! biainn m«C þvl a8 nota ¦Dr. Chase'a Olntment vi8 Eðmit og öðrum hðSaJúkdOmum. f«8 CraeCir undir eins alt þeaskonar. Ein aakja til reynslu af Dr. Chase'a Olnt- nent, eend frf gegm 2c. frlmerki, ef nafn þesea blaSe er nefnt. SOc. askj- an I ðllum lyfjabúíum, e8a frá Ed- ¦vjd C, lAi, Toronto. frá Langrnth. Heiðraði ritst.! Héðan er fátt að frétta nema alt það bezta. Fiskimenn eca að búast í fiskiverin. Kríkarnir eru allir frosnir og leikurinn mun vera að mestu rendur. Að minsta kosti er víkin vel lögð fyrir sunn- an pontuna. Hafa fiskimenn lagt þar, en ketsað lítið enn þá. Sumir fiskianenn hafa stórar útgerðir, þetta 20^—30 slöngur og frá 10—20 faðma langan pdl. Hafa þeir rekið netin niður i krafti og eru víst flestir búnir að leggja. ípeir flytja með sér sína eigin kampa og kðtta í stóna í bússun- uttn rétt í kring og eru kátir. Sumir ætla að freita sinn eig- in fisk á hundunum en aðrir fá hann fluttan á tímum. En hest- nir verða að vera vel skóaðir svo þeir ekki verði gliðsa á ísn- um. pað er mikill trobull að leggja. Stundum verður maður að breika í gegnum þykkar hrannir og þá vi'll oft til að imaður bostar p61- inn og verður að draga hann út til að fixa hann Stundum slitnar línan eða köttast á ísrtum og stundum kemur það fyrir að mað- ur misair niður og ,þá verður mað- ur að veiða það upp imeð reil úr skóginum. Dagurinn er orðinn stuttur, þú veizt, og sólin kemur ekki upp fyr en komið er langt fram á dag. Og þá er Títill tími til að skeita, enda kofrar snjórinn nú glæruna víðast hvar, það eru rétt dálitlir kringlóttir spottar hér og þar. Svo eru váða krakkar í isinn, það er því mjög varasamit að taka löng trippi mjög djúpt. Heyrst hefir að prísinm verði mjög Iágur í vetur, svo þar gera líklega ekki allir stóra díla. Sumir halda að það séu trikk, sem þessi fiski kombæn seu að pleia, að nokka niður verðið réitt þegar fiskurinn er að koma. . Sumir halda að skeilin sé vitlaus. pað væri gott ef Greingrovers vildi kaupa fisk í vetur svo hann hækk- aði í verði. En >á eru fölsku botnarnir. En svo er nú kanske búiS að fixa þá. Eg hefi ekki spurt Mæk að því. Kalli ætlar að kaupa fisk í vet- ur og er hann independent. Bú- ast menn við að ihann sprengi fiskinn upp um jódin. pá man ©g nú ekki meira að sinni, en kanske sendi þér línu seinna, Gúdd bæ. S. B. B. Ohurohbridge, 13. des. 1922. Herra ritst. Lögbergs! Um leið og eg sendi þér á- skriftargjald mitt. Eða ölla heldur ráðsmanni blaðsins, fyrii- þetta ár, og frá júlá 1921 að upp- hæð þrír daiir, vil eg innilega >akka þér blaðið og sérstakle?a allar íslandsfréttirnar, sem mér er svo kært að heyra, svo þar næst þessa fróðlegu flýsingu af Canada. Eg skil ekki að þú hafir lært kverið þitt betur, en sögu Canada, pað er að heyra að þeim sem skrifa okkur hingað vestur, frá íslandi, að talsverð löngun sé vöknuð íbrjósti marg'.a lil vesturflutninga, en getan ræður þar úrslitunum. pað væri betur að 'þeir gætu komið upp hjá sér Uaxa og ailunga klakinu fyri- austan, sem pirði Flóventsi,yri iþótti bezt og líklegast. Svo pakka eg emn betur r«*ðu ié a ' r.*rik Friðrikssonar í Reykjavík, þar finntir miður lifanci kristi dóm, i em búvt mátti vð ;f slíkum manni, sem bæ*ii err og margir fleiri eftir andagift og framferði hans að dættna halda að sé guð- innblá»irn m:ð"r, sen allir lita með hrærðu hjarta og velþóknun á, 1 Reykjavík eru fleiri guðs- vinir, svo sem, fríkirkju prestur Ol'fur Ólafsson og Sigurbjörn Á. Gíslason, ritstjóri Bjarma. Eg hefi heyrt margar ræður góðar, bcsði austan hafs og vestan. pó voru tvær ræður sem eg heyrði til ó. Ó. 1920, iþegar eg fór heim, með þeim alllra beztu, er eg minn- ist að hafa heyrt, og með S. Á. Gíslason ritstjóra Bjarma er það sama, þó eg ekki hafi heyrt til hans nema lítið eitt, þá er kirkju- blaðið Bjarmi það bezta fyrir r- g og mér finst eg ekki geta án þess verið. Hvað allir, sem í það blað rita, finnast kristilega og trúarlega standa á sama grund- velli, svo hvert orð hrifur man ., sem andi drottins sé yfir þeim. Fleiri kristindómsvini mætti telja í Reykjavík, þó eg telji ekki fleiri. "Dt um sveitir veit eg ekki um að öðru leyti en því, sem Bjarmi segir, að sí&an húsvitjan- ir presta, og húslestrar noikið til hættu á heimilum, þá hafi krist- indóms áhuginn farið hnignandi, messum fækkað, og altarisgöng- um, sem búast mátti við, það| gerðist nær ómögulegt fyrir presta á Islandi. að hafa 3^—41 kirkjur, og svo eðlilega sumar af þeim í svo mikilli fjarlægð, að óhugsandi var að sækja á þær, nema í blíðskapar veðri að vetri til, og það tel eg standi mest fyr- ir, sem að sjálfsögðu eykur messu- föllin og þar af leiðandi altaris- göngur strjáilar. Eg sé heldur ekki von til þess að þessir prestar geti uppíylt aðra eins altaris-1 gesta tölu og hér á sér víðast stað,! eða eins og ibezt var í Breiðuvík íl Nýja ísilandi, þar sem nálega allir; fermdir safnaðar meðlimir neyta kvöldmáltíðar, sakramentis Jesú Krists einu sinni og tvisvar á ári. Með húslestrana tel eg alt annað, það er hægt, og lífsnauðsynlegt að lesa húslestra helst á hverjum degi, eða þá biblíukafla, eins og margir enskir gjöra. Við mig hefir það verið kallaður vani, iþað er já góður vani, sem ber Messun- arríkan ávöxt í Kristi Jesú. Eg var 7 ár á einam bæ á Mandi, 20 manns í heimili 8—12 börn, jþar var sú góða regla, að lesa sunnu- daga lestra Jóns Vídalíns og Péturs Péturssonar biskups, haust vetur og vor. Eg man lengst þá andagift og virðingu fyrir þeirri drottinlegu athöfn. Börnin vöndust strax á að hlýða og sitja alveg kyr, mér til stórrar ánægju þegar eg kom heim til ís- lands 1920 voru 9 börnin lifandi. Gat eg heimsótt 8 peirra og mér til I stórrar ánægju höfðu öll mótast eftir þessu kristilega og blessun- arríka heimii, sem að ofan er sagt.' 6 af iþessum áttu samskonar heim- ili og foreldrar iþeirra, og þurfti eg ekki langa dvöl þar ti! að sjá og heyra að einmg andanas var1 við haldið með bandi friðarins. Eg iofaði góðan guð þegar eg sá á-! vöxtinn af því brennheita kristin-' dómsstarfi, sem þau og öll börn| peirra, urðu svo blessunarlega að njótandi. Blessuð gamla konan var lifandi, (hann löngu dáinn) hjá syni sínum 85 ára, glöð og hress og höfðum við mikla ánægju að tala um gamlar endurminn- ingar, alt kristilegs efnis, hvað þessi sonur hennar og tengda- dóttir voru henni góð. Hún var hætt að hafa fótavist, var því 12 ára dóttursonur hennar látinn sitja hjá henni og lesa fyrir hana, til að stytta henni stundirnar, og sá drengur var svo fróður um alt og stálminnugur, að þegar við gamla konan og eg, mundum ekki, þá gat drengurinn alt munað, og 'las okkur stóra kafla út ritning- unni, bæði gamla og nýja testa- mentinu, og svo öllum sögum Norðurlanda, eg varð meira en hissa, og datt í hug sjálfur Jesús Kristur 12 ára mitt á meðal læri- feðranna heyrandi þá og aðspyrj- andi þá. Gamli maðurinn sál- ugi var breppstjóri, og tveir syn- ir þeirra eru hreppstjórar, oz sá þriðji er nefndiarmaður, þeir voru ekki fleiri. Efnalega líð- ur þeim öllum ljómandi vel, og fá öll ahnennings orð. pa_- sem guð er með í verki (eins og þarna átti sér stað) fylgij: lán og bless- un. ó, guð gæfi að við ættum mörg heimili svona. Vel líkaði mér bréfið frá blessuðutr. gamla kallinum á Betel, Gimli, sem hann skrifaði til ritstjóra Bjarma það er saimhljóða minni hugsun. pað er mikil ánægia fyrír blessuð gamalmennin á Betel, að sofna frá húslestrinum og eins og oft hefir borið við, vaknað ftjá góðum guði á himnum, að lesa 35 hug- vekjuna í Péturs hugvekjm, sælir eru þeir sem í drotni deyja, og mér finst alveg eins, og munur finst mér það, og haggun, að hafa lesið aðra eins kvóidlestra, með bæn og faðirvori Eg er Jakob Briem mb'ög þakklátur fyrir alt sem komið hefir frá hans penna, sem er svo þakklátt og kristilegt, hann er í ætt við trúarskáldið mikla Valdimar Briem höf. hinna yndis-fögru sálma, t. d. "Eg horfi yfir hafið" og "í fornöld á jörðu var frækorni sáð," "ó syng þín- um drottni". Sálmar V. B. eru svo hver öðruim Jákir, átakanlegir, þó eg taki Passíusálmana fyrst af öllum sálmum og ræður Jóris Ví- dalíns fyrstar af öllum hús'estr- um og þriðja í röðinni Bjarma. Eg hefi heyrt margar ræður eins góðar eina og eina, enn ekki heila bók, við hér erum hepnir með það að fá ágætar ræður hjá presti okk- ar eins og allir prestar eru hér vestan hafs, sem eg hefi heyrt. Hugheilar óskir til allra. B. J. Setið meðan sœtt er. Eg tel naumast sæmilegt að sitja hjá afskiftalaus og gjalda samþykki með þögninni skrifum hielbíta þeirra er sí og æ geyja að Stepháni G. Stephánssyni, í blöð- um vorum hér vestra, jafnvel þó ekki sé glepsað til hans af öðrum en þeim, er ekki eru líklegir að valda ihonum hættulegra mann- orðsspjalla. — Austur-lslendingar hafa fiýnt Stepháni þann maklega heiður að bjóða honum heim til íslands, Lœknaði kviðslit sitt. Fyrir nokkrum árum var eg aC lyfta kiítu ogr kviðsiitnaSi. I.knar rétiu mér tll a8 ganga undir uppakurð. Umbúðir komu að engu haldi. I.okslns fékk eg þats «em hreif og: læknaði að fullu. Ar eru lltSin sðan og kenni eg mér einskia meina, vinn þ6 erf- iða amiCavinnu. Enginn uppskurður, ekk- ert timatap, engin vandrætii. Eg hefi ekk- ert til gfilu. on veiti fullar upplýsing^ hvernig þér getið lænkast an uppakurttai, ef þér (krlfið mér, Eugene M. Pullen, Car- pentier, 152 J. Marcellud Avenue, Manas- quan, N.J. KlIppiB út þenna mlo'a og sýnifs hann þeim eem kvitSslltnir eru—þér getlð borgltS mets þvl iifi, eSa losaS kviSslitiB fólK vlS uppskurS og áhyggjur. bera hann á höndum sér og f agna honum aem aufásugesti í hví- vetna, en bræður þeirra vestan megin hafsins fara nokkuð öðru- vísi að ráði sínu, þó margir séu þar undansikildir. Kemur hér varla svo út eintak af íslenzku blaði, að eigi sé þar einhverjum flugu- manni veitt rúm til árása á Step- hán G. — Mönnum, »em fengið hafa málræpu sína prentaða í Vestur-íslenzkum blöðum í háilfan eða heilan mannsaldur, þótt aldr- ei hafi verið sendibréfsfærir og sem virðist það hugleiknast að fá að sjá nafn sitt á prenti, stendur þar opið dálkrúm til þess að sví- virSa Stephán — mann sem vita- skuld á alt annað skilið af þjóð- bræðrum s-ínum og auk iþess er nú hniginn á efra aldur og á því naumast von langra lífdaga. Fæ eg ekki betur séð en skrif Jóns Einarssonar í jólablaði Lögbergs séu aðallega til þess gerð að læða úr sér aðdróttunum til Stepháns G. Má þar um segja "umbúðim- ar eru vætt en inniihaldið lóð," hefir þó Jón Einarsson það fram yfir suma aðra er hnútum kasta til skáldsins að í greinum hans glórir í dálitla skynsemi öðrti hverju, þegar hann nær því valdi á íslenzkri tungu að hægt er að átta sig >á því hvað hann er aS fara, en vitaskuld er mest af því skrifi Stepháni G. öldungis óviS- komandi og mjög er þaS óverð- skuldað að bregða Stepháni G. um að yrkja klámvísur af tilfinningu, rekur mig ekki minni til að hafa rekist á þá tegund kveðskpaar hjá honum, en þó svo væri að honum hefði orðið það á að kveða klám- stöku, teldi eg honum enga van- virðu að, en Jóni Einarssyni eða öðrum þem er hafa vilja skó af Stepháni tel ekki vanvirðulaust að halda slíku á lofti, og ekki fór mér úr huga kveldið það, er eg las ritgerð Jóns, erindið úr kvæð- inu "Á ferð og flugi": "1 dómnum hans milda um eðli mitt alt var óknytta getsökum lætt 1 sérhverri afsökun ásökun var Sem eitri í kaleikinn bætt." — Mér hefir þótt vænt um Stephán G. síðan eg var lítill drengur. Fyrsta kvæði hans, sem vakti athygli mína var "Sig- urður Trölli. Hann hafði að eins eitt að gera í ættarhefnd, — það var að bjarga. Síðan hefi eg lesið flest af pví sem Stephán hefir ritað og skipa eg honum hlk- laust meðal fremstu skálda vorra, hefur aðdáun raín vaxið, því bet- ur sem eg hefi kynst örðugleikum þeim og torfærum, bæði andlegum og IQcamlegum, sem því eru eam- fara að komast áfram í ókunnu og óbygðu landi, og eru þ6 hinar andlegu torfærur að minu áliti, engu síður fjandsamlegar skáld- þroska og menningarlífi, en þrátt fyrir það þarf Stephán engan Jcinnroða að bera bott borinn sé saman við meatu skáld og andans- menn þjóðar sinnar, þeirra er bezta hafa átt aðstöðu og dýpst hafa teigað af innlendum og út- lendum menningarlindum. Ein af aðalákærum þeirra manna er bera St. G. ámælum er sú, að hann sé myrkkvæður, liggur orsökin til þess orðróms í því aö St. G. hefur meiri orðaforða á hraðbergi en aðrir menn, og að hann er flestum hagari og hrai^- tækari á nýyrði, telur og einn með kostum það sem annar kallar löst í þeim efnum og ekki tel eg rétt að liggja haukum á hálsi, þótt hærra fljúgi alifuglum og hröfn- um, ætla og satt vera að eigi sé meðalviti ofvaxið að brjóta legji Stepháns G. til mergjar, og þótt stöku gaílar kunni að fiu.'i-st i stóru kvœðasafni er slflct naum ast tiltökumál, er meginhluti kvæða Stepháns slíkur að efni og búningi að iafnfætin stendur þvl er bezt hefir verlð IcreCIð á I»- lenzka tungu, og það veit eg að hefði kvæðabáiilcurinn "A ferð og flugi" verið ritaður á fjöllesnu máli, mundi Stephán nú helnu- frægur maður og það jafnvei þ6tt minni shild hefði verið. Að endingu bið eg menn aS hafa hugfast , að skáldin ber að mæla HEIMSINS BBZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllun tóbaktsölnm eins og trén, þar sem þau eru hæst, en ékki eftir lággreinum eSa rótarskotum. A jólunum 1922 Páll GuBmundsson. Stökur. pó þú eigir sorgasjóð og sviða hjartað finni. Láttu vinur vorsins iljóð vaka á tungu þinni. Gegnum böl og bitur kjör iberðu létta skapið. pó syrgi hjarta, syngi vör, svo skal ileggja á krapiS. Sála mín er sólarsnauð sárra kennir meina. pegar að eg bið um brauð býður lífið steina. pó þú sigrir þúsund djöfla þúsund sinnum, trúðu mér. Meiri ertu af einum sigri yfir sjálfum þér. Gleymist lífsinis frost og fjúk, frá mér Satan vikur — Barnahöndin hlý og mjúk hrukkuvangann strykur. Vakið, vakið vonir mínar Eg veit hvernig fer. Hann sigrar að síðustu sannleikans her. pé þú bognir brotnaðu ekki — Bíður ©varið þess sem spyr. Rís við sérhvern harm og hnekki hærri og stærri en varstu fyr. pó eg gestur hildi há hljóti á vestunslóðum. pað sem bezt í eigu á er úr nestissjóðum. Páll Guðmundsson. ANDRÉs BJÖRNSSON. Brosti í gegnum blítt og strítt brosti frjáls en snauSur, Brosti hiýtt og brosti pýtt brosti lífs og dauður. Páll Guðmundsson. Berklar í nautgripum. Á iæknafélagsfundi i Reykja- vík 13. des. 1920, skýrði Magnús dýralæknir Einarsson frá því, eft- ir því sem Læknablaðið greinir, að hann hafi athugað 9000 naut- gripalskrokka alls, og að eins einn ekki verið grunlaus. Á Austurlandi — í Múlasýslun- um, — rannsakaði hann fyrir nokkrum árum um 300 kýr með "tuberculini", og reyndust 3 af hundraði af þeim grunsamar. En það athugist í þessu sambandi, að sullaveiki o. fl., getur haft þama áhrif og vilt að nokkru. pó var það eftirtektarvert, að kýr þess- ar, sem reyndust grunsamar, voru á berklaveikiBheimilum. — Á SuS- urlandi hefir hann <rannisakaS u'u 100 kýr, og engin þeirra reyndut veik af berklum. Magnús taldi líklegt, að berkla- veiki væri hér lítil eSa engin í nautgripum, og að þeir smittuð- ust alls ekki af mönnum. Kúm yrði þá fyrst alvarlega hætta búin, ef átlenda* kýr flyttust til landsins. — Freyr, — okt,—nóv. 1922. OO Sendir hverja af V eftirtöldum hljóm- vélum heim til þín. Af gangurinn borg- ist á tveimur árum. Aðeins nœsta Föstudag og Laugardag Hver af okkar Hljómvélum (Phonographs) í hinum stóru birgðum vorum, af hinni nýjustu gerð í venju- legri «tærð, verður send heim til yðar fyrir eins dollars niðurborgun McLagan, Columbia, Empire og Windsor Hljómplötuskápar fást einnig ef óskað er með hverti hljómvél, með áðurnefndum og áður óheyrðum vildarkjörum. Hljómplötur frá 75c upp. JABanfíeld "The Reliable Horae Furnisher" 492 Main St.9 Winnipeg *\*lv>w*lws^^^^^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.