Lögberg - 18.01.1923, Side 6

Lögberg - 18.01.1923, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN 18. JANÚAR 1923. Fjölskyldan á Haugh Saga frá Skotlandi eftir ANNIE SWAN. Þan gen-gii aftur til sjúkra berbergisins, |)íir sem Alice Kerr lá föl og kyrlát, en andlits- svipur hennar lýstti friÖ, sönnulm andlegum frið. Hún gat nú orðið eklki talaíð, en augu hennar geisluðu, þegar hún sá 'þessar tvær, kæm per- sónur, koma inn. Augnabliik síðar varð hún óróleg, «eím sýndi, að það var einn ennlþá, sem hún saJknaði en enginn af þeian sagði eitt erð. Þögul sátu þau við hliðina á rúmi hennar, og biðu eftir því, sem efunarlaust imundi ske. Litlu eíftir hádegi kotm vagninn frá Oastle- bar upp eftir trjáganginum, en naim staðar lít- inn spöl fiá húsinu, svo að hávaði hans trufl- aði ekki fbúa þess. Frú Allardyce og Frances gengu að fram- dATrunum, þar sem Mary mætti þeim. Frú Kerr virtist, þó augu 'hennar væri lokuð, giska á að þær væru komnar, því varir hennar hreyfð- ust. “Biðjið 'þær að koma hingað,” sagði hún imeð erfiðismunum, og ósk hennar var undir eins fraimlkæmd. Þannig atvikaðist það, að þessar tvær persónur og hennar nánustu voru hjá henni, þangað til hún andaði að sér í síð- asta skifti, án kvala og fcvíða. “Lytftið blæjunni upp,” bað hún skyndi- lega með skýrri rödd, “hér er svo dimt.” Sólin sfcein björt og hrein inn í herbergið, en blæjunni var undir eins lyft upp. Hún leit isnöggvast í kring um sig ánægju- lega, en svo urðu augu hennar óróleg og leitandi. “Sesrið föður ylkkar. að eg balfi saknað hans á síðustu stundinni,” sagði hún við Elea- nor, sem studdi hana, “og segið honum, að við munwm rnætast hjá guði. Syngið hinn tuttug- astaog þriðja sá'lm .fyrirmig, þá eruð þið góð!” Þau litu hvort á annað, og reyndu að syngja, en þeim var það óonögulegt. Það var Frances, sem söng, og hin devj- andi móðir reyndi að endurtafca orðin, en kraft- ar hennar biluðu, og hún gaf Frances bendingu um, að hún sfcýldi halda áfram. Nú tóku all- ir þátt í söngnum, og þegar síðustu orðin end- urómuðu í herberginu, voru augu Alice Kerr lokuð fyrir fult og alt. Með hin síðustu há- tíðlegu orð á vörum sánum, sofnaði hún eins og barn við brjófrt móður sinnar, og þeir, sem stóðu í kring nm bana, gátu aðeins þafckað guði og sagt. að alt seta bann geri, það geri bann vel. pegar Alexander Kerr vaknaði til meðvitund- ar, var það í hans eigin rúmi um hábjartan dag. Fyrst mundi hann ekki eftir neinu, en lá al- veg kyr og reyndi að endurkalla í huga sínum hvað skeð hefði. Hann reyndi að setjast upp við olnboga, en gat ekki, kraftar hans voru ekki nógir til þess. Einhver sat hjá honum, það var svartklædd stúlka. Hún sneri baki að hon- um, en lögun höfuðs hennar minti hann glögt á Eleanoru. pannig sem hún sat, kom honum til að álíta, að hún væri kjarklaus og hrygg. Hún studdi hendinni undir hökuna og horfði út um gluggann, og sýndist sorgbitin. Meðan hann athugaði hana, endurkallaðist í huga hans smátt og smátt hið umliðna. Hann mundi, að hann hafði neyðst til að símrita, og að Olaude kom til Haugh, og að þeir urðu ósáttir. parna sat Eleanor —hún var svartklædd — þetta var merki þess að úti var um alt. En hve lengi hafði hann legið þannig? ómöguleg- ur til að vekja eftirtekt dóttur sinnar á nokkurn hátt, stundi hann hátt. Hún stóð undir eins upp og gekk til hans. “Guð sé lof, að þú ert betri, pabbi! Leyfðu mér að hlaupa inn og segja hinum frá því,” hróp- aði hún áköf, en hann reyndi að hindra hana frá því. Honum fanst sér vera erfitt að tala. “Set þú þig niður og segðu mér alt. Er móðir þín dáin?” stamaði hann. Hún skiJdi hann, en hún kinkaði aðeins kolli án þess að svara. “Nær?” “Klukkan fjögur eftir hádegið.” “Hve lengi hefi eg legið hér?” “Síðan í gær.” “Ekki lengur ? — Mér finst það eins langt og manns aldur. ó, að hún skuli vera dáin! pú mátt fara, Eleanor. Eg verð að vera aleinn með hugsanir mínar.” Hann sneri höfðinu frá henni, og Eleanor leit hikandi á hann. Að síðustu gekk hún út og hringdi bjöllu, sem kallaði á hjúkrunarstúlk- una. Að henni hvislaði hún, að faðir sinn hefði fengið meðvitundina. Gekk svo kyrlát í burtu. Mary var hvergi finnanleg. Hún hafði farið upp til að hvfla sig. Herbergi frú Kerr var nú hreinsað og öllu komið vel fyrir, og Elea- nor gekk þangað inn til þess, að fá dáiitla hvfld fyrir sínar órólegu hugsanir, ef mögulegt væri. pegar hún opnaði dymar, furðaði hana á því, að finna Claude þar inni. Hann sat með krosslagða handleggi við hliðina á rúminu. Eleanor gekk til hans og lagði hendina á öxl hans. Hvíti dúkurinn, sem huldi andlit móður þeirra, var tekinn burt. Hún var svo blíð á svip og ástúðleg, að þau gátu ekki litið af henni. “Vesalings mamma, við hefðum átt að gleðja hana betur, Claude, að minsta kosti hefði eg átt að gera það. það er engin kvöl í þessum heimi Iflc iðraninnar.” Claude þrýsti hendi hennar innilega, og þa.i fundu, að eitthvað band tengdi þau saman. Eins og lítil böm, vildu þau hugga hvort annað, en vissu ekki hverning þau áttu að gera það. ‘Tabbi er betri — hann hefir opnað augun og talað. Hj úkrunarstúlkan segir, að þetta sé gott fákn, og hún hefir gert lækninum boð.” Hefii hann talað? Claude stóð strax upp og gekk til dyra. “Eg verð að sjá hann, Elea'nor! Eg hefi setið hér og reynt að hugsa um það, hvemig ilt yrði, ef hann yfirgæfi okkur líka. Hugsaðu þér hve hræðilegt það yrði fyrir mig, eftir alt sem skeð hefir.” Eleanor reyndi ekki að aftra för hans. Hún sá, að hann varð skapléttari og reyndi ekki að dylja geðshræring sína. pegar hann var far- inn, fann hún til engrar hræðslu að vera alein hjá hinni framliðnu. Hugsanir hennar dvöldu við liðna tímann og alla þá sorg, sem hún hafði orsakað, og um nútímann, sem henni fanst svo erfitt að bera, og um ókomna tímann, sem hún var hrædd við að mæta. Meðan hún sat þannig hugsandi, virtist smátt og smátt hinn ólýsanlegi friður og kyrð, sem ríkti í herberginu að hafa áhrif á hina sorg- þrungnu sál hennar. Hún hallaði sér aftur á bak á lága stólnum. Ofreynd og magnþrota eins og hún var, sofnaði hún, og þannig fundu þau hana þegar kvöld var komið, og tunglið sendi döpru geislana sína í gegnum stóra bugðuglugg- ann. Hin trygga Katie grét þegar hún sá ung- frúna þannig ásigkomna. Mörgum sinnum hafði hún ásakað hana í huga sínum og með orðum, af því hún gerði ekki skyldu sína gagnvart hinni ástríku móðir sinni, en þessi sýn eyddi öllum beiskum tilfinningum, og hún fann til innl- legrar meðaumkunar með þessari vesalings móð- urlausu stúlku, í hinu yfirgefna ásigkomulagi hennar. Hún snerti hægt við handlegg hennar, og Eleanor vaknaði strax. “Kvöldverðurinn er reiðubúinn, ungfrú Eleanor! Unga frúin kemur ofan. pér megið ekki vera hér lengur.” “Ó, ert það þú, Katie. Eg sofnaði af því hér var alt svo kyrt, og eg öðlast meiri og meiri hugarrósemi. Já, eg skal koma ofan,” sagði hún dálítið vandræðaleg, og lét Katie leiða sig út úr herberginu. Mary mætti henni í ganginum. “Eg er nýkomin út frá föður þínum, Eleanor. Hann er mikið betri. Claude er hjá honum núna. ó, hvað þú ert þreytuleg,” sagði hún alúðlega. “Eg er ekki eins ógæfusöm núna, eins og eg var, þegar eg kom. Eg hefi sofið í herbergi móðir minnar, og það hefir gert mér gott,” svar- aði Eleanor. Á þessu augnabbliki var barið að dyrum, og stúlkan hljóp ofan til að opna þær. “Klukkan er átta, Eleanor,” sagði Mary, sem beygði sig yfir handriðið til að sjá hver þetta væri. “ó, það er Róbert Allardyce og ungfrú Sheldon.” “Mig langar svo mikið til að tala við Franc- es. Vilt þú biðja hana að koma upp til mín Mary,” sagði Eleanor, og gekk inn í sitt herbergi. Frances kom strax upp til hennar. “Eg fer á morgun, en mig langar til að sjá þig, Eleanor, er þér á móti geði að tala við mig núna?” sagði hún. “Nei, mig langar að tala við þig. Verður þú að fara á morgun ? Getur þú ekki beðið eitm dag enn þá?” “pað er mér alveg ómögulegt, góða mín. Eg á á hættu að verða rekin, og hvað á eg að gera? Eg og London höfum nú mist þig Eleanor?” “Mitt pláss er hér, Frances. pú hafðir rétt fyrir þér í öllu, sem þú sagðir við mig. pú verð- ur að hugsa um mig, skrifa oft — viltu ekki gera það. Og heimsóttu mig við og við!” Tveim fyrstu óskunum skal eg verða við, þá síðustu skal eg hugsa nákvæmar um,” sagði Frances blátt áfram. “Mágkona þín hefir sagt mér, að óðalseigandinn sé betri í kvöld. Að ann- ast um hann er það, sem nú er skylda þín að gera, Eleanor? Er það ekki?” "Jú, það er sannleikur,” svaraði Eleanor, með- an hún laugaði andlit sitt og lagaði hárið, til þess að verða líkari sjálfri sér, — en samt var hún ekki hin gamla Eleanor. "Vilt þú ekki koma ofan og heilsa Allardyce? Hann hefir ekki séð þig enn þá, og eg er viss um að hann vill tala við þig.” "Jú, eg ætla að koma — er móðir hans með ykkur?” “Nei, við höfum spásserað. Kvöldið er fag- rrt, og við höfum átt skemtilega ferð.” Eleanor hlustaði á orð hennar utan við sig. Hún þekti Frances svo vel, að hún áleit að það væri alls ekki hugsanlegt, að hún mundi festa á- huga á nokkrum manni. Ekki eitt augnablik kom henni til hugar, að það væri aðra tilfinning- ar í hjarta hennar, heldur en aðeins vinátta til AHardyces. Frances reyndi með djörfung að ýta tilfinn- ingum sínum til hliðar, og á hinu komandi ári að halda áfram baráttu sinni fyrir lífinu, þangað til tíminn væri út runninn, og það gladdi hana, að Eleanor hugsaði ekki um annað en hún gerði. pað voru samt augnablik, sem hugur hennar varð ó- rólegur af því, að hugsa um þetta málefni og Eleanor, en eins og margar aðrar iðnar stúlkur, fól hún tímanum að ráða fram úr þeim áhyggj- um sínum, sem svo oft hefir að jafnaði þessi og mörg önnur málefni, mönnunum til góðs. 39. Kapítuli. Alexander Kerr leið engar kvalir, en hann var alveg þróttlaus, og fjölskyldu hans fanst, að hann væri mjög þreyttur. Hann var mjög kyrlátur, og þegar hann tal- aði, var hann vingjamlegri en áður. Fyrir Elea- nor var þessi breyting eins konar undarlegur við- burður. Ef hann hefði sýnt eitthvað af sinni gömlu bitru beiskju og reiði, þá hefði hún fund- ið að hann lifði, en nú virtist hugur har.s að hafa mýkst ósegjanlega. Claude og Eleanor voru mestan hluta dags- ins hjá honum og töluðu við hann, en það var tvent, sem þau mintust aldrei á, nefnilega orsök- ina til veikinda hans, og orsökina til veru Elea- noru í London. pegar hann talaði ekki um þetta voguðu þau ekki ekki að gera það. Hann sá, að öllu leyti um jarðarförina, bæði um hið stóra og smáa. pótt hann forðaðist að minnast með nokkr- um orðum á konu sína, og nefndi aldrei nafn hennar til barna sinna, né nokkurs annars. petta undarlega ásigkomulag var kveljandi fyrir þá, er umgengust hann. Honum batnaði til muna á hverjum degi, og kraftar hans voru að þroskast, en þegar hann sagði læknimum, að hann vildi sjálfur vera til staðar við jarðarför konu sinnar varð læknirinn mjög skelkaður, og neitaði að samþýkkja þessa bón hnas. “pá verð eg að gera það án yðar samþykk- is, læknir,” sagði Kerr ákveðinn eins og siður hans var fyrrum. “En hugsið um afleiðingarnar,” sagði lækn- irinn. “Eg vll ekki bera ábyrgð á þeim.” “Enginn ber ábyrgð á minni breytni,” svar- aði Kerr, “eg verð sjálfur að taka hana á mig og bera afleiðingarnar. “pér getið setið í vagnin- um hjá Claude og mér, til þess að vera í nálægð. ef eitthvað skyldi bera við. par er nóg pláss.” pað var gagnslaust að tala meir um þetta. Kerr hafði ákveðið að gera þetta, og læknirinn yfirgaf hann með tortryggilegum svip. Snemma um morgun þess dags, þegar jarð- arforin átti fram að fara, fór óðalseigandinn á fætur hjálparlaust. Enginn tók eftir því, þeg- ar hann mjög hægt og með örðugleikum, rölti til herbergis konu sinnar. Tvisvar sinnum hafði hann bannað að kistunni yrði lokað, fyr en hann sæi hana í síðasta skifti. Andlit hennar var nú allmikið breytt frá því um kvölaið, þegar Claude og Eleanor athuguðu það, þá var það svo ástúðlegt og fagurt. Nú bar það merki þess, að það var orðið að hrörlegum leir, sem sálin hafði flúið frá. petta mjallhvíta andlit var ekki hið sama, sem svo oft hafði bros- að til hans, og hann sneri aftur til herbergis síns, ósegjanlega hryggur og örvilnaður yfir því, að eftir yrði hann að vera einmana og yfirgefinn, sem eftir væri æfinnar. Hann lét dyrnar aftur og lokaði skránni með lyklinum, fleygði sér svo stynjandi á rúmið. Á þessu sorgþrungna augnabliki skildi hann í fyrsta skifti fylliega, hvað hann hafði mist. Veðrið sýndist eiga vel við daginn. Nú átti hún, sem var elskuð af svo mörgum, að vera lögð til sinnar síðustu hvíldar. Himininn var fagur með fáeinum skýjum hér og þar. Enginn vindblær hreyfði lauf trjánna eða snerti yfirborð sjávarins, bylgjumar réðust svo hægt á sjávarströndina, að rödd þeirra líktist vöggusöng. Jarðarförin var afar mikilfengleg, og geymd- ist lengi í minnum manna í héraðinu, og þegar hin langa lest kom til þorpsins, og sneri þaðan út á þjóðbrautina til hins gamla kirkjugarðs, sýndu íbúamir sönn merki sorgar og virðingar, sem þeir allir fundu til fyrir þesari framliðnu konu, sem hafði verið þeirra tryggasti vinur, hinn hygni ráðgefandi og ástríkasti verndari. Með tilliti til óðalseigandans, er sökum síns veikbygða ásigkomulags varð að leiða til graf- arinnar af syni hans og Robert AHardyce, var lflcræðan fremur stutt, og áður en margar mín- útur voru liðnar, hvíldist líkami Alice Kerr í gröf- inni. Kerr var að ytra útliti mjög rólegur. Hann reyndi að yfirbuga tilfinningar sínar, en þeir sem sáu hann, létu ekki gabba sig. prátt fyrir all- ar hinar mismunandi fregnir um heimilisásig- komulagið á Haugh, héldu menn, að óðalseigand- inn mundi ekki geta lifað eftir þenna sorglega viðburð. Allardyce yfirgaf þá í kirkjugarðinum, og Claude ók einsamall heim með föður sinn. "Ert þú þreyttur, pabbi?” spurði Claude, sem sá að hann hallaði sér aftur á bak í vagnin- um og lokaði augunum, þegar þeir óku yfi slétt- lendið. Hann spurði hikandi um þetta, því óvild Skotlendinganna til að opinbera tilfinnar sínar, var í þessu tilfelli sterkur þröskuldur hjá fjöl- skyldunni Kerr — að minsta kosti hjá karlmönn- unum, og persónulegar spurningar voru aldrel gerðar, nema ef brýn nauðsyn bar að höndum. “preyttur ?” Nei, hvers vegna ætti eg að vera þreyttur?” var svarið. “pað er ekkert að mér.” Claude sagði ekkert, en eins og hann var nú skapi farinn, var löng þögn ómöguleg. “Læknirinn ætlar að líta eftir þér seinna í dag,” sagði hann hikandi. “Hann þarf ekki að ama að mér,” svaraði Kerr, og báðir þögðu. Alt í einu laut óðalseigandinn áfram, og dró blæjuna frá vagnglugganum til hliðar, svo sólin skein inn til þeirra. Síðan sneri hann sér að Claude og sagði: “Við höfum mist okkar besta vin, Claude! Eg hefi fáein orð að segja þér, drengur minn, á þessum þyngsta degi lífs míns. Vertu ástúðleg- ur og góður við Mary, á meðan hún lifir, og bíð ekki eftir, að sýna henni ást þína, þangað til hún er deyjandi.” Claude þagði. Orð föður hans höfðu mikil áhrif á hann. Tilfinning innilegrar meðaumk- unar gagntók hann. Hann langaði til að geta orðið föður sínum að gagni á einhvem hátt, að fóma þessum einmana iðrandi manni karlmanns kjark sinn. f fyrsta skifti vaknaði ástin til hans í huga Claudes, og hann varð að opinbera honum tilfinnar sínar. “Eg hefi verið Iélegur sonur, pabbi,” sagði hann með skjálfandi róm, “eg vil reynast þér betri sonur á ókomna tímanum. ef þú vilt fyrir- gefa mér. Segðu að þú fyrirgefir mér það, sem eg nýlega varð sekur um. Eg var ekki með öllu viti, en eftir þann dag skal aldrei vínapdi koma inn fyrir mínar varir. Eg< hefi svarið það við banabeð móður minnar, og eg vil reyna að verða góður og ástríkur sonur.” “Gott, gott,” sagði óðalseigandinn viðkvæm- ur. þó hann reyndi að dylia geðshræring sína. “Móðir þín sagði. að dauði sinn mundi gera meira gott, en lífið. Ef við reynum að líkjast henni, þá mun hún gleðiast yfir því í himnaríki.” Hann átti afar erfitt með að tala þessi orð, og mikill grátekki hristi líkama hans. Claude .. I • thnbur, fialviður af ölVum voruwrgðir tegu«dum, geirettur og ak- kanar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. lComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ©kkcrt sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------L.ímit.d — —---------- HENRY iVE. EAST - WINNIPEG /— ............. "*’ Gleymið ekki D. D. WOOD & SONS, þegar þér þuríið < * KOL ------------------' Domestic og Steam kol frá öllum námum Þú fœrð það sem þú biður um. Gæði og Afgreiðslu Tals. N7308. YardogOífice: Arlington og Ross hélt honum uppreistum með sterka unga hand- leggnum sínum, þangað til þeir óku heim að stóra húsinu. Mary og Eleanor sátu í dagstofunni, þegar faðir og sonur komu aftur. peir gengu beint inn í stofuna. Mary leit þýðingarmiklum aug- um á Claude, og litlu síðar gengu þau bæði út. Kerr settist þunglamalega á stóran hæginda- stól, og Eleanor horfði á hann með undarlega saman blönduðum tilfinningum. Hana sárlang- aði til að hugga hann, en hann hafði svo oft og lengi hrint frá sér öllum orðum, sem bygðust á • ást og meðauinkvim, að hún gat ekki sigrað hræðlsu sína við hann. ■f' “Hringdu bjöllunni, og bið þú Katie að koma með te handa mér,” sagði óðalseigandinn. “Vilt þú ekki ögn af víni pabbi?” “Nei — ekki í dag. Te er alt það, sem eg þarfnast, Eleanor. Mig langar til að tala við þisr.” Stúlkan kom innn úr dyrunum, tók á móti skipunum sínum og fór svo aftur, en Eleanor sett- ist ékki niður. Nú var tíminn kominn, þegar hún átti að ábyrgjast og afsaka breytni sína síð- asta hálfa árið, og hugsunin um það, gerði hana viðkvæma og hrædda, eins og eðlilegt var. “Eg verð að líta aftur í tímann, Eleanor, til þess að komast eftir hvað það var, sem kom þér til að yfirgefa okkur?” Hann horfði fast á hana, og blóðið kom fram í kennar hennar. “Eg get ekki skýrt frá því,” svaraði hún lágt. “Eg neitaði þér ekki um neitt,” sagði hann með hægð, “en þú varst ekki ánægð, eins og aðr- ar ungar stúlkur. Hvað var að? Gerði eg ekki skyldu mfna?” Á þessu augnabliki fann hún sterka löngun til, að segja honum, að hann hefði ekki gert skyldu sínar, og að á milli sín og hans hefði engin ást- rík samhygð átt sér stað, sem tengdi foreldra og börn saman með því bandi, sem hvorki tíminn eða dauðinn gátu eyðilagt til fulls. “Ef eg reyndi að skýra frá þessu, mundir þú, ef til vill ekki skilja mig,” sagði hún hikandi. “Eg er fremur hygginn, þegar öllu er á botn- inn hvolft,” sagði hann þurlega, “reyndu.” “Nú. jæja, það byrjaði þegar eg var nógu gömul til að skilja sumt, og var sjálf fær um að hugsa. Eg var alt af hrædd við þig, pabbi, fri þeim tíma þegar eg var lítið barn.” “Eg hefi aldrei lyft hendi gagnvart þér, það er eg viss um,” sagði hann rólegur. “Nei, en eg var hrædd við þig, og mamma var líka hrædd við þig. Seinna, þegar eg skildi hvernig hún þjáðist, varð eg reið, og eg áformaði, að eg skvldi sjálf vinna fyrir lífsframfæri mínu, og ekki falla þér til byrðar.” Kerr skygði fyrir augun með hendinni. Eleía- nor var ekki eins nærgætin og Mary eða Frances Sheldon, annars mundi hún ekki hafa talað þann- ig á þessu augnbliki, og það er ef til vill efa samt hvort hún mundi nokkuru sinni hafa talað þann- ig. En hún fann sig neydda til að segja mein- ingu sfna blátt áfram, og vissi ekkert um hina sáru iðrandi tilfinningu, sem hreyfði sig í huga föðursins. Hann gaf þess engin merki, að orð hennar særðu hann afar mikið. “Og þú vildir hafa skifti á stjórn minni og stjóm ungs manns, sem þú þektir ekki hið minsta — og sem var reglulegur bófi. Hefir þú ekki iðrast þessarar miklu heimsku?” “Jú, það er sannleikur, sem þú segir. Nú sé eg þetta með öðrum augum. pó eg hafi jafn- vel ekki lært annað í London, þá hefi eg fengið dálítið meira af skjmsemi,” sagði hún glaðlega, og óvænt.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.