Lögberg - 08.02.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.02.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. I. Lengst upp við heiðbláan vorhimininn, yfir litla vatninu, sást dökkur díll, sem stóð lengi hreyfingarlaus. Vatnið, sem var spegilslétt. var fult af fiskum. pað lá þarna sífelt svo af- skekt og verjulaust; og gömlu jötunvöxnu trén, sem stóðu hnakkakert á bökkum þess, gátu enga hjálp veitt, þegar grávængjaði víkdngurinn steypti sér skyndilega niður og drap í ákafa hina silfurhreistruðu íbúa vatnsins. En nú vogaði hann sér ekki niður,því þarna var fólk komið sam- an, bæði ungir og gamlir, og börnin æptu og köst- uðu í unggæðingslegri dirfsku marglitu knött- um sínum upp í loftið á eftir honum. Hestam- ir hneggjuðu og kröfsuðu með fótunum í jörðina af óþolinmæði, og reykjarstrókar lyftust skjálf- andi upp í loftið milli trjánna. Mannaraddir og reykur. »— pað var ekki að skapi hins flá ráða, hremmandi ræningja, sem sveif 1 kryst- alstæru bláloftánu. Hegrinn færði sig fjær og fjær í stækkandi flughringum, sem hann grun- að ilt, og hvarf að lokum út í bláinn, eins og hann hefði fokið burt og orðið að engu, en bömin ráku upp hvelt húrraóp um leið. öðm megin vatnsins stóð ofurlítið fis'ki- þorp — átta slmáhýsi á víð og dreif í skugga eld- gamalia linditrjáa. Húsin voru svo lág að háhn- þöktu þökin náðu að eins upp á móts við neðstu greinamar. Net og annar veiðiútbúnaður hékk utan á húsveggjunum og mjóir trébekkir stóðu mð dvrrar, m mrðfrain ‘•u^urhl'ðum húsarna Cx hvítþymir og viliirósir. porpið var mjög snot- urt tidsýndar þama á vatnsbakkanum við hvít- an sandinn. Maður gat varla búist við að sjá þarna stórvaxna og kraftalega austur-fríslenzka fiskimenn, og það var happ að höfðingjasetrið lá falið bak við breið skógarbelti — hér virtist alt svo sveitarlegt umhorfs, þar til dyrnar á ein- hverju húsinu opnuðust. petta litía fiskiþorp hefði að sjálfsögðu aldrei verið bygt, ef þýzki furstinn hefði vitað að það, jafn yfirlætisíaust og það þó var, mundi kosta hina tígulegu Frakklands drotningu bfið En hann hafði ekki verið neinn spámaður á 3ili tíð; og þama hafði þessi unaðslega eftirlíking af fiskiþorpi staðið í næstum hundrað ár. Að utan var það ímynd hinnar óbrotnustu sveitir- h'fssælu, en að innan voru húsin útbúin með alt, er veitt getur gleði mestu eftirlætisbörnum heimsins. Maður gat stigið af mölnni inn á þykka, mjúka gólfdúka, húsgögnin voru þakin með silki og á veggjunum hengu silkitjöld, sem hér og þar hurfu inn undir stóreflis spegla. Jafnvel þó að utan hefði tekiftt að láta alt líta sem einfaldast og fátæklegast út, voru engin ómáluð hvítþvegin borð til að matast við, og því siður harðir trébekkir, til að hvílá sig á, eftir ieiki og gleðskap. Á höfðingjasetrinu, sem fiskiþorpið átti tiT- veru sína að - . ...•• Ven jj með það, að láta hvem erfingja gróðursetja linditré, þegar hann var átta ára gamall. Trjá- röðin á vatnsbakkanum á vinsrtri hönd, sem var nefnd ‘vorgleði”, var þannig orðin að sögulegu minnismerki, eins konar ættartölu. það hafði víst mjög sjaldan skeð, að nokkurt tré, sem gróð- ursett hafði verið af höndum aðalmannanna, hefði dáið. f trjáröðinni mátti sjá fegurstu tré — gamla risa í ísgráum brynjum, sem héldu stórum, grænum skjöldum hátt á Iofti og skýldu með þeim yngri trjám og vesalingum. Já, vev alingar áttu þar líka heima, þrátt fyrir það þótt alt væri hátíðlega vígt í þessum reit — náttúr- an lætur ekki kúga sig undir neitt skjaldarmerki. Sá dagur var kominn í wiaí, er hertoginn ungi, Friðrik, skyldi framkvæma þessa mikils- verðu athöfn. Fólkið frá höfðingiasetrinu o ghinir höfð- ingjahollu nágrannar héldu daginn hátíðlegan samkvæmt gamalli veniu ættarinnar. öllum bömum, sem tilheyrðu fjölskvldum þeim, er voru í kunningskap við hertoga fólkið, hafði verið boð- ið. En þau sem lægra voru sett óku með for- eldrum sínum út að þorpinu, til að sjá hvemig hertoginn ungi héldi á skóflunni. Vagnamir stóðu í röðum og á bak við þá var múgur og marg- menni. Krakkarair klifmðu upp í trén, því þaðan gátu þau séð betur alt sem fram fór. Dagur þessi var líka hátíðlegur á annan hátt. Faðir unga hertogans hafði dáið fyrir átján mán- uðum, og nú fyrst kom hin fagra ekkja hans fram á almannafæri, eftir að hafa syrgt óvenju- lega lengi. Hún stóð nú hjá linditrénu, sem búið var að gróðursetja. Menn gá<u ■ kk- verið eitt augna- blik í vafa um að það var hún, sem réði lögum og lofum. Hún var hvbklædd og við belti hennar hékk bliknuð villirós. Rauða silkifóðrið á sólhlífinni, sem hún hélt yfir höfðinu, sló rós- rauðum bjarma á andlit hennar, á nefið, smátt en vel lagað, og varimar, þykkar en blóðlitlar. Einkennilegir drættir undir svörtu hárinu, sem bylgjaðist eins og fax, daufur bláleitur litblær kringum augun, vaxhvítur hörandslitur, sem ann- ars minnir á mikið geðríki — alt þetta gaf and- litinu samskonar svip o gsést á spönskum kyn- blendingum frá Ameríku en þó var vissulega ekki dropi af þess kyns blóði í æðum þessarar þýzku hertogafrúar. Hún fygldi með augunum hringflugi hegr- ans með sömu athygli og bömin er æptu húrra- hróp um leið og hann hvarf. "Nú aftur hefir þú skorast undan að hróna húrra. Gabrfel.” sagði lítill drengur við annan stærri, sem stóð við hlið hans, o gsem var k’ærí.t- ur í hvít léreftsföt, er stungu mjög í stúf við skrautklæði hinna barnanna. Sá sem ávarpaður var leit niður fyrir sig og þagði; hinn varð ofsareiður. “Skammastu þín ekki frammi fyrir hinum ræfillinn þinn! Gerðu svo vel og hrópaðu húrra undir eins! Hrópaðu með eða þú skalt hafa verra af!” þess orð voru töluð í skipandi og um leið hvetjandi róm. Hvítklæddi drengurinn snéri sér undan, hræddur og kvíðafullur. Hann hreyfði sig sem hann ætlaði að fara, en þá lyfti hinn skyndilega upp svipu sem hann hélt á og sló hann í and- litið. Bömin hrakku frá. Minni drepgurinn stóð einn eitt augnablik og skalf af reiði. Hann var mjög frítt barn, með dökt, hrokkið hár, og klæddur í falleg föt úr silkiflosi. Hann var kraftalegur og bar á sér aðalssvip. Hertog- inn ungi bróðir hans og aðrir jafnaldrar úr sama flokki komust ekki í samjöfnuð við hann. Fóstra drengsms kom til hans, föl og ótta- slegin, en hertogackkjan hatði tekið kreptan hnefann á honum í hönd sína. “þetta er ljótt Leó,” sagði hún; en það var tngin þvkkja í rómnum; miklu frelmur bar hann vott um ironilega ástúð. Drengurinn kipti að sér hendinni harkalega úr mjúkum fingrunum, sem lögðust utan um hana, snéri sér við og rendi um lejð augunum til drengsins, sem hann hafði barið, en var gengin burt. “Hvað gerir það til?” sagði hann reið- ur. “Haron átti það skilið að fá þetta. Pabbi getur heldur ekki þolað nann, hann segir alt af, að hann sé hræddur við röddina 1 sjálfum sér, heigulinn þessd.” “Nú, jæja, þrákálfur litli; en hvers vegna heimtar þú altaf að Gabríel sé með þér?” spurði hertogaekkjan brosandi. “Af því — nú, af því að eg vil að hann geri það.” pegar hann hafði gefið þetta þrákelknislega svar, snéri hann hrokkinhærða kohinum fljótt frá henni, yfirgaf hópinn, eins og Hann væri ekki til, og hvarf á bak við eitt húsið. Með því að táka á sig stóran krók, reyndi hann að komast að stóru linditré, þar sem sá, er hann hafði gert ó- réttinn, hafði staðnæmst. Hvitklæddi drengurinn stóð þar aleinn og studdist við tréð. Hann var 1 mesta lagi þrett- án ára gamall, þunglyndislegur á svip, grsnnur og fimlegur, en ekki kraftalega vaxinn. Hann hafði difið vasaklút sínum 1 vatnið og þrýsti hon- um svölum að vinstri kinninni. Varir hans sem voru mjög fíngerðar titruðu, sem ef til vill staf- aði síður af sársaukanum heldur en geðshrær- ingunni, sem hann var í. Leó gekk nokkrum sinnum hringinn í kring- um hann og lét smella í svipunni. “Er það mjög sárt?” spurði hann hvatskeyt- lega í köldum róm og hnyklaði um leið brýmar 1 og stappaði með litlum, en kraftalegum fætinum 1 jörðina. Gabríel hafði tekið klútinn frá and- Iitinu, til þess að væta hann aftur í vatninu — svíðandi. rauð rák, sem lá þvert yfir kinnina. kom í Ijós. “Æ. nei ” svaraði Gabríel, með liúfri, undnr- fagurri rödd. “pað svíður bara svolítið ennþá.” Hinn fleygði alt í einu frá sér svipunni og með sárbitru veini vafði hann handleggjunum utan um Gabríel — pað mátti heyra tennurnar gnötra f munni hans. “Eg er voðalega vondur strákur,” sagði hann með ákafa. “pama er svipan mín, Gabríel. Taktu hana og sláðu mig líka.” Hinir drengimir, sem höfðu safnast utan uru þá, stóðu og göptu af undrun vfir þessari óvæntu og áköfu iðrun. Hertogaekkian stóð þar líka skamt frá. Hún varð frá sér numin, eins og snortin af einhverri undarlegri tilfinningu — knúð áfram af einhverri óviðráðanlegri hvöc, þrvsti hún drengnum að brjósti sér og marg- kysti hið fríða andlit hans. “Raoul,” hvíslaði hún. Nafnið leið eins og hæ?r+ n^dvam frá vörum hennar. • “En sú vitlevsa.” -•~’~5nn í óþvðum róm og snéri sig um leið úr faðmi hennar; “það er faðir minn, sem heitir Raoul.” Sterkur roði þaut fram í marmarahvítu kinn- amar á hertogaekkjunni; hún reisti sig upp og stóð hrevfingarlaus ofurlitla stund; svo leit hún hævt við og horfði hálfhikandi og feimniftlewa aftur fvrir sig. Konuraar, sem höfðu staðið hjá, voru horfnar inn um dyraar á einu húsinu. II. Skrautvagn koma akandi heiman frá her- toeasetrinu. Maður sat á baksætinu og við hlið hans láu, áhöld til þess að leika króket. Rétt í því að vagninn snéri inn á akveginn, sem lá með- fram vatninu, kom fótgangandi maður út úr hálf- dimmum skógnum. Maðurinn í vagninum lét óðara stöðva hestana. “Velkominn Mainau!” hrópaði hann. 4 Eg vona að þú misvirðir ekki það sem eg segi. en það hefir verið beðið eftir þér með mikilli óþrc; ju; og svo kemur þú ranelandi eftir lenestu kr'jka- leiðum! — Pað er fvrir löneu búið að planta linditréð. Og þú hefir látið Mainau ættina verða af þeim arfgenga heiðri. að hönd þín héldi trénu me^an Friðrik hinn tuttugasti og fyrsti kastaði moldinni á rætumar.” “M°nn hengia einhverntíma sorgarslæðu yf- ir mmd af mér.” Maðurinn í vagninum hló. Hann opnaði vaenhurðina og bauð hinum með handibendingu að s+íra unp í vaeninn. ‘Er nokkuð að þér Rudiger i baksætinu ?’ snurði h;T»n um leið og hann með snaueilegri gremiu h’kaði við að þiggia boðið. “Guði sé lof að eg pr prinhá laus við fótaeiet. — Haltu áfram frtoTrmdu ekki þínu mik'lsverða hlut.verki. Nú PofiV v>ú orðið að sækia króket áhöldin. pú ert örn»'a.r.rvor^nr maður.” i'/To«urínn R+ökk út ”r vagm'num o™ skelti j ^rfj rrr> V»n rðjnni aftur Tr!?orrinn hélt áfram. en nm-’nir genrru pf+ir vangstíg, sem lá í gegnum oVWnn til fiskiþorpsins. peir voru næsta kynlegir ásýndum, þar sem þeir gengu hver við annars hlið. Sá sem í vagn- inum hafði setið var lítill, kvikur á fæti og feit- laginn, en samferðaíroaður hans var svo hár, að hann rak sig oft á lægstu greinarnar á trjánum. f látbragði hans var eitthvað sem bar vott um valdi og áhrif; í yfirbragði og hreyfingum, var ískyggilegur ofsi, sem eitt augnablik skein út úr augunum næstum raunalega, líkt og bjarminn frá hægum eldi, en sem alt í einu breyttri mjúkri en sterkri hendinni í kreptan hnefa, reiðubúinn að gefa rothögg hverjum sem veitti mótspymu. Litli skapbráði drengurir.n var lifandi eftirmynd hans. “Við skuluim halda áfram í hægðum okkar,” sagði hr. von Rudiger. pví miður getum við ekki komið of seint í miðdagsverðinn í dag. Pú— “vellingur” hand'a krökkum og býtingur af öll- um mögutegum tegunduim. Skammir þarf eg samt ekki að óttast, því eg kem með þig — En meðal annara orða, þú hefir verið að heiman í tvo daga,' eftir því sem Leó litli, sonur þinn, sagði hertogaekkjunni.” “Já, eg hefi' verið að heiman.” petta stutta svar var gefið í svo háðslegum og fráhrindandi róm, að hinn þagnaði. Hann ætl- aði að fara að spyrja, hvert hann hefði farið, en orðin dóu á vörum hans. peir voru komnir á stað, þar sem var góð útsýn yfir vatnið gegnum skóginn. paðan mátti sjá alt þorpið. Undir linditrjánum voru snoturlega dúkuð borð og á milli þeirra og eins hússins hlupu þjónar fram og aftur, en í gegnum opnar dymar sást matreiðslu- maðu t nn með hvíta húfu við eldastóna. pað var verið að undirbúa miðdagsverðinn. Upp- þotið, sem Leó litli hafði valdið, var gleymt. Fólkið lék sér, állir sem gátu hreyft sig, vora með í leiknum — yndislegar hirðmeyjar og beinvaxn- ir ungherrar, gamhr, stirðfættir snyrtimenn, og jafnvel hans háæruverðugheit, feiti, brióstveiki yfirsiðameistarinn á hertogasetrinu rölti innan um ænandi krakkana og klappaði saman lófunum , Hertogaekkjan hafði gengið niður að vatn- inu og stóð svo nálægt því að það næs+um snerti fætur hennar. Mynd hennar í spegiltæru vatn- inu var eins og hvítur svanur. Nokkrar kon- ur höfðu fært henni sveig úr blómum, sem hún bar á höfðinu. Hann liðaðist um enni hennar e< grænir íaufskúfar hengu niður um háls og brjóst. “ófelía!” hrópaði Mainau barón með með- aumkvunarsvip í augunum, en röddin var ótrú- lega nöpur. Samferðamaður hans snéri sér við. “Nei, bíddu nú við — þarna kemur þú aftur með leik- araskap þinn, Mainau,” sagði hann æfur. petti hefir ef til vill áhrif á kvenfólkið, sem er laf- hrætt við þig, en það er ekki til neins að reyna það við mig. Hann stakk höndunum í vasann á léttum yfirfrakka, sem hann var klæddur í, ypti öxlum og sagði með lævíslegu brosi á vörun- um. “Einu sinni var yndislega fögur en fátæk prinsessa og uneror - ’ -----bau elskuðust og prinsessan vildi afsala sér tign sinni og verða barónsfrú.” — Fmn staðnæmd- ist eitt augnablik á gönminni orr gletnislega til hliðar á förunaut sinn, en hann sá ekki, hversu þessi fríði maður fölnaði, beit saman tönn- unum og horfði á skóginn með leyftrandi augum, eins og hann vildi svíða laufin af trjánum með eldi augna sinna. Rudiger hélt áfram: “Frændi prinsessunnar, hinn ríkjandi hertogi, kom og bað hennar. Augun hennar fögru og dökku grétu beiskum tárum; en loksins sigraði tignin ást- ina og hún ét setja kórónu á lokkana sína svörtu. — Legg hönd þína á hiartað Mainau! Hver Hver gat þá láð henni bað? — Einungis þeir, sem eru of tilfinningasamir.” Mainau lagði ekki hönd sína á hjartað, og svaraði heldur engu. Hann braut vonskulega grein af tré, sem hafði snert kinn hans, og fleygði henni á jörðina. “En hve hiarta hennar hlýtur að berjast í dag,” sagði Rudiger eftir stutta þögn — bað var auðheyrt, að hann vildi halda áfram samtalinu um þetta efni. “Hún er hætt að svrgja; ættar- metnaðinum er fullnægt um allan aldur, því her- togaekkjan er og verður móðir stjómara land- sins. pú ert líka laus við hjúskaparfiötrana. pað er alt eins og í sögu.----Og nú viltu telia mér trú um — iá, hver mundi svo sem trúa því! Við b’ðum og siáum hvað er í vændum í dag. “pið eruð engir smáræðis bragðarefir,” sagði barón Mainau með uropgerðar undrun. peir vora nú komnir þanrað sem vagnamir stóðu: beir voru kornnir inn í miðian mannfiöldann og héldu sig þess vegna á stignum, sem lá meðfram vatn- inn. “Heyrðu þama, horparinn þinn, ertu vit- laus?” hrópaði ba^ón Mm'nau skyndilega og þreif í hálfvaxinn, sterkan betlara, sem hossaði sér unp og niður á gre'n. sem óx út yfir va+nsflötinn. Hann dustaði strákinn til, eins og hann væri hvolnnr dreginn af sundi og setti hann svo niður á jörðina. “Pú he+ð’'r revndar go+t af að vökna, dreneur minn,” sagði hann hlæiandi og sló sam- an glófaklæddum hfiudnnwm. “en eg er hræddur um að hú kunnir ekki &ð svnda.” “Svei, en hvað hann var óhreinn strékræksn- ið ” sagði Rudiger og þerði nokkrar slettur af sér. “Já, hann vsr hað. Og eg skal seo,ia hér. að eg er ekki sót^'nn í sð hafa mikið saman við þesskonar að gælda H°rdumar gera s’g sekar í þess konar flió+m’^’s sVrnssyndnm. s^m sálin veít ekkert um — T* hsma getur hú siálfur séð það — það er ern hó 1an<ri að hví takmnrki. að likamir okkar verði cVu geqmpý^;,. af hðrð’'n<ria- eðþ'nu. að hrir get’* rVVi <ron sig seka í þesskonar giannaskotum. — h-?ð ekki satt? Eri; þú ekki á sömu Rudiger sn*"’' *»*•• honum gramrr. pn firrtti aér samt íio-’app+ta hfniridrvi h’tt hefir sést fró hát'ðncnrmðinu.” sq<rð; hann. “á+ram nú IVf s*”o” ; TTn’-fr.rr^r>VV’*nn V°",'t’' á móti hér — n<r hq-ma knmur líka litli iarðvöðull- inn, sonur þinn.” tr/> . | • ;*<• timbur, fjalviður af öllum IMýjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjátð vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. .. Limited---- HENRY AVE. EAST - WINNIEEG Drengurinn hljóp sem fætur toguðu á móti föður sínum. Barón Mainau beygði sig eitt augnablik niður að honum og gerði gælur við hann, síðan tók hann í hendina á honum og leiddi hann með sér. Leikirnir héldu áfram á hátíðarvellinum, en hertogaekkjan kom á móti þeim og með henni nokkrir menn og konur af fylgdarliði hennar. pau gengu hægt. í göngulagi minti hún einnig á spán- verska kynblendinga. pað var eins og að hún liði áfram með einhverjum óviðjafnanlegum fim- leik í hverri hreyfingu. Hún hafði lagt frá sér hinn svarta sorgarbúning sinn, eins og fiðrildi hýði sitt. Kröfur venjunnar og látprýðinnar voru uppfyltar í það síðasta — nú mátti hamingj- an koma að lokum, nú mátti eldur tilfinninganna óhindrað leiftra úr augum, eins og hann gerði nú. “Eg verð að ávíta ofurlítið, barón Mainau,” sagði hún og röddin skalf ofurlítið. “pér hafið nýlega látið mig verða mjög hrædda, og svo kom- ið þér líka langt of seint.” Hann hélt á hattinujn í hægri hendinni og hneigði sig djúpt. Sólin skein á dökkhært, gáfu- l<eg höfuðið á honum, sem allar konur hiieddust, eins og vinur hans koanst að orði. “Eg reyndi að fullvissa vin minn Rudiger um að mér þætti mjög mikið fyrir því, en yðar hátifm mun ekki trúa mér fremur, þegar eg skýri frá, hvað hefir tafið mig.” Hertogaekkjan horfði á hann undrandi með stórum augum. Hann var dálítið fölur í fram- an, en úr augum hans, þessum augum, sem sjald- an leyfðu nokkrum að rannsaka sig, ljómaði eins konar óstjórnleg sigurgleði á móti henni. Hún greip ósjálfrátt með hendinni til hjartans — litla, bliknaða rósin, sem hékk 1 belti hennar, slitnaði af leggnum og datt án þess nokkur sæi niður við fætur hins glæsilega manns. Hann beið eftir því að hún spyrði sig ein- hvers — hún þagði og það var sem hún væri í ákafri geðshræringu. Hann hneigði höfuðið og hélt áfram að tala ofur litla stund: “Eg hefi verið í Rudisdorf hjá frænku minni, Trachenberg, og eg leyfi mér að tilkynna yð- ar hátign, að eg trúlofaður Júlíönu greifadóttur frá Trachenberg. Allir, sem viðstaddir voru, urðu sem steinl lostnir. Hver hefði vogað sér að rjúfa þessa augnabliks þögn með einu orði eða jafnvel með ógætilegu augnatilliti til hertogaekkj unnar, sem stóð þar eins og líkneski og beit saman nábleik- um vöranum? Að eins frænka hennar, hin unga prinsesse Helena, rak upp skellihlátur eftir dálitla stund og sagði: “Hvaða tiltæki er þetta, barón Mainau, að fara að giftast konu, sem heit- ir Júlíana! — Júlíana! — svei, svei — einhver langamma með gleraugu á nefinu!” Hann hló líka — hláturinn var óþvingaður og hljómþýður — það bjargaði öllu. Hertoga- ekkian hló líka með hvítum vörum. Hún sagði nokkur orð við baróninn með svo mikiUi stillingu og svo framúrskarandi höfðinglegu !át- bragði, að engin drotning hefir nokkru sinni óskað þegni sínum til hamingju með meiri tign. Hún snéri sér síðan að nokkrum ungum stúlkum, eins og ékkert væri um að vera, og bað þær að afsaka það, að hún yrði að leggja frá sér blómsveiginn, sem þær hefðu gefið henni, hann þrengdi að gagnaugunum. “Eg verð að vikja imér frá ©furlitla stund og taka blótnin úr hór- inu,” saeði hún. “Við sjáumst aftur við mið- dagsverðinn.” Hún bandaði frá sér hirðmey sinni, sem vildi aðstoða hana og gekk inn í eitt húsið; dym- ar lokuðst á eftir henni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.