Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1923. Bjargað frá uppskurði. KOMST TIL HEILSU VIÐ NOT- KUN “FRU1T-A-TIVES,’ Búið til úr jurtasafa. Áþreifanlegasta sönnunin fyrir gildi “Fruit-a-tives, eru vitn' - burðir hinna mörgu kvenna, sím hafa notað það meðál. Fylgr hér einn slíkur: “Eg jþjáðist lengi af hinum og þessum sjúkdómum, svo sem bak- verk, stíflu og höfuðverk. Lækn- ir ráðlagði uppskurð. En þá fór eg að nota Fruit-a-tives og það góða meðal llæknaði mig að fullu.” Mrs. M. J. Garse. Vancouver, B. C. 50c. hylkið, 6 fyrir $2,50 reynslu- skerfur 25 c. Hjá öllum lyfsölum eða beint frá Fruit-a-tives Limi- ted, Ottawa, Ont. Bréf frá Islandi. Velkomið aftur heim ít Snælands haga heilnæma vor ó lát o'ss vetri gjleyma. L. S. , .Vor. Það er sjaldgæft hér á landi að þessi dagur beri svo nafn með rentu, sem nú, þar sem ekki hefir komið gráni á grund og varla frost í heilan mánuð, og farið er að grænka kringum býl- in. Hvort sem þetta er fyrir- boði góðrar framtiiðar eða ekki, þá verður það þó til þess, þá verð- þá verður það til að kveikja nýj- ar vonir, sem eru djarfar og há- leitar nú sem stendur, 'hvernig sem þær rætast. Islenzki vetur- ian er svo langur og mörgum þungur í skauti, að langir vordag- arnir vekja einlægt vonir og gleði. \ Vormerki. Hér á Suðurlandi eru mikil vormerki á ýmsum svi'- um, og í hugum manna og lítill vafi á því að batni nú árferði, o* einkum að viðskiftalífið verði nú heilibrigðara, eru þar fyrir dyrum mikilsverðar umbætur. Er þeg- ar kominn góður vísir til þess þar sem eru tvö sjúkrahús að j- gleyn\dum áveitum á Skeið og Flóa. En hvað sjúkrahúsin snertir virðist þar hafa gleymst að sníða sér stakk eftir vexti; og því miður hafa bæði, félög og ein- staklingar gleymt því þessi dyr- tíðar ár íhald mátti enginn nefna, fþví ihann var strax stimpl- aður með stimplinum “þröng- sýnn.” En fyrir þetta koma nú margir út úr dýrtíðinni með leiðan bögg- ul á baki, sem ervitt verður að losa sig við, en |lamar þrekið til framkvæmda að miklum mun með- an verður að bera. Önnur helztu mál sem hér eru á dagskrá, eru auk járnbrautar austur yfir fjall, ullarverksmiðja og lýðháskóli. Ullarverksmiðj- _ er nauðsynjamál, því markaður fyrir íslenzka ull er lélegur, en utlendir dúkar dýrir og eiga auk þess illa við okkar loftslag marg- ir 'hverjir; fyrir því er knýjandi þörf á verksmiðju, sem getur tek- ið að sér að vinna það sem bczt er ha gt að vinna úr íslenzkri ull. Lj'ðháskóli, getur líka vafa- laust orðið til þjóðþrifa ef hann tekur í einhverju þeim alþýðu- skólum fram scm fyrir eru, sem virðast margir vera bezt lagaðir ti(l að framleiða skrifstofumenn. Við þurfum alþýðuskóla. þar sem fólkið lærir að hugsa heilbrigt, og vinna og framleiða fyrir sig og fósturlandið. Bændur á þingi. Nú situr síðasta alþingi á rökstólum áður en næstu kosningar fara fram. i Kosningarétturinn er nú orðinn svo rúmur að það má með sanni segja að það tali fil alrar þjóðar- innar þegar kjósa skal til alþing- is. “Bændur á þing” var einu •8a hörundBfegurö, er þr&, kvenna og tmat m*ö þvl að nota Dr. Cha»«'« Olntmena. Ailskonar húCajúkdómar, hvorfa v!8 notkun þeaaa meöala og hórundið v©r8ur mjúkt og fagurt. F*«t hjá. öllum lyfBÖlum e8a fr& Edmanion, Bates & Co., Limited, Toronto. ókeypjs Býnlahorn «ent, ef blað þetta er nefnt. sinni kjörorð til sveita, og lík• lega þykir það ekki vel við eig- andi af mér sem bónda að mót- mæla því, enda er það ekki mein ingin. En menn þurfa að læra það að velja þingmenn ekki eftir stöðum heldur eftir drengskap og manngildi. Annars virðist þeim fjölga meðal bænda, sem hugsa til þingmensku, og er í sjálfu sér lítið við það að athuga. Samt virðist sanngjarnt að krefjast þess af þeim, eins og raunar af allra stétta tnönnum, að þeir stjórni búum sínum betur en fjöldinn, áður en þeim er tiúað fyrir að taka þátt í að stjóma Jandinu. Nýáll. pað má með tíðindum telja að nú er Nýáll, bók Helga féturssonar öll komin út. Því tel eg það með tíðindum, að auk iþes3 scm líklegt m- a' þsr séu ný sann- indi á f''rðinri, er bókin rituð af meiri djörfung, víðsýni og mann- úð, en alment gerist. Allir er íslenzku le";a ættu að lesa hana. Herra ritstjóri, eg vil hér með þakka yður kærlega fjrir Lög- berg, sem eg oft hefi haft ánægju af að lesa og ekki sízt meðar, verkfall prentara stóð yfi.' hér heima. Mér finst mjög skortur á víð- sýni í því að eiltt blaðið hér heirr.a hefir andað kalt í garð þessara blaðasendinga, og kallað að með því væri verið að “lokka” menn til ve-turfara pví önnur ráð eru líkast hollari til að glæða ætt- jarðarást manna en að varna þeim að kvrnast öðrum löndum. lEg lít svo á að það sé þvert á móti þakklætisverð bróðursend- ing, sem vinnur að þvá þarfa verki að glæða þekkingu og aam- úð með þjóðanbrotunum austan og vestan hafsins. -— Argilstöðum, 21. marz 1923 Bergst. Kristjánsson. Samtíningur frá Californiu. Nú er fyrsti sunnudagur eftir páska, veðrið eitt það indælasta sem hæ.gt er að hugsa sér að það geti verið, sólskin og logn, en ekki nema mátulega heitt. Blóma- fjöldinn, sem á þessum tíma árs er nærri takmarkalaus hefir ver- j ið að' vaxa og þróast yfir vetrar j mánuðina, þegar regn og sólskin i skiftast á í beztu hlutföllum, stendur nú í blóma og skreytir ' jörðina með ótal fögrum litum, j og fuglarnir ^ljúga á milli trjánna og blómareitanna eins og I þeir séu aldrei vissir um hvar sé I bezt að vera, og eru að því leyti 1 íkir mér, eða eg líkur þeim. Eg er nú samt þeim hygnari, j að eg befi nú sezt að í litla hús- i inu okkar, sem eg með 'hjálp Akra j drengjanna hef verið að byggja hér að 1620 Carlson Court, Los Angeles í vetur, og þó alt sem aft því lýtur að þar sé okkar fjöl- skyldu heimi(H þegar við erum hér, sé enn ekki fullklárað, þá er það ‘komið svo langt að við höfum þar öll almenn þægindi, svo sem vatnsleiðslu, gas-innleiðslu, raf- urmagnsljós, afrensli t saurrenn- ur borgarinnar, og því bað og þvottatæki öjl í bezta lagi petta befir farið um $3,500 að meðtaldri lóð, sem bygt er á, og að sjálf- sögðu hefir það bakað mér og þeim sem hafa hjálpað mér talsvert af harðri og umsvifamikilli vinnu, svo að nokkur kjötpund af líkama ýmsra okkar hafa tapast í bráð. en eg að minsta kosti, hugga mig við að á þenna hátt hefi eg losað mig og mína sem hér eru nú, undan okri þeirra, sem lifa og fitna hér á því einu að lána öðr- um hús til að lifa í, og taka fyrir það ofurverð. Eitt það fyrsta sem eg ásetti mér er eg var hér fyrir ári síðan, var að hjíta ekki þeim kjörum til lengdar ef annað væri mögulegt, og því takmarki hefi eg nú náð. , Að sjálfsögðu hefi eg altaf á meðan á þessu striti hefir staðið, verið að skjalla sjálfan mig með að hafa með þessu braski unnið talsvert þrek- virki, hefi jafnvel verið að vonast eftir að borgarstjórinn og frú •hans, ef hún er til, sem eg veit ekkert um og sem getur ef til vill verið stórt spursmál, því frúr eru hér fjarskalega stopuil eign — að mér skilst, mundu koma hér og votta mér virðingu, heiður og þö>kk fyrir dugnaðinn, og jafr- vel hengja kross um hálsinn á mér, — ef krossar meina hér það sama og annarstaðar í heiminum, sem eg veit heldur ekki um. — Ekki varð mér þó að þessu, því aldrei kom borgar stjórinn og pj\ síður frúin, svo eg hætti að von- ast eftir þeim og gleymdi þeim svo alveg, en komst svo síðar að orsökinni til þesis að þau höfðu ekki komið, og það atvikaðist sem hér skal samvizkusamlega fri verða sagt: Fyrir stuttu er annir mínar hér voru farn*ir að minka og ásetningur minn va því að fara að taka lífið ofurlítið Iétt- ara, gaf eg mér tíma til að gjöra mér ferð út í miðpart borgar nnar þar, sem fyrir ekki löngu síðan var byrjað á að byggja húskorn eitt, sem ekki var þó að öðru íeyti einkennilegt til mín — með því að mörg af sama tagi eru alt af í smíðum — enn >v*í að við þetta vann fyrir góðu kaupi og við ábyrgðarmikinn part af verk- inu einn Akra piltur, sem e>- lærð- ur verkfræðingur, þótt að er»n sé ungur, hann heitir Hjálmarssor. og er mér að því leyti vanda bund- inn, að hann er bróðir B. H. Hjálmarssonar tengdasonar míns. Lika var þetta ihús að því leyti ’íkt mínu húsi, að í mínu átti ein fjölskylda að búa, en í þessu áttu 200 fjölskyldur að búa, þetta hús á að ' erða 14 hæðir, bygt úr sem- cntsteypu járni og múrsteir i og á að rúma eins og eg gat um 200 fjölskyldur, á að kosta hálfa aðra miljón dofllara, og vera fullgjört og tilbúið að leigja út fyrsta o’. t. í haust, og fvr r hverr dag, sem það verður ekki tilbúið eftir 1. október, eiga þe;r sém eru ai j lyggja það, að borga $500 ti e;g- eru’ar na og síðast cn eþVí 3Ízt er vert, að geta þess að beztu 1- búðirnar í því eiga að kosta leigu sem flestir hljóta að játa að er sanngjörn, að eins 450 doll. á mánuði. Eftir að mér var þetta alt ljóst, og eftir að eg hafði skoðað það sem búið var að gjöra við þetta hús, þá -hætti eg alveg að bera riitt og það saman, gat þá auðveldlega skilið hvors vegna borgarstjóirnn og frúm höfðu ekki komið til mín með krossinn, og eg þar að auki sá mig vera lít- inn eins og mús, sem grefur sér holu og í’oýr sér hre:ður í húsum annara og sem enginn tekur eft- ir eins lengi og hún gjörir ekkert á hluta annara, Eg er ein músin hér í Los Ang^les, svo það er ekki að búast við að eftir mér sé tekið, og ef til vill er það bezt fyrir mig, þær eru býsna margar mýsnar hér. líkar mér, en þær virðast lifa sínu lífi, og una hag sínum furðu vel, — en líf mil- j jónamannanna þekki eg ekki og j get því ekki um það dæmt. Ein aðal ástæðan fyrir því að j eg er að skrifa héðan opinjberlega í Logberg þenna samtíning, er j sú, að kunningjar mínir margir I eru af og til að skrifa mér og j bðja mig um meira af því tagi, líka sú ástæða að eg gæti tæp- j lega sparað tíma til að svara nema fáum af þeim bréfum sem j mér berast ihingað víðsvegar að, bæði \ tilefni af samtíningnum og annars efnis, og finn eg því að j hagkvæmasti vegurinn er að ! brúka velvild Lögbergs. Síðan eg sendi “Samtíning” síðast hefi j eg íengið æði mörg bréf víðsveg- j ar að, auðvitað svara eg mörgum i af þeim heimuglega, en býsna mörgum af þeim er ósvarað, og þeim sem annars er vert að svara j á nokkurn veg, leyfi eg mér að ! minnast með nokkrum orðum í j “Samtíningnum” án þess þó að i gefa til kynna nöfn eða heimill þeirra sem skrifa mér, og me5 j því að alt .bendir til að allir þess- ! ir lesi Lögberg, þá bð eg þá að j reyna að finna þar hvern sitt, Konan, sem biður um ýmsar j upplýsingar héðan frá Cailif. verð- ur að gjöra sig ánægða með að vita, eða skilja að mitt álit er að þegar að ástæða er til að einn j skifti um ibústað, flytji úr einu J ríki í annað, þá held eg að Cali- forniuríkið sé eitt það álitlegasta að kynna sér, með því augnamiði að setjast þar að, fyrst ætti þó hver einn, að fyrst að vera viss um að gild ástxða sé til að skilja við heima haga, og þar næst að kynna sér Californiaríkið, se í bezt frá eigin sjónarmiði og með tilliti til kringumstæða sinna en ekki að byggja á áliti annara um of, mér er meinilla við að nokkur maður eða kona álái föstu því að California, sé girnilegt pláss til að flytja til, þó mér finnist það, eða af því þeim finst eftir orðum mínum, að mér finnist það. pv? ekki skal því neitað að álit mitt er að varasamt sé fyrir alla und- :r öllum kringumstæðum að drífa sig hingað, án þess að líta inn i hvernig hagar til fyrst og líta inn í það með eigin augum, en ekki annara. Konan sem vita vill um ýmislegt héðan, þar á meðal tækifæri fyrir vélritara og tóvinnu í höndum, verður að nota sér það sama og eg segi um mál- efnið hinnar konunnar, að eins það meira, að tóvinna í höndum hygg eg að komi að litlu liði hér, en góður vélritari mundi hafa gott tækifæri, allir sem kunna vel einhverja iðn, sem hér er brúkuð, hafa gott tækifæri í samkeppn-' inni hér, hinir sem ekkert kunna af því sem hér tíðkast hafa lítið tækifæri, en að hungurdauði bíði nokkurs hér, sem er viljugur og fær um að starfa eitthvað, það tek eg þvert fyrir að óttast þurfi, þótt hitt ætti að vera öllum ljóst að liðléttingar fyrir hvaða orsök sem er hljóta hér eins og alstað- ar annarstaðar í heiminum að verða að sætta sig við erviðari afkomu enn hinir sem fullkomn- ari eru og því færari að brjóta sér vegi. Ef til vill er jafnvel meiri sá munur hér, að því er mér virð- ist, heldur en víða annarstaðar, því kröfur hér til verkamannsins j eru á háu stigi og kajla fyrir bæði kunnáttu og dugnað á öll- um sviðum. Maðurinn sem sendi mér kvæð- ið á þökk skilið, en gott var að það komst ekki á prent, því alt það lof, sem þar er um mig kveð- ið, mundi af flestum vera álitið að vera um of, og gárimgarnjr mundu hafa gjört sér gaman af, sem þeim skal ekki takast eins og sakir, standa. Sá sem telur mig vera að dýrka sólguðinn helzt til mikið, ætti, þó í glensi eigi víst að vera, að geta skilið, að það er sízt að lá mér, þó eg haRist að “sólguðinum” til að dýrka, frem- ur en frost, snjóa eða stormaguð- inum, sem ávalt hafa reynst mér harðir, svo ef um dýrkun annar- legra guða er virkilega eða í raun og veru að ræða, þá mun eg héð- an af heldur halla mér að sól- guðinum, en lofa honum að dýrka hina og láta hann um það óáreitt- ann. Manninum, sem finst eg vern að verða nokkuð eyðslusamur í ellinni, með veru minni og toraski hér, svara eg því bara, að eg býzt við að eyða eigum mínum en ekki hans, svo að 'hann ætti ekk*i að finna míkið tiil undan eyðslusemi minni. ' ' * ‘Z Sá sem skrifar mér lan-gt e:i 'pó mjög vinsamlegt toréf, hrósar mér fyrir ritihæfileika bæði nú og 1 N. Dak. stjórnmálunum áður, er. bregður mér þó mjög hæglátlega um að hafa gjört mig sekann í að fylgja “auðvaldi og efnis'hyggju" að málum, ætti skilið að eg hefði sest niður og skrifað honum jafn vingjarnlegt toréf etns og hann skrifar, og seip eg get e’:ki annað en dáðst að, og sem eg lír með þakka honum innilega fyrir, en eg hefi átt annríkt, hef hvor-i gefið mér tíma til að hugsa né skrifa nema sem minst, og er hon- um þar af leiðandi ósvarað. Nú bið eg þann góða mann að benda á hvar þau orð mín eru, sem hann dregur út úr þá ályktun, að eg fylgi auðva(ldi og efnishyggju” að málum á móti almenningi, líka bið eg hann að benda um leið á, því hann réttlæti I. W. W. félags- skapinn hér í Amer.; sem hann með hægð bregður mér um að hafa hallað á í einhverri af greinum mínum í Lögbergi, en sem eg man ekki eftir að hatn gjört, en tek þó ekki fyrtr að eg hafi kunnað að gjöra það í ein- hverju sambandi, þvf sannleikur- inn er að eg fyrirlít af öllu hjarta hvern þann félagsskap sem hefir fyrir markmið að koma fram með ofbeldi við aðra, því sem ekki verður gjört aðgengilegt með góðu, um þá aðferð er I. W. W. fé(lagsskapurinn sekur aftur og aftur og það er það sem eg fordæmi en ekki lögmætur fé- Iagsskapur 5 nokkurri mynd sem stefnir að eins til að halda uppi rétti félagsmanna hverjir sem helzt eru. Eg óttast að þessi maður sem skrifar mér hafi mis- skilið orð mín. Sá rauði þráður sem eg hefi reynt að fylgja þeg- ar eg hefi skrifað um þessi efni, er sá, að vara menn við að fylgja því s,em eg hefi þóst sjá að væ ú rangt og reyna að sjá og gjöra greinarmun góðs og ills. Eg veit að oft er mikill vandi að geta séð það rétta, og það sanna, og efnkum þegar að þaulæfðir flag- arar, sem gjöra sér að atvinnu og lífsstarfa að vijlla almenningi sjónir, fara um í hópum til þess að fá menn á sitt band, svo að þeir geti matað krókinn á einn eða annan hátt, en skeyta ekkert um rétt eða hag annara, við þessu hefi eg oft varað og við iþessu vil eg ætíð vara þá sem eg held að séu leiddir saklausir, til þess að hjálpa óafvitandi til að ranglæti setjist í hásæti. Eg er fús tfl að játa að mér getur missýnst eins og öðrum, en þegar eg þykist viss í minni sök þá finn eg það borgaralega skyldu mína að vara aðra við því, se«i er rangt og hættulegt fyrir alla, og einmitt á þessu augnabliki, eins og æfinlega er fjöldi manna að brugga svik á móti öðrum, sem þeir á sínum tíma reyna að korna í verk fyrir eiginn hagsmuna sak- ir, og eg segi því enn, varið ykk- ur öll! Maðurinn, sem skrifar mér, og toiður mig að virða fyrir sig lóð sem hann á í, San Pedro, Calif., hefir varía hugmynd um ‘hvaða erviðleikum það er háð að finna “lot” eitt út af fyrir sig á öllu því svæði sem hér er um að tala, ef til vill mundi það taka fleiri daga og tajsverða peninga að grafa upp skilríkin “records” Los Angeles borgar — því San Pedro 'heyrir Los Angeles til, þó um 30 málur séu á mil'li — hvar þetta “lot” er, svo eg verð að biðja afsökunar ýmsra orsaka vegna á að eg get ekki orðið við þeim til- mælum. Sá sem skrifar mér að eg skrifi eins og Ben. Gröndal, er að hæða i mig, en eg fyrirgef honum það einlæglega. Á fleiri bréf ætla eg ekki að minnast nú, því sumum er áður svarað og önnur eru ekki svaraverð, en eg þakka öljum fyr- ir bréfin af hvaða tegund sem þau eru, þau stytta tímann og búa tillbreytingu í ihuga mér frá stríði því sem eg hefi haft ihér í L.A. í vetur. — Þessi borg er í mínum huga bezta iborg á þessu megin- landi til að dvelja í, en þar með meina eg alls ekki að nokkur mað- ur eða nokkur kona ætti umhugs- unarlítið eða fyrirhyggjulaust að flana hingað og allra sízt að byggja það flan á mínum orðum eða mínu áliti, því eg tala fyrir mig isjálfan. — S. Thorvaldson. Áskorun frá trúboð- anum. Hvíldart'ími sá, sem mér var gefinn heilsu minnar vegna, er nú á enda með þessum mánuði. Byrja eg á verki upp úr páskum sem heiðingjatrúboðsnefnd Sam- einuðu kirkjunnar hefir falið mér í Nebraska og Iowa íi Bandaríkj- unum um mánaðar eða sex vikna tíma. Verður mér því eigi unt að heimsækja islenzku söfnuðina fyr en að þvií verki loknu. Heiðingjatrúboðsnefnd Sameir.- uðu kirkjunnar lútersku 'hefir hafið ileiðangur til fjársöfnunar í sjóð, sem hún nefnir framsóknar- sjóð heiðingjatrúboSsins. Hefir svæðinu, sem ferðast á um, verið skift milli 15 trútooða, sem nú eru heima. Við það er kannast, að kirkjan hafi ábyrgð á heiðingja- trúboðinu. Verður það því hlut- verk trúboðanna, að brýna þetta svo fyrir söfnuðum, safnaðarfé- lögum og safnaðarlimum, að fundið verði betur til þess en nokkru sinni áður, að kristið fólk 'ber ábyrgð á því, að fagnaðarer- indi drottins verði flutt um allan heiminn. Og til þess nú að öllum gefst kostur á að svara í verkinu upp á spurninguna: Hver er ábyrgðarhluti minn að -því er snertir þetta verk? — þá spyrj- um við alla, söfnuði, safnaðarfé- lög og einstaklinga, hvað marga hluti þeir vilja kaupa og leggja í framsóknarsjóðinn. Texti okkar við þetta starf verður: “Gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana.” (Esajas 54 2). “Tjaldstögin eru fjárfram- lög þau, sem koma frá kirkjunni heima til starfsins á trúboðs- svæðunum. H-elzt til oft hafa þau “stög” verið of stutt í hiut- falli við -styrk hinnar miklu ,lút- ers/ku kirkju. “Hælarnir eru viðleitni trúboðanna , fulltrúa kirkjunnar, á trúboðssvæðunum. Og oft hefir orðið að taka “hæl- ana” upp vegna þess hve stutt “tijaldstögin” hafa verið Og of oft hefir verið að ein? hægt að stinga þeim niður, bar sem búist er við að reka megi þá fast, er “tjaldstögin” verða gjörð nógu löng til þess. Við getum málað afar dökka mynd af vonbrigðum, ef segja ætti frá ihinum mörgu töpuðu tækifærum i sambandi við lausu “hælana”. Áskorun okkar verður því: “Gjör tjaldstög þin löng,” gef meira en þú nokkru sinni áður toefir gjört, svo að toægt verði að “reka fast toæl- ana,” gjöra verkið, sem kirkjan hefir byrjað á trúboðssvæðunum, að fasta-starfi hennar. Sjóðurinn, sem hefir verið minst og safna á í (The Forward Fund), verður notaður til brýnna þarfa trúboðinu til eflingar á Indlandi ($202,OCO), Japan ($280,000), Liberiu ($28,000). Buenos Aires ($65,000), til stofn- unar trúboðs í Kína ($20,000) og tll Júkningar skuldar, sem hvíl- ir á heiðingja trúboðsstarfinu (|$100,000). Öll upphæð sjóðsins er áætluð $695,000, og af þeirri upphæð á að nota $575,000 ein- göngu til útbúnaðar á stöðvunum á trúboðssvæðunum; t. d. á að nota $25,OCO til lóðakaupa og bygginga í borginni Nagoya, borg, sem er nærri þrisvar sinn- um stærri en Winnipeg. Hér -hef- ir lúterskt trúboð verið rekð í 10 ár, og enn eigum við enga eign |þar. — Petta síða-sta nær jafnt til allra stöðvanna á höfuðeyju Japans. — í ár verður þess minst, að fyrir 30 árum var Mterskt trú- boði hafið á Kyustou eyjunni, sem liggur næst höfuðeyjunni að sunnan. (Mun það flestum kunn- ugt, að Japan er eyja-land.) Nú ríður á þv-í, að okkur verði hjálpað til þess að “reka fa3t hælana”, svo að Japan verði kristin þjóð fyrir trúboðsstarf næstu 30 áranna. Með þetta fyrir augum bjóðum við hlutina í BlueRibbon COFFEE Just as good as the Tea Try It, sjóðnum umrædda, hvern tolut fyrir $25,00, er borgist á þriggia ára tímabili, talið frá 1. júlí 1923. Við skorum á ailla söfn- uði, öll safnaðar-kvenfélög, öl! trúboðsfélög, öll bandalög, og alla sunnudagaskóla. Áskorun- in nær líka til allra einstaklinga, sem vijja eiga , tolut í sjóðnum. Blöð, er skýra nákvæmlega frá öllu, er að þessu' lýtur, verða send með pósti toverjum þeim, er beiðist þess, ásamt toluta-eyðu- blöðum fyrir lystihafendur. Bréf með fyrirspurnum, sendist annað hvort til föður míns, eða til mín, til Selkirk, Man. 'Eg þykst mega vona, að svarið upp á beiðni mína frá kirkjufé- laginu, sem eg tilheyri, verði þvi og mér til sóma, er eg llegg skýrslu mína fram fyrir Heiðinjatrúboðs- ráð Sameinuðu lútersku kirkjunn- ar í Ameríku. S. O. Thorláksson. Ólafur B. Brynjólfsson F. 25. aug. 1857 á Gilsbakka í Húnavatnssýslu. — D. 10. maí 1921 á iheimili sínu í N. Dak. Hann var bróðir Magnúsar toeit- ins lögmanns Brynjólfssonar í Cavalier, N. Dak., sem flestir ís- lendingar kannast við. Eins flytur dauði að feigðarströnd sem fis hinn sterka meið, með sára bitra sigð í hönd um sitt ákvarðað skeið. Er frétti lát þitt faðir kær mér féllu tár af ihvarm. Sár mig hreldi sorgartolær svall mér negg í barm. í fjarlægð varst er feigðarkíf þig feldi á dánarbeð, þér vildi eg hefði verið h|líf, og veikum svölun léð. Ó, hefði eg mátt þig sjúkan sjá og sefa hinstu neyð, og þerra svitann enni á unz önd þín burtu leið. Mér hugfró orðið hefði þó alt horfið væri fjör: að sjá þig blunda í blíðri ró með bæn til guðs á vör. — Nú veiztu bak við timans tjöld hve tign guðs dýrðleg er, hvort þeir ei synda sár fá gjöl'd er sekir urðu 'hér. Því trúi eg þín sæl er sál í sölum dýrðargeims er sig|lt er dauðans yfir ál úr öldum þessa heims. Til föður, systra og bræðra beint, nú brosir éál þín glöð: sem hér var toæði ljóst og leync til lista og menta hröð. Eg þaikka föður ást sem er og aldrei verður gleymd, og gjöifina sem til sæmdar þér í sál er minni geymd. Því trúi eg án efa þig eg aftur fái að sjá, sem faðir kannast munt við mig er mætumst drottni hjá. 4.,3., ’23 Sv. Símonson. Ofanritað kvæði, er bréf hugsað fyrir Mrs. S. E. Bernhöft til dáins föðurs síns. — Sv. S. Minningarljóð. um Eggert,M. Vatnsdal, sem dó að Wadena, Sask., marz 1916; ort af séra Matthíasi Joctoumssyni Lyfting fór um íáð og mar iands á nýjum morgni rumskast tók og verða var víkings andinn forni. Fólkið hafði öld af öld auðnu fanna hlotið og við sút og okurvöld eins og rekald flotið. Loksins eftir langa þraut léttust viðjur þungar og á fagri framabraut fjörla kempur ungar. Ælskuroði lýsti land lifnuðu sálir vorar glóa sýndieti silfurband Snæfeills milli og skorar. Fýsti menn í frægðar arð fjölguðu skipa göngur barðar milli og bjargs svo var 5, Breiðafjörður þröngur. Kári toló en glotti gjöll gaman var í förum þegar rendi’ um ránar völl röskum súðamörum Marga gerði hildi há hópur ungra sveina fremstur varstu frændi þá frækleikann að reyna. Fornan hreysti hug þú barst hvar sem mættir þrautum örþrif ráða aldrei varst oss á svaðil ibrautum. Fimur eins við flóa dröfn og frækn í búmanns standi dugurinn bauð þér byr ög höfn bæði á sjó og landi. Stýrðir bðj, stýrðih sveit stjórn var æ hin sama vanst í hverjum verkareit virðing gagn og frama. Víkings eðlið vantar ró var þér að því frændi, út á nýjan afreks sjó ávalt hugurinn mændi. Eftir há(lfnað æfiskeið ekki skortir dæmin toguðu víkings vota leið Vesturálfu flæmin. Síðann um þinn sálarhag set eg fátt i -bögu; enginn skráði enn í dag alla lífs síns sögu. Víst eg hygg að hugur þinn hafi frændi klöknað við þau undra umskiftin og augað hvassa vöknað. Kvaðst ei oft er ærði þig ómælandi .heiði. Hvar má hjartað hvíila sig, hvar er fjörðurinn b»-eiði. Huggar mig sú helga trú I hvíli bein und leiði í ljósi guðs er lifir þú að ljómi fjörðurinn breiði. Gæfan fytlgdi gildum rekk greiddust kjör >þar vestra efni góð og orðstýr fékk auðnubetri enn flestra. Mönnuðust börn -hans mörg og' fríð því með honum fylgdi svanni — alla þeirra æfitíð engill sinum manni. Farið vel nú styttist stef stirðna bragar fingur Eggerts kyn eg guði gef, gamall Breiðfirðing'ur. -Heimskringla er beðin áð birta .þetta kvæði og það sama eru blöð- in á Islandi beðin að gjöra. (Tengdasonur hins látna) B. J. Austfjörd. Hensel, N. Dak. Getur ekki liðið betur. Eins og þessi maður var tauga- veikur, er hann nú heill heilsu. Segir sögu sína í þessu bréfi: Mr. Ralph A. Robðtrts, Lo- verna, Sas., skrifar: Árið 1917 hafði eg mist alla matarlyst og toafði tapað 25 pundum af líkamþsyngd minni. Eg var orðinn svo tuugaveiklað- ur, að eg toafði gefið upp alla vo-n um h-eilsuibót. Engiin meðöl dugðu og læknar og með- öl voru rótt toúin að leggja má-g í gröfina 39 ára að aldri. pá las eg um Dr. Ohses meðölin og ecftir að nota Dr. Chase’s Nerve Foot og Kidney-Liver Pills í þrjá mánuði, var eg heill heilsu. Meltingin var komin ií ágætasta horf og mér varð af engu meinit og þyngdist full 20 pu-nid. Með- öl'um þessum á eg líf mitt að launa. Dr. Chase’s Nerve Food 50 c. hylkið; Dr. Chase’is Kidney- Liver Pills, 25 c. askjan. Fæst hjá lyfsölum eða Edmianson og Bates Co., Ltd. Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.