Lögberg - 10.05.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.05.1923, Blaðsíða 4
I I Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAí 1923. Jögbítg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- mnbia Press, Ltd.JjCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Tal •iman Pí-6327 o£ N-6328 Jón J. Bfldfell, Editor Utanáskrift til blaðsina: THE eOLUMBIA PRES3, Ltd., Box 3171. Winnlpeg, Utanáakrift ritatjórana: EDfTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, IRan. The "Lögborg*’ la prtnted and publiahad by Th* Columbla Prana, Llmttad. ln tha Columbla Block, Sít t> SIT Sharbrooka Street, Wlnnipeg, Manltoba Botnamir. peir, seTn lesið hafa ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar og annara góðskálda þjóðar vorrar, vita hve óviðjafnanlega fögur íslenzk tunga er í rími. Tungan sjálf er stuðlafall, og þess vegna er ekki nema eðlilegt, að fslendingar séu hneigð- ir til Ijóðagerðar. En iþegar virðing tungunn- ar er misboðið jafn herfilega og raun hefir orðið á, í sambandi við botnafarganið í síðustu blöðum, fer gamanið heldur að grána. Ljóðformið íslenzka, ,er sáttmálsörk þjóðar- inna^. peir, sem misbjóða því, níðast á því allra helgasta, sem til er í íslenzku þjóðeðli. Út frá iþví skal gengið sem gefnu, að öllum sé jafn frjálst að setja saman stef, ef svo ber undir. En að sérhver rímuð eða vanrímuð meinloka þurfi endilega að birtast á prenti, er nokkuð annað mál. Línur þessar eru ekki ritnar í þeim tilgangi, að kasta hnútum persónulega að nokkrum á- kveðnum botnapabba út af fyrir sig. En tung- unnar vegna má slikt eigi viðgangast, að hverjum og einum stefjagasprara líðist átölulaust að vaða á rosabullum inn í musteri hins íslenzka Ijóð- forms og “sjrndga þar upp á náð þá, sem aldrei var til,” eins og séra Matthías heitinn Joohums- son, komst að orði. E. P. J. Walter Hines Page. Nafn þessa merkismanns er vafalaust. mörg- um kunnugt, en kærara er ;það að verða með hverjum deginum er líður, eigi að eins móður- þjóð hans, Bandaríkjaþjóðinni, heldur og öllum þeim öðrum, er kynst hafa á einhvem hátt sögu mannsins og ritverkum. Walter Hines Page stundaði fyrst nám við Randolph Macon lærðaskólann en dvaldi að því loknu við ýmsa frægustu háskólana, svo sem Cambridge, Aberdeen og Oxford og útskrifaðist alstaðar með iofi. t Snemma hneigðist hugur Page’s að blaða- mensku. Varð hann fyrst ritstjóri að Forum, en tók næst við tímaritinu alkunna, Atlantic Month'ly. Gengdi hann starfa þeim um hríð og vann sér brátt álit sem einn hinn allra snjallasti og jafnframt, samvizkusamasti blaðamaður iþjóð- ar sinnar. Eftir að Page lét af ritstjórriinni við Atlantic Monthly, tók hann að reka bóka út- gáfu verzlun. Nefndist félag það Doubleday, Page og Company. preifst félag það vél og er nú eitt af kunnustu félögum slíkrar tegundar í Bandaríkjunum. Walter Hines Page fylgdi Demokrata flokkn- um að málum og naut þar sem annarstaðar virð- ingar og trausts. pegar sá flokkur komst til valda undir forystu Woodrow Wilson’s, hlaut Page sendiherra embjætti í Lundúnum. Var það um hann mælt, að slíka stöðu muni fáir hafa fylt jafn vel, hvað þá heldur betur. Prúð- menskan, smekkvísin og sannleiksástin, einkendi æfi þessa merka manns. Alt, sem hann reit, bar þess ljósastan vott. Um Walter Hines Page látinn, komst einn af merkustu núlifandi rithöf- undum Bandaríkjanna svo að orði, að með honum hefði fallið í valinn eitt af þeim óskabörnum Bandaríkjaþjóðarinnar, er eftir skildi minningu, þúsund sinnum verðmeiri en nokkurt gull. Sunnudagaskóla bókin. pessi bók, sem nú er alveg nýkomin, er út- gefin af Kirkjufélaginu. Bókin er 134 bls., bund- in í léreftsband, og er prýðilega frá henni gengið að öllu leyti. Efnisyfirlit er þetta: Formáli, Guðsþjónusta sunnudagaskólans, Ritningarkaflar, Sálmar og ljóð, Fræði Lúters hin minni Ritningargreinar, Fyrirkomulag kensl- unnar, Til nemandans, Skrá yfir sálma og Ijóð. Auk þess er lag við nokkra sálma, sem ekki er að finna í sálmasöngsbókunum. pessi bók kemur í stað sunnud. skóla sálm anna, og er miklu fullkomnari. Enginn efi að bömunum þykir vsfrnt um hana, og ekki að eins bömunum heldur líka öllum þeim, sem eitthvað gjöra að því, að kenna kristin fræði, eða innræta bömum og unglingum krístindóm á móðurmáli vom. Og þeir eru eim fnargir meðal Vestv •- íslendinga. Bókin kostar aðeins 80 cent, og fæ®t hjá féhirðir kirkjufélagsins, Finni Johnson, 676 Sar- gent Ave., Winnipeg. Áhrif áfengis á heilsuna. Eins og fyr er þegar framtekið hefir á- fengis eitrið — jafnvel örMtll skamtur af því — veiklandi áhrif á hjartað og blóðæðarnar. Hjart- að er sístarfandi líffæri. pað er frá náttúrunn- ar hendi bæði fíngert og þolgott. Hjartalok- urnar opnast og lokast í hvert skifti, sem hjartað slær, en iþað er um 70 sinnum á hverri mínútu alla vora æfi, eða 4200 sinnum á hverjum klukku- tíma eða 100,800 sinnum á sólarhring. pessar lokur hafa ákaflega mikið iþanþol (elasticity). ' pað er sannað að þetta þanþol minkar — og jafn- vel hverfur — við áhrif áfengiseitursins; þegar svo er komið er heilsan í veði. Eg vona að all- ir skilji af því sem að ofan er sagt, hve skaðleg efu áhrif áfengis nautnarinnar á aðal líffæri lík- ", amans — hjartað. Eitt er þó enn ótalið, sem ekki má gleyma í sambandi við þetta. Eg gat iþeiss að æðarnar og hjarta lokumar hörðnuðu af áhrifum áfengisins. Flestir hafa heyrt getið um æðakölkun, sem mörgum verður að bana. Henni er þannig varið að nokkurskonar kalk safnast fyrir í æðaveggjunum sviftir þá þanþol- inu, gerir þá harða og stökka pað sama á sér stað með hjarta lokumar og jafnvel hjartaveggina sjálfa. Svo mikil brögð geta orðið að þessu að þegar stutt er gómi á líf- æðina, til þess að telja æðaslögin er ailveg að finna eins og stutt sé á eða strokið eftir fugls- barka, svo harðar geta æðarnar orðið af þessu kalki og stökkar, þá geta brotnað úr þeim ör- litlar agni, sem berast í blóðinu út í líkamann, ef blóðrásin ber slíkar agnir út í æðar heilans þá geta þær stöðvast íþar, en það veldur slagi og venjulega dauða. petta á oftar rót sína að rekja til áfengisnautnar en nokkurs annars. Ahrif áfengis á öndunarfærin. pað er ekki einungis hjartað og blóðæðarnar sem áfengið ihefir skaðleg áhrif á, lungun verða ekki síður fyrir skaðsemi iþess. Lungum eru samsett af ótal mörgum örfínum loftbelgjum eða hólfum, í þeim er mestmegnis vatn og eggja- hvíta. Eitt aðal einkenni áfengis er það, hve hve mjög það þurkar upp. pað eyðir þess vegna þeim vökva, sem er í lungunum, en það veiklar þau til stórra muná. Auk þess sýkjast þau af beinum áhrifum eitursins. AðaJ hlutverk lungn- ani\a er að skifta við loftið umhverfis oss á súr- efni, fyrir kolsýru, en þegar iþau missa mikið af hinum eðlilega vökva, sem í þeim er og iþeim er lífsnauðsynlegur, þá geta þau ekki fullkomlega leyst starf sitt af hendi. pað leiðir það af sér að blóðið fær ekki nóg súrefni og losnar ekki við nógu mikið af kolsýru. Blóðið breytist þess vegna að samsetning og verður óheilbrigt, en á heilbrigðu blóði byggist heilsa mannsins að miklu leyti. Frá því hefir verið skýrt áður hvernig hjartavöðvamir töpuðu og veikluðust af áhrif- um áfengis, hvemig þeir oft gefast upp af þreytu. og eituráhrifpm. Sama er að segja um alla aðra vöðva líkamans. Vissir vöðvar hafa það verksvið að taka þátt í önduninni og hjálpa lung- unum iþannig, má þar til telja þyndina og rifja- vöðvana. pessir vöðvar líða á sama hátt og hjarta vöðvamir. Starf þeirra verður því ó- fullkomið. pegar það bætist við veiklun lungn-, anna þá hindrast öndunin stórkostlega. ^ pegar véri gætum þess að fulíkomin öndun er eitt aðal- skilyrðið fyrir góðri heilsu, þá verður það skilj- anlegt hversu heilsan lamast af því sem hér hef- ir verið skýrt. Áfengisnautnin leiðir því alloft til tæringar og lungnabólgu; en lungnabólga er þeim mjög hættuleg og skæð sem áfengis neyta. Hér hefir að eins verið lýst með fáum orðum og ófullkomlega áhrifum áfengis á lungun, en vona að það hafi verið nógu glögt gert til iþess að Ies- endum skiljist sú hætta sem lungunum stafar af áfengisnautn og hversu eðlilegt það er að miklu fleiri hJutfallslega veikist af tæringu sem áfeng- is neyta, en þeir sem láta það vera. petta er ein aðalástæðan fyrir því að öll lífsábyrgðar fé- lög setja þeim hærra gjald, sem þau vita að neyta áfengis, þeim er það Ijóst að þeim er hætt- ara við að veikjast og deyja — peir verða skamm- lífari. Áhrif áfengis á meltingarfærin.... Helmingur allra sjúkdóma er álitið að stafii frá sýktri meltingu. pegar maginn vinnur ekki verk sitt fullkómlega þá er öll heilsan í veði. pað er því áríðandi að halda maganum eins heilbrigð- um og unt er. Vegna þess eðlis áfengis að iþurka a!t upp, þurkar það auðvitað magann eða minkar vökvann í magaveggjunum eða slím- himnunni í maganum. petta leiðir til þess að maginn getur ekki gefið frá sér nægilegan vökva. Magavökvinn bæði minkar því og breyt- ist, verður óheilbrigður. Dr. Henry Monroe á Englandi hefir sannað þetta svo fullkomlega að ekki er hægt að hrekja. Hann lét saxað kjöt í þrjár flöskur, jafnmikið í allar Hann merkti flöskumar með 1. 2. og 3. Að því búnu lét hann heilbrigðan magavökva og vatn í númer 1, maga- vökva og brennivín í no. 2, og magavökva og öl í no. 3. Hann lét allar flöskurnar vera þar sem jafnheitt var í þeim og hitinn er í maganum. Kjötið í no. 1, byrjaði tafarlaust að meltast og meltist alveg og eðlilega á hæfilega löngum tíma, en kjötið í no. 2 og 3 þar sem brennivín og öl var saman við magavökvann meltist alls ekki. pegar eg var á læknaskólanum í Chicago, var rætt um þessa tilraun Dr. Monroes, efuðust sumir um að hann skýrði rétt frá. Eg trúði sönnun hans og vildi gera sömu tilraun í skólan- um í því skyni að sanna skaðsemi áfengisnautn- arinnar. par var þá stúdent sem Abdoh heitir og er nú læknir í Cario á Egyptalandi; hann var andstæður bindindi og talsmaður hóflegrar á- fengisnautnar. Við gerðum saman tilraun með þetta á sama ihátt og Dr. Monroe og varð árang- urinn sá sami pað efni sem “pepsín” kallast og er í magavökvanum aðskildist frá hinum efn- unum fyrir áfengisáhrifin og gat iþví ekki unmð verk sitt. Eg hefi áður lýst áhrifum áfengis á blóð- æðamar; þau áhrif eiga sér ekki síður stað í maganum en annarstaðar. Maginn þrútpar og bólgnar í hvert skifti, sem áfengis er neytt. Mag- inn þomar eða skorpnar og meltingin hættir. Magabólga (gastritis) er það sem venjulega er kallað möltingarleysi (indigestion); það leiðir oft af sér magasár, sem aftur breytist ekki sjaldan í krabbamein. petta hefir verið sann- að af frakkneskum læknir sem Roubúovitch heit- ir og Iýsir hann því í tímaritinu “Therapeutic Medecine.” * Áhrif áfengis á lifrina. pegar áfengis er neytt, berst það einna fyrst inn í lifrina. iHún hefir margar og stór- ar blóðæðar og hún rúmar því ósköpin öll af blóði. Áfengið vinnur þar á sama hátt og ann- arstaðar. pað deyfir hinar fínu taugar blóð- æðanna; æðarnar þenjast út, óeðlilega mikið blóð streymir til lifrarinnar, hún verður þrútin — full af blóði sem er óheilbrigt af áfengiseitrinu. petta á sér stað í hvert skifti sem áfengis er neytt og auk þess hefir eitrið veiklandi áhrif á æðaraar beinlínis eins og lýst var um æðamar í hjartanu, lifrin bólgnar, gallmyndunin hindrast og starf lifrarinnar verður ófullkomið. petta verður til þess að efnið í lifrinni breytist á sama hátt og frá var skýrt um hjartavöðvana. — Lifrin stækk- ar fyrst — stundum afar mikið, en rýraar oft eða visnar á eiftir. Lifrarbólga stafar oftar af á- fengisnautn en nokkru öðru og er það afar hættu- leg veiki. Miklu lengra mál mætti rita um áhrif á- fengis á heilsuna — t. d. áhrif þess á heilann og taugakerfið, en eg læt þetta nægja að sinni; vænti eg þess að það geti sannfært eimhvern, sem ef til vill ekki hefir trúað því að áfengið væri hættulegur óvinur heilsunnar. Að endingu skal eg þá leyfa mér að tilfæra orð og umsagnir iíokk- urra frægra manna um þetta efni. “Áfengi er oftar orsök að tæringu og krabbameinum en nokkuð annað, en deyðir fleiri en það hvorttveggja til samans.” Dr. Matthew Woods. ‘íÁfengið leiðir til tæringar og krabbameina í stærri stíl en alt annað sem eg þekki.” Dr. Sir Victor Hoarsley. “Áfengið er eitur fyrir ilíkamann hversu hóf- lega sem þess er neytt.” Dr. próf. Kassowitch. “Áfengi jafnvel í mesta hófi drukkið, er or- sök í tæringu oftar en nokkuð annað, er eg þekki. petta stafar af áhrifum (þess á lífærin, veiklun þess á líkaman, sem ekki verður fær um að standa á móti tæringarbakteríunni.” Dr. próf. William Osler. “Alkohól veldur tæringu oftar en alt annað; jafnvel sterkbygðustu menn geta ekki veitt tær- ingar bakteríunni viðnám ef áfengisáhrifin ná valdi á þeim.” Dr. próf. Bronardel (franskur). “Menn tala um hvítu pláguna — tæringuna, og um hinn mikla óvin — krabbameinin. En frá mínu sjónarmiði er það önnur plága, sem enn þá nauðsynlegi^ væri að snúa sér að, það er áfengisnautnin. Hún er oft orsök hinna og drepur fleiri en þær báðar. Hún fær lykilinn í hendur öllum öðrum plágum og veitir þeim að- gang að híbýlum heilsu vorrar. Dr. Roubinowitch. “í réttri og nákvæmri merkingu orðsins er engin hófdrykkja til, minsti skamtur er ekki skaðlaus. Hversu lítils sem neytt er af áfengi minkar það nákvæmni þess starfs, sem líffærin eiga að leysa af hendi og dregur úr mótstöðuafl- inu gegn árásum sjúkdóma. petta hefir verið margsannað með nákvæmum áhöldum og rann- sóknum.” — Dr. Próf. Paolo Amaldi (heimsfrægur). pau fáu orð, sem eg hefi ritað hér og um- mæli þeirra merku manna, sem eg hefi tilfært, vona eg að festist svo í minni einhverra að þeir muni þau þegar iþeir ganga að atkvæðaborðinu 22 júní. Sig. Júl. Jóhannesson. Vorvísur, / (eða eitthvað svoleiðis.) Hjartað óvart hoppa fer iHoldið buga skorður, pegar lóu og jþrasta her , Þreyta flugið norður. Heimþrá gripinn hver vill lá j— •» Heim þó andann dreymi, Tignar svipinn Islands á Ekkert land í heimi. Islenzk Freyja björt á br^ Bið eg Ijóð mín geymi Fegra meyja úrval á Engin þjóði í Iheimi. Skötuhjúin. Orkti kisi í orðaleik — Aldrei því eg gleymi: — “Mér finst vera músasteik Misjafnt sklft í heimi.” Mús í holu hlýddi á Hætt er oft við slysi — “Músasteikar fyilli fá Fleiri en eg og kisi.” K. N. NÝ AÐFERÐ VIÐ BÖKUN Gestir hafa undrast yfir vorri fögru efnastofu og dáJSst að' aðferðum þeim og reglum, sem notaðar eru í vorri ný- tízku brauðgerðarbúð. Þeir hafa spurt hvort þeir rnættu skrifa oss í sambandi við erfiSleika þeirra, aS þvi er bökun áhrærir; hvort þeir mættu senda oss sýnishorn af mjöli og hvort vér vildum veita þeim upplýsingar um hvernig bezt mætti baka úr þeim. Slíkar fyrirspurnir hafa orSiS þess valdandi, aS vér veitum húsmæSrum upplýsingar gegn um ROBIN HOOD FLOUR Þjónustudeild býður hverri húsmóður, sem mishepnast % bökun, að gera sér gott af aðferð þess. Skrifið Service Department voru í dag og skýrið oss frá Ibökunar erfiðleikum yðar. Sendið sýnishorn af mjöli því, er þér notið og munum vér þá fljótt benda yður á hvað var að. Trygging. — í staðinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda*efða þyngri, sem búið er að eyða nokkru úr, látum vér yður fá annan fullan í þeim tilfellum, sem tkonunni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. ( R0B1N H00D MILLS Ltd. Moose Jaw, Sask. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bafnda hnegist til Canada 42. Kafli. Samgöngur til Peace River eru nú orðnar ihinar greiðustu. Liggur þangað járnbraut frá Ed- monton, höfuðborg fylkisins. Not þeirrar sömu ibrautar, hafa einn- ig bæði Spirit River og Grand Praire. Auk þess er verið að leggja hliðarálmur hér og þar. Edmonton, Dunvegan og British Columbia brautin, liggur norður á bóginn til Smith, þar sem faríð er yfir Athabaskaána. Beygist Ihún svo lítið eitt vestur á við, meðfram Lesser Slave ánni og með Suður-strönd) Lesser Slave vatns- ins. í vatni því er afarmikil ihvítfiskjarveiði. High Prairie liggur við vest- urenda vatnsilns. Eftir það beygj- ist brautin norður á bóginn til McLennan. Frá McLennan ligg- ur Central Canada járnbrautin norður til Peace River og mætir ■dalbrúninni miilli Peace og Smoky ánna. Er útsýni þaðan eitt hið fegursta er hugsast getur. Frá McLennan liggur aðallína Edmonton, Dunvegan og British Columbia brautarinnar, vestur á bóginn yifir Smoky ána og alla leið inn í Spirit River bygðarlög- in. Lönd eru /tekin að byggjast alla leið vestur til Pouce Coupe, og má þess fyllilega vænta, að torautin verði senn framlengd vestur á Kyrrahafsströnd. Frá Spirit River, liggur auka lína suður til Grand Prairie, bæjar ungs o g fallegs, cr um- kringdur er iblómlegum . bygðar- ilögum á alla vegu. Cripatovíar (stockýards) eru eru bæði í Smith og Mc Lennan. Geta þær í hinum síðarnefnda bæ, tekið á móti og geymt sem svarar þrjátíu vagnhlössum af gripum, Allar tegundir af fóðri *eru þar stöðugt til taks, svo og öll bestu tækifæri til Meðslu og afhleðslu. Pjóðvegir eru stöðugt að batfia á svæðum þessum, Flestar ár eru brúaðar og liggur hrúin á Peace ánni, rétt við Peace bæinn. Ferjur eru á Peace, Dunvegan og mörgum fleiri ám. Bifreiðar- ganga milli Peace River, Dunveg- an og Spirit River, einnig milli Grand Prairie og Saskatoon vatns. Eftir að símalínan frá Edmon- ton til Peace River var lögð, komst Peace River héraðið í sam- band við aðra hluta fylkisins og var einangrunin, sem mörgum hraus 'hugur við, þar með úr sög- unni. Viðskifta'lífið í heild sinni, þarfnast góðra samgangna, og það má með sanni segja, að Alberta sé bæði vegir, járnbrautir og símasambönd í besta lagi. iÉimlestir filytja póst frá Ed- monton til Mc Lennan, Peace Riv- er, Spirit River og Grand Prairie tvisvar í víku. Um sextíu pósthús eru þegar á svæði þessu og mun þeim stöðugt fara fjölgapdi. , Símalína sambandsstjórnarinn- ar frá Edmonton til Peace River, ihefir verið framlengd vestur 4 bóginn til Dunvegan, Grand IPrairie, Fort St. Jahn, Hudson Hope og ýmsra annara staða. Alls er lína sú 710 mílur á lengd- Skólafyrirkomuilagið í Alberta, er komið á hátt fullkomnunarstig. Mentamáladeild fylkisstjórnar- innar, lætur ekkert ógert, er verða má barnafræðslunni , að liði. Stofna má skóla d .héraði, þar sem eigi eru færri en átta börn á skólaskyldualdri. í mörgum hinna stærri bæja eru miðskólar, er taka við af Ibarnaskóilunum. Slíkir skólar eru í Peace River og Grand Prairie. Á svæði þessu eru nú yfir íhundrað skólar. Árið 1819 sóttu skólann í Grand Prairie, að meðaltali eitt hundrað og fimtán nemendur á dag. Ymiskonar liíknar eða velgjörða- félög, er að finna í flestum bæjum og borgum. Mörg siík félög eru jí 'Grand Prairie, Spirit River og Peace River. Landbúnaðarfélög eru þar ei^nig, er stofna til ár- legra isýninga. Tvö vikublöð eru gefin út í Peace River, eitt íi Grand Prairie, Spirit River, Clairmont og Lake Saskatoon í hverjum bæ um sig. Kvikmyndáhús, íþróttasambönd og margt fleira er að því lýtur, að ihalda fólkinu hraustu og ánægðu, er að finna í hverjum bæ, að heita má. Góð og velútbúin sjúkrahús eru í Peace River og Grand Prairie. - Nýbyggjar er til Aiberta flytj- ast hér eftir þurfa ekki að óttast einangran, samgöngurnar eru komnar á það hátt stig. Sá hluti Peace River héraðsins, er liggur innan vébanda Britislh Columlbia fylkis, er í höndum fylkisstjórnar- innar það er að segja að undan skiildum þeim löndum, er þegar hafa tekin verið til ábúðar. Meg- inflæmið, er samt óbygt enn. Víða er landið þar um slóðir hæðótt svo sem í kringum Fort George. Á öðrum stöðum getur að Mta fagra og frjósania dali. Er víða þar að finna augugar námur. pegar fram líða stundir má, búast við að héruð þessi verði ein þau 'bestu í vesturlandinu. / Hversvegna konur þurfa að hafa bankabók SJERHVER kona hefir eltthvað 1 huga að kaupa, þegar hún hefir sparaC nögu mikið. Skotsilfur í vasanum eyðist fljótt, þvl margar eru freistingarnar. • Ef spara á peninga til a8 kaupa eitthvaS slðar, þá er um að gera að hlffa peningana á þeim stað, sem þeir freista ekki. Peningar sparast fljótar og betur J ISparisjóðö reikningi, heldur en a8 hafa þá við hendina heima. , THE ROYAL BANK O F CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.