Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 3
loGBERG, fimtudaginn 6. SEPTEMBER 1923. t S8SSSS2S2?SSSSSSSgSSSSSSSSSSSS88SSS8S8SS38SSSS8S88S8 Sérstök deild í blað inu SSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSSSS2S2SSS2SSSSSSSSSSS2SSSSSSS2S SOLSKIN •0*01 sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Fyrir börn og unglinga ssssssssss^ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Ák væðaskáldið. “Nóg er komið, Torfi minn,” sagði hann. “Og skaltu nú fá spesíuna, ef þú léttir af þessu gjörn- ingaveðri og lætur aftur koma logn og sólskin. Iðrar mig sárlega, að eg skuli hafa egnt þig til reiði, og er það ærin dirfska að etja kapp við ann- að eins ákvæðaskáld og þú ert. Og víst er um það, að ekkert ákvæðaskáld á íslandi stendur iþér á sporði, þar sem þú ert gæddur svo miklum kyngi- krafti og andagift, að jafnvel höfuðskepnurnar hlýða þér.” “Fyr hefðir þú mátt svo mæla,” sagði Torfi, “og mun eg nú gera bragarbót.” pað var niðamyrkur í baðstofunni, og storm- urinn hvein í strompinum, en gegnum stormþytinn heyrðist alt í einu þrumandi rödd. pað var Torfi gamli, sem tók nú til að kveða: Blómin sólu brosi mót, burt með veðrahaminn! Aldrei hefir bragarbót betur verið samin! Á sömu stundu kom indælisveður, eins og áður var. Stormurinn datt í dúnalogn, og sólin skein glatt inn um gluggana. 4. ..Betri er belgur en barn. Nú var Torfi gamli í essinu sínu. Aldrei á æfi sinni hafði hann lifað aðra eins hamingjustund. Alt heimilisfólkið snerist í kring um hann, eins og skopparakringlur, og vildi nú hver verða fyrstur til að gera honum greiða. Sýslumaður skrapp fram í stofu og kom um hæl inn með spegilfagra spesíu. Hann ætlaði að leggja spesíuna í lófann á Torfa gamla, en í sömu svipan bast að eyrum hans ómur af skærum og hvellum barnshlátri. Hann hætti við að fá Torfa spesíuna og leit til dyra. Var baðstofuhurðinni þá hrundið upp, og inn kom Hrefna litla dóttir hans með fasi miklu. Hún ætlaði að segja eitthvað, en gat ekki komið upp einu einasta orði fyrir hlátri.” “pú mátt ekki hlæja svona hátt, góða mín, þegar gestir eru komnir,” sagði móðir hennar og strauk hendinni um vangann á henni. “Eg get ekki annað en hlegið,” sagði Hrefna. ‘‘Eg sá nokkuð skrítið áðan. Svo hló hún og fliss- aði, eins og hún væri ekki með öllum mjalla. “Hvað sástu, barn?” spurði sýslumaður og leit framan í iHrefnu. pað var ekki að sjá, að hún hefði verið úti í illviðri. Hún var kafrjóð út undir eiyru, og gleðin geislaði úr augunum á henni. “Eg sat úti á tún,” sagði hún, “og var að búa mér til festi úr fíflaleggjum, en þá varð mér alt í einu litið heim að bænum. Eg sá tvo stóra kláfa bak við bæinn, og upp úr öðrum þeirra kom ljótur strákur. pá fleygði eg mér niður í laut, til þess að láta hann ekki sjá mig.” Torfi fór að ókyrrast í sæti sínu og kvaðst ekki mega slóra lengur. Hann stóð upp og ætlaði að ganga út, en sýslumaður skipaði vinnumönnum sínum að standa fyrir baðstofudyrunum og láta hann ekki sleppa. 1 “Betri er belgur en barn,” tautaði Torfi gamli og gaut hornauga til Hrefnu litlu. Hann sá sér engrar undankomu auðið, því að þrír ungir og hraustir menn stóðu fyrir dyrunum, og voru þeir ekki árennilegir. Nú var yfirlætissvipurinn horf- inn af andliti hans. Hann litaðist um með flótta- legu augnaráði. Sýslumann var nú farið að gruna margt. Hann bað Hrefnu að segja sér, hvað hún hefði séð meba, og var hún ekki sein til svars: “Strákurinn lauk upp hinum kláfnum og. tók upp úr honum fýsi- belg og skjóðu, og tvö gæruskinn. Svo fór hanri tneð þetta alt saman upp á bæinn.” “Og hvað gerði strákurinn svo?” spurði sýslumaður. “Hann setti fýsibelginn ofan í strompinn og fór að blása ótt og títt. “Ekki skal mig furða, þó að stormurinn væri stinnur,” sagði sýslumaður og hvesti augu á Torfa. “Og hvað gerði strákurinn svo?” “Hann tók grjón úr skjóðunni og jós þeim á báða glugga.” “Ekki skal mig furða, þó að hríðin væri hörð.” sagði sýslumaður. “Og hvað gerði strákur svo?” “Hann tók bæði gæruskinnin og breiddi þau yfir gluggana.” “Ekki skal mig furða, þó að sólmyrkvinn væri svartur,” sagði sýslumaður. “Og hvað gerði strák- urinn svo?” “Hann tók skjóðuna, fýlsibelginn og gæru- skinnin og lét þáð alt saman ofan í annan kláfinn, en skreið sjálfur ofan í hinn.” ílrefna var tals- vert upp með sér, því að allir rendu augum til henn- ar og hlustuðu með undrun og gaumgæfni á hvert orð, sem hún sagði. Sýslmaður leit óhýrlega til Torfa og kvað hann vera hinn mesta mannhund, “en ekki er þér vits varnað,” sagði hann. “Hefir þú leikið marg- an manninn grátt hér um slóðir, og skaltu nú fá þín makleg málagjöld.” 5. Rósaleppurinn. það fór nú að minka gorgeirinn í Torfa. Hann horfði í gaupnir sér og mælti ekki eitt orð. Var hann bundinn rammlega með nýjum reipum og lokaður inni í skemmu. Síðan voru kláfamir bornir heim á hlaðið. Lauk sýslumaður öðrum þeirra upp, og kendi þar margra grasa. Fyrst kom fýsibelgur, þá skjóða og tvö gæruskinn, og loks kom ull og smjör, sem Torfa gamla hafði áskotn- ast á ferðum sínum. Nú vissu menn ekki fyr, en lokið á hinum kláfnum hrökk upp, og stökk upp úr honum dreng- hnokki, á að gizka sjö ára gamall. -Hann leit ótta- sleginn í kring um sig, eins og fangaður fugl. Hann var illa til fara, með úfið hár og óhreinn í framan. pað skein í bera olnbogana á honum, og neglurnar stóðu langt fram af fingurgómunum, eins og hrafnsklær. “parna er ljóti strákurinn,” sagði Hrefna og faldi sig bak við móður sína. “Hvað heitir þú, litli snáði?” spurði sýslu- maður. “Eg heiti Gaukur,” svaraði drengurinn svo lágt, að það heyrðist varla. “pað er undarlegt nafn,” sagði frúin. Hún gekk til drengsins og virti hann kostgæfilega fyrir sér. Svo tók hún báðum höndum mjúklega utan um höfuð hans og lyfti því betur upp. Drengur- inn leit feiminn framan í hana, og sá hún þá, oð hann var móeygur. pá varð hún alveg heilluð og gleymdi öllu öðru. “En hvað augun í þér eru falleg. Er mig að dreyma? Mér finst eg hálfkannast við þessi blíð- legu, tindrandi barnsaugu. Einu sinni átti eg dreng, sem hafði svipuð augu. En hann er nú fyr- ir löngu dáinn. Æ, lofaðu mér að horfa lengur í augun á þér, ljúfurinn minn. pan eru svo fögur og sakleysisleg. ó, að eg mætti horfa í þau um alla eilífð! Eg finn, að það sefar sorg mína. pað hefir betri áhrif á mig en að lesa fögur Ijóð. pað fær mér meiri unaðar, en að hlusta á hljómfagran söng.” pað var eins og frúin væri að tala upp úr svefni, og sæluríkt bros lék um varir hennar, eins og hún væri hugfangin af einhverri dýrðlegri draumsjón. Nú fór sýslumanni ekki að lítast á blikuna. Hjann hélt að konan sín væri farin að tala í óráði. “Hvar er hann fóstri minn?” spurði dreng- urinn kjökrandi. “Hann er nú lokaður inni í skemmu,” sagði sýslumaður. pá fór drengurinn að gráta, og tárin hrundu í dropatali niður vangana. Hann tók ofurlítinn rósa- lepp úr barmi sér og fór að þerra af sér tárin með honum. Sýslumannsfrúin átti bágt með að trúa sínum eigin augum, og hjarta hennar barðist milli vonar og ótta. Hún þreif rósaleppinn af drengnum og fór að skoða hann. Svo flýtti hún sér upp á dyra- loft og kom að vörmu spori út aftur með rósalepp- inn, sem hún hafði geymt í kistunni. Voru nú rósa- leppamir bornir saman, og kom það þá í ljós, að þeir voru nákvæmlega jafn stórir óg rósirnar þær sömu, bæði að lögun og lit. Sýslumaður lét undir eins leiða Torfa út úr skemmunni og skipaði honum 'að segja satt 'frá ætterni drengsins, og hvemig á því stæði, að þessi rósaleppur væri í fórum hans. “Ekki tjáir að deila við dómarann,” sagði Torfi, “og mun eg nú segja alt sem eg veit um drenginn og rósaleppinn, en frjáls vil eg vera, meðan eg segi söguna. Voru þá leyst af honum böndin, og settist hann á annan kláfinn, en drengurinn hljóp til hans og vildi hvergi annars staðar vera. Tók þá Torfi drenginn og setti hann á hné sér og lét vel að hon- um. Hóf hann síðan má lsitt á þessa leið: Fyrir fjórum árum var eg á ferð suður í Kjós. Eg var fótgangandi, meða kláfahest í taumi að vanda. pá kom maður ríðandi á móti mér. Hann var í grárri úlpu og reið rauðblesóttum hesti. Eg kastaði á hann kveðju, og tókum við tal með okk- ur, en ekki vildi hann fara af baki. Nú brá svo undarlega við, að eg heyrði barns- grát rétt hjá mér, og vissi ekki gjörla, hvaðan hljóðið kom. Maðurinn sló í hestinn og ætlaði að halda áframð, en í sama bili kom fálmandi bams- hönd út úr barminum á úlpunni hans. Kendi eg í brjósti um barnið og þóttist vita, að hann mundi hafa stolið því. Eg tók í taumana á hestinum og stöðvaði hann. Spurði eg nú manninn að heiti, en hann vildi ekki segja til nafns síns. Skipaði eg honum þá að láta barnið laust, og kvaðst eg ella mundu kveða hann niður og láta jörðina svelgja hann lifandi. Sagði eg honum sem var, að eg væri Torfi ákvæðaskáld. Hafði hann þá ekki hug til að halda baminu lengur. Hann hnepti frá sér úlp- unni og rétti mér ofurlítinn drenghnokka, er hann hafði reitt fyrir framan sig undir úlpunni. Fór hann síðan leiðar sinnar og reið mikinn. Eg fór að stumra yfir drengnum og spurði hann að heiti. Kvast hann heita Gaukur, og lof- aði eg honum að halda því nafrii. Fór eg nú með hann heim til næsta bæjar og fékk mjólk handa honum. Varð hann þá allhress og hætti að vola. pegar eg tók af honum skóna um kvöldið, var rósa- leppurinn sá arna í öðrum skónum hans, en hinum hafði hann týnt. Eg spurðist víða fyrir um ætt- erni drengsins, en enginn vissi deili á honum. Réð eg það þá við mig, að alla önn fyrir honum sjálfur og hafa hann með mér á ferðum mínum, enda var hann nú orðinn svo elskur að mér, að hann mátti ekki af mér sjá.” Nú þoldi frúin ekki lengur mátið, og rann henni blóðið til skyldunnar. Hún tók drenginn í fang sér og faðmaði hann að sér, frá sér numin af gleði. “pú heitir ekki Gaukur,” sagði hún. “pú heit- ir Haukur, og eg er mamma þín, elsku drengurinn minn.” “Og eg er faðir þinn, Ijúfurinn minn,” sagði sýslumaður og klappaði Hauk á kollinn. “Og eg er systir þín,” sagði Hrefna. Hún náði í annan fótinn á Hauk og lagði hann undir vanga sinn. “Nú trúi eg ekki!” sagði Haukur. Hann skim- aði í allar áttir og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. pá þrýsti móðir hans brennheitum kossi á vangann á honum og var svo góð við hann, að hann gat ekki efast lengur. Hann hallaði sér öruggur að móðurhjartanu, sem sló svo ört af ást og gleði. Frúin hélt enn á rósaleppunum í hendinni, en nú stakk hún þeim í barm sér og sagðist víst skyldi geyma þá eins og sjáaldur auga síns meðan hún lifði. Alt heimilislfólkið safnaðist kringum sýslu- mannsfrúna með miklum fögnuði, og vildu nú all- ir bera Hauk á höndum sér. “Ekki óraði mig fyrir því, að slík heill mundi hljótast af komu þinni,” sagði sýslumaðurinn og sneri sér að Torfa gamla. “Vel gerðir þú að bjarga syni mínum úr klóm Finns Flakkara, því að hann hefir það verið og enginn annar, sem tók Hauk frá okkur. Skal eg nú gefa þér tvær spesíur, og máttu fara leiðar þinnar í friði, og get eg ekki fengið af mér að refsa þér.” Torfi varð hnugginn og mælti: “Fullþung refsing finst mér það vera, að verða nú að skilja við þennan hugljúfa dreng, sem eg hefi tekið ást- fóstri við, og vildi eg heldur vera laminn með lurk. Enginn maður hefir ^.uðsýnt mér blíðu, nema þessi litli drengur, enda hefir hann verið eini geislinn á götu minnar auðnulausu æfi.” “pá mun eg gera þér annan kost,” sagði sýslumaður. “p úskalt vera hér hjá mér, það sem eftir er æfinnar, svo að þú þurfir ekki að skilja við Hauk litla. Máttu hafa svo mikið frjálsræði, sem þú vilt, og vinna þau verk, er þér sýnist.” Torfi tók þessu kostaboði með þökkum, og var nú allkátur yfir því, að mega vera samvistum við Hauk. Um kvöldið var haldið veglegt afmælisgildi, því að nu var Haukur orðinn sjö ára gamall. Hafði honum verið þvegið og greitt, og neglur af honum skornar. Sat hann nú við borðið með silki- klút um hálsinn, og höfðu menn orð á því, hvað hann væri fríður sýnum. pá gall eldabuskan við og-mælti: “Hvert á baminu að bregða, nema beint í ættina?” Torfi gamli ákvæðaskáld sat á aðra hönd sýslu- manni og var mjög í hávegum hafður. Skemti hann mönnum vel og lét fjúka í kviðlingum. Hafði ekki í manna minnum verið önnur eins glað- værð á sýslumannssetrinu. —Geislar. Barn kallar trúleysingja til afturhvarfs. Heyrt hefi eg getið um kenslukonu við sunnu- dagsskóla, sem hafði haft svo sterk kristileg áhrif á hvert eitt af börnum sínum, að þau öll gáfust frelsaranum. En hún lét ekki þar við sitja. Hún gejði sér alt far um, að fá börnin til að koma öðr- um börnum inn í skólann. Eitt sinn kom eitt af börnunum — það var lítil stúlka — til hennar, og sagðist hafa reynt að fá börn í fjölskyldu einni til að sækja barnaguðsþjónustu, en faðir barnanna væri trúleysingi, og vildi með engu móti leyfa þeim það. En með því hún skildi ekki vel, hvað væri trúleysingi, þá bað hún kenslukonuna að þýða það fyrir sér. Svo fékk hún þá að vita, hvað það þýddi að vera trúleysingi, og þótti henni það svo óskap- legt, að hún dauðhræddist það. Nokkrum dögum seinna lá leið þessarar litlu stúlku framhjá póstafgreiðsluhúsi rétt í þeirri and- ránni, að þessi trúlausi faðir kom þar út. Hún gekk þá rakleiðis til hans og sagði: “Hvers vegna elskar þú ekki Jesúm?” Hefði það verið maður, sem hefði spurt hann að þessu, hefði hann senni- lega slegið hann rothögg, eða eitthvað þvílíkt. En nú lét hann sér nægja, að líta reiðilega til litlu stúlkunnar og fór svo leiðar sinnar. í annað sinn, er fundum þeirra bar saman, bar hún upp sömu spurninguna: “Hvers vegna elskar þú ekki Jes- um?” Hann rétti henni þá höndina og vék henni blíðlega til hliðar til að ganga fram hjá henni, því þá er hann leit til hennar sá hann tár í augum hennar. pegar hún hitti hann í þriðja sinni, spurði hún hann á sama hátt: “Hvers vegna elskar þú ekki Jesúm?” En hann svaraði, því enn engu og fór leiðar sinnar. pegar hann kom inn á skrifstofu sína, stóð spurningin honum lifandi fyrir hugskotssjónum. í hverju bréfi, sem hann opnaði eða skrifaði, las hann þessi orð: “Hvers vegna elskar þú ekki Jes- úm?” Hann hafði engan frið inni. Hann fór því út á strætin, til að verða af með þessa óþægilegu hugsun í mannþyrpingunni. En einnig þar heyrð- ist honum hann heyra spyrjandi rödd, er'sagði: “Hvers vegna elskar þú ekki Jesúm?” Hann hugsaði þá með sér, að hann hlyti að gleyma þessu öllu, þegar hann kæmi inn til fjöl- skyldu sinnar um kveldið. En það fór á aðra leið. Hann kvartaði þá um lasleik og fór að hátta. —1 En þegar hann hallaði sér út af á koddanum, hvísl- aði sama röddin að honum: “Hvers vegna elskar þú ekki Jesúm?” Hann gat með engu móti sofn- að, og um miðnætti fór hann á fætur, og sagði við sjálfan sig: “pað er bezt, að eg nái mér í biblíu til að leita að þeim stöðum, þar sem Kristur kemst í mótsögn við sjálfan sig, svo eg hafi því meiri á- stæðu til að elska hann ekki. Og svo fletti hann upp Jóhannesar guðspjalli. En vinir mínir, ef þér leitið að ástæðu til að elska ekki Jesúm, þá ættuð þér sízt að fara til Jó- hannesar. pað var lærisveinninn, sem mest elsk- aði Jesú mog sem Jesús elskaði mest. Og eg get ekki ætlað, að nokkur geti lesið Jóhannesar guð- spjall án þess að verða snortinn af elsku til Jesú. En það sem frá manninum er að segja, er það, að hann las og las. en svo langt var frá að hann fyndi nokkra ástæðu til að elska ekki Jesúm, að ann rak sig á margt, er mjög svo studdi það. Hann las alt guðspjallið frá upphafi til enda, og áður dag- ur rann, lá hann á knjánum frammi fyrir frelsara sínum. Spurningin litlu stúlkunnar kallaSi hann til afturhvarfs.—Moody. ----------------- ----- Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office timar: 2—3 Helmili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Maniteba DR. 0. BJORNSON 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kenned; Sts. Phone: A-7067 Office tímar: 2—3 Heimill: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 ViCtalstml: 11—12 og 1—6.30 Heimili: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manltoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-3521. Helmili: 627 McMlllan Ave. Tals. F-2691 DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aCra iungnasjúkdóma. Er aC finna á skrifstofunni kl. 11 12 f.h. og 9—4 e.h. Simi: A-3521. Heimili: 4 6 Alloway Ave Tal- eimi: B-3158. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Helmilí 806 Victor S%r. Síml A 8180. DR Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talaími A 8621 Heimili: Tals. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St- Talsíml: A-8889 Vér leggjum scrstaka áherzlu á aö sclja meðul eftir forskriftimi lickna. Ilin beztu lyf, sem liægt er að fá eru notuð eingöngii. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megið þjer vera vlss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur tU. COLCLEUGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld Munið Símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss. —' ; Sendið pantanir samstundis. Vér! ;! afgreiðum forskriftir með sam- ;! vizkusemi og vörugæði eru óyggj-I \ andi, enda höfum vér magrra ára ; \ lærdómsrika reynslu að baki. —; ; Allar tegundir lyfja, vindlar, ís- '; rjðmi, sætindi, ritföng, tóbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð 0. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Ciittinga 05'L«/ Jarðarfara- o\om með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlístofa: Room 811 McAltlm Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-684* W. J. IiINDAB, J. H. LINDAIi B. STEFAN8SON Islenzkir lögfræSlnsar 3 Home Inveetment Buildlng 468 Maln Street. Tals.: A 4968 Jelr hafa elnnlg skrlfetofur &6 Lundar, Rlverton, Qimll og Ptner og eru þar aB hitta & eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern miCvikud&c Riverton: Fyreta flmtud&g. Gimliá Fyrsta miCvlkudag Piney: þriSja föetudag 1 hverjum mánuCi ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garkmd Skrifst.: 801 Electric Rail- way öhambers Taisiml: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phon«: Garry SOIC JenkinsShoeCo. 689 Notre Dame Avenue —........... j A. S. Bardal 84» Sherbrooke 8t. Selur líkkistui og annaet um útfarir. Allur útbúnaður aá bezti. Ensfrem- ur selur hann alakonar minnisvarða og legsteina. Skrlfat. t&isiml N tsW Heimiiig talMmi N 1301 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aö bí8a von úr viti. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst ai hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-5t>60. AC baki Sarg. Fire Hall Ljósmyndir Fallegustu myndirnar og me8 bezta verðinu fást hjá: PAIMER’S STUDIO 643 Portage Ave. Phone Sh 6448 þriðja hús fyrir austan Sher- brooke St. Stsekkun mynda ábyrgst að veita ámegju. i'alsímar: Skrifstofa: ....... N-6225 lieimili: ......... A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖGTAK8MACU* Helmllistala.: St. John 1844 Skrlfstofu-Taia.: A 6587 Tekur lögt&kl bæCl htbsalelguaknhlh veCakuldlr, vlxlaakuldlr. AfgrelCir u sem aC lögum íytur. BkrllMofa 256 Maln Stve— Verkstofu Tala.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáliökl, svo sera straujárn víra, allar tegundlr &f glösinn og aflvaka (ixatteriee) Verkstofa: 676 Home St. Phone B-4558 TU taks 6 öllnni tímum. Exchange Auto Transfer Co. Flytja Húsgögn og Pianos Annast flótt og vel um allar teg- undir flutninga; Jafnt á nótt sem nýtum degi A. PRUDEN, Eigandi 57? Vherbrooke St. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.