Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 4
Bls 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMRER 1923. ^Ögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man, Talsimnri N-6387 og N-632S Jóa J. Bíldfell, Editor Utanáskriit tit biaÖsin*: TH« C01UM8IA PRE8S, Ltd., Box 3178, Winnlpeg. M«n- Utanáekrift ritatjórana: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»". The "L.ögbertf1' la prlnted and publlahad by The Oelumbis Preaa, Llnaltad. ln the Columbla Block. 8SS t» (17 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, iíanUoba Einangrun Heimskringlu I síðasta blaði Heimskringlu stendur ein sú einkennilegasta grein, sern vér minnumst að hafa séð í langa tíð. Greinin, sem ber fyrir- sögnina “Einangrun”, er einkennileg sérstak- lega fyrir tvent. Fyrst, að staðhæfingarnar, sem gjörðar eru þar, eru beint ofan í skýlausan vitnishurð sögu þjóðarinnar, sem um er talað. Annað, að rökfræði höfundarins kemur al- gjörlega á bága við reyn&luna. Það er tvent, sem höfundur þessarar grein- ar vill sanna og sýna. Hann vill sýna, að ein- angran fslendinga hafi verið norrænu máli hinn mesti skaði, og svo líka, að kristin trú hafi verið ekki að eins orsök í einangrun þjóðar- innar, heldur líka að allri ógæfu hennar. Það er dálítið erfitt að átta sig á því að nokkur maður skuli láta annað eins út úr sér á prenti og þetta, og enn erfiðara að gera sér grein fyrir því að ritstjóri að opinberu blaði skuli gjöra það. Og ef það hefði ekki verið fyrir það, að vér fundum það beint skyldu vora að mótmæla þessum ósköpum, sökum ís- lenzkra lesenda, þá hefðum vér leitt hjá oss að koma nærri þessum óskapnaði. Greinarhöfundurinn harmar einangrun hinnar íslenzku þjóðar sökum skaða þess, sem norræn tunga hafi beðið við það. Vér getum ekki bannað greinarhöfundin- um í Heimskringlu að hafa þessa skoðun, þó að sannleikurinn sé sá, að það var einangrun íslendinga ein, sem bjargaði norrætiunni/ því hún geymdist þar, þegar allar hinar þjóðirnar og þjóðabrotin voru að tapa henni. Þegar fsland bygðist og þar á eftir, var norræn tunga töluð um alla Skandinavíu, á Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum, á Skot- landi, írlandi, Englandr ogi í Normandíu k Frakklandi. En allur sá mannfjöldi til sam- ans tapaði málinu þegar tímar liðu, af því að samgöngur við stærri 'og þróttmeiri þjóðir voru of miklar. Hvaða þýðingu skyldi það nú hafa haft, þó að allir íslendingar, sem ísland bygðu um það leyti, hefðu farið út í heimf Það eitt, að þeir hefðu týnzt og enginn framar vitað, að þeir hefðu nokkurn tíma verið til. Það var einangrunin, sem gaf hinni íslenzku þjóð líf sem sérstakri þjóð, og sem hjá henni varð- veitti hina norrænu tungu, sem annars hefði verið týnd og grafin. Heimskringla segir, að kapparnir, skáld- in og rithæfileika mennirnir, hafi flutt af Noregi og til íslands. Það er satt, að hraust- * menni fluttu frá Noregi og til íslands, og enrta skáld, en þaðan kom líka Víga-Hrappur, Val garður grái faðir lyga-Marðar, og annað ill - þýði. En um ritsnillinga, sem af Noregi flufct- ust til íslands, höfum vér ekki heyrt getið. f sambandi við ummæli Heimskringlu mn kristnu trúna, sem henni er auðsjáanlega nrein- illa við, getum vér ekki stilt oss um að taka upp ofurlitla klausu úr þessari umneddu grein, því hún er svo dásamleg og hljóðar þannig: “Um leið og fslendingum var boð- aður suðrænn náðarboðskapur í stað norræns hetju og manndóms anda, þá dofnaði jdlr þeim. Þá hvarf þeim framkvæmdaþrek. Þá hættu siglingar. Þá lagðist aðgerðaleysi og suðrænn gufu-hugsunarháttur Jsem tmartröð á þjóðina.” Skyldi nokkur maður á nokkurri tíð hafa látið út úr sér meiri vitleysu heldur en þetta? Á milli þess að fsland bygðist 870 og þess að hinir fyrstu kristniboðar koma þangað 981, eru 111 ár. Og eftir kenningum Heims- kringlu eiga þau að vera blómaöld eða gullöld hinnar íslenzku þjóðar. Þau eru í sögu þjóðar vorrar nefnd landnámsöld. Forfeður \-orir voru þá að nema landið, byggja sér heimili, koma upp bústofni og búa sig undir framtíðarstarf þjóðarinnar. Eina verulega framfarasporið, sem bent verður á á því tíma- bili, er allsherjar stjórnarskipun og stofnun alþingis á fslandi árið 930. . En þó það væri stórt frámfaraspor, þá var það eitt út af fyrir sig ekki nóg til þess að gefa þjóðinni þann frægðarljóma,. sem af henni hefir stafað og menn allra Jijóða dást að þann dag í dag, heldur er það hinn andlegi þroski þjóðarinnar, en hann hefst með ment- un hennar og ritlist. Og hvaðan hafði íslenzka þjóðin sína mentamenn á þeirri tíð? Frá liinum kristnu kirkjuskólum og klaustrum. Biskupamir ís- lenzku í fomöld voru andlegir leiðtogar þjóð- arinnar. Sá fyrsti þeirra, ísleifur biskup Gizurarson, hálærður maður og valinkunnur, gjörðist lærimeistari þjóðarinnar1 svo tók Gizur biskup, son hans, í Skálholti við, ein- hver mætasti maður sem íslenzka þjóðin hef- ir nokkurn tíma átt, og lærisveinn hans, Jón Ögmundarson, fyrstur biskup á Hólum. Jón biskup Ögmundarson var fyrstur manna til þess að reisa klaustur á fslandi, Þingeyjarklaustur. Svo risu þau upp hvert af öðru, á Þingeyrum, Munkaþverá, Þykkva- bæ, Flatey, Helgafelli, Viðey, Möðruvöllum, Skriðu, Kirkjubæ, Reynistað, og skólarnir á Hólum, í Skálholti,, í Ódda og í Haukadal. Vi& þessar stofnanir er liin íslenzka rit- snild numin, og frá þeim útskrifuðust allir hinir íslenzku ritsnillingar nema Sæmundur fróði, sem nam fræði sín utan lands. Ari fróði fékk mentun sína í Haukadalsskóla, en nam guðfræði hjá Teiti fsieifssyni og var vígður prestur. Snorri Sturluson nam fræði sín í Odda hjá Jóni Loptssyni, iangafa Sar mundar fróða, og er það fróðra manna sögn, að enginn íslendingúr hafi kunnað áð fara með norræna tungu eins vel og hann, hvorki fyr né síðar. Ef vér sláum stryki yfir verk þessara manna og þessara stofnana, sem hinn “suð- ræni náðarboðskapur” flutti með sér inn til hinnar íslenzku þjóðar, hvað heldur Heims- kringla að þá verði um gullaldarijóma þjóðar- innar? Skyldi þá ekki verða nokkuð erfitt að greina hann frá hinu niðdimma Heimskringlu- myrkri? Heimskringla segir, að eftir að farið var að boða kristna trú á íslandi, þá hafi sigling- ar lagst niður. Óþarft er að taka fram, að þessi staðhæfing blaðsins er ekkert ábyggi- legri en aðrar staðhæfingar þess í þessari á- minstu grein. Sannleikurinn er sá, að sigling- ar eða utanför íslendinga stóð aldrei í meiri blóma, en eftir kristnitökuna, því þá fóru biskupar, lærdómsmenn og höfðingjar þjóð- .arinnar um öll lönd, alt suður til Róm, og fluttu þjóðinni ný æfintýri og nýja viðburði í einu og öðru. Það var ekki kristindómurinn, sem olli afturför hinnar íslenzku þjóðar, heldur krist- indómsleysi og hin ægilegu áföll, sem þjóðin varð að mæta við komu svartadauða í bvrjun fimtándu aldarinnar, plágur og eldgos, sem eyddu heilum héruðum á þeirri öld, og úr þeirri eymd, sem hún féll þá í, náði hún sér ekki fyr en að nýir straumar bárnst inn til hennar með siðaskiftunum snemma. > á sext- ándu öldinni. Hnignun í skáldskap Eftir Edwin Markham, LL.D.. II. önnur Bandaríkjasaga, sem skrifuð er af höfundi, sem hlotið hefir alheims viðurkenn- ingu, snýst um liið ódauðlega spursmál, sem heillar álla svo mjög—endurvakning æsk- unnar. Söguhetjan er kona, sextíu ára gömul, og Jætur hún gera á sér uppskurð þann, sem vísindin þekkja og færir með sér endurskin liðinnar æsku. Eftir uppskurðinn finnur hún, að hún hefir öðlast æskuþroska sinn á ný. Kona þessi er afkomandi ættar, sem lengi var búin að dvelja í New York. Hinn fyrri lífsferill hennar vár mjög svo blettótt- ur. En um það er ekkert fengist, álitið að vera nokkuð, sem ekki sé vert að gera sér rellu út af. A tíð Edith Whartons—tíð sakleysisins, hefði hinn flekkótti æfiferill þessarar kpnu værið þröskuldur í vegi hennar inn í félagslíf heiðvirðs fólks. Eigum vér að skilja svro, að félagslíf manna nú í dag opni faðm sinn fyrir hverju lauslætiskvendi, sem inn í hann vill koma án mótmæla? Líta menn á hinn óhreina æfiferil þeirra erns og vott um vaknandi and- legan þroska? Saga þessi skýrir ekki að eins frá blendnu slúðri hins eldra fólks, sem á að vera einkenni þjóðræknasta og bezta parts þjóðlífs þess, sem aðseturstað 'sinn hefir á Manhat’tan, en hún gefur oss líka mynd af andstyggilegri kvenper- sónu, sem er sagt að sé afkomandi þess sama fólks. Þssi kona, sem*er unglingur að árum, er ósvífin, óupplýst, blygðunarlaus, sósuð í víni og vindlinga reykingum. Um miðnætti er hún ein á ferð á götum borgarinnar og klulík' an þrjú að morgni fer hún inn í svefnherbergi heiðvirðs, ókvænts manns, til þess að réyna að þvinga hann til þess að giftast sér. — Er þetta 'SÓnn mvnd af hinum þroskaðasta liluta þjóðarinnar? Það er rétt í þessu sambandi að geta þess, að höfundurinn tekur fram,, að hann álítur ekki rétt að aldraðar konur séu að daðra við unga menn, og tekur skýrt fram, að þet^i fíamferði Miss Knickerbocker, sem er ein á ferð 4 götum borgarinnar, sé ekki eins og það eigi að vera. En það er alvarlegra. spurfemál, sem stendur í sambandi við þetta. Er félagslíf leiðandi fólks í Nevv York gjör eyðiltg í framgöngu og siðferði? Ef dæma má eftir framkomu þeirra yng- ismeyjar, sem eg hefi mætt, þá er andstygðar- framferði konu þessar|ar, sem höfundurinn ræðir um, vissulega undantekning frá því almenna. Sfíinnitíð'ar bœkur heilbrigðari. Eg hefi ekkert á móti því, þó liið ljóta í lífinu sé sýnt. En aðal atriðið er, hvemig að höfundarnir nota það, hvort að höfundarnir nota það til þess að gefa lostaþránni lausan taum, eða að þeir sýna með því hegning þá, sem því óráði fylgir. Lögmál listarinnar krefst þess, að höf- undarnir sýni lesendum sínum lögmál and- ans, sem er hið ómótstæðilega afl, er rieður at- höfnum lífsins. Eg vil minnast með fáum orðum á.eina eða tvær bækur, sem eru ný út- komnar. tJr Yesturríkjunum kemur saga, sem fjallar um kynferðisspursmálið, gifting- ar og samband þeirra, ekki að eins við hlutað- eigandi persónur, heldur líka við meðborgara hlutaðeigendanna. í þeirri sögu rísa erfiðleikarnir út af f 1 jót- færni persónanna í því að tengjast lífstíðar- böndum. Þær viðhafa ekki meiri varkárni í því, heldur en þegar maður gengur í búð að kaupa hatt — persónurnar eru óhæfar, bæði frá skapferlislegu sjónarmiði og eins frá fé- lagslegu til þess að geta búið saman og notið þess friðar og ánægju, sem sambúðin krefst, ef vel á að fara. Lexíuna, er löggilt hjónaband, sem þannig er stofnað til, er lífið látið kenna. f bók þessari er haldið fram, að sá eini grundvöllur, sem farsælt hjónaband getí bvgst á, sé hinn kristilegi grundvöllur Púrítananna, þar sem bæði konan og maðurinn hafa sama eiginlegt lífs takmark, og þar sem þau séu sam- taka í að vinna að heill heimilis og barna. I annari sögu er þetta kynferðis spursmál tekið frá öðru sjónarmiði—frá forn-Virginíu íhalds sjónarmiði. 1 henni er oss sýnt fram á hið vonda, sem skapast af skilningsleysi foreldranna á þörf þeirra ungu, og líka fyrir trassaskap þeirra að sýna börnum sínum fram á hættur þær, sem kynferðis tilfinningum ungmennanna er sam- fara. % / Söguhetjunni í þessari sögu, sem er ungur maður, er glögt lýst. Hann ér sonur foreldra, sem eru guðhrædd, en þekkja ekki lífið og hafa haldið syni sínum til baka. * Hinn ímyndunarríki unglingur mætir a 11 s- konar freistingum. Þegar hann kemur á skóla, þá sér hann hið andstyggilegasta framferði. Siðleysis kona, sem er sjúk, leggur leið sína við og við inn í skólagarðinn. Rétt hjá skólanum heldur vændiskona húsi sínu opnu. Eftir að drengurinn er búinn að vera dálítinn tíma á skólanum, kemst hann í félag með siðleysingj- um, sem ekkert taumhald höfðu á lostatilfinn- ingum sínum og voru haldnir eyðileggingar- afli því, er Freudian kenningin hefir í för með sér. En meðfætt eðli hins unga manns virtist segja til sín, og í gegn um forardý siðleysisins er rödd sí-vakandi í sál hans, sem hrópar gegn því líferni hans og sem síðast leiðir hann aftur heim til sín. Hann gleðst yfir heimiomunni og að sleppa úr félagsskap hinna svokölluðu frjálshugsandi manna, sem um ekkert vilja neita sér, og leitar sér aftur skjóls undir hin- um ströngu kröfum hins púrítanska heimilis föður síns. Ein sagan enn tekur mann til Missouri og sýnir okkur geðríkan prestsson undir þungum aga, sem á í stríði á milli ills og góðs heima hjá sér og lokkandi freistingum utan að. A hið ólfreina líf vaxtaráranna er bætt með því, að hann sér siðleysislátbragð konu, sem var í fylgd með leikfélagi, er ekki lagði mikla á- herzlu á fegurðar tilfinningu manna, mð því að hlusta á lostafullar sögur, sem hann heyrði á knattleikastofu í bænum og atlotum frekrar unglingsstúlku móðuriausrar, sem með honum gekk á skóla. Fundum þeirra ber oft saman, án þess þau bæti nægilegrar varúðar, og báðum til armæðu komast þau að því, að stúlkan er orðin ólétt. Stúlkan aftekur að ei&a drenginn, af því henni finst, að honum þyki ekki nógu vænt um sig né heldur barnið þeirra. Hún reynir að bæla niður almennings álitið, sem út af Jiessum atburði myndast, en getur það ekki og verður að fara í burtu. Eftir að hinn ungi maður hefir gengið í gegn um mikinn sársauka, hefir orðið fyrir óhöppum og lent í baráttu út af sínu siðferðis- Jega skiphroti, kemst hann að síðustu á veg gæfunnar. Honum tekst að vinna sér traust og álit fyi;ir óbilandi viljaþrek og meðfædda hæfileika. Barnið deyr og móðir Jiess flvtur aftur til sinna fyrri heimkynna, og er enn þá óbreytt með að vilja ekki giftast barnsföður sínum, þó hann sé óbreyttur í þeim efnum. En maður skilur, að ekki muni verða langt að bíða áður en drenglyndi og atorka mannsins muni vinna sigur. Kvmferðisþráin blossar og brennur í þess- ari sögu; en hún skilur manni ekki eftir aiul- stygðar allsleysi lífsins, lnín sýnir oss líka geislabrot göfugmensku og helgidóms tilver- unnar. (Frm). Robin Hood Flour Vér ábyrgjumst að fólk verði allskosta ánœgt OlU "MOSEY BAOK ROBIN HOOD FLOUR IS GUAWANTEtO TO GlVE VOU BETTER SATISFACTION THAN ANT OTHER FLOUR MILLED IN CANAOA YOUR OCALER IS AUTHORI7ED TO RCFUNO THC FULL PURCHASC PRICC WITM A 10 CINT PCN PSg ALTY ADDCD IF AFTCR TWO BAKINGS YOU ARC NOT ES TMOROUGHLY SATISFICD WITM THC FLOUR. AND WILL [«• RETURN TME UNUSED PORTION TO MIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED ^ Innifalin i hverjum poka 24 pund og þar yfir. ROBIN HOOD MILLS LTD MOOSE JAW, SASK. Ástœðurnar fyrir því að hugur islenzkra bænda hneigist til Canada. 60 Kafli. Allar hugleiðingar í sambandi við Vestur.landið verða að vera gerðar með tilliti til þess hversu afar ung að þjóðin er og þroska- saga hennar þar af leiðandi stutt- Það eru til dæmis ekki nema lið-: ug fjörutíu ár síðan að Canada Kyrrahafs járnbrautarfélagi\ se'ldi fyrstu spilduna til ábúðar í Sléttufylkjunum. pegar þér veitið því jafnframt! eftirtekt, að fyrsta hveitihlassið var sent frá höfuðborg Manitoba- fylkis, fyrir að eins 40 árum, \ þá getur ekki hjá því farið, að binar stórkostlegu framfarir, sem orðið hafa á sviði akuryrkjumál- anna, hljóti að vekja hjá yður bæði undrun og aðdáun. Sléttu- flæmin vestrænu, er á þelm tíma voru að eins auðnin tóm, fram- leiða nú tiltölulega meira korn, en nókkurt annað landsvæði í; heimi . Um griparækt var þá tæpast að ræða, er nokkru nam. En nú eru 'ti'l samans (þar um 6,998,317 stórgripir, þar af 881,898 mjólkurkýr og mjólkur og smjör- framleiðslan gengur næst korn- ræktinni að umsetningu og arði. ■Canada er nú annað mesta hveitræktarland í heimi, og fram- J leiðir 329,185,300, mæla; eru 90 S af hundraði þeirrar 'mælatö’u ræktað í Sléttufylkjunum og full- ur helmingurinn í Manitoba og Saskatchewan. Hafrarækt 'lands- ins nemur árlega 530,710,000. Alls nemur byggræktin 63,311,000 ”* mæla. Fyrir fjörutíu árum mátti svo að orði kveða að allar hinar víð- áttumiklu sléttur Vesturlandsins væru óræktaðar. Búnaðaráhöld voru í þá daga fá og ófullkomin og fáir eða engir menn við hend- ina, er hagnýtar leibðeiningar gátu veitt. Tilraunabú stjórn- arinnnar er risið hafa upp á hin- um síðari árum, hafa orðið bænd- uvn og húa'lýð til ómetanlegra hugsmuna. örðugleikarnir er urðu á leið nýbyggjans voru mikl- ir og margvíslegir, eins og gefur að skilja, en landnemnuu'm var heldur ekki fisjað saman og það reið 'baggamunninn. Frumbyggjar landsins, hvert helzt sðm þeir áttu rót sína að rekja, létu örðugleik- ana sér ekki fyrir brjósti brenna, heldur lögðu höndina á p’lóginn, með óbilandi sigurvissu í huga. Nú blasa við augum, svo að segja í hvaða átt sem litið er gróður- þrungnir akrar, og jsnbrautir hafa tengt fylki við fylki og strönd við strönd. Uppskera í Vestur-Canada, er 1 jósasti votturinn um gróðurmagn jarðvegsins. Á mörgum svæð- um hefir verið sáð í sama blett- inn samfleytt í þvínær fjörutíu ár án þess að uppskera hafi brugð- ist. pó á þetta ekki við í öll- um tilfel'lum Stundum skaða næturfrost uppskeru Vestur- landsins nokkuð, svo og hagl, en sjaldan þó nema á ti.ltölulega litlum spildum. Sauðfjárræktin , Sléttufylkj- unum vniðar drjúgum áfram, þó enn standi hún Mutfallslega langt að baki akuryrkjunni og gripa- ræktinni. «Sú framleiðslugrein hlítur að eiga mikla framtíð fyrir höndum, hér sem annarstaðar.. ‘Ski.lyrðin eru hin ákjósanlegustu, heyfengur nægur og beitilönd mikil og góð. í Vesturlandinu er nú orðið talsvert um karakul fé og þrífst það hér vel, enda er loftslagið að ýn\gu leyti svipað og í Bokhara^ þar sem það er upprunnið. Má því fu'llyrða að á þessu svæði verðl hér um að ræða all-arðvænlega framleið&lugrein. Talsvert er hér af öðrum sauðfjártegundum, sem gefa af sér góðan arð. Á það hefir verið drepið í fyrri greinum hve framúrskarandi vel Vesturlandið er fallið til bland- aðs landbúnaðar — Mixed farm- ing. Þar er líka í raun og sannleika um farsælústu búnaðar aðferðina að ræða. Uppskera get- ur brugðist með köflum, en þá er bóndinn aldrei í hættu staddur ef hann hefir trygga griparækt jöfnum höndum. i— Þess hefir verið getið, að inn- flutningur frá Norðurlöndum hafi verið margfa.lt meiri í ár, en á nokkru öðru tívnabili síðan 1914, að ófriðurinn mikli hófst, en þá tók að mestu fyrir innflutninga. Nú hafa þúsundir þaðan streymt inn í landið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Núna í fyrri viku komu til Winnipegborgar tvelr danski menn fulltrúar dönsku stjórnarinnar, heitir annar þeirra Christian Beventlow, nafnkunn- ur blaðamaður. Þeir ætla að ferðast um Vesturlandið og kynna sér þar búnaðar ástandið og skil- yrðin fyrir því að allmargir Dan- ir flytji hingsrð og taki sér ból- festu. IMjög vel segir Revenf- low, að sér og félaga sínum lítist á landið, eða það sem' þeir hafi séð að því. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Coltlmbia Building, Cor. Wílliam og Sherbrooke, Winnipeg. Allra nýjustu fréttir. Síðastliðinn laugardag, gerðust í Japan ein hin hörmulegustu tíðindi, er komið hafa fyrir í manna minnuvn. Œgilegur jarð- skjálfti jafnaði við jörðu a'Ilstór- an pa’rt af Tokio, eyðilagði ger- samlega Yokohama borgina og gerði stórspell víðar. Yfir þrjú hundruð og tuttugu þús. manna létu lífið á heljarslóð þessari og fjöldi fólks liggur í sárum. Full miljón manna á svæðum þessum á hvergi höfði sínu að að halla. Að verki með* landskjálftanum var hamslaus flóðalda, er sópaðl miskunarlaust á brott hverju sem fyrir varð. Ymsar þéttbygðar eyjar, hafa sokkið í sjó. Þúsundir þúsunda horfa fram á hungur, því afarörðugt er að koma við vistaflutningi, sökum þess, hve samgöngutæki eru flest úr lagi færð. Þjóðin öll er í sorg. Samúðarskeyti hafa keisara Jap- ana borist víðsvegar að, þar á meðal frá konungi Breta- í ræðu, sem Stresemann ríkis- kanílari pjóðverja flutti nýlega í Stuttgart, lýsti hann yfir því að fjárhagslegt samhand milli Frakka og þjóðar slnnar, væri bezta tryggingin fyrir friði. Ræða þessi hefir vakið mikla eftirtekt á Frakklandi og er mælt að all- 'margir má’lsmetandi stjórnmála- menn Frakka sé því hlyntir, að eitthvert slíkt bandalag og þar er farið fram á, mætti komast i framkvæmd. Prinsinn af Wales, kemur til Quebec hinn 12. þ. m

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.