Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.09.1923, Blaðsíða 6
x$is. a LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1923. \T ✓ • .. !• **• timbur, fjalviður af ölíum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og aU- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limitsd------------— HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. “pér ljúgið að sjá'lfri yður, til þ'ess að fegra drambið, sem nú er ánægt vegna >ess að þessi Mainau liggur nú sem stendur við fætur yðar. — pér getið ekki elskað hann, hann sem í návist minni og annara hefir hvað eftir annað sýnt yðui’ bitrustu harðneskju, hann sem hefir sýnt heim- inum að >að er honum viðbjóður að snerta yðar fagra líkama. Hann hefir haft í frammi við yður þær skammarlegustu móðganir, sem maður getur sýnt konu. Og hver trúir >ví að >ér hafið aldrei fundið til >ess arna? Hver trúir >ví að yður hafi aldrei gramist, svo að jafnvel nú kæmi blygðunarroði í kinnar yðar út af >essari niðurlægingu ? Lítið >ér í >enna hreina spegil.” Hann benti á vatnið við fætur hennar. “Horfið í yðar eigin augu! pér getið ekki endurtekið >að, að J)ér vegna augnabliks lítillætisdutlunga, getið rétt honum >á ósegjanlegu sælu að vera elskað- ur af yður.” Hún leit undan til hliðar og niður á vatnið af ótta við hið brennandi augnaráð, sem hún gat ekki komist undan. “Þér elskið þetta vatn, fagra frú,” sagði hann í undarlega lágum róm, eins og hann vildi hvísla að henni einhverju leyndarmáli. “pér hafið gefið mér í skyn, að þér kysuð hinar mjúku bylgj- ur >ess langt um heldur en að eg snerti yður. Sjáið þér hvernig það girnir 'menn og laðar?” Hún varð skyndilega hrædd og leit upp og horfði framali í hann með óttasvip. “Eruð >ér hræddar við mig?” spurði hann með kuldalegu brosi. “Eg krefst ekki annars af yður en að >ér, með >enna hreina spegil fyrir augunum, lýsið yfir >ví við mig, að þér berið ekki eins mikla ást til hans og hafið ekki eins mikinn viðbjóð á mér, og >ér hafið viljað koma mér til að trúa.” Hún tók á öllu >vi vilja>reki og hugrekki. sem hún átti til. “J?að er óheyrilegt! Hvað ætlið >ér yður? Heimtið >ér yfirlýsingu af mér? Eg er mótmælendatrúar en ekki skrifta- barn yðar; eg er húsmóðirin hér, en >ér eruð gestur; eg er kona, sem heldur orð sín, en >ér eruð prestur, sem hefir svarað rangan eið. Eg gæti blátt áfram sýnt yður fyrirlitningu og farið mína leið; en >ar sem >ér standið hótandi frammi fyrir mér, skal eg láta yður vita, að eg er ekki hrædd við yður og að eg fyrirlít yður af öllu hjarta, vegna >ess að >ér hafið á >jösnaleg- an hátt reynt að ráðast á og saurga hina fyrstu og einu ást konuhjartans.” Hún lyfti upp fatinu og ætlaði að fara, en hann greip hana í faðm sinn. “Megi eg ekki, >á skal hann ekki heldur snerta yður,” heyrði hún hann segja. IHún ætlaði að hljóða, en i varir hans logheitar >rýstust í blindu æði að vörum hennar-------svo hratt hann henni frá sér og hún steyptist út í vatnið.------------Skerandi hræðsluóp kvað við, en það kom ekki frá henni — Herbergisþernan kom æðandi út úr skógar- göngunum og veiðimaðurinn á eftir henni. — — — “Við höfum séð >að, hrakmenni, morð- ingi!” hrópaði hún örvita og rétti út báðar hend- ur, eins og hún ætlaði að grípa prestinn, sem flúði út úr trjágöngunum. — “Hjálp, hjálp! stöðvið >ið hann!” Með einni handarhreyf- ingu hratt presturinn stúlkunni til hliðar, tók til fótanna og hvarf. Meðan á þessu stóð hafði veiðimaðurinn hlaupið niður á vatnsbakkanna og farið úr frakkanum. Einmitt >ar var bakkinn ekki lág- ur og blautur, heldur þverhnýptur niður og hyl- dýpi fast við hann. Vatnið var eins gagnsætt og tært >ar sem úti í miðjunni. Konan sökk fyrst, en eftir nokkra stund sást bóla á fótum hennar. Efnið í >eim, sem var >étt, dró ekki í sig vatnið, heldur flutu >au ofan á eins og svans- hamur. Hún hélt höfðinu upp úr og fálmaði með höndunum árangurslaust upp í loftið, til þess að ná í eitthvað, Lágt neyðaróp heyrðist frá vör- um hennar. Veiðimaðurinn var góður sundmaður, en hann varð að synda góðan spöl út í vatnið, >ví hrindingin hafði skotið henni strax alllangt út frá bakkanum. Honum hepnaðist samt að ná í annan handlegg hennar rétt í >ví hún ætlaði að sökkva aftur. Hann dró hana til sín og synti með hana hægt og gætilega að bakkanum. Hann var ekki fyr kominn upp úr vatninu, en fólk kom hlaupandi að. Hróp herbergisþem- unnar höfðu heyrst bæði í indverska húsinu og í fordyri hallarinnar. Frú Löhn kom hlaupandi og var sjónarvottur að því, að húsmóðir hennar var að >ví komin að sökkva aftur, og frá höll- inni komu þjónamir rétt í tíma til >ess að draga hana hálfmeðvitundarlausa upp úr vatninu. 27. KAPITUI. Frú Löhn lagðist á hnén í grasið og tók konuna ungu í fang sér.: Hún grét og barmaði sér, en stúlkan sagði hinum þjónunum í hálfum hljóðum frá því, sem hefði komið fyrir. Hún hafði tekið af sér svuntuna og þerraði andlit og herðar húsmóður sinnar. Af umganginum í kring og gráti frú Löhn raknaði Líana við fljótt og fékk fulla meðvitund.. “Verið >ér rólegar, írú Löhn, ’ hvíslaði hún. “J?að má ekki gera Mainau hræddan.”........Hún brosti og rétti björgunarmanni sínum hendina; hún var orðin svo hress, að hún gat staðið upp, með >ví að taka á öllum kröftum sínum. Henni sýndust trén hreyfast eins og þau væru skekin af stormi og gatan, sem hún gekk eftir, lá, að henni virt- ist, í undarlegum bugðum og hlykkjum, henni fanst hún ganga í dimmri >oku, en samt hélt hún áfram. Hún greip hrædd með hendinni um hálsinn á sér. Keðjan var >ar enn. Skjalið þýðingarmikla var ekki á vatnsbotninum. Með hverju spori, sem hún gekk áfram, hvarf sviminn, sem hún hræddist svo mikið og sem fylti höfuð hennar með hugsanarugli. Hún hélt áfram og að eins einstöku sinnum, er hún heyrði eitthvert gremjuorð af vörum fólksins, sneri hún sér við og lagði fingurinn á munninn. f hallardyrunum hlupu þjónarnir órólegir fram og aftur. Fólkið vissi, að eitthvað voða- legt hefði komið fyrir, en enginn gat sagt um, hvað >að væri eða hvernig >að hefði gerst. pjónarnir, sem höfðu komið til hjálpar, voru farnir þaðan, og þeir, sem voru í eldhúsinu og í hallargöngunum, höfðu að eins heyrt óp í fjar- lægð. ökumaður dróttsetans sór og sárt við lagði, í mikilli gremju, að hann hefði séð hans háæruverðugheit, prestinn, hlaupa eins og óðan mann, lafmóðan og með hendurnar uppréttar, yfir gangstéttina og hverfa á bak við nyrðri endann á höllinni...........í viðbót við þetta heyrðu þeir rödd dróttsetans, sem skalf af reiði, koma frá herbergjum barónsfrúarinnar, og að ungi herrann greip oft fram í fyrir hon- um, eins og til þess að þagga niður í honum, en >ó með hótandi og reiðiþrunginni rödd. Líana kom í þessu inn í dymar og gekk fram hjá þjónunum, sem véku hræddir undan, er þeir sáu föla andlitið á henni og starandi augun. Hún hélt áfram og hvarf úr sýn þeirra, og Hanna fór á eftir henni óttaslegin; hún hafði fengið að vita nú fyrst, hvað fyrir hefði komið, af því að tala við hitt fólkið, sem réði sér ekki fyrir gremju og hrópaði hvað á annað. Líana hafði fataskifti í mesta flýti. Tenn- umar glömruðu í munni hennar eins og í köldu- hrolli. pað mátti heyra hina hörðu, hvat- skeytslegu rödd dróttsetans í stofunni rétt hjá og greina hvert orð, sem hann sagði. Hann út- jós háði sínu með stökustu ánægju yfir bræður sína, sem voru dánir, fyrir >að hvaða flakkara- lífi >eir hefðu lifað. Hann fór langt aftur í tím- ann, til að sanna, hversu miklar þrautir og á- rásir hann sjálfur, þessi hreini niðji forfeðra þeirra, sem einn hefði haft vit á að halda við ljóma og aðaleinkennum göfugrar ættar, hefði mátt þola vegna þessara tveggja oflátunga. Hann hló fyrirlitlega að hverri mótbáru, sem Mainau bar fram, að hverju orði frá honum, sem bað hann um að halda sér í skefjum. Hvað þurfti hann að óttast þennan mann, sem í reiði sinni gekk fram og aftur um stofuna? Næsta dag yrði hann að fara burt frá Schönwerth; og þótt þeir báðir hefðu sama rétt til eignarinnar, væri ómögulegt fyrir >á að vera undir sama þaki framvegis, eftir allar >ær móðganir, sem annar hefði af eintómum illvilja slengt framan í hinn. Og að hann, hirðdróttsetinn og laukur Mainaus-ættarinnar viki ekki fyrir hinum, >að var alveg sjálfsagt. Hanna hafði þurkað hár húsmóður sinnar í mesta flýti og hjálpað henni til að klæða sig í óbrotinn, svartan kjól. Hún hræddist að sjá, hversu náfölt andlitið og bláleitar, samanbitnar varirnar stungu í stúf við litinn á kjólnum. “pér megið hreint ekki fara þarna yfir um, náðuga frú,” sagði hún hrædd og greip ósjálf- rátt í kjól hennar. Líana, sem ætlaði að fara að ganga inn um dyrnar á stofunni, ýtti frá sér með skjálfandi og brennheitum fingrunum hendinni, sem vildi halda henni kyrri, og benti á dyrnar, sem lágu út að súlugöngunum. Stúlkan gekk út. Rétt í sama bili heyrðist rödd dróttsetans. —“pú getur ekki neitað >ví, að þetta heimsku- lega afglapsæði er farið að gera vart við sig í Leó, og >að ekki í smáum mæli. Mér til mikillar mæðu hefir hann töluvert af þessari hugvits- sömu hrekkjanáttúru, og hún kemur altof oft í ljós. Hún hefir verið okkar heiðarlegu ætt til bölvunar,” sagði hann. “Eina ráðið við því er, að ala hann upp með ströngum og skynsamleg- um aga, í guðsótta og góðum siðum. Eg endur- tek >að, að einungis hönd afa hans, já, og >ó að hún þurfi að beita hörku, getur bjargað honum. Og >að skal verða, svo sannarlega sem eg vona að finna einhvem tíma náðugan dómara. pú getur farið frá einum dómstól til annars, til þess að krefjast föðurréttar þíns; Leó er minn. En þú færð skaðabætur, fósturson þinn, Gabríel — ha, ha, ha!” f þessu bili var hurðin opnuð og Líana gekk inn í stofuna. Hún nam staðar beint fyrir fram- an gamla manninn, sem hallaði sér hlæjandi aft- urábak í stólnum. “Móðir Gabríels er dáin,” sagði hún um leið og hún kom inn. “Fari hún til helvítis,” hrópaði dróttsetinn eins og hann væri óður. “Hún hafði sál eins og >ér; og Guð er misk- unnsamur,” sagði hún. “pér eruð strangtrúað- ur, herra dróttseti, og >ér vitið, að hann er dómari, sem ekki þiggur mútur. .... pó að >ér leggið aðalsmanninn, sem >ér ávalt hafið hald- ið uppi, >ó að þér leggið hina ströngu rækt, sem þér hafið lagt við allar stéttarskyldur yðar, í aðra vogarskálina, mun hún samt ekki síga............. J?ar sem dómari á að skera úr, verður líka að vera einhver, sem ásakar; og hún stendur nú frammi fyrir honum og sýnir honum merkin, sem hún ber á hálsi sínum.” Fyrst hafði dróttsetinn beygt sig áfram með uppgerðar kurteisi og brosað óumræðilega illgirnislega til hennar. pegar hún sagði síðustu orðin, féll hann aftur á bak. óstjórnleg hræðsla greip hann, höfuðið hékk máttlaust niður og munnurinn var galopinn, eins og hann hefði fengið slag......Miainau, sem hafði staðið yfir í hinum enda stofunnar, er Líana kom inn, gekk nú til hennar. J7að virtist sem hann hefði varla heyrt >að sem hún sagði; hann gleymdi barátt- ’ unni, sem hann átti í út af barni sínu, gleymdi reiðinni, sem sauð í honum, er hann sá konu sína koma inn, svo undarlega breytt var alt út- lit hennar. Hann vafði örmunum um hana og fór með hana nær lampanum; hann lagði hend- ina á höfuð hennar og ætlaði að halla höfðinu aftur á bak til þess að sjá betur framan í hana. ----- Hann hrökk við óttasleginn. “Hvað er þetta?’ ’hrópaði hann. “Hárið á >ér er rennblautt. Hvað hefir komið fyrir >ig, Líana? Eg vil fá að vita >að.” “Náðuga frúin er veik,” sagði dróttsetinn með hljómlausri rödd. Hann var aftur seztur upp í stólnum og lagði nú vísifingurinn á ennið og leit íbygginn til bróðursonar síns. “Eg get undir eins séð það af því hvemig hún ber sig til — rétt eins og hún væri að leika — og síðustu orðin, sem hún talaði, sanna >að, að hún hefir fengið taugahristing og sér ofsjónir. Láttu senda eftir lækninum.” Líana leit frá honum með köldu fyrirlitn- ingarbrosi og greip í hönd Mainaus. “pú skalt fá að vita >að, Raoul, en seinna .... Eg hefi einu sinni í dag gefið >ér í skyn, að eg hefði nokkúð mjög áríðandi til að segja >ér. Dána konan í indverska húsinu—” “Sko, þarna byrja ofsjónirnar aftur,” sagði dróttsetinn hlæjandi. Hvar var það, sem þéir sáuð þessa vofu, mín náðugasta?” “Fyrir utan dyrnar á rauða herberginu, herra dróttseti. J7ar var maður, sem greip fyrir kverkamar á vesalings dansmærinni og linaði ekki á takinu fyr en hún hneig niður, eins og hún væri dauð.” “Líana!” hrópaði Mainau upp yfir sig í kvíðafullri geðshræringu. Hann þrýsti henni fastar að sér og lagði höfuð hennar að brjósti sér. Hann var enn >á reiðubúnari til að trúa >ví, að hún væri ekki með sjálfri sér, heldur en að reynt hefði verið að fremja morð í Schönwerth, þessu heiðarleikans heimkynni. Hirðdróttsetinn stóð upp í sama bili. “Eg fer,” sagði hann; “eg þoli ekki að sjá brjálaða manneskju.” J?að var megnasta óbeit í mál- rómi hans og látbragði, er hann sagði þessi orð. En hann gat ekki staðið á fótunum og greip með fálmandi höndum í stólinn, til þess að styðja sig. “Vertu rólegur, Raoul. Eg skal sanna >ér, að eg er með helbrigðu viti,” sagði Líana. Hún smeygði sér úr faðmi hans og "Tærði sig nær gamla manninum. Andlit hennar, sem vanalega var svo þýtt á svip, leit út sem >að væri steinrunnið, svo mikil viljafesta og harka lýsti sér í >ví. “Herra dróttseti,” hélt hún áfram^ “maðurinn, sem greip um hálsinn á hinni fögru indversku konu, elti hana um nóttina gegnum hallargarðana, til þess að koma í veg fyrir að hún næði fundi manns þess, sem lá fyrir dauðanum í rauða her- berginu; hún varð blátt áfram að loka sig inni. til þess að komast undan honum—” “Líttu þangað, Raoul,” greip hún fram í fyrir sjálfri sér og benti á dróttsetann, sam hafði hnigið niður alveg yfirbugaður. “Hann ætlar að ræna þig þínu eigin barni undir >ví yfirskyni, að hann sé eini maðurinn í fjölskyldunni, sem sé heiðar- legur og hafi óflekkað mannorð, og sá eini, sem megi ala upp einkaerfingjann. En með sínum eigin höndum hefir hann næstum svift mann- eskju lífinu, og svikin, sem hann hefir beitt, til þess að svifta Gabríel og móður hans rétti sín- um, eru óafmáanlegur blettur á aðalsmanni. pú getur hlustað með ró á hótanir hans. Leó verð- ur aldrei gefinn í hans vald.” Hefði henni dottið í hug, að sá seki léti al- veg yfirbugast undir ákærum hennar og af skyndilegu samvizkubiti, >á hefði henni skjátl- ast. pegar hún benti á hann, hleypti hann í sig kjarki og rétti úr sér með all-mikilli áreynslu. Hann kinkaði kolli hvað eftir annað, er hún bar á hann sakirnar fyrir meðferðina á Gabríel og móður hans, eins og honum þætti gaman að >ví, og nú rak hann upp hæðnishlátur. “Myndin, sem þér hafið dregið upp af glæp mínum, er meistaralega gerð, fagra frú. Já, >að er eins og eg hefi sagt, þessar rauðhærðu konur eru hreinir og beinir djöflar í >ví að hugsa upp svik. pað er þó, svei mér, matarbragð að svona sögum! Og svo er hún sögð með leikara- skap og áhrezlum, í svörtum sorgarbúingi, sem farið er í í mesta flýtf, og sem, án þess að >að eiginlega komi málinu við, gefur yður ljótt og vofukent útlit.” “Ekki eitt orð meira, frændi!” hrópaði Mainau og benti á dyrnar. “Gott og vel. — Eg fer þegar mér sjálfum gott þykir. En nú er eg sakborningur, og >að er skylda mín við sjálfan mig, að varpa ljósi yfir þetta mál. Eg get vel ímyndað mér hvað það sé, sem hefir svo skyndilega gefið yður vissu um sigur og gert yður svo ótrúlega frekjufulla gagnvart mér, frú mín góð. Meðan við vorum að þrátta hér, hafið þér af afsakanlegri forvitni farið yfir um til þess að sjá konuna deyja. J7að ertir taugarnar á einkennilega þægilegan hátt; það á einstakleg avel við þetta djöfullega skap- ferliseinkenni kvenfólksins, sem krefst þessarar si'feldu æsingar—” “Eg sárbæni þig, Raoul, að gera ekki neitt, sem þú á eftir mundir iðrast eftir að hafa gert,” hrópaði Líana og vafði báðum örmum ut- an um Mainau, sem var orðinn svo reiður, að hann virtist vera kominn á fremsta hlunn með að ráðast á karlinn. “Skapferlis einkenni • kvenfólksins,” endur- tók dróttsetinn með vonzkulegur hlátri,. um leið og Mainau stappaði fætinum í gólfið í bræði sinni og sneri við honum bakinu. “pað er mögu- legt, að tunga vesalings dansmærinnar hafi fengið svo mikinn mátt í óráðinu á dauðastund- inni, að hún hafi getað stamað út úr sér ein- hverjum heimskulegum hégóma. J7að er sagt, að þess konar geti komið fyrir—já, það er meira en mögulegt. En hver maður með fullu viti trú- ir öðru eins, eða byggir ærumeiðandi ásakanir á >ess konar þvættingi? pér ættuð ekki að koma með svona fréttir til stéttarbræðra minna. --- J ' ' ■■ ■ - 1 - "■!■ ■■ M .... -1—J* hverjir svo sem þeir eru. Fólk þekkir mig og segði bara blátt áfram að seinni kona tengda- sonar míns væri að hugsa upp vélræði.” “Tala þú áfram, Líana!! Eg er hræddur um, að þeir góðu herrar, stéttarbræðumir, fái eitthvað >að að heyra, sem verðfelli í gildi hug- mynd þeirra um meðfædd aðaleeinkenni,” sagði Mainau í gremjufullum rómi. “En talaðu til mín. J?ú heyrir, að herra dróttsetanum er þetta ekkert áhugamál, en eg kvelst af því að fá ekki að heyra alt.” “Konuauminginn í indverska húsinu var dáin, þegar eg kom þangað. f þrettán ár hefir hún ekki talað skiljanlegt orð og þannig dó hún,” hélt Líana áfram; hún þagnaði eitt augnablik og lokaðu augunum, því að hún fann aftur til svimans; svo studdi hún sig við borðið og hélt áfram og bar nú örar á: “pað sem eg get sagt, hefi eg eftir vitni, sem hefir verið hér í Schön- werth síðan Gisbert frændi þinn kom heim frá Indlandi, vitni, sem ekki fer með neinn þvætt- ing, en sem veit og skilur, að hún verði að sverja þess eið, ef þörf gerist, að það sem hún segir, sé satt.” Hún talaði til Mainaus, rétt eins og að gamli maðurinn væri farinn út úr stofunni; en hann hlustaði með hræðsluSvip, sem hann gat ekki leynt, eftir hverju orði, sem hún sagði. Hún sagði frá hvernig að hann, dróttsetinn, hefði náð yfirráðum á Schönwerth með aðstoð prestsins og Jiversu 'grimdarlega Gisbert hefði verið skilinn frá konunni, sem hann elskaði fram í dauðann........ Meðan hún var að tala, heyrði hún ýmist hæðnishlátur eða ó- bænir, sem dróttsetinn nöldraði, en hún lét það ekki á sig fá, heldur hélt áfram. En þegar hún nefndi nafnið Löhn í fyrsta skifti, varð hún að þagna. “Sú skepna! J?að eiturkvikindi!” hrópaði dróttsetinn ofsareiður og hló kuldahlátur. “Hún er heimilismanneskja yðar, mín náðuga frú. J?ér hafið setið á kjaftaþingi með þeirri verstu og ruddalegustu kvensnift, sem er til í Schönwerth. Og nú ætlið þér að ráðast á mig, eftir því sem hún hefir sagt yður um migi—á mig?” “Haltu áfram, Líana,” sagði Mainau með ákefð. “Láttu ekki trufla þig. Eg er nú þegar farinn að sjá þetta altof ljóst.” “pótt að þér hafið ráð til þess að hrekja alt það, sem frú Löhn getur leitt í ljós, vegna þess að þér hafið að sjálfsögðu haft vakandi auga á öllu, sem hefir gerst hér í Schönwerth, jafnvel því allra smávægilegasta, >á er >ó eitt, sem þér getið ekki thaft á móti, vegna þess að þér vitið ekkert um það. J?ér hafið engan grun um hvað hefir komið fyrir.” Hún sneri sér til dróttset- ans, um leið og hún sagði þessi orð. “prátt fyr- ir alla yðar árvekni var indverska konan stutta stund hjá Gisbert nokkru áður en hann dó. Og hann dó sannfærður um það, að hún hefði verið saklaus höfð fyrir rangri sök.” “Æ, þér gangið >ó alt of langt í ósannind- unum, kæra frú mín. J7ér ættuð að vita, að með því tapar hver staðhæfing helzta skilyrðinu, sem' er áreiðanleikinn,” svaraði gamli maðurinn með uppgerðar hirðuleysissvip; en rödd hans hafði aldrei fyr verið eins dauf og máttlítil og hún var níj. “Eg veit ekki hið allra minsta um þetta á- hrifamikla atvik. — pað er sennilegt, að það komi í ljós á endanum, að það sé hreinn og beinn uppspuni eins og alt hitt......Eg sé ann- ars ekki hvers vegna eg ætti að sitja hér og hlusta með þolinmæði englanna á þennan hræri- graut af lygum. J7jónar réttvísinnar, sem þér viljið um fram alt, að hafi hendur í hári mínu, geta fundið mig hvenær sem er uppi í herbergj- um mínum — ha, ha, ha!..........Farið þér nú að hátta, náðuga frú. J7ér eruð fjarska fölar og það lítur út fyrir, að þér séuð ekki sem stöðug- astar á fótunum. Já, fólk segir að það eyði kröftunum að hugsa upp eitthvað, sem ekki á sér neinn stað. Góða nótt, minn fagri óvinur.” “Fyrirgefðu, frændi,” sagði Mainau og gekk að dyrunum, sem dróttsetinn var að flýta sér að. “Eg hefi með dæmafárri þolinmæði hlustað á þig tímunum saman hella fáryrðum yf- ir mig og ætt mína, nú krefst eg þess af þér, að >ú bíðir í minni návist eftir úrslitunum í þessu máli, nema >ú viljir missa, í mínum augum, hinn síðasta snefil af virðingunni, sem þér ber sem aðalsmanni.” “Skræfa!” hvíslaði dróttsetinn milli læstra tannanna um leið og hann fleygði sér aftur á bak í stólinn. Líana sagði nú frá því, sem fram hefði far- ið við dánarbeð Gisberts. J7að var ihljótt í her- berginu; en þegar hún lýsti því, hveraig hinn framliðni hefði með mestu nákvæmni sett tvö innsigli undir það sem var skrifað, hrukku báðir áheyrendur hennar við. “J7að er lýgi, svívirðilegasta lýgi!” grenjaði dróttsetinn. J7að var eins og ljós rynni upp fyrir augum Mainaus. “Fl-ændi,” sagði hanm, “herogafrúin og hennar fólk hlýtur að geta borið vitni um það, að það hafi séð innsiglishringinn, smaragð- inn, sem þú sagðir að hefði verið gefinn þér í votta viðurvist af Gisbert frænda, þann tíunda september. Og skjalið, sem hann á þennan hátt reyndi að gefa lagalegt gildi, er það enn þá til, Líana?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.