Lögberg - 31.01.1924, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.01.1924, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR 1924. Bls. 3 X X X n L«l Xj lagigiigiiiaiflHigiingifiaHaKBæaMgiiHHiiiæagi^^ SOLSKIN Fyrir börn og unglinga x x M X X .x x x x x x x x x x x x x x x X X X ALT VERÐUK |7EIM TIL GóÐS, SEM GUÐ ELSKAR. Nokkur orð úr minnisbók fátæks prests á Englandi. Framh. frá 27. des.) “pú hugsar,” mælti hún, “eg vil breyta við þenna fátæka leikara, eins og eg innilega óska, að Guð láti herra Smarth breyta við mig.” pað hafði eg raunar ekki hugsað, en nú vildi eg feginn hafa hugsaö það. Eg tók þá upp 10 krónur og fékk þær Jenny, og beiddi hana að færa ferðamanninum þessa gjöf frá mér. Mér fellur illa að hlusta á þakkir nauðstaddra manna, af þyí að eg fyrirverð mig og finn þá enn betur til óverðugleika míns. J?ar að auki þurfti eg að * verja tímanum til að taka saman ræðu mína. Sama kvöldið. Leikarinn er eflaust góður maður. pegar Jenny kom aftur, hafði hún mikið af honum að segja, og eins af konu gestgjafans. pessi kona hafði fljótt fengið grun um, að gestur sinn væri peningalítill, og eftir ítrekaðar spurningar gat Jenny ekki borið á móti því, að eg hefði hjálpað honum um lítinn farareyrir; þá hélt konan langa ávítunarræðu um, hve léttúðarfult það væri, að gefa öðrum, þegar menn væru sjálfir allslausir, °g hve hættulegt það væri að styrkja lands- hornamenn, þegar menn hefðu ekki efni á að kaupa föt handa börnum sínum. Eg var tekinn aftur til að semja ræðu mína, þegar herra Fleetmann kom inn til okkar. Hann sagðist ekki vilja fara burt úr bænum, án þess að þakka velgjörðamanni sínum, sem hefði hjálp- að sér út úr hinum mestu kröggum. Jenny var að leggja á borð; við ætluðum að hafa til mið- degisverðar rófur og eplaköku; eg bauð ferða- manninum að borða með okkur, og hann þáði það. pað leit svo út, sem herra Fleetmann kynni mjög vel viö sig hjá okkur, og hiö dapra yfirbragö hans var nú öldungis horfið, en þó var hann feiminn og hræddur, eins og þeir eru vanir að vera, sem bágt eiga. Hann lét þá ætlan sína í Ijós, að við værum mikið farsæl, og við bárum ekki á móti því; en hann hélt líka, að eg væri. ríkari og efnaðri, en eg þættist vera, og í þessu skjátlaðist honum. Án.efa lét þessi góði maður það blekkja sig, að alt var svo skipulegt og hreint í húsi okkar; glergluggarnir voru skærir og vel þvegnir, gluggatjöldin snotur, borðbúnaðurinn gljáandi, gólfiö hvítt, og borð og stólar vel fág- aö; en þaö er því miöur of alment, að í híbýlum fátæklinganna er alt fult af skarni og óþrifnaði, því að þeir kunna sjaldan að spara, sem þó er svo mikið í varið, og hið fyrsta og helzta spar- semdarmeðal er reglusemi og hreinlæti. petta prédikaði eg ávalt fyrir konunni minni sálugu og dætrum mínum, og i þessari ment er Jenny afbragð, og Polly breytir í þvi eftir henni. Eng- inn blettur dylst fyrir þeim. Gestur okkar varö skjótt svo alúðlegur, við okkur öll, eins og hann hefði verið gamall kunningi okkar. >pó talaði hann minna um sína en okkar hagi. pessi vesal- ingsmaður hlýtur að bera einhvern harm í hjarta sínu, eg vil vona, að sorg bíti hér ekki sekan. Eg tók eftir því, að hann þagnaði oft í miðju kafi, þegar við vorum að tala saman, og að yfirbragð hans dapraðist; en þá var auðséð, að hann harkaði það af sér, til þess að geta sýnzt glaður. Guð huggi hann! Pegar hann fór burt frá okkur eftir mið- degismatarborðun, gaf eg honu mmörg góð og holl ráð, því að eg veit, að leikarar eru vanir að vera léttúðarfullir. Hann lofaði mér því hátíð- lega, að senda mér aftur það, sem eg lánaði hon- um, undir eins og hann eignaðist peninga, og eg er viss um, að honum var það full alvara, því að hann var svo ráðvandlegur á svipinn, oé1 spurði mig hvað eftir annað, hve lengi eg mundi geta komist af með þá peninga, sem eg átti eftir. Að skilnaði mælti hann: “það er ómögulegt, að það geti farið illa fyrir yður í þessu lífi; því að þér hafið himnaríki í hjartanu og'tvo engla við hlið yðar”, og benti um leið á Jenny og Polly. 20. dag desembermánaðar. pessi dagur hefir liðið rólega; þó get e£ ekki sagt, að hann hafi liðið þægilega fyrir mig, því að kaupmaður Loster sendi mér ársreikning fyrir vörur, sem eg hefi fengið hjá honum; hann var stærri, en við höfðum búist við, því að hann hafði sett verðið á öllu hærra, en eg átti von á, en að öðru leyti bar reikningi hans saman við það, sem við höfðum skrifað upp. Lakast er, að eg skulda honum nokkuð frá fyrra ári, sem hann vildi nú fá líka, af því að hann væri í pen- ingaþröng. Skuld mín er 15 kr. og 45 au. Eg fór að finna herra Loster; hann er kurteis og ráðvandur maður, og þess vegna hugsaði eg, að hann kynni að umlíða mig um nokkuð af skuld- inni; en hanh var ófáanlegur til þess, svo eg varð að borga hana alla. En nú er öll mín peninga- e'gn 9 krónur o g54 au. Guð gæf, að leikarinn sendi niér bráðum það, sem eg hjálpaði honum um, því annars veit eg sannarlega ekki, hvernig við eig- unt að komast af. pótt þú vitir það ekki, van- trúaði maður, þá veit þo Guð það. Hvers vegna ertu þá s.vo hugsjúkur? pér má vera huggun í Því, að fátæktin er ekki synd. 24. dag desemberbmán. Menn geta líka glaðst af smámunum. f hin- nýja kjól sínum lítur Jenny út eins og ynd- isleg brúður; en hún ætlar ekki að vera í honum fyr en í kirkjunni á nýársdag. Hún segir mér nú kvöldin hve lítiö hún geti komist af me)5 á hverjum degi. Að sönnu verðum við nú að hátta snemma á kvöldin, til að spara Ijósmat og eldi- við. En það er lítill bagi að því; systumar eru því iðnari á daginn; og í rúminu halda þær á- fram skemtilegum samræðum oft fram á mið- nætti. Við höfðum nóg af káli og rófum, og Jenny heldur, að við getum komist af í tvo mán- uði án þess aö safna skuldum. petta væri nú furðuverk, og við vonum öll, að herra Fleetmann muni halda orð sín eins og ráðvandur maður, og innan þess tíma borga það, sem eg lánaði hon- um. Sjáist nokkur efi um þetta í svip1 mínum, verður Jenny uppvæg og þolir ekki, að leikarinn sé misgrunaður. Við tölum oft um hann, og sér í lagi syst- urnar; koma hans í hús okkar, gjörði dálitla breytingu í okkar daglegu lifnaðarháttum. pessi lítilfjörlegi viðburður verður, ef til vill, lengi til þess að lífga viðræður okkar; einkum er skrítið að heyra, hve reið Jenny verður, þegar Polly í glensi segir: “hann er þó ekki annað en leikari/ pá segir Jenny henni frá hinum nafnfrægu og ríku leikurum í Lundúnaborg, sem sitja til borðs með prinzunum, og vll seinast sannfæra hana um, að Fleetman muni verða einhver hinn bezti leikari í heiminum, því að> hann hafi bæði mikla ar gáfur, mikla látprýði og komi vel fyrir sig orði. “Já, víst kann hann að haga vel orðum sínum”, mælti Polly, sem var full af glensi í dag, “því að hann kallaði þig Guðs engil.” “Hann kall- aði þig það líka”, svaraði Jenny, sem lá við að þykja fyrir. “pað gjörði hann að vísu,” sagði Polly, “hann lofaði mér að vera með, en horfði á þig meðan hann talaði þessi fögru orð.” pessar gamanræður og ertingar dætra minna gjöra mig þó hálf- áhyggjufullan. Polly vex óð- um, og Jenny er 18 vetra. Eru nokkur líkindi til, að eg geti séð vel fyrir þeim? Jenny er sið- söm, fríð og vel uppalin stúlka. En allur bærinn veit, að við erum fátæk; fyrir því erum við ekki höfð í miklum metum, og lítil líkindi eru til, að hún fái hér gott gjaforð. Á vorum dögum er fé- vana engill miklu minna metinn, en djöfull með fulla peningapyngju. pað / einasta gagn, sem Jenny hefir af fríðleik sínum, er, að allir horfa vingjarnlega á hana, og fagna henni’ blíðlega, hvar sem hún kemur. Ef eg félli frá, hyer mundi þá taka mín munaðarlausu börn að sér? Hver? pað mundi faðir þeirra á himnum gjöra! pví fer betur, að þær eru svo vel að sér, að þær gætu einhvers staðar fengið samastað. Eg ætla ekki að kvíða fyrir ókomna tímanum, heldur set alt mitt ráð til Guðs! 26. dag desember. Þetta voru tveir strangir og stríðir dagar, og aldr- ei hefi eg lifað eins þreytand ijól; báða jóladagana hélt eg tvær ræður fimm sinnum í f jórum kirkjum; færðin til sveitakirknanrfti var slæm, og veðrið fjarskalega vont. Eg er farinn að finna til ‘annmarka ellinnar, og þrek og þol er farið að bila. Að hafa ekki annað dag- lega til matar, en kál og rófur með lítilli feiti, Og drekka blátt vatn, er ekki til mkillar næringar né sað- söm fæða. Báða dagana boröaði eg miðdegismat hjá stór- bónda Hurst. .Upp til sveita eru menn langtum gest- risari, en í þessari bæjarholu; hér hefir engum dott- ið í hug að hafa mig í boði hjá sér seinasta missirið. Æ! hefði eg mátt láta láta dætur minar borða með mér hjá þessum vingjarnlegu bændahjónum. Þar voru allsnægtir, og vesalings dætur minar hefðu orðið fegnar að fá i hátíðamat leifarnar, sem voru gefnar hundunum. Þær hafa þó fengið ágætt kryddbrauð, og eru nú að borða það meðan eg er að skrifa þessar línur. Þegar blessuð hjónin voru að ota matnum að mér og vildu láta mig borða meira. herti eg upp hug- ann, og sagði, að með þeirra leyfi langaði mig til að færa dætrum minum þessa sætabrauðssneið. Þessi góðu hjón tróðu þá upp á mig stórum bréfpoka, full- um af kryddbrauði, og af því að alt af var hellirign- ing, létu þau aka mér á vagni sínum heim til mín, og var eg þá mjög þreyttur og laraður af áreynslu und- anfarinna daga. 27. dag desembermán. Hér höfum við nú lifað mikla gleðistund! en í gleðinni þarf einnig að gæta hófs. Dætur minar verða að læra að stjórna gleðitilfinningum sinum. Eg ætla því ekki nú þegar að opna peningabréf það, sem hr Fleetmann hefir sént mér, og ekki fyr en eftir mið- degismatarborðun. Systurúar eru nærri dauðar af for- vitni að fá að vita hvað Fleetmann skrifar. Nú eru þær að lesa utanáski'iftina á bréfinu og halda á þvi til skiftis. Eg veit ekki hvað eg á að ségja um þetta bréf. Eg hafði ekki lánað herra Fleetmann nema 10 krónur, en nú sendir hann mér fimm pund sterling, eða 90 krón-i ur; hana nú! Guði sé lof! hann hlýtur að hafa fengið góða atvinnu. En hvernig sorg og gleði skiftast á i þessu lífi! Mér var sagt i gær, að Brook vagnmaður hefði fyrir- farið sér vegna skulda. Af því að hann var í ætt við konuna mina sálugu, hafði eg fyrir 11 eða 12 árum orðið að ganga í borgun fyrir hann um eitt hundra® pund sterling, eða 1800 kr., og þetta skuldbindingar- bréf hefi eg ekki fengið aftur. Á seinni árum hafði honum vljað margt óhapp til, og hann var farinn að drekka. Eg fór út i morgun til að vita, hvort það mundi vera satt, að hann hefði ráðið sér bana, en þetta var borið aftur, og þá var það, að Polly með öndina í hálsinum kom á móti mér á heimleiðinni, og kallaði á- lengdar; “Faðir minn! Það er komið bréf frá herra Fleetmann með fimm pundum sterling, en við urðum líka að borga 24 aura í burðargjald”, og blóðrjóð af gleði rétti Jenny bréfið að mér áður en eg fékk tíma til að leggja frá mér hattinn minn og stafinn. Þá sagði eg: “Elskulegu góðu böm! Það er langt um örðugra að bera mikla gleði með stillingu, en að sætta sig við mótlæti. Eg hefi oft dáðst að jafnaðargeði og glaðlyndi ykkar, þegar við áttum sem allra bágast og höfðum ekkert til næsta máls; en undir eins og eitt- hvað nú ætlar að rakna fram úr fyrir okkur, þá er komið fát á ykkur, og þið ætlið að ganga af góflun- um. í hegningarskyni opna eg ekki peningabréfið fyt en eftir miðdegismatarborðun.” Jenny vildi telja mér trú um, að hún gleddist ekki svo mjög af þessutn mörgu peningum. þótt við þyrftum þeirra við, eins og af þakklátsemi og ráðvendni herra Fleetmanns, og að sig langaði til að vita, hvað hann skrifaði og hvern- ig honum lii. En eg lét ekki undan, heldur sat við minn keip, þvi að forvitnir og bráðlátir unglingar eiga að venja sig á sjálfsafnetun og þolinbæði. Sama kvöldið. En gleði okkar breyttist því miður i sorg. Pen- ingabréfið var sem sé ekki frá herra Fleetmann, held- ur frá herra Smarth. Hann svaraði bréfi niinu með því að segja mér upp kapellans-þjónustunni, og sagði að á páskum værum við skildir að skiftum, og til þess eg gæti verið mér úti um aðra atvinnu, hefði hann nú . ekki einungis greitt mér fyrirfram það sem eftir stæði af launum minum til að borga með því ferðir, sem eg kynni að vilja takast á hendur til aö útvega mér ann- að embætti, heldur einnig boðið ’hinum nýja aðstoðar- presti, eftirmanni mínum, aö gjöra embættisverk min, ef eg féllist á það. Sá .orðrómur, sem gekk hér i bænum, hefir þá ekki verið tilhæfulaus, og, ef til vill, er það líka satt, að það hafi verið undinn svo bráður bugur að þessu, af því að hinn nýi aðstoðarprestur hafi gengið að eiga stúlku, sem er náskyld herra Smarth. Jenny og Polly uröu alt i einu náfölar, þegar þær heyrðu, hvernig á bréfinu stóð. Polly fleygði sér hágrátandi niður á stól, og Jenny gekk fram úr stof- tinni. Höndin á mér skalf meðan eg hélt á þessu upp- sagnarbréfi: en eg fór inn i litið herbergi, læsti dyr- unum á eftir mér og úthelti hjarta mínu i innilegri bœn til Guðs, meðan Polly grét hástöfum i ytri stof- unni. Styrktur af bæninni stóð eg upp, tók bihliuna og fletti henni upp og kom ofan á þennan stað hjá Esa- íasi spámanni, ("43. t). “óttast eigi, því eg endurkeypti þig, eg kallaði þig með nafni; þú erUminn”, þa hvarf allur kviði úr lijarta mínu; eg leit upp og sagði: Já, Drottinn, eg er þinn!” Þegar eg heyröi ekki Polly gráta lengur, gekk eg út í dagstofu okkar; en þegar eg sá að hún lá á knján- um og var að biðjast fyrir, fór eg aftur út og lét hurðina hregt aftur, til að trufla hana ekki. Að lit- illi stundu l.inni, heyrði' eg, að Jenny kom inn i stof- una; gekk eg þá inn til dætra minna, sem sátu við gluggann; eg sá, að Jenny'.hafði grátið; þær litu bað- ar á mig og e gheld, að þær hafi óttast, að þær sæju á mér örvæntingarsvip; en þegar þær ,sáu að eg kom rólegur og brosandi inn til þeirra. glaðnaði yfir þeim. Eg tók bréfið og peningana og læsti það niður. Þær mintust ekki einu orði allan daginn á þennan sorglega viðburð, og eg ekki heldur. Hjá þeim kom það til af hlífðarsemi við mig, hjá mér af því, aö eg vildi eklci sýna tápleysi i viðurvist barna minna. 28. dag desembermán. ' Við höfuni öll sofið vært í nótt, og getum nú ró- leg talað um bréf herra Smarths. Við bollaleggjum og gjörum ýmsar uppástungur um, hvað við eigum að taka til bragðs eftirleiðis; en þær hafa tdlar þann ann- marka — og það tekur okkur sárast — að við verðum tto skilja um tima. Sem stendur er ekkert tiitæki- legra, en að Jenny og Polly reyni að koma sér fyrir hjá heiðvirðum húsbændum, en eg fari aðl leitast við að komast i einhverja stöðu, til að afla daglegs brauðs handa mér og börnum minum. Polly er aftur orðin glöð og kát, og kemur aftur með draum sinn um mítr- ið til að hughreysta okkur. Hún stendur á því fast- ara en fótunum. aö forlögin muni gefa mér nýársgjöf. Mér hefir líka stundum dottið þessi draumur i hug, en eg trúi tkki á hann. Undir eins og eftirmaður minn, hinn nýi aðstoðarprestur, er kominn hingað og getur tekið við embættinu, skila eg honum embættis- bókunum og tekst ferð á hendur, til að útvega mér annað embætti; en þegar i dag skrifá eg tveim forn- vinum mínum, og bið þá að reyna að útvega dætrum mínum góða samastaði, sem saumastúlkum, eða þjón- ustustúlkum, eða eldabuskum. Jenny gæti líka sagt til börnum. Eg vil ekki skilja dætur mínar eftir i þessum bæ; bæjarbúar eru fátækir, óþýðir og hroka- fullir, og yfir höfuð að tala er hér slæmur bæjarbrag- ur, eins og vant er að vera i öllum smábæjum. Hér er nú ekki talað um annað, en nýja aðstoðarprestinn. Sumir barma sér af þvi, að eg þurfi að fara héðan, en eg veit ekki, hvort nokkur tekur sér það nærri. 29. dag desembermán. Eg hefi i dag skrifað biskupinum i Salisbury, og skýrt honum frá bágbornu ástandi mínu og barna minna eftir margra ára embættisþjónustu. Hann kvað vera guðhræddur og mannelskufullur maður. Guð láti hanrt taka þátt í bágindum minum! í hans víðlenda biskupsdænji ætti eg að geta fundið eitthvert hæli; eg er ekki heimtufrekur. “Litlu verður Vöggur feginn.” (Frh. ) ÚTILEIKAR. Skjaldborgarlcikur.—Hringur er sleginn um einn, og er sá hringur nefndur skjaldborg. Halda þeir all- ir höndum saman og eiga að verja þeim útgöngu, sem er inni í skjaldborginni. Hann leitar að brjótast út og má neyta alls afls eða fimleika eða annara bragða. Hinir mega verja honum með öllu móti, nema með handtökum. En ef 'hann ætlar að stökkva út á ein- hvern hátt, þá mega hinir bregða fyrir hann fæti, svo að hann detti inn i hringinn, eða t.d. einn styður sig á handlegg tveggja annara, tekur sig á loft og vefur fætur utan um þann, er rjúfa vill skjaldbrogina. En vanalega tekst honum þó að rjúfa hana. — Ung. fsl. Professiona! Cards DR. B. J. BRANDSON 2ie-220 MEOICAIj ARTS RtiDG. Cop. (íraham and Kt’nncdy Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 Helmili: 776 Vlctor St. Phone: A-7122 Wlunípeg, Maniroba THOMAS H. JOHNSON og H. A. HERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 McArthnr Building, Portage A ve. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6846 DR. 0. BJORNSON 216-220 MEDICAL ARTS BEDG. Cor. Grahain and Kennedy Sts. Piione: A-7067 Office tlmar: 2—3 Helmili: 764 Vietor St. Phone: A-7586 Wlnnipeg, Manitoba W. J. I.INDAIi, J. H. I.INDAD B. STEFANSSON Islenzkir lögfra-ðingar 3 Home Inveetment Bulldlng 468 Main Street. Tals.: A496S Peir hafa elnnlg skrifstofur afi Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar afi hitta ft eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: anhan hvern mifivikuda*. Riverton: Fyrsta flmtudag. Gimlift Fyrsta mifivlkudag Plney: þrifija föstudag I hverjum mftnufii dr. b. h. olson 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kencedy Sts. Phone: A-7067 ViBtalstmi: 11 —12 og 1—6.30 Hehnili: 723 AlTerstone 8t- Wlnnipeg, Manitoba j ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Gariand Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talsími: A-2197 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1831. Hcimill: 373 River Ave. Tals. F-2691. A. G. EGGERTSSON LL.B. í ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og atsra lungnasjúkdóma. Er aC finna ft skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og ?—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 4 6 Alloway Ave. Tal- sími: B-3168. PhoDe: Garry 84X4 JenkinsShoeCo. ! 639 Notre Dame Avenue DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victer Str. Sími A 8180. A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. " Selui líkkiatui og annaat um útfarir. Allur útbúnaður «á bezti. Enafrem- ur selur hann alskonar minniavarða og legateina. Skrlfst. taisiml N »eð« Helmilis talHÍnil N fS6! DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki afi bífia von úr vitl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannssön. 644 Burnell Street F. B-8164. A8 baki Sarg. Fire Hal DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAD ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 8217 John Christopherson, Bi.1 Barrister, Solicitor. Notary IMiblie, ete. DOYLE, COSTIGAN and CHRISTOPHERSON 345 Som<_vsct Bldg. Phone A-1613 Winnipeg J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: A-8889 Vér leggjum scrstaka álierzlu á að seija meðiU eftir íorskriftum hekna. Hin be*tu iyf, scm lncgt er að íá eru noluð eingöngu. . pegar (ht komið með forskrUftum til vor megið þjer vera viss um að fá rétt |>að sem lækn- irinn tekur til. COI.CDFXCUI & CO., • Notre Dame and Slierbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld raisimar: Skrifstofa: N-6225 | Heimili: A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loas Bldg. 356 Main St. Munið Símanúmerið A 6483 \ og pantið meSöl yðar hjá oss. ; Sendið pantanir samstandis. Vér' ! afgreifium íorskriftir með sam- ; vizkusemi og vörugæfii eru öyggj- ; andi, enda höfum vér magrra Sra ; lærdömsríka reynslu afi baki. — ; Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- ; rjðmi, sætlndi, ritföng, túbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store ; Cor Arlington og Notre Darne Ave JOSEPH TAVLOR LÖOTAK8MAEUR Heimilistals.: St. Joton 1644 Skrlfstofu-Tals.: A 6557 ; Tekur lögtaki bæfii húsa.leigxMlfuUlfi4 vefiskuldir, vlxlaBkuldlr. AfgrslMr al sem afi lögum lýtur. Skrllstofa 255 Main 8tn»i J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Verkstofu Tnls.: Hclma Tals. A-8383 A-93R4 G. L. STEPHENSON Plumber AILskonar rafmagnsáliökl. svo tmi ntraujárn víra. allar tegundlr *>f Ciöauni og aflvaka (battcriea') Verkstofa: 676 Home St. I sambandi viðviðarsölumína veiti eg daglega viðtöku pöntun- um fyrir ÐRUMHELLER KOL, þá allra beztu tegund, sem til er á markaðnum. S. Olafsson, Sími:N7152 619 Agne* Street Giftinga og , ., JarOarfara- Dlom með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RIMG 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.