Lögberg - 03.04.1924, Síða 2
Bis. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. APRIL 1924.
Eyjólfur Eyjólfsson (Olson).
Þarjji 20. desember 1923 lést að beimili sonar síns Á. Ólson-
' ar 602 Maryland str. hér í bænum öldurmennið Eyjólfur
Eyjólfsson (Olson) og var þá með fáum orðmn minst á fráfall
hans í Heimskritiglu og Lögbergi.
Eyjólfur var fæddur í Aðal’bóli í Hrafnkelsdal í Jökuldals-
hreppi, í Norður-Múlasý.slu, 1. nóvember 1844. Eyjólfur faðir
hans var Jónsson, bónda að Kollstaðagerði á Völlum, Oddson-
’ar, hann sigldi ungur til Kaupmannahafnar og lærði þar tré-
smíði. Var eftir það að hann kom frá Höfn, alment upp frp,
því* til æfiloka kallaður Eyjólfur timburmaður. Hann var
afar harðgjör maður; bjó nokkur ár á Eldleysu í Mjóafirði,
og síðan á Naustahvammi í Norðfirði, og flutti þaðan árið
1883 ti! Ameríku. Fór til Winnipeg til Eyjólfs sonar síns og
dvaldi hjá honum til þess, er hann lést 1896. Móðir Eyjólfls
Eyjðlfssor.ar var Guðrún Jónsdóttir, Bjarnasonar, Jón bjó á
Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu og síðar á Hlíðanhúsum i
Jökulsárhlíð, sonur hans og bróðir Guðrúnar, var Jón bóndi i
Hlíðarhúsum. Faðir Jóns alþingismanns frá Sleðbrjót, kona
Jóns Bjarnasonar móðir Guðrúnar móður Eyjólfs hét Guðrún
Björnsdóttir Vilhjálmssonar.
Eyjólfur fluttist með ^nóður sinni missirisgamall frá
Aðalibóli út af Hallfreðarstöðum i Hróarstungu til afa’bróð-
ur síns, Guðmundar bónda Bjarnasonar, og var þar eitt ár
ólst síðan upp hjá Sigfúsi bónda Einarssyni, fyrst í Skógar-
gerði í Fellum, svo á Urriðavatni í sömu s>veit, og á Stóra-
Bakka í Hróarstungu, var þar mörg ár. Sigfús dó iþegar Eyjólfur
var 13 ára, hann var eftir það ihjá ekkju 'hans Vil’borgu
Jónsdcttur 5 ár, síðan var hann vinnumaður í Hlíðabhúsum
hjá Jóni móðurlbróður sínum og á Straumi í Hróarstungu,
hjá Sigfúsi bónda Þorkelssyni, þar til vorið 1867, að hann fór
að Dagverðargerði í sömu sveit. Bóndinn þar, Páll Ásmunds-
son hafði andast árið áður, Eyjólfur tók við búsforráðum
með ekkju Páls, póru Eiríksdóttur, Pálssonar bónda á Hey-
kollsstöðum í sömu sveit, Eyjólfur kvæntist ári seinna 4.
nóvember 1868, dóttur ekkjunnar, Signýju Pálsdóttur; hún
var fædd 31. janúai' 1848, dáin 21. desember 1913.
Eyjólfur bjó eftir að ’hann giftist í Dagverðargerði nærri
sex ár, fiutti vestur um haf til Nýja íslands 1876; na’rn land
syðst í Víðinesbygð og nefndi Eyjólfsstaði, 'bygði fyrst á land-
inu lághýsi, sem I seinna var notað fyrir fjós, í því voru
meðan verið var að byggja aðal íveruhúsið, yfir 20 manns.
Eyjólfur ibjó á Eyjólfsstöðum hálft fjórða ár. Á meðan
hann var í Nýja íslandi, tók hann mikinn jþátt í málefnum,
sem voru á dagsskrá, áður en ’burtfararhreyfingarnar byrj-
uðu og hafði umsjón á að skifta stjórnarlöndum í nágrenni
sínu bóluveturinn.
Vorið 1880 flutti Eyjólfur til Winnipeg, og vann þar um
sumarið daglaunavinnu, fór um haustið suður til Dakota og
ánafnaði sér land á Pembínafjöllum, en af því að þar var
ekki búið að gera neinár landmælingar, gat hann ekki sett
heimilisrétt á landið og misti það svo í hendur annars manns.
Þegar heimilisréttarlögin voru innleidd í Nýja íslandi
setti Eyjólfur heimilisrétt á landnámsjörð sína, Eyjólfsstaði
og átti landið þar til hann seldi það fyrir fjórum árum síðan.
Hann nam land í Álftavatnsbygðinni, með öðrum heimilisrétti
en flutti aldrei þangað búferlum, en var í Winnipeg 44 ár.
Eyjólfur var tvíkvæhtur, síðari kona hans var Guðbjörg
Pálsdóttir, systir fyrri konu háns. Guðbjörg var fædd 14.
oktober 1854, dáin 1. apríl 1921.
Með ljonu sinni iSignýju, eignaðist Eyjólfur sex börn;
fjögur dóu á ómálgaaldri, tveir synir þeirra örðu fullorðnir,
Páll fæddur 14. apríl 1870, dáinn 1905, giftur Solveigu Sigurð-
ardóttur, Bárðarsonar; Páll vann við verslun um 20 ár, frá
því hann var 13 ára gamall. Hinn sonurinn Ásmundur, fæddur
20 ágúst 1873, býr í Winnipeg í húsi föður síns. Hann er
kvæntur Margrétu póru Þorgrímsdóttur frá Akri við íslend-
ingafljót. Auk barna Eyjólfs' og Signýjar, sem þegar eru talin
ólu iþau upp nokkur fósturbörn, sem voru: Þorsteinn Péturs-
son, þau tóku ihann meðan þau voru heima, svo fluttist hann
hingað með þeim tólf ára, og var ihjá þeim hér, þar til hann
giftist, nú búandi að Piney. Önnu Jónsdóttur tóku þau unga-
ibarn, ólst hún upp sem þeirra barn og nefndist Miss Olson,
þartil hún giftist Friðriki Stefánssyni prentara. Hildur Olson
var hjá þeim, sem þeirra barn frá æsku til fullorðins ára;
ennfremur ólu þær upp tvær dætur Jóhanns Gottfreðs og Sigur-
borgar systur Signýjar, sem þau tóku, er faðir þeirra dó og
höfðu þar til þær voru komnar til fullorðins ára.
Eyjólfur Eyjólfsson var fjörmaður og harðgjör, sem
faðir hans og fleiri í þeirri ætt, mátti vel um hann segja eins og
skájdið kvað: “þéttur á velli og þéttur i lund, þolgóður á
raunastund.” Hann og kona hans voru mjög hjálpsöm við þá,
sem bágstaddir voru, og fram úr skarandi gestrisin, svo jafn-
okar þeirra munu trautt finnast meðal íslendinga í Winnipeg.
í fyrri daga, þegar árlega komu hópar manna heiman frá ís-
landi til Winnipeg, Jtomu fjöldamargir innflytjendur til
Eyjólfs og nutu hjálpar hans og góðsemi, allur greiði þeim í
té látinn, sem unt var að veita.
í félagsmálum var Eyjólfur frjálslyndur og framgjarn,
trúr og hjálpsamur sínum flokki.
Eyjclfur var búinn að vera blindur nokkur ár en að und-
anteknu hinu síðasta hálfu ári æfi sinnar, eftir að hann fékk
talsverðann snert af slagi, jvar sálarsjón hans ótrúlega lítið
farin að sljófgast; honum var kært að hverfa í samtali við
gamla kunningja sína heim til ættlandsins, sérstaklega Hró-
arstungu og sveitanna þar í kring.
Þegar Eyjólfur misti síðari konu sína, flutti Ásvnundur
sonur hans í hús hans, og dvaldi öldungurinn þar í skjóli hans
til dánardægurs og naut hjá syni sínum og tengdadóttur
ágætrar aðhlynningar í öllum greinum.
Heiðruð veri minning hans. Vinur.
Gildi kyrðarinnar.
RœSa flntt á Fróns fundi í Winni-
ptg 24. Marz, 1924.
af Edward Thorláksson, B. A.
‘VBíð eftir iblóminu að opnast í
kyrðinni, ' sem kemur á eftir
storminum,” segir spekingur frá
Austurlöndum. tít af þessum orð-
um eru sprottnar ihugleiðingarn-
ar, sem eg flyt yður í kveldi—
ræðu eða fyrirlestur vil eg ekki
kalla það- heldur hugsanir á
stangli, sem hafa að brennipunkti
iþessi orð spekingsins.
‘‘Bíð eftir ibióminu að opnast í
kyrðinni, er kemur á eftir storm-
inum.” Mér finst að bak við
þessi orð liggi grundvallarhvöt
mannanna “self expression,” eða
þráin að opinbera sjálfan sig á
einhvern hátt. í þessari straum-
iðu llífsins, í gegnum öll störf og
allar athafnir, í stóru og smáu er
þessi ástríða aflið, sem knýr til
verks. Fyrir hvern einstakling er
ein sál, einn persónuleiki, sem
hann varðar mest — það er
hann sjálfur. Hver og einnt finn-
ur í sjálfum sér eitbhvað, sem að-
sikilur hann frá öllum ihinum ó-
teljandi verum, er byggja heim-
inn. Það er ómögulegt að losast
við þetta einstaklingseðli og um
leið er ómögulegt að losna við
hvötina að koma því í ljós, að
gera eitthvað, sem aðskilur mann
frá öðrum og um leið dregur at-
hygli annara að sér.
Blómið, sem spekingurinn á við
er einstaklingseðlið, — sumir
kalla það sál eða persónulei-ka
einstaklingsins. Sálin fær ibrum
og fer að spretta í kyrðinni, sem
kemur á eftir óveðrinu og ofsan-
um. Okkur er bent á ií þessum orð-
um, að jafnvel í þessu brunandi
Ameríkulífi, sé líka tími fyrir
kyrð og rólega 'íhugun. Þá þrosk-
ast -sálin mest og þess meir sem
íbún þroskast, þess stærra og á-
hrifameira verður einstaklings-
eðlið.
Margt ihefir verið sagt um
þetta efni og flestir munu kann-
ast við að austræni heimspeking-
urinn hafi mælt af munni eilífan
sannleika. öllum er kunnugt, að
næstum öll mikilmenni heimsins,
ihafa varið æskuárum sínum úti
á landi, og að enn í dag eru þeir
taldir skarpastir, sem þaðan koma.
Þeir hafa alist upp nálægt hjarta
náttúrunnar og í einverunni hafa
þeir lært leydardóma lífsins. Þeir
hafa séð, að þótt stormarnir herði
blómið, þá þroskast það best í
kyrðinni.— þá breiðir það út feg-
urð sína á móti sólinni.
Við þurfum ekki að flýta okk-
ur að blómgvast. ‘Flýttu þér
seinlega.” mælti Goethe og með
eanni má segja, að hann hafi opn-
ast út smátt og smátt eins og
blómknappur, þar til hann náði
hæstum blóma hugvits síns —
maður með fullkomnu jafnvægi,
andlega, siðferðislega og víts-
munalega.
Það gleymist alloft, að sál-
in þroskast mest í kyrðinni og
logninu, að það er þá sem innri
meðvitundin starfar og byggir
upp hugsanir okkar. þá er það
sem við getum yfirlitið öll áhrif,
sem við höfum orðið fyrir yfir
daginn og skipað öllu í sitt rétta
sæti. Með öðrum orðum sagt, þá
er maðurinn í nánustu sambandi
við sjálfan sig, laus um stundar-
sakir, við tálmanir og vandræði
umheimsins. Stundum ber mest á
þessu lí svefni, því þá er hugurinn
laus við strit og erfiði dagsins,
Robert Louis Stevenson treysti
því að næturkyrðin og svefninn
mundu raða hugsunum hans í rétt
horf.
“Álfarnir gera það fyrir mig,”
var hann vapur að segja.
Mönnum er hætt við að vilja
flýta sér, sérstaklega hérna í
Ameríku, þar sem alt verður að
gerast á sprengi-hraða. í þessari
óþreyju að komast áfram setjum
við oft tálmanir í veg okkar og
tefjum fyrir þroskun sálarinnar.
Þegar við lesum fagurt kvæði,
eða heyrum yndislegan söng væri
gott að draga sig í hlé og gera
þessa fögru hugsjón og þennan
djúpa sannleika part af sjálfum
sér— en láta það ekki alt glat-
ast A fimbulflugi umheimsins, því
í okkar eigin sál er hinn eini
sanni heimur. Þar eru geymd öfl
alheimsins.
Því duldar áttu í djúpi þinn-
ar veru,
þær dýrstu perlur, betri víst
þær eru. '
En froðan glæst á fölskum
tímans straum.”
segir Stgr. Thorsteinsson.
Gefum okkur því næði til að
leita að þessum perlum.
Við þurfum ekki að standa nið-
urlút Og Mtillát frammi fyrir hug-
vitsmönnunum. Við -vitum nú, að
hugvitsmaðurinn kemst í nánara
samband við sjálfan sig — það
er alt og sumt. Hann hefir búið
yfir lífsreynslum sínum, þar til
hugsanir hans brjótast út í orði
eða verki, og hann getur fullnægt
þessari sívakandi <þrá—að opin-
bera sjálfan sig “project himself”
eins og sagt er á ensku. Hann hef-
| ir kannast við að frum-hugsun er
; ekki til, heldur búi öll viska í
| undirvitundinni, sem tengir sam-
an alla sköpunina. Hann hefir
- geymt áhrif dagsins og þegar -
| hann leitar, finnur hann ómæl-
I anlega fjársjóðu. Þessvegna er;
I það að skáldin syngja sorg og
gleði okkar allra, en þeim er það
auðið fram yfir okkur, að koma
hugsunum slínum í ljós.
“Eg vil bindast þér alheimsins
eilífa sál
Og anda við náttúrubarm,
og tala svo hjarta míns ihelgasta
mál |
og huggast og þerra minn
hvarm.
pað virðist vera -hætta í því
fólgin að geta ekki eða vilja ekki
birta á einhvern uppbyggilegan
hátt, það sem býr hið innra í sál-
um vorum. Það er eina og allar
hugsanir og tilfinningar leiti út
á við í hlátri, í tárum, i kæti eða
drunga. Fái þær ekki útrás, eyðast
þær eða breytast í beiskju og eit-
ur. Tárin, sem fá ekki að flæða af
hvarminum stíflast, renna til baka
og svíða hjartað. Sá, sem býr yfir
Ihatri eða illsku sameinast á-
stríðu sinni, og góðar áætlanir
eyðast og verða að engu, ef þei'm
er ekki komið í framkvæmd á ein-
hvern hátt. Ekkert er hættulegra
en að leika sér að háleitum hug-
sjónum og gera enga tilraun til að
koma þeim í framkvæmd.
Eg á ekki við að illar hugsanir
eigi að vera birtar í il]um orðum,
eða verkumi—eg sagði, að allar
tilfinningar og hugsanir þyrftu1
að koma í ljós á einhvern upp-
byggilegan hátt. pað hefir verið
mælt: “Ef illa liggur á þér, þá
gerðu einhverjum gott undir eins
og þá munú) leiðindin hverfa.”
petta hafa eflaust margir reynt.
Við ’munum öll eftir heilræðinu
að telja upp að tíu, og þá mun
reiðin réna. Með því að telja
framkvæmir maður eitthvað, og
ofsinn, sem býr í brjósti hans fær
útgöngu, án þess að ilt hljótist af
og á sama ’hátt lækna menn ólund
eða fýlu með því að hamast við
vinnu. Við vitum líka hve erfitt
er að geyma leyndarmál og gott
er að eigi trúnaðarvin, sem má
treysta fyrir nánustu tilfinning-
um og hugsunum.
“Hjarta mitt stælist við stríð,
•það stenst á hvað vinnst og hvað
tapast, það, sem mitt þrek hefir
grætt, það hefir viðkvæmnin mist”.
Skáldið hefir víst átt við það, að
tilfinningin, sem fær enganvegin
útgöngu eyðist. Maðurinn verður
stálsleginn og þrekmikill í vissum
skilningi, en hann tapar því, sem
miklu meira varðar—viðkvæmni
og mættinum að finna til með
öðrum.
Við sjáum því sannleikann I
orðum spekingsins. Þessi eilífa
barátta fyrir tilverunni iherðir
manninn, en deyfir tilfinningar
hans, ef hann semur aldrei vopna-
hlé, svo að hann geti í kyrðinni,
komist 1 samband við sjálfan sig
—að rótum lífsins—og fundið
þannig jafnvægið. Það væri gott
fyrir hvern mann, ef hann á degi
hverjum verði fáeinum augnablik-
um til rólegrar íhugunar. Á þenn-
an hátt lærði hann að þekkja
sjálfan sig og aðra. 'Skáldið horf-
ir inn sína eigin sál, og sér þar
speglaðar ástníður manna, svo
klæðast þessar ástríður perónu-
leik hans sjálfs og í iþeim glæsi-
lega búningi sendir bann þær
aftur út í heiminn, sem hann tók
þær frá.
Þegar við tölum um þessa frum-
hvöt einstaklingsins “self express-
ion,” minnumst við þess um leið
•h.ve afarsterk hún var í Norður-
landaþjóðum og er enn í íslend-
ingum, “klassiskuistu” þjóð I
heimi eins og ein góðkunnur ræðu-
maður komst að orði fyrir skömmu
Með Norðmönnum og víkingum
virðist hún jafnvel sterkari en
aðal hvötin, sjálfsverndun eða
“self preservation” því þeir létu
sér ekkert fyrir brjósti brenna,
þráfaldlega gengu þeir út í opinn
dauðann að óþörfu, aðeins til að
reyna karlmensku sína. pessi á-
kafa þrá, að vera einstaklingur,
er auðsæ í öllum norrænum og
íslenskum sögum. Víkingarnir
voru fyrirtaks eljuínenn, stórtaék-
ir í öllu, og óðu um land og sjó
að leita stórvirkja. Aðalatriðið,
sem vakti fyrir þeim, var að láta
aðra kenna á kröftum þeirra og
snild. Valhöll lýsir þessú sama
hugarfari—sifeld orrusta, sífeld
framtakssemi. Hugsum okkur Val-
höll Norðmanna og Nirvana Aust-
urlanda. í Valhöll eilíf ibarátta, í
Nirvana eilíf kyrð og algleymingur
þar sjáum við tvær gagnstæðar
stefnur enda eru þjóðirnar gagnð-
Iíkar. Norðmenn harðir og starf-
andi, austrænir þýðir og dreym-
andi. Einir lifðu of mikið í ytri
kringumstæðum, hinir dvöldu svo
lengi í hugleiðingum og draumum
að það varð loksins að aðgerðar-
leysi. Það er sameining þessara
stefna, sem gefur jafnvægið, og er
eg þar kominn aftur að brenni-
punkt hugleiðinga minna.
Af því hér eru saman komnir Is-
lendingar og föðurlandsjrinir vil eg
biðja þess að þeir komi með mér
til íslands fáeirar mínútur. Það er
erfitt fyrir okkur hin yhgri að
finna að fullnustu töfraaflið, sem
náttúruljóð Islands ber'a með sér.
Skáldið, sem horfir á fossinn, sér
leikandi skiftándi ljósgeislana, Ae
hevrir niðinn og pískrið. pewa
hjúpar hann með gulli 'hugvits
síns og svo koma til okkar yfir
Atlantshafið, einhverjar undarleg-
ar rúnir, sem við skiljum ekki til
fulls. Hjálnið mér því í anda til ís-
lands, og þegar þangað er komið,
kem eg aftur að efni mínu.
Fyrst sé eg sjóinn kaldan og
þungbúinn. pað hvílir yfir honu'm
undarlegur órói og hann urgar og
suðar. pað býr í honum einhver
voðalegur ofsi, sem hann á bágt
með að stilla. Hann er eilifur og
leyndardómsfullur—sjórinn.
ÍNú kemur mér í hug Grettlr
Ásmundsson, sem lagðist á sund
yfir þennan kalda illilega sjó—
Grettir eins og sjórinn dularfull-
ur, sterkur og með ofsa í brjósti,
Grettir, íslendingurinn, sem var
fjögra manna maki, Grettir spek-
ingurinn, sem iþó hafði ekki vald
yfir ástríðum sínum. Eg held að
öllum íslendingum sé hlýtt til
Grettisi—rhann er svo íslenskur,
sagan er svo íslensk. Hann er svo
ógurlegur í baráttunni á móti for-
lögunum, og mönnunum, sem of-
sóttu hann. Hann var sjálfum sér
nógur, iþorði á alt að hætta og
altaf hafði hann lipra vísu til
reiðu. Og hann hefir íslensku eln-
kennin, — að leita sér mannvirð-
ingar og vilja vera forystumaður.
Nú dregur nær landi. Fjalla-
hnjúkar rísa upp úr þoku. Ekki er
landið hýrt á svipinn, fremur
drungalegt freisir það sig upp úr
hafinu. En þegar nær kemur virð-
ist harðneskjan hjaðna niður og
ísland stendur hjúpað skrauti vors-
ins, því á vorin brosir Guð til þps a
kalda lands, og á vorin flýgur
söngurinn ,í hjarta skáldsins og
ísafold uppljómast af fegurðinni,
sem ást hans margfaldar. Jöklarn-
ir fleygja aftur geialunum, foss-
inn dansar af kæti og huldukonurn-
ar gægjast út um sprungurnar á
klettunum.
Nú tek eg aftur upp þráð hug-
leiðinga minna. Áðan mintist eg á
hve sterk “self expression” hvötin
var hjá víkingum fornaldar og úm
leið hjá íslendingum. Það, sem eg
hefi nú í hyggju, er að rekja slóð-
ina fljótlega upp að nútíðinni, því
að mínu áliti er þessi hvöt enn
sterk í þjóð vorri. Breyting hefir
orðið á því hvernig hún hefir
komið í ljós og oft virtist ihún hafa
legið í dái, en- enn þá er hægt að
sjá einkenni Norðmanna í íslend-
ingu’m.
Ein sönnunin fyrir þessu liggur
í málinu, sem er enn þá næstum
óbreytt, en málið er aðal miðill
hugsananna. Orð er aðeins hugs-
un í ákveðnara formi, og hver
maður auglýsir sjálfan sig á ein-
hvern hátt með tunguni. Frá orð-
um er það sem við fáum að mestu
leyti þekkingu vora.
Þegar við svo hugsum aftur í
tímann, til forfeðra vorra, heyrum
við í gegnum vopnabrakið og ber-
serksganginn óminn af kvæðum
þeirra, og kraftur orðsins er eins
mikill og kraftur kylfuhöggsins.
petta mikla afl, sem bjó hið innra
hlaut að brjótast út, og við sjáum
andagift skáldsins og þrek vík-
ingsins sameinast ií einu afreks-
menni. En þess ber að gæta að
viðkvæmnina og blíðuna vantar.
Peir fundu lítt til með öðrum yf-
irleitt Lífið var eintómt stríð og
eyddist í hernaði og hefndum.
Þeir drógu sig sjaldan í hlé og
undu sér illa í kyrð og ró.
Styrjaldarárin liðu og friðar-
öldin Iió'maði vfir ísland, en vík-
ingsandinn lifði áfram og menn
settu í bókstafi frægðarverk hetj-
anna.
Kristindómurinn kom frá Aust-
urlöndum og með honum nýr
'hugSúnarháttur. Fyrsta hugmynd-
in um Hvíta Krist, sem leiðtoga
herfylkinga breyttist og smátt og
smátt lærðu menn að skilja að
Kristur var-að kollvarpa öllúm
fyrri kenningum og að baráttan,
sem hann 'háði var á sviði andans.
Menn fóru að rannsaka sínar
eigin sálir. Svo kom þunglyndið
og miðaldar útsýnið að heimurinn
væri eintómur táradalur og lífið
aðeins pílagrímsför inn í eilífðina.
Nú var ekki lengur hver stórat-
bnrðurinn á fætur öðrum. Nú fóru
skáldin að syngja um sorg sína og
ást. vonbrigði og sælu. pað var
um þetta leyti að mansöngvarnlr
hófust og náðu svo sterkum tök-
um um alla Evrópu.
Það kom sú tíð, að myrkur
grúfði yfir íslandi. íslendingurinn
varð draumamaður. kúgaður af
dre®sóttum. hallæri og harðstjórn.
Sál hans var fiötruð og hið mikla
framkvæmdarafl fékk eigi út-
göngu í þrekvirkium og orrustum
og við iheyrum í stað hetiubrags
Egils, stunur Kristjáns Tónsson-
ar er hneig örmagna fjrrir árás-
u'm fátæktar og volæðis.
Samt sjáum við í gegnum alla
sögu íslands vott um frumhvötina
“self exjpression”. Víkingurinn
fékk eigi fullnægt þeirri kröfu 1
hernaði, því bardagar hans urðu
um síðir að eilífri baráttu við ð-
blíða náttúru og — sjóinn. En
aflið sem bjó hið innra fór að
brjótast út á annan hátt — í ljóð-
um. Að þetta afl er mikið, lýsir
sér í passíusálmum Hallgríms og
hinni milku andagift Bólu-Hiál'm-
ars, því eins og eg benti á áðan,
HEIMSINS BEZTjS
MUNNTÓBAK
COPENHAGEN
Hefir goðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
Wnháge'n'
SNUFF ■"
klæðist hugsunarháttur fólksins
í persónuleik skáldsins. Ekki er
það einungis hjá stórskáldunum,
sem við finnum kraft orðslns,
heldur einnig í heild þjóðarinnar,
bæðiu trú hennar á kraftaskáld-j
skap og í því, hve mörg skáld hafa
verið uppi með svo fámennri þjóð. j
Af öllu þessu getum við séð, að
ísland hefir tvo stóra skáldlega
kosti, episku gáfuna og lyrisku gáf
una. Hinum stóru viðburðum forn-
aldarinnar var raðað í glæsileg-
ar frásögur, og seinna þegar vík-
ingandinn fékk eigi fullnægt
krófum sínum í vopnabraki, stífl-
aðist rás tilfinninganna, rann til
baka og breyttist í lyrisk ljóð,—
trúarljóð, ástarljóð og umfram
alt náttúruljóð, því þetta yndis-
lega vor og þessi stutta sumar-
blíða hefir skapað heimsins bestu
náttúrukvæði.
Indfverksi speklngurinn talar
til mín aftur, og mér finst orð
hans flytja ákveðinn boðskap til
Vestur-íslendinga. Hér þarf ekki
að stífla rás tilfinninganna, eða
kæfa framþróunarandann. Hér
fær fjör og kraftur notið sín og
hér er manni launað eftir atorku
og viti, þessari sterku einstak-
lingshvöt er hægt að fullnægja.
En vel má vara sig á því að drag-
ast ekki of mikið inn í straumið-
una og flýtinn, því þá glatast
máske skáldgáfan, sem bræður
okkar heima anda að sér i sumar-
kyrðinni og anda frá sér aftur í
undurblíðum ljóðum. íslendingar
vestan hafs ættu að muna eftir
því, að sálin þroskast best í kyrð-
inni, þegar storminum hefir lægt.
Van Dyke segir á einhverjum
stað að óþreyja nútímans sé af
tveimur aðalástæðum sprottin.
önnur er sú , að hver ma,ður held-
ur að hann sé hér kominn til þess
að leiðrétta (heiminn með aðfinsl-
cm eða bendingum. Hin komur frá
þeim græðgis hugsunarhætti, að
manndómur einstaklingsins farl
algerlega eftir því, hve mikið
maðurinn á og hve mikið hann
vinnur sér inn. og að það sé
sæmilegra og guðrækilegra en
að hvíla rólegur 1 “grænu 'hag-
lendi og hjá hægt rennandi vatni,”
í þakklætisskyni fyrir að mega
lifa.
Að síðustu kem eg aftur að
‘Iblómi” spíílíingsins. Maðurinn
er þektur af persónuleik ’hans, en
persónuleikurinn er ihinn samein-
aði árangur af öllu’m áhrifum og
lífsreynslum, sem hann hefir gert
part af sjálfum sér. En einstak-
lingseðlið er hans eigið og nær út
í eilífðina. Persónuleiki er frem-
ur hinn ytri hlutlægi maður eins
og hann kemur fram við aðra en
bak við það liggur einstaklings-
eðlið “Individuality” sem enginn
getur losnað við og sem aldre!
deyr,— vissan um það að maður
sé einstök vera í alheiminum og
þátttakandi í eilífðinni. pess-
vegna vill austræni spekingurinn,
að við sleppum stundum hlutlæga
manninum og lærum að þekkja
þann, sem býr i innri vitundinnl.
—“í djúpi þinnar veru.” Guð dvel-
ur í undirdjúpi einverunnar og I
kyrðinni er best hægt að stilla
strengi sálarinnar »vo að þelr
titri í 'samhljóðun við raust hans.
SENDIÐ
OSS
YÐAR
Og •veriö Fulla Vigt og
Vissir Rétta Flokkun,
Um 24 kl.stunda
ánægju.
Canadian Packing Co.
Limited
Stofnaú 1852
WINNIPEG, CANADA
Til gamans.
Jæja, Jón minn, nú er næstum
nóg komið hjá ykkur Rógnvaldi að
sinni. Þið eruð orðnir nokkuð
langorðir, lesertdum blaðanna til
uppbyggingar og fróðleiks, um
þessar andlegu orkulindir hans
Agúst í “Iðunni”. Það virðist í
fljótu bragöi, er maðpr lítur yfir
ísfenzku blöðin nú í næstliðna tvo
mánuði, að ykkur Rögnvaldi beri
eitthvað á milli—líkast því, að það
[séu einhverjar gamlar væringar, en
eiginlega ekki um málefnið upp-
runaléga, því niargt hefir nú á
gónia borið, sem alt hefði mátt
vera ósagt—og er það illa fariS.
En um hvað ber ykkur á milli?
Það virðist að vera nokkuð margt,
sem liggur á bak við það alt sam-
an. Auðvitað byrjar Agúst að
hnýta í Vestur-íglendinga, eins og
j honum þótti bezt henta, og hefði
! verið réttast að svara því engu. En
I þar sem þú varst ritstjóri blaðsins
iLögbergs, þá hafðir þú auðvitað
1 fullan rétt til þess, þó kannske
hefði mátt vera með dálítið öðru-
vísi orðum. — Nú, en hvað unt
þaö? Þið voruð nú orðnir tveir
um toddann — báðir auðvitað all-
vel ritfærir, og hefðuð þar af leið-
andi átt að vera færir í svona
fiestan sjó, og hefðu ekki fleiri
þurft að skifta sér af ykkur, að
minsta kosti fyrst í stað.
BJessunin hann Rögnvaldur
skoðar auðvitað Ágúst ekki sjálf-
bjarga, stendur upp í miklum móð
og reiðir rekuna af altefli á háa-
loft, auðvitað Ágústi til aðstoðar
— bara í meinleysi, — þó hann
fari berserksgang, rnoki af alefli,
en þú skilur þetta ckki, Jón!—hann
er að eins að styrkja bróðurbandið
mcð þéssu. Síðan fórst J)ú, Jón,
á stað—, og úr þér rennur eins og
hálærðum prófessor—, og þú sæk-
ir fast fram að Rögnvaldi, svo að
hann kiknar í knjáliðum og kóf-
svitnar, og mæltu þá margir þig
mikinn snilling að vera, þar sem
svo er komið, enda var nú þörf á,
þar sem búiðl var að bera olíu í e'ld-
inn og alt stóð í björtu báli, og
og hafa nú kornið ýmsar fréttir í
ljós, sem unelrum sæta, en auðvit-
að komu málinu ekkert við — én
hvað um það—ýansi gaman fyrir
þá, sem eru forvitnir um annara
hagi). Rögnvaldur verður sár og
reiður, sem vonlegt er; nú fara
allir fleygir fuglar á kreik, auð-
vitað af blessaðri hjálpsemi, sum-
i'- til sóknar, en aðrir til varnar,
því þeir sjá, að í fjarskaleg vand-
ræði er komið. Málið er rætt af
miklu kappi frá báðuiri hliðum og
ekkert sparað, satt og ósatt, til
varnar |og soknar frá ýmsum—•,
já, slíkur ritvöllurl! Flestir virð-
ast helst þurfa að' s’krifa á hundr-
a? ferhyrningsfet til uppfyllingar
skjólstæðing sinum, sem von var.
Alt iér\ þetta ljómandi skemtilegt
aflestrar. þrátt fyrir það, þótt
sumt sé hálf þunglamalegt; en
þess ber æfinlega að gæta, að alt
er gjört í góðum tilgangi, mest-
megnis til að tengja bróðurbandið
á milli manna—þótt stöku menn
segi, að enginn hc\fði átt að skifta
sér um þá Agúst og Jón, þar sem
Ágúst byrjaði, eins og áður er
greint.
Jæja, drengir! þrátt fyrir allar
þessar orkulindir, sem út hafa
smitað á ýmsan hátt, út af þessum
tvímenningum, sem eru í rauninni
aðal málsaðilar deilunnar, þá hafa
margar ritgjerðirnar verið fræð-
andi', og hafa við talsvert sann-
leiksgildi á ýmsu sviði að styðj-
ast, þá það sé alveg út frá mál-
efninu. En alt er gjört af hjálp-
fýsi og í góðri meiningu, það bæt-
ir talsvert úr skák. Það má ekki
gleymast, að fcera það rétt í rcikn-
inginn, því góðan vilja rná meta
rétt, einkanleg þá hann flér í þá
átt, að samtengja þetta margum-
talaða bróðurband’ á milli Austur-
og Vestur-ísilendinga. Allir vilja
bera merki, í broddi fylkingar.
Qg hvað er þá með þjóðræknis-
akkerið, sem Ágúst skildi hér eft-
ir og afhiénti Rögnvaldi og á-
byrgði honum akkeristaumana ?
Því . verðktr öllu óhætt—cngin
hœtta. Skynsamur drerigur værir
þú, Jón, ef þú hættir að elta élar
við Rögnvald—því hann hjettir
aldrei;—, orkan er alveg frábær
hjá honum að skrifa, enda einn
með færustu íslendingum hér til
þéss starfa — eins og eg hugsa.
að hann viti sjálfur. — Það ,er
mjög svo leiðinlegt, að hann skuli
gkki geta ikomið að naultnameiri
notum, en hann hefir gjört, jafn-
afbragðsfróður, gáfaður og góður
drengur sem hann er.
Sveinn Gamli.
BEACTY OF THE ISKIN
e^a hörund»feí?urð, er þrft, kvenna og
ftest m©B þvl að nota Dr. Chane’i
Olntmena. AlI»konar höðsjúkddmar,
hverfa vlð notkun þeaea meðal«
og hðrundlð vorður mjúkt og fagurt.
hjá öllum lyfeölum eða frft
Edmamon, Batea t Co., Limlted,
Toronto. ókeypis sjnishorn ífent, ef
btaft þetta er nefnt.
#