Lögberg - 03.04.1924, Blaðsíða 4
ELs . 4
é
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
3. APRÍL 1924.
T
; *
• 3Lögberg Gefið út hvern Fimtuclag af The Col- ambia Pre*s, Ltd., iCor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TnUimnr. >-6327 o& N-6328
JÓN J. BILDFELL, Fditor |
(Jtanóskrift tii blaðains: THt COlUMÐiH PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipeg. IVlan. Utanáskrift iitat)órans: tiDiTUft L0CBERB, Box 3172 Winnipeg, Man. |
The "Lcigberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. |
Woodrow Wilson.
“Eg er niSurbrotinn maður, og þegar umbúðir
sálarinnar eru brotnar—þá er tími til þess að fara”.
Þessi síðustu orð stríÖsforsetans í Bandaríkjunum,
Woodrow Wilson, eru þung eins og niSur margra
vatna, og í þeim felst þaö undra afl, sem kemur
mönnum til þess að beygja höfuö sín í sorgblandinni
hrygð, hvar svo sem þau berast til eyrna þeirra.
Þessi misskildi raunamaður, sdm með þessum fáu
orðum, er hann verður að tala meö hvíldum, vegna
sigðar dauðans, sem gripið hefir hjarta hans, hver er
hann ?
Hann er og verður ieinn af stærstu mönnum, ekki
að eins Bandaríkjaþjóðarinnar, heldur heimsins. En
hann er enn of nærri þeim eftirlifandi til þess, að
nokkur líkindi séu til, að hann geti veriS metinn aS
verSIeikum.
Vér sjáum Woodrow Wilson á æsku -og náms-
sbeiði, gáfaðan, námfúsan, alvarlegan frá byrjun,
hreinan í hugsun og í orði, dálítið einrænan og ákveS-
inn frá byrjun í því, að gjöra það, sem hann áleit
skyfdu sína, og gjöra,það vel.
Vér sjáum hann sem mentamanninn, virtan af öll-
um, sem til hans þekkja, í fremstu röð mentamanna
þjóðar sinnar, með skarpan skilning á mannfélags-
málum, hagfræði og réttarfarssögu þjóðarinnar.
Vér sjáum hann sleppa hendinni af Princeton-
háskólanum, sem hann hafði veitt forstöSu í átta ár,
frá 1902—1910, til þess aS takast á hendur ríkisstjóra-
embættið í New Jerséy, og meS atorku sinni og fram-
sýni vinna sér einnig í því tiltrú, traust og vi’rðingu
samborgara sinna.
Fram að þessum tima er líf Woodrow Wilsons
glæsileg sigurför. ÞaS er eins og hvert einasta verk
hans sé að benda þjóðinni á, að þarna sé um að ræða
mann, sem gjöri alt sem honum sé falið að gjöra, vel,
og leysi það af hendi með trúmensku og skörungs-
skap..
Það gat því naumast hjá því fariS, að manni eins
og Wloodrow Wilson yrði veitt ailmenn eftirtekt, og
aS hann yrSi kvaddur til þess að taka þátt í hinum
þýðingarmestu og vandasömustu viðfangsefnum þjóS-
ar sinnar. Enda er þess ekki langt að bíða, því árið
1912 var hann kosinn forseti Bandaríkjanna og aftur
1916, og það er einmitt í þeirri stöðu, æðstu stöðunni,
sem sú mikla þjóð getur veitt nokkrum manni, að sig-
urför þessa glæsilega og yfirlætislausa manns breyt-
ist í hina átakanlegustu sorgarsögu, sem hjá þeirri
þjóð hefir nokkurn tíma veriS skráð.
Til þess að geta gert sér grein fyrir því, hve beisk-
ur bikar það hefir veriS, sem Woodrow Wilson þurfti
aS drekka, er nauSsynlegt að gjöra sér grein fyrir
upplagi mannsins.
Woodrow Wilson var maður dulur í skapi og ein-
rænn. Frá æskuárum hafði’ hann vanist á að brjóta
viðfangsefni sín til mergjar sjálfur og reiða sig á sína
eigin niðurstöðu. En hann var aillra manna vandað-
astur að þeim niSurstöðum, og þegar hann var kom-
inn að því sem hann áleit rétt vera, stóS hann við það,
hverjir sem í hlut áttu, og á þann hátt lærSi aS bera
virðingu—kannske meiri virðingu fyrir skoðunum
sjálfs sín, heldur en skoðunum annara.
Annað var það, að Woodrow Wilson átti mjög
erfitt með að opinbera fjöldanum alvöru og áhuga-
mál sín, og allra manna var hann fráleitastur þvi, að
kaupa sér hylli annara með yfirlæti eSa útslætti.
Afleiðingin varð sú, að hann var þegar í byrjun
mjög misskilinn af þjóS sinni, og hvað hann tók sér
þann misskilning nærri, má meðal annars marka á þvi.
er hann sagði einu sinni við ritara sinn, sem Joseph
P. Tumulty heitir: “Ó, hvað eg þrái kærleik þjóðar
minnar; en eg fæ aldrei notið hans.”
Vilja menn veita eftir^pkt, hve skerandi þessi orð
forsetans eru? líonum finst hann vera einn og yfir-
gefinn og kuldinn nístir hann frá ö'llum hliðum. Samt
getur hann ekki fengið sig til þess aö finna þenna kær-
leiksyl, sem hann þráir, leika um sig og fylla hjarta
sitt, af þvi, að honum finst að hann þurfi aS bregð-
ast æðstu hugsjónum íinum til þess. Og það er ein-
mitt þetta, sem gjörði manninn stærstan.
Enginn þjóðhöfSingi BandarikjaþjóSarinnar hefir
nokkurn tima verið i eins miklum vanda staddur og
Woodrow Wilson á striðsárunum. Umhverfis þjóð
ma logaði striðseldurinn. Ótal raddir úr öllum áttum
kváðu við, sem kröföust, að forsetinn gerði þetta eða
hitt. En hann sigldi sinn sjó—hann vissi, aö þjóðin
sín var ekki eitt, þegar til striðsmálanna kom, og hann
skildi lika, að það var hið mesta óvit, aö ætla sér aö
þvinga hana á einn eða annan hátt, að þvi er til þátt-
töku hennar kæmi i stríðinu, og því var óumflýjan-
legt aS bíða—bíða unz hún var reiðubúin. Þvi oss
dylst ekki, að hann hafi séð, aS að þeirri stundu hlyti
að koma. Og svo kom hún. Þjóðverjar veittu Banda-
ríkjaþjóöinni það sár, sem hún ekki þoldi, og þá
kvaddi hann þjóöina til striös. En þess skyldu menn
mínnast, að hann kvaddi hana ekki til hefndar fyrir
fólk sitt, sem saklausu var sökt í sjóinn. Hánn
kvaddi hina þróttmiklú Bandaríkjaþjóð til þátttöku
í striðinu.til þess að vernda rétt lýðfrelsisins í heim-
inum.
Um það atriöi þarf ekki að skrifa langt mál.
Skýrt og greinilega gjörir Woodrow W'ilson grein
fyrir þátttöku þjóðar sinnar í stríöinu í ræðu þeirri
hinni heimsfrægu, er hann flutti í þjóSþingi Banda-
ríkjanna 2. apríl 1917, þar sem hann í fjórtán atrið-
um tekur fram rétt þjóðanna og hugsjón þá, sem
þær verði að stefna aS.
Öllum er nú kunnugt um, meS hve miklum mynd-
arskap aö BandaríkjaþjóSin gekk í þetta mál og
endalok þau, sem á stríðinu urðu, og þó þjóðin öll
eigi þar að óskift mál, þá er samt forsetinn, Wood-
row Wilson, aðal afltaugin í þeirri frábærlega miklu
atorku, sem þjóðin sýndi.
Svo kemur stórkostlegt atvik fyrir í lífi þessa
manns, sem sýnir ef til vill betur en nokkuð annað,
hvaða mann hann haföi að geyma. ÞaS var kveld
eitt, Woodrow Wilson var staddur í Metropolitan
leikhúsinu, þegar honum var rétt símskeyti, sem til-
kynti honum, að vopnahlé væri komið á, og að til
grundvallar fyrir því hefðu verið lögð þau fjórtán
atriöi um þjóöréttindi, sem að hann hafði tekið fram
í ræðu sinni 2. apríl 1917. Flestir menn mundu hafa
látið í ljós gleði sína út af þeim fréttum—en forset-
inn beygir sig ofurlítið áfram, svo að hann geti betur
lesiö símskeytið viB ljósbirtuna, sem var dauf, og
enginn maður sá honum bregða, né vissi um hvað
um var að vera, fyr en leikn^nn var lokið.
Svo þekkja menn sögu Wöadrow Wilsons.
Hann var alt í einu orðinn voldugasti þjóðhöfðingi
í heimi Hann fer til Versála 1919 tii þess aS taka
þátt; í friSarsamningunum. Þjóðhöfðingjarni'r í
Evrópu keppast hver viö annan um að veita honum
virðingu, og lýSur landanna fagnar honum sem vel-
gjörðamanni og vin. En í þeirri ferð mætir honum
Waterloo hans. Um það farast skáldinu Anatole
France orS á þessa leið: “Hann þekti ekki myrkra-
öfl þau, sem hann átti þar við að etja, og þau urðu
honum yfirsterkari.”
En sárustu vonbrigðin verða þó, þegar aö hann
kemur heim og þjóðin hans snýr við honum bakinu
og aS hann stendur einn uppi með hugsjónir sínar
atyrtur og yfirgefinn. Samt lætur Woodrow Wil-
son ekki bugast, en berst eins og hetja, og kveðst
heldur vilja falla meö máiefni því, sem hann viti að
vinni sigur fyr eða síðar, heldur en að sigra með því
málefni, sem hann viti að verði aS falla.
Og hann féll—féll eins og hetja, sem ekki kunni
að hræðast, og sem kaus sér heldur dauða, en að
svíkja hugsjónir þær, sem hann var sannfærður um
að væri sannar, — féll í þjónustu réttlætisins, bróSur-
kærleikans og mannúðarinnar, — fédl, en hélt þó
velli.
---------o------—
Fjármálin á íslandi.
ÞaS getur ekki hjá því farið, að fjármála ástandiö
á íslandi, eins og það kemur fram i fjármálaræðu
fjármálaráðherrans, Klemens Jónssonar, og í ræSu
alþingismanns Jóns Þorlákssonar, er hann flutti ný-
lega í Reykjavík, veki almenna eftirtekt, og lika kvíða
hjá hverjum hugsandi manni um, að hagur þjóöarinn-
ar íslenzku sé kominn í verulega alvarlegt ásigkomu-
lag. Báðir þessir menn, sem eru glöggir og þjóðkunn-
ir, ganga hreint til dyra, fletta hóflega, en þó ákveSiS
ofan af ástandinu, svo að hver maður getur séð, aS í
fjármálunum er ekki nema um tvent að velja fyrir
þing og þjóS: Anað hvort að sjá aS sér og taka i
strenginn, eða gjaldþrot að öörum kosti. Oss skilst,
hve sárt að báðir þessir menn hafi fundiö til, þegar
kringumstæðurnar neyddu’ þá til þess að kveða upp
þenna alvarlega dóm—yfir þjóö og landi, sem þeir
báöir unna, og oss finst að þjóðin öll muni nema
staðar við orð þeirra og leggja sér þau á> hjarta í
allri einlægni.
Jón alþingismaöur Þoriáksson sýnir fram á, að
tekjuhalli stjórnarinnar á íslandi frá árinu 1917 og til
enda ársins 1922, nemi 16,213,812 kr. og 20 au. Svo
sýnir fjármálaráðherrann, Klemens Jónsson, í sinni
ræSu nú í þingbyrjun, sem partur er prentaSur af hér
í blaðinu, að tekjuhallinn á árinu 1923 hafí numiö
1,380,000 kr. Svo allur tekjuhallinn, sem orðið hefir
þessi árin, að árinu 1917 meötöldu, nemur 17,593,812
og 20 aurum, eða nálega 108 kr. og 52 au. á hvert
mannsbarn í landinu, með því að telja 95,000 íbúa, og
er sízt áS furða, þó hugsandi mönnum þylci búskap-
urinn all-ískyggilegur, þar sem þetta er að mestu eða
öllu leyti tapað fé.
Það er aS visu ekkert sérstakt fyrir íslenzku þjóð-
ina, aö vera í erfiSum fjárhagslegum kringumstæSum
nú sem stendur. Það eru Frakkar, Þjóðverjar, ítalir,
Pólverjar, Austurrikismenn lika, og helzt allar eða
Tlestar þjóðir heimsins nú. En það stendur ef til vill
ver á fyrir íslendingum, en nokkurri annari þjóð að
mæta hinum erfiöu kringumstæöum, og þaö er sökum
þess, hve þjóðin er fámenn og þar af leiðandí hvað
framleiðslan er takmörkuð.
Blöð þau og einstaklingar, sem til sín hafa látiS
heyra í sambandi viö fjármálaástandiS á íslandi, hafa
gjört sitt ýtrasta til þess að láta þjóðina skilja, að
þó útlitið sé ískyggilegt, þá samt sé ekki ástæða til
þess að æðrast, ef rækilega sé í taumana tekiö. En
því miöur hafa fæstir þeirra sýnt fram á, hvernig að í
taumana eigi að taka. Að vísu hefir fjármálaráð-
herra landsins, Klemens Jónsson, bent á þrjár leiðir,
sem þjóð og þing geti fariS: x) að láta útgjöld og
ihntektir þjóöarinnar mætast; 2) aS innheimta tekjur
landssjóðs með 25 prct. álagningu, sem tilsvari falli á
gjaldmiðli þjóðarinnar, sem áfallinn sé, og 3) að banna
meS lögum innflutning á óþarfa vörum.
Tillögur þessar eru allar skynsamlegar, og eru þau
ráðin, sem flestir grípa til undir slikurn kringum-
stæðum. En eru þau ráS einhlít, eSa þá þau farsæl-
ustu undir kringumstæðunum ?
EngUm manni blandast hugur um, að fyrsta ráðiS,
sem ráðherrann bendir á, er lifsspursmál — þaS, að
inntektir og lítgjöld ríkissjóSsins að minsta kosti mæt-
ist. En undir kringumstæðunum dugar það ekki; það
verður að vera tekjuafgangur og hann aS mun.
hvernig svo sem að landar vorir fara aö því að ná því
takmarki; en það er jafn áríðandi fyrir þá og aö láta
inntektir og útgjöld ríkissjóðsins mætast. Og af
hverju? Af því að það er eini vegurinn til þess aö
bjarga trausti útlendra lánardrotna á þjóðinni.
ASal vandinn og hættan í þessu máli’, er falliS á
gangmiðli þjóðarinnar, og þvi líka aðal viðfangsefni
hennar nú.
Aðal ástæðan fyrir þvi gjaldmiSilj falli er ekki
fólgin í því, aö vörur þær sem þjóðin hefir til aS
selja, séu minni' heldur en þær, áem hún kaupir, heldur
eins mikið eða jafnvel meira í því,, að lánardrotnar
þjóSarinnar álita ríkisskuldirnar vera orðnar meiri, en
þjóðin geti vel staöiö. straum af; eöa með öðrum orð-
um, aö pantur sá, sem þeir halda fyrir lánum sínum,
sé ekki tryggur. Þegar svo er komið, að lánardrotn-
arnir fara aS búast við aS tap sé mögulegt, þá er það
tap metið og gjaldeyrir eða gjaldþol fellur í hlutfalli
við hið áætlaða tap, eða fyllikga það. ÞaS er því
ekki nóg, þó aS þjóöin, sem í hlut á, geti látið inntekt-
ir og útgjöld mætast hjá sér. Hún verSur líka að end-
urreisa tiltrú og gjaldvissu skuldheimtumanna sinna,
og fyr en það er giört, nær gjaldmiðiílinn aldrei sann-
verSi sínu.
Hver eru þá úrræðin ? Þau sem ráSherrann bend-
ir á?
Hið fyrsta þeirra er sjálfsagt, eins og vér höfum
þegar tekið fram. AnnaS, að leggja 25 prct. skatt á
tolla og gjöld, er neySarúrræði, sem ekkert gott get-
ur gjört, annaS en mæta halla þeim, sem á er orðinn
gjaldmiðlinum, en getur ekki aS neinum mun aukiS
möguleika stjórnarinnar til þess að grynna á skuld-
unum. Svo er þaö lika hættuleg aðferð, því þaS hlýt-
ur aS verða tilfinnanlegur skattur á gjaldendur þjóð-
arinnar, án þess þó að bæta nokkuS verulega fyrir
henni. Plugsum oss, að þessi aÖferð verði notuS al-
ment í viSskiftum manna á íslandi. Hvíjíkur geysi-
skattur yrði’ þar þá ekki. Tolltekjur stjórnarinnar á
íslandi námu 3,787,000 kr. árið 1922. Af þeirri upp-
hæð yröu menn að borga með þessu nýja fyrirkomu-
lagi 946,750 kr.,eða nærri xo kr. á hvert höfuð í land-
inu. Ef sama aðferS væri notuB við allar innkeyptar
vörur, sem námu 47,200,000 kr. áriS 1922, þá fer sá
skattur upp í 11,800,000 krónur, eða rúmlega 124 kr.
á ári á hvert mannsbarn í landinu, og er það enginn
smáskattur. Samt er það ekki það versta. ÞaS versta
er, aS þó menn haldi áfram að borga þenna gengis-
falls skatt í 50 ár, þá lagar hann ekki'sannvirði gjald-
miðils þjóSarinnar, né heldur léttir hann skuldabyrð-
in af henni'. Hann aS eins veikir gjaldþol hennar, sýgur
úr henni þrótt og veikir sjálfstæSisvon hennar. Hann
færöi þjóSina að engum mun nær því þýðingarmikla
takmarki, að rétta við gengismuninn eSa gengisfallið
á gjaldmiðli hennar.
Þriðja úrræöið, að banna meS lögum innflutning á
óþarfa varningi, eða vörum, sem þjóðin getur vel ver-
iS án, nær naumast tilgangi sínum, nema því að eins,
aS ríkissjóði sé trygSur hagnaöur sá, sem við þá ráð-
stöfun sparaðist.
Þó að innflutningur á óþarfa vörum sé takmark-
aður meS lögum, þá hjálpar það þjóðinni ekki minstu
vitund, ef hún eySir því fé, sem henni á þann hátt
sparaðist , til annars en aS1 tryggja sannvirði á gjald-
miðli sínum.
ÞaS sem oss virðist óhjákvæmilegt fyrir þjóðina að
gera, er fyrst að gjöra sér grein fyrir fjárhagsástand-
inu, eins og þaS i raun og sannleika er, og ef hún öll
sem einn maður kemst aS þeirri niðurstöðu, að veru-
legur fjárhagsvoði sé fyrir hendi, þá byggjast mögu-
leikarnir til þess að komast út úr honum á einu, og
aðeins á einu. Hvað vill þjóöin leggja mikið á sig, til
þess aS afstýra vandræðum? Vill hún leggja fram
frá 5—6 miljónir króna á ári í 3—4 ár, auk hinna al-
mennu útgjalda, til þess að borga niður í ríkisskuld-
Inni, og með því tryggja aftur fult traust lánardrotna
sinna, og þá líka sánnvirði’ gjaldmiöilsins ?
Vér búumst við, aS slíkt þyki hart brauð. Þó er
það engan veginn frágangssök, ef a'llir eru eitt um
það, og satt aS segja eina ráðið til þess aS bjarga f jár-
málum þjóðarinnar viS. Því það er ólíkt betra, aS
þola harðrétti yfir stutt tímabil og lifa svo, heldur en
aS rogast með byrði, sem menn rísa varla undir, í tugi
ára og geta aldrei um frjálst höfuð strokiS.
---- ----—o------——
Stjórnin á Islandi biftur
um lausn.
Forsætisráðherra lýsti 'því yfir í
fundarbyrjun í ibáðu'm jþingdeild-
um í gær, að stjórnin hefði beiðst
lausnar af konungi. Væri þau til-
drög til jþess, að í þingibyrjun
hefði stjórn “íhaldsflokksins”
æskt Iþess, að ráðuneytið segði af
sér, því að flokíkurinn óskaði að
taka við stjórninni, en “fram-
sóknarflokkurinn” hefði þá iýst
því yfir, að ráðherrann, sem hann
styddi sérstaklega, skyldi beiðast
lausnar. Þegar svo var komið,
kvaðst forsætisráðherra ekki hafa
séð sér fært annað en að beiðast
lausnar fyrir sig og samverka-
mann sinn. og 'hefði hann 'því
símað til konungs og skýrt honum
frá því hvernig komið væri, og
þar með, að “íhaldsflokkurinn”
undir forystu Jóns Þorlákssonar,
teldi sig færan um að mynda nýja
stjórn, þótt ekki hefði hann vneíri
hluta þingsins innan sinna vé-
banda. Svar hafði þegar borist
frá konungi, þess efni.s, að stjórn-
inni væri veitt lausn, en falið að
gegna stjórnarstörfum, þar til
ný stjórn væri skipuð.
Vísir. 7. marz.
CANAOIAN PACIFIC STIiAMSHlPS
beinar ferðir milli bretlands og canada
Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul-
uð þér gæta þeas vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
CANADIAN PACIFIC STEAMSIIIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpool beint til Canada.
Frekari upplýsingar verða gefnar með ánægju án nokkurra kvaða að yðar
hálfu af umboðsmönnum vorum. Einnig H. S. BARDAL, 894 Sherhrook Street,
eða W. G. CASEY, Gcneral Agent
Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba
Fjáriiagsástand og
horfur.
20. þ. m. lagði Klemens Jónsson
fjármálaráðlherra fram í neðri
deild fjárlagafrumvarp stjórnar-
innar fyrir 1925 og flutti jafn-
framt yfirlitsræðu þá u'm fjárhag
landsins og ihorfur, sem venja er.
Verður sagt hér nokkuð frá aðal-
efni ræðunnar, en vísað að öðru
leyti um fjárlögin alment til yfir-
lits þess, sem fyr er komið hér í
blaðinu.
Ráðherrann sagði frv. þetta að-
allega bygt á útkomu ársins 1922.
Lýsti hann fyrst istuttlega fjár-
hagnum á undanförnum árum og
þeim tekjuhalla, sem sífelt ihafi
verið frá því 1920'. Eftir athugun
sinni á því máli fiagði hann, að
sér hefði talist svo til, að hallinn
væri alls (1920 til 1922) um 6%
miljón. pó kvaðst hann eiginlega
ekki hafa trúað þessu fyrst og
fundist svo sem frá þessu mætti
“Öraga t. d. afborganir af lánum.
En þó sagðist hann ekki hafa
komist lengra niður með hallan
en að hann væri um 4 miljónir.
Annar maður (Jón 'porláksson)
hefði einnig rannsakað þetta mál
ýtarlega frá 1917 og teldi hann
hallann ennþá meiri eða um 7.4
milj. og kvaðst ráðiherra ekki geta
véfengt um það. En við þetta
bættist 'Svo nýjasti tekjuhaílinn,
sem væri um 1 milj. 380 þús. petta
á'Stand sagði hann að væri mjög
ískyggilegt, og ef haldið yrði á-
fram á þessari braut leiddi hún
óhjákvæmilega að gjaldþroti.
Ráðherra sagði, að sér hefði að
vísu verið það ljóst, þegar hann
gekk í stjórnina, að fjánhagurinn
hafi verið ibágur. Hinu sagðist
hann hinsvegar ekki hafa búist
við eða vitað, að hann væri eins
lakur og raun varð á, því þá sagð-
ist ’hann ekki mundi hafa tekið
það í mál að ganga í stjórnina.
Fjárfarið 'hefði reynst þannig,
að oft Ihafi verið allörðugt að
komast yfir mánaðarmótin, og
hefði hann þá stundum hugsað til
Árna ga'mla landfógeta og hans
tíma, og hvað hann mundi hafa
sagt, ef þá ihefðu aðeins verið um
20 þús. kr. í sjóði við «Hk tæki-
færi, hann sem aldrei hefði verið
ánægður með það, að hafa minna
en 100 þús. og hafi velta fjárlag-
anna þó öll verið miklum mun
minni en nú.
Ráðherrann sagðist af öllu
þessu 'hafa ákveðið að draga úr
eða jafnvel hætta öllum verkleg-
um framkvæmdum, þar sem unt
hafi verið, t. d. ekki átt við lagn-
ing símalína eða vega, nema rétt
viðhaldið eitt. Eitt stórfyrirtækið
enn hefði einnig orðið fyrir töf-
um af þessu, og það væri Flóaá-
veita'n.
Frumskilyrði þess, að unt væri
að lagfæra þetta taldi ráðherran
það, að fjáriögin væru ihöfð ekki
einungis með jafnvægi, heldur
með sæmilegum tekjuafgangi.
Þessu mætti ná á tvennan hátt,
með því að áætla tekjurnar mjög
varlega og með því að draga út
gjöldunum. Þetta kvað hann stjórn-
ina hafa reynt að gera. Að vísu
hefði sér verið það sárnauðugt að
fella niður suma liði og sleppa t. d.
verljlegum framkvæmdum. pað,
sem unt væri nú ihelst að tala um
í Iþví sambandi félli nú á Búnað-
arfélagið og Fiskifél. og hefði þó
orðið að skera af styrknum til
'beggja. Hann sagði einnig, að unt
hefði verið að skera nokkuð meira
niður af svonefndum bitlingu'm í
15. gr. En ihann hefði þó ekki gert
það því bæði væru ýmsir þeir liðir
orðnir gamlir, þó máske hafi ekki
verið svo til ætlast í öndverðu, og
svo væri álitamál hverju ætti aðj
sleppa og hverju að ihalda og loks |
væru flest af þessu liðir, sem ekki:
munaði mjög mikið um. En sem:
þingtnaður kvaðst hann greiða atk.;
með öllum slíkijm sparnaðartill. j
Því næst gaf ráðherra töluyfirliti
yfir helstu liði fjárhagsins á ár-l
inu 1923 eftir því sem nú væri unt;
að trera hann urxn. og bar samanj
áætlun fiárlaganna oe hina rann-'
verulegu útkomu. Ýmsir tekjuliðir
höfðu farið nokkuð fram úr áætl-
un, svo sem vitagjöld. áfengistoll-
ur og vörutollur. Sumir liðir væru
einnig undir áætlun s. s. tóbaks-
tollur, stimpilgjald og símagjöld.
En flestir aðrir liðir reydust svip-
aðir og áætlað ihafði verið.
Gjöldin höfðu hhisvegar mörg
farið fram úr áætlun. Má þar t.
d. nefna vexti af lánum eríendis
vegna gengismismunar og þing-
kostnað. Skoraði ráðherra í því
sambandi á forseta og þingmenn
nú að gæta allrar sparneytni i
þinghaldinu. Ein'nig' höfðu Ihækk-
að allmikið liðirnir: ýmisleg gjöld
aðallega vegna aukinnar land-
helgisgæslu, eftir ósk landsmanna
sjálfra. Einnig höfðu gjöldin til
síma hækkað nokkuð einkum vegna
aðgerða og breytinga í Rvík og
á Akureyri, sömuleiðis gjöldin til
vegamála og vitamála og til and-
legu stéttarinnar.
Ráðherra áleit því, að afkoman
árið 1923 hefði orðið sæmileg, ef
fjáraukalögin hefðu ekki komið ,
fram, og ef ekki ihefði þurft að
greiða ýmislegt utan fjárlaga,
.samkvæmt sérstökum lögu’m.
Að því er til frv. kæmi, st'm nú
lægi fyrir sagði hann að hann
teldi tekjurnar yfirleitt varlega á-
ætlaðar, og þó fullháar t. d. auka-
tekjur, kaffi- og sykurtóllur, og
einkum vlörutollurinn. Hinvegar
mætti útflutningsgjaldið senni-
lega vera áætlað nokkuð hærra.
(Þess skal getið, að fjárlaga-
frv. er fullsamið áður en skýrsl-
urnar um útkomuna á síðasta ár-
inu ,.sem tekið var til samanburð-
ar, voru kovnnar til stjórnarinnar.
Þessu næst snéri ráðherrann sér
að því, að tala um framtíðarhorf-
urnar. Fyrstu og helstu nauðsyn-
ina taldi hann þá, að spara, ekki
einungis í orði, heldur á borði.
Hann kvaðst ávalt hafa verið
fremur bjartsýnn en hitt og áliti
að hann gæti verið það enn, ef
I rétt og skynsamlega væri að far-
i ið.
Nú hefði verið undanfarið
fremur gott ár, horfurnar langt
frá því slæmar, eftirspurn góð
eftir íslenskum afurðum, s. s. fiski
og verðið gott. Hinsvegar hefði
ennþá ekki tekist að fá lagfæringu
á kiöttollinum norska, en heyrst
hefði þó, að þessa dagana væri að
, kom fram í n-orska stórþinginu
frumvarp í þá átt, að slaka eitt-
hvað til, hvernig se*m það annars
væri, eða hvað sem úr því yrði.
Annars sagði hann, að aðalá-
'hyggjuefnið hlyti nú að vera
I fallandi gildi íslensku krónunnar
! og þar af leiðandi hækkandi ýms
útgjöld ríkisins, beinlínis og ó-
beinlínis. Rakti hann síðan nokk-
uð sögu þessa gengismáls í Dan-
mörku og hvernig Dönum hefði
mistekist að halda uppi gengi
sínu með þeim lántökuráðstöfun-
um til gengisjöfnunarsjóðs, sem
þeir hefðu gert. Orsakir gengis-
hrunsins væru venjulega taldar,
annarsvegar inflationin, eða of-
mikil útgáfa ógulltrygðra seðla,
og 'hinsvegar negativur verslun-
arjöfnuður, eða meiri iniT- en út-
flutningur.
Þessar s'ömy ástæður væru einn-
ig fyrir hendi’ hér. pegar íslands-
ibanki var stofnaður var danski
þjóðbankinn spurður ráða um
seðlaþörfina og taldi hana um 30
krónur á mann. Að vísu kvað ráð-
herra það auðséð, að þ^tta hefði
ekki getað staðið í stað en befði
orðið að aukast, en sú aukning
ihefði átt að koma hægt og nægt,
eins og líka hefði verið fyrstu ár-
in. En svo hefði seðlafúlgan stöð-
ugt farið vaxandi fram úr öllu
hófi og ihafi t. d. 1919 verið 11
miljónir eða um 110 kr. á mann.
í þessu taldi hann fólgna aðal-
uppsprettu allrar ógæfunnar. Nú
væri seðlafúlgan aftur ko'min í
sæmilegt-horf, fyrir inndrátt seðl-
anna, og 1. febr. þ. .á voru t. d.
seðlar í umferð um 5 miljónir og
kvað ráðherra það á engann hátt
geta talist óhæfilegt og væri það
mál nú alt á góðri leið.
pví næst vék hann að annari
meginorsökinni; þeirri, að meira
væri flutt inn en út og munaði
það allmiklu og stæði nú illa. Að
öðruleyti kvað hann það ástæðu-
laust að vera að brjóta heilann
um orsakir þess, þetta ástand væri
staðreynt hvort sem væri. í þessu
sa'mbandi gat hann þess einnig,
að sér væri ekki ljós nauðsyn
þess, að íslenska og danska krón-
an þyrftu að fylgjast að, eða falla
saman.
Að þessu loknu snéri ráðherr-
ann sér að því, að athuga ráðin,
sem möguleg væru út úr þessum
ógöngum. Ekki sagðist hann þó
vera gáfaðri en svo, að hann hefði
ekki getað fylgst með eða skilið all-
ar þær tillögur, sem fram hefðu
komið í þessum málu’m og síst
það, hvernig ætti að framkvæma
þær. en skýra heldur aðeins frá
ráðum stjórnarinnar í þessum efn-
um.
Fyrsta úrlausn stjórnarinnar