Lögberg - 03.04.1924, Page 7

Lögberg - 03.04.1924, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. AFRÍL 1924. Bli. T Vinur hans læknaðist fljctt af gigtinni. QUESiEO MADUR TEIiUR DOÐD’S KIDMOV PII.I.S FVRIRTAK Mr. F. Milot er eimi hinna mörgu, sem hœlir Dodd’s Kidney Pills. 2904 St. Huert St., Montreal, Que.— ('Einkafregn) 31. marz:— "Pillur yðar hafa gert mér ómet- anlegt gagn,” segir Mr. F. Milot, sem á heima á áðurgreindum stað. "Vinur minn, sem læknast haföi af gigt, ráðlagði mér að nota Dodd’s Kidney Pills, og þær hafa sannarlega reynst mér vel.” Dodd’s Kidney Pills verka beint á nýrun; þau fá við það meiri mátt til þess að hreinsa blóðiS og losa það við skaölegar sýrur. Gift stafar af óhreinum sýr- um í blóðinu, sem veikja öll liða- mót. Ékkert meðal er jafn-vel fallið til þess að iitrýma slíkum kvillum og hreinsa blóðið, eins og Dodd’s Kidney PillsJ Dodd’s Kidney Pills hafa kom- ið þúsundum manna og kvenna til hinnar beztu heilsu. Reynið þær einu sinni. Þær fást bjá öHum lyfsölum. Nútíðar samverjinn í austrinu. Gordon L. Berry, fyrrum yfir- maður mi’nn, þegar eg vann fyrir Y.M.C.A. á Frakklandi, sem nú er aðal umsjónarmaður hjálpar- starfs þess, sem verið er að gera meðal munaðarleysingja í Evrópu og Litlu Asíu, hefir beðið mig að skrifa tvær greinar í íslenzku blöð- in um ástandið þar eystra. Eg er mér þess meðvitandi, að kringum- stæður Islendinga eru nú sem stendur erfiðar yfirleitt. En mik- ið má ef vill, og í trausti þess að einhver árangur verði af þessari tilraun minni, ætla eg að draga iipp nokkrar myndir af ástandinu í löndunum, sem kallast mega vagga mannkynsins. Thórstina S. Jackson. I. Eyrir nokkrum mánuðum síðan var Aineríkumaður á gangi skamt frá hinni’ frægu fornu Korintu- horg. Hann kom að ]>ar sem bóndi* var að stinga upp jörðina með spaða. Ameríkumaðurinn horfði stundarkorn á hann, ávarpar hann svo og reynir að gera honum skilj- anlegt, að svona jarðyrkja sé alls- endis ómöguleg, hann þurfi að læra nýrri og betri aðferð. Óvíst er, hvað mikið af grísku Ameríku- mannsins bóndi skildi, en svo mik- ið er vist, að honum var ljóst, að þessi útlendingur frá hinum nýja heimi var að finna að aðferð hans; svaraði hann því með talsverðum þjósti: ‘‘Eg veit ekki betur en að laud þitt og yfir höfuð allur heim- urinn sé sammála um, að menning þessa lands hafi auðgað og fegrað lifið. Vinnuaðferð mín var full- góð á gullöld Grikkja, og hún mun duga nú.” Þetta er sýnishorn af anda þessa hluta heimsins. Meðvitundin um að hafa framleitt óafmáanlega menning, er rík í hjörtum allra þeirra, sem nokkuð hugsa, en þeir hafa gleymt að fylgjast rneð tím- a»ium, og flétta inn í þjóðlif sitt upplýsingar og framþrá nútímans. Þúsundir ára hefir einn þjóð- flokkrinn verið upp á móti öðrum og þröngsýni og samtakaleysi hafa setið í hásæti. Það er af því, að sandur eyðimerkurinnar hefir öld fram af öld grafið dýpra og dýpra margar af þeirra frægu fornaldar- borgum. Ekki eru það heldur að- eins þessir flokkar, sem telja heim- ili sitt í Palestínu, Sýrlandi og notiS Borden’s St. Oharles mjó'IR. Hún er efnisgóS og víst aS betri fæst ekki. Sparar fé, er tvöfalt kraftmeiri en vana leg mjólk. 4 stærS- ir. The BordenCo. Limited Montreal og Grikklandi, o.s.frv., sem líða fyrir þenna ófrið og flokkadrátt, heldur hafa þjóðir þessar hvað eft- ir annað komið ófriði og Íllindum af stað{ á meðal stórveldanna. Á nitjándu öldinni má telja Krím- stríðið, þegar ftlússar, Bretar og Frakkar þörðust á þeim stöðvum. Það er álit allra þeirra, sem leitast hafa við að rekja hin sönnu tildrög stríðsins mikla nýafstaðna, að það hafi átt upptök sin í Suður Ev- rópu. Hvert stórveldið kepti við annað, að ná sem mestum tökum þar og blés kolum að hatri og van- trausti meðal þjóðanna. Hver er ástæðan fyrir því, að þjóðir þessar Iáta úota sig sem peð á taflborði ? Hún er sú, að þekk- ingarskortur og þröngsýni eru þar á yfirfcorði. og það vantar sjálf- stæði og dómgreind þá, sem ment- un og menning veita. öld eftir öld hafa biblíustöðv- arnar í Litlu Asiu og Balkanríkj- unuin verið bardagavöllur, og nú sem stendur er ástandið þar verra, ef til vill, en nokru sinni áður. En jafnhliða hatri og hefnigirni, scm kasta svo djúpum skugga, kemur menning tuttugustu aldar- iunar fram með líknarstarfsemi og mannaúð á hærra stigi, en nokkru sinni áður. Líknarfélagið sem að- allega starfar þar, “Near East Re- lief”, hefir greinar i flestum vest- uiflöndum, e'r að gera það verk, sem er nær ómetanlegt. s Ýmsir spyra, til hvers sé að vera að liálpa þessum aumingum þar eystrá. Tyrkinn sé hvort sem er búinn að myrða þá nær alla Arm- eníumenn og Sýrlendinga, svo það sé nær, að hugsa um þá, sem bágt eiga heima fyrir, því ástandið breytist aldrei þar eystra. En vera má, að margir sem þannig tala, breyti skoðun sinni, ef að þeir at- huga nákvæmlega þetta spursmál. Ofsóknir Tyrkja gegn kristnum þegnum veldis þeirra, er gömul jsaga, en fram úr hófi hafa þó hörmungarnar keyrt, tvö síðastlið- in ár. í september 1922 stóð hin jgamla Smyrna i björtu báli. 250 jþús. menn, konur og börn, urðu á örstuttum tíma landflótta, og leit- uðu hælis á Grikklandi. Eftir litla hríð var meir en miljón af land- flóttafólki á Grikklandi, fimtung- ur allra,r grisku þjóðarinnar.; þjóð- vtgirnir, akrarnir, kirkjurnar var alt þéttskipað af þessurn aumingj- um. Gríska stjórnin gat lítið sem ekkert hjálpað; það mesta, sem hún gat, var að gefa þessu land- j flóttafólki um 2 cent á dag til þess ( að k'aupa fyrir brauð, og var sú . j hjálp svo lítil, að hún aðeins fram- 'ltngdi þjáningar fólks þessa, sem svo nauðlega var statt, að heimur, allur gat tárast yfir. Ameriska' greinin af líknarstarfsfélaginu, “Near East Relief”, hafði einna yfirgripsmest starf þar. Með hjálp C'g samvinnu frá öðrum þjóðum tókst félagí þess að afkasta fram- úrskárandi mildu verki. Munaðar- leysingja heimili voru stofnsett í kirkjum, gömlum höllum, skólum o.s.frv. Fyrir viðleitni félags þessa komust 4,000 börn, sem aðskilist höfðu frá frændum ng vinum, til sinna. Enn í dag eru 50,000 börn, sem engan eiga að; 62% af þeim eru frá 1 til 12 ára; 63% verða ekki fær um að vinna fyrir sér fær en eftir tíu til 'ólf ár. Það virðist ó- hugsandi, að kasta börnum þess- um, sem þolað hafa óumræðilegar þjáningar, út á viðavang. En fyrsti áhuginn fyrir starfinu þar eystra hefir dofnað, og nema því aðeins .að fleiri hjörtu komist við af þörfinni þar, verður ekki hægt að gefa þessum munaðarleys- ingum það, sem þau þurfa til lifs uppelldis. Samkvæmt skýrslum frá þeim, sem starfa á meðál þeirra, þá tilheyra þau fjölskyldum, sem andlega, líkamlega og félagslega eru stödd í fremstu röð. Ef hægt er að gefa þeim uppeldi það, sem líknarstarfsfélagið hefir hingað til veitt munarleysingjum, þá verður jieim öllum veitt almenn mentun og auk þess kent eitthvert hancb verk. Það ér sagt, að kennari Marteins Lúters hafi ávalt tekið ofan, þeg- ar hann stóð fyrir framan skóla- sveina sina, segjandi, að vel gæti verið að i þeim hópi væri ef til vildi leiðtogi heimsins. öll líkindi eru til þess, að cf að hægt vcrður að veita börnum þessum uppeldi það, sem líknarstarfsfélagið “Near East Relief” hefir áformað. þá verða áreiðanlega meðal þeirra margir leiðandi menn og ícontir. Þau hafa öll verið flutt á stöðvar, söm eru langt fyrir utan vébönd hins tyrkneska veldis, svo að eng- inn, sem leggur þeiin lið, þarf að óttast, að þau verði grimd og trúar- ofsa að fcráð. Eflaust vaknar sú spurning Jijá sumum, hvort að fé þvi, sem gefið er til liknarstarfs jiessa, sé að öllu leyti vel varið, og er spurning sú ekkert undraverð, því ýmsum sög- um, hvort sem þær eru á rökum bygðar eða ekki, fer um það hvern- ig fé, sem átt hefir að fara til likn- artsarfs, hefir verið varið. Það er spursmál, hvort nokkurt starf ^ hefir verið betur mecihöndlað frá starfsmálalegu sjónarmiði, heldur en verk ]>etta. Ameriska greinin af þessu félagi gerir grein fyrir hverj- um eyri, sem inn kemur eða er út- borgaður. Að eins átta procent af öllum inntektum hefir verið notað til þess að borga Iaun þeirra, sem starfa fyrir félagið o.s.frv. Vel- þektur ameriskur bankamaður sagði nýlega, áð hann þekti ekki neitt líknarstarfsmála félag, sem notaði betur inntektir sínar eða léti sér verða meira úr hverum eyri, en “Near East Relief” félagið. Bráð nauðsyn er að fá fé sem fyrst, ef hægt á að vera að halda vérki þessu áfram. I síðastliðnum ágústmánuði hefði munaðarleys- ingjanefndin orðið að loka dyrum sinum sakir vistaskorts, ef það hefði ekki verið fyrir framúrskar- andi dugnaðl og fórnfýsi nokk- urra manna, sem fljótlega söfnuðu bráðabyrgðafé. Slikt ástand er um- hugsunavert, þegar tekið er til greina, að ef ekki hefði verið hlaupið undir bagga, hefðu 60,000 munaðarleysingjar verið hungrað- ir og heimilislausir^ Hver eru þessi börn? Þau eru afkomendur hinna fvrstp kristnu ])jóða. Mörg þeirra eru börn for- eldra, sem létu líf sitt fyrir trú sína. Assyrisku munaðarleysingjarnir í Persíu eru afkomendur safnaða þeirra, sem stofnaðir voru af Tóm- asi postula. Þjóð þeirra'á sögu, sem nær yfir meir en þrjátíu aldir. Armeníu flokkurinn heyrir ttil þeim fyrstu kristnu. Konungar þeirra stofnsetttu kristna trú áður en Konstantínus mikli viðurkendi kristnina fyrir rómverska veldið. Eitt sinn var þjóð sú einhver sú áhrifamesta þar eystra, en nú eru synir hennar og dætur landflótta frá landi því sem þeir hafa kallað sitt í 20 aldir. Grísku börnin telja ætt sína til þeirra safnaða, sem Páll stofnaði á Grikklandi; þau sýrlenzku eru afkomendur safnaðaruaa í kring- um Lebanon. * Auk þessara barna eru þúsund- ir af fullorðnu landflóttafólki frá Litlu Asíu og suðurhluta Balkan- skagans, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla. Aumingjar þess- ir hafast við í flokkum í yfirgefn- um herbúðum o.s.frv. Á einum þess konar stað dóti til jafnaðar 100 manns á dag síðastliðið sum- ar, þegar líknarstarfsfélagið kom þeim til hjálpar. Nýlega varð fé- lag þetta að hætta allri hjálp til fullorðnra vegna fjárskorts. “Kornið fyllir mælirinn”, er gamak'málstæki; 17 cent á dag, eða $5.00 á mánuði er nægilegt fé til þess að kaupa fæði fyrir einn munaðarleysingja þár austur frá. John H. Finlay, aðstoðar ritstjórá stórblaðsins New York Times, fór- ust þannig orð um þetta málefni: “Eg var i Litlu Asíu og Balkan-' rikjunum síöastliðið sumar. Stríð- ið hefir skilið þar eftir aragrúa af munaðarleysingjum, sem elcki eig- inlega tilheyra neinni þjóð. Eg vildi eg hefði hæfileika til þess að draga upþ með pennanum mynd af líknarstai finu þar.” “F.itt af þvi, sem eg var sérstak- lega hrifinn af, var verk það, sem verið er að gera í rússneska hlutan- um af Armeníu í skugga hins forna Ararat f jalls# ruefnilega við munað'1 arlevsingjahælið Alexandropol. — Þar er áreiðanlega stærsta barna- borg í heimi. Á hælinu þar teljast að vera 15,000 munaðarlaus börn. Eg stóð einn dag meir en tvo kl,- tíma og horfði á 11,000 börn fara fram hjá, sum svo litil, að það varð að bera þau. Á eftir þessari tylkingu komu menn með alls kon- ar amerísk jarðyrkjuverkfæri, sem brúkuð eru til þess að kenna börn- unum, sem eru nógtt stálpuð, að yrkja jörðina með. Ef hægt verð- ur að halda starfi þessu áfrarn, er það víst, að börn þessi munu vaxa upp sem góðir og sjálfstæðir borg- arar og innleiða nýtt líf og nýjan hugsunarhátt á þessar fornu sögu- stöðvar.” 1 ófriðnum mikla skiftust marg- ar helztu þjóðirnar í tvo flokka, og var háður margur hildarleikur j Litlu Asíu og SÍuður Evrópu. Enn er þar biturleiki, hatur og hefndar- girni. Engin likindi eru til, að þar verði -friður til lengdar, nema hin- ar svo nefndu kristnu þjóðir f%yni að leiða mentun og ntenning þang- að. Ekki ólíklegt, að þessir tugir þúsunda af munaðarleysingjum, ef þau eru vel upp alin, geti fram- kvæmt meira í áttina til varanlegs friðar en land- og sjóher hefir megnað í meir en 4,000 ár. Bróð- urkærleiki og fórnfýsi mega sín meiia, en glymjandi herfylkingar. Hatur, ágirnd og allar verstu til- hneigingar mannanna virðast ef til vill ráða á yfirborðinu nú, en þær munu aldrei til lengdar yfirbuga það andlega afl, sem vér nefnum kærleika. Vér, sem nú erum uppi, lifum aðeins litla stund og gleym- umst fljótt, en það, sem við gerum í þjónustu kærleikans, greiðir veg hins bezta og sterkasta afls tilver- unnár. Tvö þúsund dala ávísunin. Ofurlítil saga um ástamál eftir CONSTANCE GORDON. Martin Casper, ungi viðtöku- teljarinn í bankanum, brosti óaf- vitandi, ])£gar hann sá stúíkuna standa í fólksröðinni fyrir utan járngrinduðu kompuna sína. “Góðan daginn, ungfrú Harrisf’ sagði hann og hneigði sig viðkunn anlega. “Glaður að sjá það, að að ])ú þolir kalda veðrið svo vel.V Tiittugu dalir. Þakka þér.” /Með hraða skrifaði hann töluna inn í litlu bankafcókina og ýtti henni í gegn um afhendingarglugg- ann. “Er ekki kominn tími til, að þu byrjir á einhverju fyrirtæki? Það útheimtir peninga, að búa til peninga.” “Eg er hrædd við það, að ráðast í nokkurt fjársýslu fyrirtæki. Það er svb margt fólk, sem tapar með því. Eg get ekki afstaðið það, að tapa mínum tveim þúsundum.” “Hví ékki að láta sem við höfum mæzt reglulega, og lofá mér að taka þig út í Hjallagarð? Vin- stúlka þín, Lillian Wade, hefir lof- að að gjöra okkur kunn á reglu- legan hátt.” “Eg veit það ekki. Það sýnist annars ekkert rangt við það, úr því þú þekkir Lillian.” Martin Casper lagðist fast að af- hendingarglugganum og sagði ung- frú Harris, að bíða að eins í nokk- rar mínútur; og bráðlega voru þau í garðinum. Meðan að skautafólkið var að æfa list sína, með því að dansa á skautunum, einn skautarinn betri; en allur fjöldinn, getur dansað1 á gólfi í danssal, dró Martin upp úr vasa sínum ofurlitinn bunka af auðum ávísunarseðlum. Næst tók hann upp lindarpenna og fitlaði við þetta hvorttveggja þegjandi um stund. “Eg skal veðja við þig. Ef þú skrifar ávísun handa mér fyrir lít- illi upphæð og lætur mig síðan segja þér lyndiseinkunnir þínar, ]>á tapar þú ávísuninni til mín.” / “Útbú þú ávísunina fyrir tvo dali,” stakk hann upp á, um leið og hún teygði sig eftir ávisunar- fnrmurium og pennanum. Ungfrú Harris skrifaði ávísun ina og ritaði nafn sitt undir og ýtti henni svo þvert yfir borðið. Svo hallaði hún sér aftur í stóln- um og beið eftir honum, að færa sönnur á hæfileika sinn. “Væri eg ekki bjáni, ef eg neit- aði því, að þú segðir bara sann- leika?” sagði hún, þegar hann fc.afði lokið máli sínu. “Eigðu á- visunlna, herra Casper, þú hefir unnið íyrir henni.” Gætilega braut hann saman þenna litla pappírsmiða og ge’lck frá hon- um í vasa sínum. Ilún ypti öxlum og kvað sig vera ánægða, þegar hann stakk upp á, að þau færu nú úr garðinum. Við hennar eigin húsdyr bauð hann hcnni góöa nótt. Hann fór til herbergis síns, og. scttist þar niður við skrifborð sitt. Það liðu klukkutímar, áður en hann afk'læddist og fór í rúm sitt. En þegar hann bjó sig undir að f;.ra að sofa, reis hann aftur upp, til að grandskoða vinnuna, sem hafði útheimt svo mikið af tíma hans. Ávísun urigfrú Harris hafði hækkað úr tveim dölum up í tvö þúsund d’ali. Og það hefði þurft verulega æfðan handrita fræðing til að sjá út þetta meistaralega verk, sem hafði gjört breytinguna mögulega. Nafnritun hennar var auovitað ósvikin. Næsta kvöld gekk þessi sami ungi maður upp tröppurnar, sem lágu upp að litla húsinu hennar ungfrú Harris, þar sem hún lifði með frænku sinni, aldraðri pipar- mey. Stúlkan, sem opnaði dyrnar, bar á sér'auðsæ merki tára, í augum þeim, sem hulin voru undir þéttum augnahárum. “Gott kvöld. Eg hugsa, að þú hafir komið til að láta mig vita, að tveggja dala ávís- unin hafi verið einskis virði.” — Rödd hennar var beiskjuleg. “Móðursystir mín ,er næstum því máttvana og eyðilögð. Banka- hrunið næstum því deyddi hana. Peningarnir, sem eg tapaði, er alt sem við höfðum í þessari veröld Jafnvel bin minstn Ónot í hörundinu hrufur eða sprungur, geta verið fyr- ' irboði eczema eða annara slæmra hörundskvilla. Berið Za’m-Buk á þar sem þér finn- ið mest til. þessi ágætu jurtasmyrsl (ólík hinum smeðjukendu smyrsl- um) þrýsta sér djúpt inn í húðina. pau græða hreisa og mýkja á dásam- legan ihátt og gera hörundið siétt og fallegt. RBYNSLU- SKERFUR af þessum frœgn húðsjúkdóma- meðulum fcest ó- kcypis hjá Zam- Buk Co., Tor- onto. Ont. og ZAM-BUK MEDICINAL SOAP “Alvarleg útbrot gerðu v’art við sig á hálsi o gandliti dóttur minnar,” segir Mrs. H. Am- ery, 42 Lyall Ave., Toiænto. “Eg var rétt í þann veginn að gera orð eftir húð-fræðingi. er eg heyrði um Zam-Buk vneðalið. Eg fékk mér öskju af Iþví og dálítið af Zam-Buk Medi- cinal sápu. pessi tvö meðöl læknuðu fljótt og vel, og dóttir mín varð brátt alheil.” Zam-Buk smyrslin eru seld í 50c. öskjum en Zam-Buk Medicinal sápa 25é. seykkið eða 3 á 70c. Lyfsal eða Zam-Buk Co., Toronto. TUhy Ford Pzedominaícs Margar ástæður hinna mörgu Ford notenda. Ef jþú ættir að spyrja næstu fimtíu Ford-eigendur, því þeir helzt vilji Ford, mundu svörin verða margvísleg. Sumir mundu segja, “Vegna þess hve þeir bílar'endast vel“t Aðrir mundu segja, “vegna þess hve ódýr þau eru“, og enn aðrir “vegna þess að þú getur allstaðar fer.gið þá parta, sem bila,“ og eins margir seg;a, “að það séu einu bílárnir, sem þeir hafi ráð á að eignast.” Allir segja, “vegna þess þeir komast um alla vegi, hve illir yfirferðar sem eru. Konursegja “vegna þess hve auðvelt er að stjórna þeim“; þá mundu og aðrir segja, “vegna þess að þeir gætu keypt tvo eða þrjá Ford- bíla fyrir verð eins stórs flutn- ingsbíls af annari gerð. Hvert sem þér farið, heyrið þér ávalt meginástæðurnar fyrirþví hversvegna að Fordbílar skara framúr. Fordbílar skara framúr ár eítir ár, og salan eykst svo, að tala þeirra jafnast fyllilega við tölu þá, sem seld er af öll- um öðrum bílum til samans. Finnið Næsta Ford-Saia. CARS - TRUCKS * TRACTORS CF-33C Vjð heyrðum ekkert um það, fyr en riú í kvöld. BlaðiS segir, að þeir tnuni að eins fcorga 27 cent af dalnum? Heldur þú, að þeir muni ná honum—” “Gráttu ekki,” sagöi Casper. “Hér eru tvö þúsund dalirnir þín- ir. Eg hækkaði ávísunina þina’ upp í tvö þúsund dali, til þess að bjarga þér.” “O, hvernig get eg þakkað þér,”. hrópaði hún. “Bíð þú augnablik, eg má til að segja móðursystur þetta. Eg skammast min svo mjög. Eg sagði henni unt ávísun- ina fyrir tveimur dölunum og við hugsuðum báðar, að þú værir—” “Biddu eina mínútu, ungfrú Harris. Tilfinningar mínar cru ekki upp á það heilbrigðasta yfir ])ví öllu.' Eg er hræddur um, að ui munir hugsa, að eg sé rétt fals- ari eftir alt. Eg hefi aldrei á æfi minni hugsaö um, að gjöra slikt, bar til eg fór að hugsa ttm,- að þú mundir tapa öllum þínttm pening- um, vegna þess, að eg komst að orðum um að einhver brögð væru i aðsigi, en eg gat ekki sagt frá því.” “Eg hugsaði aldrei ttm það í þessu ljósi,” sagði hún. “Eg held að þú sért uridrunarverður. Og eg er glöð, að enginn veit, að eg hafði viðskifti við banka þinn. Þeir mttntt nteira að segja ekki verða grunsamir. Og eg skulda þér enn þá tvo dalina.” rtEg skal táka við þeim með eimt skilyrði,” sagði hann með leiftri í attgunum. “Segðu hvað það er. Ekl&rt er 'oí mikið til að veita nú.” “Það, að við leggjum þá til stðu til að fá fyrir þá gjftingar skvr- teini. Eg ætla að ltalda áfram að heimsækja þetta hús, þar til þú hefir ákvarðað að giftast mér.” Hún brosti lítillega og hallaði höfðinu á freistandi hátt. “Eg held það muni vera hættu- laust fyrirtæki,” sagði hún. /. P. tsdal, þýddi. Danir hafi flutt burt úr Danmörktt árið 1923; 4,094 árið 1922 og 5,300 árið 1921. Flest af því fólki flutti til Bandaríkjanna í Ameríku. Ár- ið 1923 nant tala þe-ss fólks, sem þangað flutti, 5,813, 1,081 fóru til C’anada og afgangurinn til Mið- Afriku. Gráskinnavara frá Grænlandi. í verzlunarriti Istjórnarinnar í Danmörku, sem nefnist “Danish Foreign Office Journal” og sendi- herrann danski í Montreal, J. E. Böggild, hefir verið svo góður að senda oss, og sent vér erum hon- um þakklátir fyrir, stendur skýrsla um söltt á gráskinnavörum, er seld- ar voru á opinberu uppboði í Kattpmannahöfn af hinu konting- ltga vierzlunarfélagi Grænlands. Menn komu frá Englandi, Ame- ríku, Hollandi og frá Skandinav- iprku löndunum til þess að vera við uppboðið, og var ])ar selt 1.25 tniljón króna virði af skinnunt, og cr það .50 eöa 500.000 krónunt meira en á slíku uppboði var selt af samkyns vörtt árið 1923. Verðið á vörunum, sem seldar voru ,var að mun hærra en í fvrra, í sumum tilfiellum 1 t2 J)cr cent. Tvö blá tóuskinn seldust á 1400 kr. hvort, og vortt það fyrsta flokks skinn. 46 annars flokks skinn seldtist á 1200 kr. hvert. í þriðja flokki vortt 491 skinn, sem seldusb frá 290’til 490 krnur hvert. Iín Ö11 upphæðin, sent fékst fyrir blá tóttskinn^ nant 817,000 krónunt. 1,424 hvit tóuskinn seldust fyrir 356,521 kr.; 114 ísbjarnarfeldir scldust fyrir 50,840. kr. Mestur hlutinn af grávöru þess- ari var keyptur af útlendingum og ;-v?ndur út tir landintt. Sama rit getur þess, að 7.601 Nœturgisting. Micholas Langworth frá Qhio, segir frá eftirgreindu atviki, er fyr- ii hann kom, þegar hann ásamt . kunningja sinum var á ferð í einrlt af Suðurríkjunum: “Það var kvuld eitt, að við urð- um að aka eftir braut, sem lá í Lgcgn urn eyðiskóg, er virtist þekja landið eins langt og augað eygði. Myrkrið var að lykjast um okkur c-g við vorum daufir i bragði. Alt i einu sáum við ljósglampa í gegn um skóginn, og eftir stutta stund sáum við litið hús standa i rjóðri í skóginunt. Eg hrópaði upp yfir mig af g’eði og við gtengum að húshurð- inni, sem var aftur, og drápum á dyr. IJurðin var opnuð og aldT- aður, alskeggjaður maður kom út í dyrnar og Xspurði hvert erindi okkar væri. Þegar eg sagði hon- um, að við vildum fá að vera yfir nójtina, mældi hann okkur frá hvirfli til ilja nteð augunum og sagði síðan: “Eg býst við, að eg gcti gert mér það að góðu, lef þið getið það.” Við þö'kkuðum fyrir og gengum inn með honum og sá- ttm, að þetta var þá að eins bjálka- hús og i því var að eins eitt her- bergi, og að það var nærri því fult af börnum á mismunandi ’aldri'. Við sáunt sex ieða átta, og önnttr fleiri voru á næstu grösum. Okk- ttr þótti mjög fyrir að sjá að eins eitt svefnrúm i herberginu, og við fórum að kviða fyrir, ef við yrð- um að si'tja uppi alla nóttina, því við vorum svo syfjaðir, að við gátum varla haldið höfði, og dauð- þreyttir. Eftir að okkur hafði veri$ borin góð máltíð af svinakjöti og mais- kökum, fór húsmóöirin að koma börnttnum i svefn. Tvö þau yngstu tók hún og lagði þau í rúmið; þau steinsofnuðu eftir tvær eða þrjat mínútur; tók hún þau þá og lagðt þau niður úti í horni á golfið. Síð- an tók hún önnur tvö og fór með þau á sfhiu leið, og svo áfram, unz allur hópttrinn var sofnaður. Þegar því var lokið og öll böm- Í11 sváftt í röð á gólfinu, gengu göntlu hjónin fram í viðarskúr, er var bygðttr viö húsið, og sögðtl okkur að hátta ofan i rúmið, sem við létum ekki segja okkttr tvisv- ar. Um tnorguninn vöknuðum við í dögun. og þið getið getið ])vi nærri, að okkttr varð' ekki um sel, þegar við urðum þess varir að við lágum á gólfinu við hliðina á börn- ttnum, en gömht hjónin sváftt i rúminu og hrutu hátt.” Flotastöíin í Singapor. Forsætisráðgjafinn í Ástralíu, Bruce, telur óumflýjanlegt fyrir velferð ibreska rtkisins, að haldið verði áfram við flotastöðina að Singapore. Út af þessari afstöðu ráðgjafans hefir verikamanna- flokkurinn þar í landi orðið óður og uppvægur og sagt um Mr. Bruce í pólitískum skilningi stríð á hendur. J

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.