Lögberg - 10.04.1924, Side 4
Bls. 4
é
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL. 1924.
; i lEögberg GefiíS út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talnimart N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Fditor
UtanAskrift til blað»in«: THE eOLU»lfll/\ PRE3S, Ltd., Box 3l7í, Winnipeg, UtanAskrift ritatjóran*: ÉOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. |
• The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Límited, iti the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. |
Rögnvaldur prestur í Vilpu.
FurSulegur samsetningur er I inngangurinn aÖ
aÖal-umræðuefni Rögnvaldar prests i svari sínu til
vor í síÖustu Heimskringlu. MaÖurinn er auösjáan-
lega i standandi vandræðum og meir en það, hann er
auÖsjáanlega sár-reiÖur út af þvi, aö vér uröum við
þeirri bón hans, aö segja almenningi frá því, í hverju
að trúðuleikur hans væri fólginn, og hann fórnar upp
höndum og hrópar i Kringlunni síðast: “Sjáið, hann
er aÖ leiða aðdáenda-her á móti hinu sameinaöa
kirkjufélagi, SanrbandssöfnuÖi í Winnipeg, Stephani
G. Stephanssyni og öllum þeim nafngreindum og ó-
nafngreindum mönnum, er frjálsri hugsun og óþving-
uðunr lifsskoðunum hér á meöal vor unna.’’’
“Xei, prestur góður. Þér skjátlast. Ritstjóri Lög-
bergs er ekki á herferð á móti neinu slíku. En þú
sjálfur hefir neytt oss út i aö gjöra starf þitt og fram-
komu á meðal Vestur-íslendinga að umtalsefni, og
vér höfunr sagt frá hvorutveggju eins og það er og
hefir komið oss fyrir sjónir, hispurslaust, og er þaö
ekki vor skuld, þó þér hafi' misfallið það, og er held-
ur ekki að furða sig á, því “sannleikanum verður hver
sárreiðastur.’’
En slikt er auka-atriði i máli þessu. AÖal-atriðið
er og verður andi sá, sem hefir stjórnað og stjórnar
enn orðum og hugsunum sumra manna á íslandi í
garð Vestur-íslendínga. Og það er ekki til nokkurs
hlutar fyrir séra Rögnvald, eöa nokkurn annan mann,
að ætla sér að sanna hið gagnstæða, því þetta er á vit-
orði nálega allra Vestur-íslendinga, og prestsins líka,
þó hann hafi ekki mannskap til þess að kannast viö
það,—jafnvel á vitorði hans eigin blaðs, Heimskringlu,
því ritstjóri þess er einmitt í síðasta blaði að kvarta
yfir þessari sömu litilsvirðingu, og það réttilega, þar
se.m hann bendir á að ljóðabækumar 4—5, sem gefn-
ar hafa verið út hér vestra og sendar heim til umgetn-
ingar, en þeirra svo aldrei verið getið.
En viö þetta mál hefir presturinn aldréi getað hald-
ið sig og rætt það eins og heiðarlegur maður. Hann
hefir ráðist á menn og málefni í þess staö, með dæma-
fárri ósvifni, til þess aö svala sér á mótstööumönnum
sinum og sverta málstað }>eirra, sem þó kom þessu
upprunalega umtalsefni-ekki minstu vitund við.
Alt tal séra Rögnvaldar í • síðustu Heimskringlu
um, að vér höfum hafið árás á þjóðarinnar beztu
menn, að vér teljum eftir þátttöku Vestur-íslendinga
í sameiginlegum þarfa fyrirtækjum heimaþjóðarinnar
og að vér séum að heyja einvigi' við gröf Gröndals, er
slúöur, eða vesallegur útúrsnúningur.
Er þaö nokkur árás, þó vér mótmælum missögnum,
móðgun og litilsviröingar-anda, sem frá þeirra hálfu
kemur fram í garö okkar Vestur-íslendinga? Hví
eiga þeir einir að hafa rétt á dómsorði um oss í því
efni, og vér að leggja oss hundflata undir það mót-
mælalaust?
Er það að telja eftir þátttöku i sameiginlegum
þarfamálum þjðarinnar, þó vér viljum að sú þátttaka
sé af þeim metin að verðleikum?
Ahnars finst oss aö vandlætingasemi Rögnvaldar
presþs í því efni sé næsta furðuleg, því þegar um þýð-
ingarmesta velferöarmál íslendinga var að ræða, Eim-
ski'pafélagsmálið, þá var ekki einasta, að hann væri
tregur á aö leggja fé fram því til styrktar, heldur
sveikst algerlega um að greiða það litla, sem hann
dróst á að láta.
Ekki þykir oss líklegt aö þetta einvigistal hans
verði til þess að villa mönnum sjónar á umtalsefni
því, sem hér er um að ræða. Eða heldur presturinn,
að Islendingar séu alment svo skyni skroppnir, aö þeir
ekki sjái og skilji, að ef hér er um einvígi að ræða, þá
er það ekki háð við gröf Gröndals, heldur hér í Winni-
peg við Rögnvald prest Pétursson. og að hann hefir
verið hrakinn af hólmi og liggur nú fastur og flatur í
sinni eigin ósanninda og útúrsnúninga vilpu, og er að
reyna að skýla sjálfum sér á bak við grafarfrið Grön-
dals, og á það ef til vill að teljast eitt af hinum miklu
drengskaparverkum hans.
RÖgnvaldur prestur biöur oss aö bi'rta kafla þann
úr akuryrkjumála skýrslu stjórnarinnar í Ottawa frá
1887, sem vér gátum um i siðasta svari voru til hans i
Lögbergi, þar sem tekið er fram, að nokkur þúsund
af Heimskringlu hafi verið send ókéypis tH fslands það
ár. Við þessari ósk viljum vér verða, en tekið skal
það fram, að þýðfngin á köflum þeim, sem hér er um
að ræða, er gerð af fyrrum ritstjóra Lögbergs, Einar-
ari H. Kvaran og tekið upo úr því blaði frá 6. júní
1888, og væntum vér aö þeir séu ekki áhrifaminni
fyrir þaö:
Frimann B.. Anderson, sem skrásett hefir skýrslu
þá um íslendinga, sem hér er um að ræöa, er að ta1a
um ástæðuna fyrir því, að tíu sinnum fleiri' fslend-
ingar hafi fluttst til Canada en Bandaríkjanna: Þar
stendur:
a) Góð og örlætisleg ímeðferð á fslendingum að
undanförnu af hálfu Canada-stjórnar”.
b) “óþreytandi starfsemi herra B. L. Baldvinsson-
ar, sem vafalaust er einn af beztu agentum stjórnar-
innar.”
c) “Áhrif íslenzka blaðsins “Heimskringlu . Af
henni hafa verið send nokkur þúsund blöð heim til
fslands gefins á árinu.”
Langt mál ritar Rögnvaldur prestur i þessu síð-
asta svari sínu til vorr, um kirkjufélagið, gjöröir þess
og stofnanir. Og þó það mál komi' hinu uppruna-
lega umtalsefni voru ekkert við, og þótt vér sé-
um. ■ ekki málsvari kirkjufélagsins isl. og lúterska
frá embættislegu sjónarmiði, þá getum vér ekki leitt
hjáoss sem félagi þess, að minnast á nokkur atriöi, sem
eru annað hvort svo rangfærö, að furðu sætir aö jafn-
» vel Rögnvaldur prestur skuli láta sér slíkt um munn
fara, eða þá að þau eru ósönn frá rótum.
Séra Rögnvaldur staðhæfir, að Únítarar, en ekki
kirkjufélagið, eigi gamalmennaheimilis hugmyndina.
Um þetta atriði er ekki til neins að fjölyrða að mun
hér. En þó mætti benda honum á, aö kvenfélag
Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg hafði þetta mál
tíl meðferöar löngu áður en samþykt sú var gerð á
þingi Únítara, sem séra Rögnvaldur á við í siðustu
grein sinni til vor í Heimskringlu, og Skapti heitinn
Brynjólfsson flutti inn á kirkjuþingið lúterska í
Winnipeg 1911. Rúmum fimm árum áður, eða ná-
kvæmlega sagt 8. marz 1906, setti kvenfélagið sam-
kvæmt uppástungu frá frú Láru Bjarnason, $50.00
til siðu til sjóðsmyndunar til stofnunar slíks heim-
ilis, og upp frá því 'hélt það félag áfram að efla
þann sjóð, unz aö hann er orðinn $2,817.53, 16.
janúar 1913, þegar kvenfélagið samþykti að afhenda
kirkjufélaginu hann og gamalmennamáliö. En það
■er með sögu þessa máls eins og annað, sem séra
Rögnvaldur er að reyna að segja frá, að hann virð-
ist ekki geta sagt rétt frá nei’nu.
Presturinn segir, að hjón iá Mountain, N.D.,
hafi veriö rekin út úr lútersku kirkjunni þar með
lík 16 ára gamals sonar. Vér vorum áður búnir að
aö heyra Rögnvald prest kæra kirkjufélagið opin-
berlega fyrir iþessa sök, en létum þá afskiftalaust
sökum þess, aö oss skildist hve viðkvæmt slikt mál
hlyti að vera aðstandendum og sé jafnvel enn, og
líka sökum þess, að oss var málið þá ekki nægilega
kunnugt. Nú hefir oss verið sagt frá ástæðum og
finst oss rétt að segja frá þeim sökum þess, að
þetta hefir veriö gjört aö blaðamáli, sem eldrei
skyldi verið hafa. Þegar þetta dauðsfall vildi til,
sem hér.er um að ræða, var séra Plans Thorgrím-
sen prestur á Mountain, en Elis Thorwaldsson safn-
aðarforseti. Til þeirra var komið til að biðja um
kirkjuna fyrir jarðarförina, og var hún veitt, og
stóðu báðir í þeirri hugmynd, að sóknarpresturinn
aetti aö jarðsyngja. En svo kemur séra Rögnvald-
ur Pétursson frá Winnipeg til Mountai'n, til þess
að jarðsyngja hinn latna. En a móti þvi að hann
fengi aðgang aö kirkjunni var tvent: Fyrst, að
prestur safnaðarins fylgdi þeirri reglu hinnar lút-
ersku kirkju, að hleypa ekki vantrúar prédikurum
inn í sínar kirkjur. f ööru lagi safnaðarsamþykt um
aö lána Únítörum ekki kirkju sína. Þetta fanst
þeim Elis Thorwaldssyni ' forseta safnaðarins ög
séra Hans Thorgrímsen presti hans, að þeir gætu
ekki brotið upp á sitt eindæmi, og kvöddu því til
safnaðarfulltrúafundar rog var þar samþýkt að
^eRgja bæði samþyktina og viðtekna reglu
prestsins til siðu og leyfa séra Rögnvaldi að tala í
kirkjunni—en þaö var ekki þegið. Þetta var gang-
ur þessa máls, eins og vér vitum hann réttastan og
frá honum skýrt hér til þess að óvilhallir menn
geti dæmt um þessa kæru séra Rögnvaldar eftir
vild.
Um kæru hans á lúterska söfnuðinn á Gimli er
það að segja, að í sambandi viö sorgaratvikið mikla,
sem þar er um að ræða, þá var gerð tilraun til þess
að þrengja séra Rögnvaldi þar inn, án þess aö einn
einasti af aöstandendum, sem heldur ekki heyrðu
hans félagsskap til, æsktu þess eða vildu nokkuö með
hann hafa í því sambandi. Þaö tókst ekki, og
síðan hefir heiftin sollið í sál prestsins út af því.
Þriðja kæran er, að forstöðunefnd Fyrsta lút.
safnaðarins í Winnipeg hafi fyrir skömmum tíma
haröneitað að leyfa “utankirkjufélags presti að tala
nokkur orð við jarðarför, sem þar áttí aö fara
fram.”
Lf Rögnvaldur prestur með þessu á viö, að for-
stöðunefnd Fyrsta lút. safnaðarins i Winnipeg hafi
nýlega neitað að leyfá utanfélagspresti ^ að
tala nokkur orð við útför í Fyrstu lút. kirkjunní í
Winnipeg, þá eru það bein ósannindi. Safnaðar-
nefnd- sú, sem 'hér um ræðir, hefir ekki veriö beðin
um néitt slikt nýlega, né heldur hefir hún neitað
um það, og skorum vér á prestinn að taka þessa ó-
sannsögli sina aftur opinberlega, eöa jþá alð vér
neyðumst til að prenta gögn þau, er vér höfum í
höndum, er sanna ótvíræðlega, aö hann fer með ó-
sannindi og slúður i þessu efni. |
Enn ritar 'séra Rögnvaldur langt mál um Her-
mannaritið, og er eins og vænta máttí lítið annað
en blekking og visvitandi ósannindi. Hann er enn
að reyna að -telja mönnum trú um, að Columbia
Press félagiö hafi ætlað að “narra” eða svíkja stór-
fé út úr Jóns Sigurssonar félaginu, og leggur enn
til grundvallar fyrir niðurstööum sinum tilboð Vik-
ing Press félagsins, þrátt fyrir það, þó vér séum
búnir að sýna fram á, að það komi málinu ekkert
vi’ð, þegar hin upphaflega kæra hans er lögö til
grundvallar, heldur að eins það, 'hvað það kostaði
félagiö að koma bókinni út, og þrátt fyrir þaö, þó
að hann sé búinn að segja mörgum mönnum, að
Viking Press hafi tapað stórfé á því að prenta bók-
ma fyrir það verð, (sem það félag gekst inn á aö
prenta hana fyri'r.
Rangt ,er það hjá séra Rögnvaldi, að vér höfum
sagt að Viking Press hafi verið borgað $8,280.85
fyrir verk sitt í sambandi við bókina. Félagi því
var borgaö nokkuð af þeirri upphæö fyrfr sitt verk.
en það var þaö sem bókin kostaöi Jóns Sigurðs-
sonar félagið samkvæmt yfirskoöuðum reikningum
þess og almenningi auglýstum í blöðum, auk sölu-
launanna, sem námu $264.00. F„f til vill er kostn-
aður á umbúðum, kössum og útsendíngu bókarinn-
ar að einhverju leyti innifalin í þessari upphæð, en
hann ér tiltölule|ga lítill, og er mismunur- þá á því,
sem félagið varð að borga fyrir bókina og tilboöi’
Columbia Press félagsins $437.00, eða því sem næst.
Columbia Press félagið gat ekki með neinu
móti gert þetta verk ódýrara en þaö bauöst til að
gjöra það fyrir; það gat heldur ekki' gjört að þ>ví,
né heldur á það sök á, þó Viking Press tæki að sér
að gjöra verkið fyrir svo lítiðj aö það tapaði á því
stórfé. Það tap getur ekki með neinu móti tekist
til greina, þegar um sanngjarnt verð á prentun bók-
arinnar er að ræöa, og ekki ’neldur á það sök á yf-
irsjónum þéirra, sem tilboðiö gerðu. Því allir vita,
að það var af aulaskap, en ekki af veglyndi, að
Viking Press tók að sér að prenta bókina fyrir miklu
lægra verö, en Col. Press eða nokkurt annað prentfé-
lag gat staðið sig við að gjöra það, og því ekkért vit i
að vera að leggja þau afglöp til grundvallar, þegar um
sannvirði er aö ræða, því hvorki séra Rögnvaldur
né heldur nokkur annar eigandi' Viking Press fé-
lagsins, mundi kæra sig um að gjöra það í annað
sinn.
Annárs er þessi prentunarrreikningur séra Rögn-
valdar orðinn nokkuð einkennilegur. Hann byrjar
með því að segja, að Columbia Press félagið hafi’
ætlað að “narra” út úr Jóns Sigurðssonar félaginu
$5,000. Þar næst segir hann, að það hafi verið
$5>°4b; 19. marz er upphæðin komin ofan í töluna
$4,46,00, hvað sem sú tala meinar, og nú 2. april
hefir þetta alt saman stigið upp í $5,846.00. Gam-
an væri' að vita, á hverja af þessum tölum að séra
Rögnvaldur trúir, og hver þeirra þaö sé, sem hann
ætlast ;til aö almenningur trúi.
Séra Rögnvaldur gjörir sér mikið far um að
sanna, að það sé ekki rétt hjá oss að hermannaritiö
sé prentað á 80 punda pappír en ekki á 120 punda
pappir, æins og hann hefir opinberlega staöhæft og
máh sinu til staðfestingar prentar hann reikning
frá félagi því, er pappírinn í bókina var keyptur af,
með þeirri mikilmannlegu yfirlýsingu, að hver sem
vilji geti fengið að sjá reikninginn á skrifstofu
blaðsins. Eftir aö vera búinn aö biðja pappírssölu-
félagið um bréf, sem sannaði að í bókinni væri 120-
punda pappír, og vilja þaö svo ekki, þegar hann sá
að það sannaði málstað vorn, tekur vesalings prest-
urinn þetta óyndis úrræöi', heldur en að gangast við
því eins og máöur, að hann hefði hlaupið á sig, og
aö þaö væri satt, sem vér sögðum um pappírinn í
bókinni. Þessi tala 120, sem sýnd er á reikningn-
um, táknar ekki einingarþyngd pappírstegundar þeirr-
ar. sem þar er um að ræöa, eins og eftirfylgjandi bréf
ber með ser: *
Columbia Press,
Citv.
Winnipeg, April 5, 1924.
Attention, Mr. Bildfeld.
Dear Sir,
As per your request we enclose you herewitl
sample of our Red Seal or Suede Coated Bool
32x44-120. rhis you will understand is what w
term the standard weight of 80 pounds to the reair
or m other words if you should require the size o
25x38 ít would be 80 pounds to the ream, 28x4
would 'be 100 pounds. All of which are I differen
sizes of sheets but the same weight of stock.
I he same applies on the standard weight of ia
pounds, which is 25x38-100. 28x42 would bé 12
pounds and 32x44 would be 150 'pounds.
In making out your quotation it will therefor
be necessary for you to ,keep these weights be'for
you, that ís the weights to the ream.
The above is baséd ,on the standard weight o
80 pounds and the standard weight of 100 pounds
We trust this information is what yau require.
■ Yours truly,
JOHN MARTIN PAPER CO., LTD.
niI R. Hillier,
RH/FM Sec.-Tnéas.
Á islenzku hljóöar bréfið svona:
Winnipeg, 5. apríl 1924.
Columbia Press, City, I
Athygli hr. Bildfell.
Kæri herra! Samkvæmt ósk yðar, sendum vér
yður hér með sýnishorn af Red Seal eða Suede
Coated bókapappír, sem vér höfum á þendi, stærð
32x44-120. Þér skiljið, ,að þaö sem vér köllum ein-
ingarþyngd (standard weightj þessarar stærðar
eru 80 pund í hverju / “ream”. Með öðrum
orðum, ef þér skylduð þurfa að, kaupa einingar-
stærðina 25x38 af þessum pappir, þá væru 80
pund í hverju “ream”. Ream, sem væri 28x42,
væru .100 pund. Arkirnar eru áf mismunandi
stæröum í öllum þessum tilfellum, en þyngd papp-
írsi'ns sú sama. Sama er að segja um þá tegund
pappírs, sem hefir 100 punda einingar-þýngd. Þar
er einingarstærðin 25x38-100 pund, 28x40 yröi 125
pund og 32x44-150 pund.
Það er því áríðandi að hafa þessar þyngdir í
huga, þegar áætlanir eru gefnar, það er að segja
hinar mismunandi þyngdir hvers “reams”.
Ofanritaðar tijlvitnanir grundvallast á einingar-
vigtihni .("standard weightj 80 og 100 pundum.
Vér vonum að þessar upplýsingar séu fullnægjandi.
Virðingarfylst,
John Martin Paper Co., Limited.
. R. Hillier, Sec.-Treas.
Séra Rögnvaldur segir, að í hermannaritið hafi
fariö 44 “reams” af pappir 32x44 aö stærð og 120
pund á þyngd. iÞetta er ósatt. I því eru 33 “reams”
af stærð þeirri, sem um er talaö, og er þá dregin frá
2%, sem vanalegt er að ætla fyrir misfellum á
pappír, þegar um slikar bókaútgáfur er aö ræða.
Finst nú ekki R. P. að hann sé kominn nógu langt
áleiðis með að villa mönnum sjónar í þessu pappírs-
máli og að þó að hann haldi þeim leik áfram út í
þaö endalausa, að þá muni honum aldrei takast að
telja mönnum trú um, að 80 punda pappír sé neitt
annað en 80 punda pappír? Finst honum ekki, að
það sé nú lýðum ljóst, að stærö “reams”ins breyt-
ir ekki minstu vitund einingar-þyngd hans ^Stan-
dard weight) og að pappír, sem hefir einingarvigt-
ina 80 pund og einingarstærðina 25x38, veröi alt af
80 punda pappír, hvort heldur aö “ream”ið af 'hon-
um er 35x38, 28x42 eða 32x44 aö stærð, og að mis-
muntirinn á þyngd þeirra þriggja stærða liggi ein-
göngu í mismunandi 1 stærðum arkanna, og að það
sé því alveg sama, hvort aö bókin sé prentuð á ein-
ingarstærðina 25x38 eða 32x44, að pappírinn í bók-
inni veröi nákvæmlega jafnþungur í báðum tilfell-
unum—80 pund, og að það fari aö eins færri arkir
CANADIAN PACIFIC STKAMSHIPS
BEINAR FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA
Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul-
uð þér gæta þeas vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpool beint til Canada.
Frekari upplýsingar verða gefnar með ánægju án nokkurra kvaða að yðar
hálfu af umboðsmönnum vorum. Einnig H. S. BARDAL, 894 Sherhrook Street,
eða W. C. CASKY, General Agent
Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba
í 'bókina af síðari stæröinni? Og finst ekki Rögn-
valdi presti, að eins og þessu máli nú er komið,
sé sæmd hans mest undir því komin að 1 snúa
við, gangast viö sannleikanijm og biðja konur
Jóns Sigurðssonar félagsins fyrirgefningar fyrir sig
og prentsmiöjuna sína, á því, að pappírinn í Her-
mannaritinu er svikinn og aö þær hafi veriö gabb-
aöar á honum, annað hvort af vanþekkingu eöa af
ásettu ráði? Því samkvæmt kafla þeim : úr samn-
ingunum um prentun bókarinnar, sem birtur var i
síðustu Heimskringlu, er engum efa bundið,
aö þar er átt viö einingarvigt (standard
weight) en ekki þyngd “reamsins”, eins og prest-
urinn vill koma mönnum til þess að ’trúa, því þegar
að talað er um þyngd á pappír, þá er undantekning-
arlaust átt við einingarþyngdina, i en áldrei víö
þyngd “reams”ins.
landbúnaðaráhalda ;vlerslunarinn-
ar í jWinnipeg, Mr. L. J. Haug,
haldið samsæti á King George
hótelinu hér í borginni í tilefni
af því að þá voru liðin tuttugu ár
frá því að ihann fluttist hingað til
borgar og stofnsetti téða versl-
un, sem blómgast ihefir sivo undir
stjórn hans að hún er nú orðin
ein sú allra stærsta slíkrar teg-
undar í Vestur-Canada
Nýlega var forstjóra Avery (Hótelstjórinn Mr. Thorsteinn
Ur bænum.
Mr. Kriatján l'étursson sá er
dvalið hefir undanfarandi á Gimli,
er nú fluttur aftur til sinna fornu
•stöðva, að Hayland P. 0. Man.
petta eru þeir, er þyrftu að eiga
við hann bréfaviðskifti, beðnir að
taka til athugunar.
+X**X*^**X**X**\*K**X**X**l**X**l**+**+**+**+*****+**+****************
Y
T
T
T
f
f
f
f
f
f
f
f
f
We, of the West.
We, of the West, are children istill
Of thine, dear Mother in the sea,
Our duity to our home we fill,—
But never loose our love of thee.
Though far and wide ouh ways we wend,
And varied walks of life we tread;
Our words and deeds shall ever tend
To weave a halo for thy head.
And, Olden Mother, still we keep
In love-lit hearts thy spotless name,
No Westem son shall make thee wieep,
No Western daughter hring thee shame.
Think not that we are thoughtless, blind,
We of this westem land afar;
Our souls are cleansed with life’s keen wind
—We lit our torch at the moming star.
We, of /fche West, are kind, thouvh bold
And as our efforbs bring renown,
We’ll íill thy hands with gifts of gold
And weaive thy brow a laurel crown.
And, never, O, God, let selfish blight
Divide us, weaken, curse and sear!
Unite !....Unite !....Unite!—Unite!
Mother is watching, — tears are near.
Christopher Johnston.
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
♦:♦
f
f
f
f
f
f
♦♦♦
>♦♦:♦
A. F. HIGGINS GO., Ltd.
Vér bjóðum yður að heimsækja búö vora á Sargent og Agnes Sts.
Þér munuð komast að raun um, að vörurnar eru vel valdar og
með sanngjömu verði.
Thompson steinlausar Rúsínur, pundið á ..... I2ýíc
Egta Ontario hunang, 5 pund á.................7$c
Vort bezta kaffi, hreint Sanlos af beztu tegund, brent í aöal-
búð vorri. Vanaverö 40C. Föstu og Laugard. pd. á .. 35S
Bezta rjómabús smjör, pundið á...............34°
No. 1 rjómabús smjör........................ •. 39^
Singapore Pine Apple, No. 2 tins.............20C
Ný Egg, extras 29C. Fresh First 24C Fresh seconds dús. 2ic
Wagstaff’s Royal Jam—Strawberry aö eins—, 4 pd. kanna á 75C
Blended Jam, góö tegund, bæði af eplum og raspberry, 4-pd. 55C
Five Rosies Flour, 7 punda poki fyrir........30C
Sheriffs Pure Extracts, 2 oz glös 25C, 4 oz glös.40C
Burdicks Marmalade, 4 punda kanna......... . . . • 68c
A. F. Higgins Co. Ltd.
664 Sargent Ave. - Phone B. 2242
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liafið ekki þogar Sparisjóðsrelkning:, þá getið þér ekki
breytt hygftllejíar, en að leggja penlnscn yðar inn á eittiivcrt af vor-
um næstu Ctibinun. par bíða þelr yðar, þegar rétti tíminn kemur til
að nota þá yður til sem niests hagnaðar.
Vnion liank of Canadat hefir starfað í 58 ár og licfir á þcim tíma
komlð tifpp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður llpra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mikll eða lítil viðsklfti.
Vér bjóðum yður að helmstrkja vort na'sta Ctibú, rúðsmaðurinn
og starfsmcnn lians, munu finna sér ljúft og skylt að leiðbelna yður.
trriBC vor eru a
Sargemt Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Slierbrooke
491 Portage Ave. og 9 önnnr útibú í Winnipeg
At) AI „SKIU I’STOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WIIXJAM — — WINNIPEG