Lögberg - 10.04.1924, Qupperneq 6
LÖGBERG, MMTUDAGINN, 10. APRtL. 1924.
6
Eg held því sem
eg hef
Hún tók af sér hettuna, hnepti frá sér káp-
unni og lét hana falla á gólfið. “Á eg að taka af mér
grímuna?” spurði hún og stundi við. “Sannarlega
ætti eg að hafa þennan silkibleðil fyrir and'.itinu,
til þess að þú sjáir ekki blygðun mína. Á eg ávalt
að verða jafn framthleypin, Finst þér ekki eg vera
djörf kona?” Meðan hún sagði þetta var Ihún sem
óðast að leysa af sér blæjuna. “Hnúturinn er of
fast bundinn.” Hún hló dálítið við og dró þungt
andann.
Eg losaði blæjuna.
“Má eg ekki setjast niður?” spurði hún i rauna'-
legum róm, en i augum hennar var gletnissvipur.
“Eg er ekki orðin vel styrk enn. Hjartað í mér—
þú veist ekki hve slæman lh[jartverk eg hefi stundum.
Eg græt yfir því á néttunum og þegar eg er ein.”
pað var bekkur undir glugganu’m og eg leiddi
hana þangað og hún settist niður.
“Eg verð að segja þér, að eg gekk um í
garði landstjórans, og það er aðeins gatan milli
hans og fangelsisins.” Hún var niðurlút og kafrjóð
í framan.
“Hvenær byrjaðir þú að els)ta mig?” spurði eg.
Frú iWyatt hlýtur að hafa vitað, hvers vegna
Rolfe varð einn eftir þegar allir aðrir fóru til
leiiksins og kom til okkar í garðinum. Hún sagði að
golan væri svöl og fór inn og sótti grímuna sína
handa mér; fór .síðan inn aftur til þess að sauma
út mynd af Samson í faðmi Delílu.”
“Var það hér í Jamestown, eða var það þegar
báturinn brotnaði við eyjuna, eða var það á eyj-
unni með rauðu hæðinni, þegar þú skrifaðir nafn
mitt á sandinn, eða —”
“Skipið siglir eftir þrjá daga og við verðum að
fara til Englands eftir alt ^aman. Eg er ekkert hrædd
við það nú.”
“Eg hefi aðeins einu sinni á æfinni kyst þig,”
■sagði eg.
Hún roðnaði enn meir, en í augum ihennar var
hlátur og á hak við íhann voru tár. “pú ert mjög á-
kafur maður; sagði hún. “Ef þú ert ákveðinn í að
fá vilja þínum framgengt, þá veit eg ekki hvort eg
fæ staðið á móti því. Eg veiti einu sinni ekki hvort
— hvort eg vil standa á móti.því.”
Úti tolés vindurinn og sólin skein og hláturinn
fyrir neðan vígið var of langt tourtu til þess að hann
raskaði ’ró okkar. Heimurinn ’hafði gleymt okkur
og við vorurn ánægð með það. Við sögðum ekki
margt; eg held að sæla okkar Ihafi verið of mikil
til þess að finna útrás í orðum. Eg kraup á kné við
hlið hennar og hún lét hendur sínar hvíla í mínum
höndum, og við og við töluðum við fáein orð. Henn-
ar stutta og einmanalega líf hafði verið ihamingju-
snautt, og það hafði mitt líf líka verið, þótt það væri
lengra og viðburðaríkara. peim, ,sem höfðu verið
henni savntíða, hafði fundist hún vera kát og glöð í
bragði; eg ihafði notið toylli félaga minna, vegna
þess að eg gat gert að gamni mínu eigi siður en
barist. Nú vorum við sæl, en við vorum ekki glöð.
Við vorkendum hvort öðru f við vissum, að þótt við
brostum í dag, gætu tár og stunur orðið hlutskifti
okkar á morgun; sólin skein glatt umhverfis okk-
ur, en við vissum að skýin voru í aðsigi.
“Eg verð bráðu’m að fara,” sagði hún að lokum.
“pessi samfundur O'kkar er algerðu leyfisleysi. Eg
veit ekki hvenær við sjáumst aftur.”
Hún stóð upp af toekknum og eg stóð upp líka
og við stóðum toæði saman við gluggann með járn-
grindunum fyrir. pað var engin hætta á að hún sæ-
ist. Á strætinu fyrir neðan og á torginu var enginn
maður. Eg lagði ihandlegginn utan um ihana og hún
hallaði sér upp að torjósti mínu. “Við sjáumst ef til
vill aldrei framar,” sagði hún.
“Veturinn er liðinn”, svaraði eg. “Bráðum
laufgast trén og blómin springa út. Eg vil ekki trúa
því, að á eftir vorinu í ást okkar komi ekkert sumar.
Hún tók lítið tolóm úr barmi sér, sem hafði ver-
ið nælt þar. pað lá lítil blá stjarna í lófa hennar.
“Það óx í sólskininu,” sagði hún, “það er fyrsla
vorblómið.” Hún þrýsti því að vörum sínum og
lagði það svo í gluggakistuna .við hliðina á Ihendinni
á mér. “Eg hefi fært þér illar gjafir — óvini og
baráttu og hættu. Viltu taka þetta litla bláa tolóm—
og hjarta ‘mitt með?”
Eg laut niður og kysti fyrst iblómið og svo var-
irnar, sem buðu mér það. “Eg er ríkur”, sagði eg.
Sólin var farin að lækka á lofti og trén á torg-
inu og gapastokkurinn vörpuðu frá sér löngum
skuggum. Vindinn lægði og hljóðin neðan frá víg-
inu þögnuðu. Alt var kyrt. Ekkert ihreyfðist nema
skuggarnir, sem voru að smálengjast, þangað til að
bópur af smáfuglum með hvítar bringur flaug fyr-
ir gluggann. “Siyórinn er farinn,” sagði eg, “því
snæfuglarnir eru að fljúga norður.”
“Skógarni grænka bráðum,” sagði hún *með
raunarrómi. “ó, að við gætum einu sinni aftur rið-
ið saman gegnum þá til Weyanoke.”
“Heim.” sagði eg.
“Heim,” endurtók hún lágt.
Það var barið hægt áhurðina fyrir aftan okkur.
“Þetta er merkið, sem Rolfe gefur,” sagði hún. “Eg
má ekki vera 'hér lengur. Segðu mér, að þú elskir mig
og láttu 'mig svo fara.”
Eg dró hana nær mér og þrýsti kosgi á höfuð
hennar. Véistu þá ekki að eg elska þig?” spurði eg.
“Jú,” svaraði hún, “mér hefir verið*kent það.
Segðu mér að þú trúir því, að Guð muiji verða okkur
góður. Segðu mér að við munum verða hamingju-
söm, því hjarta mitt er fult af kvíða í dag.”
Rödd hennar klökknaði ’og hún lá titrandi í
faðmi mínuvn og huldi andlit sitt. “‘En ef okkar sum-
ar skyldi aldrei icoma,” hvíslaði hún. “Vertu sæll
elskhugi ‘minn og eiginmaður. Hafi eg fært þér eyði-
leggingu og dauða, iþá hefi eg líka fært þér einlæga
ást. Fyfirgefðu mér, gefðu . mér koss og láttu mlg
svo fara.”
“Þú ert konan mín og eg ebka þig og virðl,”
mælti eg. „Hjarta mitt spáir sumri og gleði, friði og
ihevnili.”
Við kystum hvort annað alvarleg, sem þeir, sem
skilja fyrir ferðalag eða stríð. Eg talaði ekki orð við
Rolfe, þegar hurðin var opnuð og hún fór með káp-
una dregna fyrir andlitið, en við tókumst í hendur
og við vissum báðir að vð vorum tovor annars vin.
Þau fóru samsfundis og fangavörðurinn lét aftur
hurðina og læsti henni. Eg gekk aftur að bekknum
undir glugganum, lagðist á kné og ihuldi andlitið í
höndum mér.
---------o--------
29. Kapítuli.
Eg fer á stefnumót.
Sólin hneig til viðar rauð og eins og blóð og
sló eldrauðum tojarma á ána. Loftið var skýjalaust,
en dökkleitur roði steig upp á háloftið og skógurinn
var kolsvartur til að sjá, þar sem hann bar við rautt
loftið. Smám saman dofnaði liturinn og nóttin kom
— lognnótt með óteljandi stjörnum. Eg gekk frá
glugganum setist niður skamt frá honum og horfði
í glóðina á arninu’m, *þar sem eg þóttist sjá margs-
konar myndir, eins og eg hafði gert þegar eg var
drengur.
Eg sat þarna lengi og það leið á kvöldið og öll
háreysti í bænum hljóðnaði; aðeins kall næturvarð-
arins toarst til eyrna minna við og við. Diccon var
Ihjá ’mér. Hanp lá í öllum fötunum á hálmdýnu í
einu horni herbergisins, en hvort hann var vakandi
eða sofandi vissi eg ekki. Vð töluðum aldrei saman
að óþörfu, eftir að atvikin stefndu leiðum okkar
saman aftur, heldur aðeins þegar þörf krafði.
Eldurinn var nærri kulnaður út, og klukkan
hlýtur að hafa»verið orðin tíu, þá snérist lykillinn í
skránni, en hægar og hljóðlausara en hann var van-
ur; hurðin opnaðist, fangavörðurinn kom inn og
lokaði henni á eftir sér. Hann átti ekkert erindi til
mín þegar komið var fram á nótt, og eg horfði á
hann hálfygldur á .svip og með óþolinmæði, sem brátt
varð að forvitni.
Hann fór að líta eftir hinu og öðru í herberg-
inu eins og hann væri að gæta að hvort alt væri í
lagi; hann gætti að hvort yatn væri í könnunni,
sem stóð hjá rúminu mínu, og hvort hálmurinn í því
væri nýr, hvort járnstengurnar fyrir glugganum
væru í góðu lagi og að síðustu gekk hann að eldin-
um og kastaði á hann grenikubbum. Eldurinn bloss-
aði Ibráðum 'upp og við birtuna frá ihonum opnaði
hann aðra hendina, sem hann hafði krepta, og sýndi
mér tvo gullpennga og samanbrotið pappírstolað,
sem lá undir þeim. Eg leit í ílóttalep* augun og á
andlitið, sem.var grimdarlegt og ófrítt, en það varð
ekkert lesið út úr því. Hendin lokaðist aftur utan
um það, sem í henni var og hann snéri sér við, sem
hann ætlaði að fara út. Eg dró gullpening upp úr
vasa mínum, einn af fáum, er Rolfe 'hafði fært mér og
lét hann snúast ótt og títt upp á rönd á gólfinu í
birtunni frá eldinum. Fangavörðurinn gaf því horn-
auga, en hélt áfram að færa sig nær dyrunum. Eg
dró upp annan pening og lét hann líka snúast.
“peir fylgjast að tveir og tveir,”‘ sagði eg, ‘sá þriðji
kemur á eftir.1”
Hann var búinn að stíga á þá áður en þeir
hættu að snúast. Á næsta augnatoliki voru þeir allir
hjá hinum í lófa hans og hann stakk öllum í vasa
sinn. Eg rétti út hendina eftir blaðinu og hann rétti
mér það mjög dræmt, sem hann vildi gera mér á
móti skapi. Hann Ihefði staðið fast hjá mér meðan
eg las það, hefði eg ekki skipað honum að færa sig
fjær. Eg kraup niður við eldinn og opnaði bréfið.
pað var skrifað með smárri kvenmannshendi og var
á þessa leið:
“Ef þú elskar mig, þá komdu til mín tafarlaust.
Komdu strax til kofans, sem stendur á nesinu skóg-
ar megin. Svo framarlega sem þú ert elskhugi minn
og riddari þá láttu ekki bregðast að koma á þetfá
stefnumót.
pín í vanda og ihættu stödd eiginkona.”
Á smanbrotnu blaði við ihliðina á því var lína
rituð með landstjórans eigin hendi: “Handihafi
þessa blað3 má fara út fyrir víggirðingarnar eftir
vild sinni.’
Eg las bréfið aftur, braut það svo saman og
stóð upp. “Hver kom með þetta til þín karl minn?”
spurði eg.
“Einn af þjónum landstjórans,” svaraði 'hann
alveg hiklaust. “Hann sagði að bréfið væri alveg
meinlaust og gullið væri ekta.”
“Hvenær var það?”
“Rétt áðan. Nei, eg þekti ekki manninn.”
Eg sá engin ráð til að komast eftir hvort hann
segði satt eða lygi. Eg tók upp einn gullpening enn
og lagði hann á borðið. Hann horfði á hann ágirnd-
araugum og fór að færa sg nær.
“Fyrir að skilja þessa hurð eftir opna,” sagði
eg.
Hann lygndi augunum, *vætti á sér varirnar og
tvísteig.
Eg Iagði niður annan pening. “Fyrir að opna
ytri dyrnar,” mælti eg.
Hann vætti aftur á sér varirnar og það heyrðist
eitthvað ógreinilegt kokhljóð til hans. Loksins
stundi hann upp: “Herforinginn lætur negla eyrun
á mér við gapastokkinn fyrir þetta.”
“Pú getur lokað dyrunúm á eftir mér og látist
vita eins lítið og þú vilt á morgun.” sagði eg. ”pað
er engann gróða að fá, ne*ma með áhættu.”
“Pað er rétt”, sagði hann og þreif til gullsins.
Eg ýtti því þangað sefm hann náði því ekki.
“Vindu fyrir því fyrst.” sagði eg þurlega. Leitaðu
undir gapastókknum eftir eina klukkustund og þar
muntu finna það. Eg borga ekki fyr en eg cr kominn
út.’
Hann beit sig í varirnar og 'horfði niður á gólf-
ið. Þú ert heiðursmaður,” sagði hann loksins; mér
er held eg óhætt að treysta þér.”
“Eg 'held að þér sé það óhætt.’
Hann tók upp ljósker sitt og gékk að dyrunum.
“Það er orðið framorðið,” sagði hann og reyndi að
gera sér upp að hann væri syfjaður, iþótt honum
tækist það illa. “Eg fer að sofa, kafteinn, þegar eg
er búinn að loka. Góða nótt.”
Hann var farinn um leið og hann siepti orð-
inu o gskildi hurðina eftir opna. Eg gat gengið út
úr fangelsinu, eins og eg hefði getað gengið út úr
húsi mínu í Weyanoke. Eg var frjáls, en átti eg að
þyggja frelsið? Eg gekk aftur að eldinum, braut
sundur blaðið og horfði á það og braut heilann um
innihald þess. Rithöndin? Eg ihafði aðeins einu
sinni séð rithönd hennar, og í það skifti toafði hún
skrifað með skel á sandinn. Eg gat ekki sagt um
hvort þetta var sama ribhöndin. Hafði hún sent
þetta bréf, eða hafði hún ekki sent það? Ef það væri
falsað, 'hvaða gildru væri þá verið að koma mér í?
Eg gekk fram og aftur um gólfið og reyndi að ráða
fram úr þessu. Það var alt mjög undarlegt; stefnu-
mótið í afskektum kofa og leyfið, sem kom frá eið-
svörnum embættis?manni félagsins; viss orð, sem
eg hafði heyrt um daginn ...... Gildra...........
og að ganga í ihana með opin augun.......“Ef þú
elskar mig. vo framarlega, <s-em þú ert riddari mlnn,
þá komdu á þetta stefnumót. í vanda og hættu
stödd”..........Hvað se'm í húfi væri gæti eg ékki
átt það á Ihættu.
Eg hafði engin vopri til að taka með mér og
engan undirbúning. Eg tók upp gullpeninga fanga-
varðarins, gekk að hurðinni opnaði hana, fór út og
ætlaði að leggja ihana aftur hægt á eftir mér. En
þá var fæti stungið í gættina, svo eg kom henni ekki
aftur. “Eg ætla að fara með þér,” sagði Diccon lágt.
Eg vek alla ef þú reynir að hamla mér frá því.”
Höfuð hans var réigt afurábak eftir gömlum sið
hans; og það var sami fífldirfskusvipurinn á and-
liti hans. “Eg veit ekki hversvegna þú ferð,” sagði
hann, “ en það verður hætta á ferðum.”
“Eg trúi því fastlega, að eg sé að ganga í
gildru,” svaraði eg.
“Hún lökast þá á eftir tveimur, en ekki einum,”
sagði ihann. f
Hann var ikominn fram fyrir hurðina og það var
ekkert hik að sjá á andliti hans, sem hafði sinft
gamla einbeitnissvip.. Eg þekti hann ofvel til þess
að eyða nokkrum orðum við toaná. pað var fyrir
löngu orðið eðiilegt og sjálfsagt að við stæðum hvor
við annars 'hlið, hvenær, sem 'hætta var á feðrum.
Þegar toúið var að láta aftur hurðina, svo að
ekki sást lengur birtan frá^eldinum, var kolsvarta
myrkur í fangelsinu. pað heyrðist ekkert ihljóð.
Hinir fangarnir sem voru fáir, steinsváfu.; fanga-
vörðurinn var einhverstaðar og hann dreymdi með
opin augun. Við þreifuðum okkur áfram gegnum
göngin að stiganu’m, gengum niður hávaðalaust og
fundum dyrnar opnar; slagbröndunum toafði verið
skotið frá og hurðin var opin í hálfa gátt.
pegar eg var búinn að leggja peningana undlr
gapastokkinn hröðuðum við ferð okkar yfir torgið,
því við vorum hræddir um^að næturvörðurinn mundi
hitta okkur, og tókum fyrstu götu að víggirðingunni.
Bærinn lá steinsofandi undir toliki stjarnanna. pær
voru svo bjartar í fjarska, að það var ekki mjög
dimt niðri á jörðinni undir þeim. Við gátum séð
lágu húsin og dökkleitu grenitrén, tolaðlausu eikurn-
ar og sandþakta götuna, sem lá niður að ánni, sem
endurspeglaði 'hi'mininn með allri stjörnudýrðinni.
pað var 'kalt, en alvej blæjalogn og skafheiðríkt
loft. Við og við gelti-ihundur, eða úlfur gólaði í
skóginum hinum megin. Við héldum ókkur þar sem
mestur var skugginn af húsunum og trjánum og
fórum hratt, hljóðlaust og varlega eins og Indíánar.
Síðasta húsið, sem við urðum að fara fram hjá
áður en við kæmum að víggirðingunni, var hús, sem
Rolfe átti og sefti hann dvaldi í, þegar Ihann var i
Jamestown í einhverjum erindagerðum. Húsið sjálft
og nokkur úthýsi, sem stóðu á bak við það, voru
dökk eins og sedrustrén, sem þau stóðu innan um,
og þar ríkti grafarþögn. Rolfe og bróðir hans Indí-
áninn sváfu þar nú, ef þeir annars sváfu. Eða voru
þeir þar? Gat það ekki' hafa verið Rolfe, sem mútaði
fangaverðinum og fékk útfararleyfið handa mér hjá
West? Gæti ekki verið að eg fyndi hann á staðnum,
sem var tiltekinn í bréfinu? Gæti ekki alt farið vel
ennþá? Eg hafði sterka freistingu til þess að vekja
upp í húsinu og spyrja að hvort ihúsbóndinn væri
heima. Eg gerði það ,samt ekki. pað voru þjónar þar
og eg viss að það myndi verða háreysti, ef eg færi
að vekja upp, og tímjinn sem gat verið dýrmætari en
lífið sjálft var óðum að liða. Eg hélt áfram og Diccon
mleð mér.
Rétt út við víggirðinguna var smáhýsi, og þar
átti einn maður altaf að vera á verði meðan annar
svaf. pessa nótt voru þeir báðir sofandi. Eg ýtti við
þei'm yngri þangað til hann reis á fætur og valdi
honum ekki sem fallegust prð fyrir hirðuleysi hans.
Hann hlustaði á mig eins og hann vissi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið og ihann las útfararleyfi mitt við
bjarmann frá ljóskerinu með jafnmiklum skilningí.
Hann gat naumast staðið á fótunum fyrir svefnt
og hann var fullar þþjár mínútur að reyna að opna
hurðina. Loksin snérist stóra og þunga tréhurðin á
hjörunum og ’maður sá út á veginn. “Þetta dugar,”
sagði hann í hálfum ‘hljóðum, ”leyfi loringjans.
Góða nótt herrar mínir, þið eruð þrír saman.”
“Ertu fullur, eða hvað gengur að þér?” spurði
eg. “Við erum ekki nema tveir. Þú ert ekki svona af
svefni, hvað getur það þá verið?”
Hann svaraði engu en stóð og starði á okkur
með stýrurnar í augunum; það var eitthvað að hon-
um annað en það að ihann væri syfjaður og má vel
vera að honum hafi verið gefið svefnlyf. pegar við
vorum komnir nokkur skref frá hliðinu, heyrðum
við hann endurtaka það .sem hann ihafði sagt um að
við værum þrír. Svo heyrðum við hliðið lokast og
slagbrandinum vera hleypt fyrir.
Fyrir utan viggirðinguna var óræktað land,
flóafen og .skógarkjarr, sem fór smá mjókkandí,
þanagð til það varð að mjóu sandeiði með kjarri
sem tengdi nesið við skóginn. Hér og þar á þessu
óræktaða landsvæði voi*u kofaræflar, sem fátæk-
lingar ihöfðust við í. Það var* ‘myrkur í þeim öllum.
Við fórum ‘framhjá þeim og kbmumst fram á nesið,
þar sem árniðurinn var á báðar hendur, og fyrir
fra’man oTckur var skógurinn dimhiur o gsvartur. Ait
í einu nam Diccon staðar og leit við. “Eg heyrði þá
eitthvað,” sagði hann mjög lágt.
“Líttu við.”
Við dauft stjörnuskinið ‘mátti sjá eftir vegin-
um, sem var slétttroðinn og harður eftir fætui
allra þeirra, sem höfðu kómið og farið. Eitthvað
'lágt og dökkleitt kom á eftir okkur, eitthvað, sem
fór hvorki hratt né hægt, en ihélt stöðugt áfram með
jöfnum drjúgum fetum. “Það er pardusdýr.” sagði
Diccon.
Við horfðum á dýrið forvitnir fretinur en hrædd-
ir. pessir stóru kettir eru huglausir, nema þeir séu
ertir eða eigi líf sitt að verja eða séu hungraðir.
pað var lítil hætta á að það réðist á okkur tvo sam-
an. pað kom nær og nær, og það sáust ekki á því
nein merki grimdar eða hræðslu; það lét sem það
sæi ékki langa grein, sem Diccon hafði í höndunum
og sem hann var að reyna að ihræða dýrið tourt með.
pegar það var komið svo nálægt að við gátuvn séð
hvíta litinn á toringu þess, settist það niður, horfði
á okkur með stórum augum, alveg óhrætt, og veif-
aði rófunni ofurlítið fram og.aftur.
“pað er tamið dýr.” hrópaði Diccon. “pað hlýt-
ur að vera dýrið, sem Nautanguas tamdi. Hann hef-
ir náttúrlega haft það í geymslu einhverstaðar ná-
lægt húsi Rolfes.”
“Og það hefir heyrt til okkar og elt okkur í
gegnum hliðið,” sagði eg. “Það var sá þriðji, sem
varðamaðurinn var að tala u‘m.”
Við héldum áfra'm og dýrið, sem hagaði göngu
sinni eftir hraða okkar, fylgdi á eftir. Við litum á
það af og til, en við voru ekkert hræddir við það. Eg
var farinn að ihalda að það hættuminsta, sem eg
gæti fundið þá nótt væri villidýr. Eg ’hafði enga von
léngur um, né heldur óttaðist, að eg myndi finna
konuna mína, þegar takmarki þessarar ferðar væri
náð. Þessi ein’manalegi vegur, sem lá inn í myíkan
skóginn, áin djúp og dökkleit, sem gnauðaði með
sorglegum nið, stjörnurnar tojartar og kaldar, kuld-
inn í verðinu, fjarlægðin •— hvernig ætti Ihún að
geta verið hér á slíkum stöðum? Og væri það ekki
thún, hver gat það þá verið?
Kofinn, <sem mér hafði verið stefnt til lá í krókn-
um milli eiðsins og árbakkans. (Eiðið tengdi nes-
ið við landið). Öðrum megin við ihann var áin en
hinum megin skógurinn. pað fór slæmt orð af staðn-
um og enginn ihafði toúið þar síðan maðurinn, sem
toygði kofann hengdi <sig í dyrunum á ’honum. Kof-
inn var orðinn mesta skrifli. Á sumrin óx illgresið
alt í kringum hann og eitraðir snákar áttu ibæli und-
ir gólfinu í honum; á veturna lágu snjósikaflar upp
að Ihonum á alla vegu og fuglar flugu gargandi út'
og inn um dyrnar og gluggan^. í þetta skifti ihafði
hurðin verið lájtin fttur og gluggar byrgðir með
einhverju, en í gegnum rifurnar milli tojálkanna sást
rauður eldtojarmi; það logaði eldur í kofanum og
einhver beið þar.
- Þögnin, sem ríkti þar var lamandi. Það var ekki
alger þögn, því það mátti heyra árniðinn í grófgerðu
sefinu og langt burt inni í skóginum gaf eitthvert
dýr næturinnar frá <sér ihljóð; það var ein.s og alt
væri að hlusta, stæði á öndinni, bíða eftir einhverju
voðalegu. Hurðin, sem var öll <skökk og opin var
lögð aftur, en henni var ekki lokað, sem var auðséð
af því að ljósið skein alstaðar út með henni öðrum
■megin. Eg lagði hendina á hana ofurhægt og opn?
aði hana dálítið og leit inn.
árgangurinn ^
og fáið stærsta
og fjöllesnasta
, s 1 e n z k a
blaðið í Keimi
eitthvað, þá komið með það til
The Columbia Press, L
Cor. Saráent & Toronto
HJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er Iandúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Go-operative Dairies
LIMITKD i