Lögberg - 10.04.1924, Side 7

Lögberg - 10.04.1924, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRÍL. 1924. Bla. 7 Öll fjölskyIdan notar þœr. Mrs. J. Lister Hœlir mjög Dodd's Kidne\y Pills. Ontario kona er hrifin og hælir mikillega Dodd’s Kidney Pills og Dodd’s Dyspepsia töflum. Ravensworth, Ont., 7. apr. ('ein- kaVregnj.. “Eg get með gó'Öri samvizku mælt meÖ Dodd’s Kidney Pills og vildi ekki vera án þeirra á heirnilinu hvað sem kostaÖi. Bæði eg, mað- ur minn og born, nota þær. “Eg hefi einnig notað Dodd’s Dyspepsia töflur og hafa þær reynst mér vel. Eg var orðin ófær til vinnu og hafÖi enga matarlyst. Eftir aÖ hafa tekiÖ úr tveimur öskjum, kendi eg mér ekki neins meins.” Slík er reynsla Ms. J. Lis- ter, velmetinnar konu hér í ná- grenninu. Dodd’s Kidney Pills verka beínt á nýrun og veita þeim mátt til aö halda blóöinu hreinu. — Dodd’s Dyspepsia töflur eru ágætar við magaveiki og halda meltingunni í góðu lagi. Með góðri meltingu og hreinu blóði getur líkaminn af sjálfsdáð- um varíst flestum sjúkdómum, er daglega reyna að ofsækja hann. Dodd’s Kidney Pills og Dodd’s Dyspesia töflur fást hjá öllum lyf- sölum. Hver er ástæðan ? Eg bjóst við, að Ritstjóri Heims- kringlu svaraði grein minni, sem birt var i Lögbergi—þó ekki væri nema vegna þess, að hún var þar birt :— og skrifuð var í tilefni af árás hans á hr. Burnell, formann hveitinefndarinnar. Og sjá! Það stóð ekki á svarinu. Hitt er ann- að mál, hvernig þar er gengið til verks. Eg skildi ekki í ástæðu ritstjór- ans fyrir árás hans á hr. Burnell. Gat þess þó til, að hún væri sú, að Hkr. hefði farið-varhluta af aug- lýsingum hjá bráðabirgðanefnd- inni. Þó eg viti fullvel, hve mik- ilsvert það er fyrir blöðin, að fá auglýsingar, fanst mér það samt smávægileg ástæða fyrir árásinni’ á formannn Bændafélagsins og eg furðaði mig á hvað undir byggi. í grein sinni í síðustu Hkr. svar- ar ritstjórinn því einu til, að árás sin á hr. Burnell hafi verið verð- skulduð, og að athugasemdir min- ar við hana séu ekki á rökum bygð- ar. Sama staðhæfingin endurtek- in án tilraunar eða þess, sem því nafni getur heitið, að sanna málið og sýna ástæður fyrir frumhlaup- inu. Skýring sú, er ritstjórinn gaf mér litilmótlegast á skrifstofu sinni, var mér alt annað en full- nægjandi. Satt að segja held eg, að það, sem eg lagði til málsins þar, hafi alveg eins verið til greina takandi og það annað, sem sagt var. En kappgirm stórmennanna er nú stundum til svona, að þeir eiga svo bágt með að taka athuga- semdir smælingjanna til greina. Þá bætir það ekkert úr fyrir rit- stjóranum, að hann nú í þessari svaragrein sinni reynir að bera ráðsmann blaðsins fyrir ummælum sínum um Burnell, eða því, “að framkoma Burnell og auglýsinga- manns bráðabirgðar nefndarinnar, stappi l(tilsvirðingu næst gegn les- endum Hkr.”. Og meðan ráðs- maðurinn sjálfur lýsir því ekki yf- 'rt efast eg um að ritstjórinn hafi haft leyfi frá honum til þess að birta þau ummæli. Aðferð rit- stjórans i þessu efni ber á sér, hvað sem öðru líður, greinilegan yfir- klórs-blæ. Sé nokkuð hægt upp úr þessari staðhæfing ritstjórans að Eggja, er það einna frekast það. að ummæli min muni reynast sönn um að lítið verði gert úr rausi þeirra manna um hr. Burnell, sem hvorki hafa heyrt hann né séð sjálfir. Það fer vanalega sem vill, ei’ns og sagt er, með staðhæf- ingar manna, þegar farið er að halda þeim fram á grundvelli ó- kunnuglieka og vanþekkingar. Enn fremur re>tnir ritstjórinn, að fegra málstað sinn með þvi, að svo heppilega vilji til, að hann hafi átt tal við Islending, sem einna mest hafi átt við Burnell að sælda; mann, sem virðingar nýtur fyrir hreinskilni og ósérplægni, segir rit- stjórinn. Hefir hann fyrst eftir manni þessum, að hann geti und- irskrifað flest í grein minni um Burnell. En—samt, á einhvern yf- ii náttúrlegan hátt, að eg hygg hel/.t, kemst ritstjórinn að þeirri niður- stöðu, að þessi maður skilji ómögu- lega, fremur en hann sjálfur, af- stöðu Burnells í nefndarstarfinu, og því síður mina i bændamálum. Hver þessi skoðanabróðir ritstjór- ans er, fær maður ekki að vita. Ritstjórinn verður þar aftur á yf- irklórs-aðferðinni að halda. En muninn, sem er á skoðun minni og þessara tveggja manna— ritstjórans og skoðanabróður hans —í þessu umrædda máli, segir rit- stiórinn felast í því, að þeir hugsi um málefnið, en ekki manninn, eins og eg geri. Auðvitað hefir rit- stjórinn ekki verið að hugsa um Burnell, þegar hann sagði fram- komu hans i nefndarstarfi’nu heimskulega! Hver svo sem þessi hreinskilni, ósérplægni bændasinni er, sem ritstjórinn minnist á, á eg erfitt með að trúa, að honum sé ljósari ástæða ritstjórans fyrir þessum ummælum um Burnell, en afstaða Burnells í hveitínefnd- nni og afstaða min í bændamálum. Ef ritstjórinn væri svo góður, að segja ti'l nafns hans, væri ekki úr vegi, að biðja hann að skýra málið, því ekki er óhugsandi, að hann gæti gert betri grein fyrir ástæðu sinni en ritstjórinn. Að eg sjái ekki hvað málefnum l’ður, vegna blinds dálætis á vissum mönnum, getur verið valt fyrir rit- stjórann að reiða sig á. Og líti'l ástæða er það fyrir þeim dómi rit- stjórans um mig, að eg gat um það, sem Burnell hefði afrekað í þjóðfélagrnu, í örfáum orðum. Þykir mér vænna. um að ritstjór- inn, sem ekki þekti neitt til Burn- ells áður, kannast við, eftir þá lýs- ingu, að hann sé mannkostamaður. Og ef svo færi, að ihann með tim- anum sæi betur eftir en áður, hve árás hans var óverðskulduð, þá tel eg grein mína ekki hafa farið er- indisleysu. Fyrir mitt blinda dálæti á mönn- um eða tilhneigingu til skurðgoða- dýrkunar, hefir mér ekki verið neitt við brugðið. En verið hefi eg á því þingi, þar sem þessi til'hneig- ing, sem ritstjórinn semur varúð- arreglur um í grein sinni, hefir gengið svo langt hjá mönnum, að þeir hafa gert sig að athlægi. Að öðru leiti er að jafnaði erfitt að draga línu á milli manna og mál- efna. Ef,eg færi, eða einhver ann- ar, að segja framkomu eínhvers okkaf- leiðandi manns hér vestra heimskulega, er eg viss um, að það yrði undir eins skoðað sem árás á stefnur þær, eða skoðanir, sem maðurinn berst fyrir, af fjöldan- um, sem honum fylgir að málum. Sú tilhneiging kemur á smásmug- legan hátt fram hjá ritstjóranum sjálfum, þar sem honum finst það stór furða, að eg skyldi birta svar mitt í Lögbergi. Ritstjórinn er í vondu skapi út af því, að eg beri brigður á sann- sögli hans. Út af því er þarflaust að reiðast. Það skortir mikið á, að nokkur maður sé alvitur. Sú hætta gctur því ávalt vofað yfir, að mönnum skeiki óafvi'tandi. En sá, sem viðurkennir yfirsjónir sinar, þegar sannaðar verða, , meta flest- ir meiri mann en ekki minni. í grein minni man eg ekki eftir, að eg segði ritstjórann fara með vís- vitandi ósannindi; þó mig greindi stórlega á við hann út af ummælum hans um Burnell. Á einum stað i grein sinni er rit- stjórinn að reyna að vera fyndinn. Segir hann, að ef eg hefði lesið Ilkr. síðan eg fór frá, hefði eg átt að skilja, að eg sé að tefla óær legan leik með ummælum mínum. Eg get fuHvissað ritstjórann um það, að eg hefi lesið blaðið síðan hann tók við, þó fræðslan sé nú ekki komin lengra en þetta. Ritstjórinn hefir effír þessa síð- ari atrennu sína ekki gefið full- nægjandi ástæðu fyrir ummælum þeim. að framkoma Burnells hafi verið ,‘heimskuleg” í bráðabirgða- nefndinni eða að hún “stappi næst fyrirlitningu á íslendingum.” Hann meira að segja áréttir ummælin með því að segja, að það sé einlæg sannfæring sín, að Burnell verðskuldi þau og sé vel að því kominn, að hann, ritstjórinn, segi honum til hvernig verkinu skuli hagað. Ástæðuna, sem vér héldum orsök til slíkra ummæla, segir hann ósanna. En hver er hún þá, þessf Krímstríðs-kempa hœlir “Fruit-a-tives ’ MAJOR CEO. WALKER Major George Walker, nafnkunn- ur borgari a Chatham, Ontario, er einn þeirra manna, er tóku þátt í Indverja uppreistinni. Hann seg- ir: “Ég tók þátt í Indverja upp- reistinni og Krímstríðinu ásamt Roberts lávarði. Látlausar orustur og vökur urðu þess valdandi, að eg fékk slæma gigt, • fæturnir bólgn- uðu, svo eg varð lítt fær til göngu. Einnig þjáðist eg af meltingarleysi og^ stýflu. Eftir að eg tók að nota “Fruit-a-tives” fór mér strax að batna, magi'nn komst í sitt rétta horf og gigtin hvarf.” “Fruit-a-tives” eru hið fræga Fruit Treatment, sem svo mörgum hefir komið til heilsu. 25C og 50C askjan. Hjá lyfsölum eða beint frá Fruit-a-tives, Limited, Ottáwa, Ont. sanngjarna ástæða ritstjórans? Það ætti þeim að skiljast, sem aðeins líta á málefnin, en ekki á mennina, að tómt yfirklór og Gróu-sögur er tilgangslaust að bera á borð í þvi efni í stað sannana. . 5. E. Úrskurður kviðdómsins. EftirJustin Wentwood. Ljóshærður, freknóttur dreng- ur, kaupmannssonur tók sér stöðu fyrir framan son dómarans, sem var trveimur árum eldri og tveim þu’mlungum hærri. Þeir spertu sig upp hvor fyrir öðrum. Þar nálægt stóð stúlka og bar hár 'hennar gullslit; og horfði hún á drengina af auðsjáanlegum á- huga. “Viltu láta stúlkuna mína í friði?” “Hún er ekki stúlkan þín.” Ótt og títt. Þeir voru þegar komnir saman og hagnýttu hisp- urslaust hnefa og klær. Kaup- mannssonurinn sótti hetjulega, en sá eldri og ihærri hafði yfir- höndina frá byrjun. Eftir stutta .sókn og vörn valt kaupmannsson- urinn niður í moldina. “Ileyrðu, viltu láta hana í friði?” “Nei.” “Eg skal mylja á þér andlitið mjölinu smærra. “Harry, mikil þó smán. Skamrn- astu þín ekki, strákur á þínum aldri, að bero’a vesalings Roger um koll? Farðu og findu einhvern af sömu stærð og þú ert, til að berjast við.” íStúlkan hjálpaði Roger Benson á fæturna 0g þau gengur sam- hliða í burtu. Harry Soames, son- ur dómarans horfði á eftir þeim ólundarlega. Hann skildi ekki fyllilega. Því að stúlkan hefði átt að koma til sigurvegarans. Hvers- vegna ihafði hún snúist gegn hon- um? Harry Soames var kominn heitn frá hóskóla og það var stóreflisi fagnaðar.samkoma heima hjá Soames. Soames fjölskyldan var í góðum kringumstæðum fjármuna- lega. Myra var þeim eitthvað tengd, þó það væri veikur hlekkur í fjölskyldunni. Samt se’m áðurj var henni og móður ihennar ‘boðið til sandcvæmisins. Stóri járndunk- urinn með ískalda rjómanum kom seint. En bráðum sást vagninn i skröltandi eftir brautinni. Roger Benson stöðvaði hest sinn fór; niður af vagnsætinu og lyfti dunknum niður. “Þakka þér fyrir maður minn, þú getur látið Ihann niður þarna.” | Roger, ,sem var í sínu’m rykuga ‘ vinnuklæðnaði, roðnaði upp und- ir rætur síns ljósa hárs. Honum leið óþægilega af feimni, iþegarj kvenfólkið starði á hann. Hann' lét dunkinn niður, þar sem ihonuml var bent til og ,sneri séjf við, til að fara. “Þakka þér kærlega Roger. Eg vissi það, að þú mundir ekki bregð- j ast vonum vorum.” Rað vai’Myra, sem sagði þetta. j Roger rétti úr sér og brosti til j hennar. Harry Soames ihorfði til j hennar ólundarlega. Einhvern- vegin virtist honum, eins og hún hefði eyðilagt allan árangur afj ágæti ihans og yfirburðum. Og! hvað meinti Ihún, ’með því að tala eins og við jafningja við iðnaðar- j mannssoninn? Og hann mundi nú óglögt, hvern ig fyrir árum síðan, þegar hann hafði yfirunnið Roigers í hnefábar- daga, hún hafði gengið í burtu I með þeim sigraða í staðinn fyrir með sigurvegaranum. Ár ihöfðu enn liðið. Myra og Harry Soamers, voru álitin sama sem trúlofuð. Roger, ihinn ungl löigmaður hafði lagt niður, að heimsæfeja húsið. Hann var í sann- leika undir útlegðaráliti 1 tbænum því hann hafði með ’höndum mála- ferli gegn Soames feðgunum fyr- ir hönd stjórnarinnar. Feðgarpir voru sakaðir um fölsun, stórkostlegar mútuþágur og ólöglegan fjárdrátt. pað meinti dóm fyrir langa fangelsisvist fyjt ir þá báða, ef fundnir yrðu seklr. Og Myra var frænka þeirra. peg- ar hún hafði hætt að tala við Rog- er á götunum, sagði hann: “Eg má ekki biðja þig um vináttu þína lengur, Myra, þar isem eg er nú að þessari lögsókn. Láturn þetta vera kveðjuna.” Og Myra ihafði Ihraðað sér I| burtu. * Tilraun iþessa unga lögfræðings, hafði dregið að sér athygli allrar þjóðarinnar. pað var flókið mál, varið í margskonar flækjuhjúp og hræðilega margbrotið mál. Falsk- ar vitnaleiðslur voru frjósamar. pað var almenn tilfinning, að þrátt fyrir snildar meðferð Ben- soms unga á málinu, yrði ekki ihægt að kveða upp sektardóm yfir Soames fjölskylduna, fyrir það, að hún stóð of hátt. Hún var því sem næst ihafin yfir lögin. Síðasta talan hafði verið flutt. pað var ræða flutt af Benson, sem var svo ágæt, að Ihún hlaut að upp- hefja orðstýr hans. Ekkert em- bætti eftir þetta var of hátt fyrir hann. Hann visisi það. Hann hafðl •heyrt fagnaðarópin, se’m brustu út inni í dómsalnum, með sjáan- legri ánægju, en þó með sárum hjartslætti. Sendið oss yðar RJÓMA og sannfærist um að þér fáið Hæsta verð, Rétta vigt, Sanngjarna flokkun. Sendið til vors næsta útibús og sparið flutningsgjald Dominion Creameries Dauphin Winnipeg. Ashern Þetta meinti fráskilnað frá Myra, að eilífu. En íhann hafði vogað sér að vona, að dreyma að einhvern dag — enn, en nú vissi hann, að það væri vonlaust. Ef hann ynni, þá gæti hann aldrei framar við hana talað. Ef hann tapaði — var hún sagði fólkið, aðeins að bíða, þar til orðstýr Harrys Soames væri Ihreinsaður, svo að hún gæti gifst honum. Dómnefndin var að koma til Ibaka inn í dómsalinn, og hann hrinti frá sér allri hugsun u’n Myra að sinni, með stakri ein beittni. “Við álítum sakborninga . . . ekki seka af einni og sénhverri ai klöguatriðunum ...” Svo það var búið, hann hafð tapað málinu. Hann sá Harrj Soames illyrmislega Iháðbrosand: andlit. Hann sá straum fólksiní til ríka mannsins. Hann fór ú' hljóðlega og veiktrúaður. Hanr hafði Ibarist vel og drengilega, ei hann hafði orðið undir, eins oj hann tapaði í öllum kappleik vií Harry Soames. “Roger, ætlar þú heim? Má ej ekki flytja þig í bifreiðinni minni' -Það \far Myra, Myra, ise’m hefð átt að vera með Soames flokknun brunandi glaðlega eftir Ibrautinnl “Myra. Eg — þú veist —” “Komdu inn og segðu mér frí á leiðinni.’ “Það er ekkert til að segja þér Myra. Þú hlýtur að hafa vitað ac mig langaði. En það sýnist al' vonlaust. Það særir — hafand vinskap þinn, þar sem mig vantai ást þína.” “Kæri Roger —” Hnn snéri sér að henni áfergis legur. “Ertu trúlofuð honum! Hann hefir yfirunnið mig; hani mun kalla þig sigurlaun bardag ans. Hann hló beisklega. ‘Roger, manstu ekki. Eg ei verðlaunapeningurinn, sem af hendist þeim, sem tapar,” sagð hún viðkvæmnislega. J. P. ísdal. þýddi. Bréf frá Islandi. Jötu I Hrunamannahr. 29. febr. 1924. Iferra ritstjóri! Ekki er nú raunar annaíS erind- ið. en þakka fyrir Lögberg. Mér hefirN verið það óblandin a,nægja, aS lesa það ÞaS er nú svo um flesta okkar hér heima, að við eig- um fleiri og færri ættingja og vini þarna handan við hafið, og okkur dregur muna til frétta af þeim, og ekki síður þegar það er gott. Skiln- aðurinn okkar, sem beima sitjum og þeirra, setn leita síns daglega bftuðs i X’esturálfu heims, hann nær til rúms en ekki tíma, og þvi Why Ford Predominates ER YÐliR KUNNUGT UM ÞAÐ- Ford hreyfimöndullinn er mas- kinuunninn nákvæmlega til eins þúsundasta hluta þumlungs-^7' Ford öxullinn er þannig gerð- ur, að hann þolir tiu sinnum meiri áreynslu en þekkist í venjulegri notkun— Að eins fimm tök handa og fóta, þarf til þess að fullkomna skiftinguna frá neutral til full- ferðar á Ford bíl, í stað 15 á Selective Gear shift bilum— Skifting á gear í Ford bílum, getur ekki mishepnast. Það er engin hætta af gear árekstri i Ford transmission— 15,000 breytilegar aðferðir eru notaðar við að smíða Ford C-hassis— Að sniiða Ford bíl tekur 38 , stundir og 15 mínútur og á þeim gengr hann í gegn um hendur 249 lærðra bodybuilders, trimm- ers og finishers. Finnið cinhvern viðrkcndan Ford sala. &bnc6 CARS < TRUCKS « TRACTORS CF-32C Að borga háu verði, meinar ekki nauð synlega betri tegund. Heimtið Blue Ribbon— þaðbezta á hvaðaverði sem er. SendiS 25c til Blue Ribbon, L,td. Winnipeg, e£tir Blue Ribbon Cook Book I bezta bandi — bezta matreiSslubókin til dag- legra nota í Vesturlandnu. er enn og verður margt satneigin- iegt: niínningar og mál; ættarbönd og áhugamál. Og því hefir það nú oft verið, þakkað vc-r en ætti, sem vestan-íslenzku blöðin hafa lagt til viðhalds þeirra minja og nýrra framkvæmda. Ef segja ætti eitthvað tíðinda, þá er það fyrst tíðarfarið. Það stend- ur okkur næst, sem alt eigum “und- ir sól og regni”. Og nú hefir það verið gott siðustu vikurnar. Yet- urinn þessi veðragóður og hægur; þó ekki sé eins og s.l. vetur. En hér sunnanlands var hann betri, en menn jafnvel mundu áður. Að öðru leytí þrengja erfiðleikarnir að á alla vegu. Skuldir, vegna und- anfarandi harðæra og dýrtiðar, liggja orðið þyngra á bændum, en þeir fái risið undir, að því er séð verður og gengishrun ísl. krónunn- ar nú i vetur, bætir á vandræði viðskiftanna. Hiyggja nú margi’r á það, að hverfa að eldri ráðmi um sparnað og starfsemi. hvernig sem það gefst, jægar til fullrar alvöru kemur. Alment er endurvakinn áhugi á því, að reisa rjómabúin úr rústum, og haldist markaður smjörsins á Englandi, eru nokkrar vonir til þessarar starfrækslu. Nýjung er j>að í búnaðarháttum hér, að tilraunir hafa verið gerðar til nýrrar votheysverkunar. Er hún kend við Erasmus Gislason, frá Loftsstöðum, sem mest hefir unnið að framkvæmdunum. Steypti hanu s. I. vor votheysgryfjur hjá tveimur bændum: Guðm. Erlends- syni í Skipholti, og Þórst. Þórar- inssyni, hreppstjóra á Drumbodds- stöðum. Heyið er sett nýslegið og blautt i gryfjurnar, og að öðru leyti með ]>að farið eins og súrhey. nema í stað fargs fgrjóts) er í gryfjurnar helt vatni, yfir heyið, og hitinn takmarkaður með þ\d. Hefir þessi aðferð gefist ágætlega og gera menn sér miklar vonir til þessa í framtíðinni. Væri þaö ekki litill fengur, ef viSia væri fyrir því aðbjarga mætti heyínn undan sunn- lenzku votviðrunum ó svona auð- veldan hátt. Vitanlegn. er jætta dýrt í byrjun, meðan byggingarefni er svo dýrt sem nú er, sement, en viðhaldið er þá lítið, ef vel er vand- að til þess í byrjun. Dálítil hreyfing er nú í lýöskóla- málinu hér sunnanlands. Bar það til, að Biskupstungnahreppur bauð að gefa jörð til skólaseturs : Hauka- dal. Er jtað höfuðból að hlunn- indurn og jarðargæðum og frægt i sögunni, frá dögum Halls hins gamla Þórarinssonar og síðan. Mælist þessi gjöf hvarvetna vel fyrir, og nntn jtó ekki fullráðið hvort skólinn verður reistur þar eða ekki. Það dregur úr þessu sem öðru, að lítils f járstyrks er að vænta úr ríkissjóði til nýrra framkvæmda. eins og nú er högum komið með fjárhaginn. En í þessu máli lyft- ir það þó eigi alllítið undir, að vts getur verið skólastaðurinn, sem all- ir ntunu una vel við, og svo hitt, að ekki þarf langt að leita forstöðu- mannsins. En það er kunnugt, að allir hafa litið til séra Kjartans Helgasonar, prófasts í Hruna, sent æskilegasta lýðskólastjóra, þegar aö jtvi kæmi. Er hann og nokkuð kunnugur þarna vestra, og ntun j)á öllum skiljast, er eitthvað jtekkja hann, að varla er hægt að minnast sýo lýðskóla, að hans sé ekki ósk- að sem skólastjóra. Eg minnist ekki á þau mál. sem efst eru á dagskrá þjóðar og þings. Þar verður að moða úr blöðunum það, sem skárst er. En eg endurték þakkir ntínar fvrir Lögberg og allar þær ttpplýs- ingar, sent það hefir flutt um land og þjóð þar vestur frá, og bið yður fyrirgefa masið. Með kærri kveðju, vðar Einar Síinonarson. Tungu, Fáskröösfirði Suður-Múlasýslu, íslandi, 20. jan. 1924. Heiðraði herra! Með vðar heiðraða vikublaði “Lögberg”, sem }>ér hafið verið svo vænn að senda mér ókeypis undan- farið, koni s.l. sumar bréf, jiar sem spurt er um, hVort mér sé blaðiö kærkomið, og svará eg þvt játandi. með kæru jiakklæti. Við erum 12 til 14 á heimilinu og lesum flest ]>etta blað meira og minna. Að vísu erum við hjónin farin að eld- ast, uin 60 aldur, svo það er ekki líklegt, að við njótum Canadagæð- anna. En við erum hrifin af sam- úð ykkar við okkur heima-íslend- inga, og við eigum 6 syni og 6 dæt- ur, auk 4 fósturbarna, sem byggja þetta heimili með okkur þar til þau fara að lifa fyrir sig sjálf. Þau sent eru heima, lesa öll blað yöar og tala um hvað Canada sé gott land, og yfir höfuð Atneríka, ltvort sem hugur nokkurs þeirra hneigist þangað síðar. Úr því eg er farinn af skrifa landa mínum í Canada, sem eg hefi þó ekki séð eða kynst persónulega í lífinu, en margt lesið eftir, dettur mér í hug, jafnvel þó eg viti að hann og aðrir Canadamenn lifa nteð okkur og eru öllu hér heima ná- kunnugir, að segja eitthvað ‘hér úr sveitinni; ekki að eg ætlist til, að hann setji neitt af því í blaðið, heldur honum einum, ef hann vill vinna til að lesa það. Fáskrúðsfjörður er talinn lagleg sveit, eftir íslenzkum mælikvarða. Fjörðurinn er djúpur og hrein inn- sigling; inst við hann að norðan stendur Búðajiorp, jtar eru um 500 manns, sem lifa að mestu á fiski- veiðum og vinnu við verzlanir, sem eru, fjórar stærri og fjórar minni: 10 mótorbátar ganga þaðan til fiskiveiða, einkum vor og haust; um 20 árabátar eru notaðir jtaðan til fiskiveiða alt sumarið á hverj- um eru 3 menn venjtjlega, jteir liggja td vers utar við fjörðinn, þvi of langt er að róa innan frá Búð- um; þeir fiska í meðalári frá 60— 80 skp; jarír bátar við þenna fjörð fengu s.l. sumar 100 skp. hver, og þótti vel fiskað; mótorbátarnir fiska i meðalári 2—3 hundruðtskp. og þykja bera illa kostnaðinn; á þeim eru 4 menn; þeir vinna ekki í landi, annað íólk beitir linurnar og tekur á móti fiskinum og verkar hann: síld og steinbítur er notað til beitu á mótorbáta, en skel (kræk- lingurj á árabáta, og þeir fiska líka á handfæri. Á öllum heimilum fram með firðinum, er bæði landbú og fiski- veiðar; sauðfé gengur jiar mikið fyrir sér á vetrum. Fyrir innan f jarðarbotninn eru cex 'heimili; á þeim er einungis stundaður land- búskapur; það er kölluð innsveit. þar er Tunga fyrir miðjum firði og blasir við allur fjörðurinn út á haf. Skipin, sem flest koma að Búðum, sjást héðan úti í fjarðarmynni. Héðan til verzlunarstaðarins er hálftíma ferð með hesta. — Eg gleymdi að geta jæss, að á Búðum eru 5 hafskipabryggjur; engin hús eru þar stór, en nokkur lagleg, svo sem sjúkrahúsið (franskaj, læknis- húsið (líka franskt), kirkjan, barna- skólinn, Valhöll, Sunnuhvoll o. fl. íbúðarhús. Tíðarfar s.l. sumar var mjög vot- viðrasamt, grasvöxtur á túnum og harðvelli mjög góður, en ný-ting slæm. Það sem af vetrinum er liðið.' hefir verið milt og hagsælt, en fremur óstilt, og nú, 22. jan., 5 stiga hiti og regn, auðjörð. Vellíðan Islendinga handan við hafið, óskum við hér heima. Virðingarfylst, Páll Þorstcinsson. Fáið sem mest fyrir Rjómann Sendíð til vors næsta útibús og sparið flutningsgjöld. Vér ábyrgjumst: Hæsta verð, Nákvæma vigt. Lipra afgreiðslu. Réttláta flokkun. Hotiand CreameriesCo.Líd. Virden. Somerset, Manitou. Gilbert Plains. Winnipeg.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.