Lögberg - 05.06.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.06.1924, Blaðsíða 4
BU. 4 é LöCBERG, í J3MTUDAGINN 5. JÚNÍ. 1924, föjbetg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ontbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlfliman N-6327 o<t N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanínkrift til blaSsin*: THE SOLUMBIH PRESS, Ltd., Box 317Í, Winnipog, Har). Utanáakrift ritatjórans: fOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, Rlan. The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Coiumbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Ritstjóri Heimskringlu á stampinum. í síðasta tölublaði Heimskringlu stendur löng grein, ritin af ritstjóranum þeim, sem snældugang- urinn er nú orðinn tamastur, sem aÖ öllu sjálfráðu á aö hafa það til síns ágætis, a8 bera brigÖur á rit- stjórnarhæfileika vora, en sem tekst þó ekki giftu- samlegar en svo, að hver maÖur sem greinina les, sér gjörla, að hún er vindhögg eitt í því efni, en opin- berar aftur þeim mun átakanlegar samvizkubit rit- stjóra Heimskringlu út af framhleypni þeirri og fruntaskap, sem hann er orðinn uppvís að í sam- bandi við deilumál vor út af hag og ástandi Canada og sérstaklega Manitobafylkis. í grein þessn er ritstjórinn aÖ bregða oss um, að vér höfum verið að hlaða hellum að höfði hon- um síðan að hann tók við ritstjórn Heimskringlu. Þetta er auðvitað út í hött sagt. Áreitni vor í hans garð hefir verið stórum minni, en áleitni hans á oss. Greínamar tvær, er hann reit um hag þessa fylkis sællar minningar, bera þess ljósan vott; að minsta kosti önnur þeirra, sem ekkert er annað en persónu- leg ádeila á oss. En svo kom þriðja atrennan. Og, viti menn! þá opnast fyrst augu .ritstjórans fyrir því, sem hann hefði gert. Ó, eg aumur! Eg hefi rangl- að villur vegar! Ritstjóri Lögbergs hefir rétt að mæla. Og má greinilega sjá, hvernig að mannin- um hefir verið innanbrjósts við þá skráveifu, þó að hann reyni að bera sig mannalega.” Þegar ritstjóri Heimskringlu fór að lýsa hag og ástandi þessa lands, þó fór eitthvað líkt fyrir honum og Jústisráðinu með töfraskóna í sögunni hans H. C. Andersens. Jústisráðið hrópaði: “Það er bölvuð skömm að því, að hér skuli ekki' vera kveikt á neinum ljóskerum. Það er þvílík ófærð hér sem menn séu að ösla í forarflóa.” Jústisráðið var óánægt með yfirstandandi tíð, eins og ritstjóri Heims- krinflu virðist vera með timana í Canada, og óskaði sér að hann lifði' á öðrum tímum. Fyrir töfraskóna veittist honum það, en í stað þess að ganga á stein- lögðum strætum nútímans, stóð hann upp í klof niðri í ólukkans forardíki. Tilfinningum veslings Jústisráðsins þarf víst ekki að lýsa í því vandræða-ástandi, og eitthvað svipað hlýtur að hafa verið ástatt fyri’r hinum innra manni ritstjóra Heimskringlu, eftir því sem honum farast orð um timana hér í pappirskringlunni, sem hann stjórnar nú snúning á. En alvaldur má sjá fyrir, að ekki hendi hann hið sama og manninn, sem sagt er um, að skugginn hafi tekið af öll ráð og leitt eftir vild sinni. Þegar ritstjórinn sá, að ekki var unt að komast út úr vandræðunum, sem hann var kominn í og búið var að reka hann á stampinn með staðhæfingar sín- ar í greinum hans um fjárhag fylkisins, fer hann með fleðulegri uppgerð að reyna að telja sér trú um, sitj- andi á stampinum, að hann sé þó hreinskilinn, sann- leikselskur og réttsýnn, því hann hafi' kannast við, að andstæðingur sinn hafi farið með rétt mál. Já, hann er með þeim ósköpum skapaður, eins og hann sjálfur segir, hver sem í hlut á. En þess ber vel að gæta, lesari góður, að hann gerði það ekki fyr en búið var að Ieiða hann til sætis á stampinum, að hann er nógu mikill maður til þess að gangast við sannleikanum. O-jæja, það er svo sem ekki mikil hætta á því, að skugga ber á hina sannleikselskandi sálu þessa mikla dánumanns. Máske smá-blettir hafi klests á fyrstu greinirnar hans tvær, sem ekki voru í nákvæmu sam- ræmi við hans sólfögru sál, en svo kom yfirbótin— 'þvotturinn—útskafningin í þeirri þriðju, þó til þess þyrfti að neyða hann eins og óstýrilátan angurgapa— og sjá, þá var alt orðið hreint! En því miður hefir það víst verfð meira i orði en á bojrði, því enn ásækja hann einhverjir illir draumar út af öllu þessu, og út af slíku draumafári ritar hann grein sína í siðasta blaði sínu. Er sú grein ekkert nnað en útúrsnúningur og ógeðslega rembingsleg ' mgloka um eitt og annað, sem í Lögbergi hefir stað- ð fyr og síðar. Um efni blaðsins og málfæri, hefir :ann margt að athuga. T. d. að vera að tala um arð- berandi og óarðberandi skuldir. Veit ritstjóri Lög- bergs annars nokkurn skapaðan hlut um þetta? Vita stjórnir, eða stjórnmála- 'og fésýslumenn vestan hafs nokkra minstu vitund um slíkt? Veit eiginlega nokk- ur lifandi ræfilsrola um þau mál nema snældu-ritstjór- inn á Heimskringlu ? Það er svo sem ekki að furða, þó þessi “super- man” líti svörtum augum á framtíð þessa giftusnauða lands, sem í þeim óskapa vanda er statt, að eiga ekki nema einn mann, sem skyn ber á svo þýðingarmikil mál! Þó er engan veginn vonlaust um framtíðina, á meðan þjóðin fær að njóta hans og hans ómetanlegu fjármálaþekkingar og reynslu. En svo er það fleira, en efni rítstjórnargreina Lögbergs, sem athuga þarf. Málið þarf hann líka heldur en ekki að taka til bænar. Þetta, sem hann kallar “Mærðar timbur máli laufgað” hjá oss, er nú ekki víst að allir líti sömu augum á og ritstjórinn. En 'það er eitt, sem einkum stingur málfræðinginn á Heims- kringlu í hartað og sem hann gefur manni til kynna með hinu ágæta íslenzka orði “sic”. En orðið, sem hneykslinu olli, er “orktf-afl”, sem hann segir að sé ó- hæfu tvítekníng. Svo er það og, ef orka þýðir ávalt og aldrei annað en afl. En nú er því ekki að heilsa. Enginn segir t.d. orkutaug, eða orkuvöðvi í staðinn fyrir afltaug eða aflvöðvi. 1 orðabókum Cleasby og Frizners segir, að orðið orka sé samstofna við orðin yrkja, verk o.s.frv. Og mörg dæmi eru þar sýnd af því, að orðið þýði starf. Og sé svo, erum vér ekki farnir að kannast við, að það sé rangt að nota orðið í merk- ing um starf og segja t.d. orkuafl í staðinn fyrir vinnu- afl. Það er að minsta kosti ekki meira hneyksli, en sumt af skáldaleyfum Heimskringlu-ritstjórans í níðinu um hag þessa fylkis. Vér segjum samt ekki með þessu, að ekki sé ákjósanlegt að vanda sem bezt til máls í ræðu og riti og betur, en alment á sér stað á meðal vor. En myndir orðsins orka eru margar, og þær eiga fullan rétt á sér, eigi síður en þýðing þess, sú er rit- stjóri Hieimskringlu þekkir. En alt þetta máls-umvönd- unar fimbulfamb snældusnúðs ritstjórans, er auðvitað út í hött, eins og alt annað og gert til þess að draga athygli manna frá slysinu mikla, er hann henti og hinum hörmulegu endurminningum um að hafa orðið að eta ofan í sig það sem út af vörum hans hafði áð- ur komið. Heitingar hans um að finna oss í fjöru, eru og af hinu sama sprottnar. Unnum vér honum þeirra heitinga fullkomlega og minnumst um leið gamla málsháttarins, að oft verður heimskur maður heiti'ngum feginn. Og um ritstjóra Lögbergs er það að segja, að honum stendur alveg á sama um það, hve brattan ritstjóri Heimskringlu reynir að bera halann— snælduhnúðshalann—eftir skráveifuna. Ef honum er fró í því að vera að reyna að veifa honum, þá er hon- um það ekki of gott—og í sannleika marg-velkomið, ef gleði hans yrði ekki alveg ei'ns aftanmjó við það, eða að það gæti aukið þó ekki væri nema einni hárs- breidd við hæð hans á stampinum. —------o------ í þessari viku, eða nákvæmar sagt 3. júní, eru tiu ár liðin síðan séra Jón Bjamason gekk til hinztu hvílu si'nnar. Og að auki er nú í ár fimtugasta afmæli þess, er hann 2. ágúst 1874 flutti í Milwaukee, Wis., fyrstu íslenzka prédikun í Ameríku. Hálfrar aldar afmælisins verður nú í þessum mánuði, að því er aug- lýst hefir verið, xækilega og hátíðlega minst á þingi Hins ev. lút. kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi', og þá að sjálfsögðu einnig minst tíUnda dánardægursins. Þegar séra Matth. Jochumsson forðum i heim- sókn sinni hér vestra ávarpaði fslendinga í Winnipeg á opinberri samkomu, hvatti hann oss meðal annars til þess að standa í fylking með “fyrsta manni' yðar Vestur-íslendinga’, eins og hann lýsti séra Jóni Bjarna- syni, manninum, sem skáldið fimm árum síðar kvað til í hinu mikla Ijóði, er hann nefndi “Haustkveðja”, auk annars þetta: “Þú, sem fyr til furðustranda fluttir ungur hrausta sál, þú, sem lífsins þrengri leiðir þræða bjóst og flýja tál: seg mér, hvar er hönd þín, hlýri? heyrir þú minn vinar-róm? hvar er eg, og hvar er leiðin? hefirðu skilið lífsins dóm? Veit eg'þú ert, vinur, nærri — vötni’n þagna, kyrrist þeyr, — er nú sem í rauða rökkri ræði’ i næði vinir tveir: þú, sem forðum, sterkur, stiltur, stöðugur sem gróin björk, eg sem pálma villi viður vaxinn fram á eyðimörk. Svör þín heyri’ eg, — heyrði fyrri—, hressist eg og sönsum tek, já, með ástar hlýju hjarta hluttekning í lund mér vek. Hafísköldum heljar rúnum hugans visa skal á bug; hjartað spyr ei hót um rúnir, heldur kærleikstrú og dug.” Ljóð þetta, sem birt var í “Minningarriti Jóns Bjarna- sonar” samkvæmt ósk höf., er alls fimtán erindi, og væri ekki úr vegi fyrir oss Vestur-íslendinga, á þess- um tíu ára tímamótum, að renna augum yfir það, þvi hér er um að ræða sumt af dýpstu eða hæstu tónum ófjötraðs hjarta lista-skáldsins, auk þess sem það í fáum meistara-dráttum lýsir inn í sál fyrirliðans vest- ræna, er vér nú viljum mi’nnast. Orð þau um Dr. Jón Bjarnason, sem hér fara á eftir, voru borin fram á 78. afmælisdegi hans, 15. nóv. síðastliðið haust, á árlegu minningarmóti í Jóns Bjarna- sonar skóla. Eins og þeír, er lesa, sjá, voru orðin miðuð við fæðingardag en ekki dánardægur séra Jóns, en birt þó hér nú aðallega vegna ummæla tveggja merkra Austur-Islendinga um séra Jón Bjarnason— starf hans og stríð meðal vor og áhrif hans á íslenzkt kirkjulíf einnig á ættjörðinni Þeim vitnisburðum sæm- ir oss ekki að gleyma. Erirrdið, með lítilsháttar við- bót hér og þar, og ummælin áminstu eru þannig: Vinir! Eg mæltist til þess við þá', er boðið hafa til minningarmóts þessa, að fá að segja hér fáein orð um Dr. Jón heiti’nn Bjarnason, á 78. afmælisdegi hans, en fyrir misskilning einhvern hefir því, sem eg kann að segja, verið í tilkynningunni um athöfn þessa verið gefið heitið “aðal-ræða”. Sizt af öllu ætlaðist eg til, að eg yrði auglýstur aðal-ræðumaður. Það er því ekki laust við, að eg sjái nú eftir að hafa beðið um orðið, ekki þó svo mjög venga þess, að eg hafi ekkert að segja, heldur hins, að svo margar endurminningar um séra Jón koma fram í huga mínum, að þær vefjast hver fyrir annari og hver um sig heimtar að hafa orð- ið. En þar sem margi’r tala í einu, hvort heldur er í huga manns eða á mannamótum, er haxtt við að rugl- ingum komi á og áheyrandinn sé jafnnær eftir sem áður. Og takist mér ekki að skýra í huga ýkkar neina mynd eftirtektarverðrar lífseinkunnar vinarins látna, væri mér víst betra að þegja. Sannleikurinn er nú þó sá, fyrir mér ei’ns og mörgum öðrum, sem séra Jón þektu bezt, að hann er ljúft umtalsefni—maður getur ekki látið vera að minnast hans iðulega. “Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast,” segir ísl. málshátturinn, og við engan mann vandalaus- an hefir muni minn tengst jafn-traustum böndum og við séra Jón Bjarnason. Virðing mín fyrir honum jókst æ með líðandi' tíð, frá því eg fyrst unglingurinn um fermingar-aldur kyntist honum á Seyðisfirði árið 1880 og til hinnar síðustu stundar samvistar okkar hér, er hann hvarf mér sjónum líkamlega. Og þau ár, sem liðin eru síðan séra Jón lézt, hefir aðdáun mín fyrir honum ef unt væri' aukist, því eg sé alt af betur og betur hvilíkur maður hann var. Eg tel það vissulega eina af beztu gjöfum guðs mér til handa, að hann leyfði mér strax á æskuskeiði að kynnast séra Jóni og frú Láru, hinni hreinhjört- uðu, göfugu og mikilfiæfu konu hans; — henni verður ekki gleymt, þegar hans skal minnast, því hún var honum máttugur og—að hans eigin vitnisburði—ómiss- andi styrkur í hinu göfuga lífsstarfi hans, baráttunni fyrir andlegri og líkamlegri velferð íslenzku frum- byggjanna hér vestra. Hún tók af öllu og heiibrigðu hjarta þátt í starfinu og lagði fram sinn óeigingjarna og mikla skerf til þess, að árangurinn mætti verða sem mestur og viðtækastur. Og vissulega eru vel við eig- andi orðin, sem letruð eru á bautastein þeirra til minn- ingar um starf hennar, þessi úr Op. 14, 13: Því þeirra verk fylgja þeim. Um samvinnu þessa, þá er ekki kom opinberlega fram, var mér ef til vill betur kunnugt en flestum öðr- um, því ekki að eins var eg svo að segja um 30 ára skeið heimagangur í húsi þeirra hjóna, heldur taldi þar heimili mitt fyrstu ár mín hér í landi og leit til þei'rra hjóna sem ástrikra foreldra, er eg vissi að á- valt létu sér ant um velferð mina. Þótt mér hafi víst að mjög litlu leyti tekist að tileinka mér hinar háu og göfugu hugsjónir og lexíur fyrir lífið, sem við mér blöstu daglega gegn um líf og athafnir þessara göfugu og guðelskandi vina minna og velgjörðamanna, þá eru þær engu að síður ógleymanlegar. Og þar var guðs- óttinn sterkasta aflið, styrkasta stoðin, öruggasta vígið gegn öllu aðkasti lífsins. Lotningin fyrir guðs orði, sem oft á dag var um hönd haft, djúp og einlæg, og hvort þeirra hjóna sem bænina eða versið las yfir borð- um, lagði þar til heilt og óskift hjarta, sem birtist ó- gleymanlega í rödd og svip lesandans og fylti hjörtu áheyrandans unaði og lofgjörð. ^Ef eg mætti eða ætti að rita einkunnarorð heimilisins þei'rra, þá yrði það þessi játning Páls: “Ef vér lifum, þá lifum vér drotni, og ef vér deyjum þá deyjum vér drotni; hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér drottins.” Slík var hin háa og heilaga hugsjón, sem eftir skyldi lifa á heimili' þeirra ljóst og leynt. Ekki því að furða, þó hreinleiki hjartans væri ein aðal lífseinkunn séra Jóns Bjarnasonar og þeirra hjóna. Þegar hugur einhvers manns dregur lífsþrótt sinn úr háu og heilögu andrúmslofti, fá athafnir slíks manns á sig hreinleiksblæ, sem allir taka eftir og við- urkenna. Þannig var séra Jóni farið og fyrir það fékk hann viðurkenningu, ekki að eins vina sinna, heldur einnig mótstöðumannanna. Enginn hefir dirfst, að bera honum á brýn óeinlægni eða tvöfeldni. Svipur mannsins bar hjartanu vitni, og alt það, er hann lét til sín heyra í ræðu eða riti, hafði á sér sama hrein- leiks- og einlægnisblæinn. Jafnvel þegar hann stóð í stríðustu baráttu við óbilgjarna mótstöðumenn, út af áhugamálum sínum, sem oft kom fyrir, var hreinleik- inn og sannleiksfestan jafnan söm við sig. Svo mætti að orði komast, að alt Ijótt og lágt hlypi í felur fyrir séra Jóni. Það var eins og andrúmsloftið hreinsaðist við nærveru hans. Til þessa hygg eg að flestir hafi fimdið, sem meira eða minna kyntust honum, og eg þykist þess fullviss að þið öll, hin eldri að minsta kosti, sem hér eruð, munið taka undir þetta með mér, þótt okkur hafi víst því miður fremur laklega tekist að til- einka okkur fyri'rmynd þá, er guð gaf okkur í per- sónu þessa látna vinar. Þeir sem bezt þekkja til séra Jóns heitins, vita, að hér er ekkert oflof fram borið. Hreinleiki hugarfarsins, sannleiksást hjartans og sam- vizkusemi í smáu sem stóru, voru svo áberandi ein- kenni mannsins, að allir með opin augu hlutu að sjá þau og viðurkenna. Þrátt fyrir þessa og aðra kosti, fyrirliðans látna, sem svo mjög eru mér og öðrum vinum hans enn vak- andi í hjarta, viljum við yíst allir og öll leggja áherzlu á það, að enginn skilji usnsögn mina þannig, að við viljum gera hann að heilögum manni eða dýrðlingi’. Og þess verðum við, sem árlega minnumst afmælis hans, að gjalda varhuga við, að þær minningarstundir verði ekki að lofgjörðar-söng einum um persónu mannsins, og missi svo hinn upphaflega tilgang sinn, þann nefnilega, að hvetja okkur til starfs og fram- kvæmda i þarfir málefnis þess, er guð sendi' hann til að starfa meðal okkar og þjóðarinnar íslenzku yfir höfuð, og sem við höfum nú tekið við að honum látnum. Séra Jón var enginn mannadýrkari og sízt af öllu vildi hann láta dýrka sig. Og jafnlitla aðdáun hafði hann fyrir titlum eða nafnbótum. Eg minnist þess, hve ve> sú lundemiseinkunn séra J. B. lýsti sér í þakk- arorðum hans fyrir doktors-nafnbótina, er honum var á kirkjuþingi 1909 tilkynt hún. Þegar hann hafði þa'kkað upphefðina, sem sér væri færð, sagði hann að sér þætti verst, ef hann yrði nú alt of mikið upp með sér af henni. Og aldrei varð eg, þess var, að hann ritaði “Dr.” framan við nafn sitt eða “D.D.” aftan við það, þó aðrir væiu að tylla slíkum hégóma við það. Málefnið, sem hann var kallaður til, var séra Jóni alt; á bak við það vildi hann fela sig, ef unt væri. Enda hafði hann að sjálfsögðu sínar veiku hliðar, eins og aðrir dauðlegir menn. Hann var t.d. stórgeðja maður og enda all-ráðríkur að eðlisfari. En á þess- um ástríðum sínum sat hann meistaralega, svo að ljúf- menskan varð ráðandi afl í lífi hans og allri fram- komu. Þá var frjálslyndi séra Jóns Bjarnasonar og um- burðarlyndi við annarlegar stefnur og strauma, ekki síður eftirtektarvert þeim, sem þektu hann bezt og prédikanir hans bera með sér. Hann var í sannleika frjálslyndur maður; fyrirleit alt ofbeldi og kúgun. Hann vildi að félagshópar og einstaklingar réði sér sem mest sjálfir, þótt í félagsböndum stæði. En lög- hlýðni heimtaði séra Jón af sjálfum sér og öðrum. Jafnvel þótt lögin virtust ósanngjörn og enda óþörf, taldi hann sjálfsagt að hlýða þeim meðan þau væri í gildi. Þetta náði jafnt til kirkjulegra mála sem ann- ara mannfélagsmála. í bindindismálinu, t.d. var hann fremur andvígur bannlöggjöf (prohibitionj vegna hömlu þeirrar, er slikt legði á einstaklingsfrelsið og hins ekki síður, að slíkt ákvæði hefði í för með sér þann leiða ljóð, að veikir meðbræður, er vin hefðu um hönd eða neyttu þess jafnvel í hófi, yrðu að lögbrots- mönnum fyrir verknað, sem í sjálfu sér gæti verið ósaknæmur. En séra Jón var þó engu að síður heill og einlægur bindindisvinur. í því sem öðru gerði hann háar kröfur til siðferðisþroska einstaklinganna. Og sjálfsagt fanst honum það, að hver sá maður, sem kristfla trú játaði og trúr vildi reynast hinum háu hug- sjónum hennar, hlyti að styðja bindindismálið með orði og eftirdæmi. fSbr. “Guðspjallamál” 2. sd. e. þ.J Við heyrum þvi iðulega kastað fram, að séra Jón Bjarnason hafi verið þröngsýnn, einkum í trúmálum. Sá sónn er nú orðinn gamall, hefir þó einkum færst í aukana síðan séra Jón féll frá. Þetta er orðið að hefð og hver skriffinninn hefir það eftir öðrum, einkum þeir, er í nöp virðast vera við kirkjufélagið og annan árangur af starfi séra Jóns. Þetta sker okkur, vinina hans, mjög i hjarta, einkum þar sem hann er nú ekki nálægur til að bera hönd fyrir höfuð sér. — Ekki alls fyrir löngu Varð eg mjög gramur út af einni slíkri “lýsingu” af séra Jóni. Hún var í bæklingi eftir mentamann, sem lengi hefir átt heima austur í Banda- rikjum, en nú kvað vera i þann veginn að þiggja em- bætti í Kaupmannahöfn. Ritið er skrifað á dönsku og gefið út af kirkjulegu félagi í Danmörku. Bækl- ingur þessi er um Vestur-Islendinga. Þar er farið mjög loflegum orðum um gáfur J. B. og miklu mann- kosti, en því bætt við, að í trúmálum hafi hann verið afar-þröngsýnn. Höf. segir Dönum einnig, að “pési”, sem séra J. B. hafi gefið út (Tikl. þar átt við fyrirlest- ur hans: "ísland að blása upp”J, muni ekki hafa borið neinn árang- ur. 1 þessu efni mætti þó vísa til skýrra vitnisburða tveggja merkra íslendinga heima, er orð verða til- færð eftir hér síðar. Og svo dæm- ir lesarinn um. Höfundur þessa danska rits var víst alókunnugur J. B. og skildi hann lítt, eins og sjá má af annari meinloku, sem hann gæðir Dönum á um starf séra Jóns. Hann segir að séra Jón hafi verið einskonar vesturfara-agent og vilj- að ginna alla íslendinga til Can- ada. Þetta síðara er nóg til að sanna ókunnugleik höfundarins öll- um þeim, sem til þekkja. Eg var að vonast eftir, að “Sam.” og “Lög- berg” mótmæltu þessari umsögn, þegar þau mintust á bæklinginn danska. En þeim hefir víst fund- ist hún slik undra-heimska, að ekki væri svara verð. Allir þeir, sem hlutdrægnislaust vilja kýnna sér andastefnu séra Jóns Bjarnasonar, eins og hún birtist x ritum hans og starfi, munu fúslega játa, að hann hafi verið sann-frjáls- lyndur maður. En hann gerði ekki þá göfugu lífseinkunn að gönu- skeiði yfir óræktarmóa og mýrlendi' ýmiskonar ímyndaðra “vísinda”- landa 1 andans heimi, eins og svo mörgum leiðtogum íslenzku þjóðar- innar hefir orðið á, einkum á svæði trúmálanna. Hann vildi heldur láta telja sig þröngsýnan og gamal- dags, en að staðhæfa sem “vísinda- lega” sannaðar ýmsar getgátur nýrra rannsókna, sem hann sam- kvæmt sögulegri' reynslu taldi lík- legt að ósannaðar yrðu óðar en varði, eins og líka svo oft hefir skeð. Trúarhugsjónir einstakling- anna, þær er þeir hafa tekið að erfðum frá móður og föður, voru í huga séra Jóns of heilagar til þess að hafa mætti að vísindalegu leik- fangi. Óhrekjandi sannanir, mann- lega talað, vildi hann fá fyri’r hverju einu, áður en staðhæfing væri gerð um áreiðanleik þess, einkum ef slikt virtist geta komið i bága við viðteknar hugsjónir almennings. Ekki tjáði að rífa að eins niður með j kaldranalegri gagnrýni og fara um helgidóma trúarinnar óvirðulegum orðum, er veikt gæti og hneykslað trúarvissu smælingjans og ef til vildi leitt hann burt frá heilögum kærleikssannindum guðlegrar op- inberunar í Jesú Kristi. Þegar slíkt var gert af þeim, er til hirðisstarfs- ins eru kallaðir, fyltist séra Jón falslausri vandlæting. Óhindraða rannsókn vildi séra Jón hafa jafnt í trúmálum sem á öðrum sviðum. En hún skyldi gerð með það ei’tt fyrir augum, að byggja upp og styrkja trúarmeðvit- undina. Og hann greip á lofti hverja þá nýja skýringu til dæmis á erfiðum biblíu-setningum, er að því miðuðu að trúarvissan glædd- ist og lotningin fyrir kærleikanum eilífa yrði' að ráðandi afli í hjört- tim manna og lífi. Þessari stefnu fylgdi séra Jón seint og snemma, eða með öðrum orðum alla sína starfsdaga til síðustu stundar Þetta vitum við, eldra fólkið af náinni kynningu við séra Jón. Og við hina yngri vil eg segja: Látið aldrei koma ykkur til að trúa þvi, að séra Jón Bjarnason hafi verið þröngsýnn maður, því slík stað- hæfing er sprottin af vanþekkingu á honum eða kastað fram af þeim, sem á starf hans og stefnu líta með hlutdrægnisaugum. Þegar Einar Hjörleifsson, ný- kominn til íslands, eftir að hafa dvalið hér nokkur ár og kynst séra Jóni vel, fer að tala um starf kirkju- félagsins og stefnu opinberlega þar heima, segir hann meðal annars: Eg ber mikla virðxngu fyrir vestur-íslenzku prestunum, sem flestir hefðu getað átt kost á starfi, sem bæði hefði verið náðugra, bet- ur launað og betur þakkað en það starf, sem þeir hafa valið sér með- al landa sinna á sléttunum í Norð- ur-Ameríku. Fyrir alt staglið um pfstæki þeirra gef eg ekki túskild- mg. Þeir hafa ekkert til saka unn- ið annað en halda fram á þann hátt, sem samvizka þeirra hefir boðið þeim, því máli, sem þeir telja helgast og dýrmætast allra mál- efna..” —----“Eg hefi verið spurð- ur að því hér heima, hverni'g standi á öllu “kirkjuþrefinu” þar vestra. — “Þrefið” svokallaða orsakast auðvitað að miklu leyti af þeirri mjög svo einbeittu mótspyrnu, sem þar hefir risið upp gegn kirkju og kristíndómi. Mönnum hefir verið nauðugur einn kostur að verja sig, verja sannfæringu sfna og annara, sem halda fast við kristna trú.” Svona lei't hr. E. H. á þetta mál þá, af náinni og langri kynningu starfsins kristilega hér vestra. Eg get ekki stilt mig um að minnast á aðra grein, um séra Jón Bjarnason, eftir merkan og gáfað- an Austur-íslending, núverandi biskup, Dr. Jón Helgason. Þegar séra Jóns var um aldamótin von til íslands, bírti J. H. mynd af honum í blaði sínu “Verði-ljós!” og fórust þá orð um hann meðal annars á þessa leið: “Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að séra Jón Bjarnason hefir um síðastl. hálfan manns- aldur verið höfuðleiðtogi landa vorra í dreifjngunni fyrir vestan hafið og starfað að því af öllum líkams og sálar kröftum, að íslend- mgar þeir, sem tekið hafa sér ból- festu fyrir vestan hafið, mættu halda áfram að vera íslendingar, mættu varðveita hið einkennilega þjóðerni sitt sem íslendingar, inn- an um allan þjóða,- tungumála- og kynkvísla-blendinginn þarna vest- ur á preríunum, og mættu umfram alt halda áfram að vera kristin þjóð, evangelisk lútersk þjóð, því öílum nútíðar-íslendingum fremur virðist séra Jón hafa hlotið fullan s'kilning á því sambandi, sem er á milli varðveizlu þjóðernisins og varðveizlu hinnar kristnu trúar, hversu hið síðartalda er eitt af höf- uð-skílyrðunum fyrir hinu fyr- nefnda.” — ------“Vér, sem sitjum hér heima á fósturjörðinni, lítt kunnir öllu lífi og háttum landa vorra þar vestra, nema hvað vér til þekkjum af blöð- um þeim og ritum, sem borist hafa þaðan austur um hafið, vér getum naumast gert oss í hugarlund hví- líkt það verk er, sem séra Jón hef- ir verið að vinna þar vestra öll þessi ár, hversu mikið hann hefir x sölurnar lagt fyrir þetta við- fangsefni sitt, hversu mikilli bar- áttu hann hefir átt í, hversu mikla mótspyrnu hann hefir átt við að stríða. En þegar vér virðum fyrir oss hinn kirkjulega félagsskap landa vorra vestra einan út af fyrir sig, þar sem nú (1899) alls 24 íslenzk- ir söfnuðir með sameiginlegri trú- arjátningu hafa gengist undir ein lög, til þess að starfa x einum og sama anda, — Þegar vér vi’rðum fyrir oss alt starf þessa kirkjufé-- lags meðal íslendinga, bæði inn á við og út á við,------og síðast en ekki sízt hversu það hefir á síðast- liðnum árum verið að berjast fyrir stofnun sérstaks skóla fyrir hinn uppvaxandi lýð, þar sem honum gæti' veizt sú mentun, sem vorir tímar heimta, á grundvelli kristi- legrar trúar, — þegar vér virðum alt þetta fyrir oss og minnumst þess jafnframt, að alt þetta er að miklu leyti að þakka starfsemi séra Jóns Bjarnasonar, alt þetta er að miklu leyti beinlinis ávextir af ó- þreytandi' elju og atorku, baráttu og ‘bœnum þessa eina manns, þá ætti hverjum skynberandi inanni að vera það augljóst, að hér getur ekki verið að ræða um sléttan og réttan meðalmann, af flokki þeirra, sem tólf fara í tylftina. — Og þó mun sannleikurinn vera sá, að þeir munu ekki margir menn íslenzkir á vorum tímum, sem mei'ri hafi verið skoðanamunur um meðal vor, en um séra Jón Bjarnason. “Fyrst eftir að rödd séra Jóns tók að berast hingað heim með “Sameiningunni”, var sú skoðun almennust á séra Jóni hér heima, að, eiginlega væri hann sá ofstækis- maður í trúarefnum, sem engu tauti yrði við komið. Þegar menn vildu nefna áþreifanlegt dæmi upp á stak- asta ófrjálslyndi og umburðarleysi í trúarefnum, þá var sjálfsagt að nefa séra Jón Bjarnason. Já, það kvað svo ramt að þessu, að sum af blöðum vorum gátu naumast nefnt hann á nafn án þess um leið að sparka í hann. Menn gerðu alt, sem þeir gátu, til þess að sporna við því, að “Sameiningin” næði hér út- breiðslu, rétt eins og þjóð vorri’ væri einhver stórhætta búin, ef anda séra Jóns tækist að hafa ein- hver áhrif á hana. Og þeir menn eru til, sem jafnvel enn í dag virð- ast hallast að þeirri «koðun. Það er ekki langt síðan vér heyrðum skólamann einn íslenzkan lýsa há- tíðlega yfir því, að hann “af prin- sípi” læsi aldrei neitt það, er séra Jón skrifaði—og þóttist auðsjáan- lega að meiri maður. Oss lá við að segja, að þeir menn væru sjálfum sér verstir, sem slíkt bi'ndindi á sig legðu; því meðan vér íslendingar eigum ekki meira af sannarlega frumlegum rithöfundum, en vér eigum, þá virðist það óneitanlega býsna einkennilegt “pri'nsíp” hjá manni, sem annars nokkurn tima lítur í íslenzka bók, að ganga fram hjá þeim rithöfundi íslenzkum, sem óhætt mun mega telja frumlegast an allra, sem nú lifa og tala opin- berlega á meðal vor, og hafa meira af viti og snilli' til að bera en flest- ir aðrir.-----En sem betur fer munu þeir sífelt vera að fjölga, sem líta öðrum augum á séra Jón Bjarnason og eru farnir að sjá það, að maðurinn er—andlega talað— höfði hærri en allur lýður íslenzkra kirkjumanna núlifandi. Þeir menn hlytu líka að vera af steini gerðir, sem á annað borð hafa gert sér eitthvert far um að kynnast anda þessa manns, eins og hann kemur fyrir sjónir í ritgerðum hans, bæði í “Sameini’ngunni” og “Aldamót- um”, síðan þau komu til sögunnar, ef þeir hafa ekki hlotið að dást að krafti orða hans, skarpleik hugs- ana hans, er lýsir sér í öllu því, sem maðurinn segir, hinni' skýru og skynsömu rökleiðslu hans, hinum sannfærandi dæmum hans og jafn- vel einnig hinum oft og einatt stór- skornu og hrikalegu samlíki’ngum hans.-------Já, skoðanir manna á séra Jóni eru óðum að breytast hér heima, en það teljum vér eitt af hinum gleðilegu táknum timanna. Viðurkenningin hlýtur ávalt að koma í ljós um síðir, þegar vi'tið og snildin eru annars vegar. Hitt er ekki nema eðlilegt, að talsverð barátta hefir orðið að ganga á und- an og talsverð mótspyrna að koma í ljós. — En þessi mótspyrna or- sakast af þvi, að sjaldnast verður bygt upp, svo að haldi komi, nema jafnframt sé ei'tthvað rifið niður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.