Lögberg - 24.07.1924, Page 4

Lögberg - 24.07.1924, Page 4
BIb. 4 LöníBERG, B ÍMTUDAGINN24. JÚLl 1924. é JSögberg Gefíð át hvem Fimtudag af The Col- ambta Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimari N-6S27 «4 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáikríft til blaSaina: TKf COLUMBIK PRES8, Ltd., Box 317t. Winnlpsg, M*i). Utanáskrift ritatjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpsg, M*n. "Ihe ••Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press, Liimited, ln the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Stjórnarskiftin á Frakklandi. Rréttin um fall Poincaré stjórnarinnar á Frakk- landi og síÖar um embættisafsal Millerand forseta, barst meö símunum út um allan heim, og menn lásu fréttirnar í dagblööunum og hugsuöu svo ekkert meira um það atriði. Menn eru orðnir svo vanir því, að ein stjórnin eftir aöra falli, og því engin á- stæða til aö gjöra sér rellu út af því. En stjórnarskiftin á Frakklandi eru likleg til þess að hafa miklu meiri áhrif, ekki að eins á ásig- komulag Frakklands, eins og þaö er nú, iheldur og lika áhrif á öll Evrópumálin, en í fljótu bragði virðist. Stefna sú, sem Poincaré, Millerand og fleiri mikilhæfir menn í París og blöð þeirra ihéldu fram, var vægðarlaus og blind. Vægðarlaus í garö Þjóð- verja, sem þeir hötuöu og bjuggust ekki viö nema illu einu af; hlind af því, að 'hatur getur aldrei alið annað af sér en hatur. Stríðinu hefir aldrei lint á milli Frakka og Þjóö- verja. Hatrið hefir logað á báðar hliðar og Frakk- ar hafa gengið eins langt í því aö sverfa að Þjóð- verjum, og þeir hafa þorað. Þegar vér segjum Frakkar, þá eigum vér við stefnu þá, sem ráðiö hef- ir í stjórnmálunum á Frakklandi síðan vopnahlé var •samið. En þessi hermálastefna þeirra Millerands og Poincaré fékk mótspyrnu frá byrjun, og mótspyrna sú kom frá bænda og verkalýð þjóðarinnar. Þessar tvær stefnur, Parísarstefnan—stríösstefn- an, með Poincaré i broddi fylkingar, og bænda- og búalýðsstefnan, með Edouard Herriot, hinn nýja stjórnarformann í broddi fylkingar, hafa sókst á í ákafa. Um Parisar-stefnuna eða stríösstefnuna þarf ekki að fara mörgum orðum. Saga hennar er öllum heimi ljós. Vígbúnaður Frakka siðan stríöinu lauk, einkum að því er loftflota þeirra snertir, setulið þeirra í Ruhr, valdnám þejrra á járnhrautum, nám- um og öðrum iðnaðartækjum og stofnunum Þjóð-t' verja, sem alt hefir oröiö til þess að magna óvildina á milli þessara tveggja þjóða og stefnt beint í áttina til annars blóðugs striðs, vakiö óhug og sundrung út i frá og varnað þess, að jafnvægi og velvild gætt komist á, sem ekki að eins þessar tvær þjóðir þurftu svo mjög á að halda, heldur allar þjóðir heimsins, eftir hin stórkostlegu umbrot, sem verið höfðu. Hinn nýji forsætisráðherra Frakklands, Eouard Herriot, er talsmaður og merkisberi hinnar stefn- unnar, friðar- og einingarstefnunnar. Eouard Herriot er af fátækum foreldrum kom- inn. Hann er fæddur árið 1872. Þegar í æsku misti hann foreldra sína. Fyrir tilstyrk vina fékk hann dálítinn námsstyrk, þegar aö hann var fimtán ára, svo að með dugnaði og sérstakri varkárni gat hann hafið nám við Saine Barber háskólann í Paris. Herriot gat sér orstír snemma fyrir hæfileika. ( Hann var námsmaður ágætur, enda gekk hann að náminu með afli og atorku, sem að öllu ööru, er hann snertir hendi viö. En hann var meira en .námsmað- ur, hann tók og ákveðinn þátt í málum þjóðar sinn- ar snemma og stefna hans í þeim vann honum traust og virðingu viss hluta þjóðarinnar. 33 ára varð hann borgarstjóri í Lyons, þá yngstur allra þeirra, sem í samkyns stöðu voru á Frakklandi. Þeirri stöðu hélt hann samfleytt í tólf ár. 39 ára gamall varð bann þingmaöur fsenatorý, þá og yngstur í þeim hópi. Ekki hélt hann þeirri stöðu samt lengi, því hann sagði senatorsstöðunni lausri árið 1919, og sótti um þjóðþingskjördæmið í Lyons, og var kos- inn. Þaö segist Herriot hafa gjört til þess, að eiga kost á að berjast gegn hermálastefnunni á ákveðnara og áhrifameiri hátt. Frá þvi að Herriot tók sæti sitt í þjóðþinginu, hefst sókn svo bitur frá hans hendi á Poincaré stefn- una, að almenna eftirtekt vakti, og þegar í byrjun auðséð, að einvígi var hafið á milli þeirra tveggja manna, Herriot og Poincaré, sem varð að enda í pólitisku falli annars hvors þeirra. Og eins og menn vita, þá varð það Poincaré, sem miður 'hafði. Seð höfum vér sum blöð og heyrt menn fagna yfir þessum stjómarskiftum á Frakklandi, sem sigri sósíalista. Mun slíkt umtal eða slíkur skilningur þó á mjög litlum rökum bygður. Eouard Herriot er ekki sósialisti. Um sjálfan sig segir hann: “Eg er á undan öllu öðru ‘Frans- maður’.” Um Bolsheviki stefnuna á Rússlandi seg- ir hann: ‘‘Hún er heimska, og eg læt mig hana engu skifta.” Hann er heldur ekki æsingamaður, eins og það orð er venjulega skilið. Hann er miklu fremur alveldismaður, vill vingjarnlegt samband og velvild á meðal allra þjóða, og trúir því hjargfast, að sú ' velvild sé undirstaðan undir framtíðarvelferð Frakk- lands, sem og allra annara þóða. Eouard Herriot, sem franska þjóðin hefir nú fengið völdin í hendur, hefir svo stórkostlegt og vandasamt verkefni af hendi að leysa, að spurning sú hlýtur að koma fram i buga manns, hvort það sé á nokkurs eins manns færi, að reisa rönd við verkefni því, sem honum hefir verið lagt upp í hendur með embættinu. Eouard Herriot var ekki kosinn sökum þess, að hatur það sem Frakkar yfirleitt bera til Þjóðverja, sé horfið hjá hinni frönsku þóð, eða að það sé jafn- vel í rénun, heldur fyrst og fremst fyrir það, að Frakkar eru að sligast undir skattabyrði þeirri, sem hermálastefna Poincaré lagði á þá. í öðru lagi sökum þess, að fjármál þjóðarinnar út af þessari stefnu, voru að komast, eða voru komin í hið mesta óefni—svo mikið óefni, að þjóðin þurfti að fá út- lendan stuðning til þess að gangverð gjaldmiðils hennar 'hrapaði ekki til grunna. Verkefni þessa nýja forsætis ráðgjafa Frakk- lands, er að létta skattana, koma jöfnuði á gangverð gjaldmiðilsins, og sætta, ekki að eins hina frönsku og þýzku þjóð, sem hafa hatast í meira en manns- aldur, heldur líka bera friðarorð á meðal allra þjóða. Verkefniðl er mikið og göfugt. Maðurinn er einbeittur, mikilhæfur og ákveðinn. Óskandi væri, að hann yrði sigursæll. ------o------ Kveðjur frá öðrum löndum. Með þassari fyrirsögn birtist grein í The Christian Register, málgagni Unitara félagsins í Boston, frá 7. júní 1923. Er þar að finna á meðal kveðja, eða skýrslna frá ýmsum löndum, eina frá ís- landi, eftir Prófessor Ágúst H. Bjarnason. Og af því að fróðlegt er að heyra, hvað Dr. Bjamason hef ir að segja um þáu mál, þá birtum vér hér í laus- legri þýðingu kafla þann úr áðurnefndu blaði, sem inniheldur skýrslu prófessorsins. “Umtalsefni prófassors Ágústs H. Bjamasonar var: “Stefnur í trúmálum á Islandi”, og var persóna þess manns ekki síður eftirtektarverð, en umtalsefni hans. Hann segir: “í fyrra vetur gekst Stúdenta- félagið í Reykjavík fyrir samfundi um andleg efni, sem þeir kölluðu “Trúmálaviku”, þar sem formæl- endyr hinna ýmsu trúmálastefna mættu og gerðu grein fyrir meginatriðum kenninga-stefna þeirra, er þeir voru málsvarar fyrir Þar voru umboðsmenn frá hinni foríieskjulegu (old fashioned) stofnkirkju, og frá Félagi ungra kristinna manna. Þar voru og málsvarar frá guðfræðideild iháskólans, frá Spíritist- um, sem nú eru starfandi á íslandi, og frá Guðspeki- félaginu í Reykjavík. Hver þessara málsvara flutti erindi og að þeim loknum fóru fram almennar umræðum. Og voru svo erindin og umræðurnar prentaðar síðar. Þannig hafið þér alt þetta á prenti fyrir yður. Við íslendingar erum frekar víðsýnir og lausir við þröngsýni í trúmálum, og eg held mér sé óhætt að segja, að við séum fremur skynsemistrúarmenn. Við viljum skilja það, sem okkur er skipað að trúa, og ef okkur finst það of þröngsýnt, eða ófullkomið á einhvern hátt, þá erum við fúsir til að breyta um. Og skýrir það ef til vill hinar breytilegu stefnur, sem nú eru svo eftirtektaverðar á íslandi. I einn eða tvo mannsaldra höfðum við hina góðu og gömlu ríkiskirkju, af því að við* þektum ekkert annað. Svo kom hin frjálsa hugsun og um- ræður óheftar, og síðan hefir ekkert samkomulag ve'rið. Hver trúir því, sem honum bezt þykir, og nú sem stendur er engin heil brú í trúmálunum. Allar mögulegar trúmálastefnur /og trúmálafélög ýmisleg. hafa nú umboðsmenn í Reykjavík, frá kaþólsku og gamal-lútersku, til nýguðfræði, adventista, spíritista, guðspeki, frjálshyggju og efasemdamanna. Þar sem hugsunarhátturinn er nú orðinn frjáls- ari, þá held eg að únítarismus, fluttur af víðsýnum og samúðarfullum manni, mundi svo vel meðtekinn —sérstaklega á meðal þeirra mentuðu — og hver er það, sem ekki er þolanlega vel mentaður? Únítar- isminn myndi hreinsa hugmyndirnar á íslandi, og það er einmitt það, sem við þörfnumst mest með, til þess að komast út úr guðfræðaflækjunni, sem við eigum nú við að búa.” ------o------ Eimreiðin, Fyrsta, annað og þriðja hefti þrítugasta ár- gangs Eimreiðarinnar erum vér nýbúnir að meðtaka og lesa, oss til mikillar ánægju. Þessi hefti öll eru prýði^vel úr garði gjörð. Hið ytra útlit er að vísu svipað því, sem verið hefir, og getum vér ekki sagt, að vér séum hrifnir* af uppdrættinum á framsíðu ritsins; hann mætti vera fallegri og smeklegri, og er ekki alllítið undir því komið með sölu á ritum, að þau grípi ihugann, þegar fyrst er á þau litið, og vel fer ávalt á þvi, að hinn ytri og innri búningur sarrN svari sér. Um þessar mundir er allmikið verið að tala um að yfir heiminn gangi bóka-, blaða- og rita-pest, sem sé að verða eins hættuleg og pestir þær, sem eyði- leggja bæði fólk og búfé. Og víst er það, að furðu- mikið er framleitt af blekiðnaði, sem ekkert erindi á út á meðal manna og enga ærlega hugsun hefir að bjóða. Eimreiðin er ekki í tölu þeirra rita. Inni- hald alllra þessara hefta er efnisríkt og vekjandi og á mörgu af því, sem þau 'hafa að flytja, er snildar- bragur með svo skýrum merkjum, að ekki verður á vilst. Enda eiga þeir, sem þektir eru að ritsnild, gáf- um og listfengi mikið ítak í efni þessara hefta, eins og efnisskráin sýnir: Fyrsta og annafr hefti: — Einar Benediktsson: Stóri-sandur, kvæði. Sig. Nordal: André Cormont. Sveinn Sigurðsson: AðLögbergi. Ólína Andrés- dóttir: Til ferskeytlunnar, kvæði. Guðm. Finn- bogason: Ræða á Álfsheiði. Trausti Olafsson: Frumeindakenning nútimans. Sigurj. Friðjónsson: Kvæði. Einar Biened'iktsson: Nýlenda íslands. Hulda: Papar. Freysteinn Gunnnarssdn: Frá Fær- eyjum. G. O. Fells: Glampar, ljóð. Einar H. Kvar- an: Spíritisminn eflist á Englandi. Sigfús Blöndal: Kórsöngvar eftir Eurépides. Rauða snekkjan:, saga eftir Antonio Beltramelli. Tvö kvæði úr ensku, þýdd af Freysteini Gunnarssyni. Sveinn Sigurðs- son: í Braga lundi. Tímavélin, eftir H. G. Wells. Ritsjá, eftir Indriða Einarsson, Jakob J. Smára og Svein Sigurðsson. Þriðja hefti:—Sigurður Nordal: María guðs- mðir. Þorkell Jóhannesson: Einar Benediktsson (með mynd.J Þegar fönnin hvarf, smásaga eftir Skarphéðinn. Jón S. Bergmann: Ást (stakaj. Stef- án frá Hvítadal: Það er vor, kvæði. Guðm. Finn- bogason: Vinnu hugvekja. Sveinn Sigurðsson: Feg- urstu staðirnir. Guðm. Friðjónsson: HVað skortir íslenzku þjóðina mest? kvæði. 'Samkepni: Skýring eftir ritstjórann. H. G. Wells: Tímavélin. Ritsjá: Sveinn Sigurðsson. Útsölumaður Eimreiðarinnar er herra Arnljót- ur Olson, Winnipeg. Góöar horfur. » Sir Henry Thornton, forseti þjóðeignabrautanna, er sannfærður um, að þrátt fyrnr það, þó uppskera Vesturlandsins verði engu meiri en í fyrra, eða jafn- vel rýrari, þá muni járnbrautarkerfi það, er hann veitir forystu, engu að síður hafa þrjátiu miljón dala tekjuafgang eftir að öll útgjöld við reksturinn séu greidd. Hrakspár margra manna hafa alla jafna fylgt þjóðeignakerfinu, og sjálfsagt hefðu hreint ekki svo fáir kosið á það feigð, hefðu.þeir haft nokkra minstu von um, að slíkt bæri tilætlaðan árangur. En sem betur fer, hefir það og jafnan átt fjölda trúrra stuðn- ingsmanna, svo sem núverandi stjórn í Ottawa. Ef Sir Henry Thorntons nýtur við, er fátt líklegra en það, að á tiltölulega fáum árum hafi félagið gert meira en borga skuldir sínar, og er þá vel. Sir Henry Thornton hefir fylgt Hudsonsflóa- brautar deilunnni með athygli. Hann hefir sjálfur persónulegt traust á því, að hún geti borgað sig, og ætlar að ferðast norður að flóanum við fyrstu hent- ugleika og kynna sér hafnstaðinn og önnur tækifæri þar nyrðra með eigin augum. Mun óhætt að mega vænta, að 'hann hvetji til þess, þegar á næsta þingi, að fé verði veitt til brautarjnnar og lokið við verkið. Þetta er mál, sem íbúar Vesturlandsins liða engum að þegja í hel. Lundúna-stefnan. Eins og þegar er kunnugt, er það einungis undir úrslitum Lundúnastefnunnar komið, hvort tillögur Dawes-nefndarinnar í skaðalbótamálinu gegn Þjóð- verjum, ná fram að ganga, eða ekki. Síðustu fregnir af þessum stór-þýðingarmikla fundi láta þess getið, að all-alvarlegur ágreiningur eigi sér stað meðal full- trúa hinna ýmsu ríkja, þó ekki sízt meðal brezku og frönsku fulltrúanna, er mestmegnis stafar af Ruhr- málunum. Þó hefir jafnframt annað atriði blandast ' inn í, er valdið hefir ágreiningi og jafnvel slegið óhug á fundarmenn í heild sinni, sem sé það, að banka og fésýslumenn þeir aðrir, er samkvæmt tillögum Sér- fræðinganefndarinnar, 'hétu Þjóðverjum láni, eru nú farnir að efast um, að trygging sú, er um var talað í fyrstu, sé nægileg. Munu fundarmenn sízt af öllu hafa átt ivon á nokkrtí slíku. Til þess að reyna að fyrirbyggja, að fundurinn færi í mola, eða endaði með skelfingu, hefir sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, Frank B. Kellogg, verið kosinn til þess "að miðla málum. Er hann maður með víðtæka þekk- ingu á fjármálum og kunnur að samvinnuþýðleik. Vænta menn því, að honum takist að finna meðalveg þann, sem einn er nauðsynlegur, út úr yfirvofand^ ógöngum. Blaðið London Times er þeirrar skoðunar, að svo fremi að Norðurálfuþjóðirnar eigi ekki beinlínis að lenda á stjórnarfarslega og fjárhagslega vonarvöl, sé lífsnauðsyn, að yfirstandandi fundi í Lundúnum, hepnist að hrinda tillögum sérfræðinganefndarinnar, tafarlaust í framkvæmd. MIKLEY. Þú frjáLsa eyja föðmuð bláum legi Drvar frónskir drengir ihafa numið lönd. Þitt hros er skært á blíðum sumardegi er Ibáran syngur létt við þína strönd, við augum blikar útsýn heið og fögur og alt í kring er hafið geislum skreytt. Þú geymir margar mætra drengja sögur og merki þau, sem itíminn fær ei hreytt. Hér fundu gildir fru'mbyggjendur vígi / með fornan þrótt, er veitti móður storð, þeir Ihræiddust .ei Iþó hrönn frá djúpi stigi, að Ihalda fram á mið var þeirra orð. 'Nú íhvílaist þeir, en niðjar erfðu auðinn íhvar íslenskt þrek og viljakraftur bjó. þá fögru minning felur ekki dauðinn, [þó falli öldur geyst um tímans sjó. CLát Ibjarkir þínar greinum skrýddar gnæfa við geislabál af vorsins morgun-sól, (þig signi frelsi, friður, ljós og gæfa með fornan dug, sem víkingsblóðið 61, og gley'mdu aldrei (þeim. sem veginn þreyttu, með þéttri lund að íhinstu dagsins tíð, ög eyðiströnd ií blóma reiti íbreyttu er hrosa nú við glæstri ránar^hlíð. Þú fagra eyja lauguð svölum legi Ihvert lauf þitt beri hundraðfaldan arð, með viljans kraft á vorsins þroska degi að vinna rétt, og fylla sérihvert skarð. En vertu hrein/ í verki, sögn og Ijóði með von og trú á drottins máttarhönd og geymdu norrænt gull í hjartasjóði er geisilum krýni þína fríðu strönd. Hvað um morgun- daginn? LÍTIÐ þér til framtíðarinnar með fullu trausti og vi*su ? Það tímabil mætir oss öllum á lífsleiðinni, er vinnujorekið bilar og tekjurnar minka. Það eina sem þá getur bœtt yður upp hallann, er fé það, sem }oér hafið sparað og sparið nú. ÞÉR HAFIÐ ALDREI BETRI ÁSTÆÐUR TIL AÐ SPARA Hefir aðstoðað Canadamenn síðan 1669 “£<7 vaknaði upp við vondan drautn Þeir héldu mér veizlu að höfðingja sið, Hákarl og skötu mér veittu og svið, Og skenktu mér heima búið til “boose”, Blandað að helmingi “reddy for jús”. Svo fóru þeir með mig á flugvél i kring, Og fluttu mér kvæði, og gáfu mér hring; Og fríðasta “daman” mér fylgdi á veg, En frúin var “bobbuð”—þá vaknaöi eg!! K. N. Jóns Bjarnasonar skcli. Jóns iBjarnasonar skóli will með þessum línum, láta aHmenning Vestur-/íslendinga vita að áfoirm- að er að hann Ibjóði á næsta starfs- ári kenslu á öllu'/n 'bekkjum mið- skóla og fyrstu tveimur bekkjum college-deildar. Þetta er jafnt fyr- ir þá, sem stunda .háskólanám og þá isem búa ,sig undir kennara- stöðu (artiSi teadhers og combined courses). Kennarar nú þegan- ráðnir við skólann eru: Séra Rúnólfur Marteinsson, iSéra Hjörtur J. Leo, l,Miss Salóme Halldórson. Eru það sömu kennarar og voru síðastliðið ár. Ennfremur er búist við að einn kennari í viðbót verðl ráðinn til skólans af norsku kirkj- unni. Á iþessu stigi málsins varðar mestu, að alllir, se’m ihugsa sér, að stunda nám við skólann næista næsta vetur, láti undirritaðan vita um það sem allra fyrst. Eg hefi tekið 'hér fram það nám sem skólaráðið hefir áformað að Ibjóða, en undir aðsókninni er það komið Ihvort breyting verður þar á eða ekki. Byrjunartími skólans ásamt fleiri atriðum snertandi hann, verður auglýst ®íðar. Sendið mér umsóknir yðar taf- arlaust. Rúnólfur Marteinsson, skólastj. 493 Lipton Ft. Winnipeg. Talsámi B 3923. Dánarfregn, Þau Mr. og Mrs. Jón Frederick- son firá Argyle bygð í Manito/ba, sem um þessar mundir eru stödd í Kandahar Sask, þar sem Mr. Frederickson er við smíðavinnu, urðu fyrir þeirri sorg að missa yngri son sinn, Edward Kristján, rúmlega ársgamlan, sunnudaglnn 5. júlí. Var hann jarðsunginn frá kirkju Ágústíns-safnaðar í Kanda- har mánudaginn 6. júlí og stýrði séra H. Sigmar útförinni. Hann var jarðsettur í grafreit Ágúst- íns-safnaðar vestur af Kandahar. -------------o----- Indíánarnir í Ecuador að líða undir lok. Nýlega birtist ritgerð, eftir mann einn, sem H. S. Dickey heitir, í merku riti í Bandaríkjunum, um ástand Indiánanna í Ecuador, sem er all-fróSleg. Grein þessi er rit- uö af manni, sem búsettur hefir verið þar syðra í fleiri ár, og er því nákunnugur ástandi, siðum og háttum fólks þess, sem hann ritar um. Grein 'hr. Dickey hljóöar þá þannig: “Hin ákafa eftirsókn Indíán- anna í Ecuador eftir höföum þjóð- bræðra sinna og systra, sem er líkleg til að valda eyöilegging viltu mannflokkanna þar, hefir vakið á ný eftirtekt manna á þessu lýð- veldi í Suöur-Ameríku, sem telur um hálfa aðra miljón íbúa og ligg- ur við strönd Kyrrahafsins. Á meðal Indíánanna, sem meö siÖum sinum og einkennilegu lifnað arháttum ,hafa ekki all-lítiö aukið á fegurð þá, sem fyrir augu manns ber í Ecuador, hafa drepsóttir og stríð á milli flokkanna sjálfra leg- ið í landi síöan í september, og þessi fáránlegi ákafi með aö ná í og safna að sér mannahöfðum, hefir valdið svo mikilli fækkun á meðal þeirra, að stjórn landsins eu orðin óttaslegin út af framtíðar til- veru þeirra, sem taldir eru að vera þrír-fjóröu allra ibúanna i Ecua- dor, sem veita hinu ráðandi útlenda spanska þjóðlífi þrótt og setja hið sérkennilega mark sitt á það, og verður því aö taka hin sögulegií á- hrif Indíánanna til greina, þegar ræða á um þjóðlífsástandið í Ec- uador með nokkurri sanngimi. En einkum er þetta satt að því er Ori- ente héraðið snertir, sem liggur meö fram Andesfjöllunum aö aust- an og er eitt af þeim héruðum Suður Ameríku; sem erfiðast er að ná til, en er eitt af fegurstu hér- uöum landsins. I héraði þessu er að finna ,hina fornu fegurð, sem þar hefir varðveizt í aldir„ og lifn- aðarhættir og líf frumbyggjanna er eins áhrifamikið og vilt eins og fegurð ihéraðins. í héraði þessu er bæði fjall- og sléttlendi, sem er undursamlega frjósamt. Hérað þetta nær yfir um 6o prct. af Ecuadorríkinu og um þaö falla fimm ár, sem renna allar inn í Amazonfljótiö. Hvítu innbúarnir í Oriente eru n8 að tölu og eru þeir allir búsett- ir í Tena, sem er höfuðstaður héraðsins, í Archidona, og í Nepo, sem eru smábæir, er nefndir eru eftir ánum, sem eru í nágrenni við þá og svo eru nokkrir hvítir menn við landamærin þau, sem aöskilja Oriente, Columbia og Peru. Að undanteknum þessum 118 hvítu SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér hafið ekkl þegar Sparisjóðsreikning, þá gctið þér ekki breytt hyggilegar, en að lcggja penlnga yðar inn á eitthvert af vor- um næstu útibúum. par híða þcir yðar, þegar rétti limlnn kemur tll að nota þá yður til sem mests hagnaðar. Union liank of Canada liefir starfað í 58 ár og hefir á þoim tíma komið upp 345 útibiium frá strönd til strandar. Vér bjóðum yður lipra og ábyggllega afgreiðslu, hvort 'sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta útibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn hans, munu flnna sér Ijúft og skylt að leiðbeina yður. ÚTIBC VOR ERC A Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Slierbrooke 491 Portage Ave. og 9 önnur útibú í Winnipeg AOALSKRIFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and WII.IJA.M _ — WINNIPEG M. Markússon.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.