Lögberg - 31.07.1924, Page 2

Lögberg - 31.07.1924, Page 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3L JÚLÍ 1924. Fruit-a-tives er hið bezta við stýflu. SKJÓTA IÆKNING MBÐ ÞVl AÐ NOTA FRUIT-A-TIVES. Hversu aðdáanlegt er það ekki, að vera heilbrigður! Hversu ánægju- legt er það ekki, að losast við að nota salt og önnur veiklandi hreinsunarlyf! Það er flestu öðru ánægjulegra, að vita til þess, að til er meðal, unnið úr appelsinu, epla og jurta- safa, sem algerlega læknar stíflu. Þetta meðal læknar einnig marga aðra kvilla, svo sem magnleysi og höfuðverk. “Fruit-a-tives” fást allsstaðar á 25C og 50C askjan, eða póstfrítt frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa, Ont. Hver verða áhrif LaFol- lette á Bandaríkja- irnar ? Flestum stjórnmálamönnum Banda rikjanna, þeim er látið hafa til sín heyra um núverandi ikosninga- horfur, virðist það hin mesta ráð- gáta, hver áhrif að framboð Sen- ator LaFollette’s muni hafa á for- seta og þingmanna kosningar þær, er fram eiga að fara í öndverðum nóvembermán. næstkomandi. Öll- um ber saman um það, að áhrif hans geti orðið næsta víðtæk, en að hann nái kosningu éjálfur, munu tiltölulega fáir láta sér til hugar koma. Hann þykir liklegur til að sigra í Wísconsin, Dakota- ríkjunum báðum, ef til vill í Mon- tana og tveimur eða þremur öðr- um ríkjum. Er það þvi nokkurn veginn sýnt, að hann getur spilt til muna fyrir kosningu hinna for- setaefnanna, þeirra Coolidge og Davis, þó líklegast meir þess fyr- nefnda. Senator LaFolette, er mælskumaður hinn mesti og hefir einnig með sér áhrifamann fyrir varaforsetaefni, þar sem er Sen- ator Wheeler frá Montana. Með þrjá flokka ikeppandi um völd, virðast líkurnar að sjálfsögðu meiri til þess, að ekkert forseta- efnið fái nægilegan meiri hluta í Electoral College. Þó hefir reynd- in orðið á önnur, um hundrað ára skeið. Árið 1860 var um fjóra flokka að velja, eða með öðrum orðum fjögur forsetaefni, þar sem hver um sig sigraði í frá tveim til þrem rikjum. Samt sem áður, hafði Abraham Lincoln ákveðinn meirihluta umfram alla keppinauta sína. Árið 1892 hlaut hinn svo- kallaði lýðflokkur allmörg atkvæði í Electoral College, en engu að síð- ur var Grover Cleveland kjörinn forseti með miklu atkvæðamagni. Árið 1912, hlaut Roosevelt talsvert fleiri atkvæði en Mr. Taft, er leit- aði endurkosningar fyrir hönd Re- públicana flokksins. En þrátt fyr- ir það fékk Woodrow Wilson meira en 75 af hundraði allra greiddra atkvæða í kjörmannasam- kundunni—Electoral College. Báðir ffömlu flokkarnir íhalds- samir. Allmargir virðast þeirrar skoð- unar, aS sökum þess hve báðir gömlu flokkarnir séu íhaldssamir, hljóti LaFollette að standa betur að vígi með að ná kosningu. En hvað um hann sjálfan? Er hann ekki einnig ærið ihaldssamur, þeg- ar alt kemur til alls? Allir vita, að Coolidge er af gamla skólanum í húð og hár. Mr. Davis er víðsýnn maður og lærðari miklu. En hann er lögmaður, og það eru sjaldnast lögmennirnir, er lengst ganga í byltingaáttina. La- follette kallar sig framsóknarflokks mann. En í hverju fer hann eða flokkur hans lengra í umbótaátt- ina, en gömlu flokkarnir? í raun- inni mun hann litlu frjálslyndari, en frambjóðendur gömlu flokk- anna, — frjálslyndið líklega mest á yfirborðinu. Senator La Follette vill láta lækka flutningsgjöld með járn- brautum, en hækka jafnframt laun járnbrautarþjóna. Hver mundi verða afleiðingin af því? Afleið- ingin gæti vafalaust orðið sú, að járnbrautarfélögin héldu áfram að tapa, þar til þau að lokum yrðu bein byrði á ríkissjóði. Hann kveðst vilja stuðla að því, að bænd- ur fái hærra verð fyrir afurðir sínar, en ákvæðis verð, sett með lögum, vill hann samt ekki heyra nefnt á nafn. Eitthvað kom til umræðu á þingi því í Cleveland, er útnefndi La- Follette, hvort ekki væri hyggilegra að ríkið tæki að sér rekstur járn- brauta. En á stefnuskrárerindi því, er hann sendi þinginu, var sára- lítið að græða, í sambandi við það mál. Hitt enda víst, að hann hef- ir þá fremur snögglega skift um skoðun, ef hann nú um sjötugsald- ur, tjáir sig hlyntan þjóðeigna fyr- irkomulaginu, því það hefir hann víst aldrei áður gert, svo menn iti til. Þá vill LaFoIlette að sögn, og flokkur sá, er hann styðst við, láta lækka verndartollana. En við nána athugun kemur það í ljós, að það atriði í stefnuskrá hans, er margfalt þokukendara og óákveðn- ara en i stefnuskrá Demokrata. Margir þeirra, er nú fylgja La- Follette að málum, gera það í þeirri trú, að hann muni ná sér niðri á fésýslu kóngunum í Wall Street. En eru ekki líkurnar til þess, að svo yrði, næsta daufar? Eða hefir það nokkru sinni verið sagt um senatorinn frá Wisconsin, að hann hefði óbeit á peningum? Margvislegar framfarir. Senator LaFollette gekk með þá flugu í höfðinu 1912, þegar Repub- licana flakkurinn klofnaði, að hon- um hefði borið réttur til að hljóta útnefningu ‘.progressive” fylking- ararmsins, þess er Roosevelt leiddi við kosningar. Má vera, að hann haft þar við nokkur rök að styðj- ast. En þegar til úrslitanna kom, nægði ekki “progressive” nafnið til þess að afla honum útnefningar. Framfarir þær hinar miklu, sem orðið hafa í löggjöf þjóðarinnar á hinum síðari árum, má óneitanlega að miklu leyti þakka Demokrata- flokknum, eða hinum mannúðlega og víðskygna leiðtoga hans, Wood- row Wilson. Ýmsir virðast ganga út frá því sem gefnu, að sökum ágreinings, sem átti sér stað á hinu nýlega af- staðna útnefningarþingi Demokrata þá hafi flokkurinn tapað svo áliti, í augum þjóðarinnar, að engin von sé til, að Mr. Davis fái leitt hann til sigurs við kosningar. En tæp- ast mun þó-mikið á því 'byggjandi. Deilan á milli þeirra Grant og Blaine 1880 á útnefningarþingi Re- publicana, var margfalt snarpari, en hnyppingarnar á Demókrata- þinginu í New York, og komu Re- publicanar þó Garfield til valda í nóvemiberkosningunum þar á eftir. Vera má, að Demokratar tapi nokkru, sökum ágreiningsins, er upp kom á útnefningarþingi þeirra. En hinu má jafnframt ekki gleyma, að hvort sem það var af hreinni tilviljun eða ekki, þá völdu þeir til forsetaefnis’ úrvalsmann, þar sem John Wl Davis er, — mann svo stórhæfan og vel metinn, að ganga má út frá því sem gefnu, að flokk- urinn fylgi honum lítt skiftur að málum. í Ohio, West Virginia, Kentucky og Indiana, geta Republicanar vænst allmikils stuðnings frá Ku- Klux-Klan félaginu. En þá er lika spurningin hvort Demokratar græða ekki álíka mikið eða vel það, á : mótspyrnunni gegn þeim félags- skap í New York, New Jersey og Massachusetts. Meiri hluti Norð- urríkjanna fylgja vafalaust Re- publicana flokknum að málum, en Suðurríkin hallast tvímælalaust á sveif Demokrata. Ekki verður því neitað, að Re- publicana flokkurinn er líklega nokkru samfeldari sem stendur, en flokkur Demokrata. Þó mundi það ganga beinni flónsku næst, að halda því fram, að Mr. Coolidge sé sama sem kosinn. kynnast þessum fornþjóðum i lif- andi lífi, en fornleifarnar gjöra okkur unt að kynnast þeim dauðu og leifum þeim er þeir hafa arf- leitt okkur að. Þessar fornleifar sýna okkur, að menning, mannvit og listfengi hinna fornu manna, hefir staðið að mörgu leyti á hærra stigi, en okkar. Satt að segja, þá er nútíð- ar framförum í vélfræði og almenn- um iðnaði um að kenna, að menn hafa mist sjónar á óþvingaðri og eðlilegri framþróun listarinnar. Ef að vér með þeirri stefnu, sem nú ræður, verðum þrælar kyrstöð- unnar, þá sanna fornleifafundirn- ir, að listinni er bezt borgið án materialistisku framfaranna. Ef vér athugum trúarhugmynd- irnar fornu, þá getur oss sýnst sambland guðfræði þeirra furðu- legt, og okkur máske finnist, að vér af efri héraðsmönnum Egypta- lands, sem var aðseturstaður sól- arguðsins Hermonþes, þar sem Ermene nú er, skamt frá Thebes. Eitt er víst, að í samræmi við trú hans og að sið Thebíumanna, þá var hann grafinn í konunga- 1 dalnum ('Valley of the kingsj. Gröfin, eins og gröf Eye konungs, eftirmanns Tutenkhamons, er gjörð að konunga sið að hálfu leyti, en að hálfu eins og grafir almennra borgara ,en er þó að öllum útbún- aði ríkmannlegri og meiri en grafir ríkiserfingja, og meiri heldur en gröf Faraos hins nýja rikiserfingja Thebiumanna. Það var Eye, hinn aldraði em- bættismaður Amenhotepættarinnar, sem lét grafa Tutenkhamon og sem var eftirmaður hans, því hann hef- ir látið setja mynd af sér á meðal annara helgimynda í gröfina, þar séum þar komnir á æðra þroska- j sem bann er að tilbiðja Tutenk- stig. En ef vér á annað borð skilj- hamon, og hefir engin slík mynd fundist áður þessum stað. í konunga gröfum á um list þeirra, þá hverfur mest- megnis úr huga vorum hugsunin j sú og tilfinning fyrir framþróun Gröf þessi sýnir merki þess að fagurra lista. Vér erum þeim j hinn látni konungur hefir verið máske fremri í hinu smáa, en eng- lagður til hvílu á tíð byltinga, bæði um skynbærum manni dettur í hug | í veraldlegum og andlegum efnum, að halda fram, að vér séum það ^ sem og að lokum varð konungsdómi í aðalatriðunum, að því er list- ; þeim að falli. Síðar sló Hamháb eign sinni á grafir Tutenkhamon- þroska þessara fornmanna snertir. Með öllum þroska og framþróun komust vér aldrei fram úr þeim i aðal atriðum. Vér sjáum, að fom-Egyptar setja fram list sína og hugsjónir með einfaldleik og valdi, sem veit- ir henni yfirlætislausa tign. Óef- að eru takmörk hennar þrengri fyrir hinn takmarkaða.sjóndeildar- hring þeirra, og verður það því að takast með í reikninginn, þegar um hana er dæmt. En innan sinna vé- banda, innan hennar eigin lands, sem hún tilheyrir, ^ólks þess lands og tímabils, sem hún heyrir til, þá er engum blöðum um það að fletta, að hin fullkomnasta list Egypta hefir til brunns að bera fegurð á öllum sviðum. Hún sýnir, hve hjartfólginn einfaldleikinn því var, með hve mikilli þolinmæði það gekk til verks, og að það lét sig aldrei henda, að sýna óeðlilegar myndir náttúrunnar. Sá sannleik- ur er staðfestur með hlutum þeim, sem fundust í gröf Tuttenk'hamons konungs. Það gengur næstum yfir anna i öllu Egyptalandi, var hann hershöfðingi og embættismaður á sinni tíð og stofnandi hinnar nítj- ándu konungsættar. Samt virðist svo, sem Hamhab hafi sýnt gröf- um þessum þá lotningu að loka gröf hins unga konungs eins og hann gjörði við gröf Thothmes IV. Enns sem komið er hefir okkur ekki unnist tími til þess að athuga helminginn af munum þeim, sem fundist hafa í gröfinni. Múmíu konungsins sjálfs höfum vér ekki enn athugað og eklci heldur stein- herbergi út úr sal þeim, er líkið hvíldi í, né heldur afhús, sem ligg- ur út úr fordyrinu. Bæði þess! herbergi eru full af hlutum, undur- samlegum að gerð, og ýmsum mun- um, sem eru enn þá eftirtektarverð- ari en það, sem enn hefir verið skoðað, sem er ærið verkefni á næstu árstíð. Það er eins og mann sundli, þeg- ar maður hugsar um það, sem enn bíður rannsóknar. En yfir því hvíl- ir einhver óumflýjanlegur skuggi mann, að sjá jafnmikið af list- j —vonbrigði, sem aldrei rætast, og fengi frá þeirri tíð sem hann lifði þau eru, ->ð Caranarvon lávarður skyldi ekki fá að sjá umbun erfið- is síns. Látum oss vígja minning- unni um hann það bezta, sem í oss býr. Kristindómur og kirkja. Eftir Árna Arnsaon lækni. á og þar er að finna. ’Hlutir þeir, sem í gröf hans fundust, minna mann frekar á ást- ríki hjónabandsins og heimilisins, heldur en á hinar stríðu trúarbragða kröfur, sem svo mjög hafa einkent hinar aðrar konunga grafir, sem í þessum dal hafa fundist—hinum konunglega dauðrareit í Thebes.. Augu vor hafa einnig opnast við 6. Kirkjan og spíritisminn. fund þann hinn mikla, er gröf lut- Spíritisminn, eða andatrú svo- I enkhamons haföi að geyma, fyrir nefn(lj hefir boðið kirkjunni lið- I fegurð þeirri í stíl, sem þar er að sjnnj sj[t 0g ]œtur allmikið til sín I finna og formi, sem er alveg sér- heyra Spíritistar fullyrða, að j stakt. Jafnvel í sambandi við j stefna þeirra hjálpi mörgum til frekar lítilfjörleg áhöld, sem engr- trúarsannfæringar, sem kirkjan ar listar kröfðust, er aðal áherzlan , getj gkkj unnjg; hún sé í betra sam- lögð á fegurðina. i ræmi við nútíðarþekkingu en kenn- Vér höfum komist að raun um, j jng kirkjunnar, standi henni því að í sambandi við muni þá sem t framar og þa.ð sé siðferðisleg gröfin hafði að geyma, eins og skylda kirkjunnar, að taka hana í mynd þá frá ríkisárum þess kon- ungs, sem geymd er í súlnagöngum musterisins í Luxor, að þar er að sína þjónustu. Hvað hafa bjóða? Auk spíritistar þá að margskonar fróð- finna sambland hinnar einföldu og ]ejhs um sálarlífið og sálaröflin, yfirlætislausu listar El-Amerana, þykjast þejr hafa sannað það með sem náði sér niðri á dögum tengda- j sa]arrannsóknum og tilraunum, að föður Tutenkhamons, Iknaton, °S, sa]jn ]jfjr eftir líkamsdauðann, að j megindrætti þeirrar listar, sem ^ y^r geturn orgjg varir við og haft blómgaðist í hinum efri héruðum ; anc]a framliðinna manna, Egyptalands, hinu nýja ríki Theb- J ag nohpur vitneskja sé fengin um íumanna. Það er og ljóst, að hvernig til hagar j oöru Hfj, ag það Gröf Tut-enkh-amons. Eftir Howard Carter. [mm Pú gerir enga til- raun út I bláinn með því at5 nota Dr. Chase’s Ointment vit5 Eczema og öírum húBsjflkdamum. paS gríeíir undir eins alt þeaskonar. Ein askja til reynslu at Dr. Chase s Oint- ment send frí gegn 2c frimerki, ef nafn þessa blaSs er nefnt. 60c. askj- an 1 ÖUum lyfjabúBum, eBa frú Ed- wmiiBtin. M-vtes & Co.. L,td.. Toronto. Ef menn lita á fornleifafund frá fjárhagslegu sjónarmiði, þá er hann lítils eða einskis virði. En ef menn skoða hann frá menningar-1 eða mentunarlegu sjónarimði, þá er hann ósegjanlega mikils virði. Samanburður á forn-Egyptum, eða því af menning þeirra, sem fundist hefir í konungagröfum og annars staðar, við framfarir nú- tímans, svo sem gufuaflið, rafur- magnið og ýmsar slíkar vísindaleg- ar framfarir, nær ekki nokkurri átt. En þessir fornleifafundir sýna oss að framfarir þær, er vér getum stært oss af fram yfir hina fornu menningu, er hagnýting rafur- magnsins, gufunnar og framfarir i læknisfræði. Við eigum að vísu ekki kost á að smekkur Tutenkhamon hefir ver- ið sá sami og annara ungra aðals- manna Egypta, fremur en smekkur konungborins manns. En hvernig sem því hefir verið varið, þá er það víst, að gifting hans og þriðju dóttur Iknaton veitti honum rét til ríkistöku. Eftir gögnum að dæma, sem fundist hafa í gröfinni, og að svo miklu leyti sem rúnir þeirra hafa verið ráðnar, þá virðist að Tutenk- hamon hafi verið ungur, þegar hann tók við ríkisstjórn, og að hann hafi tekið við af Smnekhaka, sem meðríkjandi, ef til vill til þess að þóknast Atontrúarmönnum í höf- uðstað Amon. Það virðist og, að hann hafi orðið, vegna stjórnmála-^ legra ástæðna sem valdi hans stóð hætta af, að viðurkenna og beygja sig undir vald Thembian guðsins Amon-ka skömmu eftir að tengda- faðir hans dó. Um uppruna og foreldri Tutenk- hamon vitum vér ekkert, nema ef viðbótin við Amon nafn hans, Heg-on-shema, sem þýðir prince, ættaður úr efri héruðum Egypta- —úr efri héruðum Egyptala, einn sé satt, að Kristur hafi rekið út illa anda og að hann hafi risið upp 1 frá dauðum. Það er ekkert smáræði, sem þeir bjóða, hvorki meira né minna en að sanna mikilsverð trúaratriði með tilraunum. Þær verða því ekki smáar né vægar kröfurnar, sem allir óhlutdrægir menn hljóta að gera til rannsóknaraðferða þeirra og sannana. Hvernig á að líta á spíritismann og hvernig á kirkjan að taka honum? Eg svara þessu auðvitað aðeins út frá mínu leik- manns sjónarmiði. I þessu verður algerlega að að- greina tvent, annars vegar rann- sóknirnar á sálarlífinu og hins veg- ar andaskýringarnar og tilrunir til sambands við framliðna. Sálarrannsóknarstarfið er auð- vitað gott, árangurinn af því getur orðið mikill og margskonar nyt- samur, nýr fróðleikur. Eg þarf ekki annað en al nefna fjarhrifin ("telepati) eða hugaráhrif manna á milli í fjarska, sem margir, ekki síst læknar og prestar, þekkja sjálf- sagt eitthvað af eigin reynd, og fjarhreyfingar (telekinesis), þ. e. hreyfingar hluta, sem ekki verður skynjað, hvaða kraftar valda. Þetta rannsóknarsvæði er stórt. Það er margt órannsakað í hyl- dýpi undirvitundarinnar eins og í líffræðinni yfirleitt. í næsta kafla á undan (5. k.) var t. d. sagt frá, hve uppruni manns- ins úr 2 frumum og erfðirnar eru leyndardómsfull atriði. Er ekki hugsanlegt, að andleg reynsla for- eldra og forfeðra gangi að erfðum, eins og sumt bendir á, að líkamleg reynsla og æfing geri að nokkru leyti? Ef slík reynsla og þekking lægi fólgin í djúpi undirvitundar- innar, þá yrðu ýms slík atriði auð- skildari, er þau koma upp á yfir- borðið með aðstoð miðlanna. Öll- um þessum fróðleik munu trúaðir kirkjunnar menn taka fegins hendi, eins og öðrum nýjungum í sálar- fræðinni, því fremur sem hann er merkari. Það mun óhætt að segja, að kirkja lands vors og sanntrúað- ir mentamenn hafa ekki amast við sálarfræði né kenslu í henni und- ir guðfræðanám, eins og annað há- skólamál. Kirkjan hlýtur að taka vel öllum árangri vísindanna, öllum merkum uppgötvunum, og þá ekki sízt í sálarfræði. Hún getur verið þess fullviss fyrirfram, að vísinda- legur sannleikur kemur aldrei í bág við trú vora, heldur mun hann að lokum verða til betri skýringar og koma meira samræmi á milli trúar vorrar og þekkingar. Kirkjan get- ur hagnýtt sálarrannsóknir og sál- arfræði öllu fremur en ýmsa aðra þekkingu, til útbreiðslu kristin- dómsins og annara blessunarrikra hrifa. Ef kirkjunni er áfátt i þessu efni, er um að kenna van- mætti þjóna hennar, en ekki grund- elli (hennar. Á þetta verður drep- ið í síðasta (8.) kafla. Öðru máli er að gegna, þegar spíritistar fara að skýra frá sam- bandi við framliðna og öðru lífi, þeim hlutum, sem. vísindin hafa hingað til ekki náð til. Þá þarf fyrst að sanna, að vísindin geti komist inn á þetta svið til að starfa þar. Það verður að útiloka að fyrirbrigðin stafi frá duldu lík- amsstarfi eða sálarlifi lifandi manna, en til þess verður að rann- saka líkams- og sálarlífið til hlítar. Kirkjan hlýtur að vera ströng í þeirri kröfu, en þeim, sem eru ut- an við félagsskap spíritismans, skilst, að mikið vanti enn á, að henni sé fullnægt. Ef sálarfræð- inni fleygir svo fram, sem ráða má af kenningu spíritista, þá hlýtur sú vísindagrein brátt að verða hið mesta bákn, og allra stærsta náms- greinin við háskólana. Bregðist þær vonir, þá stafar það af því, að árangur rannsóknanna er sam- bland af vísindalegri sálarfræði og andatrú. Afstaða kirkjunnar gagn- vart þessari hlið málsins, anda- skýringunum, skilst mér að verði eitthvað á þessa leið: Kirkjan kennir lærdóm Krists. Það ’ eru fullkomin, eilif og óbreytanleg sannindi og þurfa engrar umbótar með. En boðun og útlistun trúar- sannindanna verður að fara eftir sálarlífi og þroska safnaðarmanna, og vel má vera, að hún sé oft ófull komin og í veikleika gjörð. Hver, sem í alvöru ag einlægni leitar sannfæringar í þessum efnum, fær persónulega sönnun fyrir trúarsann- indunum, hann fær reynslu og full- vissu. Hve lagt mennirnir muni komast í rannsókn á sálarlífinu, hvort nokkur af trúarsannindunum verða nokkurn tíma sönnuð vís- indalega, hvort guði muni þóknast að láta mannkynið lifa í skoðun í stað trúar, um það leiðir kirkjan engum getum. Sanntrúaðir kirkj- unnar menn þurfa ekki á spírit- isma að halda, sér til trúarstyrk- ingar. Þeir hafa Jiess vegna ekki öðruvísi áhuga á rannsóknum spír- itista en öðrum sálarrannsóknum. Að svo miklu leyti sem spíritism- inn \ r vísindaleg Ijaannleiksjeit á sviði sálarlífsins, er eðlilegt, að ýmsir frægir, sanntrúaðir vísinda- menn séu i félaginu. En það er þá ekki til þess, að taka niðurstöðu rannsóknanna í trúarstað og að á- lita árangurinn sönnun fyrir ei- lífðarsannindunum. Kirkjan getur ekki, eftir eðli sínu, gert niðurstöðu spiritismans og sterkustu stoðinni undir trúnni og kirkjunni. Setjum jafnvel svo, að framhald lífsins væri sannað, vísindalega sem kall að er. Kirkjan myndi samt hvorki vilja né geta bent á þessar sannan- ir og sagt, að einmitt vegna þeirra væri nú orðin full ástæða til að trúa kenningu Krists. í fyrra lagi væri hún þá óbeinlínis að viður- kenna, að kenningin hefði hingað til ekki verið fyllilega áreiðanleg og óyggjandi. í öðru lagi eru nátt- úruvísindin og svo nefndar vís- indalegar sannanir ekki alveg ó- haggandi, heldur breytast sumar og haggast eins og önnur manna verk, þótt fyrirbrigðin sjálf breyt- ist ekki. En hvað á þá að segja um til- gátur, sem eru manna verk, en alls engar vísindalegar sannanir? Ef spiritistar vinna einhverja menn fyrir guðs ríki, sem kirkjunni ekki tekst að hjálpa til að koma auga á trúarsannindin, þá má fagna því, að guð notar stefnuna fyrir verk- færi. Það á að vera kirkjunni hvöt til að ná betri andlegum tökum á nútiðarkynslóðinni, en hitt er ekki réttmæt krafa, að hún skipi tilraun- um, athugunum og ályktunum spír- itista á ibekk með kenningu Krists, og því siður, að hún telji þær full- komnun hennar og sönnun. Þeg- ar komið er inn á trúarsviðið, næg- ir ekki lengur að nefna nöfn frægra vísindamanna. I vísindanna heimi er mannamunur, en á trúarsviðinu er tkki aðall og alþýða. Frægir menn í náttúruvísindum eru t. d. oft engu vitrari né sanngjarnari en aðrir í trúarefnum. Þarf ekki ann- að en benda á skynsemistrúarmenn- ina svonefndu, og var visindastarf þeirra þó góðra gjalda vert á sín- um tíma. Líka má benda á mót- mæli próf. Hyslops, úr því að ver- ið er að auglýsa þau í “Trúmála- viku stúdentafélagsins” (Tls. 90 ofarlegaj. Þau lýsa því ekki, hvernig samvizkusamur vísinda- maður talar um örðugustu við- fangsefni. Trúin á mennina, aut- oritetstrúin svo nefnda, er að týn- ast úr tízkunni, og má það líka. Vera má, að andaskýringin sé auðveldari en önnur skýring á svo nefndum dularfullum fyrirbrigð- um, en það sannar vitanlega ekki réttmæti hennar. Má í því satn- bandi benda á kenninguna, eða réttara sagt, trúna á “lífsaflið” áð- ur fyr. Þegar menn ekki gátu skýrt ýmsa starfsemi líkamans, var hún eignuð “lífsaflinu” svo nefndu. Nú geta menn skýrt fleiri og fleiri slík fyrirbrigði, hafa fund- ið mörg ný “lífsöfl”, ný lög og ein- kenni lífsstarfsins. Þótt eg sé hvorki sálarfræðingur né sálar- rannsóknarmaður, get eg nefnt til dæmis, aö sama fyrirbrigðið má skýra á tvennan hátt, með og án andaskýringar. Eg tek til dæmis sögu, er próf. H. Níelsson tilfærir í síðustu “Eimreiðinni” (5.—6.) bls. 300. Kona nokkur hafði elskað út- lendan liðsforingja, en ekki fengið að giftast honum. Ilann réðst í herþjónustu og dó síðan. Skömmu siðar veiktist konan, þjáðist m. a. af höfuðverk og sjálfsmorðslöng- un. Eftir ýmsar árangurslausar lækningatilraunir, þar á meðal i dásvefni, var komið með dulskygna stúlku inn í herbergið, þar sem sjúklingurinn var í dásvefni. Stúlk- an þykist sjá framliðinn mann, er heldur um höfuð konunnar og reynir að fá hana til sín. Læknir- inn talar síðan alllengi við mann þenna með aðstoð miðilsins og fær hann loks til að hætta við fyrirætl- un sína. Eftir lýsingunni var þetta mynd framliðna liðsforingjans, sem siðar kom upp að hafði ráðið sér bana. Konan, sem ekki fékk að vita um miðilinn, fékk brátt heilsu aftur. Ekki verður nú betur séð, en að auk andaskýringarinnar megi skýra þetta þannig: Liðsforinginn send- ir unnustu sinni öflugt hugskeyti, þegar hann ræður sér bana, og i þvi kemur fram sú þrá hans, að mega lifa samvistum við hana hin- um megin grafarinnar. Hún fær þessi fjathrif, en þau komast að eins til undirvitundarinnar. Breyt- ing sú eða truflun, sem þessvegna verður á undirvitundinni, hefir áð- nefnd áhrif á heilsufar hennar. Myndin af framliðna manninum berst til heila stúlkunnar, ekki ein- ungis, að 'hún sjái hann í huga ser, heldur er heili hennar svo afar- næmur, að áhrifin geta orðið á sjónarmiðstöð hans. Hun fær beint mynd af áhrifunum. En sjónar- miðstöðin er vön að laka við áhrif- um utan að, um sjónfærin, og hún flytur því áhrifin þangað, sem þau eftir vananum ættu að koma frá. Stúlkan fer þvinæst að geta talað við “undirvitundarkonuna”, sem er undir áhrifum hins látna, og svip ar því til hans, og lækninum tekst, með milligöngu miðilsins, að breyta undirvitundar áhrifunum. Hvern ig sambandið var, hvort talfæri konunnar störfuðu, eða að eins var um hugarsamband að ræða, sést ekki greinilega á sögunni. Eg vil auðvitað láta það ósagt, h vort þessi skýringaijleið ^,'ða þvílík Ireynist réttari við rannsóknir síðari tíma, en hún fer í þá átt, sem vísindin hafa hingað til farið. Mér skilst líka, að andatilgátan verði ófrjórri fyrir rannsóknirnar á sálarlífinu og sálaröflunum. Sum fyrirbrigð- in, t.d. líkamningarnar, verða ekki skýrð á þá leið, sem eg nefndi. En hvaða sönnun er fyrir því, að and- ar framliðinna búi þá líkami til, fremur en að dulin starfsemi lif- andi manna valdi þeim? 7. Kirkjan og guðspekin. Guðspekin hefir ekki haft lágt um sig upp á síðkastið og dregur ekki dul á, að henni er kappsmál að komast inn fyrir vebönd kirkj- unnar. Jafnframt hefir borið tölu- vert á stóryrðum í kirkjunnar garð úr þeirri átt. Hvað er guðspekin? Guðspek- ingar neita því harðlega, að stefn- an sé trúarstefna, heldur sé hún fræðslustefna eða heimspekikerfi. Látum það gott heita, að hún sé ekki trúarstefna. Bún virðist þá vera heimspekistefna, sem aðal- lega fjallar um eina ráðgátu heim- spekinnar, tilveruráðgátuna eða al- heimsráðgátuna. Þetta -fræðslu- kerfi ræðir þá um alheimsskipu- lagið, um lífið og örlög mannanna eftir dauðann. Guðspekin er þá trúarheimspeki og lítur út fyrir, að hún megi nefnast dultrúar- stefna. En þá er mjótt á munun- um, að kalla megi hana trúarstefnu og tilgangslítið að deila um nafnið Hvað hefir guðspekin að bjóða? Tilgangi hennar er lýst svo (“Trú- málavika stúdentafél. bls. 59-76), að hann sé, að móta kjarna úr alls- herjar bræðralagi mannkynsins án tillits til kynstofna, trúarbragða, kynferðis, stéttar og hörundslitar, að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragðanna, heimspeki og náttúruvísindi, og að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum. Auk iþess fylgja fullkomnir guð- spekingar ákveðnu fræðikerfi, sem þeir nefna hina minni guðspeki. Samkvæmt ’heimsskoðun þeirra, er jörðin með öllu, sem á henni er, ein samanhangandi heild. líf er einn- ig i ’hlutum, sem hingað til hafa verið taldir lífluasir, meira að segja í hinum ólífrænu efnum. Steinar, málmar, lifræn efni, jurt- ir, lægri og æðri dýr, alt er röð af lifandi verum á misjöfnu þroska- stigi, og ekki nóf með það, heldur “albræður vorir” ("“Trúmálavika” bls. 5J. Eftir dauðann heldur mannssálin áfram, á þroskabraut- inni, gegn um marga heima, til æðstu fullkomnunar. En hvað 1 hefir guðspekin að bjóða kirkjunni? Með sama for- orði og í næsta kafla á undan vil eg líta á þá spurningu. Eins og getið er um í kaflanum á undan, getur kirkjan ekki viðurkent, að Krists, grundvöllur kirkjunnar, þurfi umbóta við, enda er ekki lík- legt, að nokkur alverlega hugsandi maður haldi því fram í alvöru. Hitt má ef til vill segja, að boðun hans, útskýring og kenning að forminu til, þurfi umbóta við, þ. e. að starfsemi þjóna kirkjunnar sé ábótavant. Kirkjan álitur alla inenn á jörðunni guðs börn, og því bræður. Hún vill safna þeim öll- um undir merki Krists, í skaut kirkjunnar, hvort sem þeir eru rauðir, gulir, blakkir eða hvítir á hörund, hverrar þjóðar sem þeir eru, bæði konum og körlum, hverju sem þeir 'hafa áður trúað. En innan vebanda kirkjunnar er trúin ein, því annað væri mótsögn gegn sjálfu eðli hennar.. Kirkjan þarf því ekki stuðning guðspekinnar til þess að starfa að þessari hugsjón. Kirkjan er í eðli sínu trúarfélag, en ekki veraldlegt fræðslufélag. Stofnunin sjálf, kirkjan, beitist þv* ekki fyrir að láta meðlimi sína leggja stund á ákveðinn, veraldleg- an fróðleik. Vitanlega er henni það áhugamál, að þeir fræðist um líf og kenningu Krists, ritninguna, kristna siðfræði, bæði í uppeldinu og síðar, og að þeir leggi stund á alt, sem gerir þá að betri og sann- ari mönnum. Vilji einhver deild, eða einstakir menn, innan kirkj- unnar, beita sér fyrir hollri and- legri starfsemi og fræðslu, þá legg- ur hún ekki annað en gott til þeirra mála. Slíka fræðslu, ekki eingöngu í samanburðartrúfræði, heimspeki og náttúruvísindum, heldur og í öllum fræðigreinum, sem nöfnum tjáir að nefna, má fá af vísindarit- unum og öðrum fræðiritum. Þeir, sem slíkt stunda, þurfa ekki nauð- Frh. á bls, 5

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.