Lögberg - 31.07.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.07.1924, Blaðsíða 6
LÖGBERG, HMTUDAGINN.31. JÚLÍ 1924. « Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. “Þú mátt bjóða, Clarenco,” sagði ofurstinn, og við skulum gera út um það hver fær hana á eftir.” Svo tók hann undir handlegginn á Virginíu og leiddi hana yfir strætið. Stepihen vissi ekki hvað hann átti að gera. Hér átti stúlkan víst gott íheimili. Til hvers ætti hann að fara að eyða peningunum, sem voru honum svö dýrmætir? Hann sá Jenkins, sem var að ýta sér á- fram gegnum mannjþröngina. Og samt — ef Colfax skyldi ekki ná í hana? Hann hafði lofað. að kaupa hana, ef hann gæti, og gefa henni frelsi. Hann hafði afráðið hvað gera skyldi og hann ruddist gegnum mannþröngina á eftir Jenkins. ------------------------o------ V. KAPITULI. Fyrsti neistinn fýkur. “Hvað er böðið iherrar mínir!” ihrópaði uppboðs- haldarinn, er hann 'hafði lokið ræðu sinni um kosti stúlkunnar. “Hvað er boðið? Átta hundruð?” Stephen saup hveljur. Svo varð löng þögn. Eng- inn kærði sig urn að byrja að bjóða. “Byrjið herrar mínir, byrjið! Þarna er vinur minn Alf. Jerikins. iHann veit upp á cent hvers virði hún er. Ifyteð (vfltu gefía fýrir (bana Alf? vAjtítía hundruð?” Jenkins deplaði augunum framan í upplboðs- haldarann og álhorfendurnir skemtu sér vel. “Þrjú hundruð,’ sagði ihann. I Uppboðshaldarinn réði sér naumast fyrir gremju. Einhver hrópaði: “Þrjú ihundruð og fimtíu” Það var Oolfax. Það var auðheyrt að menn könnuðust við hann sem meiri háttar 'mann, þegar nafn hans var nefnt. “Þakka þér fyrir, herra Colfax,” sagði uppboðs- haldarinn og gaf um leið merki með hendinni, sem átti að sýna virðingu. Þsir, sem viðstaddir voru, snéru sér við og teygðu fram álkurnar, til þess að geta séð þann, sem gerði tooðið. Hann stóð þráðbeinn og bar sig mjög reigingslega, rétt éins og thann vissi ekkert af iþví, að hann hefði dregið að sér athygli allra. “Þrjú hundruð sjötíu og finrm ” ' Það er svölítið meira vit í þessu, Jenkins,” sagði uppboðshaldarinn háðslega. Hann snéri sér að stúlkunni, sem stóð þarna fulí örvæntingar, hélt að sér ihöndum og íhengdi niður ihöfuðið. Hann brá hendinni undir höku hennar og lyfti 'henni upp hálf hranalega. “Vertu kát telpa mín,” sagði hann, þú hefir enga ástæðu til að skæla nú.” ÍBrjóst stúlkunnar gekk upp og niður og augu hennar leyftruðu af mótþróa. Hann hló. Þetta voru hvítu ættarmerkin. Hvítu ættarmerkin! Clarence Colfax tapaði sínu iboði. Hann sá snöggvast bregða fyrir upp yfir höfðinu á þeim, sem næstir stóðu, andlitinu á ungum manni, sem var mjög einbeittur á svip. Rödd hans var hrein og sterk — “Fjögur hundruð!” Jafnvel uppboðshaldarinn varð svo hissa að hann var rétt að segja búinn að missa janvægið, þegar (hann heyrði þetta nýja boð. Stephen roðnaði út af uppnáminu, sem ihann orsakaði. Það var auð- séð að þeir, sem viðstaddir voru, skoðuðu það sem ihina mestu iheimsku fyrir nokkurn mann að keppa við þá Colfax og Jenkins. Allra augu hvíldu á Stephen og menn voru Ibúnir að virða hann vel fyrir sér áður en hinn smjaðursfulli uppboðhaldari var toúinn að átta sig á því, hvernig hann ætti að snúa sér gagnvart þesum þriðja manni. “Fjögur hundruð boðin af þessum — þessum herra þarna.” Hann benti á Stephen með feitum vísifingri, eins og hann vildi láta í ljósi fyrirlitningu sína á honum. “Fjögur hundruð og fimtíu!” hrópaði Colfax með altlmiklum þjósti. Herra Jenkins þrælasali frá New Orleans, sett- ist niður á steinþrep og kveikti sér í löngum vindli. Uppboðshaldarinn gaf engan gaum að því. En Brice og Colfax, sem báðir voru ungir, voru farnir að Ihlakka til þess að nú yrðu þeir einir um hituna. Step'hen kom það viturlega ráð í hug, að nú væri rétti tíminn fyrir sig að hætta. Og láta Colfax hafa stúlkuna Nei, áldrei. Þetta var dramib, en svo flugu honum í hug Canter og Nancy gamla, og þar var ekki um neitt dramb að ræða. “Fjögur hundruð sjötíu og fimm!” srópaði hann. “Þakka iþér fyrir”, sagði uppboðshaldarinn. “Herðið þið ykkur, piltar!” kallaði einhver gamansamur náungi, og mannfjöldinn skellihló. “Fimm hundruð!” sagði Colfax. Það var farið að síga í Ihann. En Stephen var frá Nýja-iEnglandi og fátækur, og ihann var að hugsa um um hvað mikla peninga ihann hefði. Það var auðséð á augnaráðinu, isem hann sendi móttöðumanni sín- um að hann var orðinn reiður. Colfax þurfti ekki að horfa í peningana, og eftir útliti að dæma var hann. ekki maður, sem kærði sig um að fara á fund ungrar stúlku og kafinast við, að hann hefði beðið ósigur. Stephen bauð tíu dollurum hærra; sunnanmað- urinn bætti við fimtíu og Stephen bætti aftur við tíu. Hann var orðinn rólegur nú og lét háð uppboðs- haldarans i sinn garð, sem vind um eyrun þjóta. Ó- þolinmæði Colfax hafði á svipstundu komið boðunum upp í átta hundruð og tíu dollara. En þá skéði margt í einu . Jenkins stóð upp með vindilinn í munninum og bauð átta hundruð tuttugu og fimm. Þetta setti nýtt fjör í áhorfendurna og Stephen leit á Colfax, þegar mesta undrunin var um garð gengin, eins og til þess að gefa til kynna að nú væri komið að honum, en þá sá hann að frændi Oolfax, ofurstinn hávaxni kom aftan að honum og þreif í hann. Hinum megin við stætið stóð Virginía Carvell og stappaði óþol- inmóðlega í gangstéttina. ‘fHvað ertu að hugsa!” sagði ofurstinn. Stelpan er ekki svona mikils virði.” Colfax snéri sig lausan. “Eg verð að kaupa hana,” hrópaði ihann. “Eg held varla,” sagði ofurstinn. “Komdu með mér.” Cblfax var náttúrlega báíreiður. Hann reyndi að slíta sig lausann, en það stoðaði ekkert. Hann gekk fram hjá Stephen um leið og hann fór burt með ofurstanu'm, en hann leit ekki við honum. Hann hlaut að finna sárt til niðurlægingarinnar. “Jinny vill fá hana,” sagði hann, “og eg á með að kaupa hana.” “Jinny vill fá alt,” svaraði ofustinn, og um leið leit hann með undrunar — og gletnissvip á Stephen, eins og honum þætti það slæmt að ihann hefði engan til þess að líta eftir sér. Frændurnir gegnu yfir strætið og ofurstinn hló um leið og þeir og dóttir hans gengu burt. Virginia bar höfuðið hátt en Colfax var í meira lagi niðurlútur. Áhrfendurnir höfðu gaman af þessu og skelli- hlóu, og jafnvel Stehpen gat ekki annað er brosað en ibrosið vað þó beiskjublandið. Svo snéri hann sér við og leit á Jenkins. Upptooðshaldarinn hafði ihaft hægt um sig meðan á þessu stóð af eintómri virðingu fyrir þei'm, sem áttu hlut að máli. Nú var það Stephen, sem menn veittu mest athygli. “Haldið þið nú áfram herrar mínir. haldið þið n.ú áfram! þetta nær ekki nokkurri átt — Atta hundruð tuttugu og fimm! Hún er tvö iþúsund doll- ara virði. Eg er búinn að vera við þessa verslun í tuttugu ár og eg hefi aldrei séð neina, sem jafnast á við Ihana. Bjóddu betur, herra — 'herra — hvað þú heitir, þetta er þitt boð.” “Átta hundruð þrjátíu og fimm!” sagði Stephen. “Jenkins! Jenkins!” hrópaði uppboðshaldarinn. “Við eigu'm eftir að selja tuttugu.” “Átta Ihundruð og fimtíu!” sagði Jenkins. “Átt Ihundruð og sextíu!” sagði Stephen, og mannfjöldinn æpti af fögnuði. Jenkins tók út úr sér vindlinginn og horfði á hann. Átta hundruð sjötíu og fimm!” sagði hann. “Átta hundruð áttatíu og fimm!” sagði Stephen. Menn stóðu á önd'inni. “Níu hundruð!” “Níu hundruð og tíu!” Jenkins tók af sér hattinn og hneigði sig iháðs- lega fyrir Stephen. “{Hún er þín,” sagði hann, “það árar ekkert vel núna. Eg býð ekki Ihærra. Eg get gert betri kaup í Louisville fyrir minni penigna. Eg óska þér til lukku eg toýst við að þú hafir meiri þörf fyrir hana en eg.” Stephen roðnaði út undir eyru, en múgurinn æpti og íhló. “Hvað!” grenjaði uppboðisalhldainn. “Þetta nær ekki nokkurri átt, herrar mínir. Níu hundruð og tíu dollarar! Níu hundruð og tíu! Við erum rétt að toyrja. Haltu áfra'm Jenkins! Þetta er alveg sama og að gefa 'hana burt. Þrælasalinn hristi ihöfuðið og saug vindilinn sinn. “Ja, þetta er þó sannarlega að láta hana fara fyrir lítið,” sagði uppboðsihaldarinn. “Níu hundruð og tíu — níu hundruð og tíu —fyrsta, annað — níu hundruð og tíu — fyrista, annað og þriðja sinn!” Hamarinn skall á borðinu. Slegið fyrir níu hundruð og tíu herra herra — Ja, þú kemst að kjörkaupum herra minn.” Aðstoðarmaður hans ihafði gripið stúlk- una, sem lá við yfirliði, og ætlaði að fara að draga 'hana burt. Stephen gaf uppboðhaldaranum engan gaum, né iheldur Ihinum, sem stóðu og gláptu á hann; hann ruddist upp þangað sem stúlkan var. “Farðu varlega með hana fanturinn þinn!” hrópaði hann. Aðstoðarmaðurinn slepti stúlkunni. Hester leit upp til hans og út úr augum Ihennar skein þakklæti og traust, svo að hann var í hálf- gerðum vandræðum. “Getur þú gengið?” spurði hann nokkuð hrana- lega. “Já.” “Komdu þá með mér.” Hún stóð upp. Um leið kom feitur maður með penna í endinni út úr dómshúsinu. t augum hans v; kátínusvipur, sem Stephen kunni illa við. “Hingað, ef þú vilt gera svo vel,” sagði hann og fór með Stephen að skrifborði. Þar dró hann óút- fylt eignar bréf upp úr skúffu. “Hvað heitirðu?” “Stephen Atterbury Brice”. “Og hvar áttu iheima?” Stephen sagði honum númerið á ihúsinu. En í stað þess að skrifa það niður, stóð hinn og starði á hann, og hrukkurnar á feita andlitinu urðu æ dýpri og dýpri. Loks lagði hann frá sér pennann og rak upp skelli/hlátur, sem Stephen geðjaðist illa að. “Nú hættir mér að standa á saman!” sagði maðurinn, þegar hann kom upp orði fyrir hlátri. “Þetta númer, se*m þú hefir gefið mér, er á mat- söluhúsi, sem Nýja Englandsmenn hafa hér.” “Og eg býst við að það sé í þínum verkahring að skifta þér af því?” sagði Stephen kuldalega. Feiti maðurinn leit á hann, beit saman vörun- um og skrifaði niður ihúsnúmerið; en meðan hann var að þvi, hristist hann af einhverju innibyrgðu afli, eins og toann ætlaði að rifna. Loksins eftir að feiti maðurinn og notarius, sem sat á bak við vír- net, höfðu hvíslast á og hlegið og gefið hvor öðrum bendingar, var eignarbréfið undirritað, innsiglað og fengið Stephen í toendur. Hann taldi fram peningana í gulli og bankaávísunum frá Boston. Þegar hann var kominn út á strætið með stúlk- una við hlið sér, fanst honum þetta alt vera draum- ur. Hann sonur Appleton Brice í Boston var orðinn eigandi að fallegri kynblendingsstúlku, (og hann hafði gefið aleigu sína fyrir hana! Ungfrú Crane opnaði sjálf hurðina, þegar hann hringdi. Hin skarpskygnu augu hennar litu yfir öxl hans og ihún varð stóreygð í meira lagi. En Stephen herti upp hugann, hann tróð sér fram hjá henni og að stiganum og benti Hester að koma á eftir sér. “Eg hefi komið með þessa — með þennan kven- mann til þesis að finna móður mína,” mælti hann. Ungfrú Crane hneigði ihöfuðið ofurlítið. Hún stóð hreyfingarlaus, sem steini lostin á einni rós- inni á gólfdúknum í forstofunni, þangað til hún iheyrði frú Brice opna jhurðina og skella ihenni iaftui>' þá stökk hún upp stigann í fáum skrefum og beint inn í herlbergi frú Abner Reed. Kynblendingstúlk- an stóð í ganginum og beið. IV. KAPÍTULI. Silas Whipple. Callinn á sumum sögum er sá, að þær segja frá of miklu. Samtal Stephens og móður ihanis fór rólega fram og var ekki sögulegur atburður. Matsöluhús ungfrú Crane var enginn mierkisstaður og það er toetra að láta ímyndunaraflið gera sér grein fyrir uppnáminu þar iheldur en að lýsa því. Af vorkunn- semi við herra Stephen Brice skal líka hlaupið yfir að lýsa miklum fagnaðarfundi, sem átti sér stað í íhúsgagnaibúð herra Cauters. Siðari hluta þessa dags gekk Stephen aftur upp ðhreinan stigann, sem lá upp í skrifstofu Whipples dómara. iHann nam snöggvast istaðar, eins og til þess að herða upp hugann, svo greip hann um hand- riðið og gekk upp. Hann þurfti í sannleika nú á öllu sínu hugrekki að halda til þess að ráðast þarna til uppgöngu. Hann nam aftur staðar fyrir utan dyrn- ar, er hann kom upp. Meðan hann stóð þarna heyrði hann að innan ibrot úr þýsku sönglagi, sem var sumgið með lágri en fallegri rödd. Hann gekk inn. Richter stóð snöggklæddur og brosandi út undir eyru upp frá skrifborðinu isínu, til þess að íheilsa honum. “Á, vinur 'minn,” sagði Ihann, ”þú ert seinn. Dómarinn ihefir verið að ibíða eftir þér.” “Hefir hann gert það?” spurði Stephen og átti ilt með að láta ekki á iþví bera, að hann kviði fyrir að hitta dómarann. Þjóðverjinn klappaði á öxlina á ihonum. Alt í einu heryðist rödd í gegnum opinn glugg- ann, sem var fyrir ofan ihurðina á innri skrifstof- unni eins og stormlhvinur í f jallaskarði — “Richter!” “Já!” “Hver er þetta?” “Herra Brice.” “Nú, því í fjandanum kemur ihann ekki inn?” Richter opnaði hurðina og Stephen gekk inn. Hurðinni var lokað aftur, og hann var þarna í bæli drekans og augliti til auglits við drekann sjálfann, sem horfði fast á hann. Það fyrsta, sem Stephen tók eftir voru gráu augabrúnirnar, sem slúttu fram yfir augun, er láu innarlega. Það sindraði af eldi augnanna og það var auðséð að þau gátu verið ægileg. Andlit dómarans var alt rakað, nema grár skeggkragi, sem var undir ihökunni, og stærðin á nefinu leyndi sér ekki, þótt andlitið væri vel hold- ugt. Stepehn fann að dómarinn rannsakaði ihann til hlítar með augunum. En það voru engar kurteisis- reglur, isem vörnuðu honum máls, og ekki var það heldur eintóm hræðsla. ‘<Og þú ert sonur Appleton Brices,” sagði dóm- arinn loksins og 'málrómur hans var ekki alveg eins óþýður og við hefði mátt búast. “Já,” svaraði Stephen. ''Hm,” agði dómarinn. og horfði á Stephen með augnaráðið, sem lýsti engri velþóknun. “Eg býst við að vinir föður þíns hafi ihælt þér of mikið.” Hann hallaði sér aftur á Ibak í tréstólnum, sem hann sat á. '•‘Eg hata fólk, sem ihælir ungum mönnu'm og segir með fleðubrosi: ‘Eg þekki Ihann föður þinn.’ Eg átti ekki föður isem það varð sagt um. En,” hrópaði dómarinn og sló hnefanum í borðið, “eg hugsaði mér að fólk skyldi einhvern tíma þekkja mig. Það er það scm hefir komið mér áfram. Þú toyrjar hér án nokk- urrar hindrunar; þeir þekkja ekki föður þinn hér.” Hafi Stephen fundist dómarinn harður í horn að taka, þá gerði hann ekki orð á því. Hann leit umlhverfis sig í iherberginu, isem var lítið — á rúm dómarans i einu horninu, sem toókum og tolöðum var Ihrúgað á að deginum; á þvottaborðið, þar sem að strangi af skjalapappír lá við hliðina á þvotta- sfcálinni. MEg býst við að þér firinist þessi bær nokkuð grófgerður í samanlburði við Boston,” hélt Wihipple áfram. “Það hefir frá alda öðli verið siður í göml- um toygðarlögum, að fólk væri fult undrunar yfir nýrri bygðarlögum, þar sem sveitungar þeirra hafa tekið sér bólfestu. Ert þú hissa á því, sem þá sérð hér?” Stepihen roðnaði. En, sem betur fór, gaf dóm- arinn honum ekki tíma til þess að svara. “Hversvegna lét móðir þín mig ekki vita af þvi. að hún væri á leiðinni Ihingað?” “Hún vildi ekki gera þér neitt ónæði.” “Var eg ekki góður vinur föður þíns? Bauð eg þér ekki að koma hingað og læra tög hér í skrif- stofunni hjá mér?” “En það var mögulegt, herra Whipple, að —” “Hvað var mögulegt?” “Að þér geðjaðist ekki að mér. Og það er enn mögulegt**, bætti Stephen við brosandi. Rétt í bili var útlit fyrir að dómarinn myndi brosa líka. Hann nuddaði á sér nefið með hendinni í gríð og ergi. “Richter sagði mér, að þú hefðir verið að svip- ast um eftir banka,” sagði hann. Stephen hrökk við. ‘Má, eg var að því, en —” Whipple tók upp rit u'm falsaða bankaseðla. “Varaðu þig á peningum Vesturrkjanna, eins og á sjálfum fjandanum,” sagði hann. “Þar erum við eftirbátar Austurríkjanna en sem komið er. Og þú ætlar þér að verða lögmaður?” “Já, eg ætla mér það.” “'Og það iskaltu líka verða,” sagði dómarinri og barði með gulgráum hnefanu'm bylmingshögg á rit- ið um fölsuðu peningana. Eg skal gera þig að lög- manni. En eg hefi ekki s'ömu aðferð og þeir i Harvard háskólanum.” “Eg er reiðubúinn að gera hvað sem er.” Það rumdi bara í dómaranum. Hann leitaði innan um blöðin á skrifborðinu og fann þar skjala- pappír og bunka af skrifuðu'm blöðum. •■Farðu þarna fram fyrir og farðu úr treyjunni og iskrifaðu upp þessi málsskjöl. Richter hjálpar þér í dag. Og segðu móður þinin, að eg ætli að gera mér það til heiðurs að heimsækja toana i kvöld.” - Steplhen gerði orðalaust eins og honum var sagt. En Ridhter var ekki í fremri skrifstofunni, þegar hann kom þangað. Hann reyndi að vera ró- legur og skrifa, iþótt endurminningin um alt, sem fram hafði farið um morguninn lægi einis og ský yfir thöfði hans. Hann eyðilagði fyrstu blöðin ger- samlega. Hann fann sárt til þess, að alt Ihefði mis- ‘hepnast fyrir sér. Það hafði verið ásetningur hanis, þegar hann fór inn, að segja frá því að hann hefði ikeypt Hester. Hann fór að torjóta heilann um þessi vandræði sín nú er ihann sat kyr. Hann byrjaði á nýrri örk og ónýtti hana. Hann stóð upp, en settist niður aftur. Loksins var toann oðrinn svo rólegur að hann gat ktomiist fram úr tíu línum af rithönd dóm- arans, en þá hrökk hann við af því að heyra marr í hurðinni. Hann leit upp og maðurinn, sem ann sá, var enginn annar en Comyn Carvel ofursti. Ofurstinn ileit fyrst á stól Richters og sá að toann var auður; svo leit hann á alt se'm inni var, þangað til hann kom auga á iStephen. Og hann tók ekki augun af ihonum strax aftur, Iheldur stóð graf- kyr á miðju gólfinu, með hattinn aftur á ihnakka og aðra hendina krepta utan um gullhúninn á göngu- stafnum sínum, en með hinni togaði hann í höku- toppinn. Alt í einu snéri ofurstinn sér við skellihlæjandi og stikaði inn í innri skrifstofuna til dóiriarans. Hurðin skeltist aftur á eftir Ihonu'm. Brice langaði mest af öllu til að flýja, en hann stilti slg. Fyrst var þögn, svo heyrðust nokkrir hrossa- hlátrar; svo heyrðist urg f penna, og loksins rödd dó'marans. “Hlver fjandinn sjálfur gengur að þér, Carvel?” Aftur ihrossalátrar og sVo skelti ofurstinn á lærið. “Whipple dómari,” sagði hann og röddin skalf af niðuribældum hlátri, “mér þykir vænt um að sjá, að þú ert orðinn laus við suma af þínum hlægilegu fordómum.” “Hvaða fordóma?” hrópaði dómarinn. • “Fordóma á þrælatoaldi,” agði ofurstinn og það virtist sem hann yrði alvarlegri. “'Þú ert frjáls- lyndari maður en eg ihélt að þú værir.” Það toeyrðist eitthvert óskiljanlegt korr í háls- inum á dómaranum. Svo sagði hann: “Erum við ekki búnir að rífast nóg um þetta, Carvel?” 1 Þú Ityoimst ekkj á þrælauptpboðið ,á miorg'un, þegar þú varst í dómshúsinu?” spurði ofurstinn mjúkur í máli. “Eg er ibúinn að vara iþig ihundrað sinnu'm við vörunum, sem þú hefir á boðstólum fyrir viðskifta- vini þína.” “Þú varst þá ekki við uppboðið,” sagði ofurst- inn og var Ihinn rólegasti. “þú mistir af því *— þú mistir af því að sjá piltinn, sem þú ert nýbúinn að taka á skrifstofuna þína. kaupa þá fallegustu kyn- blendingsstelpu, sem eg hefi nokkurn tíma augum litið. Vesalings Stephen var staðinn upp, en íhann var óráðinn í -því, ihvort hann ætti að fara inn um aðrar dyrnar eða út um hinar. “Er þetta satt, ofursti?” sagði (Wipple. «1Satt!” “Brice!” Stephen fanst hann ekki ko'ma við gólfið, þeg- ar hann gekk að hurðinni. Hann opnaði hana. Carvel ofursti sat á rúminu og togaði höku- toppinn. Dómarinn sat þráðbeinn og hallaði sér á- fram í sætinu. Augu hans leiftruðu undir loðnum augabrúnunum. “Brice,” sagði hann, “það er ein spurning, sem eg spyr alla að, sem eg hefi í minni þjónustu. Eg spurði þig ekki að henni vegna þess að eg var kunn- ugur 'bæði föður þínum og afa. Hvaða skoðun hefir þú á því, að ihalda mannleguml veru'm í ánauð sem þrælum?” Svarið kom strax og var mjög einfalt: “Eg álít að það sé ekki rétt, herra 'Whipple.” Dómairnn spratt upp úr sæt sínu, eins og hon- um hefði verið þeytt upp af stálfjöður, og hann stóð þarna hár og beinn. “Er það satt, að þú hafir keypt kvenmann á uppboðinu í dag?” ‘1Eg gerði ,það.” RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er Iandónaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.